Dagur - 26.03.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 26.03.1969, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÓRT Netnsndw íþróltakennaraskólans i Hlíðarfjalii Nemendur íþróttakennaraskólans í Hlíðarfjalli. (Ljósm.: E. D.) HINAR HLJÓÐFRAU ÞOTUR Rannsóknir hafa leitt í ljós, að þotur þær, sem nefndar eru hljóðfráar eða fara með hraða hljóðsins eða enn meiri hraða, valda miklum truflunum vegna liávaðans á 100 km. breiðu belti þar sem þær fljúga yfir. Getur hávaðinn orðið mjög mikill við viss veðurskilyrði, en þó alltaf mikill á nefndu belti. Alþjóða- flugmálastofnunin vinnur að því að skilgreina og kanna það, sem er „óviðunandi11 hávaði og hvernig úr megi bæta. Beinast athuganir að því, að ákveða sér stakar loftlínur fyrir þessar búnaðarráðherra, Ingólfs Jóns- sonar, sem hann flutti er liann mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um lieimild til að breyta lausa- skuldum bænda í föst lán. En mörgum þykir það frumvarp ganga skemmra en efni stóðu til. Ekki er þar gert ráð fyrir, að komið geti til skuldaskila. Hins vegar sagði ráðherrann, að 160 bændur hefðu „vonlausa aðstöðu“ og kæmi til greina, að „hjálpa þeim til að hætta bú- skapnum og koma sér í önnur störf“. Þá veit maður það. FLEIRA KOM í LJÓS SKÓLASTJÓRINN, ÁRNI GUÐMUNDSSON, SVARAR NOKKRUM SPURNINGUM NEMENDUR úr skólum Akur- eyrar dvelja til skiptis í Hlíðar- fjalli á vetrum og ennfremur nemar sumra nágrannaskóla til að stunda skíðaferðir og al- menna útivist í miðstöð vetrar- íþróttanna. Á mánudaginn kom Árni Guð mundsson skólastjóri íþrótta- kennaraskóla íslands á Laugar- vatni ásamt konu sinni, Hjör- dísi Þórðardóttur og syni, með nemendur sína, 20 talsins, og dvelur nú í Hlíðarfjalli og býr hópurinn í Skíðahótelinu. Blaða maður Dags skrapp þangað upp eftir og hitti hann að máli og sá um leið þá ívar Sigmunds- son, Leif Tómasson og Björn Sveinsson þjálfa nemendurna á skíðum skammt frá hótelinu. Þar var logn og sólskin og 9 stiga hiti, en skíðafæri gott og nægur snjór. Margt fleira gesta var þar og skíðalyftur í gangi. Það er ánægjulegt að fá þenn an nemendahóp kennaraefna að sunnan og mun þetta fyrsta Koma seglskipin á ný? í SÍÐASTA hefti Sjómanna- blaðsins Víkings er þeirri spurn ingu varpað fram, hvort segl- skipin komi á ný, sem keppi- nautar vélknúinna flutninga- skipa um heimshöfin. Vindurinn er elsta orkan, sém notuð var til að knýja skip, sem fóru umhverfis hnöttinn með sægarpa og landkönnuði. Vindurinn er kenjótt náttúru- fyrirbæri en orka hans fæst fyrir ekki neitt! . Wilhelm Prölss, aldraður verkfræðingur í Hamborg hefur um langt skeið glímt við spurn- ingu þá, hvort seglskip geti á ný rútt sér til rúms. Hann tel- ur að svo geti farið og hefur lagt fram hugmyndir sínar og teikningar að seglskipum fram- tíðarinnar. Nú mun skipasmíða stöð ein vera að semja við hann um smíði 1700 tonna seglskips til vöruflutninga og á það að verða sex mastra. Hvert mastur 60 m. hátt. í þeim eru geymslur fyrir seglin. Ur stýrishúsi er hægt að aka seglum eftir vindi með fjarstýringu, svo ekki þarf að klifra í rá eða reiða, eins og á gömlu seglskipunum. Ganghraði á að geta orðið mjög mikill og skipið fer betur í sjó en vélknúnu skipin. En á síðari árum hefur veðurfræði og önnur vísindi gert mögulegt fyrir seglskip að sigla langleiðir í góðum byr, þar sem sérstök veðurbelti eru kunn og veður- spár þýðingarmiklar. □ Á æíingu á Pilti og stúlku í Ólafsfirði. Pilíur og stúlkð á Akureyri LEIKFÉLAG Ólafsfjarðar sýndi á dögunum Pilt og stúlku eftir Jón Thoroddsen í Tjarnarborg, en hefur einnig sýnt leikinn á Siglufirði og Dalvík við góðar undirtektir og ágæta aðsókn. Nú ætlar leikfélagið að sýna Pilt og stúlku í Samkomuhús- inu á Akureyri í kvöld og ann- að kvöld kl. 8.30. Leikendur eru um 20 talsins, Jónas Jónasson setti leikinn á svið, leiktjöld málaði Kristinn Jóhannsson, en formaður Leik- félags Ólafsfjarðar er Þorsteinn S. Jónsson. □ En upplýsingar ráðherrans, sem fram komu í ræðu um meðal- tekjur bænda árið 1967, bera ekki vott um, að afkoma bændai hafi verið góð á því ári, og hef- ur hún ekki batnað síðan. Það virðist vera metnaðarmál ráð- herrans, að lialda því fram, að hagur bænda standi alltaf með blóma á meðan hans nýtur við í ráðherrastóli. Bændur vita bet u r, og þeir vita Iíka, að þessi hégómaskapur ráðherrans er alvörumál, fyrir landbúnaðinn, sem berst í bökkum. Og Hag- stofan veit líka betur. Hún veit, að bændur hafa í mörg ár verið tekjulægsta stétt þjóðfélagsins. SUMARVINNA SKÓLA- NEMA Ingvar Gíslason flytur ásamt finun öðrum Framsóknarmönn- um tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að gera hið fyrsta ráðstafanir til að tryggja svo sem auðið er góða sumaratvinnu handa fram haldsskólanemum. Segja tillögu menn, að í góðærinu, sem hér (Framhald á blaðsíðu 2). heimsókn skólans hingað til Akureyrar til dvalar, en við- dvölinni lýkur n. k. þriðjudag. íþróttaskóli Björns Jakobs- sonar, sem var ríkisstyrktur einkaskóli, var stofnaður 1932. En hið opinbera tók við skólan- um 1943 og nafni hans var breitt í íþróttakennaraskóla ís- lands. Við skólastjórn af Birni Jakobssyni tók ungur Skagfirð (Framhald á blaðsíðu 2) flugvélar. Og ekki minnka áliyggjurnar með svonefndum Júmbó-þotum, sem eiga að taka 500 farþega. „VEL SETTIR“ f Mbl. 18. marz gaf að líta helj- arstóra fyrirsögn, svohljóðandi: „Nær 80% bænda eru vel settir efnalega“. Undir þessari fyrir- sögn er prentuð þingræða lani) Árni Guðmundsson skólastjóri og frú, ásamt þjálfurum frá Akur- eyri. (Ljósm.: E. D.) r EN DÝRAST ER AÐ HAFA LÉLEGA STJÓRN ÞAU ótíðindi hafa gerzt hér á landi, að kaupmáttur launa hef- ur minnkað, gagnstætt því, sem er í nálægum löndum. Laun- þegar þurfa að vinna lengur fyrir hverri einingu nauðþurfta nú, en þeir þurftu 1958. Tíma- kaupið hefur að vísu hækkað mikið, en vörurnar hafa hækk- að enn meira og lífskjörin hafa verznað. Dönsk blöð hafa skýrt frá því, að kaupmáttur tímakaups- ins í Danmörku hafi aukizt um 30% á síðasta áratug og svipaða sögu er að segja frá ýmsum Evrópulöndum, því hvarvetna hefur þróunin verið hagstæð og lífskjör batnað — nema á ís- landi. Á íslandi hefur gerzt sú sorg arsaga á mesta góðæristímabili, sem nokkru sinni hefur verið í landinu, að lífskjörin hafa verznað til muna. Fólk þarf fleiri vinnustundir til að afla heimilum sínum lífsnauðsynja, greiða opinber gjöld og hafa þak yfir höfuðið en það þurfti árið 1958. Auk þess herjar at- vinnuleysi þúsundir heimila. Eftirtektarverðar tölur um þetta birtust í Tímanum á sunnudaginn. Dagsbrúnarkaup (II fl.) var 1. nóv. 1958 kr. 22.31. Nú er tímakaup í þessum flokki kr. 56.57 eða hefur hækkað um 154%. En hvað hafa svo nauðsynja- vörurnar hækkað samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands? Kaffi úr kr. 42.00 hvert kg. í 148.00 kr. Hækkun 244%. Mola sykur úr 6.67 í 19.57. Hækkun 193%. Strásykur úr 4.60 í 13.07. Á ÁRINU 1967 var sett merki- legt met í fiskveiðum heimsins, því þá komst samanlagður fisk- afli í höfum, ám og vötnum yfir 60 milljón tonn í fyrsta sinn. Perú varð fyrsta landið sem á einu ári veiddi yfir 10 milljón smálestir af fiski. Það er 5.5 prósentum meira en árið á undan, en þá nam afl- inn 57.3 milljónum smálesta. Aflinn 1967 var nálega helmingi meiri en aflinn 1957 (31.5 milljónir smálesta) og rúmlega þrisvar sinnum meiri en 1948 (19.6 milljónir tonna). Næst á eftir Perú kom Japan með 7.8 milljónir smálesta. Sovétríkin veiddu 5.8 milljónir smálesta. Fiskaflinn í Kína er áætlaður 5.8 milljónir smálesta. í fjórða sæti kemur Noregur Hækkun 184%. Hveiti kostaði kr. 3.53 pr. kg. Nú kostar það kr. 21.08. Hækkun 497%. Hafra mélið hefur hækkað um 798%, hrísgrjón um 560% á meðan tímakaupið hækkaði úm 154%! Rúgbrauð hækkaði úr kr. 5.50 í kr. 20.00 eða um 264%. Ýsa, slægð og hausuð, kostaði í upp- hafi þessa tímabils, eða 1. nóv. 1958, kr. 4.90. Nú kostar ýsan (Framhald á blaðsíðu 2) með 3.2 milljónir smálesta, og þar næst Bandaríkin með 2.4 milljónir smálesta. Eftir Suður-Afríku, Spáni, Indlandi og Kanada kemur Dan mörk í 10. sæti með 1.07 milljón smálesta, og var það í fyrsta sinn sem Danir veiddu yfir milljón smálestir. Frá Indónesíu bárust ekki tölur fyrir 1967, en árið áður veiddu Indónesar 1.2 milljónir smálesta. Næst kemur Island með 896.000 smálestir 1967, en árið 1966 nam afli íslendinga 1.2 milljónum smálesta. Eftir 10 lönd til viðbótar kemur loks Svíþjóð með 338.300 smálestir. Færeyingar veiddu 183.300 smá lestir og Fmnar 73.700 smálest- ir árið 1967. □ - - <l s ~ * WmaWam®mm i heifflsins 1967

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.