Dagur - 29.05.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 29.05.1969, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMtJELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. Margt fer öðruvísi - ÞEGAR núverandi ríkisstjóm tók við völdum, sagðist hún ætla að létta greiðslubyrði þjóðarinnar við út- lönd, enda væri hún að sliga ])jóð- félagið, að áliti fremstu hagfræðinga stjórnarinnar. Þá var þessi greiðslu- byrði um 8% af gjaldeyristekjunum, en er nú orðin 60 þús. kr. á hvert mannsbarn í landinu og hefur þessi hundraðshluti meira en tvöfaldast. Sjötta hver króna af gjaldeyristekj- unum fer í vexti og afborganir þess- ara skulda. Hinir ágætu sérfræðing- ar opna nú ekki munn og stöðugt vaxa skuldirnar. Stjómin lofaði líka að afnema allt uppbótarkerfið, sem væri hreint eitur í efnahagslífinu. En fjórar gengisfellingar dugðu ekki gegn þessu eitri og það þurfti á met- aflaárum að greiða sjávarútvegi landsmanna uppbætur. Þá sagðist stjórnin ætla að tryggja verðgildi krónunnar. Allir vita hvernig það tókst. Þau sannindi, að verðbólga sé mestur þjófurinn, hefur sannazt áþreifanlega á öllum sparifjáreig- endum. Hundruð skólanemenda horfa fram á atvinnuleysi í sumar, eftir mesta atvinnuleysisár síðustu ára- tuga. Það er ekki nóg að segjast vera flokkur æskunnar, eins og íhaldið segist vera. Þingmenn þess kepptust við það í vor, að koma í veg fyrir raunhæfar úrbætur. Landbúnaður, sjávarútvegur og iðnaður búa við lánaskort, vaxta- okur og eru rekstrarlega verr staddir en nokkru sinni áður, og verðbólgan hefur lamað þessa atvinnuvegi í ofanálag. Stjórnin hefur nú þau áform á prjónunum, að bindast er- lendum viðskiptasamtökum, sem sagt er, að stefni hundruðum iðn- fyrirtækja í landinu í beinan voða. Ríkisstjórnin segist vilja frelsi á viðskiptasviðinu og allir eiga ósk- hyggju um sem mest frelsi á flestum sviðum. En frelsi án takmarkana er stjómleysi. Og þannig hefur það verið í meðferð gjaldeyris- og fjár- festingarmála. Þess vegna er nú svo komið sem komið er, eftir mörg góðæri. Margir skattar, sem enginn hafði heyrt nefnda fyrir fáum árum, hafa verið lagðir á almenning og hefur innheimta ríkissjóðs og síhækkandi fjárlög borið því vitni hvemig skatt- heimtan er orðin. En jafnframt vex margvíslegur fjármála-óþrifnaður í stjórnarfarinu og hefur almenning- ur verið fræddur nokkuð um það í sjónvarpi, þar sem Halldór E. Sig- urðsson sat fyrir svörum frétta- manna. Heilbrigðismál, skólamál og vegamál, svo minnzt sé á fátt eitt, (Framhald á blaðsíðu 7) Iðnskólanum á Akureyri slitið I I | Jón Sigurgeirsson, skólastjóri | f t ULLARIÐNAÐURINN NEMENDUR voru alls 207 og brautskráðust 62. Kennarar við skólann voru 15, auk skólastjór ans Jóns Sigurgeirssonar. Fastir kennarar: Aðalgeir Pálsson, verkfræðingur, Jens Sumarliða son, húsasmiður og Steinberg Ingólfsson, ketil- og plötusmið- ur. Kennslan fór fram í Hús- mæðraskólanum, Gagnfræða- skólanum, Búnaðarbankahús- inu, Samkomuhúsi bæjarins og málmsmíðaverkstæðinu í Gler- árgötu 2. Gert er ráð fyrir að flutt verði úr 4 fyrsttöldum hús um, þegar skólinn tekur til starfa í sínum eigin húsakynn- um við Þórunnarstræti á hausti komanda, væntanlega 1. októ- ber. Kennt var í 22 iðngreinum. Fjölmennastir voru húsasmiðir 34, þar næst ketil- og plötu- smiðir 29, rafvirkjar 26, bifvéla virkjar 25, vélvirkjar 17 og hús gagnasmiðir 16. Hæstu einkunnir á burtfarar- prófi: Ragnar Þorvaldsson, bók bindari, I ág. einkunn 9.10, Jón- as Sigurjónsson, húsgagnasmið- ur, I einkunn 8.88, og Grímur Sigurðsson, bifvélavii'ki, I eink- unn 8.67. Hæstu einkunn í 3. bekk hlutu: Árni Ingimundarson, raf virki, I ág. einkunn 9.19, Jakob H. Þórðarson, ketilsmiður, I ág. einkunn 9.09, og Bjami Péturs- son, bifvélavirki, I ág. einkunn 9.08. 1 3. bekk var að tilhlutan Áfengisvarnanefndar Akureyr- ar efnt til ritgerðarsamkeppni um áfengismálin og varnir gegn áfengisneyzlu. Verðlaun hlutu: Árni Garðarsson, Rrafn Bene- diktsson og Orn Bjarnason. Skólastjóri flutti nemendum sínum skólaslitaræðu og sungin voru ættjarðarlög undir stjórn Áskels Jónssonar. Frá braut- skráningu fyrstu iðnnemannna eru nú liðin 64 ár. Brautskráðir iðnnemar 1969: Aðalbjörn Steingrímsson, húsas. Árni Pálsson, rafvélavirki Ásgeir Halldórsson, málari Baldur Pálsson, rafvirki Birgir Kristjánsson, rafvirki Bjarki Árnason, rafvirki Bjarki Tryggvason, húsgagnas. Bjarni Hjaltason, húsasm. Gestur Björnsson, húsasm. Grímur Sigurðsson, bifvélav. Guðmundur Agnarsson, ketils. Guðmundur S. Guðmundsson, ketilsmiður Guðmundur J. Hannesson, vélv. Guðmundur Hjaltason, rennis. Gunnar Frímannsson, rafvirki Gústav Júlíusson, blikksm. Hannes Haraldsson, vélvirki Haukur S. Guðmundsson, vélv. Helgi Aðalsteinsson, húsgagnas. Hermann Ægir Aðalsteinsson, húsasmiður Hermann Ingimarsson, ketilsm. Ingimar S. Karlsson, húsasm. Jakob Kristinsson, vélvirki Jóhannes Baldvinsson, vélvirki Jón Árnason, húsasmiður Jón Ragnarsson, vélvirki Jónas Sigurjónsson, húsgagnas. Jósep Zophoníasson, bifvélav. NYR GREITIR SVO nefnist bók í bundnu máli og óbundnu eftir nemendur hinna fjögurra menntaskóla landsins. Hún er gefin út í til- efni af 25 ára lýðveldisafmæl- inu, segir í átta línu formála og af einskærri föðurlandsást. Bók þessi er 238 blaðsíður að stærð og kennir þar margra grasa, svo sem að líkum lætur og eru það skólafélög mennta- skólanna, er standa að útgáf- unni. □ Karl F. Magnússon, pípul.m. Kjartan Stefánsson, ketilsm. Kolbeinn Sigurðsson, húsasm. Kristinn Sigurðsson, bifvélav. Kristján Gunnarsson, rafvirki Kristján I. Jóhannsson, ketilsm. Kristján J. Pétursson, múrari Olafur Ágústsson, húsgagnasm. Ólafur Þ. Ármannsson, húsasm. Óskar Alfreðsson, húsasmiður Pétur Hjálmarsson, rafvirki Ragnar Ármannsson, húsg.sm. Ragnar Þorvaldsson, bókbindari Reynir Guðbjörnsson, rafvirki Sigurður Björnsson, húsasm. Sigurður Sigmannsson, vélvirki Sigurður Styrmisson, húsg.sm. Sigurður Valdimarsson, bifv.v. AÐALFUNDUR Barnaverndar félags Akureyrar var haldinn í leikskólanum „Iðavöllum“ sunnudaginn 7. maí sl. Félagsmenn eru um 90. Félag ið rekur leikskólann „Iðavöll11 og eru þar að jafnaði 50—60 börn. Þó hefur verið heldur minni aðsókn að skólanum í vetur en áður. Forstöðukona er frú Erla Böðvarsdóttir, fóstra, og með henni starfa 4 gæzlu- stúlkur. Framkvæmdastjóri er Páll Gunnarsson, skólastjóri. Leikskólinn nýtur styrks frá bæ og ríki. Fjáröflunardagur félagsins var fyrsta vetrardag. Þá var seld barnabókin ,Sólhvörf“, merki dagsins og kvikmynda- húsin gáfu félaginu kvikmynda NÚVERANDI Bifröst var tekin í notkun árið 1952 og er því 17 ára. Húsið hefur á þessu tíma- bili hýst mest allt skemmtana- hald og félagslíf á staðnum. Þar með taldar Sæluvikuskemmt- anir. Strax í byrjun var ljóst að húsið var mjög vanbúið og ófull nægjandi til að gegna hlutverki sínu, sem stöðugt hefur farið vaxandi. Eigendur eru 6 félög á Sauðárkróki, en ekkert þeirra hefur getað fengið einkaaðstöðu í húsinu, svo eitthvað sé nefnt, sem vantar. Nærri alla tíð hefur af og til verið rætt um stækkun, breyt- ingar eða nýbyggingu. Á aðalfundi 1965 er ákveðið að byggja nýtt hús á stað, sem skipulagið hafði ákveðið við Faxatorg. Sérstök nefnd var skipuð af aðildarfélögunum 6, einn fulltrúi frá hverju til að undirbúa byggingu nýs félags- heimilis, svo fljótt, sem verða mætti. Nefndin réði með samþykki Bifrastarstjómar Jón Haralds- son arkitekt, Reykjavík til að teikna og vera ráðgefandi um bygginguna, en félögin eða full Smári Jónatansson, vélvirki Snælaugur Stefánsson, vélvirki Stefán B. Bragason, bifvélav. Stefán Ómar Hermannsson, múrari Steinþór Friðriksson, vélvirki Sveinn Jónasson, húsasmiður Sæmundur Hrólfsson, rafvélav. Úlfar Ragnarsson, húsasmiður Vilhjálmur Agnarsson, ketilsm. Utanskóla: Gunnar Aðalsteinsson, húsasm. Brautskráðar úr 3. bekk: Elsa Björnsdóttir, hárgr.kona Margrét Hreinsdóttir, hárgr.k. Rósa Hrafnsdóttir, hárgr.kona Soffía Sævarsdóttir, hárgr.kona Alls 62 brautskráðir. □ sýningar. Að þessu sinni sá Þórir S. Guðbergsson, rithöf- undur, um efni bókarinnar. Rætt var um kynningarkvöld fyrir félagið og nauðsyn á að fá sálfræðing í bæinn vegna upp- eldismálanna. Fyrr á árinu var rætt um byggingu annars leik- skóla eða vöggustofu, en ekki þótti fært að leggja út í það við núverandi aðstæður. Stjórnin var endurkosin og er hún þannig skipuð: Eiríkur Sigurðsson, formaður, Indriði Úlfsson, varaformaður, Ragn- heiður Árnadóttir, ritari, Páll Gunnarsson, féhirðir, sr. Pétur Sigurgeirsson, meðstjórnandi. Sérstök nefnd var kjörin til að sjá um fjáröflunardag félags ins í haust. trúar þeirra gerðu skrá í sam- ráði við arkitektinn yfir hvað ætti að vera í húsinu. Jón hefur nokkrum sinnum komið hingað til að kynnast vilja félaganna og aðstæðum, og lagt fram nokkrar tillögur til að velja um. Grundvallarhugmynd vai- samþykkt af aðildarfélög- unum og Félagsheimilasjóði á árinu 1967, og eru teikningarn- ar, sem nú eru fyrir hendi gerð ar eftir þeirri hugmynd, svo og líkan. Hús það, sem fyrirhugað er að byggja er um 2000 fermetrar að grunnfleti, nokkuð af því er ein hæð, nokkuð tvær hæðir og lítið eitt þrjá hæðir, þannig að rúmmál þess er sem næst 11 þús. rúmmetrar. Auðvelt er að byggja húsið í tveim áföngum. Annar hlutinn, sem inniheldur aðstöðu til leik- og kvikmynda- sýninga með 300 sæti, 9 her- bergi, sem ætluð eru til einka- afnota fyrir aðildarfélögin, tvo litla funda- og veitingasali o. fl., er um 7 þús. rúmm. Hinn hlut- inn er 4 þús. rúmm., og er ætl- unin að þar verði 400 sæta veizlu-, funda- og danssalur, fullkomið eldhús (sem tengja |SEXTUCUR 1 EINN af mætustu borgurum Akureyrar, Jón Sigurgeirsson skólastjóri, varð sextíu ára þann 24. maí. sl. í tilefni af þessum tímamót- um í ævi hans, vildi ég senda honum kveðju mína, en bið hann jafnframt að virða á betri veg, að hún barst ekki hinn rétta dag. Jón Sigurgeirsson hefi ég þekkt frá þeim dögum, að ég var við nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar — veturna 1939— 1942 og tel ég það ósvikinn ávinning og gæfuauka að hafa fengið að kynnast þessum di-engilega og gáfaða hugsjóna- manni sem ungur valdi sér vor- ið til fylgdar og hefur ætíð unn- ið með því. Það fór ekki dult á meðal okkar skólasystkina í G. A., að við vildum gjarnan taka okkur Jón til fyrirmyndar. Hafði hann mikil áhrif á mótun okkar með fágaðri framkomu sinni og hlýrri alúð og vorblænum, sem jafnan lék um hann. Fyrir það séu honum heilar þakkir flutt- ar, sem öðrum ágætum kenn- urum okkar. Þeir lögðu allir mikið af mörkum okkur til mót unar og mennta. Svo kunnur skólamaður er Jón Sigurgeirsson, að ekki þarf að fara um það mörgum orðum. Aðalævistarf sitt, kennslu og mætti við hugsanlegt gisti- heimili), söngkjallari (Græni salurinn), o. fl. Yfir eldhúsinu er íbúð fyrir ráðsmann komið fyrir, en í kjallara loftræsti- tækjum o. fl. NÁMSKEIÐ fyrir börn í Sumar búðunum að Vestmannsvatni í Aðaldal, S.-Þing., hafa verið ákveðin sem hér segir: Drengir 7 til 9 ára 19. júni til 30. júní. Drengir 10 til 13 ára 1. júlí til 16. júlí. Stúlkur 7 til 9 ára 28. júlí til 8. ágúst. Stúlkur 10 til 13 ára 9. ágúst til 24. ágúst. Þeir drengir og stúlkur, sem þess óska, geta fengið að vera tvö tímabil. — Daggjald er kr. 135.00. — Tilkynna þarf þátt- töku bamanna sem allra fyrst, og taka sóknarprestar við um- sóknum, — sem þeir ern beðnir um að tilkynna Sumarbúða- nefnd: Foi’m. séra Sigurður Guðmundsson prófastur, Grenj skólastjórn, hefur hann rækt af frábærri kostgæfni og einlæg- um áhuga. Um hæfileika hans til þessara starfa munu engir efast, sem til þekkja. Mun það sannmæli, að hann sé fæddur kennari. En af Jóni hefði mátt gjöra marga menn. Tónlistar- gáfa mun honum í blóð borin, sem þeim frændum fleiri. Fyrir honum mun ríki tónanna vera fullt af töfrum tærrar fegurðar. Hefir hann haft vakandi áhuga á tónlistarmálum og verið virk- ur félagi í Tónlistarfélagi Akur- eyrar og nú formaður þess. Þá eiga andleg málefni og dulfræði s. s. guðspeki og spíritismi í hon um rík ítök og hefur hann um árabil verið formaður Sálar- rannsóknafélagsins hér á Akur- eyri og óneitanlega þess allra styrkasta stoð, þótt ýmsir fleiri hafi unnið því vel. Og þá mun Guðspekistúkan ekki síður hafa notið hæfni hans — áhuga og alúðar. Jón Sigurgeirsson reynd ist vel öllu, sem honum er til trúað og hvar sem hann fer grær eitthvað gott. Hann er óvenjulega lifandi maður, með (Framhald á blaðsíðu 7). NÝLEGA er útkomið fyrsta hefti af Eimreiðinni þetta ár. En á þessu ári verður þetta gamla og merka tímarit 75 ára. í til- efni af þessu afmæli efnir hún til smásagnakeppni milli ís- lenzkra rithöfunda og veitir 10 þúsund króna verðlaun fyrir beztu söguna. Þetta er vel til fundið. Smásagan er skemmti- legt og listrænt form skáld- skapar. Búast má við mikilli þátt- aðarstað, séra Birgir Snæbjörns son, Akureyri, og Gylfi Jóns- son stud. theol., Safamýri 83, Reykjavík, sími 84911. — Einnig tekur skrifstofa æskulýðsfull- trúa þjóðkirkjunnar við um- sóknum. Æskulýðsmót verður í Sumar búðunum dagana 12. og 13. júlí og verður þá tjaldað við vatnið. Ákveðin er vikudvöl í búðun um fyrir aldrað fólk dagana 18. til 25. júlí, — sem verður nánar auglýst síðar. Reistur hefir verið sérstakur svefnskáli við Sumarbúðimar, og er aðstaðan öll hin ákjósan- legasta til sumardvalar í hinu fagra umhverfi Aðaldals, enda njóta Sumarbúðirnar mikilla vinsælda. (Fréttatilkynning) ULLINOG ULLARFRAMLEIÐSLA. Á tíma einokunarverzlunar, vöruvöntunar og oft ægilegs vöruskorts, varð allur almenn- ingur að lifa sem mest af heima fengnum afurðum, fiskmeti og landbúnaðarframleiðslu heimil- anna. Á þeim tima fluttist sára- lítið af álnavöru til landsins. Hvert heimili varð því að vinna úr ull til nær allra fata. Hvers virði var þá ullin ís- lenzku þjóðinni? En nokkru eftir aldamótin síðustu varð bylting í öllu þjóð- lífi okkar íslendinga. Stórvirk tæki til lands og sjávar juku og margfölduðu útflutningsverð- mæti þjóðarinnar. Silfri hafsins var ausið upp á land og upp- gripa atvinna varð í mörgum verstöðvum. Hver síldarbryggj - an var reist við hlið annarar og bræðslur. Klondik íslendinga síldarbærinn mikli Siglufjörður, fylltist á hverju sumri af fólki úr öllum landshlutum, nkg at- vinna, peningum var kastað á báða bóga. Synir og dætur sveitabændanna axla skinn sín og leggja leið sína á mölina. í öllu peningaflóðinu tapast mikil Hin nýja útgáfa Á SÍÐUSTU áratugum hefir mikil gróska hlaupið í íslenzkar garðyrkjubókmenntir, og raun- ar í margskonar náttúrufræði- leg efni. En hvað sem öðru líður hafa þeir Ingólfur Davíðsson og Ingi mar Oskarsson verið lang af- kastamestir í útgáfu garðyrkju- bóka, og kemst þar enginn í hálf kvisti við þá nema ef vera kynni sjálft Garðyrkjufélag ís- lands. Að mínum dómi er hin nýja, endurbætta og aukna út- gáfa Garðagróðurs mikið afrek og sannarlega hreinn fjársjóður fróðleiks og ánægju. Einkum eru hinar grasafræðilegu lýsing ar tegundanna svo og íslenzku nöfnin mjög mikils virði áhuga- mönnum og raunar öllum al- töku. Hefði því verið æskilegt að geta veitt þrenn verðlaun. Hver vill styrkja „Eimreiðina“ til þess? Ef til vill eitthvert bókaforlag? Efni Eimreiðarinnar er mest um bókmenntir og önnur menn ingarmál. Mér virðist æskilegt, að hún helgi sig sem mest bók- menntunum. Ritstjóri hennar er Ingólfur Kristjánsson, rithöf- undur. Ekki verður rakið hér efni þessa heftis Eimreiðarinnar, en aðeins drepið á eitt atriði. í heftinu er þess minnzt, að á þessu ári er ein öld liðin síðan Kristján Jónsson, Fjallaskáld, lézt austur á Vopnafirði aðeins 27 ára gamall. Birtir ritið snjallt kvæði um Fjallaskáldið eftir Kristján frá Djúpalæk, sem mun hafa verið ort fyrir útvarp ið. Þá er þarna gömul ritgerð eftir Björn B. Jónsson, bróður- son skáldsins. Ritgerð þessi fylgdi Ijóðmælum hans, sem gefin voru út í Washington árið 1907. Það er merkilegt við þessa ritgerð, að inn í hana er felld frásögn Björns Jónssonar, bróð ur skáldsins, um æsku Krist- jáns, sem fáar aðrar heimildir munu vera til um. Er þar skýrt frá því, hve bráðger hann var í æsku og hvernig fyrstu kvæði hans urðu til. Ég óska Eimreiðinni til ham- ingju með þetta merka afmæli. E. Sig. þjóðleg verðmæti og fornar dygðir svo sem iðni, sparsemi, orðheldni og drengskapur verða af mörgum lítils metnar. Hver hugsar þá um nokkra ullarlagða? En lukkuhjólið veltur og snýst , rányrkjan segir til sín. Nú heyrist ekki lengur hamars- högg í síldarbænum, bryggjurn ar auðar og yfirgefnar. Silfur hafsins þrotið og pyngjan tóm. Þá verður að leita annarra úr ræða, þess, sem hægt er að fram leiða í landinu okkar. Til að halda í horfinu, verður aftur að fara að hugsa um ullarlagðana í eiginlegri og óeiginlegri merk- ingu. Efla innlendan iðnað með öllum tiltækum ráðum og reyna þannig að forða frá því atvinnu leysi, sem síðasta vetur hefur lamað hug og þor fjölda karla og kvenna. í þessu sambandi vil ég því gera að umtalsefni ullarfram- leiðslu og ullarverð. Hin síðari ár hefur verð á ull verið mjög lágt í samanburði við allt annað verðlag. Þar af hefur leitt að bændur hafa lagt meiri áherzlu á að kynbæta féð Garðagróðurs menningi sem „telur sér ein- hvern yndisarð að annast blómg aðan jurtagarð.“ Bókin er 480 bls. í stóru broti með fjölda mynda og er skipt niður í marga kafla. Má benda á sem sýnishorn af fjölbreytni efnisins, kaflana um garðstæði, undirbúningur ræktunar, Sól- reitir, gróðurhlífar, Limgerði og skjólbelti, Steinhæðablóm, Laukjurtir og hnúðjurtir, Sjúk- dómar í skrúðgörðum, og svona mætti lengi halda áfram, en við skulum láta þetta nægja. Raunar er þessi bók alhliða handbók í garðyrkju og ættu sem flestir að tryggja sér eintak af bókinni meðan hún er fáan- leg. Það má vel vera að eitthvað megi út á þetta mikla ritverk setja. T. d. er prentun litmynd- anna eitthvað ábótavant, en að öðru leyti virðist frágangur og prentun bókarinnar hinn vand- aðasti. Fróðlegt er að lesa um trjá- mælingarnar, all víða að af land inu, og ræktunarstaði fjöl- margra úrvals tegunda garð- blóma, sem fengin er nokkurn vegin örugg vissa um að hér muni geta vaxið og náð viðun- andi þroska. Það er annars athyglisvert að þeir Ingólfur og Ingimar eru fyrst og fremst grasafræðingar, og það er vissulega mikilvægt að þeir hafa notað þekkingu sína og reynslu til framdráttar almennri garðyrkju í landinu, og verður gaman að vita hvað þeir taka sér næst fyrir hendur á því sviði. En það sem nú er raunar mest aðkallandi fyrir þróun íslenzkrar garðyrkju er kaldur garðyrkjuskóli á Norður landi, og jafn rétthár og heiti skólinn í Hveragreði. Það er með öllu óverjandi, á meðan ráðherrar eyða milljónum af fé landsmanna í rifenu og ferðalög, umfram þarfir, skuli ekki vera hægt að fá einn eyri til norð- lenzkrar garðyrkjukennslu. — Ætti Garðyrkjufélag íslands að reyna að styðja þetta málefni okkar Norðlendinga drengilega, svo og uppbyggingu heita skól- ans í Hveragerði. Eldaskiladaginn 1969, Jón Rögnvaldsson. til mikils kjötþunga, en lítið hirt um ullina og gæði hennar. Nú síðustu ár er langt frá því að bændur hafi fengið vinnu sína borgaða við að smala fé til rúnings og.......... Enda hafa ferðalangar á þjóð vegum landsins haft orð á, hvað margt fé væri órúið allt sumar- ið. Þetta er mjög illa farið. Stór kostlegt fjárhagslegt tjón frá því sem vera ætti, ef öllu væri haganlega fyrir komið, og þar að auki mikið menningarleysi. Ég verð að álíta að hér hafi stór lega verið illa á málum haldið. Því er komið sem komið er: Ull in verðlaus og ullarmeðferð öll óhemju slæm. Síðan frú Hulda Stefánsdóttir flutti sitt ágæta erindi um ull- ina í útvarpið 11. apríl síðast- liðinn, hef ég nokkuð hugsað um þetta og sé ég nú að hér er stórmál á ferðinni, sem hreyfa verður við og reka öflugan áróður fyrir. Fyrsta skilyrðið er þá að hækka ullarverðið og það strax á þessu ári, það verður að vera ákveðin krafa frá ullar- framleiðendum. Það væri hægt til að byrja með, með verðjöfn- un að hluta með uppbótum frá ríkinu. Fyrsta og annan flokk verður að stórhækka í verði. Þá mundi áhugi ullarframleiðenda vakna fyrir því að fá meiri og betri ull en nú er og vanda meir til alls þess er áhrif hefur á meiri ullargæði, en meiri ullar- gæði verkaði þá aftur til meira ullarverðs til bænda og annarra ullarframleiðenda. Þá yrði líka að vinna miklu meira úr ullinni í innlendum ullarverksmiðjum. Það ætti að vera ein leiðin til að hækka ullarverðið. Með því væri líka hægt að veita mörg- um atvinnulausum atvinnu svo málið er margþætt. Það mun nú vera um átta hundruð og fimmtíu þúsund fjár hér á landi. Varla er hægt, eftir reynslu síðustu ára, að áætla meira en sjö hundrum þúsund reifi til sölumeðferðar. Ef reiknað er með meðalþunga reifanna 1.7 kg. gerir það eina milljón eitt hundrað og níutíu þúsund kg. Nú sl. ár gáfu kaup- félögin sjö kr. fyrir 1 kg. Þá gerir verðmæti seldrar ullar átta milljónir þrjú hundruð og þrjátíu þúsund krónur. Ef nú bændur leggðu sig alla fram við smölun á fé til rúnings mætti áætla átta hundruð þúsund reifi til sölu. „Yfirmáta ofurheitt44 LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýndi á Akureyri annan hvíta- sunnudag sjónleikinn Yfirmáta ofurheitt eftir Murray Sehisgal, og er þetta gamanleikur. Leik- endur eru: Pétur Einarsson, Þorsteinn Gunnarsson og Guð- rún Ásmundsdóttir. Sýningunni var mjög vel tek- ið en bæjarbúar fylltu ekki leik hús sitt að þessu sinni. Leik- félag Reykjavíkur hefur oft sent leikflokka til Norðurlands á sumrin og þykir koma þeirra jafnan hin ágætasta. □ DAGUR kemur næst út miðvikudaginn 4. júní. Auglýsingar berist tím- anlega. Frá Barnaverndarfélaginu Nýtl félagsheimili á Sauðárkróki Sumardvöl á Vestmannsvatni „EIMREIÐIN44 efnir til smásagnasamkeppni Þá gætu bændur með betri meðferð fjárins og allri um- hirðu og kynbótum aukið ullar- þungan úr 1.7 kg. á kind í 2.2 kg. meðalþunga reifa. Gætu þá komið til sölumeðferðar ein milljón sjö hundruð og sextíu þúsund kg. ullar. Ef nú markið sem stefna ber að væri sett 40 kr. fyrir 1. fl. ullar kíló, gerir seld ull þá 70 milljónir og fjög- ur hundruð þúsund kr. Mismun ur á því sem nú er og þess sem ætti að vera er þá sextíu og tvær milljónir og sjötíu þúsund krónur fyrir selda ull. Margt smátt gerir eitt stórt, það mætti sanna ef allir leggð- ust á eitt, ullarframleiðandinn, verðlagsráð og ríkisstjórn. íslenzku gærurnar eru taldar einar beztu í öllum álfum heims til loðsútunar. Því ekki þá að hugsa sér að íslenzka ullin sé gæðavara til vinnslu verðmætra ullarefna ef vel er til vandað á allri meðferð hennar. En svo er nú ekki. Þessi mál eru komin í algert óefni, svo til vandræða horfir, ef ekki nú þegar verður aðgert. Ullargæð- unum hefur svo hrakað bara nú síðustu 5 ár að þá fóru 15% ull- arinnar í fyrsta flokk en nú síð- ast aðeins 5%. Við ullarþvotta- stöðina á Akureyri hafa yfir 16% af allri ull farið í 5. fl. Ull sem fer í 5. fl. er nær alveg óvinnandi og næstum einskis virði. Ullargæðin verða að gerbreyt ast á næstu árum til batnaðar, þar kemur til með að muna mestu til verðhækkunar. Ullar- vöndunin verður að koma frá hverjum einasta ullarframleið- anda. En til að fá góða og mikla ull vita flestir bændur hvað til þarf. Gott og jafnt fóður svo ullin vaxi vel framanaf vetri. Gott húspláss, þurrt, rúmt, bjart, samskonar loftræstingu og nú er í flestum fjósum til að fyrirbyggja stækju og stuðla að þurrara húsplássi. Því miður er víða alltof blautt undir fénu, stórskemmir það ullina. Þá er meðferð ullarinnar við rúning ekki lítið atriði, halda mislitu ullinni alveg sér og binda ekki ullina saman á togi, hnútarnir geta skemmt ullarvélarnar. Þá er eitt stórt atriði ótalið til að fá meiri og betri ull, en það er kynbætur fjárins. Með kyn- bótum er aðeins hægt að út- rýma rauðgulu ullinni. Það verður því að leggja áherzlu á að velja líflömb ullarbólgin með hvíta ull, fínu togi og hrokknu eða liðuðu og gljáandi. Tímarnir nú til dags eru mjög alvarlegir. Þriðjungur allra bænda landsihs geta ekki staðið í skilum með sínar skuldbind- ingar og ekki liggur annað fyrir þeim en að gefast upp við bú- skapinn ef ekki verða þeim til hjálpar gerðar ráðstafanir nú þegar. Annar þriðjungur bænda berst í bökkum. Aðeins % hluti bænda eru allvel og vel settir efnalega, sem fyrst og fremst má þakka góðum samgöngum. Kaldur uggur leggst á huga fjölda fólks um alkomuhorfur að liðnu sumri. Því þó hinn óvenju góði þorskafli hafi nú um sinn bætt verulega úr væri mjög óvarlegt að áætla mikið framhald á því. Þess vegna tel ég tímabært og nauðsynlegt að efla nú mjög ullarframleiðslu, ullargæði og stórhækka nú þeg ar á þessu ári verð á 1. og 2. fl. ullar, og taka upp strangt mat á ullinni. 1 Ég vona að Stéttarsamband bænda taki þetta mál til ræki- legrar meðferðar. Þá verður að reikna með stuðningi þing- manna og ríkisstjórnar. Árni Evert Jóhannsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.