Dagur - 14.05.1969, Page 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar hi.
I RÉTTA ÁTT
MJÓLKURSAMLAG Kaupfélags
Eyfirðinga hefur starfað í rúm 40 ár
og er elzta mjólkurvinnslustöð lands
ins í nútíma stíl, en rjómabú voru
áður á allmöigum stöðum. Djarf-
huga kaupfélagsstjóri, Vilhjálmur
Þór, hafði kynnzt þessari starfsemi
erlendis, flutti hugmyndina heim í
Eyjafjörð og eyfirzkir samvinnu-
bændur létu ekki sitt eftir liggja við
að koma hugmyndinni í fram-
kvæmd. Bóndasonur úr héraði fór
utan til mjólkurfræðináms og tók
svo að sér brautryðjendastarfið í
mjólkuriðnaðinum hér á landi.
Þessi maður er Jónas Kristjánsson,
sem nú hefur látið af störfum fyrir
aldurs sakir.
Með stofnun Mjólkursamlags
KEA hófst nýr þáttur í búnaðarsögu
Eyfirðinga og þróttmikið framfara-
skeið, sem hollt er og skylt að minn-
ast, er ársfundur Samlagsins er hald-
inn. En frá honum segir á öðrum
stað. Um aldamót er talið, að meðal-
ársnyt kúnna í landinu væri um
1600 kg. Árið 1966 var þetta meðal-
tal komið upp í 3000 kg. Eyfirðingar
stofnuðu fyrstu sæðingarstöðina og
hófu þar með forystu í nautgripa-
rækt með nýrri tækni og þekkingu.
Nú skilar fullmjólka meðalkýrin í
Eyjafirði 4089 kg. mjólkur og það
sem meira er, að fitumagn mjólkur-
innar er nú komið yfir 4% og hefur
ekki í öðrum héruðum landsins
náðzt slíkur árangur.
Um 1940 skiluðu 20 kýr á öllu
landinu 20 þús. fitueiningum eða
meira. Árið 1968 náðu yfir 400 ey-
firzkar kýr þessu marki. Á mjólkur-
samlagssvæði KEA fækkar innleggj-
endum mjólkur en búin stækka og
kýmar verða afurðameiri með
hverju ári. Því til sönnunar, auk
þess sem að framan greinir, var
meðal kúabú eyfirzkra bænda 11.3
árskýr fyrir 10 ámm, en eru nú fast
að 20.
Fram hefur komið, að síðasta ár
hafi eyfirzku kýmar skilað 115 kg.
meira að jafnaði en árið 1967 og þó
var kjarnfóðumotkun mun minni.
Þetta er hin æskilega þróun, sem
bændastéttin getur vissulega glaðst
yfir þessa köldu vordága. En þessi
aukning á nythæðinni þetta eina ár,
skilar á fimmtu milljón króna, þrátt
fyrir minna aðkeypt fóður.
Nautgriparæktarfélög hinna ýmsu
hreppa sýslunnar starfa að vísu mis-
jafnlega mikið, en hvarvetna þokar
í rétta átt.
Hér má svo á það minna, að ey-
firzku bændaklúbbsfundimir em í
raun réttri búnaðarháskóli bænd-
anna, vekjandi og fræðandi í senn.
Garðyrkj uskóli á Akureyri?
MALIÐ ENN LAGT FYRIR ALÞINCI 7. Þ. M.
ÞAÐ mun hafa verið árið 1964,
sem Karl Kristjánsson o. fl.
þingmenn fluttu á Alþingi frum
varp um, að stofnaður yrði garð
yrkjuskóli á Norðurlandi.
Dagur hefur fengið hjá for-
manni Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar eftirfarandi upplýsingar
um gang þessa máls:
Vorið 1966 var loks samþykkt
á Alþingi að athuga, hvort
grundvöllur væri fyrir garð-
yrkjuskóla á Akureyri eða öðr-
um stað á Norðurlandi. Var
Rannsóknarstofnun landbúnað-
arins falið að rannsaka málið
og leggja fram tillögur um hvað
gera skildi. Dráttur varð á því,
að stjóm Rannsóknarst. skilaði
áliti og þar sem ýmsum fannst
ekki óeðlilegt að leitað væri
álits Norðlendinga sjálfra, skip
aði landbúnaðarráðherra 2. maí
1967 þriggja manna nefnd til
þess, eins og segir í skipunar-
bréfinu:
„að gera tillögur til ráðuneyt-
isins um stofnun garðyrkju-
skóla á Norðurlandi og hvern
ig að málinu skuli unnið
þannig, að það geti komið að
sem beztu gagni fyrir garð-
yrkju á Norðurlandi t. d. með
námskeiðum eða á annan
hátt.“
Nefndaskipunin var þannig:
Jón Rögnvaldsson garðyrkju-
maður, Akureyri, formaður, frú
Dómhildur Jónsdóttir, Hösk-
uldsstöðum, A.-Hún., Ármann
Dalmannsson, Akureyri.
Tillögur þessarar nefndar
voru sendar Rannsóknarstofn-
un landbúnaðarins og landbún-
aðarráðherra. Voru þær í meg-
inatriðum þessar:
Rikið leggi fram land og
íbúðarhús gömlu gróðrarstöðv-
arinnar á Akureyri í samráði
við stjórn Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins, sem nú hefur
umráð þessarar eignar.
Skólinn starfi a. m. k. fyrst
um sinn 8 mánuði á ári — frá
1. marz til 30. október — og
taki allt að 10 nemendur.
Námsgreinar verði aðallega
verkleg kennsla, en einnig
nokkur bókleg. Lögð verði sér-
stök áherzla á alhliða útigai'ð-
rækt svo sem ræktun græn-
metis til heimilisnota, berja-
runna og jarðarberja, skipu-
lagningu og ræktun skrúðgarða
og skjólbelta.
Tillögurnar voru í 7 liðum og
fylgdu þeim greinargerð og
ábendingar.
Á fundi hjá stjóm Rannsókn-
arstofnunar landbúnaðarins 12.
des. 1967 var bókuð tillaga í 4
liðum. Er aðalinnihald tillög-
unnar:
Hafist skuli handa um garð-
yrkjukennslu á Akureyri á ár-
inu 1968.
Að stjórn Rannsóknarstofn-
unarinnar sé til viðræðna um
að veita til þess aðstöðu í landi
tilraunastöðvarinnar þar, sem
stofnunin ræður yfir. Landið er
innan girðingarinnar um gömlu
gróðrarstöðina og er að stærð
um 3 ha., ennfremur afnot af
húsi því sem þar er nú, að því
tilskildu, að þar verði í næstu
2—3 ár haldin garðyrkjunám-
skeið, er árlega standi yfir frá
1. marz til 30. okt.
Að leitað verði eftir því við
sýslufélög og kaupstaði norðan-
lands, að þessir aðilar veiti fjár
hagsaðstoð til námskeiðsins
móti framlagi úr ríkissjóði
fyrstu 3 árin og yrðu hlutföllin
% á móti %.
Komi í Ijós varanleg aðsókn
að námskeiðunum á þessu tíma
bili, er lagt til að stofnaður
verði varanlegur garðyrkju-
skóli á þessum stað.
Sl. ár lögðu þingmennirnir
Ingvar Gíslason og Stefán Val-
geirsson fram á Alþingi frum-
varp um garðyrkjuskóla á Akur
eyri og eins og áður segir, end-
urfluttu þeir það 7. þ. m.
í greinargerð okkar er, meðal
annars, vitnað til þess, að í
Gróðrarstöðinni á Akureyri var
garðyrkjukennsla á vegum
Ræktunarfélags Norðurlands
frá stofnun þess 1903 og þar til
um 1940 og átti mikinn þátt í
þeirri miklu ræktunarvakn-
ingu, sem þá breiddist út um
allt Norðurland og víðar. Sam-
kvæmt ársskýrslum félagsins
hafa á þessu tímabili 443 þátt-
takendur sótt þessi námskeið.
Hafa 359 verið úr Norðlendinga
fjórðungi. Stúlkur voru í mikl-
um meirihluta.
Almennt mun vera litið svo á
að garðrækt í sveitum utanhúss
hafi farið hnignandi síðustu ára
tugum eða síðan námskeið Rækt
unarfélagsins lögðust niður,
nema kartöflu- og rófnarækt.
Til þess liggja þó eflaust fleiri
samverkandi orsakir, svo sem
fækkun fólks í sveitum og tíma
leysi til að sinna garðrækt. Það
skortir bæði leiðbeiningar og
aðstoð á heimilum. Hins vegar
hefur ræktun í gróðurhúsum
fleygt fram undanfarin ár og er
nú ört vaxandi atvinnuvegur.
Kvenfélögin á Norðurlandi
hafa mjög kvartað undan vönt-
un á leiðbeiningaþjónustu og
aðstöðu við garðyrkjuna. Hafa
þau næstum árlega gert sam-
þykktir og sent frá sér áskor-
anir um aðgerðir til úrbóta.
í greinargerð okkar er bent á,
að skólastjóri garðyrkjuskóla
myndi geta haft yfirumsjón
með leiðbeiningastarfi á Norð-
ur- og jafnvel Austurlandi.
Gæti ekki komið til greina, að
staðsetja annan af tveimur garð
yrkjuráðunautum Búnaðar-
félags íslands á Akureyri og
fela honum kennslu við skólann
eða jcifnvel forstöðu hans?
Varðandi kostnað við stofnun
og starfrækslu skólans gerðum
við ráð fyrir, að á þennan hátt
mætti leysa málið án þess til
þyrfti að komamilljónaframlag.
Tilraunastöðin virðist ekki leng
ur hafa þörf fyrir Gróðrarstöð-
ina, þar sem nú er orðið gjör-
breytt skipulag á ræktunarmál-
um og tilraunastarfsemi frá því
sem var á fyrstu tugum aldar-
innar, þegar Rf. Nl. hafði með
höndum tilraunastarfsemi í allri
jarðrækt, grasrækt, garðrækt
og skógrækt. Nú heyra skóg-
ræktartilraunir undir sérstaka
stofnun og garðyrkjutilraunir
eru ekki orðnar aðrar í tilrauna
stöðinni en með kartöflur og
rófur. Hús stöðvarinnar er að
vísu, ekki nýtízkulegt eða til
langrar frambúðar, en við telj-
um, að það geti með nokkrum
endurbótum verið fullnægjandi
fyrst um sinn fyrir starfsemina
þennan tíma árs.
Eins og áður er að vikið, segir
í tillögu stjórnar Rannsóknar-
stofnunarinnar varðandi kostn-
aðinn:
„Leitað verði eftir því við
sýslufélög og kaupstaði norð-
anlands, að þessir aðilar veiti
fjárhagsaðstoð til námskeiðs-
ins fyrir árin 1968, 1969 og
1970 móti framlagi, sem veitt
yrði úr ríkissjóði í þeim hlut-
föllum, að framlag þessara
aðala verði 3. hluti móti
tveimur 3. hlutum, sem greið
ist úr ríkissjóði.“
Hvort sem það hefði úrslita-
þýðingu eða ekki fyrir fram-
gang málsins að þessir aðilar
byðust til að bera % til %
kostnaðar, þá eru líkur til að
erfiðara væri að standa gegn
því og þó ekki væri nema ein-
dregin viljayfirlýsing þessara
aðila og þá ekki sízt bæjar-
stjórnar Akureyrar, þá myndi
hún vera nokkur trygging fyrir
því, að Alþingi sæi sér ekki
fært að kistuleggja málið eftir
að hafa áður samþykkt að rann
saka hvaða möguleikar væru
fyrir framkvæmd þess. □
Samsöngur Karlakórsins Geysis
Sigurvegarar í hreppakeppni UMSE voru Dalvíkingar. Frá vinstri:
Sólveig Hjálmarsdóttir, Július Kristjánsson, Þuríður Jóhannsdóttir
og Vilhjálmur Bjömsson. (Ljósm.: Þ. J.)
-Arsfundur Mjólkursamlags KEA á Ak.
(Framhald af blaðsíðu 1).
pr. ltr. Útborgað hafði verið
mánaðarlega til framleiðenda
669.10 aurar pr. Itr. Eftirstöðvar
mjólkurverðs til bænda voru
264.05 aurar pr. ltr., en þegar
með eru talin gjöld til Búnaðar-
málasjóðs, Stofnlánasjóðs, Verð
Jónas Kristjánsson,
fundarstjóri.
miðlunarsjóðs og styrkur til
Sambands nautgriparæktar-
félaga í Eyjafirði, varð heildar-
verð mjólkurinnar 981.01 aurar
pr. ltr.
Fundurinn samþykkti, að af
eftirstöðvunum greiðist 250 aur
ar pr. ltr. í reikninga framleið-
enda, 14 aurar pr. ltr. leggist í
stofnsjóð Samlagsins, en 0.05
aurar pr. ltr. yfirfærist til næsta
árs.
Verulegar Umræður urðu á
fundinum um málefni Samlags-
ins og landbúnaðarmál almennt.
Eftirfarandi ályktunartillaga
var samþykkt samhljóða á
fúndinum:
„Ársfundur Mjólkursamlags
KEA haldinn á Akureyri 10.
maí 1969 skorar á ríkisstjómina
að hækka nú þegar rekstrarlán
landbúnaðarins þannig, að þau
verði hlutfallslega ekki lægri á
dilk en þau voru árið 1958“.
Prentuðum reikningum Sam-
lagsins var dreift meðal fundar-
manna í upphafi fundarins og
voru þeir í nýju og nákvæmara
formi en áður.
Samlagsstjóri sagði meðal
annars frá því í ræðu sinni, að
til starfa væri að taka hjá fyrir-
tækinu ný rannsóknarstofa, sem
væri Samlaginu mjög nauðsyn-
leg og myndi hún einnig annast
stöi’f fyrir fleiri deildir matvæla
framleiðslunnar. Ennfremur
sagði hann frá því, að fyrir dyr-
um stæði að setja upp tvo 30
þús. lítra mjólkurgeyma við
Samlagið, til að auðvelda störf-
in við mjólkurvinnsluna og
munu þeir kosta 2.5—3 millj. kr.
Smjörbirgðir minnkuðu veru
lega í landinu á árinu 1968 og
mjólkurframleiðslan dróst sam-
an um 0.6%. Fyrstu þrjá mán-
uði ársins 1969 voru flutt til
Reykjavíkur 180 þús. tonn
mjólkur frá Mjólkursamlagi
KEA. Markaður fyrir norð-
lenzkt skyr er horfinn síðan far
ið var að búa til skyr úr mjólk-
urdufti.
Það er fróðlegt að bera sam-
an mjólkurframleiðslu hinna
einstöku deilda á félagssvæð-
inu.
Bændur í Hrafnagilsdeild
lögðu inn 1.789 millj. lítra með
4.05% feiti. Meðalframleiðsla
bónda þar var 69.168 lítrar.
Saurbæjardeild 2.642 millj. 1.
með 3.993% fitu, meðalframl.
44.793 1.
Öngulsstaðadeild 3.063 millj.
1. með 4.117% fitu, meðalframl.
58.905 1.
Svalbarðsstrandardeild 1.510
millj. 1. með 4.066% fitu, meðal-
framl. 65.680 1.
Glæsibæjardeild 2.145 millj. 1.
með 3.954% fitu, meðalframl.
45.657 1.
Amarnesdeild 1.839 millj. 1.
með 3.983% fitu, meðalframl.
42.775 1.
Akureyrardeild 0.574 millj. 1.
með 3.881% fitu, meðalframl.
63.804 1.
Hörgárdalsdeild 0.527 millj. 1.
með 3.967% fitu, meðalframl.
31.053 1.
Öxnadalsdeild 0.576 millj. 1.
með 3.894% fitu, meðalframl.
38.409 I.
framleiðslunni í landinu. Sam-
lag þeirra framleiðir 38% af
smjörframleiðslu landsins og
27 % af ostum eru framleidd
hér.
Frá 21 búi voru á árinu 1968
lagðir inn 100—150 þús. lítrar
mjólkur, félagsbúið á Möðru-
völlum í Eyjafirði lagði inn
Bændurnir Stefán Bjömsson og Eiríkur Sigfússon, sem búa félags-
búi á Sílastöðum, lögðu inn rúmlega 206 þús. kg. mjólkur á sl. ári.
Höfðahverfisdeild 1.053 millj.
1. með 4.053% fitu, meðalframl.
47.873 1.
Árskógsdeild 0.641 millj. 1.
með 4.075% fitu, meðalframl.
33.740 1.
Svarfaðardalsdeild 2.765 millj.
1. með 4.029% fitu, meðalframl.
46.887 1.
Fnjóskadalsdeild 0.728 millj.
1. með 3.948% fitu, mðealframl.
24.295 L
Meðalframleiðsla hvers mjólk
urframleiðenda varð 47 þús. 1.
Bezt flokkaðist mjólkin í Öxna-
dal, en verst á Árskógsströnd.
Hæstir innleggjendur eru í
Hrafnagilshreppi pr. framleið-
enda, en hæsti framleiðslu-
hreppurinn er Öngulsstaða-
hreppur.
Mjólkurframleiðsla eyfirzkra
bænda á svæði Mjólkursam-
lags KEA er 20.2% af heildar-
155.928 lítra og félgasbúið á Síla
stöðum í Glæsibæjardeild lagði
inn 206.633 lítra á síðasta ári.
Sýnir þetta, að eyfirzkir
bændur halda ótrauðir áfram
að rækta og framleiða, því fyrir
tiltölulega fáum árum þótti það
töluverður viðburður, að eitt bú
lagði inn 100 þús. lítra í Mjólk-
ursamlag KEA. □
AKUREYRINGAR! Drekkið
kaffi í Bjargi n. k. sunnudag frá
kl. 2 og kaupið heimabakað
brauð fyrir hvítasunnuna.
DAGUR
kemur næst út miðvikudaginn
21. maí. Enn bíður mikið efni
birtingar, en vegna rúmleysis
hefur ekki reynzt unnt að birta
það jafnóðum.
SÖNGKÓRAR bæjarins láta
um þessar mundir skammt líða
stórra högga á milli. Karlakór
Akureyrar og Söngfélagið Gígj
an hafa með stuttu millibili efnt
til samsöngva og nú sl. laugar-
dag söng Karlakórinn Geysir í
Nýja Bíói undir stjórn Jan
Kisa. Undirleikari var Philip
Jenkins og einsöngvarar Guð-
mundur Þorsteinsson, Freyr
Ófeigsson, Jóhann Konráðsson,
Aðalsteinn Jónsson og saman
sungu þau Helga Alferðsdóttir
og Sigurður Svanbergsson í
atriði úr „Vald örlaganna“ eftir
Verdi. Var sá liður á efnisskrá
til mestu prýði. Þá léku félagar
úr Lúðrasveit Akureyrar undir
í laginu Troubadour eftir Verdi
og er það mjög lofsverð við-
leitni í þá átt að koma á ein-
hverju samstarfi milli þessara
aðila.
Það skal strax játað, að mér
finnst stórum meira til um
árangur þann, sem Jan Kisa
hefur náð við stjóm Lúðrasveit
ar Akureyrar en við stjóm
Geysis, ef dæma skal eftir téð-
um samsöng. Ekki skal þó kost-
gæfni hans eða kunnátta dreg-
in í efa, heldur mun það sönnu
nær, að kórinn er mjög staðn-
aður í þeim söngmáta og þeim
tónlistarsmekk, sem verið hef-
ur um langt árabil einkenni
margra íslenzkra karlakóra. Er
þess tæpast að vænta, að slíkt
geti í skjótri svipan færzt í
betra horf, og kórinn hefur
einungis um tiltölulega stuttan
tíma notið starfskrafta Jan
Kisa.
Þessi söngmáti birtist t. d. í
lélegu valdi á styrkbreytingum
þannig að píanó söngur verður
hljómlaus og iðulega tilfinninga
samur og væminn í hvísli sínu.
Að sama skapi verður forte
söngur yfirdrifinn, oftlega með
stórum rokum, svo að einna
helzt minnir á vellukkaðar
hreppstjórasnýtur. Mezzo forte
vil ég leyfa mér að segja, að
fyrirfinnist varla. Það er rétt að
taka það aftur fram að „Geysir“
er ekki einn kóra um þessa
agnúa og ennfremur, að þessi
atriði eru eitt af örðugum tækni
vandamálum söngsins, sem
verður að takast á við af fullri
festu eigi árangur að nást.
Þá berast böndin að þeim al-
menna tónlistarsmekk, sem
óhjákvæmilegt er að taka til
umræðu í Ijósi þeirrar efnis-
skrár, sem þarna birtist. Af ís-
lenzku lögunum var hið fallega
lag Rósin eftir Árna Thorsteins
son það, sem helzt var farandi
upp á pallinn með, einkum
hefði það fengið að halda sinni
upprunalegu mynd. Ég fæ ekki
séð, að raddsetning þess mæta
tónlistarmanns Ragnars H.
Ragnars sé hér til neinna bóta,
nema síður sé, þar eð hinn lát-
Bændur á ársfundi Mjólkursamlags KEA 10. maí stilltu sér góðfúslega upp til myndatöku við Hótel KEA í fundarhléi.
(Ljósm.: E. D.)
lausi og innilegi blær þessa lags
fer að mestu forgörðum við
svona umskrift, mér liggur við
að segja umsnúning.
Þá flutti kórinn tvö tékknesk
lög, þjóðlag og Óður til móður
eftir Dvorak. Þjóðlagið Dobru
noc bar eiginlega af öðrum lög-
um sambærilegum, sem þarna
voru flutt og undrar mig það
raunar, að tékkneskum lögum
skyldi ekki léð meira rými inn-
an söngskrár. Það hefði verið
gaman að fá meira að heyra, en
af þjóðlögum eiga Tékkar mikla
auðlegð, og hefði verið bættur
skaði, þótt Lé har og ítölskú
lögin þrjú hefðu orðið að víkja,
að einsöngvurum ólöstuðum.
Þeir gerðu skyldu sína en um
lög þessi verður að segjast eins
og er, að þetta er yfirtak lé-
legur samsetningur og svo inn-
antómur, að engu tali tekur.
Menn munu sennilega ekki fall
ast á, að Verdi sé í þeim flokki,
en það er ekki þar með sagt, að
„Troubadour- og Munkakórinn
sé neitt sérstaklega merkilegur
skáldskapur í tónum. Af þessari
söngskrá voru þó þessi lög
ásamt áðurnefndu tékknesku
þjóðlagi langbezt að allri gerð
og það sem bezt tókst til um
varðandi flutning.
Því miður verður þó ekki
sagt, að valið á ítölskum lögum
gæfi þá staðreynd til kynna, að
ítalía hefur verið nefnd heima-
land söngsins og hefur alið laga
smiði í samræmi við það. Hefði
ekki verið nær að leita til tón-
skálda á borð við Pergolesi,
Stradella, Al. Scarlatti svo
nokkrir séu nefndir, heldur en
eyða tíma og orku í viðfangs-
efni af allra léttvægustu gerð,
sem þar að auki eru síglymj-
andi í eyrum manna?
Þá er það Sibelius og Fin-
landia. Tónaljóðið Finlandia
var samið 1899 fyrir hljómsveit
og heyrist stöku sinnum leikið
á píanó. Upp úr voldugu tóna-
flóði og hrikalegu umróti rís
tær og einföld laglína, rétt eins
og staldrað sé við og áð um
stund áður en átökin hefjast að
nýju. Þessa laglínu hafa karla-
kórar stundum tekið trausta-
taki, og er það út af fyrir sig
sízt láandi. Gallinn er bara sá,
að áheyrandinn fær ekki
minnstu hugmynd um heildar-
svipmót þessa tilkomumikla tón
verks, þar eð þessi stutta lag-
lína er ekki nema lítið brot af
því, þótt aldrei nema hún sé
sungin þrisvar.
Þá væri öllu réttara að taka
til meðferðar eitthvað af söng-
lögum eða kórverkum eftir
Sibelius. Þau eru geysimikil
bæði að vöxtum og gæðum, og
væri stórmerku tónskáldi þann
ig meiri sómi sýndur og áheyr-
endum betri greiði gerður.
Einnig var eitt þýzkt þjóðlag
flutt, og hafa karlakórar lands-
ins kynnt það lag svo rækilega,
að naumast var á það bætandi.
Mig grunar að þetta lag hafi
verið á söngskrá karlakóra svo
lengi sem elztu menn muna og
að „Geysir" hafi þar ekki látið
sitt eftir liggja. Það hefði nú
verið hægur nærri að finna eitt
hvað annað lag úr ótölulegum
fjölda þýjdrra þjóðlaga og þá
með betri texta. Þessi er nefni-
lega ekki alténd góður: „Þú
komst í hlaðið á kvítum hesti“,
en nóg um það.
Skárra er það nú niðurrifið
mun vísast einhver segja, sem
les þessar línur. Er engin heil
brú? Jú, ég held nú það og' hún
er í fyrsta lagi margar raddir
svo góðar, að þær gætu verið
enn betri og í annan stað sá
lofsverði áhugi, sem knýr menn
til þess að iðka söng í strjálum
frístundum. Mér er ljúft að játa,
að ég dáist mjög að þeirri
ástundun og atorkusemi, sem ég
veit fjölmörg dæmi um í við-
leitni áhugafólks til tónlistar-
iðkunar i einhverri mynd. Slíkt
gerist ekki nema löngun og
áhugi sé fyrir hendi og verður
gildi þess arna fyrir tónmennt
í landinu seint ofmetin. Þeim
mun mikilvægara er að nýta
vel nauman tíma og gefa þess-
um þætti í lífi manna sem rík-
ast innihald með vöndun í vali
viðfangsefna. Þau séu að vísu
innan viðráðanlegra marka, en
knýi samt til að taka á og leggja
sig fram, séu með öðrum orðum
til þess fallin að efla tónlistar-
skyn og þroska smekkinn. Það
er mála sannast, að góð tónlist
verður ekki ævinlega meðtekin
í einu vetfangi fyrirhafnar-
laust, heldur getur það tekið
sinn tíma og kostað verulega
einbeitingu hugans áður en ljós
fer að renna upp. Það er einnig
mikilvægt, að í lagavali ráði
einhver ákveðin heildarstefna
og viss tilgangur t. d. að kynn-
ast einhverju sérstöku sviði tón
listar. Svo einungis eitt dæmi
sé nefnt væri forvitnilegt fyrir
kóra að kynnast sér á parti þjóð
lögum frá ýmsum löndum með
því að taka skipulega fyrir
ákveðin landsvæði, reyna að
gera þeim nokkur skil og kynn
ast þeim sérkennum þjóða, sem
birtast í ólíkri gerð laganna.
Með markvissri stefnu í verk
efnavali væri ekki farið upp á
pallinn í neinu tilgangsleysi,
menn hefðu eitthvað að flytja
og vissu betur hvað þeir vildu
í rauninni sagt hafa, en söng-
skrá, sem samanstendur af mol
um sitt úr hverri áttinni mis-
jafnlega lystilegum eins og
gengur verður ævinlega handa-
hófskennd. Þar hlýtur að skorta
vissan heildarsvip og kjölfestu.
Að lokum, sé það bjargfastur
ásetningur söngfólks hér í bæ
að halda áfram að stríða með
þrjá kóra, væri þá ekki vegur,
að þeir skipulegðu sín á milli
samsöngva sína, svo að þeir
dyndu ekki allir yfir á þrem
vikum, eins og nú hefur gerzt,
heldur dreifðust á lengra tíma-
bil? Slíkt væri öllum til mesta
hagræðis.
S. G.
Nemendatónleikar
EINS og venja er efnir Tónlist-
arskólinn á Akureyri til nem-
endatónleika fyrir almenning
nú á næstunni.
Fyrstu tónleikamir verða í
Borgárbíói laugardaginn 17.
maí og hefjast þeir kl. 5 síðd.
Ráðgert er að tónleikar verði
einnig laugardagana 24. og 31.
maí og verður gerð nánari grein
fyrir þeim síðar.
Á tónleikunum n. k. laugar-
dag, koma fram þeir píanónem-
endur skólans, sem lengst eru
komnir í námi, og leika þeir tón
verk eftir ýmsa höfunda, svo
sem Chopin, Debussy, Dvorák,
Mozart, Schumann, Sjostakovitj
o. fl.
Því miður hafa nemendatón-
leikar skólans ekki verið eins
vel sóttir undanfarin ár, og vert
hefði verið, en benda má á það,
að með því að sækja tónleika
skólans fá bæjarbúar tækifæri
til að fylgjast með árangri af
því starfi, sem unnið er í skól-
anum og mætti ætla, að margur
hefði áhuga á því.
Að lokum skal þess getið, að
aðgangur að öllum tónleikunum
er ókeypis og allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
(Aðsent)