Dagur - 29.03.1969, Síða 5

Dagur - 29.03.1969, Síða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Rjömssonar h.f. ATVINNUMÁLA- NEFNDIRNAR RÍKISSTJÓRNIN, Alþýðusam- bandið og Vinnuveitendasambandið sömdu um það 17. jan. sl. að stofna skyldi atvinnumálanefndir og að ríkisstjórnin skyldi beita sér fyrir öflun fjármagns að upphæð 300 millj. kr. til að bæta atvinnuástandið í landinu. Margir líta vonaraugum til þessa fjár, en litlar sögur hafa af því farið, nema að Hitaveita Reykja[ víkur hefur fengið þar loforð upp á milljónatugi. Nýlega var lagt fram á Alþingi stjómarfrumvarp, sem er til þess ætlað að lögfesta meginatriði samningsins og útfæra þau nánar. Samkvæmt þessum plöggum eru atvinnumálanefndirnar 8 talsins, 7 „kjördæmanefndir“ og ein lands- nefnd, sem er yfimefnd og hefur ákvörðunarvald um úthlutun fjár- ins, en formaður hennar er forsætis* ráðherra, Bjarni Benediktsson og ráðinn framkvæmdastjóri er Jónas Haralz, sem hefur fengið frí frá störí um, sem efnahagsmálaráðunautur stjórnarinnar. í nefndunum eru 65 manns samtals, 8 í kjördæmanefnd- um og 9 í landsnefndinni. Er alls- staðar sérstök nefnd í hverju kjör- dæmi nema á Norðurlandi er ein nefnd fyrir bæði- kjördæmin. Þetta hefur það í för með sér, að sum byggðarlög, þar sem atvinnuleysi er mest, hafa engan fulltrúa í. Og sveit- arstjómum er ekki ætlað að eiga neina fulltrúa. Hljóta þær þó að láta sig atvinnumál miklu skipta. Ýmsir, sem kunnugir eru víða um land, fullyrða, að val þessara nefnd- armanna minni nokkuð mikið á skipun Búnaðarráðsins fræga fyrir aldarfjórðungi, og skal það ekki nán ar rætt að sinni. Kjördæmanefndim- ar hafa neitunarvald, hver á sínu svæði, en að öðru leyti ráðgefandi, og það vald, sem máli skiptir, virðist vera í höndum landsnefndarinnar fyrir sunnan. Samkvæmt frumvarpinu virðist stjórnin ætla að taka 300 millj. kr. lán en ekki leggja neitt fram úr ríkis sjóði. Ef ríkissjóður er svo illa stadd- ur, þrátt fyrir tolla- og söluskatts- hækkun vegna gengisfellingarinnar, að hann geti ekkert lagt fram, verð- ur þetta svo að vera. En tengsl þau, sem ráðgerð eru, milli Atvinnujöfn- unarsjóðs og margnefndra atvinnu- leysisráðstafana, virðast eiga að verða að verulegu leyti á kostnað Atvinnujöfnunarsjóðs og útlit fyrir, að landsnefnd Bjarna Ben. ætli að leggja undir sig Atvinnujöfnunar- sjóðinn að verulegu leyti. □ JÓN RÖGNVALDSSON, garðyrkjumaður: Garðyrkjan er menningar- og hagsmunamál | GULLBRÚÐHJÓNIN f I I Indíana Sigurðardóflir og I Finnur Krisfjánsson I í Ártúni, Eyjafirði ÞRÓUNARSAGA garðyrkj unn ar frá fornu fari er óneitanlega mjög forvitnilegt efni, og það er eftirtektarvert að enda þótt garðyrkja sé þekkt í ýmsum myndum meðal fornþjóða, langt aftur í aldir, nær hún fyrst veru legri þróun í Evrópu er kemur fram á miðaldir. Er ítalía í fararbroddi einkum í skrúð- garðlist á 14. og 15. öld, en þeg- ar kemur fram á 16. og 17. öld breiðist giarðlistin og raunar öll garðyrkja smátt og smátt út um alla álfuna. Á þessum tímum voru klaustrin í mörgum lönd- um Evrópu í miklum blóma, og tóku þau garðyrkjuna ákveðið í sína þjónustu. Sérstaklega lögðu klaustrin mikla áherzlu á að rækta margskonar lækn- inga- og nytjajurtir og komu sér upp hinum svokölluðu lækn ingajurta-görðum (Physical Gardens), sem með tímanum urðu svo að hinum alhliða gras- görðum nútímans. En garðyrkj an er margþætt bæði sem at- vinnu- og listgrein, dægradvöl og heilsulind, og hefir fyrir löngu verið talin erlendis eitt af menningar- og hagsmunamál um siðmenntaðra þjóða. Hér á landi er tæpast við því að búastað alhliða garðyrkja sé komin langt á framfarabraut, þar sem um síðustu aldamót mátti næstum heita að við stæð um á sviði steinaldarmanna hvað snerti alla ræktun og vinnubrögð. Þetta var nokkrum mennta- og embættismönnum í Reykjavík Ijóst nokkru fyrir aldamótin síðustu, og fyrir for- göngu Schierbecks landlæknis og Árna Thorsteinssonar land- fógeta og nokkurra annarra frammámanna í Reykjavík, eins og t. d. skáldanna Steingríms Thorsteinssonar og Gríms Thomsens, Halldórs Kr. Frið- rikssonar yfirkennara, Þórhalls Bjarnasonar síðar biskups, og nokkurra fleiri var Hið íslenzka garðyrkjufélag stofnað 26. maí 1885. Fyrir stofnendunum vakti bæði að bæta mataræði og efna hag þjóðarinnar með aukinni matjurtarækt, svo og að reyna að venja fólk við snyrtilega umgengni við hús sín og heim- ili. Einnig var tilætlunin að fé- lagið beitti sér fyrir víðtækum tilraunum í garðyrkju og upp- lýsingastarfsemi í þágu almenn ings og enda þótt Garðyrkju- félagið hafi ekki starfað alveg óslitið frá byrjun í þessi næst- um 85 ár frá stofnun félagsins, þá á það efalaust mestan þátt í þeirri þróun garðyrkjunnar sem óneitanlega hefir orðið hér á landi á þessu tímabili. Hitt er svo annað mál, að Norðurland, einkum sveitirnar, hafa orðið útundan hvað snertir opinbera garðyrkjufræðslu síðustu ára- tugina, eða síðan garðyrkju- skólinn í Gróðrarstöðinni var lagður niður fyrir fullt og allt úr 1940. Verður að endurreisa þann skóla hið allra fyrsta. En hér er ekki meiningin að rekja sögu garðyrkjunnar né þróun hennar hér á landi, enda þótt drepið hafi verið á nokkur atriði málinu til skýringar, þá er það athyglisvert, einkum fyr ir okkur Norðlendinga, að löngu áður en hafist var handa um framkvæmdir í garðyrkju í Reykjavík, var furðu mikil garð yrkja stunduð hér á Akureyri, sem í rauninni hófst með kart- öfluræktartilraunum H. W. Levers selstöðukaupmanns í Búðargilinu í byrjun 19. aldar, eða nánar tiltekið árið 1808. Árið 1810 setti Lever niður 3 tunnur af kartöflum og fékk upp 20 tunnur eða næstum sjö- falda uppskeru. Þá er mér í fersku minni að hafa séð sem drengur, nokkru eftir aldamót- in síðustu, eplatré alþakið epl- um í blómagarði Höpnersverzl- unar á Akureyri. Löngu seinna sá ég 3 eða 4 þessara epla á Náttúrugripasafninu í Reykja- vík, en þá voru þau á góðum vegi að eyðileggjast. En það átti fyrir eplatrénu að liggja að brenna með nokkrum hluta Höpnershúsanna fáum árum síðar. En þrátt fyrir mikinn áhuga og skilning einstakra manna og kvenna, fyrir garðyrkju hér á Akureyri, fyrr og síðar, þá virð ist sem annað veifið hafi nokk- uð skort á almenna félags- hyggju eða samvinnuanda í þessum málum. Má í þessu sam bandi benda á, að af 570 félags- mönnum í Garðyrkjufélagi ís- lands árið 1968, eru aðeins 10 búsettir á Akureyri. Þar af einn langskólamaður, og einn heið- ursfélagi, af þremur sem félagið hefir nú skráða. En víkjum nú að matjurta- ræktinni. Flestum mun fara að verða það ljóst, að þrengjast muni í búi hjá þjóðinni á næst- unni, og er raunar þegar farið til þess, og því full þörf á að notfæra sér hvað eina sem til hagsbóta og sparnaðar má telja, án þess að hafa í för með sér teljandi kostnað, aðeins dálitla tómstundavinnu. Verður nú reynt í stuttu máli að minna á þá miklu möguleika til sparn- aðra á aðkeyptum matvælum, sem fæst með því að rækta sjálf nægar matjurtir handa heimilinu. Verður að sjálfsögðu að telja kartöfluna eina af þýð- ingarmestu ræktunarplöntum landsins, næsta túngrösunum, ekki sízt hér á Akureyri, þar sem heita má að kartöfluupp- skera bregðist tæpast. Þó er mjög mikilsvert, einkum í köld um sumrum, að garðarnir njóti góðs skjóls fyrir norðlægum áttum og hafi góðan halla mót suðri eða suðvestri. Sé ekki um náttúrlegt skjól að ræða, verð- ur að skapa það með ræktun skjólbelta, sem með tilraunum erlendis, hefir verið sannað óhrekjanlega að stuðli að meiri og árvissari uppskeru. Talið er að kartöfluuppskeran hér á landi hafi orðið um 60 þúsund tunnur síðastliðið ár, sem gerir að verðmæti um 60 milljónir króna, enda þótt vorið væri með eindæmum kalt, og hafís lægi við land frameftir sumri. Mesta uppskera af kai'töflum hérlendis sem um getur, mun hafa orðið árið 1953, eða 158.508 tunnur. Nú eru íslendingar orðnir full tvö hundruð þúsund, og ef vel á að vera þyrftu þeir að neyta til jafnaðar a. m. k. einnar tunnu á mann á ári, eða sem svarar 200 þúsund tunn- um, sem með núverandi verð- lagi nemur um 200 milljónum króna, og er það óneitanlega lagleg búbót, sem kostar lítið annað en áburð og tómstunda- vinnu ef ræktunin er almenn, og stunduð aðallega af heimil- unum sjálfum. En til þess að rækta svona mikið magn af jarð eplum í meðalári, þarf að bæta og vanda ræktunina verulega. Hefir þegar verið minnzt á skjólið og legu garðsins. Þá kemur til greina að framræsa garðinn ef með þarf. Bæta jarð- veginn með sandíburði og hús- dýraáburði. Vanda spýrun á út- sæði og niðursetningu eftir föngum, og síðast en ekki sízt, ættu þeir sem tök hafa á að setja niður inni í byrjun apríl 50—100 kartöflur í smábox fylltri með mold, og er tíð leyfir má gróðursetja úr kössunum út í garðinnn, eða í sólreit með plasti yfir, og ætti að vera hægt að fara að taka þessar kartöflur upp til matar í júlílok. Þetta var gert hér á Akureyri síðastliðið sumar, og tókst vel, og ekki mun það einsdæmi að fengizt hafi um 4 tunnur upp úr 100 fermetra kartöflugörðum, þrátt fyrir hið fádæma kalda vor. Hæfilegt mun að setja kartöfl- ui’ niður í smá garða með 50x25 cm. millibili. Fara þá 8 grös á 1 fermetra eða 800 grös á 100 fermetra, og í meðalári má vel fá, í góðum graði, V2 kg. eftir gras eða 4 tunnur upp úr 100 fermetrum. Heppilegustu jarðeplaafbrigð in til ræktunar hér um slóðir munu vera gullauga, rauðar íslenzkar og binté. Næst kartöflum ættum við að leggja áherzlu á ræktun gul- rófna sem eru mjög auðugar af C vítamini og þola all miklu kaldari veðráttu en kartaflan án þess uppskeran bregðist. Einnig þola þær betur rakan jarðveg, og þarfnast síður skjóls. Gulrófur þurfa mikinn áburð. Þá er sjálfsagt að rækta rabarbara, bæði til sultu- og grautargerðar og mun hann auð ræktaður víðast hvar hér á landi nema þá ef vera kynni á yztu annesjum. Ekki má gleyma graslaukn- um góða og nægjusama. En hann vill fá að vaxa í friði, og grastegundum eða öðrum að- skotagemlingum má ekki líðast að troða honum um tær, ef hann á að gefa góða uppskeru. Graslaukurinn er góður í allan mat og getur sparað kaup á dýr um matarlauk. Graslauk má þurrka að sumrinu og geyma til vetrarneyzlu. Þá má benda á hreðkur, blað- salat, grænkál og spínat, sem sá má beint út í garðinn, og er mjög vandalítið að rækta, en getur þó verið nokkur búbót. Erfiðara er að fást við blómkál, hvítkál og gulrætur, en í öllum hlýrri sveitum landsins og með dálítilli æfingu má ná ágætum árangri í ræktun þessara teg- unda. Réttast mun þó fyrir byrj endur í garðrækt a. m. k., að kaupa kálplönturnar tilkomnar í moldarpottum hjá garðyrkju- stöð. Einnig ætti að vera auðvelt fyrir þá sem kynna sér málið, að rækta jarðarber, í köldum sólreitum, og nota plastdúk í staðinn fyrir gler, sem er miklu dýrara. En það skal tekið fram að ræktun jarðarberja krefst nokkurrar kunnáttu og natni. Og ekki má gleyma okkar ágætu íslenzku lækningajurt, skarfakálinu, sem reynzt hefir óbrygðult meðal við skyrbjúg og fleiri kvillum. Að síðustu má benda á nokkr ai' tegundir berjarunna, sem auðvelt er að rækta víða hér á landi, svo sem ribes eða rauð- ber, sólber, hindber og ef til vill stikkilsber, einkum ef skjól er fyrir hendi, sæmilegur jarðveg- ur og hæfilegur áburður og hirðing. Eins og drepið hefir verið á hér að framan, er það veiga- mikið atriði, ef garðyrkjan á að koma að fullum notum í land- inu, að hún geti orðið almenn, og helzt komist inn á svo að segja hvert heimili á landinu, og þá getur hún vissulega orðið þjóðinni mikið hagsmunamál. Mun láta nærri að meðal heim- ili þurfi að eyða sem svarar 6—7 þúsundum króna í kartöflu kaup á ári, ef ekki er um eigin ræktun að ræða. í kaup á öðru grænmeti, svo sem káli, gulróf- um, gulrótum, lauk o. fl. er tæp ast hægt að gera ráð fyrir að meðal fjölskylda eyði minnu en 4—5 þúsund krónum árlega, eða samtals í grænmeti um 12 þúsund krónum, og auðvitað væri hægðarleikur og búhnikk- ur að auka grænmetisneyzluna upp í sem svaraði 15 þúsund krónum á ári eða vel það, og gæti allt verið eigin framleiðsla og kostaði ekki önnur fjárútlát en fyrir áburði 4—5 hundruð krónur árlega í hæfilega stóran heimilis-matjurtagarð fyrir meðal fjölskyldu, og þar sem skilyrði til garðræktar eru yfir- leitt mjög góð hér á Akureyri, og margir bæjarbúar hafa stór- ar lóðir, gætu þeir vel, sér að skaðlausu, og til mikilla bú- drýginda, tekið nokkum hluta af þeim, segjum 100—200 fer- metra til matjurta og berja- runna-ræktar, og má vissulega víðast koma þessu þannig fyrir að engin óprýði sé að fyrir íbúðarhúsið. Að lokum vil ég benda þeim sem áhuga hafa á að afla sér aukinnar kunnáttu eða fræðslu í matjurtarækt, að kynna sér efni Matjurtabókarinnar, sem gefin var út af Garðyrkjufélagi íslands fyrir fáum árum, og er hið fullkomnasta rit sem gefið hefir verið út á íslenzku um þetta efni. Ættu raunar allir þeir sem fást við matjurtarækt að kaupa sér þessa ágætu bók, sem aðeins kostar 107 krónur, og fæst hér á Akureyri í bóka- verzlunum. LOFSVERÐUR ÁHUGI. Ritstjóri Dags heiðrar mig enn með því að nota fátækleg orð mín sem texta til þess að leggja út af. Þar sem ég er ekki alls kostar ánægður með útlegging- una vil ég reyna að svara þessu lítillega. Honum finnst gæta ósamræmis í þeim orðum mín- um, að fóðurblandan sé seld með kostnaðarverði, en síðar segi ég að um nokkra álagningu sé að ræða. Ég viðurkenni, að þetta getur verið villandi, og með góðum vilja er auðvelt að misskilja þessi ummæli. Það er ekki um neina venjulega verzl- unarálagningu að ræða, fremur mætti nefna það verðjöfnunar- gjald, og vona ég, að það orð þurfi ekki að valda neinum mis skilningi. Vil ég telja það fylli- lega rétt, að varan sé seld á kostnaðarverði, þótt tekið sé of hátt vei’ð í upphafi, ef afgangi er skilað síðar. Töldum við nauðsynlegt að gera það, því alltaf má búast við einhverjum óhöppum og engir sjóðir fyrir hendi til að mæta þeim. Þá ræðir ritstjórinn vaxta- kostnaðinn og finnst óþarfi fyr- ir okkur að kvarta, hvað megi þá KEA segja með sinn stóra lager. Ég álít, að vextirnir muni valda ámóta verðhækkun á tonn, hvort sem þau eru mörg eða fá, og sé því hlutfallslega ekkert erfiðara að greiða vext- ina af stóra lagernum. Mér er ekki kunnugt um, livað hann er mikill hjá KEA, en miðað við sölu efast ég um, að hann sé mikið stærri en sá, sem er á vegum K.F.K. hér. Annars INDÍANA Sigurðardóttir og Finnur Kristjánsson gengu í hjónaband 18. marz árið 1919. Þau bjuggu fyrst á hálfum Skáldsstöðum í Saurbæjar- hreppi en 1936 byggðu þau ný- býlið Ártún í sömu sveit og er nú búið að rækta þar nær hvern ræktanlegan blett. Og þar eiga þau enn heima en Hjalti sonur þeirra er tekinn við búsforráðum, ásamt Krist- jönu systur sinni. Þriðja barn þeirra hjóna er Sigrún, búsett á Akureyri. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). verður hann að láta sér nægja tæp 2 kg. og þannig er það á flestum sviðum. En bæði banka málaráðherra og öll ríkisstjórn- in segjast bera hag sparifjár- eigenda fyrir brjósti! - Fundur í Flóðvangi (Framhald af blaðsíðu 1) vetur. Sauðfé er vel alið og blessaðar kýrnar ekki síður, en þær eru bara ekki nógu góðar mjólkurkýr ennþá og þyrftum við í því efni að læra af Eyfirð- ingum. □ var það eina, sem ég taldi óeðli legt við vaxtakostnaðinn hjá okkur, sá hluti hans, sem mynd aðist vegna birgða þeirra, er við þurfum að taka við frá K.V.A. og búnar voru að liggja hér sið- an sl. sumar. Að síðustu segir ritstjórinn það álit sitt, að enginn aðili hér, hafi betri möguleika en KEA til þess að annast fóðurblöndu- verzlunina. Því eru efalaust flestir sammála, en margir telja hins vegar, að skipulag þessara mála þar, hafi ekki verið til þess fallið að auka traust bænda. Sérstaklega er það óvin sælt, að ekki skuli fást stofnuð sérstök deild fyrir rekstrarvör- ur landbúnaðarins. Ef það væri gert kæmi frekar í ljós, hvort rétt er, að verzlun með þær skili engum hagnaði. Ýmsir menn hafa látið í ljós það álit við mig, að vissar breytingar, sem væntanlegar eru á starfsliði KEA, muni verða til batnaðar, væri það vel ef svo reyndist. Ég tel þó að þær vonir geti ekki breytt neinu eins og er, hins vegar er alltaf hægt að endurskoða af- stöðu sína ef um stefnubreyt- ingu verður að ræða. Þar sem ég tel þessum um- ræðum hér með lokið af minni hálfu vil ég að endingu þakka ritstjóra Dags fyrir þann áhuga, sem hann hefur sýnt á því, að mál þetta mætti verða kynnt á sem hlutlausastann hátt. Veit ég að það undrar engan, sem til þekkir, en þess ber að geta, sem gert er. Guðnnmdur Þórisson. Margir heimsóttu þau Indí- önu og Finn á gullbrúðkaups- degi þeirra, bæði úr sveit og bæ og margar góðar kveðjur bárust þeim. Meðal þeirra þessi: „Við íslendingar eigum margt af sögum við eina þeirra gleðjast skal í kvöld. Þið reistuð bú á bjartsýninnar dögum í býli lágu fyrir hálfri öld. Þið hefðuð getað fleiri leiðir fundið, sem fjárhlut gæfi skjótar það ég veit. en hugir ykkar höfðu tryggðir bundið við hrjósturblett í vinalegri sveit. í löngu máli um það ei ég ræði því allir vita hvernig sagan fór þið unnuð vel að búi ykkar bæði og bletturinn er orðinn grænn' og frjpr, og þó að margir verkin fínni vinni í villtri keppni um auð og heiðurinn, ég hygg sá mesta hamingjuna finni, sem hefur þol að rækta blettinn sinn.“ KJARNFÓÐUR OG DREIFIN G ARSTÖÐ. Á þessu ári er búist við, að notuð verði 48 þús. tonn af kjamfóðri hér á landi. Mestur hluti þess er innfluttur í sekkj- um. Flutningskostnaður til landsins er mikill og einnig dreifingarkostnaður innan- lands. Margskonar athuganir hafa farið fx-am á því, hvei’su lækka megi þennan kostnað verulega. Þykir sýnt, að það muni takast með flutningi kjarn fóðursins í heilum skipsförm- um, og mölunar- og blöndunar- stöðvum á hentugum stöðum, ásamt komhlöðum. í fi'amhaldi af þessu eru svo hugleiddir möguleikar á dreifingarkerfi, þar sem fóðui'varan er flutt ósekkjuð um landið í hagan- legar geymslur. En allt þetta kerfi minnir á þá bi'eytingu, sem varð á flutningi og dreif- ingu á olíum, sem áður var flutt í tunnum. Samkvæmt þeim útreikning- um, sem KEA hefur látið gera, ætti kjarnfóður að lækka veru- lega með kornmölunar- og blöndunarstöð þeirri, er það hyggst reisa á Oddeyri svo fljótt, sem við verður komið, og gei't er ráð fyrir í hinum nýja skipulagsuppdrætti hafnar gei'ða, sem bæjarstjórn hefur nýlega samþykkt. Talið er, að landbúnaðurinn geti sparað mikla fjármuni með því að nota nútíma aðferðir við fóðui'flutninginn, geymslu, möl un og blöndun. Þegar eitthvað rofar til í lána málum mun KEA hefja fram- (Framhald á blaðsíðu 7) Aðalsteinn Ólafsson frá Melgerði. Næsta landsmót UMFÍ á Sauðárkróki FIMMTUGASTA ársþing Ung- mennasambands Skagafjarðar var haldið á Hofsósi sunnudag- inn 23. marz sl. Þingið var óvenju fjölmennt og vantaði að eins fulltrúa frá einu sambands félagi. Foi-setar þingsins voru kjörn- ir þeir Sigfús Ólafsson, kennari á Hólum og Hai'aldur Her- KOMIN er út hjá Almenna bókafélaginu Reisubók séra Ólafs Egilssonar, og hefur Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur búið hana til prentunar. Er þetta sjötta ritið í Bókasafni AB. Fáir viðburðir fyrri alda hafa lostið íslenzka þjóð dýpri skelf- ingu en mannrán Tyrkja 1627, og eins óg Sverrir Ki'istjánsson kemst að orði í inngangsritgerð sinni var þess „að vænta um svo sögukæra þjóð, að slíkir við bui’ðir yrðu henni tilefni mikill ar andlegi'ar iðju: Þeir voru færðir í letur svo að segja um UNDIR ljásins egg heitir ný skáldsaga, sem Almenna bóka félagið sendir frá sér þessa dag- ana. Höfundur hennai', Guð- mundur Halldórsson, er hún- vetnskur bóndasontir, fæddur 1926, og hefur lengstan aldur dvalizt í átthögum sínum og stundað þar jöfnum höndum algeng sveitastörf og daglauna- vinnu. Fyrir þremur árum kom út eftir hann á vegum Menn- ingai'sjóðs smásagnasafnið Hugsað heim um nótt, og hlaut hún hina ágætustu dóma. í stuttum eftii-mála við þá bók kemst Hannes Pétursson skáld svo að orði um sagnagei'ð höf- undarins, að hún sé „í'unnin upp úr íslenzku sveitalífi. Hug- ur hans stefnir ýmist heim eða að heiman, heim til þess sem var, að heiman til þess sem orð- ið er. Á aði'a hönd kyrrð og fásinni, á hina umrót og hraði.“ Undir ljásins egg, sem er hin fyrsta stærri skáldsaga höfund arins, er að mörgu leyti með sömu einkennum og hér hefur verið lýst, enda mun hún upp runnin á svipuðum slóðum og smásögur hans. Þetta er m. ö. o. sveitasaga, sem gei'ist norðan fjalla á árunum eftir síðari heimsstyi’jöld, þegar jeppar, fé- lagsheimili og flótti til kaup- staðanna standa í tákni mesta byltingartímabils, sem gengið hefur yfir íslenzkar sveitir. V ORIÐ FYRSTA hefti þessa árs af Vor inu er komið út, en útgefendur og ritstjórar ei-u Hannes J. Magnússon og Eiríkur Sigurðs- son. Tilkynnt er í þessu hefti, að Vorið efni til ritgei'ðasam- keppni og er vinningurinn ókeypis ferð með Gullfaxa, þotu F. í., til Danmerkur. Heimsótt- ar verða æskustöðvar H. C. Andei'sen og geta allir áskrif- endur Vorsins tekið þátt í sam- keppninni. í þessu hefti er viðtal við Ingi björgu Þoi'bergs söngkonu, bernskuminningar eftir Jó- hannes P. Pálsson, um Noi'egs- ferð 1968 og margt annað skemmtilegt efni. Q mannsson, Yzta-Mói. Fjölrituð skýrsla um starf sambandsins á liðnu ári var lögð fi'am á þinginu. Forsíðu skýrslunnar pi'ýðir mynd af Ti-austa Sveinssyni, skíðamanni úr Fljótum, sem kosinn var íþróttamaður ársins innan UMSS 1968. Hann vai’ð íslands- meistai'i í göngugreinum Skíða- leið og gunnfánar ræningjaskip anna hurfu við hafsbrún." En heiðursess meðal þessara sam- tíðarfrásagna ber tvímælalaust Reisubók séra Ólafs Egilssonar, hins aldui-hnigna og hrjáða kennimanns, sem sjálfur var „herleiddur“ ásamt konu sinni og böi'num og komst einn þeirra aftur heim til íslands. Að sögn Svei-ris Kristjáns- sonar mun sr. Ólafur hafa orðið til þess fyrstur norrænna manna að skrá fi'ásögn af lífi og háttum fólks í ríki sjóræningja í Algiei', eða Bai'bai'íinu eins og það var kallak á Evrópumálum. Bókin er 138 bls. í lalstóru broti, px-entuð í Odda h.f. og harðkápubundin í Sveinabók- bandinu h.f. Verð til félags- manna í AM er kr. 225.00. (Framhald af blaðsíðu 1). áratugi. Á meðan hafa ýmis- konar mannvirki risið á Odd- eyri allt norður að Glerárósum og þau virðast nú útiloka, að unnt sé að byggja framtíðar vöru- og umskipunarhöfn við góð skilyrði nema sunnar á Odd eyri eða norðan Glerárósa. Þetta vei'ða menn að hoi'fast í augu við um þessar mundir og geta þakkað þeim, sem þakka ber, fyrir þann drátt á skipu- lagi framtíðai'hafnar, sem nú verður ekki lengur slegið á frest. Og nú koma ýms ný hag- ræn sjónarmið til sögunnar. Með fullri virðingu fyrir þeim fagurfi-æðilegu, vei'ður ekki komist hjá að nefna nokkrar kaldar staðreyndir, auk þeirrar, sem útilokar ný framtíðarhafn- armannvirki á stóru svæði. Jafnfi'amt því, sem skapai'inn gaf okkur fagra fuglafjöru og sandströnd sunnan á Oddeyri, gaf hann okkur á sama stað beztu hafnarskilyrði á íslandi, þ. e. þau ódýrustu, og engan stað annan hliðstæðan fyrr en norður hjá Dagverðareyi'i eða Gásum sunnan Hörgár. Þeir tveir staðir koma þó alls ekki til gi-eina vegna fjai'lægðar og óhófslegs flutningskostnaðar vara til og frá. En í nágrenni bæjarins, norðan Glerár, eru efalaust allgóð hafnarskilyrði á fleiri stöðum. En þegar frá eru taldar Gásir, Dagverðareyri og Oddeyri, fylgir sá böggull skammrifi, að gera verður brim vai-nargarð sérstaklega á hvei'j um þeim stað öðrum, sem val- inn kynni að verða til hafnar- gerðar. Talið er, að það tvöfaldi mannvirkjakostnað ef tryggja á jafn góða höfn. Vilja menn greiða 200 þús. krónur fyrir hvern lengdarmeter í viðlegu- kanti vöruflutningaskipa út móts íslands á Akureyri sl. ár í karlaflokki. Skýrsla stjórnarinnar ber með sér að starfið hefur verið fjölþætt og mikið á liðnu ári. Þingið ræddi fjölmörg mál, sem varða starfsemi þessara fé- lagasamtaka innan héraðs og utan, svo sem spurningakeppni sambandsins, sem nú er á loka- stigi að þessu sinni, íþróttastarf semina og íþróttamót, happ- drætti ÍSÍ, aðstöðu ferðamanna í héraðinu, landgræðslu, sem sambandið hyggst taka þátt í á komandi sumri, áskorun til Al- þingis um að efla íþróttasjóSð og félagsheimilasjóð. Ræddir voru möguleikar á að auka kaupenda tölu tímarits UMFÍ, Skinfaxa, stórlega og um eflingu ritsins, en útgáfa þess hófst fyrir 60 árum. Þingið vakti séi'staka at- hygli á því, hvað héi-aðið er illa búið íþróttamannvirkjum og verr en flest önnur héruð, t. d. aðeins einn íþróttavöllur —■ ófullkominn þó — til í hérað- inu. Svipuðu máli gegndi um önnur íþróttamannvirki. Benti þingið ráðamönnum í héraðinu á þessa staðreynd. Síðast en ekki sízt var á þing inu rætt um framkvæmd 14. landsmóts UMFÍ, sem fram á að fara á Sauðái'króki 1971, rætt um merki mótsins og einstaka þætti þess og kosin landsmóts- nefnd. Þetta vei'kefni er hið stæx'sta, sem framundan er inn- an sambandsins. Stjórn sambandsins var end- urkosin, en hana skipa: Guðjón Ingimundarson, Árni M. Jóns- son, Helgi Rafn Traustason, Stefán B. Pedei'sen og Stefán Guðmundsson. (Frétt fi'á Ungmennasam- bandi Skagafjarðar). með sjó, í stað þess að gi'eiða 100 þús. ki'ónur fyrir metrann sunnan á Oddeyrinni? Er þá komið að þeim leiða þætti, að meta hið fagur- fræðilega til fjár. Flestir vilja svara því svo, að slíkt sé ekki hægt að gei'a. En í þessu atriði verður bara ekki hjá því kom- ist, hvort sem það er nú skemmtilegt eða ekki. Spurningin er þessi: Yilja bæjai'búar borga helmingi meii-a fyrir hafnarmannvii-ki á þeim stað er beztur fyndist norðan Glerár — til þess að eiga sína fjöru og strandlengj - una sunnan á Oddeyri óskei'ta með sínum fegrunarmöguleik- um? Þá má geta þess, að með hin- um nýsamþykkta skipulagi stækkar miðbærinn um nokkra dýi'mæta hektara. Og enn má geta þess, að vegna vegaástands í landinu, sem ekki er þörf að lýsa, er þjóðhagsleg nauðsyn að auka vöruflutninga með skip- um. Góð hafnarskilyrði er alger forsenda að slíkt megi takast. Sem dæmi um óraunhæfar umi'æður í blöðum um hafnar- málm á Akureyri skal aðeins tvennt nafnt. Gamansamur maður sagði í blaðagrein, að 15 þús. lestir færu um Akureyi'ar- höfn á ári, í stað 120 þús.! Ann- ar maður segir, að hafnai'mann virki, samkvæmt nýsamþykktu skipulagi, verði nær samfelld fi'á Tuliníusai'bryggju að Gler- árósum! Þannig er athugunum manna stundum áfátt í þeim efn um, sem þeir vilja þó í'æða opin berlega. En hvers vegna eru þær umræður, sem hér hafa verið nefndar óraunhæfar, fi'am komnar? Eflaust vegna þess, að bæjarstjórn lét undir höfuð leggjast að skýra málin, áður en samþykktin var gerð. Q NÝ BÓKFRÁ AB Tyrkjaránssaga sr. Olafs Egilssonar Undir ljásms egg - Hðfnarfrðmkvæmdir

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.