Dagur - 29.05.1969, Blaðsíða 7

Dagur - 29.05.1969, Blaðsíða 7
z SMATT & STORT (Framhald af blaðsíðu 8). tíma renni sá dagur upp, er hundar vinna hundsverk þau, er bændur vinna nú. HRINGFERÐ UM ÍSLAND Með staðsetningu flugvélar á Akureyri, sem annast flug m. a. til lsafjarðar og Egilsstaða opn- uðust möguleikar til hringferð- ar um Island. Sé farið frá Reykjavík er komið við á eftirtöldum stöð- um: fsafirði, Akureyri, Egils- stöðum, Hornafirði og þaðan til Reykjavíkur. Flogið er milli allra staða nema Egilsstaða og Hornafjarðar, en sá kafli er ekinn í áætlunarbíl. Hægt er að hefja ferðina á hverjum þessara staða sem er, og í hringferðun- um geta farþegar stanzað á við- komustöðum að vild. ÖL OG AFENGISBÖL Læknavísindin í mörgum lönd- uni hafa komizt að þeirri niður- stöðu undanfarin ár, að hættan á drykkjusjúkdómum orsakist af því áfengismagni, sem neytt er daglgea en ekki livaða teg- und áfengis er neytt. Það er almenn reynsla, að öl- drykkja verður frekar daglegur vani heldur en neyzla strekra drykkja. Af því leiðir, að ölið verður oftast raunveruleg frumorsök drykkjusjúkdóma og drykkju- böls. G. T. blaðið 19/3 1969. Áfengisvarnaráð. STEFNUFESTA! Öðru hverju er landslýður fræddur á því, hve mikilsvert það sé að eiga „stefnufasta“ rík- isstjórn, eins og þá er nú situr. Örlítið dæmi um „stefnufest- una“ fer hér á eftir: Visitölu- trygging launa var bönnuð árið 1960, lögboðin 1964, numin úr lögum 1967, samningsbundin 1968 og á því herrans ári 1969 er vísitölutrygging launa for- boðin. - Jón Sigurgeirsson (Framhald af blaðsíðu 5). óbugandi starfsvilja og búinn þeim hæfileika að sjá jafnan til sólar þó að óveðursskýin hrann ist upp fyrir augum fjöldans. Hugsun hans er fersk og frjó og hann verður alltaf ungur þó að áratalan hækki samkvæmt kirkjubókinni. Þess óska ég Jóni Sigurgeirssyni sextugum, að æ fari fjölgandi þeim blóm- um, sem vaxa í sporum hans og að hann megi enn um langa tíð heill og glaður vinna að hug- sjónum sínum og áhugamálum sjálfum sér til sæmdar og yndis og öðrum til aukinnar menn- ingar. — Á vegi vökumanns með vor í hjarta verður ávallt bjart. (Framhald af blaðsíðu 1) ins ráðstefnuna og Arnþór Þor steinsson forstjóri kynnir verk smiðjur SÍS. Kl. 14.30 verða skoðaðar verksmiðjur SÍS og KEA, Út- gerðarfélag Akureyringa og Niðurlagningarverksmiðja K. Jónssonar & Co. Kvöldverður verður snædd ur kl. 19. Þá talar Jakob Frí- mannsson kaupfélagsstjóri um Kaupfélag Eyfirðinga. Kl. 20.30 heldur ráðstefnan áfram. Bjarni Einarsson bæjarstjóri flytur erindi um hlutverk ís- lenzks iðnaðar og framtíðar- möguleika, en að því loknu verða fyrirspurnir og frjálsar umræður. Kl. 8 á laugardagsmorgun - Sólborg (Framhald af blaðsíðu 8). rými leyfir þó e. t. v. fleiri. Þörf in fyrir slíkt heimili er mjög brýn. Er fréttamenn höfðu skoðað byggingar, var boðað til kaffi- drykkju í Bjargi og þar skýrði Jóhannes Óli Sæmundsson fram kvæmdastjóri og driffjöður framkvæmda frá málavöxtum, og ennfremur formaður bygg- ingarnefndar, Jóhann Þorkels- son. Við þetta tækifæri færði Júdit Jónbjörnsdóttir kennari á Akureyri heimilinu að gjöf 100 þús. kr. til minningar um Sig- nýju Hjálmarsdóttur, Bergi í Aðaldal, til sjóðsstofnunar, er nefnist „Vinarhöndin" og búið er að gera skipulagsskrá fyrir. Var gjöfin þökkuð við þetta tækifæri. Erlendis við framhaldsnám eru tvær konur og einn maður, Kolbrún Thorlacius, sem vei'ð- ur forstöðukona, Valgerður Jónsdóttir, sem verður aðstoðar forstöðukona og Bjarni Krist- jánsson, sem verður kennari. Segja má, að Styrktarfélag vangefinna hafi notið óvenju- legs skilnings og stuðnings al- mennings, enda hafa stjórnend- ur þess ekki legið á liði sínu. □ verður siglt út Eyjafjörð með Drangi, undir leiðsögn Jónas- ar Kristjánssonar fyrrv. sam- lagsstjóra og gefst mönnum ennfremur tækifæri til þess að renna fyrir fisk. Kl. 14 verð ur komið að landi og kl. 15.30 heldur ráðstefnan áfram. Þá talar Helgi Bergs bankastjóri um íslenzkan iðnað og mark- aðsbandalög og Knútur Otter- stedt rafveitustjóri um þátt raforkunnar í framtíðarupp- byggingu íslenzks iðnaðar. Síð an verða fyrirspurnir og um- ræðu, og þátttakendur skipt- ast í umræðuhópa. Kvöldverður verður snædd ur kl. 19 og að því búnu starf- að í umræðuhópum, en kvöld- ið ei’ frjálst þeim sem þess óska. 8. júní hefjast störf í um- ræðuhópum en hádegisverður verður framreiddur kl. 12. Kl. 12.30 verður farið frá KEA í Skíðahótelið í Hlíðarfjalli, og þar fram haldið ráðstefnunni og umræðuhópar skila áliti og þau verða afgreidd. Kaffi verð ur drukkið í boði Framsóknar félags Reykjavíkur, en síðan slítur Kristinn Finnbogason formaður félagsins ráðstefn- unni. Flogið verður til Reykja víkur kl. 6 um kvöldið. □ NÝKOkíNAK ÓDÝRAR DÖMUPEYSUR 4 litir. - Verð kr. 255.- og kr. 310.- VERZLUNIN DRÍFA TIL SÖLU: BIFREIÐIN A-1205, Chevrolet árg. 1955. Nánari uppl. veitir Friðfinnur Gíslason, sími 1-10-85. MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 10.30 árdegis á sunnudaginn. (Athugið breyttan messu- tíma). Sjómannamessa. Sálm ar nr. 511 — 665 — 659 — 681 — 660. — P. S. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 1. júní. Sam- koma kl. 8.30 e. h. Lesið úr bréfum frá Skúla Svavars- syni. Jón Viðar og Reynir Hörgdal tala. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins í Konsó. Síðasta samkoma að sinni. Allir hjartanlega vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN! Sam- koma n. k. sunnudag kl. 8.30 e. h. Kapt. Morken og frú tala. Allir velkomnir. KRAKKAR! Sunnudagaskóli Hjálpræðishersins fer í skemmtiferð á laugardaginn kemur, 31. maí, kl. 2 e. h. frá hernum. Hafið með ykkur nesti. Fargjald er 25.00 kr. ST. GEORGS -GILDIÐ. Fundurinn verður í Hvammi mánudaginn 2. júní kl. 8.30 e. h. Fréttir af bandalagsþingi. — Stjórnin. I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr. 275. Fundur n. k. fimmtudag kl. 21.00 í Ráðhúsinu. Félagar fjölmennið. — Æ.t. I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99. Oformlegur fundur (Rabb- fundur) fimmtudaginn 29. maí kl. 20.30 í Kaupvangs- stræti 4. Félagar fjölmennið. — Æ.t. AÐALFUNDUR Kvennasam- bands Akureyrar verður að Bjargi fimmtudaginn 29. maí kl. 8.30 e. h. — Stjórnin. MINJASAFNIÐ er opið á sunnudögum kl. 2 til 4 e. h. Tekið á móti skólafólki og ferðafólki á öðrum tímum ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72 FERMINGARBÖRN að GRUND á Trinitatis. Anna Friðriksdóttir, Kristnesi Helga Tryggvadóttir, Vöglum Jónína Kristín Ingvarsdóttir, Möðrufelli Kristín Hlín Gestsdóttir, Litla- garði Sigríður Bernharðsdóttir, Laugaborg Sigrún Guðlaugsdóttir, Merki- gili Jón Ingvar Hjálmarsson, Hóls- gerði Jón Ólafur Jónsson, Ytra-Felli Jósef Lilliendal Sigurðsson, Torfufelli Lárus Örn Steingrímsson, Kroppi Randver Víkingur Rafnsson, Hólum Sigurgísli Sveinbjörnsson, Hrísum Sigurður Rúnar Tryggvason, Melum. □ ELDRI-DANSA KLÚBBURINN Dansleikur í Alþýðuhús inu laugardaginn 31. maí og hefst kl. 9 e. h. Miðasalan opnuð kl. 8. Góð músík. Stjórnin. BRÚÐHJÓN. Hinn 24. þ. m. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjón- in Áslaug Sigríður Kristjáns,- dóttir og Kristján Ingvar Jó- hannsson ketil- og plötusmið ur. Heimili þeirra er að Hamarsstíg 27, Akureyi'i. BRÚÐHJÓN. Hinn 24. maí voru gefin saman í hjónaband á Akureyri ungfrú Herdís Ingvadóttir og Friðrik Þ. Árnason sjómaður. Heimili þeirra verður að Skarðshlíð 2, Akureyri. Sama dag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Þórey Ólafs- dóttir og Benedikt S. Sigur- björnsson húsasmiður. Heim- ili þeirra verður að Skarðs- hlíð 21, Akureyri. Sama dag voru gefin saman í hjónaband á Akureyri ung- frú Magnea Steingrímsdóttir og Birgir Halldór Pálmason iðnverkamaðui'. Heimili þeirra verður að Hafnarstræti 84, Akureyri. Hinn 26. maí voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Benna Stefanía Rósantsdóttir og Atli Viðar Jóhannesson sjómaður. Heimili þeirra verður að Strandgötu 39, Akureyri. HLÍFARKONUR! Komið í kirkjuna n. k. sunnudag. Minnzt verður sumarstarfsins í Pálmholti. Athugið breyttan messutíma. KVENFÉLAG AKUREYRAR - KIRKJU heldur þrítugasta aðalfund sinn föstudaginn 30. þ. m. kl. 8.30 e. h. Félagið var stofnað í þeim tilgangi að vinna að byggingu nýrrar kirkju hér á Akureyri og síð- an að hlúa að henni eftir mætti. Félagið hefur því frá fyrstu tíð gefið kirkjunni, og síðar æskulýðsstarfinu við Vestmannsvatn, marga nauð- synlega muni, nú síðast bólstr un kirkjubekkjanna. Það er nokkuð dýr framkvæmd fyrir lítið kvenfélag, en þó eru fé- lagskonur langt komnar að greiða þá skuld og bjartsýnar á framtíðina. Þó félagið starfi af þrótti væri æskilegt að fleiri bæjarkonur kæmu til starfa fyrir kirkju sína og eru þær innilega velkomnar á þennan aðalfund. Félagskon- ur! Mætum allar. ÁHEIT á Akureyrarkirkju kr. 800 og á Strandarkirkju kr. 500 frá K. B. — Beztu þakkir. — Birgir Snæbjörnsson. - Margt fer öðruvísi (Framhald af blaðsíðu 4). segja sína sögu um kák og úrræðaleysi, auk alls annars. Það er sannarlega mál til komið, að hvíla núverandi ráðherra um stund og lofa þeirn að safna kröftum. □ Ný sending. MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61 f . # Hjartans pakklœti sencli ég öllmn þeim, sem glöddu migd sjötugsafmœli minu þann 10 mai I © siðastliðinn með gjöfum, skeytum og heimsókn- * um. © -?• Guð blessi ykkur öll. . . |; JÓHANN FR. JÓNSSON, Sandvik, Hauganesi. J! 1 Eiginmaður minn, JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON frá Hrísey, andaðist að Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 27. þ. nt. Engilráð Sigurðardóttir. Þökkum innilega auðsýnda sannið og vinarhug við andlát og jarðarför MARÍU JÓNSDÓTTUR, Munkaþverárstræti 21 — Akureyri. Ólafur Jónsson, börn og tengdabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð \ ið and- lát og jarðarför ÁSGEIRS ÞORVALDSSONAR frá Sólborgarhóli. Börn, tengdabörn og barna-barnabörn. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðuni. - IÐNAÐARMÁLARÁÐSTEFNA >•

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.