Dagur - 29.03.1969, Qupperneq 1
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyri
Simi 12771 - P.O. Box 397
SCRVERZLUN:
LJÓSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖLLUN - KOPIERINC
ÞEIR REIKNA FYRIR SUNNAN
Egilsstöðum 27. marz. Með
hverri viku versnar um atvinnu
og eru horfur á, að í sumar
verði mikill samdráttur í bygg-
ingum einstaklinga og hins
opinbera.
Ekki er enn búið að „reikna
út“ Lagarfossvirkjun, þ. e.
hvort hagkvæmara telst, að
virkja Lagarfljót eða fá línu að
norðan. Hefur þetta reiknis-
dæmi staðið í fagmönnum og
ráðamönnum í heilan -áratug.
En á sama tíma hefur tap ríkis-
rafveitna hér á Austurlandi
verið álíka og stofnkostnaður
við Lagarfossvirkjun!
Fregnað höfum við hér, að
framlög til vega verði enn skor
in niður og skiljum við ekki þá
hagfræði, t. d. að hagkvæmt sé
að byggja upp hluta Fagradals-
vegar, en láta svo aðra hluta
leiðarinnar grotna niður og
valda því, að umferð er úti-
lokuð verulegan hluta á ári
hverju. V. S.
VEIÐA NÝGENGINN ÞORSK
Gunnarsstöðum, Þórshöfn 27.
marz. Ágæt hláka hefur verið
og nú er láglendið sem óðast að
koma undan fönn. Ekki eru
menn ennþá famir að leggja
grásleppunet sín, en undirbúa
það og ætla ekki að láta þá
gráu sleppa. Fallegur þorskur
hefur fengizt í net vestur á Vík
unum og eru menn vongóðir
STÁLU NÓT OG FISKI
Á SUNNUDAGINN var lög-
reglu Akureyrar tilkynnt, að
stolið hefði verið loðnunót úr
báti í Sandgerðisbót. Og aðfarar
nótt miðvikudags var 2—300 kg.
af nætursöltuðum fiski úr Fisk-
móttöku KEA á Oddeyri stolið.
Samkvæmt frásögn lögregl-
um, að þar muni um byrjunar-
göngu að ræða. Bátur fékk þar
nær þrjú tonn í 20 net.
Kristín Sigfúsdóttir frá
Hvammi var jarðsungin á
þriðjudaginn. Hún bjó allan
sinn búskap í Hvammi, ásamt
manni sínum Jóhanni Jónssyni
frá Hávarðsstöðum. Þau eign-
uðust mörg börn og eru öll
búsett í héraðinu. Kristín var
hin mesta atgervis- og sóma-
kona.
í gær var jarðsunginn Þor-
valdur Pálsson á Þórshöfn.
Hann var kunnur kraftajötunn,
glímumaður góður, refaskytta
og víkings duglegur maður.
Hann var ráðsmaður þriggja
presta en bjó síðan á nokkrum
stöðum áður en hann flutti til
Þórshafnar. Ó. H.
Rannsóknir sumian Oddeyrar vegna hafnarinnar.
(Ljósm.: E. D.)
Vænlanlepr hafnarframkv. á Akureyri
BÆJARSTJÓRN Akureyrar,
ásamt skipulagsstjóra og hafnar
málastjórn landsins, hefur sam-
þykkt merkilegasta skipulags-
mál í bænum og mjög aðkall-
andi, þar sem hafnarmannvirkj
um er m. a. ætlaður staður.
Uppdráttur af hinu nýja skipu-
lagi hefur þegar verið birtur í
blöðum.
Ekki hafði þessi samþykkt
Mjólkurflutningunum verður aS Ijúka
TALIÐ ER, að nú séu um 54
þús. nautgripir á íslandi, þar af
39 þús. mjólkurkýr og hefur því
orðið nokkur fækkun vegna
versnandi árferðis.
Elzta mjólkursamlag landsins,
Mjólkursamlag KEA, er rúm-
lega fertugt fyrirtæki, sem hef-
ur tekið á móti nálægt fimmta
hluta landsframleiðslunnar, sem
til mjólkurbúanna berst. En til
búanna bárust 1967 yfir 100
þús. tonn.
Eyfirðingar hafa löngum stað
ið í fremstu röð bænda í rækt-
un og ekki síður í kynbótum
nautgripa og eiga nú stórar
hjarðir úrvals gripa til mjólkur
framleiðslu.
Nú í vetur hafa eyfirzkir
bændur, ásamt stéttarbræðrum
sínum norðanlands, sent mikið
af mjólk og rjóma á Reykja-
víkurmarkaðinn. Um þau mál
sagði Vernharður Sveinsson
samlagsstjóri á Akureyri m. a.
þetta:
Sunnlendingar eru að verða
Sameining frystihúsa?
SAMKVÆMT ósk atvinnumála
nefndar ríkisins voru trúnaðar-
menn bæjarstjórnar Sauðár-
krókskaupstaðar, Fiskiðju Sauð
árkróks, Skjaldar h.f. (frysti-
hús, sem enn er lokað) og frysti
hússins á Hofsósi, boðaðir á
fund í Reykjavík. Erindið var
viðræður um hugsanlega sam-
vinnu eða sameiningu frystihús
anna þriggja. Um erindislok er
blaðinu ekki kunnugt. □
sjálfbjarga í mjólkurmálum og
sendingar héðan eru að hætta.
Búið er að senda á Reykjavíkur
markaðinn nú í vetur 280 tonn
af nýmjólk og 80 tonn af rjóma
frá Mjólkursamlagi KEA.
Smjölfjallið hefur minnkað
að mun. Við áttum 147 tonn um
sl. mánaðamót. Þegar smjörið
var mest hér, var það yfir 400
tonn. En um síðustu áramót átt
um við 221 tonn af smjöri. Höf-
um við því selt nær 75 tonnum
meira en við framleiddum
fyrstu tvo mánuði ársins.
Tvo fyrstu mánuði þessa árs
höfum við fengið 16% minni
mjólk en árið áður og einnig
verulega minni mjólk í marz.
af nýmjólk og 80 tonn af rjóma.
plastumbúðir um kassamjólk-
ina, en höfum áður notað er-
lendar. Kassamjólkin er alltaf
mjög vinsæl þótt hún sé dýr.
Við seljum enn mjólk í lausu
máli í mjólkursamlagsbúðinni,
og fleiri vilja kaupa hana en
áður. Hún kostar kr. 10.10 lítr-
inn, flöskumjólkin 10.60 en
kassamjólkin 11.90. Munar því
kr. 1.80 á mjólk í lausu máli og
kassamjólkinni. Bændur spyrja
oft um það, hvað samlagið
greiði endanlega fyrir mjólkina
1968. Enn get ég ekki svarað
því, þótt ég feginn vildi, en ég
vona, að mjólkurframleiðslan
aukist mjög hér í næsta og
næstu mánuðum, sagði Vern-
harður að lokum. □
fyrr verið gerð en upp hófust
raddir fólks um nauðsyn þess,
að friða það land og fegra, sem
nú á að taka undir hafnarmann
virki og er þá átt við sunnan-
verða Oddeyri. Má um þær
raddir segja, að þær séu fagur-
fræðilegar fremur en raunsæar
og á það lögð rík áherzla, að
strandlengjan sunnan Strand-
götu fái að halda sínum náttúr-
legu sérkennum og þau fegruð.
Hugmyndin um fegrun og frið-
un fjörunnar við Strandgötu er
bæði falleg og virðingarverð.
Rök fyrir þeirri friðun eru þau,
að þetta sé nú einu sinni
náttúrlegur staður, sem aldrei
yrði bættur ef hafnargerð væri
þar leyfð og Akureyri yrði þá
aldrei sú sama, eftir breyting-
una og þetta er líka bæði satt
og rétt. Fuglinn fjaðraprúði á að
halda þeim rétti sínum að tína
í svanginn í fjörunni, hlaupa til
og frá og syngja fyrir börn og
aðra bæjarbúa og stærri elsk-
endur geta haldist í hendur og
reikað um, eins og á suðrænni
strönd. í stað pálmanna er hægt
að gera græna grasgeira, jafn-
vel runna og tré. Það er hægt
að gera fuglum litla hólma við
ströndina. Og þetta kostar [>ó
ekki nema nokkrar milljónir
króna en höfnin milljónatugi.
Margir taka undir þetta og
bæta því við af sannfæringu, að
skaparinn hafi gefið okkur fjör
una og við eigum að fá að hafa
hana í friði.
En málið er ekki alveg svona
einfalt, og því er nú ver. Hafnar
mál hafa verið til umræðu og
athugunar á Akureyri og hjá
þeim aðilum öðrum, sem ekki
verður gengið fram hjá, í ár og
(Framhald á blaðsíðu 5).
Mikill fundur i Floðvangi
Mesla alvinnuleysiS búiS
Skagaströnd 27. marz. Undan-
farið hefur verið veðurblíða og
snjórinn lætur undan síga. Sjó-
menn eru byrjaðir að veiða
hrognkelsi og hafa fengið rauð-
maga en grásleppan hefur ekki
látið sjá sig ennþá. En tunn-
urnar undir grásleppuhrognin
bíða og væntanlega verða þær
ekki lengi tómar.
Arnar hefur skilað töluverð-
um afla á land sl. mánuð og er
aflinn unninn í frystihúsi kaup
félagsins, sem Hólanes h.f. rek-
ur núna. Guðjón Árnason, lítill
bátur, fiskar á línu. Atvinnu-
leysið er á undanhaldi þótt það
sé ekki úr sögunni.
Ungmennafélagið Fram á
Skagaströnd æfir sjónleikinn
Klerkar í klípu og mun sýna
hann á Húnavökunni, sem hefst
á annan í páskum á Blöndu-
ósi. X.
GUÐMUNDUR Jónasson, Ási í
Vatnsdal sagði á fimmtudaginn
eitthvað á þessa leið: Jörð er
nær auð, vorveður á hverjum
degi að undanförnu og fólk létt
í skapi, enda spilar það, teflir
og dansar öðru hverju og liðkar
sig fyrir Húnavökuna, sem
hefst um páskana og verður
eflaust fjölsótt ef veður verða
góð og vegir spillast ekki til
muna.
Hér hafa ráðunautar verið á
ferð og flutt okkur margan fróð
liek. Má þar fvrst nefna Stefán
Aðalsteinsson, sem kennir okk-
ur að rækta fannhvítt fé með
á Elliheimilinu í sumsr
STJÓRN Elliheimilis Akureyr-
ar hefur nú tryggt sér lánsfé til
allmikilla byrjunarfram-
kvæmda næsta áfanga í stækk-
un heimilisins, og bæjaryfir-
völdin hafa samþykkt fram-
kvæmdirnar. Sýnist því ekkert
því til fyrirstöðu, að byrjað
verði strax með vorinu.
Elliheimili Akureyrar rúmar
nú um 30 vistmenn og á sú tala
að geta tvöfaldast i næsta
áfanga. Rétt er að geta þess, að
allar gjafir til Elliheimilisins
eru skattfrjálsar. □
verðmeiri ull og gærur handa
Akureyringum og fleirum að
vinna góðar vörur úr. Einnig
var hér nýr ráðunautur Bún-
aðarfélags íslands, Magnús Sig-
steinsson, sem er bútækniráðu-
nautur. Aðal umræðuefni hans
voru leiðbeiningar um bygging
ar búpeningshúsa og breyting-
ar á þeim, sem fyrir eru, með
tilliti til vinnusparnaðar og
minni stofnkostnaðar. Og Ólaf-
ur Guðmundsson frá Hvann-
eyri ræddi við okkur um bú-
vélar og Guðmundur Jóhannes-
son ráðsmaður á Hvanneyri um
verkfæri af ýmsu tgai. Bændur
fjölmenntu til að heyra til ráðu
nautanna og leggja fyrir þá
spurningar, er þeir síðan svör-
uðu. Fundur þessi var haldinn
í Flóðvangi, rétt við Vatnsdals-
hólana, þetta er veiðimannahús,
sem nú stendur autt og er all-
gott samkomuhús og góður
fundarstaður.
Utlit er fyrir, að fénaður
gangi vel fram í vor. Hrossin
eru í ágætum holdum, enda hef
ur beit lengst af verið góð í
(Framhald á blaðsíðu 4)