Dagur - 26.03.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 26.03.1969, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Alvara eða blá bók í SEINNI TÍÐ hefur verið venja Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm Reykjavíkur að gefa út svokallaða „bláa bók“ fyrir bæjarstjómarkosn- ingar. Þetta er áróður í máli og myndum um þær framfarir, sem flokkurinn telur sig hafa staðið fyrir á liðnum tímum eða hafa í hyggju að beita sér fyrir, ef hann fái að halda meirihluta. Brosa sumir að en aðrir láta sér vel líka. Fyrirheit ríkisstjómarinnar um Norðurlandsáætlun á fjögurra ára afmæli á næsta sumri. í alþingis- kosningunum 1967 lýsti fjármálaráð herra því yfir, að áætlunin kæmi á því ári, en úr því varð ekki. Aðspurð- ur á Alþingi næsta vetur, sagði hann, að hún kæmi á árinu 1968, en það brást. Og enn er hún ókomin. Sumir segja, að þetta sé eðlilegt, því áætl- uninni sé það eina hlutverk ætlað, að vera hin „bláa bók“ Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi í næstu kosningum. Að svo stöddu verður að gera ráð fyrir, að loforðin um Norðurlands- áætlun sé einskonar kosningakukl, fremur en andleg deyfð þeirra, sem loforð gáfu um liana. í þriðja lagi gæti verið um það að ræða, að þeir vissu ekkert hverju þeir lofuðu. Meðal hagfræðinga er í þessu sam- bandi talað um tvennskonar áætlan- ir: Líkindaáætlanir og stefnuáætlan- ir. Líkindaáætlanir em eins og veð- urspár, í því fólgnar að gera sér grein fyrir því, hver þróunin muni verða án sérstakra nýrra aðgerða. Slík áætl- un er fræðileg og væri lítils virði fyrir Norðurland eins og á stendur. Sú Norðurlandsáætlun, sem menn hafa vonazt eftir, er stefnuáætlun, og þá gert ráð fyrir að stefnan sé sú, að skapa skilyrði til þess á tiltekn- um tíma, að fólki geti fjölgað eðli- lega í þessum landshluta þannig, að afkoma þess verði almennt eins góð og bezt gerist í landinu. Áhugasamir starfsmenn hjá Efna- hagsstofnuninni, sem héldu fimdi með sveitarstjómum á sínum tíma, virtust hafa mikinn áhuga á því, að bættar yrðu samgöngur á landi og sjó og var það í samræmi við það, sem gerðist á Vestfjörðum. Þeir ræddu einnig um fræðslu- og félags- starfsemi hér norðanlands og um at- vinnumál. Af þessu hafa menn ráð- ið, að Norðurlandsáætlunin myndi fjalla um vega- og hafnargerðir, skólabyggingar, félagsmálafram- kvæmdir og atvinnufyrirtæki á til- greindum stöðum, m. a. fjölgun fiskiskipa. Um þetta o. fl. þarf norð- lenzk stefnuáætlun að f jalla. Og ekki (Framhald á blaðsíðu 7). JÓNAS JÓNSSON, ráðunautur: Nokkur orð fil upprifjunar um .Deltifosshreyfingu' Á ÁRUNUM 1960—1966 var mjög mikið barist fyrir því að rannsakaðir yrðu virkjunar- möguleikar við Jökulsá á Fjöll- um með það fyrir augum að hrinda í framkvæmd stórvirkj- un nálægt Dettifossi. Fjöldamörg félagasamtök og einstaklingar sýndu áhuga á málinu. Stuðningur við það virtist mikill í öllum Norðlend- inga_ og Austfirðingafjórðung- um. Um þetta vitnar fjöldi sam- þykkta og ályktana frá sveitaiv stjórnum, sýslunefndum, bæjar stjórnum, fjórðungsþingum, bændafélögum og búnaðarsam- böndum, frá stóru kvenfélaga- sambandi, og síðast en ekki sízt má vitna til einróma samþykkt ar frá fundi 20 þingmanna, sem þá áttu þingsetu sína að þakka atkvæðastuðningi úr nefndum fjórðungum. Það var því ekki að ófyrir- synju að Gísli Guðmundsson, alþingismaður, nefndi sameigin lega baráttu allra þessara aðila fyrir stórvirkjun í Jökulsá „Dettifosshreyfinguna“. Það gerði hann m. a. í mjög yfirgripsmikilli þingræðu 4. apríl 1966, í uim-æðum um ál- bræðsluna í Straumsvík, í þeirri ræðu rakti hann, á gleggri og fyllri hátt en mér er kunnugt um að gert hafi verið í annan tíma, öll atriði Detti- fossmálsins og sögu þess. Af meðferð og afdrifum þessa sameiginlega baráttumáls fjórð unganna, sem fjærst liggja frá höfuðborginni, og þar með frá stjómarstofnunum, banka og peningavaldi, hygg ég að margt megi læra. Þetta ættu þeir að kynna sér vel sem nú vilja hefja sóknina að nýju. Með undirskrift álsamning- anna 1966 var lokið einni orustu í vamarbaráttu jafnvægis- manna við miðsóknarvaldið og því miður lauk henni með ósigri þeirra fyrrnefndu. Ekki fullum þó, því að nokkuð kann að hafa áunnizt óbeint fyrir Norður- land. Því miður verður einnig að líkja viðleitni jafnvægis- manna við „varnarbaráttu", þeir hafa enn ekki náð því marki að snúa vöm í sókn. Þó er þetta barátta þeirra manna, sem eru svo bjartsýnir að þeir láta sér detta í hug að við get- um haft skynsamlega stjóm á þróun byggðar í landinu. Stjórn sem miðar að meiri velferð allra íbúanna. Þeir vilja beita skyn- samlegu mati út frá ákveðnum heildarstefnumörkum, þegar at vinnurekstri er vralinn staður í landinu, og sérstaklega þegar um stórar atvinnuehiingar er að ræða. Þeir vilja að þá ríki framsýni en ekki skammsýni. Höfuðmark miðið á þá að vera sem hag- kvæmast búsetu, til nýtingar auðlinda landsins. Hún á að tryggja mesta velferð íbúanna. Þjóðfélaginu er þá einnig skylt að veita þegnunum jafna aðbúð hvar sem þeir búa þó að það virðist eitthvað dýrara á einum stað en öðrum reiknað á hvern ibúa. Baráttunni fyrir Dettifoss- virkjun, sem er einn liður í þessari framfarasókn, er ekki lokið þó að hopa þyrfti í fyrstu lotu. Nú er réttur tími til að auka liðsöfnuð og endurskipuleggja bai'áttuna, því ber að þakka að umræður eru hafnar um málið, og sérstaklega greinar eins og þá sem Björn Friðfinnsson bæj arstjóri á Húsavík skrifaði í ís- lending 6. tölubl. í vetur. Rétt er til glöggvunar að rekja í fáum orðum upphaf baráttunnar. Á þinginu 1959—1960 fluttu þeir Gísli Guðmundsson, Kai'l Kristjánsson og Garðar Hall- dórsson á Rifkelsstöðum þings- ályktunartillögu um fullnaðar- áætlun um virkjun Jökulsár á Fjöllum og athugun á fram- leðslumöguleikum í sambandi við hana. Tillagan varð ekki útrædd á því þingi. Á næsta þingi var svipuð til- laga og hin fyrri samþykkt, hún var borin fram af öllum þing- mönnum úr Noi'ðurlandskjör- dæmi eystra. Tillagan var þannig: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórn- Jónas Jónsson, ráðunautur. ina, að láta hraða gerð fulln- aðaráætlunar um virkjun Jökulsár á Fjöllum, og athugun á hagnýtingu orkunnar til fram leiðslu á útflutningsvöru og úr- ræðum til fjáröflunar í því sam bandi“. Þessi tilaga var sam- þykkt á Alþingi 22. marz 1961 sem ályktun. Um þetta leyti rignir yfir ályktunum frá allskonar sam- tökum, sem ég nefndi hér í upp hafi. Ein hin fyrsta var gerð á Fjórðungsþingi Norðlenginga á Húsavík í júní 1960. Nefna má af ályktunum sem síðar komu, samþykkt fundar í Bændafélagi Fljótsdalshéraðs í febrúar 1962, sem bendir á að slík stórvirkj- un með þeirri atvinnu og stór- iðnaði, sem fylgir slíkum fram- kvæmdum „mundi öðru fremur jafna aðstöðuna í byggðum landsins og mundi flestu öðru fremur vinna á móti þeirri þró- un, sem alþjóð hefir viðurkennt að er óheppileg, að meirihluti þjóðarinnar safnist á eitt horn landsins, þar sem stórvirkjun á Suðurlandi mundi örva þá þró- un.“ í apríl 1962 var haldinn fund- ur í Alþingishúsinu með öllum þingmönnum úr Austfirðinga- og Norðlendingafjórðungum, 15 voru mættir af 20, 5 boðuðu for föll. Þessi fjórðimgur þing- heims, ákvað að boða til fundar með öllum þingmönnum á Norður- og Austurlandi (20 að tölu) og fulltrúum frá öllum bæjarstjórum og sýslunefndum á Norður- og Austurlandi. Sá fundur var svo haldinn á Akureyri, og áttu þar setu full- trúar 16 bæjarstjórna og sýslu- nefnda af svæðinu frá Hrúta- fjarðará — að Skeiðarársandi, sem nær yfir meira en Hólm- ann hálfan, auk 20 þingmannaj þriðjungs þingheims. Ekki verður annað sagt en að þarna væri sterk hreyfing á ferðinni sem líkleg væri til að ná fram máli sínu. Ályktuxi fundarins var eindregin, hún hófst svo: „Fundur fulltrúa frá sýslunefndum og bæjarstjórn- um á Norður. og Austurlandi, þar sem einnig eru mættir al- þingismenn þessara landsfjórð- unga, haldinn á Akureyi'i 8. júlí, lýsir yfir því að hann treystii' því og leggur á það áherzlu, að framkvæmdur verði á þessu ári yfirlýstur vilji Al- þingis samkv. þingsályktunar- tillögu 22. marz 1961 . . . . “ Og síðar í ályktunni segir: „Krefst fundurinn þess að fram kvæmd þingviljans, sem kemur fram í þingsályktunartillögunni verði látin sitja fyrir undirbún- ingsathöfnum annars staðar, af sama tagi, enda verði ekki tek- in ákvörðun um staðsetningu stórvirkjunar í landinu fyrr en þessar áætlanir eru fullgerð- ar ....“ En það kom annað merkilegt fram á Akureyrarfundinum, þar voru mættir fróðir menn að sunnan, raforkumálastjóri og formaður, þá nýlega stofn- aðrar stóriðjunefndar. Norðan- og Austanmenn munu hafa boð að þá til þess að fá svör við tveimur höfuðspurningum: Hvort baráttumál þeirra, Detti- fossvirkjun, væri svo hagkvæm að hægt væri að ráðast í hana? Og þá til hvers ætti að nota ork una, sem þar fengist? Þetta væru spurningarnar sem þeir þyrftu að fá svör við. Þeir væru að berjast fyrir þessari virkjun í þessum landshluta í ákveðn- um tilgangi, — til eflingar byggðar í meira en hálfu land- inu, til að vinna gegn ákveðnu vandamáli, ójafnvæginu, sem almennt væri viðurkennt sem vandamál alþjóðar. En þeir fengu ekki svör við spurningum sínum, heldur var þeim sagt annað, sem þeir spurðu þó ekki um og kom mál inu ekki við frá þeirra sjónar- miði, og það var það, að ef til vill væri hægt að virkja ódýr- ara annarsstaðar á landinu. Það var ekki mikið talað um Jök- ulsá á Fjöllum, heldur gerður samanburður á því að virkja Þjórsá og Jökulsá, það var nógu fróðlegt út af fyrir sig að fá þann samanburð en hann skipti ekki máli í þessu sambandi. Þjórsárvirkjun yrði aldrei gerð í sama tilgangi og Jökulsárvirkj un. En merkilegust munu erindi þessi verða talin fyrir það, að þarna kom fyrst fram, í þessu máli, sú aðferð þjóna miðsókn- araflsins, sem alltaf er notuð til að draga úr aðgerðum til að vinna gegn því, en hún er sú að sýna fram á, að ódýrara sé, að áhættuminna sé, að auðveldara sé að láta undan því. Þama var bent á að Þjársárvirkjun yrði eitthvað ódýrari. Síðar kom fram í sambandi við álsamninga að eitthvað yrði að bjóða á móti ef fá ætti verksmiðjuna norður og Svissurum þætti ódýrara og hægara að hafa hana fyrir sunn an. Á sama grundvelli og þessi erindi byggðu ráku stjórnar- völd svo áróður gegn Dettifoss- virkjun. Aldrei kom ahnað fram en að Dettifossvirkjun væri hag- kvæm, og að þar mætti fram- leiða orku í því magni, og á því verði, sem hentaði til stóriðju, sem sambærileg er við það, sem erlendis gerist. Það kom m. a. fram í skýrslu „Harsa“ ameríska verkfræði- fyrh’tækisins, sem orkumála- stofnunin hefur h'aft til ráðu- neytis m. a. við Búrfellsvirkjun, (skýrslan er dags. 1. febrúar 1963), „að á grundvelli þehra upplýsinga, sem fyrir lágu virt- ist Dettifossvirkjun vera eðli- legasta stórvirkjunarfram- kvæmd á Norðurlandi miðað við sölu á raforku á sanngjörnu verði.“ Þetta var það sem spurt var um og á þessu svari hefði átt að byggja áframhaldandi rannsóknir og síðan fram- kvæmdir. Það virtist liggja ljóst fyrir að hagkvæmt væri að virkja 100 MW virkjun við Dettifoss. Björn bæjarstjóri benti á hráskinnsleikinn sem leikinn var með það að fyrst var talin of stór virkjun fyrir álbræðslu, en síðan var samið um þá sömu stærð, þ. e. 60 þús. smálestir, sem hentaði slíkri virkjun. Akureyrarfundurinn var tákn rænn, þar skipti sköpum, ekki vegna þess að samstaða væri ekki um það meðal allra fundíar manna, að vinna að Dettifoss- virkjun, heldur vegna þess, að í ljós kom að embættismenn- irnir og stjórnendur þeirra fyr- ir sunnan væru ákveðnh í því að fara sínu fram þrátt fyrir yfirlýstan vilja Alþingis um að láta Dettifossvirkjun og stór- iðjuathuganir við hana ganga fyrir í áætlunum, af því má rök rétt ætla í framkvæmd. Því svöruðu þeir „axarskaft“ þegar þeir voru spurðir um möguleika Dettifoss. Þeir menn réðu sem minnsta mótstöðu höfðu gegn miðsóknar aflinu. Síðar hefur annað slagið ver- ið látið í það skína að næsta stórvii'kjun ætti að vera fyrir norðan, eða næsta albræðsla, með „hundi“ norður yfir há- lendið. En gæta verður þess að sömu aðferðum verði ekki beitt aftur þegar til alvörunnar kemur. Jafnvægismenn þurfa að læra af þeirri reynslu, sem héi' hefur stuttlega verið rakin. Það verður að fá það viður- kennt að þó það kunni að kosta peninga í bili, að vinna gegn miðsókninni þá sé það réttlætan legt vegna almannaheilla. Nú þarf að vinna að Detti- fossvirkjun hið bráðasta og ljúka strax nauðsynlegum rann sóknum og kanna grundvöll fyrir framkvæmdum. (Framhald á blaðsiðu 7) - Ályktun Búnaðars. (Framhald af blaðsíðu 1) upplýsingar um innihald sinnar vöru. Má þar sérstaklega nefna magn próteins, sem hingað til hefur verið gefið upp á ýmsa vegu og undir mismunandi nöfnum. Þurfa þessar upplýs- ingar að vera í samræmi við þær leiðbeiningar, sem leiðbein ingaþjónustan lætur bændum í té. Þar sem fram hefur komið á Alþingi frumvarp um breyting- ar á lausaskuldum bænda í föst lán, telur fundurinn, að slík breyting nái ekki að koma lána málum bænda í viðunandi horf, nema lánstíminn verðj minnst 25—30 ár og vextir ekki hærri en 6.5%. Ur stjórn sambandsins átti að ganga Jón Hjálmarsson bóndi í Villingadal, en hann gaf ekki kost á að taka endurkjöri, þó fulltrúar æsktu þess einróma. í hans stað var kjörinn í stjórn ina Sveinn Jónsson bóndi í Kálfskinni. Aðrir í stjórninni eru Ármann Dalmannsson, Ak. og Eggert Davíðsson, Möðru- völlum. Niðurstöðutölur fjárhagsáætl unar sambandsins voru rúm- lega 1.5 millj. kr. Árni Kristjáns son menntaskólakennari ræddi á fundinum um héraðsskjala- safn Eyfirðinga, sem verið er að koma á fót. □ 5 | SJÖTUGUR 1 t f | Hðnnes J. Magnússon I | fyrrverandi skólastjóri f Hljómleikar Lúðrasveifar Akureyrar LÚÐRASVEIT AKUREYRAR heldur hljómleika í Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri fimmtudag- inn 27. marz og hefjast þeir kl. 21. Hljómleikarnir eru fyrir styrktarmeðlimi, svo og aðra meðan húsrúm leyfir. Hljómleikar Lúðrasveitarinn TÓNLISTARFÉLAG AKUR- EYRAR efndi til tónleika þriðju daginn 18. marz í Borgarbíói. Brezki píanóleikarinn Philip Jenkins lék og hafði sett saman hina fjölbreytilegustu dagskrá, allt frá ítalanum Carbonelli (1685—1772) til Rússans Prokofiev (1891—1953). Það eru nú u. þ. b. tvö ár síð- an Philip Jenkins lék í fyrsta sinn á Akureyri, er hann kom fram á tónleikum Tónlistarfé- lags Akureyrar. Síðan hefur hann einnig leikið hér með „Trio of London“ og komið fram sem undirleikari í nokkur skipti. Þá lék hann fyrir skömmu í Reykjavík með Sin- foníuhljómsveit íslands. Ekki getur áheyrendum blandazt hugur um, að Philip Jenkins er hinn færasti lista- maður á sitt hljóðfæri, sívax- andi í list sinni, og er fágun og léttleiki mjög einkennandi fyrir leik hans. Á fyrri hluta efnisskrár voru prelúdía eftir Carbonelli, sónata eftir Haydn og Abegg tilbrigði eftir Schumann, allt áheyrileg og indæl verk og eftir því fallega leikin, en eftir hléið fór þó fyrst að draga verulega til tíðinda. Síðari hluti efnisskrár- innar hófst með sónötu nr. 3 eftir Prokofiev. Er það allþyrrk ingslegt verk á köflum, en bráð skemmtilegt, aldeilis engin logn molla, og lék Philip Jenkins þessa sónötu af ósviknu fjöri og öruggri tækni. Þama var vissu- lega öllu vel til skila haldið. Þá komu þrjár prélúdíur eftir Debussy og svo jafnvígur sem Philip Jenkins virðist vera á hin ólíklegustu viðfangsefni þá leynir sér þó ekki, að hann er sérlega handgenginn Debussy og t. d. Raveí. Hin fágaða, lit- ríka franska tónlist nýtur sín frábærlega vel í meðförum hans. Vart er hægt að hugsa sér öllu næmari túlkun en þá, sem fram kom í flutningi listamanns ins á prélúdíum Debussys, þess um skínandi perlum. Tónleikunum lauk með tveim verkum eftir Chopin, Im- promptu í Fis dúr og Ballötu ar hafa um árabil verið vinsæll þáttur í tónlistarlífi bæjarins og aðsókn jafnan verið mikil. Aðgöngumiðar verða seldir í Gullsmíðaverzlun Sigtryggs og Péturs miðvikudag og fimmtu- dag og þar eru einnig skráðir nýir styrktarmeðlimir. Ef eitt- nr. 2 í F dúr. Var það glæsi- legur og þróttmikill leikur, sem hæfði vel anda þessara verka, en Ballötur Chopins eru sann- kölluð hetjuljóð. Ekki leyndi sér hrifning áheyrenda, en Borgarbíó var því miður ekki fullskipað. Hvað veldur? Er óneitanlega ástæða til nokkurra hugleiðinga í því sambandi. Philip Jenkins. Tónlistarfélag Akureyrar mið að starfsemi sína við það, að viss hópur áheyrenda gerist áskrifendur og greiði miðaverð fyrir hálft eða heilt starfsár í senn. Verð miða er nú 125 kr. og hefur hver áskrifandi tvo miða á ferna tónleika hvert starfsár. Þetta er hinn fjárhags- legi grundvöllur, sem Tónlistar félag Akureyrar byggir starf- semi sína á. Þess skal einnig get ið, að félagið hefur notið fjár- styrks árlega af hálfu bæjaryfir valda og nemur sá styrkur nú 25 þús. krónum. Einnig hefur félagið notið stuðnings sömu aðila, er Sinfoníuhljómsveit ís- lands hefur leikið á þess veg- um, en þar er um kostnaðar- samara fyrirtæki að ræða en svo, að ekki stærra félag fái undir risið af eigin rammleik. Fjöldi áskrifenda miðast sem kunnugt er við stærð Borgar- bíós eða u. þ. b. 280 miða. Nú standa málin þannig, að ein- ungis 144 miðar eru greiddir fyrir allt yfirstandandi tímabil. Ennfremur hefur gengislækkun raskað stórlega öllum fjárhags- áætlunum, sem gerðar voru í upphafi starfsárs. Kemur nú tvennt til greina, annað hvort hvað verður óselt af miðum, verða þeir seldir við inngang- inn. Stjórnandi Lúðrasveitar- innar er Jan kisa, og eru bæjar búar hvattir til að láta tón- leikana ekki fram hjá sér fara. Formaður L. A. er Sævar Vig fússon. (Aðsent) að skoða það sem staðreynd, að hér í bæ sé öldungis ekki grund völlur fyrir slíkri starfsemi, og hljóti hún því að leggjast niður, ellegar freisti menn þess nú að gera nýtt átak í þessum málum. Væri þá mjög aðkallandi að hugleiða það, hvort ekki mætti finna starfsemi þessari eitthvað form, sem heppilegra reyndist en það fyrirkomulag, sem nú er stuðzt við. Það er augljóst mál, að félag, sem ekki hefúr stærri hóp að bakhjalli en 280 manns, svo miðað sé við fulla þátttöku, hefur ekki bolmagn til að tryggja Akureyringum það, að hér geti árlega farið fram viss fjöldi tónleika með viðunan- legri fjölbreytni í efnisvali. Hér þurfa einfaldlega að koma til fleiri og öflugri aðilar, og sam- stilltara átak er skilyrðislaus forsenda farsælla framkvæmda í þessum efnum. Eflaust eru margir sammála um, að Tónlistarfélag Akureyr- ar hafi hlutverki að gegna og það ekkert síður, þótt fleiri aðilar legðu hönd á plóginn. Hins vegar hefur hin dvínandi þátttaka greinilega sýnt, að til- vist félagsins er hreint ekki sjálfgefin, heldur einungis kom in undir áhuga og virkri þátt- töku manna. Þeir, sem vilja eiga þess kost að geta sótt tón- leika annað slagið, eru hér með hvattir til þess að efla Tónlistar félag Akureyrar svo sem frek- ast er kostur og ennfremur að hugleiða, hvernig færa megi tónlistarmál bæjarins í betra og öruggara horf. S. G. ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ fyrsta tbl. 1969 er komið út, og var selt hér á Akureyri um helgina. Ritstjóri er séra Bolli Gústavsson, en afgreiðslumaður Jón A. Jónsson, en hjá honum og í Bókaverzl. Eddu fæst ritið Æskulýðsblaðið er 25 síður, myndum prýtt að vanda, gott lesefni eftir marga höfunda, einkum hina yngri. □ HANNES J. MAGNÚSSON f.v. skólastjóri og rithöfundur er fæddur á Torfumýri í Skaga- firði 22. marz 1899. Foreldrar hans voru Magnús Hannesson bóndi þar og kona hans Ragn- heiður Jakobína Gísladóttir. Snemma hneigðist hugur Hannesar að námi og fór hann því í Alþýðuskólann á Eiðum, en síðar í Kennaraskóla íslands. Þar lét hann þó ekki staðar numið, heldur fór tvær lengri námsferðir til Norðurlanda og sótti fjölmörg kennaranámskeið hér heima á íslandi. Haustið 1930 réðist hann kennari við Barnaskóla Akureyrar, þá ný- kvæntur, en kona hans er Sól- veig Einarsdóttir frá Fjarðarseli í Seyðisfirði. Hannes varð snemma áber- andi maður í félagsmálum, og má þar fyrst nefna Kennara- félag Eyjafjarðar, en í stjórn þess var hann kosinn 1931 og síðar formaður. Hann var gæzlu maður í bamastúku rúm tutt- ugu ár, stórgæzlumaður ungl- ingastarfs í Stórstúku íslands 1941—1948 og stórfræðslustjóri í Stórstúku íslands 1952—1954. Þá hefur hann einnig átt sæti í stjórnum fjölmargra annarra félaga. Árið 1945 gerðist hann yfir- kennari við Barnaskóla Akur- eyrar og tók þar við skólastjórn tveim árum síðar, af Snorra Sigfússyni þáverandi náms- stjóra. Gegndi Hannes skóla- stjórastarfi til ársins 1964, en ári síðar fluttust þau hjónin til Reykjavíkur og dvelja nú í nágrenni við uppkomin börn sín. Kynni okkar Hannesar J. Magnússonar hófust haustið 1956, þegar ég fluttist til Akur- eyrar og tók við starfi uiidir hans leiðsögn. Brátt var mér ljóst, að dagsverk hans var mikið. Skólastjórn á daginn, en ritstörf og félagsmál næstum allan annan tíma nema blá- nóttina. Á sumrin, þegar sólin vermdi skólaveggina og þorri Akureyringa dvaldi utan bæj- ar, sat Hannes inni á skrifstof- unni sinni í barnaskólanum og skrifaði. Ymist voru það grein- ar varðandi uppeldismál, eða skemmtiefni í barnablaðið VOR IÐ, sem hann stofnaði árið 1932 og hefur ritstýrt síðan, ásamt Eiríki Sigurðssyni f.v. skóla- stjóra Oddeyrarskólans. Ætti hann einhverjar afgangsstund- ir, skipti hann þeim milli heim- ilisins og þess að rita eða þýða barnabækur. Þegar tímaritið „Heimili og skóli“ var stofnað árið 1942, gerðist Hannes ritstjóri þess og gegnir því starfi enn. Gróða- sjónarmiðið hefur aldrei ráðið neinu um ritstörf Hannesar, heldur hitt, að með pennanum tekst honum að ná til svo margra, ungra sem aldinna, er tileinka sér kærleiks- og trúar- boðskapinn, sem alls staðar glitrar í skrifum hans. Ég álít það enga tilviljun, að barnablaðið sitt nefndi hann VORIÐ. Við, sem höfum haft hann sem skólastjóra vitum, að hann er maður vorsins, og minn umst þess oft áður fyrr, þegar sólargang lengdi og hlý sunnan golan gældi við húshornin, að þá birtist hann stundum á kennarastofunni með þau orð á vörum: „Skyldi vera farið að grænka í Skagafirði"? Grunur minn er sá, að Skagafjörður eigi öðrum byggðum sterkari tök í huga hans og í minning- um þaðan sé alltaf vor. í viðskiptum sínum við börn- in bar hæst kærleikurinn og virðingin fyrir mannsálinni. Oft sagði hann við okkur kennar- ana: „Nái ég ekki tökum á barninu með góðu, þá' næ ég þeim ekki“. Eftir því, sem ég hef lengur starfað að uppeldis- og skólamálum, hef ég fundið betur sannleiksgildi þessara orða. Agi er nauðsyn. En agi, sem ekki er sprottinn af ást og virðingu á leiðbeinandanum, er ekki mikils virði. Tuttugu og sjö ár hefur Hannes J. Magnússon ritstýrt blaðinu „Heimili og skóli“, auk þess hefur hann að miklu leyti skrifað eða þýtt efni þess. Það eitt væri hverjum ærið dags- verk. Þó hefur hann auk þess ritað nokkrar námsbækur, frum samið og þýtt 13 barnabækur, skrifað þrjú bindi af æviminn- ingum og flutt fjölmörg útvarps erindi, sem nú hafa sum hver birzt í bókarformi. Til viðbótar þessu eru svo leikrit og fjöl- margt annað efni í barnablað- inu Vorinu, sem nú er orðið mikið að vöxtum. Á svo löngum ritferli myndi mörgum hætta til að endurrita sjálfa sig, en ég hygg, að hon- um hafi öðrum fremur tekizt að komast hjá því. Hann hefur lifað og starfað á örasta þró- unarskeiði þjóðarinnar og ætíð haft þá festu í fortíðinni, sem nauðsynleg er góðum leiðbein- anda og hugsuði. Trú hans á landi og þjóð, er samslungin trúnni á æðstu máttarvöld og ritgerðir hans flytja síungan sannleika í uppeldis- og skóla- málum. Sjötugur að aldri, en þó ung- ur í anda, ritar hann um við- fangsefni dagsins og framtíðar- innar. Uppeldis- og skólamál breytast með hliðsjón af þjóð- félagsháttum, tækni og þekk- ingarkröfum. En mannsálin, sjálft hráefnið, er þó ætíð hið sama. Á dögum þjóðlífsbyltinga hættir okkur, sem yngri erum, til að miða allt við tækni nú- tíðar og framtíðar. Vera má því, að sumir þeir eldri gefi sér betri tíma til að skilja sálaróstand æskunnar í dag, að minnsta kosti, ef þeir eru menn vorsins eins og Hannes J. Magnússon. i (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.