Dagur


Dagur - 26.02.1969, Qupperneq 1

Dagur - 26.02.1969, Qupperneq 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN': LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Hreindýriii í byggð Egilsstöðum 25. febrúar. Hér er svarta þoka, regluleg Austfjarð arþoka með hýmingi. Snjór er lítill í byggð en storka og svella lög nokkur. Stórir hópar hreindýra eru nú komnir til byggða. í fyrra- dag voru mörg hreindýr hér í þorpinu, gæf og sælleg. Einnig eru þau í Egilsstaðaskógi og Fagradal í stórhópum. Austfjarðabátar stunda veið- ar eftir verkfallið, sumir á net- um aðrir elta loðnuna. En því miður stóð svo á, þegar hin mikla loðnuganga kom að Aust urlandinu, steittu menn hnefa í kjaradeilum, og loðnan gekk hjá á meðan. Atvinnumálanefnd Austur- lands hefur setið á fundi á Reyðarfirði undanfarna daga. V. S. Spurningakeppni skóla EFTIR síðustu áramót hóf Ung mennasamband Eyjafjarðar nýj LITILL SNJOR EN MIKIL SVELLALÖG Sveinsstöðum 24. febrúar. Fóð- urbirgðir í Lýtingsstaðahreppi voru ólíkt meiri í haust en haustið 1967. Sumarið í sumar var sæmilegt heyskaparár. Ær voru ekki teknar á gjöf fyrr en um miðjan desember en haust- beit fyrir kýr var lítil og verður gjafatímmn því sennilega lang- ur að þessu sinni. Kjarnfóðurnotkun er minni nú en fyrirfarandi vetur. Fjár- hagsleg afkoma er sennilega svipuð og árið 1967 en skatta- skýrslur hafa ekk] verið gerðar. Snjólaust er að kalla en svella lög mikil. Hross hafa víða sæmi lega haga en á öðrum stöðum hefur þeim verið gefið út. Sauð fé er ekki beitt. B. S. an þátt í starfsemi sinni. Var þar um að ræða spurninga- keppni milli barnaskólanna á sambandssvæðinu. Hafa þrír nemendur, fæddir 1955 eða síð- ar, frá hverjum skóla tekið þátt í keppnunum. Yfirleitt hafa þær verið mjög jafnar og tvísýnar. í sambandi við keppnirnar hafa verið önnur skemmtiatriði svo sem söngur, bingó, dans og Ingimar Eydal hljómsveitar- stjóri hefur flutt ágætt ávarp um skaðleg áhrif áfengis og tóbaks. Urslitakeppnin fer fram í Freyvangi n. k. sunnudag 2. marz kl. 1.30 e. h. Þá keppa skól arnir sem fóru með sigur af hólmi í undankeppninni, en þeir eru: Hríseyjarskóli, Þelamerk- urskóli og Laugalandsskóli í Öngulsstaðahreppi. Þessar keppnir UMSE, og það sem þeim fylgir, voru og eru fyrst og fremst ætlaðar til skemmtunar, fróðleiks og kynn ingar milli nemenda, en ekki er verið með þeim að kanna gáfna far þeirra eða skólalærdóm. □ FélagsráSslundur Kaupfélegs EylirSinga Hið glampandi skautasvell á Pollinum freistar margra. (Ljósm.: E. D.y, MÖRG HUNDRUÐ MANNS A SKÁUTUM bundu saman ermar og köstuðu til hans og dróu hann svo til sín. Skátar, Æskulýðsráð eða aðrir þyrftu að hafa eftirlit með ferðum fólks á ísnum, í samráði við lögreglu bæjarins. Og að síðustu: Dásemdir skautasvells ins eiga að veita yndisstundir. En auka þarf eftirlitið. □ FÉLAGSRÁÐSFUNDUR KEA var haldinn miðvikudaginn 19. febrúar. Var fundurinn vel sótt ur af félagsráðsmönnum hinna mörgu deilda á félagssvæði kaupfélagsins. Fundurinn hófst kl. 2 síðdegis í aðalsal Hótel KEA með setningarorðum Brynjólfs Sveinssonar stjórnar- formanns, sem um leið las upp nöfn félagsráðsmanna, er mætt- ir voru. Ingimar Brynjólfsson bóndi á Ásláksstöðum var kosinn fund- arstjóri en Gunnlaugur P. Krist insson ritaði fundargjörð. Svo sem venja er, lá það aðal mál fyrir fundinum, að gefa fé- lgasráðsmönnum fyrstu upplýs- ingar um hag og rekstur KEA á síðasta ári. Ennfremur að veita þeim upplýsingar um hin ýmsu kaupfélagsmál, sem á dag skrá eru og fyrirspurnir gera um til stjórnar og framkvæmda stjóra. Jakob Frímannsson kaup- félagsstjóri flutti síðan fundin- um yfirlitsskýrslu sína, en aðal (Framhald á blaðsíðu 2). Atli Benediktsson, Akureyri, og Davíð Haraldsson, Árskógs- strönd. □ Vilja stofna tollvörugeymslu VERZLUNARMANNAFÉLAG Akureyrar hélt á laugardaginn fund til að ræða stofnun toll- vörugeymslu hér í bæ, út af bréfi frá bæjaryfirvöldum, þar sem óskað er umsagnar um um sókn Eimskip varðandi tollvöru geymslu. Samþykkt var samhljóða, að stofna félag um rekstur tollvöru geymslu og kosin undirbúnings nefnd til að hrinda formlegri félagssto-fnun í framkvæmd. □ En ísilagður fjörðurinn krefst mikillar varúðar SKÁKÞING Norðlendinga, hið 35. í röðinni, var haldið á Akur eyri dagana 15.—23. febrúar og lauk með hraðskákmóti er Frey steinn Þorbergsson, Varmahlíð, vann eftir harða keppni við Jón Björgvinsson, Akureyri. í meistaraflokki tefldu 8 og í fyrsta flokki 10. Skákstjóri var Albert Sigurðsson, Akureyri. Skákmeistari Norðurlánds varð Halldór Jónsson, Akur- eyri. Hlaut hann 5 vinninga, Olafur Kristjánsson, Akureyri hlaut 4 vinninga og varð í öðru sæti. í 3.—4. sæti urðu Jón Torfason, Húnvetningur, og Hjálmar Theodórsson, Húsavík. í fyrsta flokki sigraði Viðar Stefánsson, Akureyri, með 7 vinninga. Annar var Stefán Ragnarsson, Akureyri, með 6V2 vinning, en í 3.-4. sæti urðu Á SUNNUDAGINN voru skautamenn, ungir og gamlir í hundraðatali á Pollinum, sem er nú undir spegilsléttum ís. Einnig mátti sjá skellinöðru- ökumenn, sleðafólk, hjólreiða- fólk, menn við dorg og smá- börn með foreldrum sínum. ís- inn nær norður fyrir Krossanes. Skip, sem ætlaði að Torfunefs- bryggju á sunnudaginn, sneri við framan við Oddeyrartanga. En rennu hefur verið haldið opinni fyrir skip og þar er ís, er á milli myndast, mjög hættu legur. Blaðinu hefur verið tjáð, að nokkrir hafi farið niður um ís- inn jafnvel átta eða níu manns. Slys urðu ekki. Þó munaði mjóu. Ungur maður braut ísinn og komust félagar hans ekki að honum, þar sem ísinn bar þá ekki. Fóru þeir þá úr jökkum, (Ljósm.: E. D.) Aðal-verzlunar og skrifstofuhús KEA. Albert Sigurðsson til hægri afliendir Halldóri Jónssyni verðlaun að keppni lokinni. (Ljósm.: E. D.) HALLDÓR JÓNSSON VARÐ SKÁK- MEISTARI NORÐURLANDS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.