Dagur - 26.02.1969, Side 5
4
5
Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
BÆJ&RSTJÓRN
SUMAR greinar og greinahlutar í
íslendingi-ísafold og Alþýðumann-
inum um bæjarmálin, virðast skrif-
aðar af of mikilli vanþekkingu og
af svo mikilli tilhneigingu til að
segja aðeins hálfan sannleikann, að
lesendum er gerð vanvirða. Hjá báð-
um blöðum er í öðru orðinu sagt, að
enginn bæjarstjórnarmeirihluti sé
til og því sé von að illa fari, í næstu
andrá er talað um, að vinnubrögð
bæjarstjórnar séu ekki lýðræðisleg af
því meirihlutinn hafi ákveðið eitt og
annað áður en á bæjarstjónarfund
sé komið.
Flestir, sem eitthvað þekkja til fé-
lagsmála vita, að mál eru undirbúin
í nefndum, þar sem menn gera grein
fyrir afstöðu sinni og málin bæði
skýrast og sjónarmið samræmast.
Þessi vinnubrögð hefur bæjarstjórn
Akureyrar og hefur haft um langan
aldur. Hún skipar fastanefndir um
vissa málaflokka og stundum nefnd-
ir til að sinna einstökum, venjulega
tímabundnum verkefnum og oftast
eru þessar nefndir skipaðar fulltrú-
um allra stjórnmálaflokka. Bæjarráð
undirbýr mál fyrir bæjarstjórnar-
fundi, ef aðrar nefndir hafa ekki ver
ið til þess kjömar, auk þess sem það
tekur einnig til athugunar meiri-
háttar tillögur annarra nefnda til
þess að samræma þær við megin-
stefnuna í bæjarmálum.
En það er einmitt þessi megin-
stefna, sem oft er ritað og rætt um
af of mikilli grunnfæmi. Þessi meg-
instefna er hvert ár mörkuð við gerð
fjárhagsáætlunar og hlýtur að
nokkru að bera svip þess, sem var,
ásamt því að móta framtíðarstefnu.
Árlega er myndaður meirihluti um
meginstefnu í bæjarmálum, um leið
og hver fjárhagsáætlun er samþykkt.
Sú krafa er gerð til bæjarfulltrú-
anna, að þeir átti sig á þessu, en hitt
er svo annað mál, að mörg mál
koma til meðferðar og afgreiðslu
utan þess lieildarramma, sem felst í
samþykkt fjárhagsáætlunar og em
þá bæjarfulltrúar óbundnir í af-
stöðu sinni til þeirra og oftast einnig
flokkslega. í afstöðu til slíkra mála
„riðlast“ stundum fylkingar sitt á
hvað og virðist það mgla aðra í
ríminu, einkum þá, sem telja
embættaveitingar það fyrsta og síð-
asta í stjórnmálum og bæjarmálum.
Framsóknarflokkurinn hefur auð-
vitað gegnt forystuhlutverki við
meirihlutamyndun í bæjarstjóm
Akureyrar undanfarið og hefur ekki
verið möguleiki fyrir aðra flokka að
taka það hlutverk að sér. Þó er van-
máttur hinna flokkanna ekki aðeins
vegna fulltrúafátæktar, heldur fyrst
(Framhald á blaðsíðu 5).
Jónas Kristjánsson:
Samdráttur í landbúnaðinum er
mjög hættulegur
Leikmynd úr Romanoff og Júlíu.
(Ljósmyndastofa Páls)
Mennfaskólaleikurinn RomanofNJÉa
ÞAÐ mun vera sameiginlegt
álit flestra íslendinga að þjóð-
inni sé nauðsynlegt, vegna sinn
ar sérstæðu aðstöðu, að haga
framleiðslumálum sínum þann-
ig, að hún geti sjálf framleitt
sem mest af þeim matvörum, er
hún þarfnast hverju sinni. En
árferðið, hér á okkar norðlægu
slóðum, er harla breytilegt svo
sem sagan og lífsreynsla hvers
tíma sýnir og sannar og verður
skiljanlegt flestum. Lega lands-
ins og búseta íslendinga „langt
frá öðrum þjóðum“ getur orsak
að það, þegar ófriður geysar í
Evrópu, eða þegar hafísinn,
„landsins forni fjandi“ lokar
siglingaleiðum umhverfis land-
ið í fleiri mánuði, að þá getur
auðveldlega orðið matarskortur
á ýmsum stöðum í landinu ef
við hefðum ekki okkar eigin
matvælaframleiðslu.
Þessa brýnu þörf hefir þjóðin
og forráðamenn hennar í flest-
um tilfellum skilið, og til að
auka öryggið og búsetuskilyrð-
in í landinu hefir þjóðin á und-
angengnum áratugum lagt fram
mikið fé til að auka ræktun
landsins, gera búsetuna í sveit-
unum lífvænlega og á þann hátt
einnig skapað þjóðarheildinni, í
einangruðu landi, aukið lífs-
öryggi og sem bezta menningar
aðstöðu. Þessari öryggis- og
ræktunarstefnu hefir þjóðin
fylgt með góðum árangri í
marga áratugi og þessari menn-
ingarstefnu ber þjóðinni að
fylgja áfram til tryggingar lífs-
öryggi sínu og sjálfstæði.
Því miður virðast þó nokkrir
menn hér á landi vera andvígir
þessari öryggis- og landbún-
aðarstefnu, eins og að henni hef
ir verið unnið á liðnum árum
og hefir núverandi formaður A1
þýðuflokksins, Gylfi Þ. Gísla-
son, túlkað það sjónarmið sitt
oftsinnis í blaði flokksins á
þann einhliða hátt, að landbún-
aðar- og ræktunarstefna ísl.
þjóðarinnar hafi kostað alltof
mikið framlag og því fé hefði
verið betur varið til annarra
hluta.
Að sjálfsögðu, og sem betur
fer, eru menn hér frjálsir með
að láta í Ijósi skoðanir sínar
varðandi málefni þjóðarinnar
og einnig um að mótmæla eða
rökræða þær skoðanir, er fram
koma um það efni, og því vil ég
hér leyfa mér að andmæla þeim
skoðunum formanns Alþýðufl.,
og sem verður að líta á sem
stefnu flokksins, að nauðsynlegt
sé fyrir þjóðina að minnka fram
leiðslu ísl. landbúnaðar og að
fækka beri bændunum í sveit-
um landsins.
Þessi skoðun eða stefnuboðun
Alþýðuflokksins fer vissulega í
öfuga átt við stefnu og starf
ríkisvalds og þjóðar á undan-
fömum áratugum, þar sem
mikil áherzla hefir verið lögð á
ræktun landsins og að auka
fóðuröflun handa vaxandi og
afurðameiri búpeningshjörð ís-
lendinga.
Þeir, sem virða fyrir sér
þessa kenningu Alþýðuflokks-
ins, munu vilja spyrja: Hefir
ræktunar- og landbúnaðar-
stefna þjóðai'innar á liðnum ár-
um verið í raun og veru röng
stefna, og eigum við nú að snúa
við á þeirri braut landbúnaðar-
þróunar, sem farin hefir verið?
Ég hygg að svar flestra muni
verða: NEI, alls ekki. Ræktun-
ar- og landbúnaðarstefna þjóð-
arinnar á undanförnum árum
hefir í heild verið rétt og ber að
halda henni áfram. Lífið og
starfið í sveitunum er þjóðfé-
lagsleg nauðsyn að geti haldið
áfram, ekki einungis fyrir það
fólk, sem þar er búsett hverju
sinni, heldur fyrir þjóðarheild-
ina. Og í því sambandi er rétt
og tilhlýðilegt að athuga með
nokkru raunsæi hina boðuðu
stefnu form. Alþýðuflokksins í
þessu máli.
Eins og hér er vikið að í upp-
hafi, þá er þjóðfélagsleg nauð-
Jónas Kristjánsson.
syn á, að við getum framleitt
sem allra mest af matvælum til
eigin þarfa, og að við þurfum
sem allra minnst að sækja til
hinna fjarlægu landa. En þrátt
fyrir góða viðleitni okkar, og
þrátt fyrir rúmlega 30 ára langt
samfellt og hagstætt veðurfar
hér á landi að undanförnu, þá
höfum við oft ekki getað, á
þessu tímabili, verið sjálfum
okkur nógir t. d. með kartöflur,
grænmeti, smjör o. fl. Og þegar
mj ólkurframleiðslan hefir verið
í hinni árlegu lægð, á tímabil-
inu nóv.—febr., þá höfum við
oft, ekki nema rétt naumlega
getað fullnægt neyzlumjólkur-
þörfinni í Reykjavik, þó að
stærsta mjólkurframleiðslu-
svæði landsins sé þar í næsta
nágrenni. — En til þess að fólk-
ið í Reykjavík og í bæjum lands
ins geti haft nægilega mjólk,
þegar framleiðslan er í hinni
árlegu lægð, þá verður að sjálf-
sögðu ekki komist hjá því, að
mjólkurframleiðslan yfir sumar
mánuðina verði allmiklu meiri
en svarar til þarfa þjóðarinnar
á þeim árstíma, og þá þarf, af
eðlilegum ástæðum, að selja
það sem umfram verður á hin-
um svonefnda heimsmarkaði,
eins og flestar þjóðir þurfa að
gera, er stunda landbúnað.
Nú virðist svo, að við hér á
íslandi séum að fá ofurlítið
kaldara árferði heldur en verið
hefir nú um skeið. Þannig
reyndist meðalhitastig hér árið
1967 1.2 stigum neðar en meðal
lag síðustu áratuga. Og árið
1968 var 1.0 gráðu neðan við
meðalhita síðustu áratuga. Með
tilliti til þessa má búast við að
hitastigið hér fari eitthvað lækk
andi á næstu árum, en slíku
fylgir minni grasspretta og
minni heyöflun og sem mjög
dregur úr framleiðslu landbún-
aðarvara og þá einnig mjólkur-
framleiðslunni, en þá fram-
leiðslugrein ber okkur mest
nauðsyn til að ekki dragist
saman.
Atburðir og ástand síðastlið-
ins árs og fyrstu mánaða ársins
1969 sýna glögglega hversu van
hugsuð sú stefna virðist vera,
að nú sé unnið að fækkun fram
leiðendanna og lækkun á fram-
leiðslumagninu.
Skýrslur Framleiðsluráðsins
sýna að mjólkurframleiðsla sl.
árs varð tæplega 102 milljónir
Itr. hjá öllum mjólkursamlögum
landsins, og hefir framleiðslu-
magnið minnkað frá árinu 1967
um tæpt 1% (0.59%). Samdrátt
urinn hefir þó orðið meiri, eink
um sunnanlands, eða allt að 3%
(2.6% hjá MBF). En þó að fram
leiðslurýrnunin sunnanlands sé
ekki meiri en þetta yfir allt árið
1968, þá mun framleiðslan nú
síðustu mánuðina hafa minnkað
mun meira en framangreindar
tölur sýna.
Þessi samdráttur mjólkur-
framleiðslunnar í landinu hefir
þegar orsakað verulega vöntun
neyzlumjólkur á sölusvæði
Reykjavíkur. Þessari vöntun
hefir að undanförnu verið reynt
að bjarga með því að flytja
mjólk með ærnum kostnaði frá
mjólkursamlögunum norðan-
lands til Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík, og í sl. mánuði varð
þetta mjólkurmagn sem næst
10% af daglegri neyzlumjólkur-
sölu Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík. — Þessi mjólkur-
flutningur með bifreiðum, yfir
fjöll og dali, hefir verið unnt að
framkvæma nú yfir veturinn
vegna þess hve snjólétt hefir
verið og að tekizt hefir að halda
akvegunum opnum á þessum
leiðum. Flestum ætti að vera
ljóst hvernig farið hefði í þessu
efni ef akvegirnir hefðu lokazt
vegna snjóa, svo sem löngum
hefir átt sér stað hér yfir vetrar
tímann.
Óskhyggja form. Alþýðu-
flokksins um fólksfækkun í
sveitunum og minnkaða fram-
leiðslu á búvörum í landinu, er
auðsýnilega bundin annarlegum
og úreltum sjónarmiðum og hag
fræðikenningum.
Afleiðingar slíkrar þjóðfélags
breytinga, sem Alþýðuflokks-
menn vilja koma hér á yrðu að
sjálfsögðu margvíslegar. Fækk-
un fólksins í sveitarfélögunum,
frá því sem nú er, mundi á
margan hátt auka erfiðleika
þess fjárhagslega og menningar
lega og víða leiða til upplausnar
sveitalífsins. Hús og heimili
þeirra, sem af þessum ástæðum
yrðu að hverfa úr sveitunum,
mundu leggjast í eyði og tapa
öllu sínu verðgildi. Svo, þegar
sveitafólkið, rúið húsum sínum
og eignum, yrði að flytja til
bæja og sjávarþorpa til að leita
sér atvinnu, hvar er þá að finna
húsaskjól eða atvinnu. Mundi
það ekkj verða ofraun fyrir Hús
næðismálastjórn að veita nauð-
synleg byggingalán? Og mundi
ekki slíkt aðkomufólk úr sveit-
um landsins þrengja vinnumark
aðinn fyrir það fólk, sem nú er
búsett og starfandi í borg og
bæjum landsins?
Hver sem af raunsæi vill hug
Ieiða hina umræddu tillögu
form. Alþýðuflokksins um
fækkun ísl. bænda og verulegan
samdrátt landbúnaðarframleiðsl
unnar, fjölgun atvinnuleitandi
fólks í bæjunum, svo og láns-
fjárútvegun til bygginga nýrra
heimila í bæjum og borg, svo og
margt fl., mun áreiðanlega kom
ast að raun um, að sú „hag-
fræðilega" tillaga er mjög van-
hugsuð og ekki á neinn hátt í
samræmi við aðstöðu eða þörf
íslendinga í dag. □
HINIR árlegu sjónleikir Leik-
félags Menntaskólans á Akur-
eyri þykja jafnan hin ágætasta
tilbreyting og kærkominn við-
burður í leiklistarlífi bæjarins.
Á laugardagskvöldið frum-
sýndi LMA Romanoff og Júlíu
í Samkomuhúsinu við ágætar
undirtektir. Höfundurinn er
Peter Ustinov, Lundúnabúi af
rússneskum ættum, kunnur
leikritahöfundur, leikari og
kvikmyndagerðarmaður. En
þýðingu annaðist Sigurður
Grímsson.
Leikstjóri er Þórunn M.
Magnúsdóttir frá Reykjavík, en
MINNING
HVER skilur þá ráðstöfun æðri
valda, að höggva á lífsþráð ungs
manns, rétt þegar hann er að
byrja sitt starf í lífinu? Þó er
ekki í okkar valdi, að breyta
gangi lífs og daúða, en okkur
gengur samt illa að skilja, og
sætta okkur við þessa ráðstöf-
un æðri máttarvalda. Okkur
sem þekktum Árna Gunnar
langar til að hugga þá sem sár-
ast eiga um að binda, en orð eru
svo léttvæg, þess vegna verður
þetta fátæklegt af orðum, en
bak við góður hugur. Ég hef
þekkt Árna frá því hann var
lítill drengur, og man aldrei
eftir öðru en góðum dreng. Við
dæmum æskuna oft hart, stund
um á hún það fyllilega skihð,
þess vegna verða okkur minnis
stæðar þær góðu undantekn-
ingar, þegar ungmennið sker
sig úr, vegna prúðmennsku og
góðs upplags. Árni Gunnar
starfaði með okkur í Leikfélagi
Akureyrar nokkurn tíma, en
einmitt á þeim vettvangi kynn-
ist maður oft bezt innri manni
fólksins. Ég veit að ég mæh fyr
ir munn allra er unnu þar með
honum, að betri og elskulegri
félaga var ekki hægt að kjósa
sér. Sama segja gamlir vinnu-
félagar hans hér á Akureyri er
ég hef talað við. Allsstaðar var
hann sami góði félaginn, er öll-
um þótti vænt um.
Árni Gunnar Tómasson var
fæddur í Flatey á Skjálfanda,
sonur hjónanna Þorbjargar Jó-
hannesdóttur og Tómasar
Kristjónssonar vélstjóra. Eftir
að hann fluttist með foreldrum
sínum hingað til Akureyrar,
hún hefur stundað leiklistar-
nám bæði innanlands og utan,
og er þetta fyrsta leikritið, sem
hún sviðsetur að námi loknu.
Þessi sjónleikur fjallar á
gamansaman hátt um austrið
og vestrið og togstreituna
þeirra í milli, í gervi hlutaðeig-
andi sendiherra. En sendiherra-
hjón vestursins, ásamt gjaf-
vaxta dóttur eru sýnd á „for-
sviði“ til hægri en sendiherra-
hjón austursins til vinstri,
ásamt uppkomnum syni. Það
vill nú svo til, að unga fólkið
verður ástfangið, en mörgum
Grettistökum verður úr vegi að
ryðja fyrir þá ást. Leiksvið og
lærði hann vélsmíði en þoldi
ekki þá vinnu, og fór að vinna
á stórum vinnuvélum, og nú síð
ustu tvö árin vann hann hjá
Fosskraft að Búrfelli, og þar
fórst hann af slysförum við
skyldustörf sín 15. febrúar, rúm
lega 26 ára gamall.
Hann kvæntist eftirlifandi
konu sinni Halldóru Gunnars-
dóttur 17. nóv. 1964 og áttu þau
3 dætur. Á síðastliðnu ári fluttu
þau suður á Selfoss, og voru
búin að eignast þar fallegt
heimili.
Það er stór hópur er nú á um
sárt að binda, en okkur hefur
verið kennt að góður hugur og
bænir sé máttugt afl. Ég kveð
góðan dreng, það verður alltaf
bjart yfir minningu Árna Gunn
ars. Ég bið öllum ástvinum
hans Guðs blessunar.
J. Ö.
allur sviðsbúnaður er dálítið
framandi og skemmtilegur.
Hlutverk leiksins eru 13 tals-
ins. Þar af eru þrjú veigamest,
þ. e. elskendanna og hershöfð-
ingjans.
Sigurgeir Hilmar leikur hinn
unga og ástfangna Igor Roman-
off af þeim hita, sem vera ber
og því öryggi, sem meira minnir
á æfðan leikara en skólapilt.
Brynja Grétarsdóttir leikur
hina fögru Júlíu sendiherra-
Á STJÓRNARFUNDI Sam-
vinnusambands Norðurlanda í
Kaupmannahöfn í desember sl.
var sgmþykkt, samkvæmt til-
mælum Erlendar Einarssonar
forstjóra SÍS, að samvinnusam-
böndin í Danmörku, Finnlandi,
Noregi og Svíþjóð skyldu beita
sér fyrir kaupum á íslenzkum
iðnaðarvörum frá Sambands-
verksmiðjunum á Akureyri.
Fulltrúar frá danska Sam-
BÆJARSTJÓRN hyggst á
þessu ári verja 15.6 millj. kr. til
vissra framkvæmda í bænum,
svo sem til malbikunar, undir-
byggingu nýrra gatna og eldri
o. fl., sem hér segir.
Malbikun gatna og kantsteina
lagning kr. 6.735.000. Undirbygg
ing nýrra gatna kr. 2.405.000.
(Framhald af blaðsíðu 4).
og fremst vegna veikleika
bæjarlulltrúanna sjálfra.
Sjálfstæðisflokkurinn er svo
heppinn eða óheppinn að
tapa tveim aðalfulltrúum
sínum og situr uppi með
þann þriðja. Leiðtogi þeirra
Alþýðuflokksmanna hefur
löngum verið fjarverandi og
ekki fundið til nauðsynlegr-
ar ábyrgðar, en auk þess hef
ur liann haft truflandi áhrif
á lið sitt. Um Alþýðubanda-
lagið er ekki þörf að ræða í
þessu sambandi. Þar á hvert
flokksbrot sinn fulltrúa og
er samstaða lítil á þeim bæ
um þessar mundir.
Fulltrúar Framsóknar-
manna í bæjarstjóm liafa
dóttur vestursins og er hlut-
verkið þar í góðum höndum.
Kristján Sigurbjarnarson leik
ur hershöfðingjann og dettur
manni í hug, að höfundurinn
hafi ætlað það hlutvprk sjálf-
um sér, sem „stjörnuhlutverk".
En það þarf mikið til að valda
því á þann hát-t, enda gerir
Kristján það ekki, en skilar því
þó allvel eftir atvikum.
Bryndís Guðmundsdóttir og
Guðrún Marteinsdóttir leika
sendiherrafrúrnar og hallast
þar ekki á. Báðar skila þær hlut
verkum sínum á skemmtilegan
hátt.
Jón Bcnediktsson og Bene-
dikt Olafsson leika sendiherr-
ana, kalda stríðið, eiginmenn og
feður og er mikið á þá lagt í
slíkri aðstöðu. Þeir stóðu sig
með sóma.
Tvo hermenn leika þeir Gunn
laugur Sigurðsson og Hallmar
Sigurðsson. Guðjón Þ. Kristjáns
son Ieikur njósnara og Gunnar
Þorsteinsson gamlan kærasta
Júlíu, og komast þeir allir vel
frá sínum hlutverkum. Björn
Thors leikur erkibiskup og
Ragnheiður Ríkliarðsdóttir yfir
liðsforingja. Biskupinn er gam-
all og stundum heyrnarsljór,
yfirliðsforinginn ung og fögur
kona, sem ástin heimsækir.
Þegar á allt er litið er leikur-
inn skemmtilegur, ferskur í
meðferð hinna ungu leikara, að
sumu leyti sérstæður að gerð
og mjög vel til þess fallinn að
skemmta leikhúsgestum eina
kvöldstund. Hafi LMA hug-
heilar þakkir fyrir framtakið,
og ánægjulegt kvöld.
vinnusambandmu F.D.B., þeir
O. Hjarsö deildarstjóri í vefn-
aðarvörudeild F.D.B. og R.
Rolle framkvæmdastjóri vöru-
hússins Kvickly í Randers hafa
dvalið á íslandi undanfarið til
þess að athuga með kaup á vör-
um frá Sambandsverksmiðjun-
um. Heimsóttu þeir m. a. verk-
smiðjurnar á Akureyri.
Vörur þær, sem mesta athygli
vöktu, voru íslenzkar prjóna-
Undirbygging eldri gatna kr.
4.435.000. Holræsi kr. 850.000.
Ýmis verk kr. 1.145.000. Sam-
tals kr. 15.570.000.
Þessar framkvæmdir eru auð
vitað þýðingarmiklar en þyrftu
að vera miklu meiri, atvinnunn
ar vegna og ótal þarfa af öðrum
toga. □
ekki látið sundrung hinna
flokkanna á sig fá og knúð
aðra fulltrúa og flokksbrot
til fylgis við nauðsynleg mál
efni og þar með til að
mynda meirihluta hverju
sinni um liina raunverulegu
stefnu bæjarstjómarinnar.
Oft mun reynt að spilla
samstarfi í bæjarstjórn af
öflum utan bæjarstjórnar, af
pólitískum ástæðum eða
vegna meintra flokkslegra
hagsmuna. Blöðin fylgjast
ekki alltaf með þessu og má
kannski virða þeim til vork-
unnar að þau fylgist ekki
með, hvenær þeirra flokkur
er á rnóti og hvenær með,
því það hendir flokka, að
gera hvort tveggja. □
Elnar ö. E.
skógarvörSnr.
MINNING
ÞAU sorglegu tíðindi gerðust
laugardaginn 15. þ. m. að tveir
menn fórust, er bifreiðaárekst-
ur vai'ð á veginum um Biskups
tungur í Árnessýslu. Annar
þeirra var Einar G. E. Sæmund
sen skógarvörður. Okkur vin-
um og samherjum Einars olli
þessi harmafregn mikillar
hryggðar. Hann var hvers
manns hugljúfi og á þeim aldri,
að enn mátti mikils starfs af
honum vænta.
Einar var fæddur 18. sept.
1917 á Þjótanda í Villingaholts-
hreppi í Árnessýslu. Foreldrar
hans voru Guðrún S. Guð-
mundsdóttir og Einar E. Sæ-
mundsen skógarvörður.
Einar lauk gagnfræðanámi
frá Gagnfræðaskóla Reykjavík-
ur 1934. Árin 1936—1940 var
hann við verklegt og bóklegt
skógræktarnám í Danmörku,
hér á landi og í Noregi. Hann
var skógarvörður á Vöglum í
Fnjóskadal 1937—38 og aftur
frá 1940—ársloka 1947.
1. jan. 1948 tók hann við skóg
arvarðarstarfi á Suðvesturlandi
og gerðist frá sama tíma fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
Reykjavíkur. Hann kvæntist 23.
júlí 1940 Sigríði Villijálmsdótt-
ur frá Reykjavík. Hafa þau
eignazt fjögur mannvænleg
peysur, ullai'teppi, skinn og
kuldaúlpur, fóðraðar með ís-
lenzkum gæruskinnum og einn
ig húsgagnaáklæði. Þá vöktu
hin nýju „Tweed“ ullarefni frá
Gefjuni sérstaka athygli.
Ráðgert er nú að koma upp
sýningum á íslenzku iðnaðarvör
unum í öllum samvinnuvöru-
húsum Danmerkur, þ. á. m.
vöruhúsinu Anva í Kaupmanna
höfn. Á sýningum þessum er
einnig ráðgerð sérstök kynning
á landinu íslandi, þ. á. m. kynn
ing fyrir ferðamenn.
Danirnir virtust bjartsýnir á
vörukaup og mun Jón Arnþórs
son sölustjóri fara til Danmerk
ur næstu daga til frekari samn-
inga. (Fréttatilkynning)
- Bændur ræða...
(Framhald af blaðsíðu 8).
kenningu Finns Jónssonai' pró-
fessors, sem telur t. d. nær öll
bæjarnöfn, sem enda á staðir,
eða um 1100 talsins, af manns-
nöfnum dregin. Ræðumaður
rakti með ótal dæmum hvernig
nöfn bæja hefðu tekið breyting
um og mörg orðið að manns-
nafni. Með myndum sýndi hann
einnig, máli sínu til skýringar,
upphaflegar orsakir fjölda bæj-
arnafna, er greina má í lands-
lagi eða öðrum sérkennum í
náttúrunni.
Um náttúrunafnakenninguna
hefur margt verið rætt og ekki
allt henni til stuðnings. En skýr
ingar prófessorsins og kenning-
ar voru mjög skemmtilegar og
fróðlegar um margt, og voru
bændur sammála um það og
höfðu sjálfir ýmislegt til mál-
anna að leggja, en auk þess fá
þeir nú nýstárlegt umhugsunar
efni, utan við ær og kýr og
önnur búskaparmál, sem löng-
um eru umræðuefni Bænda-
klúbbsfunda hér.
Eggert Davíðsson var fundar
stjóri. Fundurinn var vel sóttur.
Árni Gunnar Tcmasson
E. D.
Akureyrarvörur kynntar erl.
Tillögur um framkvæmdir
- LEIÐARINN: BÆJARSTJÓRN
Sæmundsen
börn. Heimili þeirra var í Kópa
vogi í námunda við skógræktar
stöðina í Fossvogi, sem rekin er
af Skógræktarfélagi Reykjavík
ur. Það féll því í Einars hlut að
sjá um rekstur þeirrar stöðvar
og jafnframt um framkvæmdir
við friðland Reykjavíkur, Heið
mörk, sem tekin var til frið-
unar og ræktunar um það leyti,
sem Einar fluttist til Reykja-
víkur og tók við starfi þar. Foss
vogsstöðin hefur tekið stöðug-
um vexti og framförum undir
umsjá Einars og þaðan koma nú
orðið fleiri trjáplöntur til gróð-
ursetningar síðustu árin en úr
nokkurri annarri skógræktar-
stöð á landinu. Heiðmörk er nú
orðin mjög eftirsóttur staður af
'borgarbúum og fleirum vegna
hins uppvaxandi trjágróðurs og
hinna fjölbreyttu og fögru blóm
jurta, sem þar hafa breiðzt út
síðan landið var friðað. Þeir
munu verða margir, sem minn-
ast Einars með þakklæti fyrir
störf hans við stöðina í Foss-
vogi og í Heiðmörk.
Einar hefur jafnframt verið í
stjórn Skógræktarfélags íslands
og verið gjaldkeri þess og einn-
ig Landgræðslusjóðs.
Hann hafði umsjón með til-
raunum með skjólbeltaræktun
á vegum Skógræktar ríkisins
eftir að ákveðið var af Alþingi
sérstök fjárveiting í því skini.
Dvaldi hann um tíma í Dan-
mörku til að kynna sér skjól-
beltaræktun þar. Hann hafði
einnig á hendi yfirumsjón með
innflutningi og sölu á jólatrjám
og greni á vegum Landgræðslu
sjóðs undanfarin ár. í öllum
þessum störfum hefur Einar
áunnið sér miklar vinsældir og
traust samstarfsmanna sinna.
Síðan 1963 hefur Einar verið
formaður Landssambands hesta
manna og átti í því starfi einnig
miklum vinsældum að fagna.
Einar var ljóðelskur og átti
létt með að koma saman stök-
um og Ijóðum, átti heldur ekki
langt að sækja það, því faðir
hans var skáldmæltur vel.
Fnjóskdælir og margir aðrir
hér á Norðurlandi eiga góðar
minningar um Einar frá þeim
tíma, er hann var skógarvörður
á Vöglum og sá um rekstur
gróðrarstöðvarinnar þar.
Það var ánægjulegt að njóta
samvista Einars, hvort sem var
í starfi eða á mannfundum.
Minningarnar um hann munu
ylja okkur vinum hans til
hinztu stundar. Ég sendi ást-
vinum hans öllum innilegar
samúðarkveðjui' og óska, að
efth-lifandi kona hans nái sem
fyrst fullum bata.
Ármann Dahnannsson.