Dagur - 17.07.1968, Page 8

Dagur - 17.07.1968, Page 8
8 Vistheimilið Sólborg í byggingu. (Ljósm.: N. H.) SMÁTT OG STÓRT MIKIL VINNA — ÞREYTT FÓLK f ýmsum hraðfrystihúsum norð anlands hefur verið látlaus vinna um lengri tíma og svo mikið hefur borizt að af fiski, að gripið hefur verið til róðrar- stöðvunar t. d. á Húsavík. Og starfsfólk frystihúsanna er dauð þreytt eftir þrotlausa eftirvinnu vikum saman. Hinum góða afla ber að fagna og einnig hinni góðu vinnu. GÓÐUR AFLI Ströndum. Selsskinn eru í góðu verði í ár á erlendum mörkuð- um. HUNDAELDI Erlendur maður fann fyrir nokkrum árum „íslenzka“ hunda á íslandi, keypti þá og flutti síðan á hundabú sitt í Californíu. Nú er verið að rækta hundakyn, kallað íslenzkt, suð- ur á Skeiðum, á bæ sem heitir Ólafsvellir. En íslenzkir liundar eiga að hafa uppspert eyru og hringað skott, auk fl. einkenna. Þessi hundarækt er út af fyrir Konur safnMJtili lieimilis vangef■ mna i FIMMTUDAGINN 11. júlí sl. boðaði happdrættisnefnd Sam- bands norðlenzkra kvenna stjórn Vistheimilisins Sólborgar á sinn fund að Hótel KEA. Til- efnið var að afhenda ágóða af happdrætti, sem SNK hefur á eigin, spýtur stofnað til og þriggja kvenna nefnd annazt að öllu leyti. í nefndinni eiga sæti þessar konur: Sigríður Hafstað á Tjörn, Helga Kristjánsdóttir á Silfrastöðum og Ásta Jóns- dóttir á Akureyri. Skipulögðu þær söluna með aðstoð kven- félaga víðs vegar á Norðurlandi og nutu auk þess dýrmætrar fyi’irgreiðslu einstaklinga og fé- laga í Reykjavík og víða annars staðar á landinu. Happdrættis- nefndin þakkar innilega mikið örlæti og skilning á málefnum vangefna fólksins hvarvetna þar, sem þessir liappdrættis- miðar hafa verið boðnir til sölu. Nefndin afhenti framkvæmda stjóra Sólborgar, Jóhannesi Ola Sæmundssyni, ágóðann af happ drættinu, sem nam hvorki meira né minna en kr. 632.543.01 og skal honum varið til tækja- kaupa, húsbúnaðar, eða annarra þarfa vistheimilisins, eftir nán- (Framhald á blaðsíðu 7). Handfæraafli norðanlands hef- ur verið mjög misjafn en víða góður og togveiðibátar hafa fengið óvenju mikinn afla á þessu ári. En því miður ganga afskipanir ekki eins greiðlega og æskilegt væri. Bátar með ólögleg veiðarfæri voru reknir frá góðum afla á Þistilfirði, en munu nú hafa fengið einhvem „umþóftunartíma“ til að skipta um veiðarfæri. SELURINN FLÚÐI fSINN Talið er, að selveiði verði víða minni í ár en undanfarið, vegna þess að ísinn hrakti selinn suð- ur á bógimi í vetur og vor. Þó mun veiði þessi óbreytt á Breiða firði en er sögð mjög lítil á sig lofsverð. En er ekki langt- um skynsamlegra að flytja inn þaulræktað fjárlimidakyn t. d. frá Skotlandi eða írlandi? LAX FRlÐAÐUR f SJÓ f reglugerð Dalvíkurhrepps er allt dráp göngusilungs bannað á hafnarsvæðinu, sem er talið frá Sauðanestá að Hálshorni. Reglu gerðin var sett er byrjað var á fiskirækt í Svarfaðardalsá og gildir ennþá. Er því bannað að veiða silung 'í net á þessu svæði öllu ennfremur stangveiði úr landi á sama svæði. Hér á Akureyri veiðist árlega nokkuð af laxi í sjó í net á Akureyrarpolli og munu stang- (Framhald á blaðsíðu 2). Fimmtu stórgripir lagðir í eina gröf Frá vinstri: Ásta Jónsson, Sigríður Hafstað og Helga Kristjáns- dóttir. (Ljósm.: N. H.) Nóg að gera á Skaga HELGA BJORG og nokkrir færabátar hafa aflað sæmilega að undanförnu og hefur um 40 manns hdft góða atvinnu við frystihúsið á Skagaströnd, sem nú er aðeins eitt þar á staðnum. Spretta á rækutðu landi er enn mjög skammt á veg komin enda viðvarandi kuldar. ísinn var að hverfa að mestu nú um síðustu helgi og aðeins hrafl eftir. Á laugardaginn var fé rekið saman til rúnings í Höfðahreppi. í Skagahreppi er óvíst að smal- að verði til rúnings nú í sumar vegna kuldanna. □ EINS og fyrr hefur verið frá sagt, kom upp illkynjuð veiki á Rútsstöðum í Eyjafirði snemma í júnímánuði sl. Dýralæknir kom þar 15. sama mánaðar og litlu síðnr var úrskurðað, að • upp væri kominn taugaveiki- bróðir á þeim bæ. Menn og naut gripir sýktust af veikinni, bær- inn var settur í sóttkví og sala búfjárafurða stöðvuð þaðan. Bú peningur hefur ekki veikzt á öðrum bæjum nema Akri, ný- býli í sama túni. Hins vegar hafa 15 manns veikzt, flestir á Akureyri eða nágrenni, auk fólks á fyrrnefndum bæjum. Héraðslæknir, héraðsdýralækn ar og sérfróður maður að sunn- an hafa rannsakað þessa veiki í héraðinu og tekið mikið af sýnis hornum til rannsóknar. Ekki liggur enn Ijóst fyrir, hvernig veikin hefur borizt i Eyjafjörð, ekki heldur hvernig hún hefur borizt til Akureyrar eða hvort samband er þar í milli. Heil-brigðisyfirvöld landsins lögðu til, að niðurskurður færi fram á öllum búpeningi Rúts- Drukku fyrir 266 milijónir kréna í FRÉTTATILKYNNINGU frá ið 266 milljónum króna á sjö HEYSKAPURINN HAFINN Áfengisvarnarráði segir, að áfengissala Áfengis- og tóbaks- verzlunar ríkisins á fyrra helm ingi yfirstandandi árs hafi num útsölustöðum. Er aukning frá fyrra ári 7.6%. Áfengissala á Akureyri var nálega 12 millj. króna. □ Blönduósi 15. júlí. Heyskapur er hafinn í Langadal og á Ásum. Mun lítið vera um kalskemmdir í Langadal en töluvert á Ásum og Þingi. í öllum hreppum sýsl- unnar munu kalskemmdir vera nokkrar en mjög mismunandi og bændur eru í þessu efni mun Vegleg hátið UM SÍÐUSTU HELGI hélt Ung mennafélag íslands 13. landsmót sitt á Eiðum. Var það mikil, fjöl menn og vegleg hátíð. Talið er, að 9—10 þúsund manns hafi verið þar saman komin á sunnu daginn, sem var síðari móts- dagur. Tjaldbúðir ferðamanna, sem einkum voru ungmennafé- lagar hvaðanæva af landinu, voru hinar skrautlegustu yfir að líta og miklar, svo sem tala gesta geíuj- nokkra hugmynd um. Mótsstjóri var Björn Magn- ússon skólastjóri barnaskólans á Eiðum. En það var Ung- menna- og íþróttasamband Aust urlands, sem sá um framkvæmd mótsins. á Eiðum Íþróttakeppni í öllum íþrótta greinum fór fram á móti þessu og er talið, að um 1000 kepp- endur hafi reynt þar hæfni sína. Þrettánda landsmót ungmenna- félaganna fór hið bezta fram. Auk íþróttanna voru ræður fluttar, karlakór og blandaður kór sungu, sögusýning sett á svið, fimleikar. sýndar, svo eitt- hvað sé nefnt. Að öðru leyti er mannlíf kyrr látt á Austurlandi um þessar mundir. Heita má, að atvinnu- lífið sé í dróma og mun vart rætast úr því nema síldin komi upp að ströndum landsins. Fram kvæmdir hins opinbera og ein- staklinga eru mjög miklu minni en í fyrra. í sjávarþorpunum er meira og minna atvinnuleysi. Sláttur mun óvíða eða hvergi hafinn á ræktaðri jörð. En sum- ir eru byrjaðir að kroppa í tjörn um og öðrum engjum, sem slá- andi eru orðin. Víða eru tún stórskemmd af kali, einkum á Úthéraði og við ströndina. Horf ur eru því hinar verstu. En væntanlega er Gylfi ráðherra búinn að sjá uppflosnuðum bændum stað og dægradvöl, kannski líka starfsvettvang. Ef svo er ekki mun mega telja ríkisstjórnina svo skipaða, að þar séu þreyttir menn og úr- ræðalitlir, jafnvel svo, að líkja mætti við vesalinga. V. S. betur settir en þeir, sem við Hrútafjörðinn búa. Á miðvikudaginn fara ung- mennafélagar upp á Auðkúlu- heiði með 10 tonn af áburði og samsvarandi grasfræ til sáning- ar og dreifingar. Landgræðslan leggur til vörurnar en Ung- mennasambandið vinnuna. Laxá á Ásum hefur verið fiski sæl að undanförnu, ennfremur Blanda og sæmilega hefur einn ig veiðzt í Vatnsdalsá. Ráðgert 'hefur verið, að Sam- bandið kaupi um 40 hross héðan úr sýslu. En kröfur eru strang- ari en fyrrum. Nú þurfa hrossin að vera tamin og töltgeng, 4—7 vetra. Verðið var áætlað 12—16 þúsund krónur hvert hross, mið að við að þau væru sótt til bænd anna. Mikill bændafundur verður á miðvikudaginn á Reykjum í Hrútafirði. Eru það búnaðarfé- lög í Vestur-Hún. og Stranda- sýslu, sem eru fundarboðendur. Þangað er boðið haröærisnefnd og landbúnaðarráðherra til skrafs og ráðagerða um þau nýju viðhorf, sem túnskemmd- irnar í þessum sýslum hcifa skapað nú í sumar. Á. J. staða og Akurs. En þá þegar höfðu 9 nautgripir drepizt a£ völdum veikinnar, en allt fólk á góðum batavegi. Mikið hefm- borið á magaveiki meðal bæjar- búa á Akureyri í vor og sumar, en líklega af öðrum toga. Niðurskúrðúrinn fór svo fram á fimmtudaginn, rúmum mán- uði eftir að veikinnar varð vart. Tveir héraðsdýralæknar, héraðs læknir, fimm lögregluþjónar og tveir slátrarar, ásamt sótthreins unarmanni voru við aflífun skepnanna. Áður hafði gröf ver ið tekin með jarðýtu og í þeirri fjöldagröf liggur búpeningur tveggja bænda: rúmlega 50 nautgripir á öllum aldri, 200 hænsni og reiðhestur. Eru þá meðtaldir þeir gripir, sem áður voru dauðir. Gunnbjörn Arn- ljótsson skaut allar skepnurnar, nema hunda, sem búið var að lóga áður. En annar bóndinn framvísaði skepnunum og sást ekki annað heimilisfólk á með- an á þessu stóð. Samþykkt hefur verið, að bændum skuli f ullar bætur gjalda af almannafé, svo sem sjálfsagt er, því nóg hefur þegar á þá reynt. □ Bílveltur Á FÖSTUDAGINN mættust tveir Akureyrarbílar á blind- hæð sunnan Bægisár í Öxnadal og kastaðist annar bíllinn út af og valt heilan hring. Enginn meiddist en báðir bílarnir stór- skemmdust. Seint á laugardaginn valt Ak. bíll hjá Gröf í Kaupangssveit. Tveir menn í bilnum meiddust, annar beinbrotnaði. Bíllinn sýndist lítils virði eftir veltuna. Engin vandræði liafa orðið af mjög fjölgandi ferðafólki á Ak- ureyri, sagði lögreglan blaðinu í gær. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.