Dagur - 29.01.1969, Blaðsíða 4

Dagur - 29.01.1969, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Leiður nágranni ÍSLAND liggur á krossgötum vinda og strauma. Loftslag er hlýrra en hnattstaðan bendir til vegna Golf- straumsins, sem beizt að landinu sunnanverðu. En hinn nístingskaldi Pólstraumur er einnig álirifamikill. Hinar miklu hafísbreiður norðurs- ins eru jafnan skammt undan, en það er á valdi vinda og strauma hve ágengur liann verður við strenduil landsins. Þorvaldur Thoroddsen safnaði fyrstur manna heimildum um hafís yfir langt tímabil. Nú stendur yfir í Reykjavík vísindaleg ráðstefna um hafís, þar sem veðurfræðingar, haf- fræðingar, jarðfræðingar o. fl. flytja erindi, er síðar verða gefin út hjá AB. Ætla má, að á ráðstefnu þessari verði fluttur sá fróðleikur, sem yfir- leitt er nú til um hafísinn. í fram- haldi af henni ætti að verða auðveld- ara, að samræma og auka rannsóknir á „hinum forna fjanda“ og þessum duttlungafulla og kalda nágranna. Á fimmta áratug var áhugi lítill í þessu máli þ. e. á hlýindatímabilinu frá 1920 eða þar um bil til allra síð- ustu ára. Nú er loftslag kólnandi og hafísinn hefur gert sig heimakominn á ný, með þeirri vé, sem hann veldur. Þegar haft er í huga, að á tímabil- inu 1800—1900 var einhver ís við land í 79 ár, þar af 51 ár landfastui^ og 16 ár landfastur ís 3 mánuði eða lengur, má ljóst vera, að rannsóknir á hafís eru íslendingum nauðsynleg viðfangsefni, því að áliti veðurfræð- inga getum við vart vænst þess, að hlýindatímabil það, sem við höfum búið við undanfama áratugi, sé var- anleg veðurfarsbreyting. í bjartsýni sinni var því slegið föstu af mörgum fyrir fáum árum, að tækni okkar tíma mundi hindra mestu erfiðleika af ísaárum, ef þau kæmu á ný. Þetta er því miður fjar- stæða. Eins og er, eru engin flutn- ingatæki til í okkar landi, sem kom- ið geta í stað þungaflutninga á sjó, nema að litlu leyti. Og á mörgum sviðum er þjóðin vert undir það búin að mæta ísaárum en fyrrum, vegna þess hve nú er treyst mikið á innflutning, svo sem olíur og fóður- vörur. f byrjun þessa árs voru lands- menn þó betur búnir, hvað birgðir ýmsra nauðsynja snerti, til að mæta hörðum vetri og siglingateppu eri fyrir ári síðan og ber að fagna því. En minnug þess, að síðustu daga og vikur hefur hafísinn ógnað sigling- um við íslandsstrendur, er ánægju- legt að vita, að margir kunnáttu- menn hafa nú tekið höndum saman til rannsókna á hafís, sem gera mun þennan leiða nágranna hættutninni. Fóðurblöndunarstöð er knýjandi nauðsyn segir Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri í viðtali við Dag um kjarnfóðurverzlunina o. fl INNFLUTTAR komvöruteg- undir eru meðal þýðingarmestu rekstrarvara bænda til búvöru- framleiðslunnar, í okkar kom- snauða landi. Félagssamtök bænda og samvinnumanna hafa annazt þennan innflutning að stærstum hluta. Nú eru þessi kornvöru- eða kjarnfóðurkaup mjög á dagskrá meðal bænd- anna viða um land, einkum af tveim ástæðum. Unnið er að undirbúningi að gjörbreyttu skipulagi á innflutningi kjam- fóðurs og að koma upp fóður- blöndunarstöðvum. í öðru lagi hafa heildsalar látið töluvert að sér kveða í innflutningi og sölu kjarnfóðurs og hafa margir bændur kosið að skipta við þá. Til þess að gefa hugmynd um magn þessara vara, mun KEA hafa selt bændum á félagssvæði sínu um fimm þús. tonn árlega, auk annarra aðila. Mjólkurfram leiðendur nota langmestan hluta kjarnfóðursins og þar af um 90% af þeirri fóðurblöndu, sem hér er sett saman á staðn- um og er löng reynsla af. Nú hefur sú norðlenzka frétt verið birt í sunnanblaði, að bændur við Eyjafjörð séu nú að flytja inn danskar fóðurvörur og fái þær með mun betri kjör- um með hjálp heildsala en KEA geti veitt. Þessi innflutningur er þegar hafinn og búist við áframhaldi. Blaðið snéri sér til Jakobs Frímannssonar kaupfélags- stjóra á Akureyri til að heyra álit hans á kjarnfóðurmálunum á breiðari grundvelli og fer það samtal hér á eftir. Vinnur KEA að því að koma upp kornmölun og fóðurbirgða- stöð? Já, unnið hefur verið að því í hálft annað ár, að fá áætlanir FRÉTT með þessari fyrirsögn er í „Degi“ 15. þ. m. byggð á viðtali við rafveitustjórann á Akureyri, 14. þ. m. Fréttin hefst á þessum orðum: „Enn eru miklar klakastiflur í Laxá og eru þær víða í Laxárdalnum, allt frá „Soginu“ og alla leið upp að Auðnum.“ Ég tel að hér sé ekki rétt skýrt frá ástandi Laxár á umræddum kafla. Saga árinnar á áður umgetn- um kafla frá miðjum desember til miðs janúar er þessi: Ána leggur frá Soginu, og hér suður á móts við Kasthvamm frá 17. des. og fram að jólum í skörp- um frostum en lítilli snjókomu. Á þessum kafla er áin breiðust hér í dalnum, og straumlítil, einkum Birningsstaðaflóinn, sem byrjar sunnan við Sogið, og leggur ána oft við þessar að- stæður á þessum parti. Að sjálf sögðu var þetta þunnur ís. Um áramótin koma lítilsháttar þíð- viðri, og koma smá álar og göt á ísinn, sem strax frusu saman þegar kólnaði. 3. jan. kólnaði, og 4. jan. var hér allhvöss norð- anátt með lítilli snjókomu og um 10 stiga frosti, yfir daginn, en orðin 14 stig um kvöldið og var mikil krapamyndun í ánni, og smá þjappaðist krapið sam- an um daginn, og næstu daga og fraus jafnóðum, og þá kom- inn ís á ána suður að Auðnum. Engin hlaup komu, og hækkaði áin lítið, eða um 1—1.5 m., þ. e. í bakkahæð, og rúmlega það, um fullkomna og sjálfvirka fóðurblöndunarstöð hér á Akur eyri og kornmölun. Endanleg tilboð um vélar og teikningar komu til okkar í september sl. Þá hugsuðum við okkur að hefja framkvæmdir. En svo kom gengisfellingin og við gát- um hvergi fengið lánsfé. Vegna gengisfellingarinnar hækkuðu hinar erlendu vélar svo stór- kostlega, að við sáum okkur ekki fært að hefja framkvæmd- ir fyrir áramótin. Við losuðum húsnæði, þar sem þessu er ætl- aður staður (þar sem áður var Plastverksmiðjan) og við hefj- um framkvæmdir jafn skjótt og við höfum fjármagn til þess. Hin alkunna lánsfjárkreppa hef ur tafið okkur í þessu efni. En okkar aðal fjárfestingarfram- kvæmdir á þessu ári eru í þess- ari fyrirhuguðu fóðurblöndunar stöð og stórgripasláturhúsinu. Síðarnefnda framkvæmdin kost ar 5—6 millj. kr. og við vorum búnir að fá loforð um lán en það hefur brugðizt til þessa. Þar liggja því einnig niðri fram- kvæmdir vegna lánsfjárskorts. En útflutningur á miklu magni nautgripakjöts byggist á því, að við komum upp þessu slátur- húsi. Hvað kostar fóðurblöndunar- stöð? Eftir gengisfellinguna þurf- um við 6—-8 milljónir kr. til að koma henni upp. Þá er miðað við, að kornið sé flutt inn ómal- að og laust í skipslest, það flutt með dælu í korngeyma í landi og síðan malað í fóðurblöndur. Lækkar þá kjamfóðurverðið? Samkvæmt útreikningum eiga fóðurblöndur okkar þá að lækka um 6—800 kr. tonnið. Er þá miðað við samskonar fóður- blöndur og við höfum haft. þrýsti krapi á nokkrum stöðum upp á bakkana, en rann sjálf í sínum farvegi imdir ísnum. Sem sagt, aðstæður voru eins hagstæðar og þær gátu verið á þessum parti árinnar. Frá ísbrúninni og upp að Mý vatni eru yfir 20 km. Þar var áin auð, enda leggur hana þar ekki nema í aftaka hríðum, og þó aldrei alla, og ís stendur þar yfirleitt ekki nema stuttan tíma nema í því meiri frosthörkum eins og t. d. 1918. Dagana 12., 13. og 14. jan. voru hér mikil frost, frá 11—20 stig, snjókoma ekki mikil en renndi þó tölu- vert og fór þá krapið að þéttast, en rótaði ekki ísnum sem kom- inn var. Svo kom 15. jan. með öskustórhríð og 14—16 stiga frosti, þá rennir mjög mikið í ána, auk þess sem hvassviðrið stóð á móti straumnum. Krapa- myndun er því geisileg. Afleið- ingar voru eins og öllum lands- mönnum eru kunnar að orku- vinnsla Laxárvirkjunar minnk- aði og þurfti að grípa til raf- magnsskömmtunar, þó ekki stórvægilegrar. Að ekki fór ver, var að þakka því að Laxá lá undir traustum ísi á þeim kafla, sem taldar voru í henni „klaka- stíflur“. Þetta vildi ég leiðrétta, en undrast jafnframt yfir ónákvæmni í fréttaflutningi af ástandi Laxár á þessum tíma. 20. jan. 1969, Gunnl. Tr. Gimnarsson. Hvað um dönsku fóðurblönd- urnar, sem nú eru svo mjög á dagskrá? Við höfum kosið að halda okkur við innlendu fóðurblönd- una og höfum ekki viljað skipta á okkar A-blöndu og hinni dönsku, þrátt fyrir ofurlítinn verðmun. í okkar fóðurblöndu er stórgripabeinamjöl og fiski- mjöl, sem eru innlend efni, allt að 12%. Vegna gengisfellingar töpuðum við á aðra milljón á einni sendingu fóðurvara 1967, sem við töldum okkur skylt að flytja inn og eiga sem birgðir og urðum fyrir svipuðum skakkaföllum á síðasta ári vegna gengisbreytinga. Ymsir aðrir innflytjendur hafa önnur sjónarmið en við, hvað snertir birgðamál vegna hafíshættu og hlýtur hver og einn að meta slíkt að vild. Nú eigum við fóð- urvörur fyrir 12—16 millj. kr. Allt eykur þetta verzlunarkostn aðinn og verður ekki hjá því komist, að sú trygging sem KEA veitir í þessu efni hljóti að kosta eitthvað. Ljóst er, að (Framhald af blaðsíðu 8). verður mjög skemmtilegur í meðförum Sigurðar Gunnlaugs sonar og gæti maður ímyndað sér að þar færi ekki viðvaning- ur á leiksviðinu. Sambýliskona Sveins er leikin af Antoníu Antonsdóttur og gæti maður hugsað sér að hún væri nýkom in úr átthögunum á Vestfjörð- um svo vel fer vestfirzkan í munni hennar. Leikur hennar er í senn látlaus og skemmti- legur. Magnhildur Skúladóttir, öðru nafni Magga miðill, er prýðisvel leikin af Sigurlaugu Gunnlaugsdóttur, framsögn og framkoma í bezta lagi. Vand- ræðapersónumar í leiknum, það er að segja ástarhlutverkin, þau Ósk og Márús, heildsala og vararæðismann, eru leikin af þeim Svövu Jóhannsdóttur og Baldvin Haraldssyni. Var leik- ur þeirra í hæsta máta bragð- daufur og ekki vart neinnar ástargleði ungra elskenda. Þor- grímur skáld, er leikinn af Birgi Marinóssyni og kemst hann all vel frá þeirri raun. Þá er aðeins að nefna Jóhannes Traustason, sem leikur bæði Stefán lögreglu þjón, lítið hlutverk, og Hekken feldt, stóreignamann. Gervi Jó- hannesar er skemmtilegt í þess það er hægt að útvega bændum ódýrara fóður með því að panta fyrir þá og að þeir taki vörurn- ar við skipshlið. En þessa gömlu verzlunarhætti getum við ekki tekið upp að nýju. Og þeir menn, sem nú flytja inn fóðurvörur til bændanna, hljóta að reka sig á sama vanda og við, ef verzlunarþjónustan á að vera sambærileg. En þið liafið ekki í hyggju að flytja inn þessar „ódýru“, dönsku fóðurblöndur? Það kemur sending af þeim innan skamms og sýnist mér hún muni kosta um 8500 kr. tonnið. En það skilst mér vera sama verð og á þeirri kúafóður blöndu út úr húsi, sem bændur eru nú að kaupa af heildsala, samkvæmt frétt í Morgunblað- inu fyrir fáum dögum. Fóðurblöndunarstöðin virðist okkur knýjandi nauðsyn til að lækka veigamikinn kostnaðar- þátt búvöruframleiðslunnar, segir kaupfélagsstjórinn að lok- um og þakkar Dagur svör hans. E. D. um danska gróssera og ekki er hægt að segja annað en hann komist allvel frá hlutverkinu þrátt fyrir það að honum sé lagður mikill vandi á herðar með því að tala bjagaða dönsku eða dönsku-skotna íslenzku. Ur leiknum er sleppt smákafla þar sem böm þeirra Sveins og Guddu hafa smásenu, getur sú sena að vísu verið skemmtileg ef vel tekst, en hins vegar er alltaf ýmsum örðugleikum háð að hafa börn í svona leiksýn- ingu og undir hælinn lagt að hægt sé að fá út úr þeim það sem af þyrfti til þess að lifga fremur en hitt, tel ég því ekki misráðið að sleppa börnunum. Þó að sýning þessi sé að sjálf sögðu ekki hnökralaus þá verð- ur ekki annað sagt en leikstjór- anum hafi tekizt að skapa furðu heilsteypta sýningu úr misjöfn- um efnivið eins og vænta má þar sem um áhugafólk er að ræða sem alla daga er hlaðið skyldustörfum við búsýslu í sveit. En því lofsverðara er þetta framtak og sá árangur sem náðzt hefur. Hafi leikstjóri og leikendur heila þökk fyrir ánægjulega kvöldstund. G. „Þráláfar klakastíflur I Laxá" Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri. Leynimelur 13 á Árskógssfrönd 5 Davíð Sigurðsson SMIÐUR - KVEÐJA í DAG er til moldar borinn frá Dalvíkurkirkju Davíð Sigurðs- son, smiður, en hann lézt að Fj órðungssj úkrahúsinu á Akur eyri 21. þ. m. eftir langvarandi vanheilsu, og nú síðast erfiða legu. Hann fæddist að Göngustöð- um í Svarfaðardal hinn 5. dag ágústmánaðar 1903, og voru foreldrar hans þau Sigurður Jónsson og Ósk Pálsdóttir, bú- andi hjón á Göngustöðum. Davíð ólst upp hjá foreldrum sínum, og var einn úr hópi margra systkina, og fór því víst fjarri að hann ælist upp við auð og alsnægtir. Mun hann snemma hafa farið að heiman til vinnumennsku og unnið fyr- ir sér fyrstu árin við ýmis sveitastörf. Síðan lagði Davíð fyrir sig smíðar og vann að þeim meðan heilsan leyfði. Vann hann við húsabyggingar ýmist á Dalvík eða fram í sveitinni af sérstæð- um dugnaði og trúmennsku. Svarfaðardalur geymir mörg og góð handtök Davíðs, og ætíð voru launin honum aukaatriði, aðeins unnið þar sem þörfin var mest. Ég var svo lánsamur að kynn ast Davíð á mínum unglings- árum, og tókst með okkur sú vinátta sem hélzt alla tíð. Hann var ekki margmáll eða gjarn á að flíka tilfinningum sínum, en hjartahlýjan og ein- lægnin voru ósvikin. Slíkum mönnum er þroskavænlegt að kynnast. Snemma á ævi komu fram hæfileikar Davíðs til harmon- ikuleiks, og var hann kunnur víða í héraðinu fyrir leik sinn. Munu ungmennafélögin í Svarf aðardal minnast hans sem ötuls stuðningsmanns um fjölda ára. Um leið og við hjónin kveðj- um Davíð Sigurðsson og þökk- um við systkinum hans samúð- um honum samfylgdina, send- arkveðjur. Kærleiks birtu vafin varstu, vorsins hlýja barst þér frá. Trúin sem í brjósti barstu, blítt þér vísar himinn á. Brjánn Guðjónsson. Jón Marínó Pélursson Fæddur 10. nóvember 1922 — Dáinn 15. janúar 1969 HINZTA KVEÐJA ÞEGAR sú harmafregn barst hinn 15. janúar síðastliðinn, að sjórinn hefði tekið líf eins skips félaga mannsins míns, stað- næmdist hugurinn við upphaf sálms St. Thorarensens. Ég lifi og ei veit hve löng er mín bið. Ég lifi unz mig Faðirinn kallar. Ég lifi og ég býð unz ég leysist í frið. Ég lifi sem farþegi sjóinn við, unz heyri ég að herrann mig kallar. Mín trú er að við séum öll bræður og systur. Og þegar við fréttum að einhver sé horfinn úr hópnum kemur það okkur ætið á óvart, og þó sérstaklega þegar slys ber að höndum, hvort sem er til sjóðs eða lands. Dauðinn er gestur sem dregur hið mikla og dulda tjald frá og vísar okkpr leiðina inn í löndin óþekktu Á mælikvarða lífs okkar er tíminn hlifðarlaus. Við getum ekki staðið til hliðar og horft á hann líða framhjá. Vægðar- laust hrifsar hann okkur með. Mannveran þokast viðnáms- laust um hallardrög aldanna að sínu endadægri sem alvizka for sjónarinnar ákveður hverju og einu okkar. Fæðing okkar í þennan heim er upphaf dauð- ans. Alfaðir gefur, Alfaðir tek- ur. Við sem stöndum eftir hverju sinni eigum þó það sem aldrei er hægt að svipta okkur, það eru minningarnar. Ekkert er betra og dýrmæt- ara en fagrar minningar um góðan son, bróður, vin, frænda og félaga. Jón Marinó Pétursson fædd- ist að Nýjabæ á Árskógssandi 10. nóvember 1922, sonur hjón- anna Elísabetar Sölvadóttur og Péturs Jónssonar. Hann var elztur átta systkina. Ungur missti hann föður sinn og ef- laust hafa erfiðir tímar æsku- áranna reynt mjög á hið við- kvæma og rólega eðlisfar hans. Vinnan hefur orðið honum fró- un og um leið hjálp til móður og systkina. Verk hans voru ætíð sjónum bundin og þar var hann við vinnu sína er hið sviplega slys bar að. Við vorum bæði það sem við kölluðum Norður-Eyfirðingar og tignuðum fjörðinn, fjöllin og ströndina. Tvisvar hefi ég verið farþegi með manninum minum á tog- aranum Harðbak. í báðum þeim ferðum var Jón einn af skips- félögunum, sem allir voru mér sem beztu bræður. Síðari ferð- in endaði hér á Akureyri 7. janúar síðastliðinn. Far þú vel í frelsara vors nafni. Fararheillin. Gæfan er í stafni. Siglir þú greitt inn í sólar löndin. Signi þig vinur. Drottins höndin. Hugheilar samúðarkveðjur sendi ég og móður hans og öll- um ættingjum. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). merktum poka. Og síðast en ekki sízt: Allir þurfa að vera samtaka um þá umgengnis- hætti, sem sæma u-ngu og drengilegu fólki. DAUFT YFIR LEIKLISTINNI Hér um slóðir er fremur dauft yfir leiklistiimi, miðað við und- anfarin ár. Ekki er blaðinu kunnugt um sjónleiki í nágrenn inu, nema á Árskógsströnd og í Hrísey fyrr í vctur. En verið er að æfa tvo sjónleiki á Akur- eyri. Leynimelur 13, sem Ieik- inn er á Arskógsströnd, var æfð ur af miklum dugnaði og telur leikstjórinn mikinn áhuga þar og meiri árangur, en liaim þorði að vona. f sama streng tekur sá, Réttingarfæki á Þórshamri þar a leiksynmgu og segir fra því á öðrum stað. Talið er, að fólk kjósi víðast fremur að njóta sjónvarps í sveitum en efna til tímafrekra leikæfinga. EFTIR umferðarbreytinguna í vor minnkuðu mjög árekstrar í umferðmni og var það mjög athyglisvert og ber að þakka það . stöðugum og nauðsynleg- um áróðri, í sambandi við H- daginn. En siðar hefur tekið að sækja í sama horfið. Lengra á ógæfubraut ÍSLENDINGAR færa sig stöð- ugt upp á skaftið í óknyttum og glæpum. Fyrir fáum dögum fölsuðu tveir ungir menn 14 ávísanaeyðublöð á nafngreind- an sparisjóð og sviku út um 20 þús. kr. Annar maðurinn var prentari og bjó hann til eyðu- blöðin. Eyddu þeir hinum illa fengnu fjármunum við drykkju. Fljótt komst upp um svikar- ana og er verið var að sækja þá til yfirheyrslu, voru þeir á leið til lögreglunnar til að játa verknaðinn. Virðist af þessu o. fl. Ijóst, að herða þarf til muna eftirlit með notkun ávísana. Q Bregðast krosstré - sem önnur tré Ófeigsstöðum 29. jan. Hagfræð- ingar og tæknimenntaðir menn virðast margir hverjir ekki hafa vit á móti óskólagengnum mönnum. Það er ægilegur and- skoti, hvað þessum mönnum er lítið treystandi og hefur almenn ingur fengið að þreifa á því að undnaförnu og hefur misst trúna á þeim. Ríkisstjómin hefði þurft að vera búin að átta sig á þessu og hefði þá trúlega ýmislegt betur farið. Flestir spá hafís, en ég trúi ekki komu hans fyrr en ég sé hann sigla inn Skjálfandaflóa. Og ef þá koma bjarndýr, finnst mér Eyfirðingax eigi að fá þann næsta. Snjólétt er hér en nokkur svellalög og færi gott á vegum. Storka er á jörð og létið beitt. Menn hafa ekki haldið þorra- blót, m. a. vegna ótta við út- breiðslu inflúensu, sem þó er óvíst að sé nokkursstaðar hér - DAGUR SIGRAÐI um slóðir. Ef svo reynist að þessi pest er engin til, endast menn naumast til að bíða lengi því líkami og sál girnist gleð- skap, eins og að líkum' lætur. Merkur maður úr Aðaldal, Þórólfur í Hraunkoti, var bor- inn til moldar i Nesi 22. janúar að viðstöddu fjölmenni, 76 ára. Hann var vinsæll maður og virtur, skáldmæltur og fékkst hin síðari ár við ættfræðirann- sóknir og mun hafa átt mikinn fróðleik skráðan, er hann lézt. B. B. ’ arekstrar tiðir nu í vetur og tjón mikil á farartækjum. Rétt- ingar á dælduðum bílum hafa verið mikill hluti bílaviðgerða. Bifreiðaverkstæðið Þórsham- ar hefur fengið réttingatæki og notað með góðum árangri um skeið. Tæki þetta er, að sögn Hrafns Sveinbjörnssonar verk- stjóra, vinnusparandi, auðveld- ar réttingar og sparar í ýmsum tilfellum varahluta. Réttingar- tækið er nýjung norðanlands og fylgir hér mynd af því í notkun. - BJARNDÝR UNNIÐ (Framhald af blaðsíðu 8). hann af löngu færi og særðist hann eitthvað, tók til fótanna og hélt í átt til Bása, en veiði- menn fylgdu fast á eftir. Út- undir Básum veitti flugvallar- girðingin aðhald og var hann felldur þar. Nóg voru skot- vopnin. Bjarndýrið var 2.40 m. á lengd og mjög hvitur feldurinn, fullorðið dýr og vel á sig komið. Þorlákur Sigurðsson og Sæ- mundur Traustason leituðu síð- an um eyjuna, því von gat verið fleiri dýra. Fundu þeir þá 5 bæli dýrsins og ekki öll ný og sýnir það, að björninn hefur verið búinn að dveljast þarna 7—10 daga. En fleiri dýr fund- ust ekki. íshroði hafði verið við Grímsey viku áður og sennilegt að bangsi hafi komið með hon- um til eyjarinnar. □ - RAFMAGNIÐ HÆKKAÐIUM15-35% (Framhald af blaðsíðu 1). koma í staðinn. Orsökin fyrir nauðsyn hækkunarinnar er fyrst og fremst sú að heildsölu- verð raforku frá Laxárvirkjun til Rafveitu Akureyrar hækk- aði um 28% og svo almennur rekstrarkostnaðarhækkanir. T. d. er hækkun á öllu erlendu efni um 46% vegna síðustu gengislækkunar. Gjaldskrártaxtarnir eru marg ir en hér á eftir verða nokkrir sýndir og jafnframt til saman- burðar eldra verðið og núver- andi gjaldskrá Reykjavíkur. — Verðið er gefið upp í kr. á kwst. (Framhald af blaðsíðu 2). 8.—9. Sævar Hallgrímss. kjöt iðnaðarm., kepp. Reynir Brynj- ólfsson, 46.2. 10. Ljósgjafinn, kepp. fvar Sigmundsson, 46.9. - NÝR FORMAÐUR (Framhald af blaðsíðu 8). Varastjórn skipa: Guðmund- ur Blöndal, Björn Guðmunds- son og Magnús Kristinsson. Endurskoðendur: Baldur Halldórsson og Stefán Reykja- lín. í blaðstjórn Dags: Haraldur M. Sigurðsson, Sigurður Óli Brynjólfsson og Arnþór Þor- steinsson. í fulltrúaráð voru kjörnir 22 menn og 10 til vara. □ Lýsing A 1 ..., Lýsing A 2 . .. . Heimilisnotkun* Vélar C 1...... Vélar C 3...... Daghitun .... , Næturhitun .. . FIMMTUDAGINN6. febrúar n. k. flytur Jón Rögnvaldsson garðyrkjumaður erindi með skuggamyndum í Landsbanka- salnum kl. 9 e. h. Aðgangur 25 Núverandi Eldra Rafm.v. verð verð Rvíkur 7.15 6.20 7.69 2.02 1.75 2.04 1.44 1.25 1.67 3.45 3.00 3.84 2.00 1.75 2.04 0.65 0.48 0.70 0.35 0.26 0.32 kr. fyrir fullorðna, sem rennur óskiptur til Lystigarðs Akur- eyrar. Ei'indið nefnist: Garð- yrkjan sem listgrein og lífs- björg. Q * Fast gjald vegna heimilisnotkunar er hér 0.92 kr. á ferm. á mánuði, en 161.46 kr. á herbergi á ári í Reykjavík. □ Listgrein og lífsbjörg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.