Dagur


Dagur - 14.05.1969, Qupperneq 1

Dagur - 14.05.1969, Qupperneq 1
Dagur LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 14. maí 1969 — 21. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SERVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING FjórSungsmót hestamanna f SUMAR verfjiur fjórðungsmót hestamannaféiaga á Norður- landi haldið á Einarsstöðum í Reykjadalj 18.—20. júlí. Þangað munu koma menn og liestar úr öllum landsfjórðungum. En að fjórðungsmótinu standa þessi félög: Þjálfi, S.-Þing., Grani, Húsavík, Léttir, Akureyri, Funi, Eyjafirði, Hringur, Svarf- aðardal, Stígandi og Léttfeti, Skagafirði og Sauðárkróki, og úr Húnavatnssýslu Oðinn, Neisti og Þytur. I : : • Sigurður Hallmarsson á Húsa vík verður framkvæmdastjóri fjórðungsmótsins. □ Hólaskóla sagt upp 3. maí BÆNDASKOLANUM á Hólum var sagt upp laugardaginn 3. maí. Að þessu sinni voru bú- r r Asgeir Asgeirsson, fyrrv. forseti, 75 ára HERRA Ásgeir Ásgeirsson fyrr um forseti íslands, varð 75 ára í gær, 13. maí. Hann varð þing- maður V.-ísfirðinga 1923 og jafnan kosinn til 1952, er hann var kjörinn forseti. Forseta- embætti gegndi hann til 1968. Dóra Þórhallsdóttir, kona hans, andaðist 1964. Herra Ásgeir Ásgeirsson er sestur í helgan stein, en nafn hans hefur þegar verið letrað í íslandssöguna meðal mætustu sona þjóðarinnar. Honum ber- ast þúsundir þakklátra kveðja á þessum tímamótum. □ fræðingarnir, sem útskrifuðust 21 að tölu og 15 luku prófi upp úr yngri deild. Var skólinn full- skipaður í vetur og munu næg- ar umsóknir liggja fyrir nú þeg ar um skólavist næsta vetur. Á kennaraliði urðu aðeins þær breytingar í vetur, að H. J. ' Hólmjárn bóndi á Vatnsleysu hætti störfum, en við tók Har- aldui' Árnason, Sjávarborg. Við uppsögn skólans ávarpaði skólastjórinn, Haukur Jörunds- son, nemendur og afhenti próf- skírteini. Lagði hann í ræðu sinni áherzlu á það, hve mikla nauðsyn bæri til, fremur en nokkru sinni áður, að fylgjast gaumgæfilega með öllum þeim breytingum, sem stöðugt væru að gerast og halda áfram að byggja ofan á þá undirstöðu- þekkingu, sem skólinn veitti. Nefndi hann ýmis dæmi um (Framhald á blaðsíðu 2) Ársfundur Mjólkursamlags KEA á Akureyri Innlagt mjólkurmagn 1968,19.866.940 lítrar ÁRSFUNDUR Mjólkursamlags KEA, var haldinn í Samkomu- húsinu á Akureyri laugardag- inn 10. maí og hófst kl. 10.30 ár_ degis. Fundinn setti formaður félagsstjórnarinnar, Brynjólfur Sveinsson, yfirkennari, en fundarstjórar voru kjörnir þeir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi Halnarmál Akureyringa enn á dagskrá HAFNARSTJORN Akureyrar- kaupstaðar, hæjarráð og bæjar- stjórn samþykkti í vetur skipu- lag að framtíðarhöfn fyrir kaup staðinn ásamt vitamálastjórn, en þessir aðilar allir þurfa að fjalla um málið, svo að fram- gangs megi vænta. Einnig var samþykkt, að fyrsti áfangi hafn arinnar skyldi gerður við Strandgötu og bæjarstjóra falið að útvega til þess fjármagn. Staðarvalinu, sunnan á Odd- eyri, við Strandgötuna réði að sjálfsögðu sú frábæra aðstaða, sem þar er. Þar er hafnargerð talin ódýrust á landinu, en tvö- falt dýrari á þeim stöðum öðr- um er til greina koma, sem Mokafli togbáta TOGBÁTAR hafa aflað mjög vel við Norðurland að undan- förnu og nú er mokafli á Skagú fjarðardjúpi. Til dæmis um afl- ann liefur blaðið frétt, að eitt togskipið hafi fengið 45 tonn af fiski á 12 klst. og sjö togskip 150 tonn á 4 klst. Frystihús hafa naumast haft undan og vinna verið mjög mikil í landi, svo sem gefur að skilja. En nú eru hraðfrystihúsin að stöðvast vegna umbúðaskorts og afskipunartregðu vegna verk fallanna því frystigeymslur eru fullar. Skammt undan er hafísinn og ógnar hann einnig stöðvun og við hann verður ekki samið um eitt eða neitt. □ framtíðar-hafnarstæði. Þá hef- ur Eimskip ákveðið að byggja stórhýsi á hafnarbakkanum til sinna nota við vöruflutningana og fleiri byggingar eru ráð- gerðar. Nokkrar óánægjuraddir komu fram um það, að með þessu væri fjaran við Strand- götuna eyðilögð, en hana hefði mátt prýða fyrir fáar milljónir króna. Eki sú fegrun hefur verið látin ógerð í öll þessi ár. Hver vill ekki skipta á slíku og fá í staðinn nýtízku farmskipa- og umhleðsluhöfn með myndarleg um byggingum á hafnarbakk- anum? Jú, einhverjir vilja ekki skipta, en þeir tala alls ekki um| kostnaðarhliðina en segja sem svo: Það er hægt að byggja höfn einhversstaðar annarsstað ar. Aðrir halda því mjög á lofti og telja ósæmilegt, að skipu- leggja strandlengjuna alla og liefja síðan framkvæindir í áföngum. Þessir menn vita bet- ur. Þeir vita, að það dýrasta og hættu-Jegasta fyrir Akureyrar? bæ, er skipulagsleysið. Það er m. a. vegna skipulagsleysis, að nú er ekki lengur hægt að velja um hafnarstæði við Oddeyri, eins og var hægt fyrir nokkr- um árum, heldur hefði orðið að byggja hafnarniannvirki norðan Glerár, ef Strandgötunni hefði verið hafnað. Slíkt hefst upp úr skipulagsleysinu. Og til að minnast á aðeins eitt atriði enn í gagnrýninni við þessa merkustu ákvörðun bæj- arstjórnar í Iangan tíma, má nefna, að Verkamaður kallar samþykktir bæjarstjórnar skýja borgir og stórmennskuskipulag. Kannski eru það skýjaborgir einar lijá þessu bæjarfélagi að biðja um 50 milljóna kr. lán eða svo til að leggja veg um bæinn? Kannski er það stórmennsku- brjálæði að ætla sér að malbika götur bæjarins eða byggja skóla? Hve furðulegt er það annars ekki, að nokkur Akur- eyringur skuli svo „langt niðri“, að hann þoli ekki að bæjar- stjóm áformi nauðsynlegar framfarir með trú á framtíðina að leiðarljósi? Á síðasta bæjarstjórnarfundi kom fram tillaga um, að fresta framkvæmdum. I því sambandi er rétt að taka fram að láns- fjár til hafnargerðarinnar er afl að með tilstuðlan atvinnumála- nefndar ríkisins og Norður- lands, vegna þess að talið er, að framkvæmdir þessar hafi inikil (Framhald á blaðsíðu 2) Vernliarður Sveinsson, samlagsstjóri. mjólkursamlagsstjóri og Jón Bjaraason, Garðsvík. Ritarar fundarins voru kjörnir Kristján Hannesson, Kaupangi og Gunn ar Kristjánsson, Dagverðareyri. Á fundinum mættu 230 mjólkur framleiðendur frá 13 félags- deildum auk stjórnar, fiam- kvæmdastjóra, mjólkursamlags stjóra og margra gesta. Mjólkursamlagsstjóri, Vern- harður Sveinsson, flutti ýtar- lega skýrslu um rekstur Sam- lagsins á liðnu starfsári og las reikninga þess. í skýrslu hans kom fram, að innlagt mjólkur- magn á árinu 1968 var 19.866.940 lítrar frá 421 fram- leiðanda, en framleiðendum um hafði fækkað um 25 á árinu. Mjólkurmagnið hafði aukizt um 352.800 lítra eða 1.8%. Meðal- fitumagn mjólkurinnar var 4.02%. Af mjólkurmagninu voru 20.22% seld sem neyzlu- mjólk, en 79.78% fóru til fram- leiðslu ýmsi'a mjólkurvara. Á árinu var framleitt: 551.292 kg. smjör. 347.131 kg. ostar. 196.721 kg. skyr. 171.800 kg. kasein. 21.220 kg. þurrmjólk. Reikningsyfirlit ársins sýndi, að reksturs- og sölukostnaður hafði orðið samtals 242.63 aurar (Framhald á blaðsíðu 8) IðnráðssteYna á Allir kemnir nema óðinshaninn KRÍAN kom 9. maí og um svip að leyti kjóinn og spóinn var áður kominn. Stórir hópar af lóuþrælum sáust á sínu listflugi við fjörur um helgina, og voru sandlóur þar með. En báðar þessar fuglategundir voru áður komnar, svo og steinklappan, allar endui', hrossagaukurinn fyrir nokkru og grátittlingur- inn. En óðinslianinn er ókom- inn, einn farfuglanna. Auðnu- tittlingur einn verpti hér í bæ á páskum og tókst útungunin með ágætum. Þrestir verpa sem óðast og mófuglarnir undirbúa hreiðurgerðina svo og hettu- mávar, gæsir, endur og æðar- fugl. Æðarkóngur, konulaus, blandar geði við æðarfugla á Akureyrarpolli, álftir synda á tjörnum og krummar liggja á hreiðrum. Ekki mega sinubrennur fara fram eftir 1. maí, nema með leyfi yfii'valda. □ DAGANA 6.—8. júní verður iðnaðarmálaráðstefna haldin á Akureyri. Forgöngu í þessu liafa félög Franisóknarmanna á Akureyri og í Reykjavík. Nokkrir tugir ráðstefnugesta víðs vegar að, koina hingað til Akureyrar. Hehnsótt verða mörg fyrir- tæki í bænum, erindi flutt og skroppið á sjó til að fiska og hljóta fræðslu um byggðirnar við fjörðinn. Olafur Jóliannesson prófessor flytur ávarp á ráðstefnu þess- ari. Margir sérfróðir ræðumenn flytja erindi. Nánar verður sagt frá ráðstefnunni síðar hér í blaðinu. □

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.