Dagur - 22.01.1969, Blaðsíða 7
7
Glapsýn - eða hvað?
SUMIR SEGJA, að það séu
hugarórar að tala um áfengis-
laust samfélag. Markmiðið
verði að vera samfélag án
áfengisböls. Hið síðarnefnda er
þó engu síður fjarstæðukennt,
sé rétt á litið. Sé þetta nánar
ígrundað, hlýtur niðurstaðan að
verða sú, að hin fjarlægu hug-
sjóna-markmið nást ekki nema
í áföngum eða aðeins að ein-
hverju leyti. Svo er t. d. um
allar framfarir á sviði heilbrigð
ismála. Markmiðið þar er að
útrýma öllum sjúkdómum, eins
þótt spurningin sé augljós,
hvort unnt sé að ná því marki.
Áform kristindómsins er að ná
til allra, þótt allir viti að margir
muni alltaf sniðganga hann.
Sameiginlegt um allar athafnir
manna og áhugamál í öllum
myndum er þetta: Hugsjón sem
að er keppt, markmið sem leit-
ast er við að ná, — en sem næst
ekki nema að einhverju leyti.
Oft hefur það gerzt, að ýmsir
hafi vanmetið og' ófrægt slík
hugsjóna-markmið. Menn
skvaldra um, hve óheppilegt
það sé, jafnvel skaðlegt að gefa
sig á vald einhverjum hugarór-
um eða glapsýnum eins og
bindindisstarfsemin er oft
nefnd.
Glapsýn? Af öllu því, sem
hugsað er og sagt aðlútandi
áfengisvandamáli þjóðarinnar,
er afstaða bindindismanna hin
raunhæfasta og minnst hugar-
órakennd. Við teljum algert
bindindi öruggustu leiðina til
að útiloka allt tjón af áfangis-
neyzlu. Er slíkt hugarórar? Við
kennum að hið eina bjargráð
drykkjumannsins sé algert
bindindi. Er það glapsýn?
Þeir sem halda fram hóf-
drykkjunni, hánga sannarlega
fremur í hugarórum. Þeir segja,
að menn sem gæddir séu viss-
um skapgerðarþroska hætti er
þeir hafi fengið eitt eða tvö
staup ..., börnum og unglingum
eigi að „kenna“ á heimilunum
að fara með áfengi... Allt sem
þessir menn leggja til málanna
eru haldlausar og ruglingslegar
ályktanir, eintómar ágizkanir
og hugarórar. Þeir vita mjög
vel ð þessar tillögur þeirra
veita alls ekki neina vöi*n gegn
skaðsemdum áfengisneyzlunn-
ar. Já, en kröfur bindindis-
manna eru ekki framkvæman-
legar, segja þeir. Jú, sannarlega
eru þær framkvæmanlegar. Það
er einmitt munurinn á tillögum
okkar og hófsemdarhugmynd-
inni sem teflt er fram gegn
þeim.
Við erum nokkrar þúsundir,
nokkrar tugþúsundir, á íslandi,
sem temjum okkur algert bind-
indi. Við leiðum ekki yfir okk-
ur neins konar tjón af áfengis-
neyzlu. Við gerumst ekki sekir
um ölvun við akstur. Við iðk-
um og gerum að raunveruleika
dag hvern þau sannindi, að al-
gert bindindi hafi mesta yfir-
burði til lausnar áfangisvanda-
(Framhald af blaðsíðu 8).
handa öðrum ættlið á hvítar
dætur gráu hrútanna, ljósgráa
hrúta á þriðja ættlið, og víxla
alltaf á ljósgráum og svörtum
hrútum. Árangurinn verður sá,
að með þessu móti verður ann-
aðhvort lamb fallega grátt en
hitt hvítt. Þá hefur það gerzt,
að mórauða ullin er nú verð-
meiri en önnur ull. Álafoss
greiðir 50% hærra verð fyrir
hana nú. Það er mjög einfalt að
rækta mórautt fé. Ut af mó-
rauðum ám og mórauðum hrút
kemur aðeins mórautt, stund-
um þó móflekkótt. Hins vegar
gefur það mjög lítinn árangur
að nota mórauðann hrút handa
hvítum.
Hvíta féð er allt frá því að
vera kolgult upp í það að vera
skjannahvítt. Tilraunir, sem
hófust 1861, með að hreinrækta
alhvítt fé, hefur heppnazt vel
og sýna, að það er auðvelt að
rækta alveg hvíían fjárstofn,
sem eingöngu gefur hreinhvíta
málinu. Slíkt gildir alls ekki um
neina hópa þeirra manna, sem
hófsemdargrillunni hampa. Allt
of oft reynist í framkvæmd
erfitt að draga línuna milli hóf-
semdar og óhófs, hin góðu
áform reynast oft haldlítil gagn
vart drykkjusiðunum. Hósemd
araðferðin í þessum efnum er
hættuleg sökum þess, að hún
sniðgengur og strikar út þau
sannindi, að öll áfengisneyzla, í
hvaða mynd sem er, felur í sér
hættu, t. d. athafnir í ógáti og
að ánetjast venjunni.
Að ætla að sigrast á áfengis-
bölinu án þess að sleppa
drykkjusiðunum og þeirri
„stemningu" sem þeir veita á
ýmsan hátt — það er jafnt frá
einstaklings- og samfélagssjón-
armiði hinh’ háskalegustu hug-
arórar.
(Grein þessi, sem er þýdd úr
norsku, birtist í BFO-blaðinu.
Er hér örlítið breytt og stytt).
Bindindisfélag ökumanna.
ull og gærur á lömbunum. Til-
raunir þessar hafa verið gerðar
á Hólum í Hjaltadal, Reykhól-
um, Skriðuklaustri og Hvann-
eyri. Enn hefur það ekki komið
fram, að féð hafi tapað öðrum
góðum eiginleikum, við það að
vera hrienræktað hvítt, sagði
frummælandi.
Bændur telja sig ekki hafa
hagnað af því ennþá að rækta
hreinhvítt fé. En ég held það sé
tímaspursmál. Nú þegar eru
hvítu gærurnar eftirsóttar og
seljast vel, loðsútaðar, úr landi.
Og ullarverksmiðjurnar leggja
kapp á að fá hreinhvíta ull. En
ennþá er ekki kominn neinn
ullarflokkur af hinni virkilegu
hvítu ull og verðmunur því
enginn. Þetta hlýtur að breyt-
ast þegar verðmætisaukningin
er komin ótvírætt í Ijós.
Það er alveg lífsnauðsyn fyrir
bændur, að framleiða verðmæt
ari vörur en nú, sé þess nokkur
kostur. í sæmilegu árferði geta
þeir framleitt miklu meira en á
þessu ári. Þá auknu framleiðslu
þarf að flytja út í vaxandi mæli
og hún þarf að vera verðmætari
en nú, til að standa undir kostn
aði. Landið vantar útflutning
verðmætra vara til gjaldeyris-
sköpunar, það vantar atvinnu í
landinu. Umfangsmikill iðnaður
ullar og skinna vinnur ekki að-
eins í rétta átt hvað þetta snert
ir, heldur veitir þetta einnig
bændunum það atvinnulega
öryggi, sem nauðsynlegt er. í
þessu efni fara hagsmunir
margra saman og hér skal sér-
staklega á það bent, að stór-
iðnaður úr ull og gærum trygg-
ir tilverurétt fjárbænda og
þetta skapar jafnframt festu í
iðnaðarmálum.
Til gamans má geta þess, í
sambandi við verð á vörum, að
minjagripaverzlun í Reykjavík
selur gærur á 1300 kr. stk. Loð-
sútaðar gærur eru seldar úr
landi á 7 dollara stk. íslenzkar
lopapeysur eru seldar á 50 doll
ara út úr búð í Bandaríkjunum.
Þá er ullarreifið komið í fimm
þúsund krónur! Þetta eru topp-
tölur og lítið af framleiðslunni
selst á þessu verði. En hve stór
um hluta er hægt að koma í
álíka verð? Það er hin brenn-
andi spurning.
Ræðumaður sýndi litskugga-
myndir til skýringar máli sínu.
Fundinn sóttu nær 100 manns
og að framsöguræðu lokinni
hófust umræður og tóku mjög
margir þátt í þeim. Fundar-
stjóri var Jón Hjálmarsson.
Þessi fundur var með ágætum.
s
I
1
1
I
t
FRA STJORN ELLI- OG DVALARHEIMIL- ©
ISINS 1 SK JA LDA R VÍK. f
í tilefni jólahdtiðarinnar barst vistfólki fjöldi
góðra gjafa ogýmsir einstaklingar og hópar komu
og skemmtu, vistfólki til mikillar ánœgju og
dœgrastytlingar. Stjórn elliheimilisins fœrir öll-
um þeim sem að þessu hafa unnið, alúðarþakkir
fyrir fórnfúst og göfugt starf i þágu vistfólks og
stofnunar.
é
±
f
|
¥
FINNUR JÓNATANSSON,
Reykjum, Fnjóskadal,
sem andaðist í Kristneshæli 16. janúar s.l. verður
jarðsunginn að Illugastöðum fimmtudaginn 23.
janúar kl. 1 e. h.
Vandamenn.
Móðir okkar
LILJA HALLGRÍMSDÓTTIR
frá Stóragerði, Hörgárdal,
sem andaðist 15. janúar s.l. verður jarðsungin
miðvikudaginn 22. þ. m.
Athöfnin fer fram frá Akureyrarkirkju og hefst
kl. 1 e. h. — en jarðsett verður í Bægisárkirkju-
garði.
Fyrr hönd aðstandenda.
Börnin.
- RÆTT UM ULLINA A BÆNDAKLÍJBBSFUNDI
I.O.O.F. — 1501248V2
I.O.O.F. Kb. 2 — 1171228V> —
□ RÚN 59691227 — 1 Atkv.
ÆSKULÝÐSMESSA verður í
Akureyrarkirkju n. k. sunnu
dag kl. 2 e. h. Sungið verður
úr „Ungu kirkjunni“ eftirfar-
andi 11 — 46 — 31 — 8 — 6.
Ungmenni aðstoða við mess-
una. Þess er sérstaklega
vænst að fermingarböm og
ástvinir þeirra mæti. — Sókn
arprestar.
MESSAÐ verður að Svalbarði
n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Eftir
messu verður áður auglýstur
safnaðarfundur. Að afloknum
safnaðarfundi verður haldinn
Æskulýðsfélagsfundur í sam-
komuhúsinu. — Sóknarprest-
MÖÐRU V ALL AKL AUSTURS -
PRESTAKALL. Barnaguðs-
þjónusta verður að Bægisá
n. k. sunnudag kl. 2 e. h. —
Sóknarprestur.
Æ.S.K. Stúlknadeild.
Fundur verður í kvöld
(miðvikudagskvöld)
kl. 8. — Fundarefni:
Helgistund, skemmtiefni,
kvikmynd og veitingar. —
Stjórnin.
Æ.S.K. Aðaldeild. Fundur verð
ur n. k. fimmtudagskvöld kl.
8. — Fundarefni: Helgistund,
skemmtiatriði og veitingar.
Meðal skemmtiatriða verður
það, að svissneski skiptinem-
inn sýnir skuggamyndir og
segir frá heimalandi sínu. —
Stjómin.
LIONSKLUBBUR
KUREYRAR
^ Fundur í Sjálfstæðishús
inu fimmtudaginn 23.
jan. kl. 12.
SUNNUDAGASKÓLI Glerár-
hverfi í skólahúsinu kl. 1.15
e. h. á sunnudag. Oll börn
velkomin.
SUNNUDAGASKÓLI Akur-
eyrarkirkju er á sunnudag-
inn kl. 10.30 f. h. bæði í kap-
ellu og kirkju. — Sóknar-
prestar.
FRAMLÖG vegna læknisað-
gerðar Ragnars Ármannsson-
ar. N. N. 500 kr., Þorsteinn
og Valur 500 kr., N. N. 500
kr., S. G. 100 kr. Beztu þakk-
ir. — Birgir Snæbjörnsson.
ANNAÐ spilakvöld
Sjálfsbjargar verður
að Bjargi fimmtudag-
inn 23. þ. m. kl. 8.30
a. h.
SLYSAVARNAKONUR eru
beðnar að baka heima fyrir
kaffisöluna á fjáröflunardag-
inn, eins og í fyrra. Hafið
samband við Guðbjörgu Sig-
urgeirsdóttur, sími 1-11-52.
SLYSAVARNAKONUR! Fjár-
öflunardagurinn verður 2.
febrúar. Konur eru beðnar
að skila bazarmunum til eftir
talinna kvenna: Guðlaug
J ónasdóttir, Glerárgötu 18,
Auður Sigurpálsdóttir, Ránar
götu 28, Verzl. Markaðurinn,
Hafnarstræti 106, Sigríður
Garðarsdóttir, Aðalstræti 74,
Lína Þorkelsdóttir, Vana-
byggð 15, Sesselja Eldjárn,
Þingvallastræti 10 og Krist-
rún Finnsdóttir, Ásvegi 14.
VESTFIRÐINGAR, Akureyri!
Veitið athygli auglýsingu um
Sólarkaffi Vestfirðingafélags-
ins n. k. laugardag.
VINNINGAR í happdrætti
Styrktarfélags vangefinna
1968: G-2221 — A-503 —
G-1239. — Birt án ábyrgðar.
BRÚÐHJÓN. Þann 18. janúar
voru gefin saman í hjónaband
brúðhjónin ungfrú Jóna Sig-
urðardóttir frá Hrauni og
Guðbjörn Albert Tryggvason
ketil- og plötusmiður frá
Krónustöðum. Heimili þeirra
er að Bjarmastíg 3, Akureyri.
HJÓNAEFNI. Á aðfangadag
jóla opinberuðu trúlofun sína
Guðrún Bryndís Björnsdóttir,
Holtagötu 4, Ak. og Halldór
Pétursson rafvuki, Glerár-
eyrum 2, Ak.
I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99.
Fundur fimmtudaginn 23.
jan. n. k. kl. 21 í Alþýðuhús-
inu. Fundarefni: Inntaka
nýrra félaga. Önnur mál. Hag
nefndaratriði. — Æ.t.
FRÁ SJÁLFSBJÖRG-
Félagsfundur verður
haldinn sunnudaginn
26. jan. kl. 2 e. h. í
Bjargi. Fjölmennið. —•
Stjórnin.
MINNINGARSPJÖLD kvenfé-
lagsins Hlífar. Öllum ágóða
varið til fegrunar við bama-
heimilið Pálmholt. Spjöldin
fást í Bókabúðinni Huld og
hjá Laufeyju Sigurðardóttur
Hlíðargötu 3.
MUNH), að minningarspjöld
Sólborgar (Styrktarfélags
vangefinna á Akureyri) fást
í Hafnarstræti 94 (bókav.
Bókval) og Lönguhlíð 2
(bókav. Fagrahlíð).
SKOTFÉLAGAR. Æfing á föstu
daginn kl. 8.15 til 9.15. Ath.
breyttan æfingatíma.
Til sölu: Pedegree
BARNAVAGN.
Vil kaupa notaða
BARNAKERRU.
Uppl. í síma 1-27-16.
STÓRT HERBERGI
til leigu á Ytri-Brekk-
unni.
Uppl. í síma 1-19-55, eft-
ir hádegi.
TIL SÖLU:
Fjöguna herbergja íbúð
í Þórunnarsræti.
Stórt einbýlishús á Syðri"
Brekkunni.
Einbýlishús í Oddeyrar-
götu.
Freyr Ófeigsson, hdl.,
sími 2-13-89.
LEIKFÉLAG AKUR-
EYRAR
heldur almennan félags-
fund í leikhúskjallaran-
um n.k. fimmtudag 23.
jr. m. kl. 9 e. h.
Áríðandi að félagar
rnæti.
Stjómin.
mmmm
E. D.