Dagur - 05.10.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 05.10.1968, Blaðsíða 8
' 8 SMÁTT OG STÓRT Frá vinstri fremst: Bjarni Einarsson bæjarstjóri, Eggert G. Þorsteinsson hafnarmálaráðherra, Hjálmar Bárðarson skipaskoðunarstjóri, all)ingismennirnir Jónas G. Rafnar og Gísli Guðsnunds- son og Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri. (Ljósm.: E. D.) Skólaæskan setur nú svip sinn á MENNTASKÓLINN á Akur- eyri var settur 1. október. Nem- endur eru 115. Skólameistari er Steindór Steindórsson. Gagnfræðaskólinn hefur nú 760 nemendur. Hann var settur sama dag. Skólastjóri er Sverrir Pálsson. ÞEIR EIGA AÐ „SEGJA AF SÉR“ BIRTAR hafa verið fréttir af landsfundi ungra Sjálfstæðis- manna, sem haldinn var í Reykjavrk fyrir nokkrum dög- um. Morgunblaðið hefur líka birt viðtöl við marga unga menn, sem á fundi þessum voru. í ályktunum fundarins og í við- tölunum virðist koma fram all- mikil óánægja með starfsemi Sjálfstæðisflokksins og flokks- forystuna. Einn af fulltrúunum á landsfundi þessum, Sigurður Jónsson í Vestmannaeyjum, kemst þannig að orði í viðtali við Mbl. 4. okt. sk: „Við veittum Sjálfstæðis- flokknum stuðning til ríkis- stjórnarforystu. Ef þá brestur getu til úrlausnar, eiga þeir að segja af sér.“ Það er auðvitað rétt hjá hon- um, að stjórn, sem brestur þá getu, sem hér er um rætt, á ekki að halda áfram að vera við völd, hvort sem um er að ræða stjórn Sjálfstæðisflokksmanna eða ann arra. Orð Vestmannaeyingsins kveða efnislega við úr öllum átt um og hjá mönnum úr öllum flokkum. □ Barnaskóli Akui'eyrar hefur litlu færri nemendur eða 750. Settur skólastjóri er Páll Gunn- arsson. í Oddeyrarskóla eru 475 nem- endur. Skólastjóri er Indriði Úlfsson. í Glerárskóla eru 100 börn og skólastjóri er Vilbergur Alex- andersson. Allir barnaskólarnir voru sett ir fyrsta dag októbermánaðar. Áður, eða 19. september, hófst nám í Vélskóladeildinni á Akur eyri, skólastjóri er Björn Krist- insson. Þá er ótalinn Iðnskóli og Tækniskóli, Tónlistarskóli, smá barnaskólar o. f 1. Má með sanni segja, að enn á ný setji skólaæskan svip á bæ- inn, og er ekki undarlegt, þar sem um er að ræða þrjú þús. nemendur í tíu þúsund manna bæ. Og enginn er svo gamall á Akureyri, að hann finni ekki, að bærinn yngist á hverju hausti, er skólar hefja starf. Við erum stolt af því, þegar bærinn okkar er nefndur skólabær og skólar okkar hljóta viðurkenn- ingu. Og með skólafólkinu, sem á haustin flytur hingað kemur fjármagn í bæinn og ekki er það vanþakkað. En hvernig reynist svo bærinn og íbúar hans þessu fólki? Og hvað gera skólarnir til að kynna það, sem lærdóms- ríkast er og til fyrirmyndar í þessúm bæ? Kjötiðnaður, mjólk uriðnaður, ullar- og skinnaiðn- aður, skipasmíðar, tré- og málm iðnaður, fiskiðnaður og útgerð eru allt forvitnilegar greinar, ennfremur sælgætis- og ölgerð, svo og þær greinar landbúnaðar sem hér eru reknar undir vís- indalegri forskrift. Hér má svo nefna skemmtiiðnað, sem nem- endur munu kynnast án frum- kvæðis lærifeðra sinna og ekki þ-arf að ræða nánar í þessu sam- bandi. Og hvað um viðskipta- málin? Hér á Akureyri er auð- vellt að veita meiri fræðslu um samvinnumál og lífrænni en á nokkrum öðrum stað. Hér er fátt nefnt, en sú spurn ing sækir fast á, hvort nokkur skóli á Akureyri geti með góðri samvizku látið hjá líða að nota þá menntunaraðstöðu, sem sjálft atvinnulífið í skólabænum er. Við óskum nemendum og skól um góðs gengis á nýbyrjuðu starfsári. Blaðið væntir þess að geta birt nokkra þætti um skóla mál fljótlega. VERST MEÐ HAGLABYSSU Fyrir nokkru sögðu erlend blöð frá því, að maður einn, sem komst í kast við lögregluna vegna umferðarbrots, verjist á bóndabæ á Englandi með hagla byssu að vopni. En iögreglan sit ur um hann, vill ekki fórna mannslífum í návígi og hefst við í tjöldum, utan skotfæris. Á bóndabænxun er kona byssu- mannsins og fjögur börn þeirra og móðir hans fær að bera til hans matföng daglega, því vegna konu og barna verður hann ekki svelltur út. Blaða- menn hafa líka tjaldað i ná- grenninu. Umsátrið hefur nú staðið um hálfs mánaðar skeið. LJÓTT ER í Verkamanninum 27. sept. sl. segir ritstjórinn m. a. þetta um Þjóðviljann: „Að lokum skal það tekið fram, að ritstjóri Verkamanns- ins var eitt sinn fréttaritari Þjóð viljans á Norðurlandi eystra, en hann gaf þann starfa frá sér, vegna þess að þeim hjá Þjóð- viljanum reyndist um megn að fylgja svo línu sannleikans, að þeir gætu birt fréttaskeytin að norðan án þess að blanda þau ósannsögli og rangfærslum.“ BLAÐIÐ ÍSLENDINGUR Undanfarna mánuði hefur öðru hverju gefið að líta tilkynningar í íslendingi um sjálfan sig. Nú síðast, að göngu hans sé lokið, því næsta blað verði gefið út undir nafninu íslendingur og ísafold og þessi blöð sameinuð. Sjálfstæðismenn í 4 kjördæmum standa að útgáfu hins nýja blaðs. Útgáfa íslendings er því miður niður fallin eftir meira en hálfrar aldar starf. Lengst rit- stýrði honum Jakob Ó. Péturs- son — eða um aldarfjórðungs- skeið. REIÐIR MENN Blaðalesendur og útvarpshlust- endur hafa orðið vitni að megnri og ört vaxandi óánægju fólks í öllum stjórnmálaflokkum með stjórnmálaflokkana og þjóðmála störf í landinu. Reiðir, ungir menn eru háværastir. í forseta- kosningunum í sumar var þetta staðfest svo glöggt, sem verða mátti. Þar gengu ráðherrar vask lega fram í baráttunni, og fólkið snerist opinberlega gegn þeim — þeirra eigið fólk. HVERS VEGNA ERU MENN REIÐIR? f opinberum umræðum um spillt og úrelt stjórnmálalíf í landi okkar, eru allir stjórnmála flokkar lagðir að jöfnu. En öll þessi gagnrýni ungra manna úr öllum flokkum er fyrst og fremst til komin vegna hrapa- legra mistaka núverandi stjórn- arflokka á nær áratuga valda- ferli. Þetta er mergurinn máls- ins og alveg fáránlegt að gera ekki greinarmun þar á, þegar gagnrýnin er fram borin. FUGLARNIR HORFNIR Flestir farfuglarnir, sem í sum- ar veittu öllum yndi, eru nu famir til vetrarheimkynna sinna. En á leiðinni eru margir óvinir. Finnsk samtök um fugla (Framhald á blaðsíðu 7J Stjórnunarfélag Norðurlands nýsfofnað Á SL. VETRI hreyfðu nokkrir áhugamenn um stjórnunarmál þeirri hugmynd, að stofnað yrði stjórnunarfélag fyrir Norður- land. Ræddu þeir mál þetta við Atvinnumálanefnd Akureyrar, sem tók málið upp á sína arma. Eftir að Atvinnumálanefndin hafði rætt þessar hugmyndir við þá Svein Björnsson, fram- kvæmdastjóra Iðnaðarmálastofn unar íslands, og Konráð Adólphsson, framkvæmdastjóra Stjórnunarfélags íslands, skip- aði Atvinnumálanefndin þá Bjarna Einarsson, bæjarstjóra, Merk tilraun gerð á Sauðárkróki Val Arnþórsson, fulltrúa og fvar Baldvinsson, hagræðingarráðu- naut, í sérstaka nefnd til þess að hrinda málinu í framkvæmd og annast undirbúning að stofnun stjórnunarfélags fyrir Norður- land. Hefur sú nefnd síðan unn- (Framhald á blaðsíðu 2). BANASLYS HINN 1. október beið sjö ára drengur í Litlu-Brekku í Arnar neshreppi, Daníel Finnsson, bana. Hann klemmdist undir hjóli dráttarvélar. Foreldrar drengsins eru Finnur Hermanns son og Kristjana Ólafsdóttir. □ BOEING 747 RISAÞOTAN FYRIR nokkrum dögum var rennt úr skýli vestan hafs risaxotunni Boeing 747, sem innan nokkurra vikna verð- ur tilbúin til áætlunarflugs. Boeing 747 getur flutt 490 farþega eða 100 lestir af vör- um sex þús. km. vegalengd í einum áfanga. Hún fer með 1000 km. hraða. Lengd þot- unnar er 70.5 metrar og hæð stéls á við 5 hæða hús. Verð- ið er 32 millj. dollarar. SAS er meðal þeirra, sem pantað hafa Boeing 747 þotur. □ í 16. TÖLUBLAÐI Ægis þessa árs ritar Marteinn Friðriksson á Sauðárkróki grein, sem hann nefnir „Aukin hráefnisgæði“ og fjallar hún um tilraunir, sem Fiskiðja Sauðórkróks og Út- gerðarfélag Skagfirðinga létu gera um meðferð hráefnis — þ. e. fisks um borð í Drangey 10.—16. júlí í sumar. Þar segir m. a. svo: „Tilraunin fólst í því að taka úr hverju togi samskonar sýnis- horn af fiski til geymslu í skip- inu, annað ísað í kassa og hitt ísað í stíu á venjulegan hátt. Síðan var fylgzt með fiskinum í gegnum löndun og vinnslu og samanburðarrannsókn gerð á samstæðum sýnishornum á öll— um stigum geymslu og vinnslu þar til út kom fullpökkuð út- flutningsvara. Tilrauninni stjórnuðu tækni- fræðingamir Bjorgvin Ólafsson frá Sjávarafurðadeild SÍS og ívar Baldvinsson hjá Hagræð- ingardeild verkalýðsfélaganna á Norðurlandi. Á flestum stigum er meðferð fisks ábótavant og var ætlunin með þessari tilraun, að öll stig í meðferð hans væru rannsökuð, frá því að fiskur kemur yfir lunningu veiðiskips og þar til hann er orðin fullverkuð út- flutnmgsvara í frystihúsinu. Jafnframt er gefinn gaumur að vinnubrögðum og áhöldum, sem notuð eru um borð í skipinu og vinnuaðstöðu áhafnarinnar. Síð an er það losun fisksins, flutn- ingur í geymslu og geymsla og vinnslan í landi. Niðurstaða rannsóknarinnar gefur bendingu um hver fjár- hagslegur mismunur er annars vegar á kassafiski og hins vegar á ísuðum fiski í stíu, bæði fyrir kaupendur og seljendur. Hafa verður í huga, að um er að ræða mjög stutta veiðiferð, sé miðað við veiðiferðir togara. Flókkast því stiufiskurinn miklu betur heldur en hann hefði gert úr lengri veiðiferð. Er greinilegt af samariburði sýnishorna, sem geymt var lengur í landi að mun urinn á milli kassafisks og stíu- (Framhald á blaðsíðu 6). Féð vænt og kartöfluuppskera mikil SAMKVÆMT viðtali við Skúla Jónasson kaupfélagsstjóra á Svallbarðseyri, er féð mjög vænt að þessu sinni og mun vænna en í fyrra og var þó meðalvigt dilka þá 15.42 kg. Slátrun dil'ka lýkur 18. október en eftir það er full- orðnu fé lógað samkvæmt til- mælum sauðfjársjúkdómavarna. Kartöflurækt á Svalbarðs- strönd hefur minnkað mjög síð- ustu ár en vaxið að sama skapi í Höfðahverfi. Uppskera er langt komin og er spretta misjöfn en víða mjög mikil. Hætt er við að hretið nú um helgina hafi nokkur áhrif á heimtur. Þótt árvekni bænda hafi komið í veg fyrir mikla fjárskaða, hefur fé fundizt dautt í skurðum. Bóndinn á Þverá í Dalsmynni bjargaði 15 kindum úr skurði í tæka tíð, er þangað hafði hrakið. Kristján H. Sveinsson tekur við skólastjóm barnaskólans á Svalbai-ðsströnd. Nýr barna- skóli er í smíðum og verður hann tekinn í notkun að ári. Við vonum, að fá enn góða tíð og getum við þá kvatt sumarið ánægð, sagði kaupfélagsstjórinru

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.