Dagur - 26.03.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 26.03.1969, Blaðsíða 2
2 - NEMENDUR ÍÞRÓTTAKENNARASKÓLANS (Framhald af blaðsíSu 8). ingur árið 1956, Árni Guð- mundsson. Samkennari hans, Minerva Jónsdóttir, kennir Ak- ureyringum að dansa á vegum Æskulýðsráðs, á meðan hér er dvalist. Er skólinn fullskipaður, Árni? - Flest er orðið dýrt (Framhald af blaðsíðu 8). kr. 21.00. Hsekkun 329%. Salt- fiskurinn hefur þó hœkkað meira, eða um 367%. Smjör kostaði kr. 55.00 en nú kr. 138.65. Hækkun 152%. Nýmjólk in hefur hækkað um 168% og rjómi um 197%. Súpukjöt kost- aði 29.50 en nú kostar það kr. 108.50 og er hækkunin 268% og hækkunin á saltkjöti er þó enn meiri. í nóvember 1958 var vísitala byggingarkostnaðar 134 stig en í febrúar sl. 386 stig. Hækkun 188%. íslenzkir ráðherrar krefjast þess, að þjóðin sætti sig við versnandi lífsk'jör möglunar- laust og undirstriki þar með, að ísland hafi þá algeru sér- stöðu að búa við svo lélega stjórn, að fólkið búi við verri og versnandi lífskjör en nágranna- þjóðirnar, þrátt fyrir góðæri í heilan áratug. Flest er dýrt hér á landi, en dýrast af öllu er að hafa lélega stjórnarforystu. □ Að gefnu tilefni AÐ gefnu tilefni skal það tekið fram, að við undirrituð, kenn- arar við Menntaskólann á Akur eyri, sem vorum til eftirlits af skólans hálfu, urðum ekki vör við drykkjuskap, er nemendur 6. bekkjar M. A. dvöldu í Skíða hótelinu í Hlíðarfjalli. Teljum við, að framkoma bekkjarins í heild hafi verið til sóma. Heimavistir skólans eiga að rúrna 30 nemendur, en þær eru ekki alveg tilbúnar. Nemendur skólans eru 20 nú í vetur, 9 stúlkur og 11 piltar. Og réttindin, sein skólinn veit ir nemendum sínum? Nemendur skólans hafa rétt til þess, að prófum loknum, að kenna við alla íslenzka skóla. Skólinn er eins árs skóli og hef- ur verið það. Vonir standa til, að hann verði gerður að tvéggja vetra skóla. Inritökuskilyíði? Miðskólapróf var sett að skil- yrði m. a. en nú hafa flestir nemendur kennaramenntun eða stúdentsmenntun. Hvernig lízt þér á þig hér? Hér virðist framúrskarandi gott að dvelja og er ég sérstak- lega ánægður að vera kominn hingað. Undanfarin tvö vor höf um við dvalið á ísafirði við skíðaiðkanii’. Það er mikils virði fyrir nemendur og okkur öll, að dvelja í nýju og heill- andi umhverfi og bæði sjá og' finna, hvað land okkar hefur upp á að bjóða í þessum efnum. Um slíka aðstöðu er ekki að ræða syðra. Þar hefur verið snjólaust að kalla í allan vetur. Dagur þakkar svörin og von- ar, að þessir gestir og aðrir, verði ekki fyrir vonbrigðum. □ KORSELETT SLANKBELTI BUXNABELTI BRJÓSTAHÖLD VERZLUNIN DYNGJA \ il kanpa vel með farna B ARN AKERRU Uppl. í sfma 2-15-79. Akureyri 24. marz 1969. Ragnheiður Stefánsdóttir, Vilhjálmur Ingi Árnason. Vil kaupa gott SEGULBANDSTÆKI Uppl. í síma 1-15-41. Vegna greinar í Alþýðumann inum um drykkjuskap 6. bekk- inga M. A. í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli vil ég taka fram, að starfsfólk hótelsins varð ekki vart við, að áfengi væri haft um hönd, og var hegðun nemenda til sóma í hvívetna. Akureyri 24. marz 1969. Hallgrímur Arason, hótelstjóri. FRE YVANGUR Póló og Bjarki leika og syngja að Freyvangi n.k. laugardag .80. marz kl. 21.30. Kvf. Aldan. ELDRI-DANSA klúbb- iirinn: Dansleiikur í Al- þýðuhúsinu laugardag- inn 29. marz. Helst kl. 9 e. h. Miðasalan opnuð kl. 8. — Þeir, sem liafa félagsskírteini framvísi stofninum við inngang- inn. STJÓRNIN. Vil kaupa gullpening Jóns Sigurðssonar 1961, Alþingishátíðarpening- inn 1930 og ýmsar gerð- ir eldri peninga, inn- lendra og erlendra, einn ig eldri gerðir íslenzkra bankaseðla. Tækifæris- verð. — Sími 2-15-37. STULKA ÓSKAST til ræstingar á heimili, einn dag í iviku. Bergþóra Eggertsdóttir, Hafnarstræti 102 (Símstöðin, 4. hæð). ATVINNA - BARNA- GÆZLA. 2 telpur, 11 og 13 ára óska eftir að gæta barna í sum'ar (lielzt á Brekkunni). Uppl. í síma 1-23-22. VANTAR MANN vanan sveitastörl'um. Uppl. í síma 2-15-70 og Vinnumiðlunarskrif- stofu Akureyrar. HERBERGI til leigu. Fæði kemur til greina. Uppl. í síma 1-25-79. TIL SÖLU 3ja herb, RISlBÚÐ í Hafnarstræti. Freyr Ófeigsson lidl., sími 2-13-89. HERBERGI til leigu. Uppl. í síma 1-13-94. Reglusöm stúlka óskar eftir stofu og eldunar- plássi, helzt á Syðri- brekkunni. Uppl. í síma 1-14-12 eftir kl. 17. Góð 3ja herbergja ÍBÚÐ til sölu. Uppl. í síma 2-16-31 eftir kl. 7 á kvöldin. ÍBÚÐ ÓSKAST. F.ldri kona óskar eftir tveggja til þriggja her- bergja leiguíbúð á Odd- eyrinni eða í nágrenni Uppl. í síma 2-10-83. HERBERGI óskast til leigu. — Helzt nálægt Menntaslkólanum, og með húsgögnum. Uppl. í síma 1-18-29. SMÁTT & STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). var um tíma, hafi verið tiltölu- lega auðvelt að fá vel borgaða sumarvinnu, en síðustu tvö ár- in hafi hér breyting orðið á og horfi nú til vandræða. En löng- um hafi nemendur að verulegu leyti unnið á sumrin fyrir skólá kostnaði, enda lengra sumar- leyfi hér en í öðrum lönduin. KALRANNSÓKNIR A AKUREYRI Jónas Jónsson flytur á Alþingi ásamt fjórum öðrum alþingis- mönnum af Norðurlandi tillögu til þingsályktunar um, að efldar verði kalrannsóknir við til- raunastöð Rannsóknarstofnun landhúnaðarins á Akureyri, og er Jónas framsögumaður þess máls. I greinargerð segir, að á Akureyri séu nú tvær rannsókn arstofnanir, er fjalli um verk- efni fyrir landbúnaðinn og veiti Jóhannes Sigvaldason, sérfræð- ingur í jurtanæringarefnum, þeim báðum forstöðu. Ekki leik ur vafi á, að kalrannsóknir fyrir Norður- og Austurland eru vel settar á Akureyri. EMBÆTTAVEITINGAR Jónas Jónsson og Ingvar Gísla- son eru meðflutningsmenn að þeirri þingsályktunartillögu, að starfsmannaráðningar ríkisins og ríkisstofnana miðist að því, betur en verið hefur, að tryggja sem óháðast og ópólitískast veit ingavald og starfsmannaval. Flutningsmenn segja það bæði réttlætismál og hagsmunamál fyrir þjóðfélagið, að veitinga- valdið sé fært sem mest úr höndum pólitískra ráðherra og lagt í hendur sem óháðastra aðila, eða bundið ákveðnum reglum til að fyrirbyggja hlut- drægni. TILKYNNING UM AÐSTÖÐUGJALD Á AKUREYRI Samkvæmt heimild í 3. kafla laga nr. 51, 1964, !um tekjustofna sveitarfélaga, samanber reglugerð nr. 81, 1962, um aðstöðugjald, hefir bæjarstjórn Akureyrar ákveðið að innheimt skidi aðstöðu- gjald í kaupstaðnum á árinu 1969, samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá: 0,5% Rekstur fiskiskipa og flugvéla, fiskvinnsla, nýsmíði skipa, búrekstur. 0,8% Heildsala. 1.0%Rekstur farþega- og farmskipa, matsala og hótelrekstur, try gg i ngas tarfse m i, útgáfu- starísemi, verzlun ót. annarsst., iðnaður og iðja ót. a. 1,5% Sælgætis-, efna-, öl- og gosdrykkjaverk- smiðjur. Rdkstur vinnuvéla. 2,0% Leigu- og umboðsstarfsemi, lyfjaverzlun. snyrtrvöruverzlun, sportvöruverzlun, leik- fangaverzlun, hljóðfæraverzlún, blóma- verzlun, minjagripaverzlun, klukku-, úra- og skartgripaverzlun, gleraugnaverzlun, ljósmyndavöruverzl un, listmunaverzlun, gnll- og silfursmíði, sælgætis- og tóbaks- verzhm, kvöldsöluverzlanir, kvikmynda- húsrekstur, fjölritun, fornverzlun, bifreiða- akstur, rakara- og ihárgreiðslustofur, per- sónuleg þjónusta, enn fremur hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi ót. a. Með skírskotun til franrangreindra laga og reglu- gerðar er enn fremur vakin athygli á eftirfarandi: 1. Þeir, senr ekki eru framtalsskýldir til tdkju- og eignarskatts, en eru aðstöðugjaldsskyldir, þurfa að senda skattstjóra sérstakt fraimtal til aðstöðugjalds, fyrir 15. apríl n.k., slrr. 14. gr. reglugerðarinnar. 2. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjald- flokks, skv. olangreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyrir Iiverjum einstcikum gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðarinnar. Framangreind útgjöld ber að gefa upp til skatt- stjóra fyrir 15. apríl n.k., að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið svo og skipting í gjaldflclkka áætl- að, eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öll- um útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Akureyri, 26. marz 1969. , Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.