Dagur - 25.06.1969, Side 7

Dagur - 25.06.1969, Side 7
7 Á. G. E. „Djúpið mæta“ Við Djúpið mæta dagur rann, er Drottinn vakti gróandann, og fór þar hendi um svalan svörð: ég sá ég stóð á helgri jörð. Ég geng um Hallinn, gleymi því, sem gerist víðum heimi í: hér lít ég allt sem er þess vert, að ennþá séu tökin hert: Við það að byggja þetta land, við það að græða hraun og sand, við það að tengja ætt og arð við ævitök og heimagarð. x Við Djúpið mætur dagttr rann, sú dögun birti sannleikann: að vort er landið, vit og ráð, ef vel er plægt, og rétt er sáð. En skorti vilja, skorti tök, er skóggangsdómur eigin sök, með eyddar sveitir allt um kring. og enga von um dagrenning. x Ég stend við lífs míns djúp í dag, hver dagsönn boðar sólarlag, en alltaf birtir eftir nótt, þótt ævin líði, ef fram er sótt. - NÁTTÚRUVERNDARRÁÐSTEFNA (Fxamhald af blaðsíðu 1). Meðal ræðumanna á laugar- daginn verða Birgir Kjaran, for maður Náttúruverndarráðs, Jó- hann Skaptason sýslumaður, Árni Sigurðsson sóknarprestur, og Helgi Hallgrímsson safnvörð ur. Um kvöldið verða sýndar litskuggamyndir frá ýmsum fögrum og merkum stöðum norðanlands. Á sunnudaginn verður al- mennur fundur um efnið: Náttúruvernd og landsnytjar. Meðal framsögumanna verða þeir: Hjörtur E. Þórarinsson bóndi, Jóhannes Sigvaldason til raunastjóri, Guðmundur Olafs- son menntaskólakennari, Hall- grímur Indriðason skógfrgpð- ingur o. fl. Síðdegis sama dag verður far ið í náttúruskoðunarferð um Mývatnssveit, undir leiðsögn fræðimanna og staðkunnugra. Ráðstefnunni lýkur með sam- eiginlegum kvöldverði þátttak- enda í hótel Reynihlíð. Allir sem hafa áhuga á náttúruvernd í einhverri mynd og af einhverjum ástæðum, hvort sem um er að ræða fegr- un, friðun eða ræktun landsins eða lífvera þess, eru velkomnir á ráðstefnuna. Heimilt er að taka þátt í einstökum hlutum hennar (fundum eða ferðum), eða henni allri. Þátttakendum verður séð fyr ir ódýri’i gistingu á Laugum, og matur og kaffi er þar að sjálf- sögðu til reiðu, eins og hver vill hafa. Æskilegt er að þeir sem hyggjast sitja þingið báða dag- ana, og gista á Laugum, sendi tilkynningu um þátttöku til Náttúrugripasafnsins á Akur- eyri eða beint til sumarhótels- ins á Laugum. (Fréttatilkynning) Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför TORFHILDAR JAKOBSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrun- arliði Fjórðungssjúkráhúss Akureyrar. Systkinin. Þökkum innilega samúð og vinarhug ivið andlát og útför eiginmanns míns KRISTJÁNS E. AÐALSTEINSSONAR, Bjarmastíg 9, Akureyri. Fyrir hönd allra aðstandenda, Svafa Friðriksdóttir. SKRIFSTOFUVELAR KYNNTAR JAKOB Árnason bóksali hefur í Varðborg kynningu á margs- konar skrifstofuvélum. Eru þarna rit- og reiknivéiar, fjöl- ritarar og elektroniskur mynd- skeri. En Jakob Árnason eða verzlun hans, Bóka- og blaða- salan, Brekkugötu 5, hefur um- bo'ð fyrir þessar vélar. Skrif- stofuvélarnar, sem voru til sýn- is í Varðborg í gær, verða það einnig í dag. □ Þrumur og eldingar í FYRRAKVÖLD heyrðust þrumur austan Vaðlaheiðar og ferðamenn sáu eldingar. Þar kom og steypiregn en við Eyja- fjörð var þurrt veður. □ - MIKI9 AÐ GERA (Framhald af blaðsíðu 8). En eitt er það hér, sem er eins og um aldamót og það er samgönguleysið. Drangur er hættur ferðum á sjó og Tryggvi Helgason er hættur að fljúga til okkar. Samgöngur eru því nán- ast engar. Ogrynni af fugli verpir í björgunum og hefur varpið breiðzt töluvert út. S. S. - Hvar sem þeir f innast (Framhald af blaðsíðu 1) Orsakir eru margar, er til þess liggja, að eigendur bifreiða færa þær ekki til skoðunar á rétturn tíma. Má þar nefna pen- ingavöntun, bæði til að greiða af bifreiðum tilskilin gjöld og viðgerðir, trassaskapur og í ein staka tilfelli þrjóska. □ - BETRA VOR... (Framhald af blaðsíðu 1) það eru álftahjón sem sézt hafa að í hólma við lækjarósinn, og eru komin egg fyrir nokkru. Fyrir nokkrum árum verpti þarna álft, en minkurinn flæmdi hana burtu, hvort sem þessi fær að hafa frið. G. Tr. G. Æ.F.A.K. Allar deild- ir! Þeir sem vilja fara í útilegu um næstu helgi — 28.—29. júní — mætið í kapellunni n. k. fimmtudag 26. júní kl. 8.30 e. h. — Stjórnin. SUMARMÓT hvítasunnumanna verður haldið á Akureyri dag ana 1.—6. júlí. Samkomur verða sex kvöld í röð í Akur- eyrarkirkju. Sú fyrsta verður á þriðjudag 1. júlí kl. 8.30. Ræðumenn á samkomunum verða forstö'ðumenn og trú- boðar hreyfingarinnar. Einn- ig verður fjölbreyttur söng- ur, t. d. kórsöngur, kvartett, tvísöngur, einsöngur. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessar samkomur. Einnig verða samkomur í ti'úboðs- húsinu Zion hvern dag móts- ins kl. 4 e. h. (Biblíulestrar). Þangað eru einnig allir boðn- ir velkomnir. — Hvítasunnu- menn. SKYGGNIFUNDUR. Frú Lára Ágústdóttir hefur skyggni- fund í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri á morgun, fimmtudag 26. Húsið opnað kl. 8.30 e. h. TILKYNNING frá branaheim- ilinu ÁSTJÖRN. Tekið verð- ur á móti dvalargjöldum í Út varpsviðgerðarstofunni, Skipa götu 18, á miðvikudag fimmtudag og föstudag n. k. kl. 5—7 e. h. — Ástjörn. MATTHÍASARHÚS er opið daglega kl. 2—4 e. h. — Sími safnvarðar er 1-17-47. HESTAMENN eru minntir á, að láta skrá keppnishesta sína í tæka tíð fyrir Fjórðungs- mótið á Einarsstöðum. LEIÐRÉTTING. f hjónabands- frétt í síðasta blaði misritaðist nafn brúðarinnar. Var hún nefnd Ára Bryndís Garðars- dóttir, en átti að sjálfsögðu að vera Ása Bryndís Garðars- dóttir. Við biðjum hlutaðeig- endur mikillar velvirðingar á þessum mistökum. BRÚÐHJÓN. Laugardaginn 21. júní voru gefin saman í hjóna band í Akureyrarkirkju ung- frú Ingveldur Brimdís Jóns- dóttir og Þoi'leifur Leó Anan íasson verkamaður. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Spítalavegi 8, Akureyri. SMÁTT & STÓRT 15. júní voru gefin saman í hjónaband brúðhjónin ungfrú Ásta Baldvinsdóttir og Jón- björn Pálsson nýstúdent frá Djúpuvík. Heimili þeiri'a er að Eiðsvallagötu 11, Akureyri FILMAN, ljósmyndastofa. SLYSAVARNAkonur, Akur- eyri. Fyrii'huguð skemmtifei'ð til Grímseyjar sunnudaginn 6. júlí. Nánar auglýst í næsta blaði. — Fei’ðanefndin. FRÁ Ferðafélagi Akureyrar. — Föstudag kl. 8 e. h. Askja— Kollóttadyngja. Sunnudag kl. 10 f. h. Hólafjall—Villinga- dalur. Farseðlai' óskast sóttir kvöldið fyrir hverja ferð á skrifstofu félagsins, Skipa- götu 12. Pöntunum veitt mót- taka daglega í Umferðai-mið- stöðinni, sími 1-29-50. (Framhald af blaðsíðu 8). stöðu undanfarin ár, að hættan á drykkjusjúkdómum orsakist af því áfengismagni, sem neytt er daglega, en ekki hvaða teg- undir áfengis er neytt. Það er almenn reynsla, að öl- drykkja verður frekar daglegur vani heldur en neyzla sterkra drykkja. Af því leiðir, að ölið verður oftast raunveruleg frumorsök drykkjusjúkdóma og drykkju- böls. GT-blaðið 19. marz 1969. GRÆNKAR OG GRÆR Ungfrú Húnavatnssýslu hcfur verið kjörin Anna Grímsdóttir úr Svínadal. Skipverji á þýzk- unx togara var stunginn um borð og var fluttur í sjúkraliús íReykjavík og árásarmaðurinn í Síðumúla. Færeyingar eru í söngför hér á landi og presta- stefnan fjallar um þjónustustörf kirkjunnar í nútímaþjóðfélagi. Sláttur er hafinn syðra og kart- öflugrösin að skjóta upp koll- inum í görðum hér nyrðra. Öll gróin jörð grænkar og grær og öll skepna lofar skapara sinn fyrir að lifa marga unaðsdaga þegar nótt er engin. Pompidou hefur verið settur í embætti Frakklandsforseta, ákveðið hef ur verið að flytja 350 þúsund bandaríska hermenn heim frá Vietnam og skrifað er um ýms- ar fjáröflunarleiðir manna við Sementsverksmiðjuna. Og nú fara Eyfirðingar að slá. Nýstúdent óskar eftir ATVINNU í sumar. Uppl. í síma 1-20-61. jeðððððððMððo^^ Vel með farið SÓFA- SETT, ÍSSKÁPUR og ELDAVÉL óskast til kaups. Tilboð, merkt Kaup ’69, sendist á afgr. blaðsins fyrir 27. þ. m. - LANDBÚNAÐAR- RÁÐSTEFNAN (Fi’amhald af blaðsíðu 4) sérstaka áherzlú á, að gera þyrfti sérstakar ráðstafanir til þessa, en jafnframt yrði að gera auknar kröfur til þekkingar og hæfni þeirra, sem taka við búskapnum. Sem dæmi um, hvemig auð- velda mætti ungu fólki að liefja búskap, benti Gunnar á, að veita ætti aukin hag- kvæm lán til langs tíma, en samhliða því, að slíkar ráð- stafanir yrðu gerðar, yrði að gera þá kröfu til unga fólks- ins, að það væri vel mennt- að, hefði starfsreynslu og því yrði ekki veittur réttur til að fá þessi lán eða fyrirgreiðsl- ur, nema það hefði uppfyllt ákveðin skilyrði í sambandi við menntun og þekkingu. Sagði hann, að það væri hlut ur, sem ekki hefði verið sinnt hingað til, en fyrir- myndirnar væru nægar er- lendis. i Q

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.