Dagur - 06.06.1968, Blaðsíða 7

Dagur - 06.06.1968, Blaðsíða 7
- HANDRIT GAUTREKSSÖGU FÓRU VÍÐA (Framhald af blaðsíðu 5). ferðinni. En hér er vor og ég naut sannarlega sólarinnar, sem ekki veitir af eftir þrásetur í bókasöfnum undanfarna mán- uði. Svo naut ég þess að sjá himininn logagylltan rétt fyrir miðnætti, á sama tíma og myrkrio grúfir yfir öllum þeim löndum, sem sunnar eru á hnett inum, segir lektorinri, en innan tíðar eru fornu viðfangsefnin efst í huga hans á ný og hann þylur þetta niðurlag Hrólfssögu Gautrekssonar: Undrist menn það eigi þó að sumir menn hafi verið ágætari að afli og vexti en nú. Hefur það satt verið, að þeir hafa skammt átt til risa að telja, en nú er fólkið jafnara, er blandast ættirnar. Er það trúlegt, að smáir menn hafi margir hnigið fyrir þeim, er vopn þeirra hafa svo þung verið, að einn óstyrk- ur maður hefur varla eða eigi fengið létt af jörðu, má þá marka, hvort nokkuð smámenni mun það staðizt hafa, er þeir hjuggu af miklu afli með bitur- legum eggjum til þeirra, er þó lamdist allt fyrir, þó að ekki biti á. Þykir mér og þeim bezt sanna að finna, er fær er til að bæta. En hvort sem satt er eða eigi, þá hafi sá gaman af, er það getur, en hinn leiti annars, þess er meira gaman verður að. Gleði Guð þann er ritaði og sagði og alla þá er til hlýða og ljúkum vér sögu Hrólfssögu Gautrekssonar. © Ég sendi öllum rriinar beztn kveðjur: sjúklingurri, stárfsfólki á Kristneshœli og öðruhi kunningjum, sem glöddu mig með gjöfum og á arinán hátt á fimmtugs- afmœlmu mínu, 30. maí síðastliðinn. BENEDIKT KRISTINSSON. * © % ± © & ý © -5- íljartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömiriu, MARGRÉTAR JÓHANNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við félögum úr karlkórnum „Geysi“ og Ivirkjukór Akureyrar fyrir góðan söng. Oddur Kristjánsson, Jóhann Oddsson, Júlíus Oddsson, Valgerður Kristjánsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna frá- íalls GUÐMUNDAR B. ÁRNASONAR, Bjarmastíg 11, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og stúkunnar Brynju nr. 99. Sigurveig Guðmundsdóttir. Árni Guðmundsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir. Jón Guðmundsson, Sigurlína Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS VALDIMARSSONAR, símstöðvarstjóra og hreppstjóra, Hrísey. Sérstakar þakkir færum við hreppsnefnd Hrísevjar- hrepps, sem fyrir hönd Hríseyinga vottaði honum þakklæti og virðingu með því að kosta útför hans. Lára Sigurjónsdóttir, börn, tengdabörn og bamabörn. Maðurinn minn, GUNNAR ÁGÚST BENEDIKTSSON, lézt 3. þ. m. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. — Guðrún Snorradóttir. Eiginmaður minn og faðir, GEORG JÓNSSON, bifreiðastjóri, Gránufélagsgötu 6, Akureyri, andaðist að Fjórðungssjúkralnisinu á Akureyri 30. maí síðastliðinn. — Jarðarförin ákveðin síðar. Sigríður Zakaríasdóttir. Ingólfur Georgssoti. Það er orðið sjaldgæft að heyra íslendinga mæla fram kafla úr fornsögum. Enn sjald- gæfara er að heyra slíkt af vör- um útlendings. Dagur þakkar viðtalið um leið og hann óskar fræðimanninum góðs og mikils árangurs í rannsóknarstörfum hans á fornum bókmenntum ís- lenzkum. E. D. ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ, blað æskulýðsfélaga í Hólastifti und ir ritstjóm séra Bolla Gústavs- sonar er komið út. í því er m. a. viðtal við biskupinn, herra Sig- urbjörn Einarsson, Aðalgeir Pálsson ritar um starfsfræðslu, sagt er frá hinum ýmsu störf- um æskulýðsfélaganna og margt fleira er í blaðinu bæði til skemmtunar og fróðleiks. Afgreiðslumaður er Jón A. Jónsson, Hafnarstræti 107. □ - LUKKURIDDARAR (Framhald af blaðsíðu 8). eða í geymslur í Reykjavík. En nú á að hefja verk, sem gera átti fyrir 10 árum og má segja, að betra er seint en aldrei. Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir Lukkuriddarann um þess ar mundir, bæði á Egilsstöðum og í gær var sýning í Neskaup- stað en í kvöld verður sýning á Seyðisfirði. Svo kemur hér annar lukkuriddari og sýnir sig í Valaskjálf og vill verða for- seti. V. S. - Það er gott að vera íslendingur í Kanada (Framhald af blaðsíðu 4). og gagnkvæmar heimsóknir aukizt? Mjög mikið. Fólk er alltaf að leyta uppi ættingja og nú er orðið auðvelt að ferðast og fljót legt, þótt höf skilji á milli. Nú er t. d. verið að undirbúa hóp- fei'ð að vestan, með 150 þátttak endum. Hópurinn, sem verður tvískiptur, leggur af stað hingað til lands 30. júní og 1. júlí. Sig- urður Sigurgeirsson form. Þjóð ræknisfélagsins í Reykjavík vinnur nú ötullega að undir- búningi þessarar heimsóknar. Hinn 5. júlí tekur forsetinn á móti hópnum á Bessastöðum. í þessu sambandi ber að minnast þess, að síðustu þrír íslenzku biskuparnir hafa heimsótt ís- lendingabyggðh-nar í Vestur- heimi, þeir Sigurgeir Sigurðs- son, Ásmundur Guðmundsson og Sigurbjörn Einarsson, og for seti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson heimsótti okkur í fyrra og Bjarni Benediktsson forsætis róðherra heimsótti okkur fyrir þrem árum. Allt varð þetta til að treysta vináttuböndin. En vinna þarf að hagkvæmari flug ferðum milli Kanada og íslands. Hverju er nú spáð um fram- tíð þessara vináttu og frænd- semisbanda? Ég vil engu spá, en tel, að hrakspár þar um verði sér til minnkunar eins og áður, því það er okkur mikilvægt, og ætti að vera báðum aðilum hagstætt, að halda menningarleg, vinar- og frændatengsl sem allra lengst. Á ferðum mínum hér á landi og vestra finn ég ávallt þennan sama skilning og vona ég að hann haldist enn um langa stund, um leið og ég þakka móttökurnar á íslandi að þessu sinni og ber fram hjartan legar hamingjuóskir um, að enn megi gæfa og gengi þjóðarinnar eflast, segir Grettir Leó Jó- hannsson ræðismaður að lokum og þakka ég viðtalið. E. D. MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Sálmar: 530 — 6 — 108 — 26 — 29. B. S. SJÓNARHÆÐ. Samfélagsstund um Guðs orð n. k. sunnudag. Allir hjartanlega velkomnir. SUMARSKÓLI guðspekisinna verður í Skíðahótelinu í Hlíð ai'fjalli dagana 16.—18. ágúst n. k. Nánar auglýst síðar. — Sumarskólanefndin. KENNARAKVARTETT Hlíðar dalsskóla mun syngja á sam- komunni í Laxagötu 5, laugar daginn 8. júní kl. 21.00. Einn- ig sunnudaginn 9. júní kl. 21.00. Mikill og fjölbreyttur söngur. Allir hjartanlega vel- komnir. — Sjöunda-dags Að- ventistar. ÓLAFSFJÖRÐUR. Samkomur í Tjai'narborg laugardaginn 8. júní kl. 17.00 og sunnudaginn 9. júní kl. 15. Kennara- kvartett Hlíðardalsskóla mun syngja. Fjölbreyttur söngur. Allir hjartanlega velkomnir. — Sjöunda-dags Aðventistar. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). Rússar roðfletta fiskmn ný- veiddan og er þetta kallaður „hvíti saltfiskurinn“ á markað- inum. Eflaust fylgjast íslenzkir sjómenn og útvegsmenn með þessum málum, sem öðrum á sviði markaðsmála. - VINNUSKÓLI (Framhald af blaðsíðu 8). skortur verði á vinnuafli full- orðinna. Kaup unglinganna verður það sama og greitt verður í Vinnu- skóla Reykjavíkur, sem var kr. 18 fyrir unglinga 13—14 ára og kr. 21 fyrir unglinga 14—15 ára sumarið 1967, en verður senni- lega eitthvað hærra á þessu sumri. Auk áðurnefndra verkefna verður unnið að nokkrum lag- færingum á opnum svæðum. Vinnuskólanefnd hefur beðið vinnumiðlunarskrifstofuna að taka á móti umsóknum um skólavist og ættu þeir, sem hug hafa á henni að snúa sér þangað hið allra fyrsta. Vinnuskólanefnd. Fólksfjölgunin verðui ekki stöðvuð strax VANÞRÓUÐ lönd voru fyrr- um álitlegir matvælaútfly tj - endur. — Umframmagnið af neyzlukorni nam árlega 14,3 milljónum tonna á tímabilinu 1934—38, en nú nemur nettó- innflutningur þeirra á neyzlu- korni 11,6 milljónum tonna ár- lega. Meginorsökin til þessarar breytingar 'hefur verið hin öra fólksfjölgun eftir seinni heims- styrjöldina. íbúatala vanþróuðu landanna eykst um 43 milljónir á ári hverju, sem er 7 sinnum meira en fólksfjölgunin í iðnaðarlönd- unum. Með hjálp ýmissa stofn- ana Sameinuðu þjóðanna leitast vanþróuðu löndin við að móta og hrinda í framkvæmd áætl- unum um takmörkun barn- eigna. Þessi viðleitni getur þó ekki haft nein veruleg áhrif á fólksfjölgunina fyrstu 15 til 20 árin. □ BRÚÐHJÓN. Hinn 1. júní voru gefin saman í hjónaband á Akureyri ungfrú Oddný Sig- ríður Ragnarsdóttir og Ove Höyer Andersen kjötiðnaðar- maður. Heimili þeirra verður að Hafnarstræti 95, Akureyri. Sama dag voru gefin saman í hjónaband á Akureyri ungfrú Bjarney Sveinbjörnsdóttir og Eiríkur Franz Ragnarsson sjó maður. Heimili þeirra verður að Byrgi, Glerárhvei'fi, Ak. FERMING í GRÍMSEY. — Á sunnudaginn 9. júní verður ferming í Miðgarðakirkju. Fermd verða þessi börn: Ás- rún Anna Alfreðsdóttir, Bás- um. Guðmundur Hafliði Guð mundsson, Nýja-Sjálandi. Gunnar Stefán Ásgrímsson, Vallakoti. Þorleifur Ólason, Sveinsstöðum. FRÁ Sumarbúðunum Vest- mannsvatni: Enn er mögulegt að koma börnum í suma flokk ana. Þeir sem hefðu hug á tali við prestana sem allra fyrst. — Sumarbúðanefndin. ÁHEIT á Akureyrarkirkju frá H. S. kr. 2000.00 og á Strand- arkirkju kr. 700.00 frá N. N. Beztu þakkir. — Birgir Snæ- björnsson. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚS- INU hafa borizt minningar- gjafir um Ágústínu Gunnars- dóttur ljósmóður frá eigin- manni hennar Tryggva Jóns- syni og börnum þeirra kr. 50.000.00. Frá Ó. J. kr. 500.00. Með beztu þökkum. — Torfi Guðlaugsson. KONA hér í bæ, er ekki vill láta nafns síns getið, hefur gefið 2000.00 kr. til gróður- beltisins við barnaheimilið Pálmholt. — Beztu þakkir. —• Laufey Sigurðardóttir. SUMARBÚÐIRNAR við Vest- mannsvatn byrja 14. júní n. k. Þau börn, sem hafa óskað eft- ir dvöl í fyrsta flokknum fá sendar upplýsingar eftir nokkra daga um ferðina aust ur og annað sem varðar sum- ardvölina. — Sóknarprestar. - Sjónvarpsnotendur (Framhald af blaðsíðu 4). sjónvarpstæki og að hafa af þeim góð not. Þeir sem skipa undirbún- ingsnefnd félagsstofnunai- innar eru: Aðalgeir Pálsson, verkfræðingur, Alfreð Möll- er, forstjóri, Freyr Ófeigs- son, fulltrúi, Halldór Helga son, skrifstofustjóri, Hörður Svanbergsson, prentari, Jóna tan Klausen, útvarpsvirkji, Kári Hermannsson, verzl- unarstjóri, Örn Steinþórs- son, prentari. □ PEYSUSETT Verð kr. 640.00 MARKAÐURJNN SIMI 1-12451

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.