Dagur - 03.07.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 03.07.1968, Blaðsíða 8
! 8 SMÁTT OG STÓRT Akureyringar á æskulýðsleiðtogamóti í Vasterás. (Ljósm.: H. S.) Æskulýðsleiðtogavika í Svíþjóð VINABÆIR Akureyrar á Norð urlöndum eru Randers í Dan- mörku, Álasund í Noregi, Lathi í Finnlandi og Vásterás í Sví- bjóð. Þessir bæir hafa í nokkur ár efnt til æskulýðsleiðtogamóta, sem þeir hafa staðið fyrir til skiptis og var eitt þeirra haldið hér á Akureyri sumarið 1966. Þátttakendur hafa yfirleitt verið tíu frá hverjum bæ og oft ast verið sendir sem fulltrúar einhverra æskulýðsflaga eða mætt fyrir hönd æskulýðsráðs. Fulltrúar frá Akureyri hafa mætt á þessum mótum nokkur undanfarin ár, en ekki haft fulla tölu nema hér heima. Að þessu sinni fór mótið fram í Vásterás og mættu þar ellefu þátttakendur frá Akureyri, ellefu frá Lathi, tíu frá Randers, fjórtán frá Álasundi, þar á með- al tveir blaðamenn, sem voru sérstaklega sendir með hópn- UM 700 SJÓMÍLUR norð-norð- austur af landinu fannst fyrir skömmu mikil síld og voru rússnesk og norsk skip þar að utn, og níu manns frá Vásterás. Auk þeirra voru svo fjórir aðrir heimamenn, sem skipulögðu dagskrána og sáu um fram- kvæmd hennar undir stjórn Thorsteins Johanssons, sem er einn af 28 föstum starfsmönn- um æskulýðsráðsins í Vásterás. Dagana 15.—19. júní dvöldum við á Klacbergsgárden, sem er íþróttamiðstöð í Vestmanna- landi um 80 km. frá Vásterás. Dagskráin hófst með íþróttum kl. 7.45 og stóð uppihaldslaust til kl. 23 og stundum lengur. Skiptust þá á fyrirlestrar, um- ræðufundir í fámennum hópum, íþróttir, leikir og fræðsla að ógleymdum baðferðum, sem komu sér vel, því hitinn var flesta dagana 25—36 gráður. Aðal efní fyrirlestranna var „táningaaldurinn“ og þau vanda mál, sem honum fylgja. Erindin voru flutt af sérmenntuðu fólki, sem byggði umsögn sína á vís- hér vegna síldveiðideilunnar, sem er óleyst. Heimir var einnig á landleið í gær en um löndun- arstað var ekki vitað. indalegum athugunum og langri reynslu. Hér er ekki hægt að rekja efni þeirra, en tæplega getur hjá því farið að þau hafi vakið áheyrendurna til umhugs unar um margt, sem getur orðið þeim gagnlegt í æskulýðsstarf- inu. Rúmsins vegna er ekki hægt að rekja þessa ferðasögu nánar í þetta sinn. Þó vil ég að lokum geta þess að Vásterás, sem telur 108 þúsund íbúa, er sennilega sá bær í Svíþjóð, sem býr bezt að ungu fólki, hvað aðstöðu snertir til íþrótta og tómstunda- iðju og er þá mikið sagt. Vera má að síðar verði vikið að ein- hverju af því tagi, sem gæti orð ið okkur til fyrirmyndar þótt ólíkum efnum sé saman að jafna. Allar móttökur í Vásterás voru til fyrirmyndar og gest- gjöfum okkar eigum við mikla skuld að gjalda. Samferðafólki mínu þakka ég mjög ánægjulegt samstarf og að lokum skila ég hér með kveðju frá Vásterás til Akureyrar og sérstakri kveðju frá því fólki sem hér var á æsku lýðsleiðtogamótinu 1966 og eign aðist þá kunningja hér í bænum. Tryggvi Þorsteinsson. MIKIL ER SÚ BÓK Hið íslenzka biblíufélag er stofn að 1815 og er það merkur fé- lagsskapur. Tilgangur þess og annarra biblíufélaga er að gera Guðs orð aðgengilegt hverri manneskju. Nokkrir lilutar Ritningarinnar hafa verið þýdd ir á 1280 tunguniál og mállísk- ur. Biblíufélögin annast dreif- ingu. Biblíufélögin dreifa Ritn- ingunni í 150 löndum heims. ÞJÓÐIN KAUS FORSETA Á sunnudaginn kaus þjóðin sér forseta. Úrslit kosninganna eru birt á öðrum stað í blaðinu og er niðurstaðan tvímælalausari en hinir bjartsýnustu stuðnings menn sigurvegarans gerðu sér vonir um. Yfirburðasigur Krist jáns Eldjárns mun nú flestum hugsandi mönnum efni til margs konar hugleiðinga og má ýmsa lærdóma af honum draga. En skylt er þeim, sem studdu Krist ján Eldjám að taka sigrinum með liæversku og hinum, að taka ósigrinum skynsamlega. BÆJARRÁÐSMENN OG FORSETAR Á fundi bæjarstjórnar 11. júní voru eftirtaldir menn kjörnt;- í bæjarráð Akureyrarkaupstað- ar: Þorvaldur Jónsson, Jakob Frímannsson, Sigurður Óli Brynjólfsson, Jón G. Sólnes og Ingólfur Árnason. Til vara: Bragi Sigurjónsson, Amþór Þor steinsson, Stefán Reykjalín, Árni JónsSon og Jón íngimars- son. Forseti bæjarstjórnar er sem áður Bragi Sigurjónsson, fyrsti varaforseti Stefán Reykja lín og annar varaforseti Arnþór Þorsteinsson. AÐRAR NEFNDIR í bygginganefnd eru: Árni Jóns son, Gunnar Óskarsson, Haukur Árnason, Haukur Haraldsson og Stefán Reykjalín. Fram- færslunefnd: Arnfinnur Arn- finnsson, Guðrún Sigurbjörns- dóttir, Ingibjörg Halldórsdótth-, Jónína Stemþórsdótíir og Lauf- ey Stefánsdóttir. Hafnarnefnd: Síefán Reykjalín, Árni Jónsson, Síefán Þórarinsson, Trvggvi Helgason og Zophonías Árna- son. Rafveitustjórn: Sigurður Óli Brynjólfsson, Árni Jónsson, Ingólfur Árnason, Magnús J. Kristinsson og Sigursveinn Jó- liannesson. GÖTUSÓPURINN Að gefnu tilefni í Aiþýðumami- inum, biður Sigurður Draum- land fyrir þá orðsendingu, að nýi götusópurinn, bak við POB, komi bráðlega að starfi, — við að bursta andlitin á ríkisstjórn- inni og áhangendum hennar. Ennfremur mun sópurinn fara rúllunni um síðskeggið á yfir- lögregluþjóninum á Akureyri, sem ekki vill flytja í nýju lög- reglustöðina, en heldur þeirri gömlu, svo að stór hópur verka- manna, sem á að fá hana, hefir hvergi aðgang að vatni, skjóli né W. C. Verði sópurinn því til margra hluta nytsamlcgur. VÖRUSKIPTI Bændur í Þistilfirði vilja kaupa hey. En þeir vilja selja girðinga staura. Gætu slík viðskipti verið báðum aðilum liagstæð, ef um heysölu verður að ræða. Á því eru daprar horfur nú, en enginn veit þó enn um veðráttuna í sumar, gras sprettur ört og hey skapartæki eru fljótvirk. Bagxjk kemur næst út miðvikudaginn 10. júlí. Fyrstu síldarskipin fengu afla yeiðum. Guðbjörg frá ísafirði og Heim ir frá Stöðvarfirði héldu á mið- in og hafa bæði skipin fengið afla. Guðbjörg hélt áleiðis til Færeyja, þar sem ekki þótti öruggt að skipið fengi að landa Bjartur og Barði frá Neskaup stað voru í gær á leið á hin fjar- lægu síldarmið, en Gígja frá Sandgerði er komin á miðin. Síldin, sem þarna veiðist er stór og falleg, og Norðmenn hafa þegar hafið söltun. □ NAUTGRIPUM OG HÆNSNUM Á RÚTSSTÖÐUM LÓGAÐ ? BLAÐIÐ spurðist fyrir um það hjá landlækni í gær, hvað gert yrði til að hefta útbreiðslu kúa- sjúkdóms þess, er upp kom á Rútsstöðum í Eyjafirði. Hann sagði, að tillögur sínar og Jó- 'hanns Þorkelssonar héraðs- læknis lægju nú fyrir bæði hjá heilbrigðismálaráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti. En þær væru þess efnis, að lóga þegar í stað öllum þeim nautgripum, á Rútsstöðum tók einnig veik- ina, en hún er ekki svæsnari en venja er til þótt nautgripir hryndu niður. Um orsakir er ekki vitað ennþá. Veikin er ekki mjög smitnæm, ef hreinlætis er gætt, sagði landlæknir að lok- um. □ Frá bindindismóti í Vaglaskógi 1967. (Ljósm.: H. S.) Blndindismóf hdldið í VagSaskcgi m verzíunarmannahelgina sem enn lifa á Rútsstöðum, enn fremur alifuglum. Má búast við, að tillögurnar verði þegar sam- þykktai' og niðurskurður fari fram. Héraðslæknir vinnur nú að rannsókn í héraðinu, en í gær var ekki vitað, að veikin hefði breiðzt út. Heimilisfólkið SVO SEM undanfarin ár ann- ast æskulýðssamtök í Þingeyj- arsýslu, Eyjafirði og Akureyri undirbúning og framkvæmd bindindismóts í Vaglaskógi um verzlunarmannahelgina. Að þessu sinni verður efnt til mikilla hátíðahalda með margs konar skemmtiatriðum, liljóð- færaslætti, íþróttum, þ. á m. sýnir fimleikaflokkur frá Siglu firði undir stjóm Helga Sveins- sonar íþróttakennara, þá verð- ur glímusýning, ræðuhöld, gam anþættir, Baldur Hólmgeirsson o. fL, hljómsveitin Póló, Bjarki og Erla, kórsöngur og lúðra- sveit. Komið verður fyrir útipöllum og leiksviði og dansað bæði úti og inni. Flugeldasýning cg bál- kestir verða tendraðir. Tjald- stæði fyrir' mótsgesti verða skipulögð meðan á mótinu stendur og sætaferðir verða á mótsstað bæði frá Akureyri og Húsavík. Undirbúningsnefnd bindindis mótsins er skipuð Þóroddi Jó- hannssyni, UMSE, Oskari Ágústssyni, HSÞ og Hermanni Sigtryggssyni, Akureyri. Fram- kvæmdanefnd verður skipuð innan skamms. Bindindismótin í Vaglaskógi hafa farið vel fram. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.