Dagur - 22.01.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 22.01.1969, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIOJAN SJÖFN LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 22. janúar 1962 — 3. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstrælj 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING NÝR FORSETS BÁNDARÍKJANNA HINN 20. janúar sór Richard M. Nixon, 37. forseti Banda- ríkjanna, embættiseið sinn í Washington og tók við embætti af Lyndon B. Johnson forseta, sem dró sig nú í hlé. Mikil hátíðahöld fóru fram í sambandi við forsetaskiptin. Um tvær milljónir manna söfn uðust við breiðgötuna milli þing hússins og Hvíta hússins og fögnuðu Nixon. Forsetaembætti Bandaríkjanna er eitt hið mikil vægasta í heimi og því er þess vænst í öllum löndum, að það sé vel skipað. □ Ríkisstjómin lofar bót og betr- un í atyinnumálum Á FÖSTUDAGINN rituðu full- trúar ASÍ, vinnuveitenda og ríkisstjórnin undir samkomu- lag um aðgerðir í atvinnumál- um. í því samkomulagi lofar ríkis stjórnin að beita sér fyrir lán- töku eða öflun fjármagns til at- vinnuaukningar í landinu. En svipaða upphæð vildu stjórnar- flokkarnir ekki fallast á að afla í sama tilgangi fyrir jól. Settar verði á stofn atvinnu- málanefndir í kjördæmunum, í hverri þeirra 3 fulltrúar frá ASÍ, 3 frá vinnuveitendum og 2 frá ríkisstjóminni. Auk þess verði skipuð 9 manna atvinnu- málanefnd ríkisins. Gerðar verði ráðstafanir til að efla Byggingalánasjóð ríkisins. Þá var samþykkt, að iðnaðinum bæri meiri rekstrarlán. Samkomulag þetta felur ekki í sér neina lausn á kjaramálum verkafólks eða annarra laun- þega. Hins vegar felur það í sér viðurkenningu stjórnarvalda á ýmsum atriðum, sem þau hafa neitað áður að styðja og kallað ljótum nöfnum. Eins og áður segir, fjallaði samkomulagið ekki um kaup og kjör. Og því miður er vinnu- friðurinn valtur, og verkfalls- aldan er skollin yfir. Vélstjórar eru komnir í verkfall, í kjöl- farið komu aðrir yfirmenn á skipum, og síðan boðuðu flest sjómánnafélög landsins vinnu- stöðvanir, sem nú eru að koma til framkvæmda. □ GAGNRYNENDUR dagblaða í Reykjavík veita verðlaun, Silf- urhestinn, fyrir beztu bók árs- ins. Verðlaunin veittu þeir að þessu sinni í Bændahöllinni, og hlaut þau Halldór Laxness fyr- ir bók sína Kristnihald undir Jökli. Eiríkur Hreinn Finnboga son afhenti þau f. h. gagnrýn- enda, með ræðu og Laxness mælti einnig nokkur þakkar- orð, og var atburði þessum sjón varpað. Silfurhestinn gerir ár hvert Jóhannes Jóhannesson og hver verðlaunagripur er sjálfstætt verk og engir tveir þessara myndarlegu verðlaunagripa eru eins. □ kvæmdír á Akureyri 1958 Yfirlil yfir byggingafram- TÖLUR í sviga eru sambæri- legar tölur frá árinu 1967. íbuðarhús: Hafin var bygging 52 (14) íbúðarhúsa með 72 (79) íbúð- um á sl. ári. Skráð voru 26 (42) fullgerð hús með 42 (106) íbúð- um. Fokheld voru 66 (44) hús með 133 (62) íbúðum og 17 (19) hús með 18 (76) íbúðum voru skemmra á veg komin. Á sl. ári voru samtals 109 (105) íbúðar- hús með 193 (244) íbúðum í byggingu. Akureyrartogararnir KALDBAKUR landaði 66.6 tonnum fiskjar 13. og 14. jan. Fór á veiðar sl. föstudag. SVALBAKUR er nú í Reykja vík vegna vélarbilunar. HARÐBAKUR landaði 16. þ. m. 30—40 tonnum í Vest- mannaeyjum og er nú á veið- um. SLÉTTBAKUR seldi 152 tonn í Grimsby 15. þ. m. fyrir 14689 pund og fór á veiðar í gær. □ Fundur á Akureyri um atvinnumálin SAMBAND ungra Framsóknar manna efnir til ráðstefnu um atvinnumál að Hótel Varðborg, Akureyri, sunnudaginn 2. febr. Nánar auglýst í næsta blaði. □ Verður þriðja skip Einiskipafé- lags Islands smiðað á Akureyri? Ýmsar byggingar: Af ýmsum húsum, sem skráð voru fullgerð á árinu, má t. d. nefna Lögreglustöð við Þórunn arstræti, Amtsbókasafnið við Brekkugötu, hús Plasteinangr- unar h.f. við Óseyri, verkstæðis byggingar við Slippstöðina og þvottahús Fjórðungssjúkrahúss ins. Fokheldar voru t. d. Iðnskól- inn við Þingvallastræti, Raun- vísindadeild Menntaskólans og vistheimilið Sólborg, sem Styrktarfélag vangefinna bygg- ir. Þá voru og gerðar ýmsar breytingar og viðbyggingar við ýmis hús og bifreiðageymslur byggðar. Akureyri, 20. janúar 1969, Jón Geir Ágústsson. Iðnskólahúsið nýja á Akureyri. EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur samið um smíði tveggja skipa í Danmörku. Athugun fer fram á því, hvort þriðja skipið verði smíðað hér á landi, og þá e. t. v. á Akureyri. í fréttatilkynningu Eimskipafélagsins segir svo: „Eimskipafélag íslands hefir nú um 8 mánaða skeið leitað tilboða um smíði tveggja til þriggja skipa að stærð 3600/3800 Dw-tonn. Fóru útboð um hendur norska miðlara fyrir tækisins R. S. Platou A/S í Osló. Var Eimskipafélaginu nauðsynlegt að fá þessi skip byggð sem allra fyrst og eigi síðar en á árinu 1970. Eftir að framkomin tilboð höfðu verið gaumgæfilega metin, kom í ljós að hagkvæmustu tilboðin bár- ust frá Aalborg Værft A/S í Álaborg um verð, afhendingar- tíma og greiðsluskilmála. Engr- ar ábyrgðar, hvorki íslenzkra banka eða ríkissjóðs var kraf- izt. Var því samþykkt að áskildu leyfi íslenzkra stjórn- valda að taka tilboði frá þessari skijjasmíðastöð um smíði tveggja skipa. Þess má geta, að Aalborg Værft hefir byggt 10 skip fyrir íslendinga, 4 fyrir Eimskipafélagið, 3 fyrir Land- helgisgæzluna, 2 fyrir Skipaút- gerð ríkisins og eitt fyrir H.F. Skallagrím í Borgarnesi. Eftir að sannreynt var, að engin íslenzk skipasmíðastöð gæti byggt þessi skip á framan- greindum tíma, veitti íslenzka ríkisstjórnin sarnþykki sitt til samninga við skipasmíðastöðina í Álaborg, og var það staðfest (Framhald á blaðsíðu 4) (Ljósm.: E. D.) EITURLYF SVÍAR, Norðmenn og Danir standa frammi fyrir því vandamáli, að á undanförn- um misserum hafa þúsundir ungmenna í hverju þessara Ianda orðið eiturlyfjaneyt- endur. Herferðir á hendur eitur- lyfjasmyglurum liefur borið mikinn árangur, en þó fjölg- ar þeim stöðugt, sem ánetj- ast hinum háskalegu lyfjum. Og nú þegar er Ijóst, að sam félagið verður síðar að sjá mörgu þessu fólki forborða á einn eða annan hátt. Líklegt er, að sama hætta sé yfirvofandi hér á landi, ef yfirvöld og almenningur halda ekki vöku sinni. □ k -------------- i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.