Dagur - 08.08.1968, Side 4

Dagur - 08.08.1968, Side 4
4 I jp Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. HUGUR MINN HJÁ FÓLKINU í LOK ávarps síns mælti forseti ís- lancls svo: „Markmið vor allra í þessum efn- um er hið sama, þótt deilt sé um króka og keldur á leiðinni að mark- inu. Ég legg sérstaka álierzlu á þetta og minni ekki hvað sízt hina ungu gagnrýnu kynslóð á að vanmeta ekki það sem hér hefur áunnizt, því að áður en varir verður það hún sem tekur við og ber ábyrgð á hvemig framhaldið verður. En nú, þegar harðnar í ári um sinn, eins og það hefur oft gert áður, hlýtur það að vera keppikefli vort umfram allt, að glata ekki því sem vér höfum fengið, heldur standa af oss erfiðleikana með útsjón og fyrirhyggju og nota at- vinnuvegi vora til lands og sjávar. Við þessu verður að snúast af djörf- ung, samhug og þjóðhollustu. Land vort er hart og misgjöfult, en þjóðin er dugmikil og vakandi og hendurn- ar vinnufúsar. Því ber að trúa og treysta, að sú verði gifta vor, að hér verði áframhaldandi þróun til vel- megunar og vellíðanar undir sam- hentri stjórn þeirra forustumanna, sem þjóðin hefur til þeirra verka kvatt. Ef þessu frumskilyrði tekst að fullnægja, þá á ísland og sú íslenzka menning, sem ég nefni markmið vort að efla, bjarta framtíð fyrir höndum. Þegar ég mæli þessi orð, veit ég þó vel, að margt er nú uggvænlegt í ver- öldinni, styrjaldir geisa og ókyrrð gerir víða vart við sig. Vér íslending- ar eigum eins og aðrir mikið undir því hver rás heimsviðburða verður. Þótt vér fáum litlu ráðið um slikt, ber oss þó að horfa veðurglöggum augum til allra átta sjálfra vor vegna, og það má vera oss mikið gleðiefni, að sæmilegt jafnvægi er nú í þeim lieimshluta sem vér byggjum, og batnandi sambúð milli þeirra tveggja heimsvelda, sem ber við loft oss til beggja handa. Stefna vor hlýt- ur að vera sú að eiga gott og vinsam- legt samstarf við allar þjóðir. Undir því eigum vér mikið, en um menn- ingarleg samskipti standa oss næst hinar norrænu þjóðir, sem oss eru skyldastar að uppruna, menningu og viðhorfum. Tengsl vor við þær mega ekki rofna, heldur ber að efla þau eftir mætti. Orð mín hér verða ekki öllu fleiri. Ég tek við embætti forseta íslands með auðmýkt og fullvitandi um þá ábyrgð, sem því fylgir, en um leið einráðinn í að standa við hana eftir því sem mér endist vit og auðna til. Ég vil, að því leyti sem í mínu valdi stendur, leggja mig fram um að láta (Framhald á blaðsíðu 7). JÓNAS JÓNSSON FRÁHRIFLU KVEÐJUORÐ Mikið Iiey er nú selt JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu lézt 19. júlí sl., 83 ára. Hann hélt andlegum þrótti til liinztu stundar en hafði fáeina síðustu dagana legið rúmfestur. Útför hans fór fram 26. júlí og hvílir hann í Fossvogskirkju garði. Jónas Jónsson fæddist af fátæku bændafólki í Hriflu í Ljósavatnshreppi 1. maí 1885 og ólst þar upp. Um tvítugt liafði hann lokið námi við Gagnfræða skólann á Akureyri, nam síðar í Askov, Kaupmannahöfn, Ber- lín, Oxford, London og París, og lærði þjóðtungurnar um leið og hann hergði af menntabrunn um skólanna og kyimti sér menningar- og framfaramál í hverju landi opnum huga. Þessi menntaferill var óvenjulegur og stefndi hvorki að ákveðnu prófi, embætti eða nafnbótum. Heim kominn varð þessi Þingeyingur fljótt áhrifamikill. Fyrst að námsför lokinni, 1909, gerðist hann kennari við Kennaraskól- ann, árið 1918 varð hann skóla- stjóri nýstofnaðs Samvinnu- skóla og hélt því starfi til 1955. Arið 1922 varð Jónas landskjör- inn þingmaður en síðan þmg- maður Suður-Þingeyinga til 1949. Dóms- og menntamálaráð herra var hann 1927—1932, for- maður Framsóknarflokksins 1934—1944, formaður Mennta- málaráðs o. s. frv. Ritstjóri Skin faxa var hann 1911—1917, rit- stjóri Tímarits samvinnumanna 1917—1926 og ritstjóri Samvinn unnar frá 1926—1946 að undan- skildum ráðherraárunum. Jafn- framt þessu skrifaði hann kennslubækur fyrir böm og unglinga og mörg bindi stærri ritverka. Þá eru ótaldar ritgerð ir í blöðum og túnaritum. Kona Jónasar var Guðrún Stefánsdóttir frá Granastöðum í Köldukinn og andaðist hún 1963. Dætur þeirra eru Auður og Gerður. Jónas Jónsson stofnaði Tim- ann og ritaði megbihluta blaðs- ins í sjálfboðavinnu um fjölcla ára. Hann var hvatamaður að stofnun Dags á Akureyri og átti við hann snurðulaus samskipti til dauðadags. Hann var liinn mikli áhrifamaður, sem stóð að baki þeirra, sem stofnuðu bæði Framsóknarflokkinn og Alþýðu sambandið og er með réttu tal- inn höfundur þeirrar flokka- skipunar á íslandi, sem við nú búum við. Jónas Jónsson stofn- aði Samvinnuskólann, var for- göngumaður um stofnun héraðs skólanna og húsmæðraskóla í byggðum landsins, endurbætur á Háskólanum og öllu fræðslu- kerfinu. Þjóðleikhús, sundhallir, þjóðleg söfn, m. a. listasöfn, vom meðal áhugamála Jónasar eltki síður en atvinnumál, sam- göngumál og dómsmál. En það var meira en að þessi mál og óteljandi önnur væru aðeins áhuga- og hugsjónamál Jónasar Jónssonar frá Hriflu, því hann var ekki síður framkvæmda- maður en hugsjónamaður. Á skömmiun raunverulegum valda tíma Jónasar, er hann sat á ráð- herrastóli, voru stórvirki unnin í alhliða uppbyggingu á íslandi þrátt fyrir létta sjóði. Á þeim árum bjó þjóðin við kröpp kjör og gat ekki státað af gjald- eyrisvarasjóðum. En hún átti marga syni og dætur, sem fagn- að höfðu merkum áfanga í sjálf- stæðisbaráttunni og vom fúsir til sjálfboðastarfa fyrir land sitt og þjóð. Vegna yfirburða hæfi- Ieika varð Jónas Jónsson sjálf- kjörinn foringi þessa fólks og þess megnugur að vekja hug- sjónaeld meðal þjóðarinnar í krafti fárra ára ráðherraembætt is, margra ára þingskörungsfer- ils, sérstæðra persónutöfra, hug rekkis og síðast en ekki sízt pennans, er í raun og veru skóp honum hið andlega vald um ára tugi. Með fjölda greina sinna og ritgerða jók hann þor fólks- ins til átaka fyrir fegurra mann lífi, meiri menntun, bættum lífs kjörum. Jónasi var svo farið, eins og vitur maður orðaði það nýlega, að hann mætti hverri árás og erfiðleikum með sókn, að hætti þeirra, sem hugrakk- astir hafa verið fyrr og síðar. I ræðu og riti var hann ósigr- andi, gáfum hans og hugsjón- um virtust minni takmörk sett en flestra manna. — Að sjálf- sögðu tók hann þátt í flokka- deilum og er óþarft að rekja þær, en utan við þær og ofar þeim stóð hugur hans þó jafnan, svo sannur fslendingur var hann, svo mikil yfirsýn hans, er í senn var þjóðleg og alþjóðleg. Jónas Jónsson var dáður og hataður meira en aðrir samtíma menn. Þjóðin skiptist um hann um langt skeið, meira en nokk- urn annan. Hann varð fyrir of- sókmun andstæðinganna, harð- ari og óvægnari en dæmi eru til á síðari tímum. Skammargrein- ar um Jónas myndu fylla heilar bókahyllur. Sjálfur var hann svo vopnfimur á þeim vettvangi, að mælt hefur verið, að hann gæti gert gjörningaveður með peima sínum. Margar greinar hans eru hreinar bókmennta- perlur. Hann var mikill ræðu- maður og kom mönnum jafnan á óvart í ræðum sínum því andi hans var óendanlega frjór. Hann gat fyllt hvaða samkomu- hús sem var með einni ræðu og þurfti enga „skemmtikrafta“ með sér á slíka fundi, eins og síðar varð og flokksleiðtogum þykir nú naúðsyn. Með ritgerðum sínum, ræð- um, bréfaskriftum og persónu- legum viðtölum við þúsundir manna í landinu úr öllum flokk um og stéttum, gjörþekkti hann þjóðina og hún liann. Hvarvetna kveikti hann þann eld nýrra hugsjóna meðal yngri og eldri, karla og kvenna, er síðan hefur brunnið mönnum í brjósti, með vitað eða ekki, og hvers virði er ekki slíkur eldur þjóð, sem enn á ónumið land sitt og ónýttar orkulindir? Já, hversu dýrmæt ur þjóð svo fámennri og snauðri, þrátt fyrir allt, sem unnizt hef- ur, að sjálfstæði og tilvera henn ar byggist á andlegri reisn og manndómi hvers einstaklings? Hvers manns vanda vildi Jónas leysa og sagt var, að hann gleymdi aldrei „litlurn erindum“ í dagsins önn. Starfsorka hans var með fádæmum og vann hann margra manna verk og virtist þó hafa tíma til alls. Tóbak og vín notaði liann aldrei, sagði einhverju sinni á efri ár- um, að margir hefðu drukkið meira á einu kvöldi af sterkum drykkjum, en hann hefði drukk ið á ævinni allri. Hann taldi starfið og starfsorkuna náðar- gjöf, sem enginn maður mætti viljandi eyðileggja eða lama. Enginn fésýslumaður var Jónas fyrir sjálfan sig og skaraði aldrei eldi að sinni köku á þeim vettvangi. Minnist ég þess ekki að nokkur andstæðinga hans bæri honum slíkt á brýn, og var honum þó flest til foráttu fimd- ið. Æskulýðsleiðtoginn Jónas Jónsson, stjómamálaforinginn Jónas Jónsson, sveitamaðurinn og alheimsborgarmn Jónas Jóns son, sem alltaf kenndi sig við litla bæinn í Ljósavatnshreppi, maðurinn, sem á blómaskeiði ævi sinnar var svo stórbrotinn, djarfur og liugumstór vöku- maður þjóðar sinnar, að engiim samtíðarmaður hans verður nefndur samtímis, er nú horf- inn sjónum, en verk hans lifa og þau ber að þakka. Ég kynntist Jónasi persónu- lega á síðari árum. Hrmgdi hann oft á skrifstofu Dags og skrifaði öðru livcrju greinar í blaðið, sem ekki þarf að fræða lesendur þess um. En liann skrif aði mér líka oft stutt sendibréf. Bréf hans og símtöl voru mér liinn bezti skóli. Hann fann að sumu, er ég liafði skrifað, á föð- urlegan hátt, hrósaði öðru og leiðbeindi um eitt og annað, stundum í líkingum og síðast en ekki sízt gaf Iiann mér leyfi til að breyta og lagfæra eftir eigin geðþótta, gremum þeim, sem hann sendi blaðinu til birt- ingar. Er það sá trúnaður, sem mér hefur þótt mest um vert í blaðamannsstarfi mínu. Fjöldi manns liefur ritað um Jónas látinn, fyrir skönunu kom út ævisaga hans í stórum drátt- um, langt mál um liann yrði meiri og minni endurtekningar. Meira er um það vert, að ís- lendingasagan geymir nafn hans, sem þess manns, er með nokkrum hætti skóp hana á fyrri hluta tuttugustu aldar. E. D. f DAG, þann 26. júlí, er Jónas Jónsson frá Hriflu til grafar bor inn, en hann lézt þann 19. júli. Þegar fregnin um andlát Jón- asar barst í útvarpinu fór mér svo, að mér famist dimma í lofti um stund og mig setti hljóðan. Skyldi ekki fleirum hafa farið líkt sem mér? Ekki efa ég það. Mér fannst jafnframt og finnst svo enn að íslenzka þjóðin sé allmiklu fátækari, er hann er horfinn af sjónarsviðinu. Auð- vitað hlaut að því að koma, allir eiga eitt sinn þá skuld að gjalda að kveðja þetta líf, en það var þó mikil gæfa, að fá að njóta starfa Jónasar svo lengi sem raun bar vitni, þar er margt að þakka. Það mun naumast verða cun cleilt, jafnvel í okkar deilusama landi, að Jónas Jónsson frá Hriflu var stórbrotnasti og hug sjónaríkasti frammámaður þjóð arinnar á þessari öld. Um hann stóðu deilur og hami átti sína andstæðinga, svo er um alla mikla þjóðskörunga, en sagan mun alla tíð skipa honum í hóp hinna mætustu og mikilhæfustu sona sinna. Það er mikil gæfa. Ég mun í þessum fáu línum ekki leitast við að ræða starfs- sögu Jónasar, það væri furðuleg framlileypni, enda munu aðrir er með honum unnu í þjóðmál- um gera á því efni skil þó það verði naumast gert í blaðagrein. „Heldur heilli bók.“ Erindi mitt með þessum lín- um er aðeins að kveðja látinn ógleymanlegan vin. Ég átti því láni að fagna að lenda í liópi nýsveina sem hófu nám í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar haustið 1903 og eiga með þeim samleið til gagnfræðaprófs vorið 1905. í þessum hópi var Jónas Jónsson frá Hriflu. Það kom fljótt í ljós að strák- arnir drógumst að Jónasi og hann gerðist forystiunaður nem enda bekkjarins. Hann var ekki kosinn til þessa hlutverks, það kom aðeins ag sjálfu sér þegj- andi og hljóðalaust. Hann átti þó til að deila við félaga sína xun menn og málefni og hlífðist þá ekki við. En þegar deilan var úti féll allt í ljúfa löð. Þannig gekk þetta allt til þess að loknu prófi 1905 að leiðir skyldu og hver liélt til síns heima. En vinatengslin slitnúðu aldrci nema síður væri. Við vor um 12, sem þetta vor tókum gagnfræðapróf. Af þeim standa nú uppi 4 og má það telja sæmi lega vel staðið á lífsins hála svelli. Allir eriun við nú á ní- ræðis aldri. I bekknum voru margir ágæt ir námsmenn og áttu eftir að Brjóstmynd af Jónasi Jónssyni á Laugarvatni. (Ljósm.: E. D.) koma víða við í baráttuhiálum síns thna. Hér mætti nefna nöfn, en skal þó sleppt. En líkt og Jónas gnæfði uppúr hóþnum á skólabekknum, svo fór einnig um hann er lífið kvaddi hann til starfa. Hann barðist ötullega í straumiun sinnar samtíðar í þarfir góðra málefna og merkin blasa við sjóniun í öllum lands- hlutum. Ég skal ekki Iengja þetta meira þó freistandi sé, en að- cins senda að leiði hang mína innilegustu hjartans kveðju. Hann tók mér jafnan sem vini og bróður er fundum bar saman og það var oft, og ætíð jafn ánægjulegt. Jafnframt sendi ég dætrum hans og skylduliði innilega sam úðarkveðju, en óska þeim jafn- framt til hamingju með að geta syrgt elskulegan föður og afa. Fylgi ykkur öllum guð og gæfan. » Tjöm 26. júli 1968. Þórarinn ÍJldjám. Frostastöðum 30. júlí. Eins og kunnugt er átti hinn ' ástsæli söngvari, Stefán íslandi, sextugs afmæli nú fyrir nokkrú. f til- efni af því, ákvað karlakórinn Heimir að bjóða Stefáni ög konu lians til Skagafjarðar,- halda þeim þar samsæti og gefa þann ig himnn fjölmörgu vinum og aðdáendum Stefáns í heima- byggð hans kost á að eyða með honum einni kvöldstund. Samsætið var svo haldið að félagsheimilinu Miðgarði við Varmahlíð að kvöldi sl. sunnu- dags, við mikið fjölmenni. Fögn uðu vinir Stefáns þeim hjónum innilega og þótti það eitt á skorta, að dvölin með honum gat ekki orðið lengri. En bót er í máli, að mjórri er nú vík milli vina en löngum áður þar sem Stefán er nú kominn heim og vonandi alkominn og samfundir því auðveldari eftirleiðis en fyrr. Formaður Heimis, Haukur Hafstað, bóndi í Vík, setti hófið og stjórnaði því. Um leið og hann bauð heiðursgestina vel- Dalvík 6. ágúst. Fyrstihúsið hér á Dalvík er alveg hætt að taka á móti fiski. Stafar það af þrengslum. Síðast landaði Björg vin í gær um 55 tonnum og taldi frystihússtjórinn mjög erfitt að finna þeim fiski rúm til geymslu. Stöðvunin verður þar til við losnum við fisk úr húsinu, hvenær sem það verður. Afskipanir hafa verið með fá- dæmum tregar en afli sæmileg- ur. Björgúlfur er nú í slipp á Akureyri og Björgvin verður (Framhald af blaðsíðu 8). ast svo. Bessastaðabú og staður hin er á valdasviði forsætisráðu neytisins og á ábyrgð þess. RÓBOTAR Ekki er langt síðan menn sáu furðulega sjón í Moskvu. Um götur gekk hópur vélmenna. Þeir ræddust við, heilsuðu veg- farendum og lofúðu skipulagið hástöfum. Ráku þeir öðru hverju upp skellihlátra og sögðu brandara. Róbotar eða véhnenni eru nú talin geta unnið ýmis störf, einkum við vélrænan iðn- að, en einnig geta þeir unnið við húsgæzlu, svarað í síma, séð um upphitun, minnt húsbændur sína á sitthvað, sem ógert er en muna þarf o. s. frv. LÆKNAR OG VIÐGERÐA- MENN A MIÐIN Loks virðast læknamál síldveiði flotans leyst. En síldveiðisjó- menn, sem nú eru á mjög fjar- lægum miðum, hafa þó notið læknisaðstoðar m. a. Rússa, er veiða á svipuðum slóðum og láta lækna fylgja sínum síld- veiðiflota og góða aðstöðu til starfa. Það eru þeir Hannes Finnbogason og síðar Snorri Hallgrímsson, sem fara á mið- in og verða um borð í Ægi. En læknar þessir eru báðir kunnir skurðlæknar Landsspítalans. Ennfremur verða tveir tækni- fræðingar þar um borð til að komna afhenti hann Stefáni 50 þús. kr. í peningum. en frúnni fagran blómvönd og voru það gjafir frá vinum þeirra og vel- unnurum, en samkvæmisgestir hylltu þau hjón með langvar- andi lófataki. Aðalræðuna fyrir minni Stefáns flutti æskufélagi hans og fomvinur, Halldór Bene diktsson, bóndi á Fjalli. Síðan tók við samfelld dagskrá, sem að mestu stóð saman af ljóða- lestri og var flutt af þeim Birni Daníelssyni, skólastjóra á Sauð árkróki, sr. Gunnari Gíslasyni í Glaumbæ og Halldóri á Fjalli. Að henni lokinni tóku til máls: Gísli Magnússon, bóndi í Eyhild arholti, dr. Jakob Benediktsson frá Fjalli og Eyþór Stefánsson, tónskáld á Saúðárkróki. Karla- kórinn Heimir söng nokkur lög imdir stjóm Jóns Björnssonar, bónda á Hafsteinsstöðum, sem einnig stjórnaði almennum söng undir borðum. Stefán íslandi flutti þakkir fyrir hönd þeirra hjóna. Gat hann þess m. a., að á sl. vetri hefðu nokkrir skagfirzkir vinir einnig tekinn upp, tíminn not- aður til þess vegna stöðvunar- innar. Heyskapartíð er ágæt og heyj ast öll ósköp þessa dagana. Meira en þúsund hestar heys verða seldir í N.-Þing. og er verið að lesta fimm flutninga- bíla í dag. Hey þetta fer allt í Þistilfjörð, austan Sandár. Sum- ir bændur eru búnir að alhirða tún sín og mjög margir langt komnir. Útlitið er sæmilega gott um háarsprettu. J. H. annast viðgerðir ýmsra tækja veiðiskipanna. SEXTÍU SKIP Yfir 60 skip eru nú við síldveið- ar súður af Svalbarða. Veiði- skipin fara sjaldan til lands vcgna flutningaskipanna, sem sækja aflann til þeirra á miðin. Aukin þjónusta á hinum fjar- lægu miðum er gleðileg, bæði í heilbrigðismálum og viðgerða- málum. Nú standa yfir viðræð- ur milli íslendinga, Rússa og Norðmanna lun aukin samskipti í viðgerðaþjónustu um borð í veiðiskipum, er veiðar stunda á sömu slóðum. Síldveiði er treg. AUKIN UMFERÐAR- MENNING Á nokkurra daga ferð inn ýmsa fjölfarna þjóðvegi landsins nú fyrir skömmu, var aukin um- ferðarmenning auðsæ. í þessari ferð varð sá, er þessar línur rit- ar, aðeins var við einn miður kurteisann ökumann, sem namn ast var þó efni til umkvörtun- ar. Við vegina var ekki rusl til lýta í stórum stíl eins og stund- um áður og er það eimiig mikil framför . Ástæða er til að gleðj- ast yfir aukinni umferðarmenn- ingu, jafnframt þvi að halda uppi áróðri fyrir því að halda áfram á sömu braut Þess ber þó að geta, að „Vinstri villu“ í umferðinni er ekki lokið og skapast oft hætta af því. sínir komið að máli við sig og mælst til þess að mega láta mála af honum mynd, er honum yrði svo færð að gjöf. Stefán kvaðst hafa svarað því til, að hann ætti þegar óþarflega mörg málverk af sjálfum sér og því til stað- festingar hefði hann meðferðis eitt þeirra, gert af Ásgeiri Bjarn þórssyni, listmálara, sem hann vildi gefa félagsheimilinu Mið- garði. Rausn þá og vináttu, sem að baki peningagjöfinni byggi, mæti hann mikils en vildi á hinn bóginn afhenda hana gef- endum á ný með þeim tilmæl- um, að hún mætti verða vísir að sjóði, er bæri nafn íslandi-ætt- arinnar og varið yrði til stuðn- ings einhverrar listgreinar. Skyldi, af sér og vinum sínum, kveðið nánar á um tilgang sjóðs ins, er um hægðist veizluhöldin. Klukkan 1 eftir miðnætti lauk þessu glaða og góða hófi. Veizlu gestir höfðu bætt nýrri perlu í sjóð dýrmætra minninga, svo að farið sé a. m. k. nærri orðum veizlustjórans. M. H. G. héldu Stefáni ísiandi mikið samsæti - SMÁTT OG STÓRT Hallpmyr Irauslason KVEÐJUORÐ HALLGRÍMUR TRAUSTA- SON, fyrrum deildarstjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, andaðist 27. júlí sl. og var jarðsunginn 1. ágúst. Hann fæddist á Fremstafelli í Köldukinn 11. maí 1891. Foreldrar hans voru hjónin Geirfinnúr Trausti Frið- finnsson og Kristjana Hallgríms dóttiiy Ársgamall fíutti Hallgrím ur með foreldrum sínum að Hálsi í Fnjóskadal og þriggja ára að Garði í sömu sveit, þar sem þau dvöldu næstu 12 ár. En þá brugðu foreldrar Hall- gríms á það ráð að flytja til Hóla, þar sem Geirfinnur Trausti gerðist ráðsmaður skóla búsins og þar áttu þau heima næstu 12 árin. Hallgrímur stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri, var farkennari um skeið, kvænt ist eftirlifandi konu sinni,. Krist- ínu Jónsdóttur frá Hóli í Svarf- aðardal (fram) árið 1915. Þau eignuðust þrjú börn: Jónas, Trausta og Ingibjörgu. Hall- grímur og Kristín bjúggu um skeið á Kálfsstöðum í Hjaltadal en fluttust til Akureyrar 1925. Vann Hallgrímur fyrst hjá Raf- veitu Akureyrar en lengst hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, og veitti Komvörudeildinni forstöðu um fjölda ára, en síðustu starfsárin Sfefáo fyipmsson ! KVEÐJUORÐ firði. Þá var hann kvaddur til mikils starfs hjá útibúi Kaupfé- lags Eyfirðinga á Dalvík og vann því til dauðadags, fyrst sem afgreiðslu- og skrifstofu- maður, síðan um fjölda ára sem skrifstofustjóri. Hann var af- burða áhugamikill og duglegu? starfsmaður, sem jafnframt naut óskoraðs trausts og vinsælda. Hann var einskonar burðaráj útibúsins vegna hæfileika sinna, dugnaðar og trúmennsku. Um árabil var hann fréttarit- ari Dags á Dalvik og vil ég nota tækifærið og þakka það sjálf- boðastarf. En þau voru mörg sjálfboðastöríin, sem Stefán tók að sér á sviði félgasmálanna. Má þar nefna, að hann var mjög ötull ungmennafélagi og einn af þeim sem mest unnu að bygg- ingu Sundskálans og að skóg- ræktarmálum, leikmálum og formaður lestrarfélags í 30 ár. Þótti hverju máli vel borgið í höndum hans. Félagsmálastörfin voru ao sjálfsögðu unnin utan venjulegs starfstíma. En Stefán miðaði ekki dagsverk sín við vinnu- stundafjölda, heldur við það, sem gera þurfti. Sagt var, að í engu hefði orðið vanrækslu vart hjá Stefáni Hallgrímssyni nema í því að telja aukavinnustundir sínar. Og ekki kunni hann þá hst að láta aðra vinna þau auka störf, sem hann tók að sér. Má telja það kost eða löst eftir því sem hver lítur á slík mál. í sínu aðalstarfi hugsaði hann jöfnum hönduni um hag einstakling- anna og fyrirtækisins, af því hann skildi samvinnustarfið flestum betur. Árið 1926 giftist hann Rann- veigu Stefánsdóttur, sem lifir mann sinn. Kjörsonur þeirra er Gunnar Stefánsson útvarpsþul- ur og þau ólu einnig upp stúlku, (Framhald á blaðsíðu 7). STEFÁN HALLGRlMSSON skrifstofustjóri KEA á Dalvík andaðist 19. júlí sl. Hann fædd- ist á Hrappsstöðum í Svarfaðar- dal 19. október 1897. Foreldrar hans voru hjónin Hallgrímur Sigurðsson bóndi á Upsum Ólafssonar og Þorláksína Sigurð ardóttir bónda á Ölduhrygg Jónssonar. Þau Hallgrímur og Þorláksína voru fyrst í Yztabæ í Hrísey, þá fá ár í Árgerði en keyptu síðar Hrappsstaði og bjuggu þar um 30 ára skeið. Hann dó 1936 en hún árið 1957. Stefán ólst upp á heimili for- eldra sinna, ásamt bræðrum sín um þremur, sem upp komust, en af þeim er nú aðeins einn á lífi, Snorri Hallgrímsson pró- fessor. Hinir voru Gunnar tann- læknir og Gunnlaugur kennari. Þótti Hrappsstaðaheimilið á margan hátt til fyrirmyndar. Stefán lauk námi í Gagnfræða skólanum á Akureyri 1919 og næsta ár var hann sýsluskrifari á Borðeyri hjá Halldóri Kr. Júlíussyni og síðar eitt sumar hjá Þorsteini Eyfirðingi á ísa- vann hann á aðalskrifstofum KEA. Ég kynntist Hallgrími nokkuð er hann stjórnaði Kornvöru- deildinni en meira þó, er hann nokkrar vikur var afgreiðslu- maður Dags. Þakka ég þau kynni. Hann var hamhleypa til starfa og hugsaði meira um hag þess er hann vann hjá, en sinn eigin. Glaður var hann jafnan, góð og heil hans ráð. Hallgrímu:.’ var hár vexti, fríður sýnum og hinn vaskasti maður. Og hanri var drengur góður. Blessuð sú minning hans. E. D.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.