Dagur - 07.05.1969, Blaðsíða 7

Dagur - 07.05.1969, Blaðsíða 7
7 Laimamálin emi í deigliiiini SÁTTAFUNDIR í kjaradeil- unni miklu milli vinnuveitenda og verkalýðsfélaga, hafa staðið á þriðja mánuð án árangurs. En rétt er að taka það fram strax í upphafi, að núverandi kjara- deilur eru sprottnar af samn- ingsrofum stjórnarvalda og öðr um aðgerðum, sem ógnar laun- þegum um 20% kjaraskerðingu. Hinn 1. maí, á hátiðisdegi og baráttudegi verkalýðs víða um heim, var málum svo komið hér á landi, að keðjuverkföll voiu skollin á og heildarverkföll yfir vofandi. En 20 þúsund manns, hinir lægst launuðu innan verkalýðssamtakanna, vilja ekki una hinni miklu kjara- skerðingu. Það, sem einkennir mest þessa kjarabaráttu og er nýj- ung í verkalýðsbaráttu á ís- landi, er það, að kröfurnar snú- ast eingöngu um vísitölubætur á laun, eða eins og síðast var samið um. Og virðast þær kröf- ur ekki fallnar til þess, að unnt sé að slá af eða semja um minna. Þessar kröfur eru því hógværari en nokkru sinni og þær eru varnar- en ekki sókn- arkröfur og ganga því styttra (Framhald af blaðsíðu 1) daga. Um leið og því er fagnað, dyljast ekki skuggar þessa reksturs nú síðustu daga. ísinn lokar leiðum og varð Harðbak- ur að landa á fsafirði. Frystiklef ar eru allir fullir og afskipanir engar vegna verkfalla, umbúðir en venja er. Ekki er of mikið sagt, þótt full yrt sé, að þeir munu fáir í hópi atvinnurekenda, sem ekki viður kenna brýna nauðsyn þessara lagfæringa á kaupi verkalýðs, og ýmsir greiða vísitölubæturn ar þegjandi og hljóðalaust, en ríkisvaldið stendur á bak við þá og „ógnai' þeim með vendi“, eins og þar stendur. Yfirþyrmandi atvinnuleysi í vetur, sem síður en svo er lokið og verður að skrifa að stórum hluta á reikning stjórnvalda, eða hinnar hræðilegu misheppn uðu stjórnarstefnu, hefur þjak- að þúsundir heimila. 60—70 millj. kr. sem talið er, að búið sé að greiða í atvinnuleysisbæt- ur, er talandi tákn um atvinnu- leysið, en án þessara bóta hefði orðið bein hungursneyð hjá mjög mörgum. Það þarf meira en lítil mistök til slíks ástands, þegar þess er gætt, að hvorki aflabresti eða markaðs- hruni er um að kenna og er afli og verðlag vel sambærilegt við mörg betri ár þessa áratugar. Atvinnuleysi var fyrirsjáan- legt síðasta haust en skilmerki- legar aðvaranir, m. a. frá for- eru að ganga til þurrðar, svo og svartolía. Hjá U. A. vinna nú um eða yfir 300 manns. Þáttur þess er því verulegur í atvinnu — og framleiðslu og þarf enn að auk- ast, og vonandi eru erfiðleikar þeir, sem hér voru nefndir, flestir tímabundnir. □ manni Framsóknarflokksins, voru ekki teknar til greina og í engu snúist til varnar aðsteðj- andi vanda, en þess í stað ein- blínt á það, hversu mætti tengja þjóðfélagið aftaní efnahhgs- bandalög álfunnar, og enn stór- aukin erlend lán. Hinn 18. marz í fyrra, voru undirritaðir samningar milli launþega og vinnuveitenda, þar sem mælt var fyrir um, að kaup ið skyldi miðast við vísitölu, skertri vísitölu þó. Kröfur verkalýðsfélaga nú, snúast ein- göngu um það, að þessir samn- ingar yrðu framlengdir. Því var neitað og málin standa áleyst enn. Að sjálfsögðu eru atvinnu vegir landsmanna fjárvana, en enginn atvinnurekandi hefur ennþá gerzt svo djarfur, að telja núverandi kaup, kaup án vísi- töluhækkunar, nægilegt til að lifa á því og áreiðanlega vilja fjölda margir atvinnurekendur greiða það, sem um er deilt, en þora það ekki eða treysta sér ekki til þess að rísa undir van- þakklæti stjórnvalda og pen- ingavalds, og er það hörmuleg- asti þáttur þessara mála og jafn framt einn sá gleggsti um stjórn arfar á íslandi á því herrans ári 1969. Það er fyrst og fremst ríkisstjórn íslands sem heimtar það, að 20 þús. lægst launuðu þjóðfélagsþegnar landsins taki bótalaust á sínar herðar 20% kjaraskerðinguna. Þessu hljóta allir réttsýnir menn að mót- mæla harðlega. Það var því vægast sagt harkalegt, er at- vinnurekendur svöruðu varnar kröfum verkalýðsins með verk- bönnum í stórum stíl, í fyrsta sinn í sögunni. Þegar þetta er ritað, er lík- legt, að allsherjarverkföll dynji yfir, því keðjuverkföllin virðast ekki bera árangur. Hvað af þeim sprettur skal ósagt látið, en samkvæmt ýmsum fyrri að- gerðum stjórnvalda í þessu landi, má búast við, að gripið verði til hinna óheppilegustu aðgerða. Kjaradómur um launakjör ríkisstarfsmanna, sem upp var kveðinn 21. júní í fyrra, er enn í fullu gildi. En samkvæmt fyrir mælum fjármálaráðherra er haldið eftir hluta af launum þeirra. Nú í ár hefur kjai'adóm- ur vísað frá þeirri kröfu sama ráðherra, að endurskoða kjara- samningana, sem eiga að gilda tvö ár og eru því enn í fullu gildi. Launþegar skutu máli sínu til Félagsdóms, er þeir fengu ekki greidda full laun. Og enn hefur það svo gerzt, að Hæstiréttur vísaði endanlega á bug kröfu fjármálaráðherra um, að málshöfðun BSRB gegn hon um, yrði vísað frá. Má segja, að í þessu máli sé fjármálaráð- herra alltaf að tapa í tilraunum sínum við að svíkja gerða samn inga í kjaramálum. □ - AUSTFIRZK RIT (Framhald af blaðsíðu 8). reksverk, sem Benedikt frá Hof teigi hefur unnið með útgáfu þessa rits. Nýlega er komið út 9. bindið og er það efnisyfirlit verksins samið af séra Jakobi frá Hofi, syni höfundarins. Þetta hefti er mjög nauðsynlegt og góður lykill að öllu ritinu. Nú er hægt að fletta upp í því eftir efnisskránni. Bókaverzlun Jóhanns Jónas- sonar hefur einnig útsölu á Ætt um Austfirðinga á Akureyri. Með línum þessum vildi ég minna Austfirðinga hér norðan lands á þessi austfirzku rit. E. Sig. % . $ * Af þakklátu hjarta fceri ég ykhur beztu þakkir, * ^ sern sýnduð okkur vináttuhug á reynslustund og é réttuð frarn liönd ykkar til hjálþar og stuðnings | í veikindum sonar mins, ^ I RAGNARS ÁRMANNSSONAR. | I | © Það var okkur miltils virði og gerði okkur kleift að standa'st straum af kostnaði við utanför Ragn- ® ars, dvöl hans í Englandi og lceknisaðgerð, sem © | hefur vel heþpnazt. * % Við biðjum Guð að blessa ykliur og launa fyrir f | allan ykkar bróðurkœrleik og fórnarlund. | MARIANNA VALTÝSDÓTTIR. Þöikkum innilega auðsýnda samúð og hluttekn- ingu \ ið andlát og jarðarför föður okkar JÓNS BALDVINSSONAR, Hjarðarholti, sem andaðist 27. apríl s.l. María Jónsdóttir, Anna Jónsdóttir, Baldvin Jónsson, Jónas Jónsson. Innilega þökkum við þeim, er auðsýndu vinar- hug og samúð við andlát og jarðarför konu minnar INGVELDAR PÉTURSDÓTTUR, með nærveru sinni, samúðarskeytum og rninn- ingargjöfuim. Sérstakar þakkir viljurn við færa læknum og starfsliði á Fjórðungssjiikrahúsinu á Akureyri, fyrir frábæra hjúkrun og umönnun í hinni löngu sjúlkdómslegu hennar. Konráð Sigurðsson, börn, tengdabörn og barnabörn. - HRÁEFNISÖFLUN ÚTGERÐARFÉLAGS AKUREYRINGA ER MIKIL I.O.O.F. — 151598V2 — MESSAÐ í Akureyrarkirkju á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. Almennur bænadagur. Sálm- ar: 374 — 376 — 378 — 1. — P. S. MESSAÐ í Lögmannshlíðar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. — (Almennur bænadagur) — Sálmar: 374 — 376 — 378 — 675. Bílferð verður úr Gler- árhverfi kl. 1.30. — B. S. MESSAÐ verður í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri n. k. sunnudag kl. 5 e. h. — B. S. ERT ÞÚ reiðubúinn að mæta árás Gógs frá Magóglandi? Opinber fyrirlestur fluttur af Holger Frederiksen, sunnu- daginn 11. maí kl. 16.00 að Kaupvangsstræti 4, II hæð. Allir velkomnir. — Vottar Jehóva. ÞAKKIR. Flytjum öllum bæjar búum beztu þakkir fyrir ágætan stuðning á sumardag- inn fyrsta. — Kvenfélagið Hlíf. BAZAR hefur Skógræktarfélag Tjarnargerðis sunnudaginn II. maí n. k. kl. 4 e. h. að Bif- reiðastöð Stefnis, Akureyri. — Nefndin. I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr. 275. Fundur n. k. fimmtudag kl. 21.00 í Ráðhúsinu. Félagar fjölmennið. — Æ.t. LIONSKLÚBBUR AKUREYRAR Fundur í Sjálfstæðis- húsinu fimmtudaginn 8. maí kl. 12 á hádegi. VISTHEIMILINU SÓLBORG hafa borizt eftirtaldar gjafir: Minningargjöf frá Guðna Sigj. kr. 1.000.00. Áheit frá Magðalenu S. kr. 500.00. Gjöf frá Soffíu G. kr. 200.00. Gjöf frá sýslunefnd Skagf. kr. 10.000.00. Gjöf frá E. K. kr. 100.000.00. — Samtals kr. III. 700.00. — Kærar þakkir. — J. Ó. Sæm. MINNINGARSPJÖLD Styrkt- arfélags vangefinna fást í bókabúðunum BÓKVALI, Hafnarstræti 94 og FÖGRU- HLÍÐ, Glerárhverfi. FORELDRAR! Veitið athygli auglýsingu um innritun í sumarbúðirnar að Hólavatni. — KFUM og K. - FRÁ FERÐAFÉLAGI AKUREYRAR (Framhald af blaðsíðu 8). arferðum stóð. Ferðanefnd var þar til staðar ákveðna tíma á vissum dögum og tók þar á móti farpöntunum og gaf upplýsing- ar um allt er að ferðunum laut. Einnig dreifði hún út þaðan til félagsmanna, Ferðum og Árbók F. í. — Sími skrifstofunnar er 1-27-20. Félagar í F.F.A. eru 516. Reksturshagnaður ársins varð kr. 24.829.75. Hrein eign kr. 377.562.34. Fjárfestingin við Drekagil var færð á efnahags- reikning. Stjórnina skipa: Valgarður Baldvinsson formaður, Björn Þórðarson ritari, Anna S. Jóns- dóttir gjladkeri, Aðalgeir Páls- son varaformaður, Tryggvi Þor steinsson meðstjórnandi. (Ur fréttatilkynningu) HJÓNAEFNI. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína, ungfrú Ragna Gunnarsdóttir, Lækjar götu 22, Akureyri og Gunnar Hannesson, Sjálandi, Gríms- ey. ÓSÓTTIR VINNINGAR. Sam- band norðlenzkra kvenna efndi í fyrra til happdrættis til styrktar heimili því á Ak- ureyri, sem kennt er við van- gefna. Tveggja vinninga hef- ur enn ekki verið vitjað. Ann ar er saumavél nr. 2241. Hinn er hraðsuðuketill nr. 1406. Báðir miðarnir seldir við Eyjafjörð. Eigendur hinna ósóttu vinninga gefi sig fram við Helgu Kristjánsdóttur, Silfrastöðum. TIL Rauða kross deildar Akur- eyrar. Frá Evu Pétursdóttur kr. 150.00. Frá Önnu Maríu, Sæbjörgu og Ingigerði Ric- harðsdætrum kr. 200.00. Frá „Fjórum" litlum telpum kr. 30.00. — Með þökkum mót- tekið. — Rauða kross deildin. TIL F.S.A. Frá konu kr. 500.00. — Með þökkum móttekið. —• G. Karl Pétursson. FRA STÚDENTAFÉLAGINU. Félagar! Munið fundinn að Hótel KEA á fimmtudags- kvöld kl. 8.30. Guðmundur Hallgrímsson lyfjafræðingur talar um lækningar og lyf. Fjölmennið. — Stjórnin. MINJASAFNIÐ er opið á sunnudögum kl. 2 til 4 e. h. Tekið á móti skólafólki og ferðafólki á öðrum tímum ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72 GJÖF. Nýlega barst Elli- og dvalarheimilinu í Skjaldarvík gjöf að upphæð kr. 10.000.00 frá börnum Halldórs Hall- dórssonar, söðlasmiðs, til minningar um móður þeirra, Rósfríði Guðmundsdóttur. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan nr. 1. Fundur fimmtudaginn 8. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Alþýðu húsinu. Fundarefni: Vígsla nýliða, rætt um sumarstarfið, o. fl. Eftir fund: Kaffi, bingó, glæsilegir vinningar. — Æ.t. SLYSAVARNAKONUR, Akur eyri. Fundur verður í Alþýðu húsinu föstudaginn 9. maí kl. 8.30 e. h. Mætið allar og takið með kaffi. — Stjórnin. nn \ SUMARKJOLAR I J ný sending S Golftrevjur á 6—11 ára, verð kr. 298.00. Buxur - terylene á 6—11 ára, verð kr. 575.00. Telpna sundbolir á 3—8 ára, verð kr. 198.00. Sængur - Koddar - Svæflar MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.