Dagur - 11.12.1968, Side 8

Dagur - 11.12.1968, Side 8
8 Nokkrar bækiir Ægisútgáfimnar RAGNHILDUR er þýdd bók eftir Petra Flagestad Larsen og heitir á frummálinu: Jeg gjör som jeg vil, fjallar um góða stúlku, sem karlmenn elta á röndum, og hún velur að lokum svallara. Þá hefst baráttan milli siðgæðis og trúar annars vegar og freistinga og nautna hins veg 3i'- Benedikt Arnkelsson þýddi. Á skönsunum eftir Pál Hall- björnsson, er saga af Vestfjörð- um og gerist í sjávarþorpi. Hún fjallar um daglegt líf og Ufs- baráttu kjarnafólks og um ástir hinna ungu. Frásögnin er lif- andi, málfar sumra söguhetj- anna með sérstökum blæ. Ef- laust byggist sagan á sönnum atburðum. í orlofi — stuttar sögur eftir Bjartmar Guðmundsson alþingis mann frá Sandi er lítil bók, en í henni 10 sögur. Höfundurinn hefur áður birt sögur og frá- sagnir, og eru sögur hans frá yngri árum hér samankomnar í þessari bók, þó ekki allar. Kóngur vill sigla er 21. bók Þórunnar Elfu Magnúsdóttur og er því óþarft að kynna höfund- inn. En Dætur Reykjavíkur var hennar fyrsta bók. f þessari nýju bók segir frá Völu Valtýs- dóttur, afrekslund hennar, sem þó eru brestir í, og margþættri reynslu á framabraut. Ljós í róunni er ný bók Stef- áns Jónssonar fréttamanns og hafa fyrri bækur hans vakið bros á vör og verið ósvikinn skemmtilestur. Bókin, Ljós í ró- unni, kemur víða við og ber flest einkenni fyrri bóka hans, sex að tölu, sem hafa verið með- al þeirra, sem bezt hafa selzt hverju sinni. Dularfulli njósnarinn er eftir Kata í Ameríku, eftir Astrid Lindfren í þýðingu Jóninu Stein þórsdóttur, fjallar um ferðalög og ástarævintýri ungrar, sænskr ar stúlku. Gamansöm bók, prýdd teikningum Bjarna Jóns- sonar. Jón í Ólátagarði, eftir sama höfund og þýðanda, er mynda- bók með stórletruðum og létt- um sögutexta. Hentar vel yngstu lesendunum. Pipp fer á sjó er barnabók eftir Sid Roland og er fimmta bókin um músina. Jónina Stein þórsdóttir íslenzkaði, og er hún miðuð við 5—10 ára lesendur. Sálræn reynsla mín, er Fróða bók, eftir Astrid Gilmark í þýð- ingu Eiríks Sigurðssonar. í bók þessari segir höfundurinn frá reynslu sinni á dulrænum svið- um, en Astrid er bæði skyggn og gædd dulheyrn. Bók þessi er enn ein viðbót um dulræn efni, sem íslenzkir lesendur hafa keypt mjög á undanförnum ár- um og lesið sér til sálubótar. Vaskir menn, eftir Guðmund Guðna Guðmundsson, er Fróði gefur út, flytur 11 sagnaþætti, er fjalla um bjarndýrabana á Ströndum, hrefnudráp og refa- veiðar á Vestfjörðum, björgun BÓK með þessu nafni er ein af nýútkomnum bókum BOB, Ak- ureyri. Hún fjallar um njósnara frá brezku leyniþjónustunni, Greville Wynne að nafni, sem fór til Moskvu í verzlunar- erindum og til að vinna fyrir leyniþjónustuna. Hann vann einn af liðsforingjum rússnesku leyniþjónustunnar á sitt band og síðan störfuðu þeir saman og Ólöfu Jónsdóttur. Nafnið segir til um efni bókarinnar, að því viðbættu, að hér er um að ræða frásagnir af ungmennum og ætluð ungu fólki. Hart í stjór eru sjóferðasögur Júlíusar Júlíussonar skipstjóra, sem Ásgeir Jakobsson færði í letur. En Ásgeir er áður kunnur af bókum sínum, en sjálfur hef- ur hann reynslu af sjómennsku og ritar fjörlega um það efni. Þessi bók er saga sveitadrengs, sem með þrautseigju sigrar erfiðleikana og varð fyrsti ís- lenzki skipstjórinn á gufuskipi. Hart í stjór er sjómannabók en aðrir njóta hennar einnig vel. Stúlkan úr Svartaskógi er ný skáldsaga eftir Guðmund Frí- mann, sem haslaði sér völl, sem skáldsagnahöfundur 1962 og er þekktur bæði sem ljóðskáld og Guðmundur Frímann. úr sjávarháska, byltingu í sjáv- arútvegi og búskap í Þjórsár- hólma. Bókin er 235 blaðsíður og í henni nokkrar myndir. Frá- sögnin er lipur. Dásvefn og vaka, eftir Jónas Jónsson frá Hriflu er enn ein Fróða-bókin og ritar Árni Bjarnarson formála, sem jafn- framt eru kveðjuorð til höfund ar, sem lézt þegar bókin var í prentun. Ekki þarf að kynna höfundinn íslenzkum lesendum. Hann skrifar hér um listir, vís- indi, stjórnmál og menn og mál- efni af sinni kunnu snilld og 'hugsjónauði. Stúdentinn í Hvammi, eftir Bjarna úr firði, er síðari hluti allmikillar sögu, en fyrri hlut- inn kom út fyrir ári síðan. Undir titill bókarinnar er: Heimilin þrjú, þar sem þræðir sögunnar eru spunnir og ofnir. Fróði gefur út. Tilhugalíf heitir enn ein Fróða bók og er eftir Kristmann Guð- mundsson og er þetta ný skáld- saga hins kunna höfundar. Sag- an fjallar um tvær heimasætur í Reykjavík, spákonu o. fl. Ást- in er ekki utan gátta í þessari bók þótt sögulok komi nokkuð á óvart. Q sendu hinar þýðingarmestu upp lýsingar um hernaðarmál Rússa til Vesturveldanna. Hér er um að ræða eitt hinna furðulegustu njósnarmála síðari tíma. Bókin er spennandi, sem margar um slíkt efni. Þýðandi er Hersteinn Pálsson. Bók þessi er í fimm köflum, 245 blaðsíður að stærð. Q sagnaskáld. Bók hans fjallar um það fyrirbæri, er íslenzkir bænd ur réðu til sín erlendar stúlkur til bústarfa — og er það mikið söguefni —. Kreppan og hernámsárin eftir Halldór Pétursson segir frá kreppuárunum með atvinnu- leysi sult og seyru og svo her- námsárunum, sem var gullöld verkamanna. Og hér er það verkamaðurinn, Halldór Péturs son, sem segir frá. Dauðinn á skriðbeltum er eft- ir Sven Hazel, sama höfund og skrifaði fyrir nokkru, Hersveit hinna fordæmdu, er mjög var keypt. Dauðinn á skriðbeltum er frásögn um hermannalíf. Hún hefur verið prentuð 10 sinnum í Danmörku og bendir það til mikilla vinsælda. Systurnar eftir Denése Robins er ástarsaga. Höfundurinn hef- ur skrifað mikinn fjölda bóka og er því enginn viðvaningur. Óli Hermanns þýddi. Q Bókin um fullveldið: 1918 MEÐ fullveldistökunni 1. desem ber 1918 var upp runninn stærsti sigurdagur í sögu ís- lands, og í hugum þeirra manna, er lifðu hann, getur enginn dag- ur annar á hann skyggt. En einnig rak um þær mundir hver stórviðburðurinn annan, svo að allt lagðist á eina sveif um það að setja þennan dag sem allra eftirminnilegast á svið. Almenna bókafélagið sneri sér til Gísla Jónssonar menntaskólakennara og tók hann að sér að taka sam- an bók um fullveldið, sem nú er komin út. f 1918 er að sjálfsögðu full- veldismálinu og fullveldistök- unni gerð mest skil. Leiðir sú frásögn sitthvað í ljós, sem ekki hefur veið í hámælum, en kannski verður hún samt les- endunum ekki hvað sízt minnis stæð fyrir þá eldlegu ást á ætt- jörð og frelsi, sem auðkenndu hina svipmiklu forustumenn, hvar í flokki seim þeir stóðu. Og einlægni þessara ágætu manna verður við lesturinn furðueinsær. í riti sínu um Danska ríkisþingið segir Jörgen Steining svo frá, að þegar danski hluti sambandslaganefnd arinnar hafi á fundi með ís- lenzku nefndarmönnunum fall- izt á að taka upp í frumvarpið orðið suveræn (fullvalda), hafi „tárin komið fram í augun á hinum gamla bardagamanni, Bjarna frá Vogi. Hann þakkaði hrærður þessa viðurkenningu.“ Þannig mætti lengi telja. En bókin rekur einnig hina mörgu stórviðburði þessai'a daga, svo sem styrjaldarlok, eldgos úr Kötlu og drepsóttina miklu, sem nefnd var spánska veikin og flutti hvarvetna með sér geig- vænlegan harm og helstafi. Eldra fólki eru vitanlega slíkir atbui’ðir í fei'sku minni, en mið- aldra fólk og þaðan af yngra kann að vonum á þeim lítil skil. Höfundui'inn ritar hressilegan stíl, skilmei'kilegan og viðfelld- inn. Þó að hann í formála telji bók sína nánast alþýðlegt fræði- í'it „í ætt við blaðamennsku“, munu þeir fáir, sem ekki geta sótt til hennar markverðan fróð leik. Bókin er í stóru broti og 247 bls. að stærð. Þess utan eru myndir á 16 heilsíðum. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda og bundin í Sveinabókbandinu. Verð til félagsmanna í AB er kr. 435.00. Q BÆKUR FRÁ BÓKAÚTGÁFUNNIFRÓÐA Maðurinn Irá Moskvu Frumþætlir siðfræðinnar NÝ BÓK UM VANDAMÁL MANNLEGS LÍFS BÓKAVERZLUN Sigfúsar Ey- mundssonar hefur nýlega sent fi'á sér bók, sem fjallar á alþýð- legan hátt um vandamál mann- legs lífs og mannlegi'ar hegðun- ar. Nefnist hún Frumþættir sið- fræðinnar. Höfundurinn er norskur háskólakennai'i, Johan B. Hygen, en Jóhann Hannes- son prófessor hefur snúið bók- irmi á íslenzku. í formála fyrir bókinni kveðst höfundurinn hafa skrifað hana á þeirri forsendu, „að það hljóti að vei’a mögulegt að ræða sið- fræðileg viðfangsefni þvers yfir landamæx’i lífsskoðana.“ Er og auðséð, að höfundurixm gerir sér far um að láta hvergi bind- ast um skör fx-am af fræðileg- um kennisetningum, þó að hann FRÁ LEYNIFÉLAG- INU SJÖ SAMAN UM HEIM ALLAN kannast ung ir lesendur við Enid Blyton, sem tvímælalaust er langvinsælasti barna_ og unglingasagnahöfund ur í Bretlandi. Þar hafa bækur hennar verið prentaðar í tug- milljónum eintaka, og svipuð hefur sagan verið annarsstaðar. í fyrra kom út hjá Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar fyrsta sagan í bókaflokknum um Leynifélagið sjö saman. En nú er komin önnur bókin í sama flokki, ekki síður efnismikil og skemmtileg. Heitir hún Ævin- týri Leynifélagsins sjö saman, og hefur Elísabet Jónasdóttir þýtt hana. Hér er Leynifélagið sjö saman komið á slóð manns- ins, sem komst með dularfull- um hætti yfir hinn svimháa steinvegg umhverfis hefðarsetr- ið Milton Manor og rændi þar hinni dýrmætu perlufesti frúar- innar. — Þetta er spennandi saga. Bókin er 142 bls. að stærð, skemmtilega myndskreytt, prentuð í Víkingsprenti. Verð bókarinnar er kr. 182.75 með söluskatti. Q Séra Benjamín Kristjánsson. virðist hafa þær fullkomlega á valdi sínu. Hann fjallar um hin margþættu grundvallaratriði persónulegs og andlegs farnaðar í nútímasamfélagi af manneskju legum skilningi, og þannig hef- ur honum tekizt að „setja fram siðfræði, sem ekki er á alltof afmörkuðum grundvelli. Á tím- um mikils glundroða og öryggis leysis í lífsskoðun manna getur það varðað miklu að halda sið- ferðilegum línum hreinum,“ seg ir höfundurinn. En „siðferðileg þekking opn- ast aðeins þeim, sem er einlæg- ur í leit sinni,“ og hverjum slík- um manni hlýtur þessi bók að vera kærkomin. Hún tekur ekki aðeins til meðferðar hin al- mennu undjrstöðuatriði siðfræð innar, heldur ræðir hún einnig mörg hin alvarlegustu vanda- mál daglegs nútímalífs, svo sem áfengisnautn, neyzla deyfilyfja, fóstureyðingar o. s. frv. Bókin er 205 bls. Hún er prentuð í Prentsmiðjunni Odda og harðkápubundin í Sveina- bókbandinu. Verð hennar er kr. 252.60. Q Nvjasta bókin í Al- fræðisafni AB KOMIN er út tuttugasta bókin og hin næstsíðasta í Alfræða- safni AB. Heitir hún Orkan, og er höfundur hennar Mitchell Wilson. Páll Theódórsson eðlis- fræðingur hefur þýtt bókina á íslenzku og skrifar hann jafn- framt formála fyrir henni. Eins og nafn bókarinnar bend ir til fjallar hún um það þekk- ingarsvið, sem með hverri líð- andi stund knýr æ fastar á mannlegt framtak, hugvit — og samvizku. Og samt er orkuhug- takið í raun ekki eldra en fjög- ur hundruð ára. En „enginn þátt ur í sögu vísindanna er jafn- áhrifamikill og saga hinna marg slungnu rannsókna, sem leiddu til fulls skilnings á eðli orkunn- ar og til hagnýtingar hennar.“ Menn getur vissulega furðað á því, hversu mannkynið varð seint til að átta sig á lögmálum hinna ýmsu orkumynda og hag- nýta sér þær. En þeim mun öt'- ari og stórkostlegri hefur þróun in orðið á þessu sviði á vorum dögum — öld kjarnorkunnar. Allt að einu kallar vaxandi orku nýting á enn stórstígari að- gerðir. Orkan er 200 bls. og prýdd miklum sæg mynda, einkum lit mynda, sem eru að sama skapi sjaldgæflega fagrar sem þær hafa mikinn fróðleik að geyma. Prentsmiðjan Oddi hefur annazt setningu og umbrot bókartext- ans, en sjálf er hún prentuð og bundin í Hollandi. Verð er hið sama og verið hefur á bókum Alfræðasafnsins kr. 350.00. Q Tvær BOB-bækur EYFIRÐINGABÓK, sögur frá umliðnum öldum, I. bindi, er komið út. Höfunduíinn er séra Benjamín Kristjánsson. í þessu fyrsta bindi eru þættir um: Upp haf helgistaðar á Munkaþverá, Hvar var Jón Arason fæddur?, íslands djarfasti sonur, Jóhanna fagra, Ólafur timburmeistari á Grund, Brúðkaupið á Stóruborg og þáttur af Eggert Gunnars- syni. Höfundur hefur flutt suma þessa þætti í útvarp og þóttu þeir í senn mjög fróðlegir og skemmtilegir. í álögum heitir önnur BOB- bókin og er eftir Magneu frá Kleifum og er ástarsaga, ekki flókin í sniðum, en af þeirri gerð, sem mörgum veitir góða dægradvöl. □

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.