Dagur - 07.05.1969, Blaðsíða 2
2
Lið ÍBA siáursælt fyrir sunnaii
O y
Frá prófum o. fl, úr Laugaskóla
UM sl. helgi lék knattspyrnulið
ÍBA í 1. deild 2 leiki. Á laugar-
dag mættu þeir Vestmannaey-
ingum í Vestmannaeyjum í
bæjakeppni og sigruðu Akur-
eyringar 2:0. Á sunnudag var
leikið við Val í Reykjavík og
Akureyringar sigruðu einnig í
EINS og flestum mun kunnugt,
er getraunastarfsemi hafin hér
á landi, og hér á Akureyri eru
KA og Þór þegar farin að selja
getraunaseðla. Vert er að geta
þess, að íþróttafélögin fá 25% í
sinn hlut af hverjum seldum
miða, og ættu því allir þeir sem
styrkja vilja íþróttastarfsemina,
að taka þátt í getrauninni.
Útsölustaðir fyrir KA eru í
Sportvöru- og hljóðfæraverzlun
inni, Glerárstöð BP og Radio-
búðinni, en fyrir Þór í Tóbaks-
búðinni og Verzluninni Brekku.
ÞAÐ sem einum er vandamál
verður öðrum að leik, datt mér
í hug, þegar ég sá eftirfarandi
frásögn í fréttablaði eins bæjar-
hverfis í Kaupmannahöfn.
„Rosenlundskolen efndi til
„leikvallardags“ síðasta laugar-
dag í apríl. Veðrið var ágætt og
60—70 foreldrar, kennarar, nem
endur, yngri systkini og hund-
ar mættu á leikvallarsvæðinu
búin til atlögu.
Árangurinn varð þessi: Renni
brautir, sandkassar, stultur,
Tryggvi Þorsteinsson.
blómakassar, marðir fingur og
blöðrur í stöku lófa, — en það
sem mestu máli skipti var sam-
vinna fólksins við verkið, sem
gert er fyrir framtíðina.
Ágæt hugmynd. Hugmyndin
um leikvallardaginn kom fram
fyrir hálfu öðru ári og í vetur
var gengið frá áætlun um fyrir-
komulag svæðisins og bæjar-
félagið ákvað að leggja fram
3000 kr. til efnis- og tækja-
kaupa en foreldrar hvattir til að
mæta til orustu, vopnuð smíða-
tólum og öðrum verkfærum.
Dalgár kennari stjórnaði hern-
aðaraðgerðum og skipti liði sínu
í 25 flokka með 4—8 mönnum
í hverjum.
Eldavél og bíll. Foreldrar
komu með ýmsa hluti, sem
setja mátti á leikvöllinn, meðal
annars eldavél, sem sett var
upp, en bíll, sem boðinn var
þótti ekki æskilegur, þar sem
hann var talinn hættulegt leik-
fang á þessum stað. Tvö barna-
þeim leik 3:1.
íslandsmótið í knattspyrnu
hefst væntanlega 26. maí og
eiga Ákureyringar að mæta
Vestmannaeyingum í Vest-
mannaeyjum. Fyrsti leikur á
Akureyri á að fara fram 8. júní
að öllu forfallalausu.
Hér er réttur seðill fyrstu
vikunnar:
Landsliðið — Arsenal 2
Hvidovre — Esbjerg 1
B-1903 — K.B. frestað
B-1909 — Alborg B. 2
Horsens — Vejle 1
B-1901 — B-1913 1
Djurgárden — Elfsborg 1
GAIS — Átvidaberg 2
Jönköping —• Öster 2
Norrköping — A.I.K. x
Sirius — Göteborg 2
Örebro — Malmó FF 2
reiðhjól voru aftur á móti þeg-
in með þökkum og munu þau
koma að gagni við umferðar-
kennslu síðar meir.
Fjölskyldudagur. Þetta varð
ánægjulegur fjölskyldudagur.
Tónlistin hljómaði um svæðið,
börnin fengu gosdrykki en
eldra fólk naut annarar hress-
ingar og rabbaði saman.
Frú Hansen, móðir Mikaels í
3. bekk segir að þetta hafi verið
stórkostlegt. Hún smíðaði 6 pör
af stultum á 2V2 tíma. Maður
hennar var nærstaddur og hjálp
aði frúnni lítilsháttar, en hún
telur það varla umtalsvei’t.
Sþrensen á tvö börn í skól-
anum, Jens og Jette. Hann
mætti kl. 8.00, og fimmtán
krakkar sem hann stjórnaði
þennan dag ráku saman 100
kassa, sem notaðir verða undir
leikföng.
Inga Hansen kennari sló tvær
flugur í einu höggi. Hún smíð-
aði blómakassa og lærði að reka
nagla. „Bara að einhver komi
nú með blóm í kassann“, sagði
hún.
Mamma Lassa, Ida Jensen,
vann eins og víkingur og ræddi
mikið ■ við skólastjórann um
vandamál uppeldisins.
Skólastjórinn gróf fyrir girð-
ingarstaurum, en gætti sín ekki
vegna ákafans í samræðum við
frú Jensen, og datt í eina gryfj-
una með þeim afleiðingum að
hann varð að haltra heim.
Kim, í 6. bekk, varð líka að
yfirgefa vígvöllinn. Hann sag-
aði í putana á sér, en sem betur
fór var það ekki alvarlegt.
Afi hans kom þegar í stað á
vettfang og þótti fullt svo góður
liðsmaður sem drengurinn.
Hann taldi þennan skóladag
mun skemmtilegri en þá skóla-
göngu sem hann lauk við fyrir
53 árum.
Rosenlundskolen er í mótun.
Þar eru nú um 700 nemendur,
en árið 1974 verða allar skóla-
byggingarnar komnar í notkun
og nemendur sennilega um 2000
á öllu skyldustiginu.
Bæði foreldrar, kennarar og
nemendur telja að „leikvallar-
dagurinn“ hafi tekizt vel og
framkvæmdir af þessu tagi
verða endurteknar11.
Er það, sem að framan er
nefnt umhugsunarvert fyrir
okkur Akureyringa? Er
kannske hægt að leysa sum
vandamál með leik?
Tryggvi Þorsteinsson.
Heyrzt hefur að erfiðlega
gangi að koma Knattspyrnuráði
saman, en vonandi leysist það
mál í skyndi, því ófært er að
ekkert Knattspyrnuráð sé starf
andi í upphafi keppnistímabils.
Þá munu margir aðalleik-
menn ÍBA-liðsins vera meiddir
um þessar mundir, en vonandi
verða þeir í fullu fjöri er ís-
landsmótið hefst.
Svæðakeppni yngri fl.
ÁKVEÐIÐ ER, að í sumar fari
fram svokölluð Svæðakeppni í
knattspyrnu í yngri flokkum,
og er það ánægjuleg nýbreytni,
og verður örugglega til eflingar
fyrir knattspyrnuíþróttina á
Norðurlandi. Hreinn Óskarsson
mun veita keppni þessari for-
stöðu og ber að tilkynna þátt-
töku til hans sem fyrst og gefur
hann nánari upplýsingar.
(Framhald af blaðsíðu 8).
SITT ÚR HVERRI ÁTTINNI
Sjónvarpið' segir okkur, að þarf
legra sé að velja rétt lyf, er hár
ið fegri, heldur en kunna ára-
lagið, og hefði það einhverntímai
þótt skrýtin kenning. Rannsókn
ir, sem samtök neytenda hafa
látið fara fram, sýna, að hin
innlendu þvottaefni eru jafn
góð hinum erlendu, en ódýrari,
svo miklu nemur. Gaman var
að píanóleik P. Jenkins tónlist-
arkennara á Akureyri í sjón-
varpinu á dögunum og söngur
nemenda í M. A. kom mörgum
í gott skap. Menn dróu spik-
feita millisíld á handfæri við
Torfunefsbryggju á sunnudag-
inn og þá lineggjaði hrossa-
gaukurinn. VerkföII blómstra
en jörð er grá og frosin ennþá.
Nú er tími til að huga að garð-
löndum og setja kartöflur til
spírunar. Slippstöðin á Akur-
eyri er í nauðum stödd því þeir,
sem valdið hafa og peningana,
vilja ekki við forráðamenn
liennar tala og þaðan af síður
lána. Sagt er, að fjárhags-
afkoma Ú. A. sé góð og er gleði
efni. Væntanlega verður farið
að hugsa til þess að endurnýja
togaraflota Akureyringa. Það er
illt ef satt er, að þeir mörgu,
sem telja bæði rétt og skylt, að
fátækir menn séu ekki sviknir
um vísitöluuppbót á laun, vilji
sumir hverjir ekki greiða hana
sjálfir! Nú vitum við hver er
fegurðardrottning íslands og
liefur hún valið sér síðhærðan
maka. Húsvíkingar sýna sjón-
leik á Akureyri um helgina en
Akureyringar sýna þá á Blöndu
ósi. Silungur er farinn að ganga
í árnar.
NÝR VINNUMIÐLUNAR-
STJÓRI
Trausti G. Hallgrímsson var
ráðinn vinnumiðlunarstjóri Ak-
ureyrar fró 1. maí að telja. í það
starf var óður ráðinn Heiðrekur
Guðmundsson, en hann sagði
starfinu lausu á sínum tíma, en
óskaði síðar að taka lausnar-
heiðnina til baka. Ýmsir aðilar
hafa óskað, að bæjarstjórn end-
urskoði afstöðu sína til ráðn-
ingar vinnumiðlunarstjóra.
Laugaskóla 6. maí. Prófum í
tveim neðri bekkjum Lauga-
skóla, yngri og eldri deild, lauk
2. og 3. maí. Nemendum voru
afhent prófskírteini og þeir
kvaddir sl. sunnudag. Hæstu
einkunnir hlutu: í eldri deild
Þóra Þóroddsdóttir, Breiðu-
mýri, Reykjadal, 9.59, Jarð-
þrúður Þórhallsdóttii', Veðra-
Þingeyingar unnu
UM síðustu helgi fór fram
bridgekeppni í Freyvangi milli
Héraðssambands S.-Þingeyinga
og Ungmennasambands Eyja-
fjarðar. Spiluðu 7 fjögurra
manna sveitir frá hvorum aðila.
Úrslit urðu þau að HSÞ sigraði
með 112 stigum gegn 28 stigum
UMSE. Þetta var þriðja bridge-
keppni sambandanna og hefir
HSÞ sigrað tvívegis, en UMSE
einu sinni. □
BIFREIÐ ATR Y G GING A -
IÐGJÖLD
Bifreiðatryggingaiðgjöld hafa
hækkað töluvert nú á þessu
vori. T. d. hefir grunniðgjald á
litlum fólksbíl til einkaafnota
hækkað úr 2.800 í 4.100 eða ca.
47%. Sama er að segja um
meðalstærð á fólksbíl til einka-
afnota. Iðgjald var 3.200 en er
nú 4.700. Á jeppum er hækkun-
in tilsvarandi úr 3.400 í 5.000.
Leigubílar til mannflutninga
hækka lítið eða úr 7.400 í 7.900,
svo dæmi séu nefnd. Orsakir til
þessara hækkana eru alkunnar,
gengislækkanir og auknir
árekstrar.
(Framhald af blaðsíðu 5).
Bjargar bregzt ekki. Undir-
leikur Þorgerðar Eiríksdóttur
var furðu vel af hendi leystur
og af býsna öruggri kunnáttu,
enda fer þar óvenju álitlegur
nemandi bæði hvað innborið
tónlistarskyn svo og skapgerð
alla áhrærir. Samt er mér til
efs, að hér sé að öllu leyti rétt
eða hyggileg ráðstöfun, þar eð
tæplega getur verið um að ræða
nægilegan stuðning fyrir kór-
inn. Það er vafalaust, að sam-
spil í sem flestum myndum er
einn mikilvægasti þáttur alhliða
tónlistaruppeldis og gildi þess,
að lögð sé við það rækt, verður
ekki dregið í efa. Hins vegar
væri það stór ávinningur og
heppilegri leið til þess að upp-
fylla þessa nauðsyn, ef Tón-
listarskóli Akureyrar hefði til
þess svigrúm og bolmagn að
geta gefið nemendum sínum
tækifæri til þess að iðka sam-
spil, sem væri vel við hæfi og
hentaði hverju sinni sem þáttur
í almennri kennslu, sem skól-
inn veitir. Að minni hyggju er
bráðnauðsynlegt að stefna að
því, að svo megi verða.
Söngfélagið Gígjan var stofn-
að í janúar 1967, og er það áleit
inn grunur minn, að þær fram-
sýnu konur, sem þar stóðu að,
hafi haft það markmið í huga
að koma upp blönduðum kór
hér í bæ. Nú eru þærúúnar að
sýna svo ekki verður um villzt,
að þarna eru góðir söngkraftar
og ennfremur að þær taka sitt
verkefni alvarlega og hafa æft
kórinn að því skapi.
móti, Skeggjastaðahreppi, 8.77,
Sólveig Þráinsdóttii', Skútu-
stöðum, Mývatnssveit, 8.58. —•
1 yngii deild: Steinunn Jónas-
dóttir, Akureyri, 8.58, Kristín
H. Guðmundsdóttir, Laugum,
8.28, Kristbjörg Steingrímsdótl)
ir, Ytritungu, Tjörnesi, 8.21.
Utanskóla tók þróf í bóknáms
greinum deildarinnar, Þuríður
Kristjánsdóttir, Borgum, Þistil—
firði og hlaut 8.36.
Tvær farsóttir heimsóttu skól
ann á vetrinum, hettusótt í
vetrarbyrjun og inflúensa í
janúar. Dæmi eru þess ,að nem
endur lægju allt að mánuði
rúmfastir af þessum sökum og
hlaut það að bitna að einhverju
leyti á námsárangri.
Þegar nemendur voru kvadd-
ir veitti Lionsklúbburinn Nátt-
fari bókaverðlaun fyrir prúð-
mannlega framkomu og vel
unnin störf í þágu skólans. Þau
hlutu Guðrún Freysteinsdóttir,
Vagnbrekku, Mývatnssveit, í
landsprófsdeild, Gerður Krist-
jánsdóttir, Stafni, Reykjadal, í
gagnfræðadeild, Ómar G. Ingv-
arsson, Eskifirði, í eldri deild
og Kristín H. Guðmundsdóttir,
Laugum, í yngri deild.
Fæðiskostnaður varð 100 kr.
á dag fyrir pilta og 88 kr. fyrir
stúlkur. Arngrímur Geirsson,
sem kennt hefur við skólann
undanfarna fjóra vetur, hverfur
nú frá störfum og hyggst næsta
vetur stunda nám við kennara-
háskólann í Höfn. G. G.
- Lax og silungur
(Framhald af blaðsíðu 4).
Nú fer stangveiðitími senn
í hönd og óskar blaðið veiði*
mönnum góðs gengis á ný-
byrjuðu sumri. □
Þarna er sumsé búið að koma
upp dálitlu hljóðfæri, sem von-
andi á eftir að aukast að hljómi
og fyllingu. Helzt væri fleiri
sóprana þörf. Þessar konur gera
sér áreiðanlega ljóst, að það er
ekki auðvelt verk að koma upp
góðum kór, og að slíkt hefst
ekki nema mannskapurinn
leggi sig fram af fullri lavöru.
Ég hygg einnig, að innan kórs
ins eigi það sjónarmið sér stuðn
ing og formælendur, að kvemia
kór hé rog karlakórar þar, hvert
í sínu horni, sé ekki vænleg leið
eða sigurstrangleg til árangurs,
heldur beri þessum aðilum að
taka höndum saman og færast
í fang einhver meiriháttar verk
efni.
Að öllu þessu samanlögðu
væri það lítt skiljanlegur útúr-
boruskapui', ef karlakórsmenn,
sem hafa ágætum kröftum á að
skipa, ætluðu nú enn að þver-
skallast við og righalda í sitt
piparstand í stað þess að festa
nú loksins ráð sitt og taka sam-
an við þennan álitlega hóp kór-
kvenna. Ég fæ ekki betur séð
en hér fyrirfinnist nægur og
góður efniviður til þess að
koma upp vel skipuðum blönd-
uðum kór og svo sem eins og
dálitlum kammerkór fyrst mað
ui' er nú farinn að óska á annað
borð. Akureyrarbær hefur
alltaf verið talinn búa sérlega
vel, hvað söngfólk snertir. Mér
virðist það einkum á skorta, að
ki'öftum þess verði beint í
skynsamlegan fai-veg með efl-
ingu alhliða tónmenntar að
markmiði. S. G.
Getraunastarfsemi
Leikvallardamir
o
SMÁTT & STÓRT
■ Samsðngur Söngfél. Gigjunnsr