Dagur - 29.01.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 29.01.1969, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÓRT Frá vinstri: Ólafía Halldórsdóttir, Soffía Sigurðardóttir, Sigurður Gunnlaugsson, Sigurlaug Gunn- laugsdóttir, Birgir Marinósson, Sigfús Þorsteinsson og Birgir Sveinbjörnsson. (Ljm.: H. Jóhanness.) Leynimelur 13 á Árskógsströnd LEYNIMELUR 13, gamanleik- ur í þrem þáttum eftir Þrídrang er sýndur um þessar mundir af Umf. Reynir og Kvenfél. Hvöt í félagsheimilinu að Árskógi. Leikstjóri er Júlíus Oddsson frá Akureyri. Þessi vinsæli og skemmtilegi gamanleikur var upphaflega saminn af þremur ágætismönn- um í Reykjavík og sýndur þar á vegum félagsskapar sem nefndi sig Fjalaköttinn. Nokkru síðar var leikurinn tekinn til sýningar af Leikfélagi Akur- eyrar og hlaut þá miklar vin- sældir meðal leikhúsgesta bæj- arins. Uppistaðan í þessum gamanleik eru hin alræmdu húsaleigulög og gerðu höfund- arnir sér góðan mat úr því efni, leikurinn er bráðfyndinn, bæði hvað atburðarás og orðsvörum viðvíkur, og á trúlega eftir að lifa lengi. Ekki verður efni leiks ins rakið hér, enda er sjón sögu ríkari, en hann gerist á heimili Madsenshjónanna, sem búa frið sömu lífi á Leynimel 13 í Reykjavík. Friðsömu segi ég, þó er einn friðarspillir á þessu heimili, en það er tengdamóð- irin sem veldur mörgum tauga- köstum hjá húsbóndanum, Mad sen klæðskerameistara. Tólf leikendur koma fram í þessari sýningu, en hlutverkin eru 13. Madsen klæðskerameist ari er leikinn af Birgi Svein- björnssyni og tekst honum vel að sýna þennan taugaveiklaða skraddara sem er að því kom- inn að fara á hausinn. Dóra kona hans er leikin af Rós- björgu Jónasdóttur. Rósa hefur skýran framburð, en beitir rödd inni óþarflega mikið, leikurinn hjá henni verður blæbrigðalaus og henni tekst ekki að skapa þá persónu sem henni er ætlað að sýna. Aftur á móti er Jakobína Tryggvadóttir, móðir Dóru, prýðilega .leikin af Soffíu Sig- urðardóttur. Þar er sýnilega rétt kona á réttum stað. Jón Glas, heimilislæknir, er leikinn af Sigfúsi Þorsteinssyni og kemst hann allvel frá því hlut- verki. Dísu, þernu á heimilinu, er vel borgið í höndum Olafíu Halldórsdóttur. Þá er að nefna stóra hjólið í þessari vél, en það er Sveinn Jón Jónsson skó- smiður, hinn eini rétti, sem (Framhald á blaðsíðu 5). KJARNFOÐURKAUP Margir eyfirskir bændur eru nú sjálfir að flytja inn kjarnfóður, með aðstoð heildsala og telja sig fá það muún ódýrara en kostur sé á annan hátt. En kjamfóðursöluna hefur KEA annazt að mestu leyti á félagssvæði sínu um fjölda ára. Frétt um þetta birtist nýlega í einu sunnanblaðanna. Sé rétt með tölur farið, vakna ýmsar spurningar, sem nauðsynlegt er að fá svör við. Blaðið snéri sér því til Jakobs Frímannssonar kaupfélagsstjóra og er viðtal við hann á öðrum stað í blaðinu í dag. BJARNDÝR Mönnum varð tíðrætt um bjarn dýr, þegar ísbjöm var skotinn í Grímsey 22. janúar. Á eftir kom í ljós, svo ekki varð um villst, að þessi ísbjörn hafði verði dögum saman á eynni, örskanunt frá aðalbyggðinni, án þess nokkur yrði þess var. Var það þakkarvert lán eða lirein BJARNDÝR UNNIÐ í GRÍMSEY SVO bar til í Grímsey norður ekki var þetta hestur, því björn á miðvikudaginn, að bjarndýr, er þar hafði gengið á land, var unnið af heimamönnum. Það var stórt karldýr. Umsögn fréttaritara Dags í eynni, Stein- unnar Sigurbjarnardóttur, fer hér á eftir. Sjö ára gamall drengur, Óli Þorláksson í Gai’ði, var að reka kindur á beit upp á ey. Er hann var kominn hér rétt upp fyrir byggðina, varð hann bjarndýrs ins var. Hann hélt að það væri hestur, enda ekki orðið full- bjart, á ellefta tímanum. En brátt varð drengur þess var, að Ingvar Gíslason. Stefán Valgeirsson. inn hvæsti og urraði. Ekki virt- ist það hafa áhuga á Óla eða fénu. Björninn gröf sig í fönn en Óli flýtti sér heim og sagði fréttirnar. Flestir karlmenn unnu þennan dag við fiskmat og því fljótlegt að kalla saman lið. Eftir stutta stund gerðu svo eyjaskeggjar leit að bjarndýr- inu, vopnaðir rifflum og sela- byssu. Sáu þeir brátt hvar bæli bangsa var, svona 4—500 metra frá húsinu okkar. Dýrið reis öðru hverju upp úr bælinu en ■hvarf þess á milli. Skotið var á (Framhald á blaðsíðu 5) Ræða efnaliaffsmálin ALÞINGISMENNIRNIR Ingv- ar Gíslason og Stefán Valgeirs- son ræða efnahagsmál og fleiri mál á almennum fundi, sem Framsóknarfélögin á Akureyri efna til á Hótel KEA á morgun, 30. janúar. Fundurinn hefst kl. 8.30 síðdegis. — Sjá auglýsingu Fiskiskip keypt til Skagastrandar Skagaströnd. Hinn 19. janúar kom hingað Arnar RE 21, um 230 lestir, sem nýlega stofnað hlutafélag, Skagstrendingur h.f., hefur fest kaup á. Hluthafar eru Nýr formaður Framsóknarfélags Akureyrar AÐALFUNDUR Framsóknar- félags Akureyrar var haldinn sl. sunnudag í nýja félagsheimil inu, Hafnarstræti 90. Fráfarandi formaður félags- ins, Sigurður Jóhannesson, flutti starfsskýrslu stjórnarinn- ar og Jón Samúelsson, fráfar- andi gjaldkeri, gerði grein fyrir reikningum og fjárhag félags- ins. Ymsir fundir voru haldnir á árinu, almennir félagsfundir og stjórnarfundir, m. a. um bæj armál og almenn þjóðmál. For- maður gerði grein fyrir samn- ingum um nýtt félagsheimili, sem tekið er til starfa í Hafnar- stræti 90, og gat þess að þar væri bfett aðstaða til aukins og fjölbreyttara félagsstarfs. Fjörugar umræður urðú um Haraldur M. Sigurðsson. félagsstarfið og málefni Fram- sóknarflokksins yfirleitt, og var hinni bættu félagsaðstöðu al- mennt fagnað og fráfarandi stjórn þakkað framtak í því sambandi og önnur vel unnin störf á liðnu starfsári. Formaður og gjaldkeri, Sig- urður Jóhannesson og Jón Sam úelsson, báðust eindregið und- an endurkjöri, og var þeim sér- staklega þakkað ágæt starf í þágu félagsins. Hin nýkjörna stjórn er þann- ig skipuð: Haraldur M. Sigurðs son formaðúr, Ingimar Frið- finnsson gjaldkeri, Sigurður Óli Brynjólfsson ritari, og með- stjórnendur Haukur Ái'nason og Jón Aspar. (Framhald á blaðsíðu 5) rúmlega eitt hundrað, ungir og gamlir þorpsbúar. Kaupverðið er á 17. millj. kr. Heimamenn fjölmenntu á hafnargarðinum þegar skipið kom og þar flutti sveitarstjór- inn, Þorfinnur Bjarnason, ávarp við það tækifæri, bauð skip og áhöfn velkomið og árn- aði eigendum heilla. Verið er að búa skipið á tog- veiðar. Skipstjóri verður Jón Guðjónsson, kunnur aflamaður frá Ólafsfirði. X. guðs mildi, að dýrið skyldi ekki hafa grandað fólki. I þessu sambandi þurfa menn að vera vel á verði, því víðar geta ísbirnir gengið á land en í Grímsey. BflaASALA STÖÐVAST Frá því í nóvember í liaust, hafa aðeins nokkrir nýir bílar verið fluttir til landsins og lítur helzt út fyrir, að árgerð 1969 sjáist naumast liér á landi, svo alger eru umskiptin orðin í þessari innflutningsgrein. Toll- ur af bílum er 90% og leyfis- gjald 80%. Bílar eru því mjög dýrir liér á landi. Gjaldeyris- skortur, ásamt ahnennri við- skiptakreppu og atvinnuleysi, segir til sín á mörgum sviðum á síðustu og verstu tímum. ÁTTI VART TIL HNÍFS OG SKEIÐAR! Hæstiréttir hvað nýlega upp þann dóm, að eigandi lakkrís- gerðar einnar í Reykjavík bæri að greiða um 15 millj. kr. fjár- sektir — vegna undandráttar til skatts. En maðurinn þóttist vart eiga til linífs og skeiðar og hafði ekki ráð á að liafa skrifstofu- stúlku, að því er hann sjálfur tjáði yfirvöldunum. SKÍÐIN HURFU Kvartað liefur vreið um, að skíði og skíðastafir liafi horfið við Skíðahótelið í Hlíðarfjalli. Til dæmis er nefnt hvarf skíða og stafa er kostaði samtals 4 þús. kr. Skíðageymsla er við hótelið en sérstök móttaka og afhending fer þar ekki fram og því treyst á góða og heiðvirða umgengni. Skíði þarf að merkja vel, gott er einnig að geyma þau, ásamt stöfunum í vel (Framhald á blaðsíðu 5) Innbrot - 02 selur var skotinn í bæjarlandinu BROTIST var inn í Sportvöru- verzlun Brynjólfs Sveinssonar, Skipagötu 1, um helgina. Sprengdur var upp tómur pen- ingakassi, reynt að sprengja upp peningaskáp, og litlu stolið. Skotinn var selur við togara- bryggjuna á mánudaginn en skothelgi bæjarins nær út að Þórsnesi og var verknaðurinn því gróft brot og verður eflaust með mál þetta farið samkvæmt því. Daglega verða fleiri eða færri bifreiðaárekstrar á götum bæj- arins, til stórtjóns fyrir eigend- ur bifreiða og tryggingarfélög- in. □ Þingeyingar keyptu björninn fyrir sa fnið Ilúsavík 24. jan. Héðan var far- ið til Grímseyjar í gær og Grímseyjarbjörninn sóttur. Komið var með hann til Húsa- víkur kl. 1 í nótt og var þá margmenni á bryggjunni til að taka á móti honum. Dýrið virð- ist hafa verið í góðum holdum og er fallega hvítt, 2.4 metrar á lengd og um hálft tonn á þyngd. Einstaklingar og opinberir aðilar munu kaupa dýrið og gefa það Náttúrugripasafni Þingeyinga. Það verður sett upp erlendis, en geymt í frysti- húsi, þar til það verður sent utan. Þ. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.