Dagur - 06.06.1968, Page 2

Dagur - 06.06.1968, Page 2
2 KR-ingur frá Akureyri hefur orðsð: FYRIR NOKKRU las ég í einu blaði Akureyiinga, Alþýðu- manninum, ein þau furðuleg- ustu skrif um íþróttir, sem ég ■hef lésið til þéssa, og hef ég þó lesiS rhargt furðulegt bæði hér í Reykjavíkurblöðunum og oðr um blöðum. Grein þessi er á íþróttasíðu blaðsins, og er furðuieg af því leyti, að hún er skrifuð af tak- markaði'i þekkingu til íþrótta, eða íþróttamála hér á landi, og ekki siður fyrir það að hún er bein árás á eitt af íþl'óttafélög- um landsins, KR í Reykjavík. Sá sém þessa endaleysu héfur skrifað hefur ekki aðeins haft takmarkað vit á íþrðttum held- ur mætti og ætla að hann hafi aldrei haft nein afskipti af þeim málum, né reynt að kynna sér þau áður en hann lét greinina fara frá sér, heldur ætt áfram í blindu getuleysi og öfund. Ég skal hér nefna aðeins fá- ein dæmi um kunnáttu hans á málunum, honum og öðrum norðanmönnum til skemmtunar og fróðleiks. M. a. stendur í greininni að KR sé nokkurs konar „Mafía“ í íslenzkum íþróttum, sem öllu ráði, og að engir aðrir fái að koma þar nálægt, t. d. með nið- urröðun á leikjum 1. deildar en þar hafi KR oft haft það þannig, að hefja ekki keppni, eða raðað sér niður á leiki fyrr en önnur félög hafi leikið 3 leiki, og er þar vitanlega átt við ÍBA, fyrst og fremst. Hér skal á það bent að ekkert knattspyrnulið hefur áhuga, eða vill detta það mikið úr keppni, að það leiki ekki einn einasta leik á meðan að önnur lið leika 3 leiki. Það hljóta allir að sjá, að er óhag- stætt fyrir lið að standa utan vallar og horfa á hina, og er KR engin undantekning með það, ég er svo til viss um að því yrði harðlega mótmælt af ÍBA, ef þeir fengju engan leik í byrjun íslandsmótsins, á meðan að hin liðin léku 3 leiki í sambandi við niðurröðun á leiki 1. déildar, skal á það bent, að það er ein og sama nefndin sem gerir það og hefur gert í mörg undanfrain ár að raða þeim leikjum niður, ásamt öðrum leikjum í lands- mótinu. Þessi nefnd er Mótanefnd KSÍ, þ. a. s. 3 stjórnarmeðlimir KSÍ, ásamt framkvæmdastjóra ÍBR, Sigurgeiri Guðmannssyni, sem er eini KR-ingurinn í þess um félagsskap, og hefur hann aldrei fengið það orð að vera hlynntur KR frekar en öðrum félögum, í sínu mikla starfi að íþróttamálum landsmanna, og geta íþróttaforustumenn Akur- eyrar áréiðanlega fullvissað greinahöfund og lesendur um það. Áður en byrjað er að raða niður, eru félögin spurð um, hvort að lið frá þeim fari í ein- hverja keppnisferð, t. d. erlend- is, eða þá að einhverjir auka- leikir séu hjá þeim um sumarið. Sé svo, er fullt tillit tekið til þess, við niðurröðun, samanber að Knattspyrnuráð Akureyrar sá sér ekki fært á að hefja heimaleiki sína í byrjun leik- tímabilsins, og var það tekið fullkomlega til greina hjá nefnd inni. ÍBA leikur sinn fyrsía leik á Akureyri 23. júní en þá hafa verið leiknir 4 leikir af 15 í Reykjavík, 2 af 5 hafa verið leiknir í Keflavík, og 3 af 5 í Vestmannaeyjum. Við niðurröð un, eru leikjum heima og heim an snúið við á hverju ári, þann- ig að t. d. leikur Vals og ÍBA, sem leikinn var í fyrra, í síðari- hluta leiktímabilsins fyrir norð an, verður leikinn í fyrrihluta tímabilsins fyrir noi'ðan í ár, og leikurinn.í Réykjavík sem fram fór í fyrrihlufa, verður leikinn í síðarihluta þar. KR átti að leika við ÍBA fyrir norðan í fyrrihluta tímabilsins, þar sem léikur þeiri'a á síðasta ári, var leikinn í -síðarihluta fyrir norð- an, óg endaði 0—0 eins og flést- ir muha. Én vegna beiðni ÍBA um frestun útaf vellinum vai'ð að breyta þessu, og leika KR- ingar því aftur í ár fyrir norðan í síðarihluta tímabilsins, þ. a. s. 11. ágúst. Þessu hefðu KR-ing- ar, ef þeir væru allsráðandi eins og sagt er ~i~gi'eininni, getað breytt því það vita allir, og KR líka a_ð ÍBA-liðið er erfitt heim að sækja; og þá sérstaklega í seinnihluta leiktímabilsins. Ef KR hefði ráðið, hefðu þeir „tek ið“ fyrsta leikinn fyrir norðan 23. júní, í staðinn fyrir að taka fjórða leik þar, þann 11. ágúst. í sambandi við að KR ráði öllu í knattspyrnumálum þjóð- arinnar, skal greinahöfundi og öðrum á það bent, að KR á engu fleiri menn í stjórn eða nefndum Knattspyrnusambands íslands (KSÍ) en önnur félög á Suðurlandi. Stjórn KSÍ er skipuð 7 mönn um, öllum af Suðurlandi, (af fjárhagsástæðum að sagt er) og auðvitað með samþykki full- trúa á KSÍ þingunum, en þeir voru 121 á síðasta þingi, og þar af 39 úr Reykjavík, og sjá þá allir að utanbæjarfulltrúarnir hafa því haft yfirhöndina á þessu þingi eða 82 atkvæði, og á Akureyri 9 fulltrúa, eða at- kvæði af því eins og KR. Af þessum 7 mönnum í stjórn KSÍ, á KR 2 menn. Bjögvin Schram formann KSÍ, kosinn einróma á síðasta þingi, eins og svo mörg- um áður, einnig af hinum 9 full trúum Akureyrar. Helgi V. Jónsson, var kosinn með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða, á síðasta þingi, einnig af fulltrú- um Akureyrar, og skal þess get ið að þetfa er í fyrsta sinn í 15 ár áð KR-á 2 menn í stjórn KSÍ, þessii’ 2 menn „þó þeir séu úr KR“ geta ekki ráðið öllu í 7 manna stjórn, það hljóta allir að geta reiknað út. f nefndum KSÍ, á KR álíka marga menn og önnur félög. í Mótanefnd KSÍ, engann af 3. Tækninefnd KSÍ, einn af þrem um. Dómaranefnd, engann af þremum. í landsliðsnefnd, einn af þremum, og í Unglinganefnd, einn af fimm. Vona ég að þessi upptalning nægi, til að afsanna þessa hug- mynd greinahöfundar, og ef ein hver er vantrúaður getur sá hinn sami, leitað sér staðfesting ar á þessu hjá einum af hinum 9 fulltrúum ÍBA. Ein þvælan í grein þeirri, sem ég er hér að reyna að svara, er skrifin um fjölgun 1. deildar lið anna, sem samþykkt var á síð- asta KSÍ þingi. Vegna þess að KR hafi verið næstum fallið nið ur í 2. deild, á síðasta ári, (en vann þó Bikarkeppnina stuttu síðar) og því hafi þeir látið stækka 1. deildina, til að bjarga sér og heiðrinum. En hér skulum við koma með það rétta, og er auðvelt að kynna sér það, ef áhugi er fyrir því að fara með rétt mál. Tillagan um fjölgun 1. deildar liðanna, var borin upp á síðasta þingi, af fulltrúum utanbæjar- liðanna, eins og þeir eru kallað- ir á KSÍ þingum, sem haldin eru í Réykjavík, OG SÁTU FULLTRÚAR KR HJÁ VIÐ ATK V ÆÐ AGREIÐSLUN A, sem fór fram með handupprétt- ingu, en tillagan var samþvkkt með naumum meirihluta, eftir miklar umræður. Meðal þeirra, sem voru samþykkir henni voru fulltrúar Akureyrar, en á móti voru meðal annara fulltrú ar Víkings, Þróttar og Akranes, félaga sem leika í 2. deild í ár, og sízt af öllum var búist við að væru á móti. Þessar upplýsing- ar hef ég, frá mörgum af þeim fulltrúum, sem sátu þetta sögu- lega þing. Ekki nenni ég að eltast við allar vitleysurnar, í grein „íþróttasérfræðingsins“ en þó er ein eftir, sem mig langar til að „leiðrétta11, og er það kaflinn um Þórólf Beck, sem nýlega hefur fengið áhugamannarétt- indi sín aftur, og með „extra“ hraða eins og segir í greininni íþað minnsta fyrr en Albert Guðmundsson fékk sín réttindi, er hann sótti um þau, og auð- vita er það KR að „þakka“ að þessi hraði var svona mikill. Það er fulltrúaráð íþróttasam bands íslands (ÍSÍ) sem ákveð- ur um veitingu áhugamanna- réttinn til manna eins og t. d. Alberts, og Þórólfs, fundir ráðs ins, eru haldnir tvisvar til þrisvar á ári, og á hverjum fundi, er ákveðið hvenær næsti fundur skuli fara fram, svo var og um þennan fund hann var ákveðinn, á fundinum á undan, sem haldinn var sl. haust, og þá var ákveðið að næsti fundur yrði haldinn 18. maí. Fyrir þenn an fund sótti Þórólfur Beck um til KR að fá áhugamannarétt- indin sín aftur. KR sótti um til KRR, (Knattspyrnuráðs Reykja víkur) og KRR, sótti um til KSÍ, sem að lokum sótti um til ÍSÍ, sem vísaði málinu til næsta fulltrúaráðsfundar, þetta er leið in, sem Albert varð að fara, og þetta ei' leiðin í framtíðinni. Ef Þórólfur, 'hefði sótt um, eftir 18. maí, he'fði leyfið verið veitt á næsta þingi, sem haldið verður í haust. Reykjavík á einn full- trúa á þéssu þingi, og er hann ckki úr KR. Fulltrúaráðið, er skipað mönnum úr öllum (Framhald á blaðsíðu 3) ÍBA og KR á sunnudaginn Fyrsti leikur á Akureyri 23. júní við ÍBV Á SUNNUDAGINN, 9. júní, leika Akureyringar 2. leik sinn í I. deild í sumar og mæta KR á Laugardalsvell- inum í Reykjavík. — KR og Fram léku sl. þriðjudag og varð jafntefli í þeim leik 2:2. Lokið er þá fyrstu umferð í deildinni að þessu sinni og eru ÍBV og ÍBA efst með 2 stig, þá KR og Fram með 1 stig og Valur og ÍBK hafa ekkert stig hlotið. Fyrsti leikur ÍBA á heima velli verður 23. júní og koma þá Vestmannaeyingar norð- ur. □ 17. júní-mótið á Akureyri FYRRI HLUTI 17. júní-mótsins 1968 fei' fram laugardaginn 15. júní n. k. og hefst kl. 2 e. h. — íþróttafélagið Þór sér um mótið að þessu sinni. Keppnisgreinar: Kringlukast, langstökk, spjótkast, stangar- stökk, 400 m. hlaup, 1500 m. hlaup. Seinni hluti mótsins fer fram 17. júní. Keppnisgreinar: Hástökk, kúluvarp, 100 m. hlaup, 200 m. hlaup, 800 m. hlaup, 4x100 m. boðhlaup. Þátttaka tilkynnist Haraldi Helgasyni, KVA, sími 1-10-20, fyrir miðvikudaginn 12. júní n. k. □ Siglfirðingar unnu bridgemótið NORÐURLANDSMÓT í bridge fór fram að Hótel KEA 23.—26. og tóku 6 sveitir þátt í keppn- inni, 2 frá Akureyri, 2 frá Húsa vík og 2 frá Siglufirði, og auk þess ein gestasveit frá Akra- nesi, sveit Hannesar Jónssonar. Úrslit í mótinu urðu þau, að sveit Boga Sigurbjörnssonar frá Siglufirði sigraði glæsilega, hlaut 34 stig. Auk Boga skipa sveitina, Hreinn Steinsson, Val týr Jónasson og Jóhann Möller. 2. varð sveit Harðar Arnþórs- sonar, Siglufirði, 26 stig. 3 sveit Guðjóns Jónssonar, Húsavík, 22 stig. 4. sveit Knúts Otterstedt, Akureyri, 17 stig. 5. sveit Bald- vins Ólafssonar, Akureyri, 12 stig. 6. sveit Karls Hannessonar, Húsavík, 9 stig. Gestasveitin frá Akranesi hlaut 26 stig. Mótsstjóri var Angantýr Jó- hannsson, en keppnisstjóri Al- bert Sigurðsson. Keppt var um veglegan verð- launabikar gefinn af Samvinnu tryggingum og er þetta í 3ja skipti sem Norðurlandsmót í bridge er háð. Mótið fór mjög vel fram og var hið ánæjguleg- asta í alla staði. (Fréttatilkynning) áflanfka lceland Review NÝTT hefti tímaritsins Iceland Review er nýkomið út og hófst þar með sjötti árgangur þess. Er heftið mjög fjölbreytt og vandað, skreytt miklum fjölda mynda, bæði í litum og svart- hvítu. Allar þjóðir leggja mikla áherzlu á að kynna land sitt og útflutningsafurðir, m. a. með út gáfustarfsemi — og eru keppi- nautar íslendinga á erlendum mörkuðum athafnasamir á því sviði. Iceland Review hefur í 5 ár leitast við að gegna þessu hlutverki, það hefur kynnt út- flutningsvörur landsmanna og kynnt landið ferðamönnum á margvíslegan hátt. Vegna vaxandi erfiðleika í út flutningsmálum íslendinga og aukinnar þarfar til þess að leita markaða á breiðari grundvelli en verið hefur, veitir Iceland Review þegar töluverða mögu- Sumarbúðir UMSE UNGMENNASAMBAND Eyja fjarðár hefir staðið fyrir sumar búðanámskeiðum nokkur und- anfarin ár, og hyggst halda þeirri starfsemi áfram, þar sem námskeiðin hafa yfirleitt verið vel sótt og þótt takast vel. Nú eru ákveðin tvö námskeið að þéssti sinni að Laugalandi í Eyjafirði, en þar er mjög góð aðstaða til sumarbúðastarfs, góð sundlaug er á staðnum, íþrótta- völlur, félagsheimili, og ágæt aðstaða fyrir mötuneyti og svefnpláss í Húsmæðraskólan- um. Fyrra námskéiðið, sem ætlað er unglingum 12 ára og eldri, stendur frá 25. júní til 30 júní, en hið seinna, sem ætlað er börnum 9, 10 og 11 ára hefst 30. júní og lýkur 7. júlí. Tilkynningar um þátttöku skulu berast til Þórodds Jó- hannssonar, Byggðavegi 140 A, sími 12522, Akureyri, fyrir 10. þ. m. Hann veitir allar nánari upplýsingar um námskeiðin. Þá munu formenn sambandsfélag- anna einnig taka við umsókn- um. □ leika á því sviði. Ritið mun framvegis sem hingað til hafa áhuga á að kynna allar þær ís- lenzkar framleiðsluvörur, sem von er til að hægt verði að finna markað fyrir erlendis. Óhætt er að fullyrða að Iceland Review hafi á undangengnum 5 árum eflt tengsl okkar við önn- ur lönd á margvíslegan hátt og stöðugt er stefnt að gera stærri átök, með aukinni útbreiðslu og hverskonar eflingu ritsins. Af efni ritsins má nefna grein um Fjalla-Eyvind eftir Sigurð A. Magnússon með fjölmörgum myndum, viðtal og myndir af Maríu Guðmundsdóttur, grein um málarann Sverri Haralds- son eftir Odd Björnsson — og fylgja þar meðal annars litprent anir af málverkum hans. Grein er um kappakstursmanninn Sverri Þóroddsson, um paradís fuglaskoðarana á íslandi eftir Jeffrey Harrison, þýðing Hall- bergs Hallmundssonar á Gunn- arshólma Jónasar Hallgríms- sonar og grein eftir Magnús Magnússon, ritstjóra í Glasgow, um ísland fyrir daga norsku innfly tj endanna. Fjölmargt annað efni er í rit- inu. Mikill fjöldi mynda er í rit- inu, bæði í litum og svart-hvítu og er frágangur allur til fyrir- myndar. □ MINNINGARSPJÖLD kvenfé- iagsins Hlifar. Öllum ágóða varið til fegrunar við barna- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í Bókabúðinni Huld og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.