Dagur


Dagur - 11.12.1968, Qupperneq 4

Dagur - 11.12.1968, Qupperneq 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERUNGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. BÆKURNAR ISLENDINGAR virðast hafa verið miklir unnendur ritaðs máls frá önd- verðu, og enn eru þeir með réttu talin bókaþjóð. Og þeir voru líka viljugir til ritstarfa meðan enn þurfti að afskrifa bækur og eru höf- undar þeirra bóka, sem taldar eru hinn dýrmætasti þjóðararfur okkar íslendinga. Á síðustu áratugum hefur bóka- útgáfan verið umfangsmikil og fyrir hver jól er sannkallað bókaflóð. Enn lesa menn bækur af kappi, kaupa þær handa sjálfum sér og til jóla- gjafa og nota mikið almennu bóka- söfnin. I ár er mikil bókaútgáfa í landinu og sennilega meiri en á sl. ári þótt öruggar heimildir um f jölda nýrra bókartitla liggi ekki fyrir. Svo vill nú til, að verð bóka hefur yfir- leitt ekki hækkað að þessu sinni og er það bókaútgefendum og bóksöl- um hagstætt hvað snertir sölumögu- leika þar sem mjög margar aðrar vörur hækka stórkostlega á sama tíma og hið mikla bókaflóð skellur yfir. Enda mun sala bóka lífleg þessa dagana og nýjar bækur koma dag- lega út í glugga bókaverzlana. Innlendar skáldsögur kosta um 400 krónur til jafnaðar og þýddar bækur um 300 krónur, með veruleg- um frávikum þó. Lestrarþörf fólks og fróðleiksfýsn er enn rík þótt ýmis- legt þyki til þess benda, að bóklestur sé þverrandi. En þessir eiginleikar almennings hafa borið uppi hina miklu bókaútgáfu og gera það enn. Upplag hverrar bókar er auðvitað lítið hér á landi, en titlar nýrra bóka, þýddra og frumsaminna, eru á ári hverju um 300 talsins auk ársrita og tímarita, sem sennilega eru um 200 talsins, og auk þess eru fimm dag- blöð og mörg vikublöð lesin. Auðvitað verður ekki sagt, að allar bækur séu merkilegar, sumar jafnvel mjög ómerkilegar og hverfa og gleymast. En upp úr standa aðrar, sem meira virði eru og finnast marg- ar slikar á hverju ári, vekja verðuga eftirtekt og hafa einhverskonar var- anlegt gildi. Bókin er og verðm- lengi tryggur vinur mannsins, þrátt fyrir útvarp og sjónvarp. Og kannski er hin þögla vinátta bókanna mörgum meira virði nú, á tímum hraða, háreisti f jölmiðl- unartækja og þeirri miklu vél- og tæknivæðingu, sem nær ekki aðeins inn í eldhúsin, heldur lika inn í svefnhúsin. En svo bezt verður bóka notið, að þær hafi eitthvað manni að segja og lesandinn gefi sér tíma til að njóta þess, sem bækumar hafa að bjóða og íhuga það síðan. Enn sem fyrr verða bækumar jólagjafir fjöld- ans í ár og hæfir það bókaþjóð. □ BENJAMÍN KRISTJÁNSSON: Um bækur Kvöldvökuúfgáfunnar HAFÍS VIÐ ÍSLAND. Mörg góð skáld hafa orðið til að yrkja um hafísinn og kveður þar einna mest að ljóðum séra Matthíasar Jochumssonar og Einars Benediktssonar. 1 sínu mikilfenglega kvæði um landsins foma fjanda, líkir Matthías hafísnum við kirkju- garð hundrað þúsund kumbla og hræðilegan plóg dauðans, en þar er einnig ymprað á því, hvort þetta „heljarlík, sem ár- þúsundir sefur“ kunni ekki að gegna einhverju hlutverki, hvort undir dauðans fölva hjúpi leynist máske líf og hulin náð. Og skáldið spyr: Ertú, kánnske, farg, sem þrýstir fjöður fólgins lífs og dulins kraftar elds, fjörgar heilsulyfjum löður, læknir fjörs og stillir hels? Einar Benediktsson grípur í þennan sama streng og heldur hugsuninni áfram hiklaust: Og ísinn á hlutverk á láði og lá, það Ijómar af vogestsins hörku brá. Fyrir holds og moldar kvilla og kröm er kuldinn handlæknir Norður- landa. Með blóðrás helsins hann streymir til stranda og styrkir hvern kraft út á yzta þröm, en allt, sem er krankt og hímir á höm, hann hreinsar úr vegi og blæs á það dauðans anda. Og síðan er þetta rökstutt ennþá betur: Af því verður norðlenzka náttúran sterk,, nágranni dauðans lífseigur fæðist. í námsskóla frostsins nektin klæðist. Neyðin á vopnfastan, heimofinn serk. í skrautsölum öræfaauðnar og þagnar andinn þekkir sig sjálfan og fagnar, og krosslýðsins hljóðu hetju- verk ‘hefja sig upp yfir frægðina ljóða og sagnar. Báðir hafa erft hugsunina frá Bjama Thorarensen, sem í kvæði sínu Veturinn segir hann vera kominn frá „heimum mið- háttar,- aflbrunni alheims og ótta munaðar,“ og telur að frost ið eigi að herða oss og erfiðleik- amir eigi að bægja oss frá ' vesöld og kveifarskap. Niðurstaðan af þessum athug unum skáldanna verður þá sú, að þessi „fimbulkalda vofa“, haf ísinn hafi ekki aðeins eða fyrst og fremst „drjúgast drukkið Is- lands blóð,“ heldur hafi það stælt kraftana, líkamlega og and lega, að berjast við kuldann, eflt manndóm og hugrekki og svipt mennina sleni og deyfð. í átök- unum við ísinn hafi mennimir vaxið að líkamshreysti og and- legri reisn. Hafísinn sé þannig „böl sem betrar“. Komin er nú út bók, er nefn- ist: Hafís við ísland. Þetta er forlátabók, þar sem lýst er þessu þúsund ára stríði landsins bama við hinn tignarlega gest úr heim um miðnáttar. Þó er einkum þeim. byggt á reynslu síðastliðins vetr ar, þar sem safnað er saman margvíslegum fróðleik um haf- ísinn og aðför hans að landinu. Bókin hefst með stórfróðlegri ritgerð eftir Guttorm Sigbjamar son jarðfræðing um hafís og haf strauma og orkubúskap jarðar- innar. Síðan ritar Sveinn Vík- ingur um ísárið 1967—1968, og því næst koma margir þættir og viðtöl við menn, sem búa á út- skögum við hið yzta haf, er kunna margt að segja um við- brögð manna og dýra, en þenn- an leikbróður eldsins ber að garði með sína gnauðandi hel- fölvu skara. Þarna er frásögn Tryggva Blöndals skipstjóra á Esju um sigling gegnum ísinn, er glöggt sýnir hvílíks vits og varfærni og athyglis er þörf fyr ir sæfarendur, þegar siglt er gegn um ísinn og þannig má af hverjum þætti ótalmargt læra. Er það skemmst af að segja, að ritgerðir þessar eru yfirleitt ágætavel samdar og bráð- skemmtilegar, auk þess sem mikið er af Ijómandi góðum ljós myndum í bókinni. Allur frá- gangur er hinn fegursti og hefur Alti Már prýtt bókina með smekklegum og fögrum teikn- ingum. Aldrei fyrr hefur slík bók ver ið samin, enda eru nú hægari tök en nokkru sinni áður að at- huga ísinn frá láði og legi og úr lofti. Hér eru líka sagnir gam- alla manna um fylgjur hafíss- ins: selveiði, hvalreka, og bjarn dýr er gengu á land og gerðu usla í bústöðum manna. Þessi bók er í hvívetna vel úr garði gerð. AÐ HANDAN. Önnur bókin, sem Kvöldvöku útgáfan gefur út í ár heitir Að handan, og er eftir enskan list— málara að nafni Grace Rosher. Er þetta boðskapur um lifið eftir dauðann, ritaður ósjálfrátt, en Sveinn Víkingur þýddi. Hve margir trúa því í raun og veru, að líf sé til eftir þetta líf, og að það líf sé beint áframhald af þessu? Mundi ekki mannlífið ger- breytast, ef þetta yrði sannað fyrir hverjum manni, svo að ekki yrði eftir skuggi af efa, að i komanda lífi munum vér upp- skera nákvæmlega eins og vér sáum? Sennilega er nú svo kom ið högum jarðar vorrar, að ekk- ert getur bjargað henni frá full kominni tortímingu annað en þessi þekking. Enda þótt kristindómurinn byggðist á þeirri sannfæringu í upphafi, að Kristur hefði risið frá dauðum til að leiða í ljós lífið og ódauðleikann, og í frum kristinni væri til staðar lifandi tilfinning og reynsla af tilveru annars heims þar sem mikið bar á andagáfunum, eins og til dæm is bréf Páls bera nægilegt vitni um, þá dofnaði fljótt yfir þess- ari þekkingu á öðrum heimi, unz nú er svo komið að ýmsir, sem halda sig vera sérlega vel kristna, líta á það sem djöful- legt athæfi að sinna slíkum efn- um. Afleiðingin hefur orðið sú, að í kristindóminum hefur því verið minna sinnt en skyldi að skyggnast eftir rökum ódauð- leikatrúarinnar og kenningar kristninnar um þessi efni hafa orðið óskýrar og jafnvel svo fjar stæðukenndar, að mirgir hafa hætt að taka nokkurt mark á í þessari bók, sem að sjálf- sögðu getur verið skeikul eins og öll þekking mannanna, er þó gerð eðlileg og skynsamleg grein fyrir lífinu eftir dauðann sem beinu framhaldi af þessu, og er þessi bók því eftirtektar- verðari, sem hún er skrifuð ósjálfrátt af konu, er aldrei hafði verulega um þessi mál hugsað, ekkert um þau lesið og hafði frekar hleypidóm á móti spíritisma. Hún varð því öld- ungis undrandi, þegar þessi skrift fór að koma, að því er sagt var frá framliðnum vini hennar, án alls tilverknaðar hennar sjálfrar. Segir þar frá mörgum ókunnugum tíðindum, en þeim mestum, að henni er sagt að inn an skamms tíma muni framlífið verða sannað með svo ugglaus- um hætti, að litið verði á það sem efalausa staðreynd, og að þessi uppgötvun muni valda ger EIRÍKUR SIGURÐSSON: samlegum aldahvörfum í sið- gæði í vorum heimi. Bókin er eftirtektarverð, og hygg ég, að hverjum þeim sem einhverja forvitni hefur um framtíð sína muni þykja gaman að lesa hana. Og ekki er hún óguðlegri en það, að félagasam- tök enski-a presta, sem gefið hafa gaum að sálarrannsóknum hafa hvatt til útgáfu hennar í Englandi, eftir að þau létu rit- handarsérfræðinga fjalla um ósjálfráðu skriftina og þeir gáfu þann úrskurð, að ekki yrði greint milli hennar og rithandar þess manns í lifanda lífi, sem tjáir sig vera höfund hennar. Auðvitað ber samt sem áður ekki að líta á skoðanir hans sem óskeikulan, enda þótt þær komi handan að, en óneitanlega eru þær samt sem áður forvitni- legar. ^ Loks hefur Kvöldvökuútgáf- an gefið út 50 vísnagátur eftir Svein Víking, og hefur hinn góð kunni höfundur þar endurvakið foma íþrótt, sem margir glímdu við sér til gamans fyrr á öldum. \To!do*ar oóðar bækur frá Iðunni Tvær nýjar bækur írá Skjaldborg Þrjár drengjasögur GAUKUR KEPPIR AÐ MARKI eftir Hannes J. Magnússon. Bókaútgáfa Æskunnar. Hér kemur framhald af bók- inni „Gaukur verður hetja“ og er söguhetjan nú orðin 15 ára og komin í gagnfræðaskóla. Þetta er góð saga og vel sögð. Það þarf ekki a ðlýsa andanum í sögum Hannesar, hann er ávallt góður og þær hollt lestrar Hannes J. Magnússon. > efni börnum og unglingum. Þessi bók er fjölbreytt að efni og gefur hinni fyrri að engu eftir. Gaukur háir baráttu við samtíð sína en gengur að lokum með sigur af hólmi. Bókin er mjög læsileg og viðburðarík. Gaukur keppir nú að ákveðnu marki og veit, hvað hann ætlar að verða. En um það er bezt að lesa sjálfur í bókinni. LEYNISKJAUÐ eftir Indriða Úlfsson. Útgefandi er Skjaldborg s.f. Indriði Úlfsson sendir hér frá sér sína fyrstu bók. Þetta er hressileg bók inn drengi í vega- vinnu. Höfundur þekkir um- hverfið vel og alla staðhætti. Margs konar ævintýri gerast þetta sumar, og atburður, sem gerist í bókarbyrjun veldur spennu, sem helzt út alla bók- ina. í bókarlok kemur sann- leikurinn í ljós. Afi er vel gerð og eftirminni- leg persóna í bókinni. Hann er hvort tveggja í senn skemmti- legur og flytur hollan boðskap. Broddi, aðalsöguhetjan, er heil- brigður drengur og áræðinn. Hefur Indriða tekizt vel með þessa fyrstu bók og má vænta þess, að hann segi íslenzkum Ólafsfirðingar, Akureyri. FÉLAGSVIST verður að Bjargi laugar- daginn 14. des. kl. 8,30 e. h. — Mætið ivel og stundvíslega. DANS Á EFTIR. Nefndin. VOLKSWAGEN 1963 til sölu. Einnig benzín- miðstöð — með góðum kjörum. Uppl. í síma 1-19-12, eft- ir kl. 7 á kvöldin. ÞRJU FORLÖG, Iðunn, Hlað- búð og Skálholt, eru nú rekin undir einni stjórn, og eru bæki- stöðvar þeirra að Skeggjagötu 1. Valdimar Jóhannsson stofnandi og einkaeigandi Iðunnar, keypti Hlaðbúð fyrir fáum árum af Ragnari Jónssyni hrl., sem var einkaeigandi þess forlags. Á ár- inu sem leið var stofnað hluta- félag um rekstur Hlaðbúðar. Á sama ári keypti Valdimar Jó- hannsson forlagið Skálholt, sem þeir Knútur Bruun hdl. og Njörður P. Njarðvík lektor stofn uðu. Var síðan sameinaður rekst ur Hlaðbúðar h.f. og Skálholts á þann hátt, að bæði forlögin hafa sameiginlegan fjárhag, en halda hvort um sig áfram þeirri útgáfustarfsemi, er þau höfðu einkum með höndum áður. Hlað búð gefur þannig einkum út bækur um lögfræði, hagfræði, BENJAMÍN KRISTJÁNSSON: Skemmtileg endurminningabók drengjum fleiri skemmtilegar sögur. Nokkrar myndir eru í bók- inni eftir Bjarna Jónsson og eru þær bókarprýði. ÓGNIR EINIDALS eftir Guðjón Sveinsson. Útgef- andi Bókaforlag Odds Björnssonar. Höfundur þessarar bokar er kennari austur í Breiðdal. í fyrra kom út eftir hann bókin „Njósnir á næturþeli" og náði vinsældum. Hér kemur önnur bók frá hans hendi og fjallar um sömu drengina og hin fyrri, Bolla, Skúla og Adda og svo hundinn Krumma. Sagan gerist í eyðidal á sumarferðalagi og er spennandi og full af ævintýrum. Atburðarásin er hröð. 1 bókar- lok verður lausnin á gátunni nokkur önnur en drengirnir bjuggust við. Þetta er góð drengjasaga og viðburðarík. Ekki verður hér sagt neitt af söguþræðinum til að spilla ekki ánægjunni af lestrinum. Myndimar í bókinni eftir Atla Má eru mjög þokukenndar og ekki líklegar til að verða til mikillar ánægju fyrir börn. En að lokum vildi ég segja við báða þessa ungu höfunda að njósnir að erlendri fyrirmynd eru framandi atburðir í íslenzku landslagi, og nægir atburðir í islenzkum staðháttum til að tak ast á við, þó að þessu erlenda fyrirbrigði sé sleppt. Snorri Sigfússon: FERÐIN FRÁ BREKKU. Minningar. — Iðunn 1968. MIKLA ánægju hafði ég af að lesa þessa endurminningabók eftir hinn góðkunna skólamann Snorra Sigfússon, fyrrum náms- stjóra. Hér kennir margra grasa, enda hefur höfundurinn komið víða við sögu og unnið að hin- um ólíkustu verkefnum, hvar- vetna af sama fjöri og vinnu- kappi, sem einkennt hefur hann frá ungum aldri. Segir fyrst frá uppvaxtarár- um hans í Svarfaðardal, og er þar lýst menningarlífi Svarf- dæla um og eftir ‘ aldamót síð- Snorri Sigfússon. ustu, vinnubrögðum, félagslífi og ýmsu er við bar í æskusveit hans. Þá segir frá skólaárum hans í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, þar sem hann sat á bekk með þeim Jónasi Jónssyni frá Hriflu, Jóni Ámasyni, síðar bankastjóra, Þórami Eldjám, Þorsteini M. Jónssyni og fleir- um mönnum, er seinna urðu þjóðkunnir, og urðu strákamir að fljúgast á sér til hita. Næst segir frá Noregsför karlakórsins Heklu á Akureyri, sem fræg varð á sinni tíð, og minnist ég ekki þess að hafa séð jafnskil- merkilega um hana ritað. Var þetta fyrsta söngför íslendinga til útlanda, og mikil svaðilför í skammdegismyrkri og ósjó, á lélegum skipum. Beygist nú krókurinn snemma að því sem verða vill, er Snorri gerist heimiliskennari á Akureyri hjá Oddi Thorarensen lyfsala, og söng þar í samkvæmum með Keklungum öðrum, þar sem séra Matthías mælti fyrir mirrn- um. En nú var áhugi hans vakinn fyrir skólamálum og ákveður hann, þó að fararefni séu rýr, að leita sér frekari lærdóms til þess starfs, sem hann helzt vildi gera að ævistarfi sínu, og dvelst í því skyni í lýðháskólanum að Voss í Noregi einn vetur og annan í kennaraskólanum að Storð á Fitjum, en leitaði sér þeirrar atvinnu á sumrum, sem helzt bauðst. Undi hann sér vel með frændum vorum í Noregi, og gerðust þá mörg ævintýri eins og verið hefur fyrr og sið- ar í utanferðum íslendinga. Þeg ar heim kom, tekur hann að snúa sér af alefli að unglinga- fræðslu í Svarfaðardals-, Ár- skógs- og Ólafsfjarðarhreppum, og varð vegna áhuga síns, all- vel ágengt í þeim efnum, enda þó að því máli hefði lítt verið sinnt til þess tíma, og þetta væri á þeim tímum, er bamafræðsla var fyrst að komast í viðunandi horf. Á sumrum starfaði hann að heyskap á ýmsum höfuðból- um norðanlands og stundum að síldarmati á sumrum. Lýkur þessu bindi með því, að hann staðfestir ráð sitt og ræðst sem skólastjóri til Flateyrar árið 1912. Ferðin frá Brekku er, eins og allar góðar endurminningabæk ur, aldarspegill frá þessum ár- um, þegar þjóðin er að rísa af svefni, en skortir flest, sem þarf til menningarlífs, nema mann- kosti og framfarahug. En ótrú- leg bjartsýni og eldmóður er ríkjandi meðal ungu kynslóðar- innar. Snorri er verðugur full- trúi hennar, einn af frumherj- um ungmennafélagshreyfingar- innar og sjálfkjörinn forystu- maður, hvar sem hann leggur hönd að verki, vegna sinnar óbugandi bjartsýni, áhuga og lífsgleði. Hamingjan er fólgin í lífinu og lífið í starfi, sagði Leo Tolstoy. Þetta sannast á Snorra, sem ávallt hefur verið allra manna glaðastur eins og sagt var um Ólaf konung Tryggva- son. Svarfdælir byrjuðu ekki á að sækja um styrk til Alþingis til að leggja veg um sína fögru sveit. Þeir lögðu á sig þegn- skylduvinnu, nokkur dagsverk á ári, hvem einasta mann, og þannig hrundu þeir þessu nauð- synjamáli í framkvæmd. í þess- um anda hefur Snorri ávallt starfað, gengið fram fyrir skjöldu í hugsjónamálum sín- um og hafizt handa þegar í stað. Slíkir menn ryðja öllum tor- færum úr vegi með hugrekki sínu og dugnaði. Yfir minningum þessa ágæta manns hvílir einstaklega léttur og fjörlegur blær. Það er gott að lesa þessa bók eigi síður fyr- ir unga en aldna. Hún sýnir hversu sigursæll er góður vilji, og hversu einbeitt hugsjóna- barátta kemur ávallt miklu til leiðar. Með áhuga sínum og starfsgleði vinnur hann sér hvar vetna traust og vinsældir og auðnast að vinna mikið og gott ævistarf. Ég er viss um að þessi bók verður mikið lesin ekki aðeins á æskuslóðum höfundarins held ur og víða um land, þar sem höfundurinn er kunnur fyrir sitt merka starf að skólamálum og sína miklu og aðlaðandi mannkosti. Þökk sé honum, og við hlökkum til að lesa fram- hald sögunnar. □ sálarfræði og uppeldis- og kennslufræði, en Skálholt gefur út námsbækur einkum varðandi íslenzkukennslu og sérstakar út gáfur íslenzkra bókmenntaverka ætlaðar til notkunar í skólum landsins. Einnig hefur Iðunn með höndum nokkra námsbóka útgáfu, s. s. kennslubækur í þýzku, og nú stendur yfir útgáfa mikils rits um nútíma líffærði, sem jafnt er ætluð nemendum æðri skóla og fróðleiksfúsum almenningi. Á þessu ári gefa forlögin þrjú út nálega þrjátíu bækur samtals, og skal nokkurra bóka getið í stuttu máli hér á eftir. Eddukvæði í útgáfu Ólafs Briem mag. art. Þessi nýja út- gáfa Eddukvæða er við það mið uð að gera kvæðin sem aðgengi legust lesendum. Stafsetning er færð í nútímahorf og skýringar torskilinna orða og hugtaka eru á sömu síðu og meginmálið. Eru Eddukvæðin, gimsteinar ís- lenzkra bókmennta, nú í fyrsta sinn þannig búin í hendur les- anda, að allir geta haft full not af lestri þeirra án þess að hafa við hendina sérstök hjálpargögn. Vér íslands börn eftir Jón Helgason rithöfund flytur efni af sama toga og íslenzkt niannlíf eftir sama höfund: listrænar frá sagnir af íslenzkum örlögum og eftirminnilegum atburðum, sem reistar eru á traustum söguleg- um grunni. Úr dagbók vitavarðar. Þættir um mannlíf og örlög á yztu út- nesjum íslands. Höfundurinn, sem er vinsæll skáldsagnahöf- undur, hefur verið vitavörður við tvo afskekktustu vita lands- ins í tvo áratugi. Norræn goðafræði eftir Ólaf Briem. Bók um norræna guði, trúarbrögð og lífsspeki, efni, sem allir ættu að kunna á nokkur skil. - JÓLASVIPUR (Framhald af blaðsíðu 1). sem þó hefur alizt upp á hinum miklu velti- og eyðsluárum, sem í þessu efni hefur vaknað til vitundar um nauðsynlega stefnubreytingu. Þess ber og að minnast í undir búningi jólanna, að nú þarfnast fátækasta fólkið á Akureyri hjálpar, fremur en áður. Og eru það verðug verkefni þeirra, sem vilja láta gott af sér leiða, að sinna þessu fólki, því flest er það of stórlátt í þrengingum, til að ganga fyrir dyr þeirra, er betur mega. □ SKJALDBORG s.f. á Akureyri hefur sent frá sér tvær bækur. Heita þær: Svartstakkur og Eltingaleikur á Atlantshafi. . Svartstakkur er eftir Bruce Graeme en Baldur Hólmgeirs- son íslenzkaði. Undirtitill bók- arinnar er: Skartgriparánin, og gefur til kynna bókarefnið, sem margra freistar til lesturs. Eltingaleikur á Atlantshafi er hér í þýðingu Baldurs Hólm- geirssonar en höfundurinn er D. A. Rayner. Bók þessi er sjó- hernaðarsaga, ætluð körlum til lestrar, er skipt í fimm kafla og' er á þann hátt spennandi, sem slíkt efni er að jafnaði. □ Kalló krakkar! Bráðum koma blessuð jólin og í tilefni af því höldum við Jólatrés- skemmtun FYRIR ÖLL BÖRN. Skemmtunin verður sunnudaginn 15. desember kl. 2 að Hótel KEA. - Miðasala hefst kl. 1,30. Þarná koma m-. a. fram tímavilltir jólasveinar og margt annað verður til skemmtunar. Aðgangseyrir krónur 15,00. Æskulýðsfélag Akureyiarkirkju. ÞAÐ HJÁ J ólasky rturuar eru komnar ALLIR ÞEKKJA ANGLI ALLIR VELJA ANGLI HERRADEILD . SÍMI1-28-32 Viðlalslímar lækna á Akureyri Frá ársbyrjun 1969 verða símaviðtalstímar og móttökutímar á lækningastofum sjúkrasam- lagslækna á Akureyri sem hér segir: 1 Símaviðtalstími Móttökutími Laugard, 15.00—15.30 15.30—16.30 13.00—14.00 9.00—10.00 10.00—12.00 14.00—15.00 11.30—12.30 14.00—15.00 10.00—11.00 9.00—10.00 10.00—12.00 9.00—10.00 og 13.00—14.00 10.00—12.00 10.00—12.00 13.30—14.00 14.00—15.00 11.00—12.00 Baldur Jónsson...... Erlendur Konráðsson......... 9.00—10.00 Guðmundur Karl Pétursson .... Inga Bjömsdóttir.......... Jóhann Þorkelsson........ 9.00—10.00 Jónas Oddsson............. Sigurður Ólason............ Athygli skal vakin á símaviðtalstímunum og menn hvattir til að notfæra sér þá, þar sem erfiðleikum getur verið bundið fyrir lækna að svara í sima á móttökutímunum. Allir læknamir svara í simaviðtalstímanum í stofusímann, en auk þess er heimilt ef á liggur að hringja heim til læknanna í vinnutíma þeirra, sem er frá kl. 8.00—17.00 daglega nema laugardaga frá kl. 8.00—12.00. Á öðrum tímum sólarhringsins og á helgidögum gegnir varðlæknir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.