Dagur - 09.10.1968, Blaðsíða 5

Dagur - 09.10.1968, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERUNGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Skuldaaukning 150% FYRIR síðustu alþingiskosningar kepptust ráðherramir við að lýsa efnahagsmálum þjóðarinnar og at- vinnumálum, sem einum þeim full- komnustu í vestrænum löndum. Ný og alhliða „viðreisnarstefna“ undir forystu vitra manna hefði komið á fót digrum gjaldeyrisvarasjóði, sem gæti jafnað skakkaföll ef einhver yrðu, atvinnuvegirnir væru á svo traustum grunni, að vart myndi nokkuð getað raskað lionum, verð- gildi krónunnar væri tryggara og verðbólga minni en nokkur hefði getað búist við ef meðalmenn hefðu stjórnað landinu. Nú keppast ráð- lierrarnir hins vegar við að lýsa efna- hags- og atvinnumálum svo, að um neyðarástand sé að ræða og fátt til bjargar. Þó liefur afli verið sæmileg- ur, en þó minni tvö síðustu ár en þegar hann var mestur og verð sjáv- arafurða á erlendum mörkuðum er nú hærra en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar, að árunum 1964— 1966 einum undanskildum. Samt er komið neyðarástand, segja ráðherr- arnir og er glöggt að hafa vitnisburð þeirra sjálfra um það. Viðskiptajöfnuðurinn við útlönd er geigvænlegur á þessu ári. Þar erum við komnir í blind- götu. Gjaldeyrisvarasjóður fýrir- finnst enginn. En skuldir íslendinga erlendis hafa á tímabilinu 1958— 1968 aukizt um 150%, að frádregn- um innstæðum. Hinn trausti grunn- ur atvinnuveganna er brostinn og má segja, að allir atvinnuvegir lands- manna séu í miklum þrengingum og einstökum fyrirtækjum, sem lokað er vegna erfiðleikanna, fer mjög fjölg- andi. Vel stóð stjórnin á verðinum að halda uppi verðgildi hinnar ís- lenzku krónu! Má m. a. marka það af því, að fyrir átta árum var hver bandaríkjadollari skráður á kr. 16.32 en nú á kr. 57.00. Ríkisstjómin hefur í haust hagað sér eins og til stæði uppgjör þrotabús á þjóðarbúinu. Hún lýsti yfir neyðar ástandi, lagði 20% aðflutningsgjald á allar innfluttar vörur og bað stjóm arandstöðuflokkana um viðtal um hörmungar efnahagsmála og að leita með sér að úrræðum. Þegar þær um- ræður hófust liöfðu stjórnarflokkam- ir ekkert í höndum um efnahags- ástandið, engar tillögur fram að færa og virðast ekki enn í dag vita, hvað þeir sjálfir vilja. Þeir hafa ekki einu sinni sinnu á því að standa upp svo þjóðin geti valið sér aðra forystu. □ „Þjóðfélagið þrífst ekki án landshyggðar” í SÍÐASTA BLAÐI var með fáum orðum greint frá því, sem fyrir augu bar við vígslu hinnar nýju dráttarbrautar á Akur- eyri, sem nú er stærsta dráttar- braut landsins og í því sam- bandi nefnd nokkur nöfn manna, er þar komu fram. En margir aðrir koma þar við sögu. Hafnarstjórn bæjarins undir forystu Stefáns Reykja- líns vann t. d. svo ötullega að á orði var haft í höfuðborginni, þar sem leysa þurfti margþætt mál í sambandi við framkvæmd irnar. Með Stefáni í Hafnar- stjórn eru: Stefán Þórarinsson, Zophonías Árnason, Ámi Jóns- son og Tryggvi Helgason. Rétt er að geta þess, sem vita málastjóri sagði í sinni ræðu um framgang verksins. Hann sagði m. a. svo: „Mannvirki þetta er nú tekið formlega í notkun 2% ári eftir að gerð þess var ákveðin. Að málefnum þessum hefir þannig verið unnið, að í fullu samráði við bæjarstjóra kaup- staðarins og hafnarnefnd hafa verkfræðingar Hafnarmálastofn unarinnar ásamt Páli Lúðvíks- syni, vélaverkfræðingi kannað mannvirkin og haft á hendi yfir umsjón með framkvæmdunum á staðnum. Þeir Daníel Gests- son, yfirverkfræðingur og Magnús Konráðsson, deildar- verkfræðingur gerðu frumáætl- anir að byggingamannvirkjum, sem Sveinn Sveinsson, verk- fræðingur hefir síðan unnið úr og gert allar vinnuteikningar, jafnframt því sem hann hefir af hálfu Hafnarmálastofnunarinn- ar haft yfirumsjón með fram- kvæmdum á staðnum. Hið pólska fyrirtæki PROZAMET hefir hannað og framleitt alla járnverkshluta brautarinnar í samráði við Hafnarmálastofnun ina og Pál Lúðvíksson. Slippstöðin h.f. á Akureyri hefir lagt til vinnuafl til fram- kvæmdanna og tæki samkvæmt sérstökum samningi, en verk-. stjóri í upphafi var Áskell Bjarnason, en hann lét af starfi á miðju síðastliðnu ári en við tók Stefán Bergmundsson, einn ig starfsmaður Slippstöðvarinn- ar. Af hálfu Hafnarnefndar Akur eyrar hefur Pétur Bjamason, verkfræðingur staðið fyrir fram kvæmdum, sem trúnaðarmaður eigenda.“ Af ræðum þeim, sem fluttar voru við vígslu dráttarbrautar- innar kýs blaðið að birta eina þeirra í heild, ræðu Bjarna Einarssonar bæjarstjóra. Ræða Bjarna Einarssonar bæjarstjóra: „Við erum hér saman komin til þess að minnast merks áfanga í atvinnuþróun Akureyrar er við höfum tekið formlega í notk un nýja dráttarbraut, þá stærstu í iandi hér. Þessi dráttarbraut er þýðingarmikið atvinnutæki, sem mun hafa mikil, bæði bein og óbein, áhrif á atvinnulíf bæjar- ins. Hún mun veita nokkrum hóp manna atvinnu og þar með líísbjörg fjölda heimila vaxandi þjóðar. Auk þess mun dráttar- brautin hafa örvandi áhrif á aðr ar atvinnugreinar, og þá sér- staklega á skipasmíðaiðnaðinn, þá ungu atvinnugrein okkar, sem við bindum svo miklar von ir við. En keðjuáhrif nýs at- vinnutækis, eru enn margyís- legri og virka á atvinnurekstur bæjarins, allt frá síldarverk- smiðju og útgerðarfélagi til veið arfæra- og matvöruverzlana. Meira að segja rakarar og bak- arar munu fá nokkuð í sinn hlut, að ógleymdum bæjarsjóði, sem hungrar og þyrstir eftir út- svörum, fasteignagjöldum, að- stöðugjöldum o. s. frv. En hin hagstæðu áhrif þess- arai dráttarbrautar koma víðar fram en hér á Akureyri. Þetta er eina stóra dráttarbraut Norð urlands og er því þýðingarmikið þjónustufyrirtæki lífsbjargarat- vinnuvega þjóðarinnar, fisk- veiða og siglinga. Dráttarbraut- in mun stuðla að aukinni hag- kvæmni í rekstri þessara at- vinnuvega, og veitir ekki af á tímum verðfalls og aflabrests. Fjölgun atvinnutækifæra í landinu er lífsnauðsyn og nú okkar þýðingarmesta sjálfstæðis mál, því þó við lifum ekki á brauðinu einu saman megum við ekki án þess vera. Og aukin hagkvæmni atvinnuveganna er skilyrði framfara. En það er enn eitt atriði, sem gerir þetta Bjarni Einarsson, bæjarstjóri. mannvirki merkilegt. Það er staðsetning þess, hér á Akur- eyri. Gerð slíks mannvirkis ein- mitt hér eykur þjóðhagslegt gildi þess alveg sérstaklega vegna hagstæðra áhrifa þess á byggðaþróun í landinu. En jafn- vægi í þróun landsbyggðarinnar er það sjálfstæðismál þjóðarinn ar, sem ég tel ganga næst at- vinnunni sjálfri. Mikið hefur verið rætt og rit- að um byggðaþróun undangeng inna ára og áratuga. Þjóðin hef- ur á þessum árum lagt höfuð- áherzlu á byggingu einnar glæsi legrar borgar, höfuðborgar. Um deilanlegt er hvort höfuðborgin átti að vaxa svo hratt sem hún gerði. Hinu mótmælum við þó ekki, að höfuðborg er landinu nauðsynleg bæði af hagrænum og félagslegum ástæðum. En hið mikla átak, að byggja stórborg í okkar fámenna landi, hefur dregið mikið afl úr öðrum byggð um þess, og ef svo heldur nú áfram sem horfir er skemmra til þess tíma en margir halda að tala megi um Reykjavík og hiiia íslenzku eyðimörk. Það þarf ákveðinn mannfjölda til að halda uppi nútíma atvinnu- og menningarlífi. Fækki fólki nið- ur fyrir það mark heldur efna- hagsleg og félagsleg stöðnun inn reið sína í byggðarlagið. Þó ekki sé þjóðhagslega nauðsynlegt, eða æskilegt, að halda hverju annesi, útskeri eða afdal í byggð getur þjóðfélagið ekki þrifist án landsbyggðarinnar. Þar eru auð lindir, og þar eru vaxtarmögu- leikar á ýmsum sviðum. Þeir, sem hugsað hafa um byggðaþróun landsins með hags muni þjóðarheildarinnar fyrir augum fyrst og fremst, hafa komið auga á hið mikla hlut- verk Akureyrar og Eyjafjarðar í þeirri þróun, sem æskileg er talin. Með æskilegri þróun er þá fyrst og fremst átt við þá þróun byggðar, sem er hagkvæm fyrir þjóðarheildina, sem hefur í för með sér sem lægstan tilkostnað en gefur jafnframt möguleika á sem beztri nýtingu auðlinda landsins og tryggir félagslegt jafnvægi. Ofvöxtur höfuðborgar innar samfara hnignun lands- byggðarinnar sem heild býðui' ekki upp á slíka hagkvæmni. Vöxtur höfuðborgarinnar verð- ur mjög ör næstu áratugi án að- flutninga og vitað er, að þegar borg vex umfram visst mark, sem að vísu er enn óþekkt hér- lendis, verður viðbótarvöxtur- inn æ dýrari í götum, holræsum, vatnsöflun og öðrum grundvall arfjármunum eftir því sem lengra líður. Og dýrt verður að nýta fiskimið landsins, oi'ku- möguleika og ræktanlegt land út frá Reykjavík einni. Hinar öfgarnar, að viðhalda hverju byggðu bóli, án tillits til staðsetningar, verður þjóðfélag- inu einnig of dýrar vegna erfið- leika á að halda uppi samgöng- um og almennt að viðhalda sæmilegri lífsaðstöðu fólks á hinum afskekktustu slóðum. Sú þróunarstefna, sem flestir hallast nú að, er að leggja sér- staka rækt við þá staði og þær byggðir utan höfuðborgarsvæð- isins, sem hafa mestu lífsmögu- leika, sem hafa vegna legu sinn- ar og annarra kosta hæfni til þess að gegna sérstöku og þýð- ingarmiklu hlutverki í þeirri þjóðfélagsuppbyggingu, sem er vaxandi þjóð svo nauðsynleg. Þannig er tilkomin kenningin um byggðakjarnana, sem eiga að gera hagkvæman vöxt þjóð- arinnar mögulegan, gera okkur kleifit að nýta allar þýðingar- mestu auðlindir lands og sjávar á hagkvæman hátt og eiga að stuðla að félagslegu jafnvægi og félagslegu réttlæti í landinu. Akureyri er stærsti og þýð- ingarmesti byggðakjami lands- ins utan sjálfrar höfuðborgar- innar, og eini bær landsins, sem veitt getur höfuðborginni þá samkeppni, sem er borginni og landinu svo nauðsynleg. Lega bæjarins fyrir Norðurlandi miðju, loftslag, umhverfi hans í miðju blómlegasta landbúnað- arhéraði landsins með öflugar útgerðarstöðvar í næsta ná- grenni, traust atvinnulíf hans og duglegt fólk og síðast en ekki sízt, stærð bæjarins, allt er þetta kostir, og sumir þeirra einstæð- ir, sem taka af öll tvímæli um að efling Akureyrar hefur sér- staka þýðingu fyrir framtíð ís- lenzku þjóðarinnar. Sumir taka svo djúpt í árinni, og tek ég und ir með þeim, að efling Akur- eyrar sé skilyrði fyrir farsælli þróun hins íslenzka þjóðfélags. Á næstu 17 árum, fram til 1985, mun vinnandi íslending- um fjölga um 30 þúsund, meira en á nokkru sambærilegu tíma- bili áður. Á sama tíma mun fram leiðni frum framleiðsluatvinnu- vega okkar vaxa og vinnuafls- þörf þeirra minnka að til tölu. Höfuðvandi þjóðfélags okkar og stjórnvalda næstu ár verður því efling atvinnulífsins, sköpun nýrra atvinnugreina og efling þeirra, sem fyrir eru. Þetta er okkar sjálfstæðismál, því þjóð, sem ekki brauðfæðir sig verður ekki sjálfstæð, og ekki viljum við sjá fram á nýtt tímabil „Ameríkuferða." Og vandamálið virðist enn geigvænlegra, þegar litið er til skemmri tíma, á næstu fimm árum verðum við að útvega yfir átta þúsund ung- um íslendingum lífvænlega at- vinnu. Þessi vandamál eru svo risa- vaxin að við getum ekki látið markaðslögmálin ein um lausn þeirra. Hér verður að koma til ákveðin stjórnarstefna, vaxtar- stefna, útþenslustefna, þar sem öllum tiltækum ráðum verði beitt og fjármagn sótt þangað, sem fjármagn er að fá, en tepru skapur látinn lönd og leið. Patentlausn fyrirfinnst engin, við verðum að nota alla þá möguleika, sem bjóðast. Undangenginn áratug hafa stjórnvöld landsins á ýmsan hátt reynt að hafa áhrif á þróun byggðarinnar, en með litlum árangri. Atvinna var næg og meira en það í flestum lands- hlutum. Undantekningar hvað það snertir hafa verið nokkrar byggðir norðanlands. Við þess- ar aðstæður er erfitt að hafa áhrif á byggðaþróunina. Þó er það raunar ekki atvinnumögu- leikarnir sem ráða fyrst og fremst staðarvali einstaklings- ins heldur önnur lífsaðstaða. Það eru ekki möguleikar á fjár- öflun sem ráða heldur eyðslu- möguleikar. Við þessar aðstæð- ur þurfa aðgerðir ríkisvaldsins að vera mun víðtækari en þegar skortur er á atvinnu, því þær verða á að beinast að eflingu margháttaðrar þjónustustarf- semi, sem er venjulega dýr í stofnkostnaði. Á næstu árum þurfa aðgerðir ríkisvaldsins til þess að hafa áhrif á byggðaþróunina fyrst og fremst að vera á sviði atvinnu- mála og felast í því að hafa áhrif á atvinnuþróun í hinum ýmsu landshlutum með því að beina tiltæku fjármagni þangað, sem henta þykir og með því að hafa áhrif á staðarval fyrirtækja, inn lendra sem erlendra. Þótt þessu fylgi mörg vanda- mál eru aðgerðir í slíku ástandi mun einfaldari og auðveldari en í ástandi fullrar atvinnu eða of- atvinnu. Af því, sem ég hef nú sagt dreg ég þá ályktun að íslenzkt þjóðfélag standi nú á tímamót- um svipuðum þeim, sem það stóð á við upphaf þessarar aldar. Þá hófum við þá atvinnuþróun sem hefur leitt oss hingað sem við nú stöndum, er við hófum vélræna nýtingu þeirra auð- lynda okkar, sem auðveldastar voru viðfangs, fiskimiða og gróð urs jarðar, og á þessu tímabili höfum við tryggt sjálfstæði okk ar, m. a. með byggingu höfuð- borgar. Nú þurfum við að færast enn meira í fang er við ráðumst til atlögu við óbeizlað jötunafl fall- vatna og eldsins í iðrum jarðar, og nú þurfum við að tryggja sjálfstæði okkar enn betur með hagkvæmri þróun þeirra lands- hluta, sem setið hafa á hakan- um til þessa. Þær aðstæður, sem nú ríkja, og ríkja munu næstu ár, bjóða þjóðinni upp á einstakt tæki- færi, gullið tækifæri, til áhrifa á þróun landsbyggðarinnar, sem hún má ekki láta ganga sér úr greipum. Með því að gera nú það rétta er hægt að treysta þjóðfélag okkar svo, að það' standi af sér öll váleg veður, sem framtíðin ber í skauti sér. Ef við hins vegar göngum hinn breiða veg sinnuleysisins er okk ur voðinn vís. Því er ekki nóg að dásama sjóefnaverksmiðju suður með sjó og þann mikla iðnað, sem þróast mun í kjölfar þess fyrir- tækis. Þetta er nauðsynlegt framtak, sem allir heilbrigðir íslendingar fagna. En það þarf meira til. Miklu fleiri þurfa að fá atvinnu en þar komast að, og ný atvinnutækifæri þarf að bjóða, og víðar en á Reykjanesi. Og ég vona, að það, sem ég hef sagt hér á undan nægi til þess að sýna fram á, að þjóðinni er nauðsynlegt að verulegur hluti hinna nýju atvinnutækifæra bjóðist hér við Eyjafjörð. Detti- foss bíður enn. Atvinnutækið, sem við höfum nú tekið formlega í notkun, er veigamikið skref fram á við. Það er þýðingarmikill þáttur nýrrar iðngreinar, sem við erum að byggj a upp hér, sem er skipa- smíði og skipaviðgerðir í stór- um stíl. Ef svo fer sem ætlað er og stuðningur opinberra aðila verður nægur verður þessi iðn- grein okkar að stóriðju. Hér á Akureyri er reyndar stóriðja fyrir, þar sem eru verksmiðjur SÍS. Akureyri er iðnaðarbær og að nokkru stóriðjubær, en þarf að verða meiri iðnaðar- og stór- iðjubær. Akureyri er líka verzl- unar- og þjónustubær og eini bærinn utan höfuðborgarsvæð- isins, sem getur rekið togara. Alhliða uppbygging þessa bæjar þarf því, eins og uppbyg'ging þjóðfélagsins alls, að fara fram á mörgum sviðum. Hafnarskil- yrði þurfa að batna og öll að- staða til vörumeðferðar við höfn, samgöngukerfið út frá bænum þarf að batna svo hann geti rækt þjónustuhlutverk sitt og við þurfum að endumýja tog arana okkar. En þjóðfélags- vandamálið okkar er svo stórt að stórvirki þarf að vinna til að leysa það. Og hluti þessa stór- virkis á að vinnast hér. Við höfum fundið það undan- farin ár, að skilningur ríkis- stjórnarinnar og embættis- manna á hlutverki og sérstöðu Akureyrar hefur farið vaxandi. Það höfum við meðal annars fundið þegar unnið hefur verið að undirbúningi og framkvæmd þessa verks, sem við nú erum að Ijúka. Og stuðningur ríkis- valdsins við skipasmíðaiðnaðinn okkar hefur verið sérstaklega mikilsverður, og nú vantar ei nema herzlumuninn til þess að tryggja að sú iðngrein verði traustur og vaxandi þáttur at- vinnulífs bæjarins. Og víst rnunu menn ei hætta við hálfnað verk. Hvað dráttarbrautina sjálfa snertir, þá er framkvæmdum við hana enn ekki lokið, þó unnt sé að taka hana í notkun. Nú er unnið þar að gerð hliðar- færslugarði, sem ljúka á við í haust, en á næsta ári er gert ráð fyrir að unnið verði að dýpkun, gengið frá viðlegukanti og dráttarbrautin lengd neðan- sjávar. Er þá reiknað með að þessum áfanga verksins ljúki á næsta ári. Ég vil fyrir hönd Hafnarstjórn ar Akureyrar þakka sjávarút- vegsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinssyni, og embættismönn um ríkisins, sérstaklega Brynj- ólfi Ingólfssyni, ráðuneytisstjóra og Aðalsteini Júlíussyni, vita- og hafnarmálastjóra, og starfs- mönnum þeirra fyrir þeirra mikla þátt í þessu verki. Og ég þakka fulltrúum hins pólska fyrirtækis Cekop, fyrir ágæta samvinnu, svo og for- stöðumönnum og starfsfólki Inn kaupastofnunar ríkisins. For- stöðumönnum lánastofnana rík- isins þakka ég lipurð og elsku- legheit við erfiðar aðstæður. En sérstaklega vil ég þakka starfsmönnum Akureyrarhafnar og Slippstöðvarinnar h.f. fyrir vel unnin störf. Sérstaklega vil ég lofa og þakka störf Péturs Bjarnasonar, verkfræðings hafn arinnar, sem stjórnað hefur verki þessu af sérstökum áhuga, dugnaði og útsjónarsemi. Ég óska Akureyringum öllum til haíningju með þetta dýra at- vinnutæki, en sérstaklega þó stjórn og starfsmönnum SIipp- stöðvarinnar. Þeir munu reka dráttarbrautina, beita stálbitum, vírum og raftaugum þannig að færi björg í bú og gleði inn á mörg heimili, í bæ og landi til hagsældar. Góðir gestir, góðir Akureyr- ingar. Þetta er merkisdagur. Við getum nú séð stórskip hér í dráttarbrautinni okkar, og í næsta nágrenni hennar er verið að móta dautt stálið í form tveggja annarra stórra skipa. Við skulum því vera bjartsýn og trúa á framtíðina og gera skyldu okkar við land og þjóð. Ekki skulum við láta á okkur standa við að gera Akureyri mögulegt að gegna hlutverki sínu fyrir ísland, að vaxa.“ □ Hótcl Varðborg á Akureyri. Merkur þáttur í sögu Akureyrar ÚT KOM í sumar vandað rit, sem heitir Góðtemplarareglan á Akureyri 80 ára. Er það 124 blað síður, prentað á góðan pappír og í því margar myndir. Eiríkur Sigurðsson fyrrv. skólastjóri á Akureyri tók rit þetta saman og rekur sögu regl- unnar í skýrum aðaldráttum frá upphafi. Ritið hefst á þessum orðum: „Tvær merkar félagsmálahreyf- ingar hafa fest rætur á Akur- eyri og borist þaðan út yfir land ið. Þær eru Góðtemplarareglan og ungmennafélagshreyfingin. Báðar komu frá Noregi, eins og landnámsmennirnir. Báðar hafa þær haft mikil og heillarik áhrif á islenzkt þjóðlíf. Fyrir aldamótin síðustu var félagslíf fábreytt hér á landi. Góðtemplarareglan varð braut- ryðjandi í félagsmálum víða um land. Hún var lýðræðislegur fé- lagsskapur, sem kenndi fólki að vinna saman. Hún byggði fyrstu samkomuhúsin í kaupstöðum og kauptúnum víðs vegar um land ið. í Góðtemplarareglunni nutu konur fyrst jafnréttis við karl- menn og flýtti það eflaust fyrir því, að þær fengu síðar almenn- án kosningarétt. Þeir templarar, sem kynnzt höfðu lýðræðislegum félags- störfum í Góðtemplarareglunni, stóðu oft fyrir stofnun ýmissa annarra félaga t. d. verkalýðs- félaga, kvenfélaga leikfélaga og sjúkrasamlaga. Góðtemplara- reglan hefur þannig í reynd ver ið víðtækur og merkur félags- málaskóli.“ Fyrsta Góðtemplarastúkan á íslandi var stofnuð í Friðbjarn- arhúsi á Akureyri 10. janúar 1884. Árið 1906 byggðu templ- arar Samkomuhúsið á Akur- eyri, sem nú er leikhús bæjar- ins. Það var vígt 23. jan. 1907. Næsta ár fór fram þjóðarat- kvæðagreiðsla um innflutnings- bann áfengis. Bannið var sam- þykkt með 60.38% atkvæða. Reglan byggði einnig, ásamt Ungmennafélagi Akureyrar, Skjaldborg. Það hús var vígt hinum góðu málefnum 10. jan. 1926. Árið 1946 hófu templarar kvik myndastarfsemi sína og 1952 keyptu þeir Varðborg, sem þá hét Hótel Norðurland. Þar hef- ur verið rekið kvikmyndahús og þar er eina bindindismanna- hótel landsins. Þar er og ýmis- konar æskulýðsstarfsemi. Stofnandi Góðtemplararegl- unnar á Akureyri var norskur maður, Ole Lied. Það yrði langt mál að rekja starfssögu bindindisfélaganna á Akureyri. En þeim, sem henni vilja kynnast, skal bent á hina ágætu bók Eiríks Sigurðssonar, Góðtemplarareglan á Akureyri 80 ára. □ FE A HEIÐUM UPPI Kópaskeri 7. okt. Hér er hvítt af snjó en fært um allt eins og er, því vegir voru hreinsáðir. Slátrun stendur yfir og féð mun vera vænna en í fyrra, en hætt við, að dilkar leggi ört af nú. Fyrstu 10 dagana var meðal vigtin 15.8 kg., sem er rúmu kílói meira en í fyrra. Enn mun nokkuð af fé uppi á heiðum, því dimmviðri torveld- aði aðrar göngur. Smábamaskóli byrjaði hér í dag. H. B. Hvað ræddu Framsóknarmenn á Selfossi? MARGIR hafa hringt til blaðs- ins og spurst fyrir um það, hvað Framsóknarmenn hafi verið að ræða á Selfossi um síðustu helgi. En þar var haldin ráðstefna um skipulag og starfshætti Fram- sóknarflokksins. Ráðstefna þessi gerði engar ályktanir eða sam- þykktir af neinu tagi til birt- ingar. Fjallað var um fræðslu- hlið flokksstarfsins, blaðaút- gáfu, flokksfélögin og kjördæm- issamböndin, erindrekstur flokksins og hinna ýmsu kjör- dæma, framboðsákvarðanir, flokksvald og vald kjördæmis- Lyfi m ÚT ER KOMIN í Alfræðasafni Almenna bókafélagsins bókin Lyfin eftir Walter Modell, Al- fred Lansing og ritstjóra Life. Þýðandi er Jón O. Edwald. Bók_ in er skreytt fjölda mynda eins og fyrri bækur í þessum flokki og skiptist í átta aðalkafla. Þeir bera þessi nöfn: Oft má lyf af eitri brugga, Elzta lyfið, alkóhól, Flótti frá tilverunni, Hjálp fyrir hjartað, Barist við banvænar bakteríur, í leit að lyfjum, Próf- raunin og Hin mikla ógnun. Bókarefnið er forvitnilegt og á þann veg um fjallað, að það er í senn fræðandi og um leið er margt í bókinni skemmtilestur. Fólkið á ströndinni er önnur bókin, sem AB sendir frá sér að þessu sinni, eftir Arthur Knut Farestveit. Hér er um sögubók að ræða, 233 blað- síður að stærð. Fiskarnir FISKABÓK AB eftir Bent J. Muus er þriðja bókin, samferða hinum tveim á markaðinn. Bók- in er þýdd af Jóni Jónssyni fiski fræðingi og ber nafnið Fiskar og fiskveiðar við ísland og í Norðaustur-Atlantshafi. Hér er um að ræða hina eigu- legustu bók með fjölda mynda, margar í litum. Hún er hlið- stæð fuglabók AM, sem mörg- um er kunn og kær. þinga. Þá báru menn saman bækur sínar um félagsmálastarf ið á hinum ýmsu stöðinn, kosn- ingaundirbúning o. s. frv. En til grundvallar þessum um ræðum voru tillögur og álykt- anir skipulagsráðs flokksins, sem útbýtt var í byrjun ráð- stefnunnar. Ráðstefnan hófst kl. 2 síðdegis laugardaginn 28. september með ávarpi Helga Bergs ritara Fram sóknarflokksins. Að því loknu las Ólafur Ragnar Grímsson upp tillögur skipulagsnefndar og skýrði þær. Síðan hófust um- ræðurnar og stóðu þær þann dag til kvölds og næsta dag. Ráð stefnunni lauk á sjöunda tíman- um á sunnudaginn. Umræðumar voru mjög fróð- legar og athyglisverðar, fyrst og fremst fyrir þá sö'k að ýmislegt var gagnrýnt, margar nýjar til- lögur voru fram bornar og hug- myndir reifaðar. Orðheppinn maður líkti ráðstefnunni við hug myndabanka, sem nú væri safn að í og myndi í framtíðinni styðja að auknu og mun fjöl- þættara flokksstarfi og er lík- legt að svo verði. Þá voru frá- sagnir einstakra manna um flokksstarfið bæði í höfuðborg- inni og úti um land hinar fróð- legustu. Ráðstefnuna sátu fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins, for maður flokksins, Ólafur Jó- hannesson prófessor, formaður þingflokksins, Eysteinn Jónsson alþingismaður, fleiri stjórnar- menn úr framkvæmdastjórn og skipulagsráði, ritstjórar, fulltrú- ar fastanefnda og nokkrir gest- ir. Auk þessa sátu. allmargir al- þingismenn flokksins ráðstefn- una. Þátttaka í umræðum var almenn og margir lýstu ánægju sinni yfir ráðstefnUnni. Kjördæmissamband sýslunn- ar bauð ráðstefnunni til kaffi- drykkju síðari fundardag. Eins og fyrr segir hafði ráð- stefnu Framsóknarmanna verið valinn staður á Selfossi í Ár- nessýslu. Sú sýsla er fjölmenn- ust sýslufélaga og Selfoss fjöl- mennasti þéttbýliskjarni hér á landi, sem ekki liggur að sjó, með 2300 fbúa. Enginn tími var til ferðalaga um staðinn eða ná- grennið, því miður og er þar þó margt að sjá á hinu víðfeðma undirlendi. Á slíkum ráðstefn- um er naumast viðunandi, að kynna ekki langferðamönnum næsta nágrenni fundarstaðar. Selfoss var fyrrum hinn sjálf- sagði áningarstaður ferðafólks að austan og vestan og þar reis viðskiptamiðstöð. Kaupfélag Ár nesinga er stórveldi staðarins með mikla og alliliða verzlun, þjónustudeildir og stærsta mjólkurbú landsins, er á sínum tíma var stærst sinnar tegundar norðan Alpafjalla og tekur nú á móti 35—36 millj. lítra á ári hverju. Nýlega var svo Kaupfélagið Höfn stofnað á Selfossi. Þar fer slátrun fram á haustin en Slátur félag Suðurlands hefur haft þar sláturhús en ekki K. Á. Nokkr- ar kaupmannaverzlanir eru á staðnum. í næsta nágrenni blasa Laug- ardælir við. Kaupfélag Árnes- inga á þá jörð en Búnaðarsam- band Suðurlands rekur þar mik inn tilraunabúskap og kynbóta- starfsemi. Hótel Tryggvaskála þekkja margir, en áhugi er á endurbót- um í sambandi við ferðafólk. í Selfossbíói neyttu ráðstefnu- fulltrúar góðra veitinga. Ölvus- árbrú greiðir götur manna yfir Ölvusá, lrið mikla fljót og dutl- ungafulla, sem í fyrravetur flæddi yfir alla bakka og var marga daga aðalefni landsfrétta. Ölvusá er fiskiauðug og árið 1967 veiddust um 14 þús. laxar í ánni í net og á stöng — er á skýrslur komust. — Netaveið- (Framhald á blaðsíðu 7). i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.