Dagur - 02.04.1969, Síða 2

Dagur - 02.04.1969, Síða 2
2 O Næsta keppni verður einmenningskeppni SMATT & STORT NÝLEGA lauk sveitahrað- keppni Bridgefélags Akureyrar. 13 sveitir tóku þátt í keppninni, sem var mjög skemmtileg. — Meðalárangur var 856 stig. Að þessu sinni sigraði sveit Hall- dórs Helgasonar, sem hlaut 957 stig. Auk Halldórs eru í sveit- inni Ármann Helgason, Jóhann Helgason, Alfreð Pálsson og Guðmundur Þorsteinsson. Röð sveitanna er þessi: stig Sv. Halldórs Helgasonar 95-7 — Mikaels Jónssonar 944 — Soffíu Guðmundsdóttur 941 — Páls Pálssonar 921 — Harðar Steinbergssonar 903 — Péturs Jósefssonar 884 — Oðins Árnasonar 876 — Guðmundar Guðlaugss. 875 — Jóhanns Jóhannssonar 866 — Valdimais Halldórss. 826 — Olafs Ágústssonar 763 — Gunnars Frímannssonar 756 — Stefáns Ragnarssonar 720 Næstu tvö þriðjudagskvöld verður Bjarg opið tii æfinga fyrir spilamenn. Næsta keppni. Næsta keppni verður ein- menningskeppni félagsins, sem JÁ, það er staðreynd, það var leikinn annar leikurinn hér sl. sunnudag á þessum vetri. Og það engin viðvaningsknatt- spyrna. Unglingalandsliðið kom sunnan yfii' fjöll og lék við ÍBA. Völlurinn var svo sem ekki eins og að sumarlagi, að vísu snjólaus að mestu, en beinfros- inn og flugháll. Þarna birtust þeir gæðingar úr ÍBA-liðinu Á ÞE9SU VORI skapast ferða- mönnum ný tækifæri til þess að heimsækja frændur vora þá er næstir okkur búa. Hinn 1. apríl ganga í gildi ný og lægri far- gjöld milli íslands og Færeyja, hljóti þau samþykki stjórn- valda. Flugferð til Færeyja og heim aftur mun þá kosta kr. 5649.00 og er söluskattur inni- falinn í verðinu. Flugfélag íslands hefir síðan sumarið 1963 haldið uppi áætl- unarflugi til Færeyja, fyrstu árin aðeins að sumrinu til en hefst 15. apríl. Spilaðar verða 3 umferðir. Þátttöku ber að til- kynna í síðasta lagi 13. apríl til stjórnar félagsins. Skautahöll í Reykavík UM ÞESSAR MUNDIR er ver- ið að ljúka við skautahöll í höf- uðborginni, eða Skeifunni 17, eins og segir í fréttum. Er það í fyrsta sinn, sem unnt verður að stunda skautaíþrótt undir þaki hér á landi og er lofsvert framtak áhugamanna, en gam- all draumur, er nú rætist. Skautasvellið er 1350 ferm. og er þar rúm fyrir ísknattleik og áhorfendasvæði fyrir 300 manns. Þarna gefst gestum kostur á að fá leigða skauta, en almenn- ur aðgangur er seldur fyrir vissa tíma dags. Akureyringar hafa látið sig dreyma um vélfryst skautasvell eða jafnvel skautahöll. Gætu þeir e. t. v. síðar stuðst við reynslu sunnanmanna í þessu efni. □ frá í fyrra, margir hverjir í góðri æfingu, nú þegar, að sýnd ist, en fáir miður. Þarna komu ný andlit eins og Sævar Jóna- tansson er lék þarna ágætlega tengilið, svo honum verður vart rutt úr liðinu, einnig Eyjólfur Skúlabróðir er stóð sig vel. Að vísu saknar maður kjölfestunn- ar frá í fyrra, þeirra Jóns Stef. er kvað vera meiddur strax og siðustu ár allt árið. Allmargir íslendingar hafa á þessu tíma- bili lagt leið sína til Færeyja, einkanlega um Olafsvökuna, þjóðhátíð Færeyinga. Róma ferðamenn móttökur allar og gestrisni fólks. Auk flugs milli fslands og Færeyja heldur Flugfélag ís- lands uppi flugi milli Færeyja og Glasgow yfir sumarmánuð- ina. Flug milli Færeyja og Skandinavíu er rekið af Flug- félagi íslands og SAS sameigin- lega. (Fréttatilkynning) (Framhald af blaðsíðu 8). veidd, heldur sé um að ræða fisktegundir, sem geti orðið ár- vissir nytjafiskar í framtíðinni. Jakob Jakobsson hefur í því sanibandi nefnt spærling, sand- síli og kolmunna, auk loðnunn- ar. En þessar tegundir telur hann geta orðið mikilvægar til bræðslu. En nú þegar eru að opnast augu manna á þýðingu loðnunnar til manneldis, enda er þetta góður fiskur, sem fjöl- margir hafa neytt. Áhugi Jap- ana og fleiri þjóða á loðnunni, gefa vonir um, að hún geti orð- ið niargfalt meiri nytjafiskur til nianneldis en til mjöl- og lýsis- gerðar. BRAGÐ ER AÐ ... íslendingur-ísafold segir um stórvirkjun og stóriðju nyrðra: „Því miður benda þær (umræð ur á Alþingi) ekki til þess, að nauðsyn strjálbýlisins sé tekin alvarlega af þeim, sem mestu ráða. Allar rannsóknir og allur undirbúningur að áframhald- andi framkvæmdum miðast við að enn verði haldið áfram upp- byggingu stórvirkjana og stór- iðju syðra og ekki einu sinni látið að því liggja, að nein Péturs, sem er víst að múra ennþá, einnig spretthlauparans Kára. Samúel var afar mistæk- ur í markinu. Sunnanpiltana þekki ég eng- an með nafni, en þar voru vissu lega á ferð piltar, sem eru þess meðvitandi að þeir eru á knatt- spyrauvelli. Oft á tíðum sýndu þeir góð tilþrif og fylgdu fast eftir, upp að marki andstæð- inganna. Þeir skoruðu líka fyrsta markið, þótt taflið snér- ist þeim í verulegan óhag um það er fyrri hálfleik lauk, en þá var staðan 5:2 fyrir ÍBA. í síðari hálfleik hjálpuðu Ak- ureyringar gestunum til og skor uðu ágætlega í eigið mark, en seinna bættu sunnanmenn við fjórða markinu svo lokatölur urðu 5:4 fyrir ÍBA. Það var mikill mannfjöldi á íþróttavellinum á sunnudaginn og láta bæjarbúar sig ekki vanta þegar knattspyrnan er annars vegar. Logn var og sól- skin, snjóhrafl á vellinum og svo sleipt, að leikmönnum gekk illa að fóta sig. Flestum knattspyrnuunnend- um mun það gleðiefni að fá tækifæri til að sjá knattspyrnu- leiki, einkum á þessum árstíma, sem er ánægjuleg nýjung. ákveðin stefna sé ríkjandi í þessu efni gagnvart strjálbýlinu eða í tengslum við byggðaþró- unina yfirleitt.“ Því miður er þetta rétt og má segja, að bragð er að þá barnið finnur. NÝ TÍZKA Sú tízka er gengin í garð hér á landi, að nemendur hinna ýmsu skóla gera samþykktir um nýja skipan fræðslumála, senda til- lögur sínar, áskoranir og álits- gerðir blöðum og útvarpi til birtingar þjóðinni. Svo virðist, sem ráðamenn fræðslumála og kennarar séu stoltir af þessu framtaki og sýnist það bera vott um skjótan þroska í skól- um, að nemendur, allt frá ferm- ingaraldri, geti á síðustu og beztu tímum sagt hinum eldri fyrir verkum í menntamálum þjóðarinnar. HVER NENNIR ÞVÍ? í greinarkorni í „Degi“ 19. þ. m., sem ber ofannefnda yfirskrift, er minnzt á grænmetisrækt, og það, að fólk nenni ekki að rækta grænmeti og finnist létt- ara að kaupa það í búðvtm. — Ég er ein þeirra, sem hef nennt að rækta grænmeti í mörg ár, en með misjöfnum árangri. Meðal annars hef ég reynt að rækta gulrætur, en þeim þarf helzt að sá snemma, og hefur það oft gengið erfiðlega, vegna vorkulda. En hvað um það, nið- ur í moldina hafa fræin komizt — og svo er að bíða og sjá. Uni^ ir haust eru þetta oft orðin há og falleg grös og sæmilegar gul rætur. En svo einn morgun, þegar litið er út, bregður manni í brún. Þar sein grænu og fallegu gulrótargrösin stóðu kvöldinu áður, er mest allt autt og tómt, nema hvað visið gras og smá gulrætur liggja út um allt. — Kálið hefur oftast fengið að vera í friði hjá mér, en það er meira en margir aðrir geta sagt, þar sem kálhöfuðin hafa verið skorin af niður við rót, — og það ár eftir ár. — Það er þetta, að fá aldrei að liafa neitt í friði, sem gerir, að fólk hrein- lega gefst upp á að reyna að rækta nokkuð heima á lóðum sínum. Húsmóðir. AÐ LIGGJA ÚTI Mörg skíðanámskeið eru haldin og ungu fólki kennt að beita skíðum og stöfum. En hve oft er þessu sama fólki kennt, að búa sig skynsamlega, hvað klæðnað snertir og að búa um sig á víðavangi ef nauðsyn krefst útilegu í vondu veðri? Þessari spurningu er hér kastað frain til athugunar vegna þess, að stundum hefur það ráðið úrslitum um líf eða dauða, hvort ferðafólk hefur kunnað að búa um sig í snjó. HITT OG ÞETTA Oll eldri met hafa verið slegin í loðnuveiði og loðnumjölið selt háu verði. Þorskafli hefur verið mikill og á sumum stöðum mok afli að undanförnu. Mánaðar- viðræður verkalýðsfélaga og atvinnurekenda bera enn eng- an árangur. Akureyri er hæsti atvinnuleysiskaupstaður á ís- landi um þessar mundir. Um helgina verður tekin ákvörðun í Sanamálinu fræga á Akureyri. Slippstöðm h.f. í sama bæ er komin í fjárhagslega erfiðleika, Akureyringar komast af án öl- bruggs en vart án skipasmíða- og viðgerða. Fólk flýr land vegna atvinnuskorts og óstjórn ar. Konur „fussuðu“ á ráðherra á Alþingi í fyrradag, er rædd voru heilbrigðismál, m. a. um fæðingardeild Landspítalans og móðurlífskrabba. Ungmennl vilja taka að sér stjórn fræðslu- mála, enda virðast þeir ekki síð ur hafa vit á þeim en núver- andi ráðherrar. Prestar hafa gert misheppnaðar tilraunir með afkáralegar messugerðir fyrir unglinga, einnig með grall arasöng. Margir fjárglæfra- menn hafa flúið land með mik- inn varaldarauð í vösum sínum. Iðnvöruauglýsingar sjónvarps- ins eru flestar erlendar eða gerðar fyrir erlend framleiðslu fyrirtæki. Hin innlendu eru of fátæk til að auglýsa. SANA Gjaldþrotafyrirtækið Sana h.f. á Akureyri, sem verið hefur í höndum skiptaráðanda uin lengri tíma, mun nú rísa úr öskustónni. Vænta menn þess, að fyrirtæki þessu, sem brugg- ar gott öl o. fl. verði stjórnað af nýjum mönnum, því annars er naumast hægt að reikna með langlífi þess eða mikilli farsæld, Kröfuhafar hafa nú gerzt hlut- hafar, um eða yfir 30 talsins. Naumast þraf að efa, að ölið verður gott. Það gleður flesta liér, að þetta norðlenzka fyrir- tæki verður ekki lagt nið'ur. Hitt er isvo annað mál, hvort það er gleðiefni eða hryggðar, að bankamál á íslandi skuli vera í svo breiðum og djúpum öldudal, að enginn bankastjóri hafi lirokkið upp úr stólnum sínum, vegna þessa máls. 1 HLUTAFÉLÖGIN Vegna fréttar á öörum stað í blaðinu um stórkostlega aukn- ingu hlutafjár í Sana li.f. hlýtur sú spurning enn einu sinni að verða borin fram, hvort ekki sé þörf á allsherjar endurskoðun laga um hlutafélög. í framhaldi af henni hlýtur einnig að verða spurt, hvort ekki sé nauðsyn- legt, að bnakastofnanir og fjár- festingasjóðir hefðu einhverjar skynsamlegar reglur u>m lág- mark eigin áhættufjár hinna svonefndu eigenda (stjórnenda) hlutafélaga á móti lausafé því, sem þau fá og oftast er í raun réttri almenningsfé. Þess munu mörg dæmi, að hlutafélög liafi að láni almenningsfé upp á jafn margar milljónir og hlutaféð er margar þúsundir. Þessir eigend ur, sem ekki hætta neinu er máli skiptir og hirða oft há laun, vilja svo eiga alla mögu- leika á þeim hagnaði, sem verða kynni. Þess vegna er hætt við, að oft verði spilað í happdrættis von, meira en öruggur atvinnu- rekstur þolir. Hörku skot — og boltinn í netinu. — (Ljósrn.: E. D.) Knattspyrna að vetrarlagi? FÆREYJAFERÐ ÓDÝRASTA UTANLANDSFERÐIN í ÁR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.