Dagur - 05.10.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 05.10.1968, Blaðsíða 1
DAGUR LI. árg. — Akureyri, laugardaginn 5. október 1968 — 42. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 StRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING VIÐURKENNING HiNS OPINBERA Á ÁRDEGISFLÓÐI í gærmorg- un sigldi m.s. Helgafell að drátt- arbrautinni nýju á Akureyri. Um svipað leyti kom allmargt góðra gesta að sunnan, þeirra á meðal sjávarútvegsmálaráð- herra, Eggert G. Þorsteinsson, ráðuneytisstjórar, forstöðumenn skipafélaga, þingmenn kjör- dæmisins, ýmsir opinberir starfs menn o. fl. Og margir bæjarbú- ar lögðu leið sína að dráttar- brautinni. Skipinu var nú rennt í sleð'a dráttarbrautarinnar, for- seti bæjarstjórnar, Bragi Sigur- jónsson, bauð gesti velkomna með stuttu ávarpi en að því búnu setti Eggert G. Þorsteins- son vélar þær í gang, sem drógu sleðann, með skipinu í, á þurrt land. Þetta var hin verklega vígsluathöfn. Upptaka hins stóra skips, var sú prófraun dráttarbrautarinnar, sem talin er fullnægjandi um hæfni braut arinnar. Hafnarstjórn bæjarins bauð síðan til hádegisverðar í Sjálfstæðishúsinu og fóru þar ræðr.höld fram, en forseti bæj- arstjórnar kynnti ræðumenn jafnóðum. Fyrstur tók til niáls Eggert G. Þorsteinsson ráð- herra. þakkaði boðið liingað norður, flutti sérstakar kveðjur iðnaðarmálaráðherra, Jóhanns Hafsteins og árnaðaróskir sínar og ríkisstjórnarinnar allrar. Nokkrum orðum fór liann um erfiðleika í efnahags- og at- vinnumálum, en því gleðilegri væri slík framkvæmd, er hér blasti við. Aðstoð hins opinbera við byggingu dráttarbrautar á Akureyri, væri viðurkenning á hinum þróaða iðnaði bæjarins. Ráðlierra sagði, að dráttar- braut sú, er hér væri tekin í notkun, væri sú stærsta hér á landi, skipasmíðastöðin væri einnig sú stærsta hér á landi og verkefni hennar þau stærstu, sem innlendri skipasmíðastöð M.s. Ilelgafell að fara upp í sleða dráttarbrautarinnar. (Ljósm.: E. D.) Nýja dráttarbrautin á Jtkureyri vfigð Bragi Sigurjónsson forseti bæj- arstjórnar bj’ður gesti velkomna til vígslunnar. (Ljósm.: E. D.) hefði verið falin til þessa, þ. e. tvö strandferðaskip 1000 tonn hvert. Dráttarbrautin kostaði nú rúmar 40 millj. kr. og fullbúin myndi hún kosta nálægt 45 milljónum. Nýja dráttarbrautin getur tek ið upp allt að 2 þús. þungatonna skip. Aðalsteinn Júlíusson vitamála stjóri tók næstur til máls og lýsti dráttarbrautinni tæknilega og rakti einnig undirbúning og framkvæmd verksins, svo og sögu dráttarbrauta á Akureyri. Mál þetta hefur verið alllengi á dagskrá, en Alþingi veitti fé til dráttarbrautarinnar fj’rst 1956. Eftir áætlanagerðir og útboð var sarnið við pólska fyrirtækið Cokop í Varsjá um helzta efnið í dráttarbrautina. Vitamála- stjórn og starfsmenn hennar svo sem Áskell Bjarnason og Stefán Bjarnfinnsson og svo Pétur Bjarnason f. h. hafnarstjórnar bæjarins, önnuðust margþætta stjórn. Slippstöðin h.f., Akur- eyri lagði til vélar, tæki og vinnuafl að mestu leyti. Nýja dráttarbrautin getur nú tekið 2000 tonna þung skip u-pp og síðar verða gerðar hliðar- færslur fyrir nokkur 800 tonna skip. Stálþil, 150 metra langt, var gert norðan skiparennunn- ar í sumar og verður það lengt. Dýpkun hefur farið fram, og enn verður neðansjávarbrautin lengd um 30 metra. Þá þarf að gera aðsiglingu skipa að dráttar brautinni trj-ggari, t. d. með staurasamstæðum. Snæfell á Akureyri var fyrsta skipið, sem tekið var í dráttar- brautina í sumar, en síðan fleiri fiskiskip og togarar. Tækjabúnaður dráttarbrautar innar kostar um 24 millj. kr. en bj’ggingakostnaður að öðru leyti rúmar 20 millj. kr. rniðað við áætlun um það, sem eftir er. Gengið er út frá 40% framlagi ríkisins. Vitamálastjóri þakkaði öllum, er að framkvæmd hefðu unnið og óskaði Akurej’ri til hamingju með framkvæmdina. Bjarni Einarsson bæjarstjóri flutti ræðu við þetta tækifæri, sem ástæða væri að birta í heild þótt síðar j’rði. í trausti þess að blaðið fái ræðuna til birtingar, Fjárskaðar - ogófærð - á Skaga BÆNDUR í Höfðahreppi á Skaga áttu í miklum erfiðleik- um eftir norðanihríðina um síð- ustu helgi og eiga enn, því fé fennti víða og hefur verið unnið að því að bjarga því úr fönn. En svo stóð á, að ganga átti síðari göngur þar vestra sl. sunnudag. En fyrri göngur voru að því leyti misheppnaðar, að dimm- viðri var á og ekki hægt að smala Skagaheiði. Þess vegna var miklu fleira fé ókomið til byggða en annars hefði verið. Á mánudag var strax byrjað að leita að fé og það dregið úr fönn og sjálfheldu. Til dæmis voru fjórar kindur drengar dauð ar úr Hrafná, ofan Stíflu. Og þann dag fannst austan við Botnalæk í Skagaheiði, lamb, sem tófa hafði lagzt á og voru eyru bitin af því, hnakkinn nagaður og inn í bein á hálsi. Lambið var þó enn lifandi. Allir lækir og skurðir fylltust af krapi og víða eru miklir skaflar. Talin er hætta á, að margt af því fé, sem nú vantar, sé dautt. En leitir verða hér í dag og er veður bjart og sólskin. Og enn vona menn í Höfða- hreppi, að eitthvað af fé þeirra komi fram í Skefilsstaðarétt. Ekki mun hafa snjóað eins mik- ið í austanverðri Skagaheiði. Jarðýta ryður snjó af vegum fyrir leitarmenn í dag upp Hrafndal. í hríðinni á sunnudaginn dró bóndinn á Brandaskarði, skammt frá Höfðakaupstað, milli 30 og 40 kindur úr fönn í samnefndu skarði, sem er milli Katlafjalls og Spákonufells. Var flest af fénu úr Höfðakaupstað og eru fjáreigendur þakklátir, svo sem vænta mátti. Geta má þess, að í einum leit- arleiðangri nú í vikunni, í Tungufelli, var hestur látinn troða slóð og menn gengu með- fram fjárhópnum. Hvarf þá einn maðurinn því jörðin gleypti hann. En þarna var gjóta mikil. Er félagar mannsins litu þar nið ur, sagði maðurinn: Nú var ég heppinn. Voru það orð að sönnu, því þarna var lifandi lamb. Margar kindur, sem drengar hafa verið úr fönn, eru að- þrengdar orðnar. Ær, sem ekki voru rúnar í vor, en þær eru margar, eru mun verr settari en aðrar, svo mikill snjór hleðst í ullina. X. verður hennar ekki getið nánar hér. Gísli Guðmundsson, sem nú kvaddi sér hljóðs, sagði að þessi nýja framkvæmd kallaði nú á fleiri áfanga í verklegum fram- kvæmdum og verkmenningu, m. a. kallaði hún á tækniskól- ann, sem lög gera ráð fyrir á Akureyri. Þá gat hann þess, að upptaka Helgafells væri vænt- anlega sá fyrirboði, að þannig hafskip yrðu senn smíðuð á Akureyri, og trj’ggja yrði næstu verkefni skipasmíðastöðvarinn- ar. Enn tóku til máls Albert Sölvason, Jónas G. Rafnar og Óttar Möller. Togara- og fiskiskipaflota Norðurlands er nú búin betri aðstaða en áður var. Dráttar- brautin er einnig lyftistöng fyrir stálskipasmíðar þær, sem hér eru hafnar. Fjöldi manna nýtur hér væntanlega atvinnu við skipasmiðar og skipaviðgerðir í vaxandi mæli. Bæjarbúar fagna þessum áfanga um leið og þeir þakka hinum fjölmörgu, sem að hafa unnið, allt frá verkamönnum til æðstu valdhafa. O DRATTARBRAUT AKUREYRAR EIGANDI er Hafnarsjóður Akureyrar og framleiðandi Cekop, Póllandi. Breidd dráttarbrautarvagnsins er 17.5 m. og lengd 86 m. Burðargeta vagnsins er 2000 tonn. Helgafell, er í gær var tekið upp, er 2194 rúmlestir brúttó og vegur 1173 tonn. Lengd skipsins er 88.2 m. og breidd 12.5 m. Slippstöðin h.f. starfrækir nýju dráttarbrautina. □ var I sumar Sauðárkróki 4. okt. Hér eru erf- iðar heimtur og eitthvað tölu- vert af fé mun hafa fennt og misfarist á annan hátt. Veður- hæðin var mikil og hætt við, að kindur hafi hrakið í ár og læki. Um þetta er lítið vitað ennþá en mun síðar koma betur í ljós. Um 50 þús. fjár er lógað hér í tveim sláturhúsum. Um 115 manns vinna í slátunhúsi kaup- félagsins en 35 hjá Slátursam- lagi Skagfirðinga. Hér er afli tregur. Tvö frysti- hús eru starfrækt og hefur at- vinna verið næg í sumar og er enn. Miklar framkvæmdir eru á vegum bæjarfélagsins. Byrjað var í sumar á bygg- ingu 20—30 íbúðarhúsa, og verða sum væntanlega komin undir þak fyrir veturinn, ef veð ur skánar á ný. S. G. LEIÐRÉTTING í VIÐTALI við Inga Tryggvason um verðlagsmál í síðasta blaði hefur slæðzt inn sú villa að verð lagsgrundvöllurinn hafi síðast verið umræðumál vegna verð- hækkana 1. júlí. — Átti að vera umreiknaður 1. júlí. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.