Dagur - 16.04.1969, Blaðsíða 4

Dagur - 16.04.1969, Blaðsíða 4
4 > ■ Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. ÚR AFREKASKRÁ ÓLAFUR JÓHANNESSON for- maður Framsóknarflokksins sagði m. a. svo í yfirlitsræðu á miðstjómar fundi flokksins 11. apríl sl.: „Þegar vinstri stjómin fór frá, var greiðslubyrðin talin vera um 8% og myndi hækka nokkuð á tveim næstu árum. Þá áttu efnahagssérfræðingar ekki nógu sterk orð til að lýsa því, hversu hættuleg og óbærileg þessi greiðslubyrði væri. Af henni stafaði þjóðarvoði. Og þegar núverandi stjóm tók við völdum sagðist hún ætla að létta greiðslubyrði þjóðar- innar gagnvart útlöndum, sem allt væri að sliga. Efndirnar mega nú all- ir sjá. En það sem athygli vekur er það, að vísu mennimir, sem töldu 8% greiðslubyrði 1958 þjóðarvoða, skuli nú, þegar greiðslubyrðin nálg- ast Vc> af gjaldeyristekjunum, ekki reka upp eitt einasta bofs. Nú er allt í lagi að þeirra dómi. Hvernig á þjóðin að treysta dómgreind og leið- sögn slíkra manna? Hvernig ætla þeir að skýra sinnaskipti sín fyrir þjóðinni? Ég held, að skuldamálin séu miklu alvarlegri en allur þorri manna gerir sér enn grein fyrir. Menn viðurkenna almennt, að ekki hefur verið farið skynsamlega með efni þjóðarbúsins á undanföm- um árum. Stjórnin og ráðunautar hennar hafa ekki gefið þann gaum sem skyldi að séreinkennum íslenzks atvinnulífs, heldur apað eftir háþró- uðum iðnaðarþjóðum og litið á þá tekjuaukningu sem liagvöxt, sem í rauninni byggðist á hagstæðri sveiflu sjávaraflans. f landi, sem býr við jafn sveiflukennda atvinnuvegi og er jafn háð untanríkisviðskiptum og ísland, verður hið opinbera að hafa hæfilega stjóm á þessum málum, fjárfestingu og gjaldeyrisnotkun, ef ekki á illa að fara. Allt frelsisglamur, sem ekki tekur tillit til þessa, em blekkingar. Hér verður aldrei stjórn að af viti eftir happa- og glappaað- ferð. Það er fullreynt eftir 10 ára viðreisnarstjórn. í iðnaðinum hefur ekki verið mörkuð nein heildarstefna. Þar hef- ur vantað forustu af hálfu ríkisvalds ins. Samt tala menn um að gerast aðilar að efnaliagsbandalögum há- þróaðra iðnaðarþjóða. Hér má vissu lega segja: Ó þú heilaga einfeldni. Á afrekaskrá núverandi ríkisstjóm ar eru fjórar gengisfellingar. Vafa- laust á hún heimsmet á því sviði. Gengisfelling getur vitaskuld verið óhjákvæmilegt neyðarúrræði. En tvær stórfelldar gengisfellingar á sama árinu, þar sem verð á erlendum (Framhald á blaðsíðu 2) PÁLL MAGNÚSSON, lögfræðingur: Herslöðvasamningurinn frá 1951 og lögiii frá 1962 um almannavarnir Fé til framkvæmda þeirra laga er auðvelt að fá hjá Bandaríkjum Ameríku og öðrum aðildar- ríkjum NATO, samkvæmt 5. gr. samningsins. GREIN mín „Herstöðvar NATO á íslandi“ birtist fyrir nokkru í dagblaðinu Vísi og blaðinu Degi á Akureyri. Það sem hér verður sagt ber að skoða sem framhald þeirrar greinar. Þann 17. des. 1962 voru sett lög á Alþingi um almannavarn- ir. Um þetta efni höfðu til þess tíma gilt lög frá 1941 og 1951. Loftvamanefnd Reykjavíkur starfaði að þessum málum frá júní 1951, „en frá stríðslokum hafði ÖH slík starfsemi legið niðri hér“, segir í opinberri skýrslu. Starfsfé nefndarinnar var 750 þús. kr. úr ríkissjóði og jafn mikið frá Reykjavíkurbæ, samtals ein milljón og fimm hundruð þúsund krónur. Fram- lagið úr ríkissjóði var fellt nið- ur fyrir 1957 og varð Loftvarna nefnd þá að hætta þessu starfi sínu að mestu leyti. Um þetta segir í skýrslunni: „Þannig var þessum málum komið á síðast- liðnu hausti, að allar varúðar- ráðstafanir til vamar, aðstoðar og líknar almenningi, sem leiða kynnu af hernaðaraðgerðum annara þjóða, voru með öllu niður fallnar.“ Samkvæmt skýrslu Loft- varna-nefndarinnar frá 19. des. 1956, hafði hún haft til ráðstöf- unar kr. 9.000.000.00 og varið því þannig: Stjónarstöðvar Aðvörunarkerfi Fjarskipti .... Hjúkrunar- og líknarmál .... Eldvarnir .... Loftvarnarbyrgi Birgðageymslur Hjálparsveitir Ymis kostnaður Laun og skrif- stofukostnaður Teikningar af loftvarnarbyrgi undir Arnarhóli Óráðstafað ... kr. 64.000.00 — 288.000.00 — 287.000.00 — 2.556.000.00 — 1.648.000.00 — 239.000.00 — 574.000.00 — 344.000.00 — 348.000.00 — 801.000.00 — 200.000.00 — 1.651.000.00 Samtals kr. 9.000.000.00 Síðla árs 1961 vakna svo stjórnvöld Reykjavíkur og ríkis ins upp af værum 10 ára svefni, koma saman á fund og álykta þar: „að óverjandi væri að gera ekki gangskör að því að hefja hér rannsóknir og undirbúning almannavaraa, miðað við aíð- stæður hér og reynslu annara í þessum efnum.“ — „Og varð að ráði, að formaður Loftvama- nefndar Reykjavíkur, Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri, og dr. Jón Sigurðsson, borgar- læknir, tækjust á hendur ferð til Norðurlanda, til þess að kynna sér aðgerðir og reynslu þessara þjóða, Noregs, Svíþjóð- ar og Danmerkur.“ Voru síðan fengnir hingað 3 erlendir sér- fæðinga til áðuneytis, R. Holter mann, hershöfðingi og yfirmað- ur almannavarna í Noregi, C. Toftemark, yfirlæknir og einn af forstöðumönnum almanna- varna í Danmörku og John Hod soll, aðalráðunautur NATO í loftvarnamálum. Auk þess var leitað upplýsinga hjá Ágúst Val fells, dr. í kjamorkufræðum. Var hann á eftir ráðinn forstöðu maður almannavarnanna, en sagði starfinu af sér árið 1964. Stjórnarfrumvarp til almanna varnalaganna var lagt fram á Alþingi 11. okt. 1962 og afgreitt eins og fyrr segir, sem lög 17. des. sama ár. Umræður um laga setninguna þekja 94 blaðsíður í Alþingistíðindunum og þing- skjöl málsins fylla 38 bls. Sést af þessu, að málið var álitið mikilvægt, enda voru allir ræðumenn á einu máli um, að það gæti varðað líf og tilveru mikils hluta þjóðarinnar. Frá sérfræðingunum lágu fyrir ítar legar skýrslur og álitsgerðir, sem eru birtar í Alþingistíðind- unum. Frumvarp laganna var, eins og vænta mátti, að efni til að mestu leyti í samræmi við álits- gerðir sérfræðinganna, nema hvað mun styttra var gengið í kröfum um fullkomnar vamir með tilliti til fátæktar þjóðar- innar. Ekki varð samstaða um málið á Alþingi. Hinir svo- nefndu 3 borgaraflokkar stóðu með frumvarpinu en þingmenn Alþýðubandalagsins voru á móti. Hannibal Valdimarsson sem var aðal framsögumaður minnihlutans, flutti lengstar og efnismestar ræður og vitnaði, máli sínu til sönnunar, stöðugt í álit sérfræðinganna. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að hinar ráðgerðu og nauðsynlegu öryggisframkvæmdir yrðu svo ofsalega dýrar, að engar líkur væru til þess, að okkar fámenna þjóð gæti með nokkru móti stað ið straum af þeim. Yrðu lögin því aldrei annað en einskisnýtt pappírsgagn og til ills eins fyrir þjóðina, því í trausti laganna yrði hún sjálf síður á verði gagn vart hættunni. Hannibal reynd ist sannspár um þetta. Til marks um það hef ég tekið upp ríkisreikningum og fjárlögum áranna 1963 til 1969 fjárveiting- ar ríkisins til almannavarna á þessum 7 árum. Þær nema sam tals kr. 16.906.563.00, og mikill hluti þeirrar fjárhæðar fór, svo sem gefur að skilja, í laun til manna, sem næstum ekkert gátu gert að gagni vegna pen- ingaleysis. Rétt er að geta þess hér, að með lögum frá 29. apríl 1967 var gerð sú breyting á al- mannavarna-lögunum frá 1962, að lögin skyldu einnig ná til varna gegn hættum af náttúru- hamförum, svo sem jarðskjálft- um og flóðum, en svo brá við, að framlög ríkisins til varnanna minnkuðu eftir þetta að mikl- um mun. Árið 1963 var á vegum al- mannavarnaráðs samið fræði- legt rit um almannavamir. Er þar að finna mikinn fróðleik um þær ógnir, sem að höndum geta borið, ef til átaka kæmi um her stöðvarnar, áætlanir um opin- berar varnarframkvæmdir og leiðbeiningar almenningi til sjálfsbjargar. Höfundur segir þar m. a.: „Ef alger kjarnorku- styrjöld brytist út, virðist að allt að 60—70 liundraðshlutar af íbúum landsins gætu farist, ef engar vamir væru viðhafðar,“ en höfundur álítur, að þá tölu megi lækka í 5 hundraðshluta með réttum vamarráðstöfun- um. — Þetta var mikið og vel unnið rit, og lífsnauðsyn, að það bærist almenningi í hendur, en verkið strandaði, eins og teikn- ingarnar af varnarskýlunum undir Arnarhóli, á skrifstofu- borði dómsmálaráðherra. Svo fór um sjóferð þá, sem hófst með setningu almannavarnalag anna 1962. Með grein minni í Vísi og Degi gerði ég grein fyrir því, að NATO-ríkjunum bæri, sam- kvæmt 5. gr. herstöðvasamn- ingsins frá 1951, að kosta allar nauðsynlegar framkvæmdir í landi okkar til varnar gegn þeim hættum, sem þjóðinni staf ar af hinum hernaðarlegu afnot um NATO af landinu. Með setn ingu almannavarnalaganna 1962 og álitsgerðum sérfræðinganna frá Noregi, Danmörku, NATO o. fl. upplýstist eins og verða mátti, hvaða lágmarks öryggis- varnir þyrfti að framkvæma hér og það jafnframt, að þjóð okkar hefði engin efnj á að kosta þær. Auðvitað var þetta fyrirsjáanlegt, þegar herstöðva- samningurinn var gerður árið 1951, og 5. gr. hans þá strax sýnilega alveg óhjákvæmileg fyrir íslendinga, ef þeir áttu að geta notið svipaðra almanna- varna og tíðkast í öðrum lönd- um, gegn þeim hættum, sem herstöðvarnar voru og eru enn líklegar til að hafa í för með sér fyrir líf þeirra og eignir. Þetta hlaut að vera tilgangur 5. gr. samningsins, enda var hún að öðrum kosti hrein markleysa. Greinin hljóðar svo: „Bandaríkin skulu fram- kvænia skyldur sínar sam- kvæmt samningi þessum þann- ig, að stuðlað sé svo sem frek- ast má verða að öryggi íslenzku þjóðarinnar, og skal ávallt haft í liuga, hve fámennir fslend- ingar eru, svo og það, að þeir hafa ekki öldum saman vanizt vopnaburði. Ekkert ákvæði þessa sanmings skal skýrt þann ig, að það raski úrslitayfirráð- um fslands yfir íslenzkum mál- efnum.“ Ég hef borið þennan skilning minn á greininni undir tvo af gáfuðustu lögmönnum landsins og kváðu þeir hann réttan að sínu áliti. Annar þeirra taldi það vera álitamál, hvort við hefðum tapað rétti okkar sam- kvæmt greininni, vegna þess, að stjórnvöld okkar hefðu vanrækt að gæta hans í svo mörg ár, en áleit þó, að engar líkur væru til þess, að NATO-ríkin færu að bera þá ástæðu fyrir sig. Bandaríkin ætluðu, eins og vænta mátti, að standa við þessi loforð sín og vildu á sínum tíma leggja fram stórfé til vegagerða og annara öryggisframkvæmda, en þeim boðum var hafnað. Þjóðin mun nú krefjast, að haf- ist verði handa um fulla og und andráttarlausa framkvæmd al- mannavarnalaganna frá 1962. Engin ástæða er til að ætla ann að, en að Bandaríkin séu enn reiðubúin að kosta hér allar nauðsynlegar öryggisfram- kvæmdir, samkvæmt 5. gr. her- stöðvasamningsins, ef á því máli er af okkar hálfu haldið af einurð og festu. Augljóst er, að íslenzka þjóð- in getur ekki og gat aldrei leyft erlendar herstöðvar í landi sínu, án öryggisvarna, sem aðr- ar þjóðir telja sér lífsnauðsyn- legar. 8. apríl 1969, Páll Magnússon. 5 SMATT & STORT Frá æfingu á leiknum Púntila og Matti. (Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík) og Matli vinnumaður ■ Sumaráætlim Flugfélags íslands (Framhald af blaðsíðu 8). ar 30. septembei'. Þá verða viku legar átta ferðir til Kaupmanna hafnar, fjögur flug til London, þrjú flug til Glasgow og tvö flug til Osló, eitt flug til Fær- eyja og Bergen. Ferðirnar skiptast þannig: Til Kaup- mannahafnar er þotuflug alla daga en að auki er Friendship flug um Færeyjar og Björgvin á miðvikudögum. Til Lundúna eru bein flug á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Til Glasgow verð ur flogið á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum og til Osló á fimmtudögum og sunnudögum. Sem fyrr segir verður ein ferð í viku frá íslandi til Fær- eyja og Bergen og þaðan áfram til Kaupmannahafnar. Flug milli Færeyja og Glasgow verða á laugardögmn. Yfir aðal anna- tímann verða átta flugferðir í viku milli Kaupmannahafnar, Bergen og Færeyja. Þriðji áfangi sumaráætlunar er svo októbermánuður. Þá verður ferðum hagað með svip- uðu sniði og í fyrsta áfanga. Þá verða sjö ferðir í viku til Norð- urlanda og sex vikulegar ferðir til Bretlands. □ (Framhald af blaðsíðu 8). verið „góðir foreIdrar“ „óvit- ans“ eða ekki „vitað af voðan- um“, sem hömlulausu viðskipta frelsi fylgir. Þrátt fyrir yfirlýs- ingu Bjartmars, ef rétt er eftir honum haft, má búast við að hann í einu og öllu leggi lands- feðrunum lið eftir megni, til framhalds á sömu braut. En nú vita menn að hann gerir það eftirleiðis gegn betri vitund. SAMTÍNINGUR Mikið er nú rætt um Björn og Hannibal um þessar nnindir. Akureyringar eru orðnir beztu skíðamenn landsins. Vélfryst skautasvell er nú á dagskrá hjá forystu íþróttahreyfingarinnar í bænum. Loðnan þrjóskast við að ganga inn Eyjafjörð. Mið- stjónaraðalfundur Framsóknar var haldinn í Reykjavík um og fyrir síðustu helgi. Líklegt er, að þingmenn fýsi að vita deili á fjármálum Sana og geri um það fyrirspum á Alþingi. 2000 atvinnuleysingjar eru enn í landinu. Vaxandi atliygli bein- ist nú að Hlíðarfjalli á vettvangi ferðamála, innanlands og utan. í sjónvarpi sjáum við daglega hvernig erlendir auðhringar ná völdum í krafti auglýsinga sinna. Ráðherrar misnota þar og aðstöðu sína á grófan hátt. Götur þoma og ryk þyrlast upp og þá taka Akureyringar stóru götu-ryksuguna sína út úr skáp. Lóan er komin á Sel- tjarnarnes. ÓNAKVÆMNI í FRÁSÖGN Dagur og íslendingur-ísafold sögðu frá stofnun hlutafélagsms Bústólpa h.f., sem ætlar að ann- ast innkaup á kjamfóðri fyrir eyfirzka bændur. Til að fylla betur fáorða tilkynningu félags ins sjálfs, bætir íslendingur- ísafold því við, að 140 bændur hafi myndað með sér samtökin, stofnað Bústólpa o. s. frv. Verð- ur ekki annað af þeim orðiun skilið, að stofnendur hlutafélags ins séu 140 talsins. En hið réttaj er, að þeir eru 5 og má telja þetta meiriháttar ónákvæmni í frásögn. LÆKKUN A MAIS En úr því farið er, enn einu sinni, að minnast á kjarnfóður, er rétt að geta þess, að enn hef- ur maís lækkað í verði, svo að kjamfóðurblanda í KEA, sem nú kostar 8800 krónur tonnið lækkar í 8500 krónur og mega allar lækkanir vöruverðs til frétta teljast, enda sjaldgæfar. En með hinar lækkandi fóður- vörur kom Dísarfell nú rnn miðjan mánuð. GÆRUPELSAR Norræn fatnaðarkaupstefna var lialdin í Kaupmannahöfn í vet- ur og var ytri fatnaður kvenna á boðstólum. Nokkur íslenzk fyrirtæki sýndu þar vörur og vöktu pelsar úr loðsútuðum gærum langmesta athygli, af því sem íslenzkt var og tilboð bárust í hina íslenzku fram- leiðslu og námu 10 millj. kr. Sennilegt er, að ull og skinna- vörur af íslenzku fé verði marg falt verðmeiri á næstu árum en nú er og iðnaður í þessum grein um geti veitt þúsundum at- vinnu ef rétt er á haldið. AKUREYRINGAR! KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá í Glerárhverfi efnir til hlutaveltu 20. þ. m. til ágóða fyrir rekstrar sjóð vistheimilisins Sólbolrgar, hælis vangefinna á Norðurlandi. Þessi stofnun er í mikilli þörf fyrir stuðning almennings, svo að félagið, er stendur fyrir hlutaveltunni, væntir góðrar þátttöku við öflun drátta. Öllu, sem safnast skal komið til neð- antalinna aðila, er lofað hafa að veita því viðtöku. Sólborgarheimilið ætti að verða óskabarn Akureyringa og annarra Norðlendinga, því að til þess er stofnað af fómfýsi og kærleika til þeirra, sem bág- ast eiga og verst eru settir. Með fyrirfram þökk: Berg- þóra Bergsdóttir, Byggðarvegi 149, sími 12540; Margrét Sigurð ardóttir, Þverholti 2, sími 12638; Þórdís Gísladóttir, Klapparstíg 5, sími 12554; Svanhildur Þor- steinsdóttir, Grænugötu 2, sími 11857; Freygerður Bergsdóttir, Höfðahlíð 12, sími 12371; Verzl- unin Sportkraft, Strandgötu (kl. 13—18); Verzlunin Fagra- hlíð, Lönguhlíð 2, Glerárhverfi. Púntila bóndi Húsavík 12. april. Meðan veðr- áttan, þessa dagana, norður hér, skiptir ört á hríðaréljum og sól- skini er Leikfélag Húsavíkur að ljúka æfingum á Púntila bónda og Matta vinnumanni eftir B. Brecht. Það er eitt hið mesta leikhúsverk, sem leikfélagið hefur tekið til meðferðar og í því tilefni brá ég mér á æfingu, (Framhald af blaðsíðu 8). ýmsan hátt sérstakur, en þó hlýtur afgreiðsla Atvinnumála- nefndar ríkisins (ríkisstjórnar- innar) að vekja mesta furðu. Bjarnj Benediktsson er for- maður hennar og aðrir ráðherr- ar sitja einnig í henni og efna- hagssérfræðingur ríkisstjórnar- innar, Jónas Haralz, er fram- kvæmdastjóri hennar. Það eru því engar undirtyllur, sem taka þar ákvarðanir. Þessari nefnd voru ætlaðar til ráðstöfunar 300 millj. kr. til eflingar atvinnu lífi og útrýmingar atvinnuleysi. Hvatti hún fyrirtæki, sem eiga í erfiðleikum, að sækja um að- stoð, og bjuggust flestir við skjótri úrlausn. Ætla má, að ýmsir hafi verið bjartsýnir á fyrirgreiðslu nefnd arinnar, ekki sízt þeir, sem stóðu fyrir rekstri fyrirtækja, sem ráðherrar og aðrir ráða- menn höfðu lýst yfir við ótal tækifæri, að veittur yrði allur hugsanlegur stuðningur. Eitt þessara fyrirtækja, sem ráð- herrar hafa lýst sem sínum óskabörnum, var skipasmíða- stöð á Akureyri, þ.'e. Slippstöð in h.f. Það hefði því mátt ætla, að nú gæfist ráðherrunum gott tækifæri til að sýna vilja sinn í verki, en viðbrögð þeirra urðu þau, að engu er líkara, en þeir séu að grafa undan trausti fyrir tækisins. Umsókn Slippstöðvarinnar h.f. um lán, virðist hafa verið notuð, sem átylla til að senda menn að sunnan til að gera „út- tekt“ á fyrirtækinu, þrátt fyrir það, að reikningar þess fyrir lið in ár hafi legið fyrir. Þessi „út- tekt“, sem hvorki getur talist fugl né fiskur, er svo notuð til þess að lýsa fyrirtækið svo illa statt, að jafnvel sjóðir, sem eiga að veita styrki til eflingar at- vinnulífi, geti ekki veitt því beina fyrirgreiðslu. Annað verð ur ekki ráðið af neitun Atvinnu málanefndar ríkisins. Hins vegar kemur svo fram um leið, sú krafa frá nefndinni, að bæjar- og sveitarfélög, með mjög takmarkaða tekjustofna, skuli gera þetta, enda þótt um fyrirtæki, eins og skipasmíða- stöð sé að ræða, sem enginn getur haft veruleg áhrif á um verkefni, nema ríkisvaldið. Á þessa stefnu Atvinnumála- nefndar ríkisins voru bæjarfull til að sjá og heyra hvernig hlut- irnir gerast áður en tjaldið lyft- ist. Þegar ég kom inn í leikhús- ið stóð svo á á senunni, að Púntila bóndi er fullur og snýr út skrápnum, eins og hann gerir alltaf, þegar hann er í drykkju- kasti. Því er það, að hann rekur á burt brúðir sínar, allar fjórar. Þær fá ekki að gera sér neitt trúar Framsóknarflokksins treg ir að fallast og vildu freista þess, að gefa nefndinni kost á að endurskoða afstöðu sína til fyrirtækisins og lögðu því til, að bæjarstjórn frestaði ákvörð- un í málinu, ef endanleg niður- staða þessarar skyndiúttektar þeirra fyrir sunnan gæti breytt einhverju. Þessi tillaga Fram- sóknarmannanna Stefáns Reykjalíns og Hauks Árnason- ar var felld með 7:4. Á þá tillögu féllust ekki bæj- arfulltrúar annarra flokka, enda kannski ekki haft trú á eðlilegri afgreiðslu ráðherr- anna. Eftirtektarvert er líka, að At- vinnumálanefnd ríkisins hefur ekki kjark í sér til að neita bein um orðum lánsbeiðni Slipp- stöðvarinnar h.f., heldur neitar hún beiðninni á þann hátt, að hún gefur Akureyrarbæ kost á láninu, rétt eins og sú beiðni hafi legið fyrir. En hvað sem um afgreiðslu þessa bráðabirgðaláns er að segja, er hitt augljóst, að vandi Slippstöðvarinnar h.f. er mikill og ástæðulaust að vera með neinn skollaleik, eins og At- vinnumálanefnd ríkisins leikur. Sennilega veldur mestu um vandann, verkefnaskortur, ásamt þeirri staðreynd, að vaxtabyrðin og skammtímalán til fjárfestingar, valda sér- hverju fyrirtæki erfiðleikum, ef það getur ekki strax í upphafi skilað því, sem kalla mætti óeðlilegan gróða. Það hlýtur því að vera gerð sú krafa til hins opinbera, að það tryggi fyrir- tæki eins og Slippstöðinni stór langtímalán með lágum vöxt- um. Fyrirtæki sem sinnir verk- efnum fyrir undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar, má ekki taka skjótan gróða, og því verður að veita þessa fyrirgreiðslu, hvort sem það telst styrkur eða ekki. Þess verður þó jafnframt að gæta, að þeir, sem fá þannig opinbera fyrirgreiðslu og treyst er fyrir almannafé, beri þá ábyrgð, sem eðlilega má telja og að áhættufé þeirra sé jafnan skráð á réttan hátt. Það er svo von blaðsins og eflaust allra Akureyringa, að Slippstöðin h.f. standi af sér þá hryðju, sem nú gengur yfir og komi margefld út úr henni. S. Ó. B. til gamans, veizlan er ekki ætl- uð þeim, meyjunum frá Kúrgela. Þær snúa heim, ganga í göturykinu og verða þreyttar og sárfættar. Á leiðinni setjast þær niður, til að hvílast og þá segja þær söguna um fátæka fólkið í veröldinni og stolt þess. Brúðirnar tillagði Púntila sér um leið og hann leitaði að lög- legu brennivíni um nótt. Gamla samkomuhúsið á Húsa vík, sem áður gegndi mörgum hlutverkum, er nú eingöngu kvikmyndahús og leikhús með föstum sætum og hefur í ríkum mæli þokka góðra leikhúsa, hinn sérstæða leikhússjarma, samt er salurinn helzt til lítill og senan mætti gjarnan vera nokkuð stærri. Ég settist aftar- lega í myrkum salnum og gætti þess að trufla ekki æfinguna. Þar sitja einnig á dreif leikarar og starfsmenn, sem ekki eru að störfum þá stundina. í miðjum sal situr leikstjórinn, Erlingur Halldórsson. Við og við kallar hann til leikaranna á sviðinu og biður þá að endurtaka. Svo komu ekki bifreiðadrunur, þeg- ar þær áttu að koma og það kom heldur ekki ljós, þegar það átti að koma. Þá kallaði leik- stjórinn til ljósameistarans, sem einnig stjórnar hljóðunum, svo felldum orðum: „Jói, heyrirðu til mín?“ „Nei“, sagði ljósameist arinn. Tæknin var ekki eins og hún átti að vera. Sýningarstjór- inn, Halldór Bárðarson, breytti tækninni með snúru og hljóð- nema, þá kom ljósið, þegar það átti að koma og hljóðin komu líka, þegar þau áttu að koma og æfingunni var fram haldið. Leikmyndir eru mragar og sviðsbreytingar þurfa að íara fram hratt og hljóðlega. Púntila, eigandi herragarðs og sögunarmillu, hefur ófullur ákveðið að trúlofa dóttur sína sendiráðsfulltrúanum og efnir til mikillar veizlu með ráðherra sem gesti og öðru stórmenni. Dóttirin hefur hlotið frömun erlendis og annað uppeldi, sem slíku sæmir. En sem Púntila bóndi hefur drukkið sín veizlu- glös, þá sér hann, að sendiráðs- fulltrúinn er maður harla lítilla sanda og sæva og auk þess svo vizkusljór, að hann skilur ekki einföldustu brandara. Hann rek ur sendiráðsfulltrúann á dyr og vill gefa stúlkuna Matta vinnu- manni. Hinn veraldarvani bíl- stjóri, Matti vinnumaður, vill fá að vita hvort dóttir stórbóndans sé fær um að vera eiginkona fátækismanns og ungfrúin er látin ganga undir próf. Þannig tekur hver leikmynd- in við af annari og þannig flyt- ur leikfélagið sinn skerf af heimsmenningunni til Húsavík- ur. Sjónleikurinn verður frum- sýndur fimmtudaginn 17. apríl. Þonn. Jónsson. * f * <■ I I I i I Bréf til Láru Ágúsfsdóftur á sjöfugsafmælinu 15. apríl'69 Þú krafðist ei að krýnast dísa-hylli, en kjörin varst til þess, er mest ég tel, að vera túlkur tveggja heima milli, og takast vel. Þér ótal viðkvæm hjörtu tókst að hugga, er harmur nísti, þegar vinur lézt. Að æðra heimi opnað fékkstu glugga svo inn þar sézt. Og góðs þér margir biðja, nafn þitt blessa. Þú breyttir skuggatíð í fagurt vor. Og ljúft og skylt er þér að minnast þessa, er þyngjast spor. Og vit, að englar guðs þér ekki gleyma þó grýtt sé lífsbraut þín og stundum köld. Og sál þín nær til hafna æðri heima ’ið hinzta kvöld. . Hjartanlegar hamingjuóskir of alla tíð. i «1 4- I <3 4- f <3 4- f f f X f f f f f f f f f f f f f f 0 4- f f f f f f f f f f f f f 0 4- © 4- f 7- <?. Kristján frá Djúpalæk. - SLIPPSTÖÐIN OG SKOLLALEIKUR ...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.