Dagur - 10.09.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 10.09.1969, Blaðsíða 1
LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 10. sept. 1969 — 35. tölublað FILMU húsið Hafnarstræti 104 Akureyri Stmi 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING ÞETTA ER PROFSUMAR I SVEITUNUM Ási í Vatnsdal 9. sept. Grátt er af snjó niður í miðjar hlíðar, en veður er gott nú og útlit fyrir •sunnanátt. Við erum að vonast eftir þúrrki þessa viku og myndi þá töluvert rætast úr heyskap. En heyskapur hefur gengið með fádæmum illa í sum ar, svo segja má, að ástandið sé ákaflega illt vegna stöðugra óþurrka. í allt sumar hafa kom- ið 4—5 þurrkdagar og hafa þó ekki notazt að fullu. Hey eru víðast illa verkuð og geysimikil hey, meira og minna skemmd, eru nú úti hér um sveitir. Spretta varð að síðustu sæmi- leg og háarspretta víða mikil, KOSNIR í STJÓRN AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Eyjafjarðar var haldinn 3. sept. sl. f stjórn voru kosnir: Stefán Valgeirsson, formaður, og með- stjórnendur Ketill Guðjónsson, Guðlaugur Halldórsson, Þórir Valgeirsson og Angantýr Jó- hannsson. — Varamenn: Snorri Kristjánsson, Jónas Halldórsson og Árni Hermannsson. ? en óvíst er að slegið verði, svo mikið liggur nú af blautu heyi og votheysgeymslur löngu full- ar. Fé var komið heim að girðing um og var réttað á Undirfelli og Auðkúlu um síðustu helgi og kom þar mjög margt fé, og sýn- ist það ekki vænt að þessu sinni. En um næstú helgi fara undanreiðarmenn í 6 daga göng ur og fer þá að fækka fullfrísk- um mönnum á mörgum heimil- um. Eitt af því, sem gerir bændum erfitt fyrir, er það, að jörðin er blaut og gljúp eins og heili og engjavegir ófærir öllum hjóla- farartækjum. Nýtast því ekki góðar og grasgefnar engjar. Hér á bæ, sem hefur mikið þurr- lendi, varð að gera nýja vegi til að komast um með hey. Við höfum ekki lifað slík óþurrkasumur nema ef vera skildi 1926 og 1934, en þá voru búhættir aðrir en nú. Þetta sumar er prófsumar. Ef við þolum þetta sumar án þess að kikna verulega, þolum við rnikið óáran. G. J. Bændaháfíð Suður-Þingeyinga BÆNDAHÁTÍÐ Suður-Þing- eyinga var haldin að Laugum sl. sunnudag. Hófst hún kl. 14 með guðsþjónustu er sr. Sigui-ð- 'timiiiiMiiHiiiimiiiiiiitiiiiiiiiiiiMiiiiiimniiiiiiiiit.. 75% j STARFSLIÐ sjúkrahússins ! | á Alaireyri hefur sýnt lofs- ! ! verðan áhuga um 200 m — I ! keppnina undir forustu for- j ! stöðukonu — fyrr íþrótta- j ! kennara. Hefur þar verið ; ! komið á keppni milli ýmissa I i deilda og árangurinn hefur i i ekki látið á sér standa — um j i 75% alls starfsliðs hefur | = synt — og enn haldið vel [ áfram! = Mættu aðrir taka sér til j fyrirmyndar. = Komið og syndið! I Framkvæmdanefndin. ur Guðmundsson prófastur á Grenjaðarstað flutti. Þá hélt landbúnaðarráðherra Ingólf ur Jónsson ræðu, Gígjukórinn frá Akureyri söng, Ómar Ragnars- son skemmti, fram fór íþrótta- keppni unglinga og Gautar léku fyrir dansi um kvöldið. Margt fólk sótti hátíðina en vafalaust sátu einhverjir heima sökum þess að ágætur hey- þurrkur var um daginn. Vegna þess hve skúrasamt hefur verið er heyskapur tæp- lega eins vel á vegi staddur og ætla mætti eftir góðu veðurfari sumarsins. Einnig eru stórfelld- ar kalskemmdir á einstöku bæj um í utanverðum Reykjadal, svo að dæmi er þess að hey- fengur af túni nái ekki nema þriðjungi meðaluppskeru. Hins vegar koma áhrif sum- arsins í ljós í mikilli sprettu berja, garðávaxta og skraut- blóma í skrúðgörðum. ? Starfsmenn kjördæmisþingsins á Húsavík Frá vinstri: Aðalbjörn Gunnlaugsson, Þórarinn Kristjáns- son, Karl Kristjánsson, Þórarinn Magnússon og Halldór Jóhannesson. (Ljósm.: H. S.) Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Húsavík HINN 5. september hófst tólfta kjördæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra og var það að þessu sinni haldið í nýja félagsheimilinu á Húsavik, að ósk heimamanna, og lauk að kveldi 6. september. Á þinginu mættu um 70 full- trúar með átkvæðisrétti og auk þess nökkrir gestir. Formaður sambandsstjórnarinnar, Eggert Ólafsson bóndi í Laxárdal, setti þingið á ellefta tímanum að morgni fyrra þingdags með ávarpi og bauð þingfulltrúa velkomna, en því næst tók kjör Frá lonreglunni LÖGREGLAN tjáði blaðínu eftirfarandi í gær: Laugardag- inn klukkan rúmlega 23 valt fólksbíll með A-númeri út af vegi í Moldhaugahálsi og fór tvær veltur. Fjórir voru í bif- reiðinni og meiddust eitthvað allir og voru fluttir í sjúkrahús. Þar liggur kona úr þessum hópi ennþá. Bíllinn var mjög illa far inn og sýndist ekki mikils virði. Þá bar það við neðan við Vind- heima, að bílar mættust og óku báðir út af veginum, annar skemmdist nokkuð, lenti á steini. Og enn fór bíll út af vegi hjá Miðlandi, lenti á girðingu. bréfanefnd til starfa. Þegar kjör bréf höfðu verið afgreidd voru starfsmenn þingsins kjörnir. Þingforseti var kjörinn Karl Kristjánsson fyrrv. alþingis- maður og varaforseti Þórarinn Kristjánsson bóndi í Holti, en þingritarar Þórarinn Magnús- son, Akureyri, Halldór Jóhann- esson, Dálvík, og þeim síðan til aðstoðar Aðalbjörn Gunnlaugs- sori kennari i Lundi. Þráinn Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Framsóknar- flokksins var gestur fundarins. Eggert Ólafsson formaður og Svavar Ottesen gjaldkeri fluttu skýrslu stjórnarinnar og enn- fremur erindreki sambandsins, Haraldur M. Sigurðsson, og svöruðu fyrirspurnum. Eftir hádegi tóku fyrstir til máls alþingismenn flokksins í kjördæminu, þeir Gísli Guð- mundsson, Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og fluttu skýrslur um þingmál og ræddu stjórnmálaviðhorfið, í stuttu máli. Þingfulltrúum var nú skipað í þrjár fastanefndir, eftir til- lögum þar til kjörinnar nefndar, landsmálanefnd, kjördæmis- málanefnd og fjárhags- og skipulagsnefnd. Ennfremur var kosin kjörstjórn fyrir þingið. Að loknum nokkrum umræðum tóku nefndir til starfa og störf- uðu þær um kvöldið og fram á nótt. Þingfundum var fram haldið fyrir hádegi næsta dag og lauk rétt fyrir miðnætti á laugardag, 6. sept. Þennan síðari fundardag fóru fram umræður um tillögur nefnda og verður hér í blaðinu nánar sagt frá ályktunum þings ins. Kosnir voru skriflegri og leynilegri kosningu, stjórnar- menn sambandsins og menn í miðstjórn flokksins. í sambandsstjórn voru kjörn- ir: Eggert Ólafsson, Laxárdal, formaður, Svavar Ottesen, Ak- ureyri, gjaldkeri, Stefán B. Ólafsson, Ólafsfirði, ritarir.Har- (Framhald á blaðsíSu 5). MYNDIR AKUREYR- INGS í VARÐBORG RÓSA Kristín Júlíusdóttir sýn- ir um þessar mundir 12 olíumál verk í veitingasal Hótel Varð- borgar. En ungfrú Rósa hafði sjálfstæða málverkasýningu á Akureyri fyrir rúmu ári og seldi þá meiri hluta mynda sinna. Síðan hefur hún dvalið við listanám á ítalíu og mun senn á förum þangað á ný. ? NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA Frá 12. kjördæmisþingi Framsóknarmamia LANDSMALAALYKTUN. Tólfta kjördæmisþing Fram sóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra haldið á Húsavík 5.—6. september 1969 samþykkti svofellda ályktun um landsmál: ls Höfuðnauðsyn íslenzkra stjórnmála um þessar mundir, er að koma fram grundvallar- stefnubreytingu í efnahags- og atvinnumálum þjóðar- innar. 2. í sambandi við slíka stefnubreytingu ber einkum að hafa í huga þau atriði, sem hér greinir: a). Endurreisn atvinnulífs- ins svo að full atvinna verði í landinu, sem stöðvi landflótta vegna verkefnaskorts. b). StöSvun dýrtíðar. Vernd un á verðgildi íslenzku krón- unnar. Tekin verði upp stjórn á gjaldeyris- og innflutnings- málum þjóðarinnar, sem tryggi myndun raunverulegs gjaldeyrisvarasjóðs og komi í veg fyrir gjaldeyriseyðslu, langt umfram sjálfsaflafé þjóð arinnar. Sérstaklega ber að varast að taka gjaldeyrislán í því skyni að viðhalda hömlu- lausum innflutningi glingurs og óþarfa munaðarvarnings og margskonar vöru, sem fram- leiða mætti í landinu sjálfu. c). Til þess að nýta sem skynsamlegast framleiðslu- getu þjóðarinnar og tryggja, að hær framkvæmdir gangi fyrir, sem mest þjóðhagslegt gildi liai'a, verði komið á fót opinberri áætlunargerð í sam- starfi við fulltrúa atvinnu- greina og stéttarsamtaka. ,d). Gætt verði fyllsta sparn aðar í öllu, sem lýtur að yfir- stjórn ríkisins og því, sem við kemur ríkisrekstrinum. Hrað- að verði endurskipulagningu utanríkisþjónustunnar með viðskiptahagsmuni íslands sér staklega fyrir augum. e). Gætt sé hófs og aðhalds í opinberu veizluhaldi, og veit ing áfengisfríðinda til handa einstökum mönnum verði af- lögð með öllu. - 3. Kjördæmisþing Fram-. sóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra 5.—6. septem ber 1969 leggur áherzlu á, að stjórnarskráin verði tekin til ítarlegrar endurskoðunar, og að Ijúka beri þeirri endurskoð un svo ný stjórnarskrá geti tekið gildi eigi síðar en árið 1974 á aldarafmæli íslenzkrar stjórnarskrár. Þingið telur rétt, að einmenningskjördæmi, með tveggja flokka kerfi að markmiði, verði tekin upp. Ennfremur, að landinu verði skipt í umdæmi (fylki), sem öðlist sjálfstjórn í sérstökum málum, sem varða umdæmin, hvert fyrir sig og nú eru í höndum ríkisvaldsins. Það er skoðun þingsins, að með þess- um hætti verði bein áhrif fólksins í dreifbýlinu á stjórn þjóðfélagsins aukin verulega og stuðlað að auknu jafnræði milli landshluta. 4. Kjördæmisþingið minnir á, hvernig óstjórn núverandi stjórnarflokka undanfarin ár, hefur leitt til síendurtekinnar (Framhald á blaðsíðu 2)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.