Dagur - 10.09.1969, Blaðsíða 4

Dagur - 10.09.1969, Blaðsíða 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. KRÓNAN ÞAÐ þótti fyrrum tíðindum saeta, e£ breyta þurfti gengi krónunnar einu sinni á áratug, 1939 og aftur í árs- byrjun 1950, að lokinni heimsstyrj- öld. En nú er búið að lækka krón- una f jórum sinnum á einum áratug. Dollarinn var skráður á kr. 16.32 árið 1959 og kostaði þá ca. 25 krón- ur, með yfirfærsluálagi, en nú kostajr hann 88 krónur. Þjóðfélag, sem svo oft og stórkostlega þarf að breyta gengi peninga sinna, er að margra dómi óreiðuþjóðfélag og traust þess í hættu út á við. Hér verður því ekki haldið fram, að stjórnarvöld geri það að gamni sínu, að fella gengi krónunnar, enda þótt það kunni að hafa verið gert oftar en efni stóðu til. Flestir gera sér nú grein fyrir því, að gengisfell- ingin 1961, númer tvö í röðinni, hafi verið misráðin, enda mun lands- stjórnin þá hafa verið haldin þeirri meinloku, að sanna þyrfti með hraði, að kauphækkun leiddi af sér gengisfall. En um þessar mundir var verð sjávarvara stórhækkandi erlend- is og gengisbreytingin sprengdi þau tök, sem viðreisnarstjórnin hafði haft á efnahagsmálum í öndverðu. Síðan hefur ekki verið nein ráðandi stjórn á þessu sviði. 1963 og 1967 kaus þjóðin stjórnleysi. Hún kaus ekki „leiðina til bættra lífskjara", eins og stóð á breiða borðanum í Austurstræti, heldur verðbólgu og tvö gengisföll í viðbót, stjórn sem ekki gat stjórnað, og nú er þjóðin komin á atvinnuleysisstigið. En gangurinn er yfirleitt þessi: Vegna verðbólgu, sem er mest í góð- æri, minnkar verðgildi krónunnar innanlands þangað til hið skráða yerð gjaldeyrisins í íslenzkum krón- um nægir ekki lengur til þess, að út- flutningsframleiðslan geti borið sig. Þá byrja hin almennu töp. Síðan verðuppbætur. Að lokum gengis- breytingin til að fjölga krónunum, sem útflutningsframleiðslan fær. En gengisbreytingin hækkar síðan verð erlendra vara og vexti og afborganir af erlendum lánum og eldri skuld- um, og hringrásin eykst á ný. Vegna raxandi skuldasöfnunar erlendis, verður gengisbreyting stöðugt erfið- ari en áður. Það hefur verið sagt, að gengisbreyting létti skuldabyrðar innanlands, en því aðeins gerir hún það, að tekjur haldist og að skuldirn- ar séu í krónum. En í vaxandi mæli fara lánveitingar nú fram með geng- is- eða vísitölufyrirvara. Hafnarsjóð- ir, útgerðarmenn, frystihús, ræktun- arsambönd, íbúðaeigendur o. fl. þekkja slík lán, þar sem höfuðstóll- (Framhald á blaðsíðu 2) Um norrænu sundkeppnina NÚ líður óðum að lokum Nor- rænu sundkeppninnar (15. sept.). Enn eru Akureyringar á eftir, Reykvíkingar t. d. hafa synt miklu fleiri nú þegar, en að lokum síðast, en okkur vant- ar um 250 upp á okkar tölu, — um 1800 búnir að synda nú. Því er mál komið að hrista af sér drungann. Aðstaða okkar Akur eyringa til sundsins er ágæt og sumarið hefur verið óvenju sól- ríkt og laðandi til útivistar og sunds svo að deyfðin er lítt af- sakandi. Yngri og eldri höfum við les- ið um drengileg viðskipti þeirra Kjartans Ólafssonar og Ólafs Tryggvasonar á sundi í ánni Nið — og e. t. v. f undið til mikil lætis yfir afreki íslendingsins. Einnig höfum við undrast afrek Grettis á Drangeyjarsundi. Við minnumst Helgu jarlsdóttur, sem synti með soninn úr Harð- arhólma og Lalla frá Botni, sem Þing Landssamb. verzlunarmanna SJOUNDA þing Landssam- bands íslenzkra verzlunar- manna var sett í félagsheimil- inu Bjargi 4. sept. kl. 2 e. h. Þingið sátu 53 fulltrúar víða að af landinu. En félagar Lands- sambandsins eru 5100 talsins og var sambandið stofnað 1957. Formaður sambandsins, Sverrir Hermannsson, setti þing ið og minntist Óskars Jónssonar á Selfossi við það tækifæri. For seti bæjarstjórnar, Bragi Sigur- jónsson, og Björn Jónsson vara forseti ASÍ, ávörpuðu þingið. Forseti þingsins var kjörinn Kristján Guðlaugsson, Kefla- vík og varaforseti Hafliði Guð- mundsson, Akureyri, en ritarar Hannes Þ. Sigurðsson, Reykja- vík og Ari Guðmundsson, Blönduósi. Þinginu lauk um hádegi á laugardag, 6. september. Aðalstjórn sambandsins skipa: Guðjón Finnbogason og Garðar Einarsson fyrir Vest- firðingafjórðung, Ari G. Guð- mundsson og Hafliði Guðmunds son fyrir Norðlendingafjórðung, Björn Jónsson og Kristján Magnússon fyrir Austfirðinga- fjórðung, Arnar Sigmundsson og Sigurfinnur Sigurðsson fyrir Sunnlendingafjórðung. En Sverrir Hermannsson var kjör- inn formaður framkvæmda- stjórnar. ? Sembal-tónleikar á Akureyri SÍÐASTLIÐIÐ mánudagskvöld efndi Helga Ingólfsdóttir til sembaltónleika í Borgarbíói á Akureyri. Á efnisskrá voru verk eftir J. S. Bach, Mozart, Hándel og Dom. Scarlatti. Helga Ingólfsdóttir stundaði nám í píanóleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík árin 1956— 1963. Aðalkennari hennar var Rögnvaldur Sigurjónsson. Hún stundaði framhaldsnám í Det- mold í N.-Þýzkalandi, en flutt- ist síðan til Múnchen og hóf nám við tónlistarháskólann þar í borg með sembal sem aðalnáms grein. Sembalkennari Helgu var ung listakona Hedwig Bilgram að nafni og prófi lauk Helga í Múnchen sumarið 1968. Hún hefur komið fram á tónleikum Tónlistarháskólans í Múnchen, leikið í íslenzka ríkisútvarpið svo og í sjónvarp á íslandi og í Noregi. Hún er nú búsett í Boston í Bandaríkjunum og hélt þar tvenna opinbera tón- leika sl. vetur. FUNDURISOLGARÐI FRAMSÓKNARFÉLAG Saur- bæjarhrepps hélt fund sl. mánu dagskvöld í Sólgarði, en for- maður félagsins er Hjalti Finns son bóndi í Ártúni. Á fundínum mættu alþingismennirnir Gísli Guðmundsson og Stefán Val- geirsson og ræddu stjórn- og héraðsmál. Margir tóku til máls og lögðu spurningar fyrir þing mennina en þeir svöruðu greið- ; lega og þótti fundurinn góður. (Framhald af blaðsíðu 4) inn getur hækkað við afborg anir. Þegar til lengdar lætur verður það fáum til farsæld' ar að minnka krónuna, kvarðann, sem mælir verð- mætin, æ ofan í æ. Verðmæl- irinn er sama eðlis og lóðin á vogarskálinni. ? Hún Iék í Norræna húsinu í Reykjavík nú fyrir skemmstu og ég held mér sé óhætt að full- yrða, að þetta séu fyrstu ein- leikstónleikar á sembal hér á landi og ennfremur að Helga sé fyrst íslendinga til að leggja stund á semballeik. Ekki virtist þetta þó ná að vekja neina sér- staka forvitni auk heldur áhuga hjá Akureyringum, því að Borg arbíó var því miður næsta þunn skipað. Er það illa farið þar sem svo ágæt listakona á í hlut, flytj andi svo vandaða efaiisskrá og þeim mun hrapallegra sem Ak- ureyringar eru sízt ofhaldnir af tónleikum, sem fengur er að. Sembalið skipaði stóran sess og mikilvægan meðal hljóðfæra allt frá því á 16. öld og fram til loka 18. aldar, og frá því tíma- bili er til mikil tónlist, sem sam in er fyrir sembal. Síðan þokaði það fyrir píanói, og hin róman- tísku tónskáld 19. aldar sömdu engin verk fyrir sembal. Eftir aldamótin 1900 hafa tónskáld aftur farið að beina athygli sinni að þessu skemmtilega, sér kennilega hljóðfæri, sem ræður fyrir hinum margbreytilegasta tóni, og ýmsir úr hópi nútíma- tónskálda hafa samið verk fyrir sembal. Þungamiðja tónbók- mennta fyrir þetta hljóðfæri liggur innan baroktímabilsins, og þessir tónleikar Helgu Ing- ólfsdóttur báru því órækt vitni, hve handgengin hún er þeim meisturum þess tíma, J. S. Bach og Handel. Tónleikarnir enduðu á þrem sónötum eftir Dom. Scarlatti (1685—1757). Sónötur þessa frábæra, en því miður lítt þekkta tónskálds, eru aldeilis ekki á allra færi, og þær eru raunar töluverður prófsteinn á alhliða hæfni og getu flytjanda. Flutriingur Helgu á þessum verkum bar vissulega kunnáttu hennar og tónnæmi öllu fagurt vitni. Áheyrendur létu óspart í ljós hrifningu sína og að lokum lék hún eitt aukalag. Um leið og Helgu Ingólfsdótt ur er þökkuð koman hingað til Akureyrar er henni óskað heilla og gengis í framtíðinni. S.G. dreginn var að dauða kominn upp úr sundpollinum og sagði þó: „Ég skal samt læra að synda!" Og síðast lét hann verk in tala. og synti fyrstur allra yfir Oddeyrarál — í öllum sjó- klæðum. Og nú síðast höfum við senni lega fylgzt með keppni ungra íslendinga í Skotlandi og Dan- mörku, við Dani og Svisslend- inga. Sumir sjá aðeins töpin, ósigrana, og ógna sér yfir þess- um flækingi í fólkinu. Aðrir fagna ákaflega yfir sigrunum, ekki sízt sigri yfir Dönum, nú við 3. tilraun í slíkri lands- keppni. Hver mun sá fslend- ingur, sem ekki finnur til gleði og metnaðar, þegar hugsað er til þessa dugmikla drengskapar fólks frá ýmsum tímum, sem þannig hefur unnið sér og landi sínu til frægðar í þessari ágætu og 'mikilsverðu íþrótt. í þeirra spor er fáum fært að ná, en nú býðst okkur hér heima þó tæki- færi að láta verkin tala — eins og það. Nú er það okkar alha að stuðla að góðri þátttöku og glæsilegum sigri í þessari mestu — að höfðatölu — íþróttakeppni hér á norðurhveli jarðar. Hér veltur allt á vilja og viðhorfi -------líka þeirra, sem ekki eru sundfærir sjálfir. Þeir geta hvatt hina og hjálpað á annan hátt. Minnimáttarkenndar á hér ekki að gæta, sem kemur sum- um lötum, þótt færir séu, að segja að þeir „séu ekki að gera sig að því fífli að vera með í þessari vitleysu." Enginn ætti að „gera sig að því fífli" — að tala svo. Og sá tónn er skað- legur. — Þenna tima, sem eftir er til loka verður innilaugin líka til reiðu — eftir kl. 5 á daginn — til sundkeppninnar. Mörg fyrirtæki í bænum keppa eftir góðri þátttöku hjá sínu starfs- fólki — og engir mega nú liggja á liði sínu. Reykjavík og Hafnar fjörður hafa sem fyrr boðað til bæjakeppni með Akureyri — og er okkar vandi nú meiri en fyrr, þar sem altalað er, að þeir syðra séu nú — vegna rigning- anna í sumar — farnir að anda með tálknum og svamla um pollana með sundfitjar milli tánna! En missum ekki móðinn, Akureyringar, — en tökum sprettinn. Þá verða margir að marki komnir 15. sept. Leikur ætti að vera að fá 2Vz þúsund til keppni. Lítið svo í gluggann í Amaró og fylgist með. Dregið verður í fyrsta sinn í happdrætti keppn- innar, þegar 2 þús. hafa synt. Sækjum nú fram og til sigurs Framkvæmdanefndin. Stúdentafélag Austurlands STÚDENTAFÉLAG Austur- lands hélt aðalfund sinn þ. 23. águst. Skólamál Austfirðinga- fjórðungs var aðalmál fundar- ins. Urðu miklar umræður en allir sammála um að mjög væru skólamál í fjórðungnum á eftir tímanum og á eftir öðrum lands hlutum. Ein tillaga kom fram og var samþykkt samhljóða: „Aðalfundur Stúdentafélags Austuiiands, haldinn að Hall- ormsstað 23. ágúst 1969, skorar á menntamálaráðherra að ákveða nú þegar stofnun og staðsetningu menntaskóla á Austurlandi." (Fréttatilkynning frá Stúd- entafélagi Austurlands). Fjórðungsmót að Einarsstöðum Henny Hermannsdóttir, Ragnheiður Pétursdóttir og Theodóra Þórðardóttir sýna köflóttan vetrar- jakka, með hettu úr íslenzku ullarefni, létta sportblússu úr næloni og terelinjakka með hettu. Haustkaupstefnan „ísl. fatnaður" HAUSTKAUPSTEFNAN „fs- lenzkur fatnaður" er haldin í Laugardalshöllinni í Rvík. 7.— 10. september. Sautján íslenzk fyrirtæki munu kynna þar nýj- ungar í fataframleiðslu sinni og sýna þann fatnað, sem á boð- stólum verður í haust og vetur. a (Framhald af blaðsíðu 8). teknum tíma, er senn rennur út. Fyrir skömmu mun það mál flutt í bæjarstjórn Húsavíkur, að hún gripi inn í læknadeiluna og ógilti uppsögn þá, er áður var frá sagt og var tillaga um það efni felld í bæjarstjórn með 5:4 atkv. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um, að koma upp læknamiðstöðvum hér á landi, til að bæta úr miklum lækna- skorti í dreifbýlinu. Hefur verið talið, að slíka tilraun væri verið að gera á Húsavík, með þrem áðurnefndum læknum. Þessi tilraun virðist ekki hafa tekizt, a. m. k. virðist svo um þessar mundir. Læknadéilan á Húsavík er enn óleyst. Átök þau um málið, sem þegar hafa orðið og hin almenna þátttaka í þeim, svo sem undirskriftasafnanir og borgarafundur, gera ágreinings efnin ennþá torleystari. Almenn ingur hlýtur að gera þær kröf- ur til lækna, að þeir, vegna sér- þekkingar sinnar, eigi að leysa slík mál sem þetta. En hér hef- ur hann orðið fyrir vonbrigð- um og sér nú framá, að hvort sem umdeildur læknir á Húsa- vík fer eða fer ekki, verða spor deilunnar nokkurn tíma að gróa. ..^l.iUMlilWtm. Það síðasta, sem gerðist í læknadeilunni var borgarafund urinn á Húsavík á fimmtudags- kvöldið. Nítján menn boðuðu til hans og var hann fjölsóttur. Fundarboðendur buðu for- manni sjúkrahússtjórnar, að koma á fundinn eða senda ann- an fyrir sig, en það boð var ekki þegið. Þar var samþykkt eftir- farandi, án mótatkvæða: „Stjórn Sjúkrahúss Húsavík- ur — Co. Þormóður Jónsson. Eftirfarandi tillaga hefur í dag verið samþykkt með 615 at- kvæðum, mótatkvæðalaust á almennum fundi á Húsavík: Almennur borgarafundur fyr ir Húsavík og nágrannasveitir haldinn á Húsavík 4. sept. 1969 samþykkir að gera þá kröfu til stjórnar Sjúkrahúss Húsavíkur, að hún afturkalli þegar í stað og án skilyrða uppsögn á starfi Daníels Daníelssonar, yfirlækn is Sjúkrahúss Húsavíkur, þar sem augljóst er, að sá er vilji þorra íbúa á starfssvæði sjúkra hússins. Sjái sjúkrahússtjórn sér ekki fært að verða við þess- ari kröfu, þá segi hún tafar- laust af sér störfum. Húsavík 4. sept. 1969. Baldvin Baldvinsson, fundar- stjóri, Kári Arnórsson, fundar- stjóri, Ornóifur Örnólfsson fund arritari og Hrólfur Árnason, fundarritari." Q Það er Félag íslenzkra iðn- rekenda, sem gengst fyrir kaup stefnu þessari en hún er sú þriðja í röðinni; þær fyrri voru haldnar haustið 1968 og dagana 13.—16. apríl sl. — Á haustkaup stefnunni 1968 voru seldar vör- ur fyrir átta milljónir króna og á vorkaupstefnunni 1969 voru seldar vörur fyrir hálfa sautj- ándu milljón króna. — Vor- kaupstefnuna 1969 sóttu 111 inn kaupastjórar verzlana um land allt. Eins og við fyrri kaupstefn- urnar hefur nú náðzt samkomu lag við Flugfélag fslands og helztu hótel í Reykjavík um 25% afslátt á fargjöldum og gistirými fyrir þá innkaupa- stjóra, sem sækja haustkaup- stefnuna 1969. Aðalkostirnir við kaupstefn- ur sem þessa eru, að þar fá inn- kaupastjórar tækifæri til að kynna sér allar vörur, sem á boðstólum eru, á einum stað. Þannig fá þeir glöggt yfirlit Og samanburð á verði, gæðum og því öðru, sem vörunum við- kemur. — Framleiðendur fá tækifæri til að ná til mun stærri kaupendahóps en ella og geta fyrirfram komizt á snoðir um álit kaupenda á þeim nýjung- um í framleiðslunni, sem ráð- gerðar eru. ? EINS og kunnugt er, var fjórð- ungsmót norðlenzkra hesta- manna haldið að Einarsstöðum í Reykjadal 18.—20. júlí sl. í „Degi" 13. ágúst birtist við- tal við formann framkvæmda- nefndar, Sigfús Jónsson, um mótið. Tvennt var það einkum, sem virtist bera hæst í svorum Sigfúsar. Hið fyrra, að tekizt hefði að byggja þarria 1. flokks hlaupabraut, hið síðara, að lítil sem engin framför væri í hesta- eign og hestamennsku Norðlend inga, þó kannski helzt í hryss- unum. Um' fyrra atriðið er það að segja, að byggð hefir verið 800 m. bein hlaupabraut, með íburði af vikurmöl. Að mínu áliti ork- ar það tvímælis, hvort 800 m. bein braut sé æskileg miðað við þá alls ófullnægjandi þjálfun, sem hross hér á landi fá í hlaup - KJÖRDÆMISÞINGIÐ (Framhald af blaðsíðu 1) aldur Gíslason, Húsavík, Guð- laugur Halldórsson, Merkigili, Ingi Tryggvason, Kárhóli og Guðmundur Sigurðsson, Fagra- nesi. í miðstjórnFramsóknarflokks ins (landssamtakanna) voru þessir menn kjörnir: Óli Hall- dórsson, Gunnarsstöðum, Björn Teitsson, Brún, Indriði Ketils- son, Ytra-Fjalli, Björn Guð- mundsson, Akureyri, Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Áskell Ein- arsson, Húsavik og Haraldur M. Sigurðsson, Akureyri. í lok kjördæmisþingsins ávarpaði Gísli Guðmundsson þingið fyrir hönd alþingismann anna, formaður sambandsins, Eggert Ólafsson, og forseti, Karl Kristjánsson, fluttu ávörp og var þingforseti hylltur með lófataki og starfsmönnum þings ins þökkuð ágæt störf. Á þessu þingi voru samþykkt ar reglur um skoðanakönnun í sambandi við framboð til al- þingiskosninga og kosin 12 manna framboðsnefnd, þrír úr hverju gömlu kjördæmanna, ennfremur þriggja manna fjár- málaráð, sem gerir tillögur um tekjuöflun vegna starfsemi sam bnadsins, þar á meðal skrifstof- unnar á Akureyri. Að kveldi fyrra fundardags var héraðshátíð Framsóknar- manna í kjördæminu haldin í félagsheimilinu á Húsavík og var þar fjölmenni. Eggert Ólafs son setti samkomuna og ávörp fluttu Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Jónas Jónsson, en Eiríkur Stefánsson, Akur- eyri, söng við undirleik Þor- gerðar dóttur sinnar, en Hljóm- sveit Ingimars Eydal lék fyrir dansi. ? ið. Ég er andvígur þessu langa hlaupi, eins og það er fram- kvæmt. Það er engan veginn vanzalaust fyrir alla hestaunn- endur, að sjá hrossin dragast áfram hálf máttlaus síðustu hundrað metrana, eins og því miður er alltof algengt. Víkjum þá nánar að hlaupa- brautinni. Það er mikil skamm- sýni að bera vikurmól í svona velli án þess að sjá um leið fyrir nægilegu bindiefni svo viðspyrn an geti orðið nægilega þétt. Hrossum er ekki vel við vikur- mölina, og fást ekki, nema þau ákveðnari, til að leggja sig öll fram. Út yfir tekur þó, að eiga að leggja skeiðhesta á slíkan völl, aðeins þrekhestar með mik ið framtak skila verulegum árangri við slíka aðstöðu. Sáust þess enda glögg merki í öilum hlaupum. (Folahlaupið þó und- anskilið). Það mun verða tor- sótt að fá góðan hlauptíma á þessum velli, nema úr verði bætt,- eins og bent hefir verið hér á. Ég tel því völlinn ekki 1. flokks, eins og hann er nú. Um síðara atriðið, framför hrossanna, tel ég að endilega þurfi nánari athugiin. Hvernig fær það t. d. staðizt fræðilega, að stóðhestarnir standi í stað, þ. e. hafi ekkert farið fram, en hryssurnar, sem af þeim fæðast séu í framför, og geltir hestar, sem einnig hl]óta að fæðast út af stóðhestunúm standi í stað? Hér er áreiðanlega eitthvað á ferð, sem skýtur skökku við. Ég teldi það t. d. 'merkilegt fyrir- bæri, ef meira fæddist af gæð- ingshryssum en gæðingum, og væri það út af fyrir sig verðugt rannsóknarefni! Ég leyfi mér að fullyrða, að á þessu fjórðungsmóti hafi komið fram allmargir álitlegir stóðhest ar, og alls ekki síðri en á öðrum fjórðungsmótum. Afkvæma- sýndu stóðhestarnir „Fjölnir" og „Glæsir" sýndu mjög já- kvætt ræktunarstarf. Unghest- arnir „Sörli" og „Eyfirðingur" eru í fremstu röð. Góðhestarnir, sem sýndir voru frá félögunum, voru um 60 talsins, en dómnefnd þeirra skipuðu Hafnfirðingurinn Krist inn Hákonarsonj Reykvíkingur inn Kristján Þorgeirsson og Akureyringurinn Zophonías Jósepsson. Norðlendingum mun sýnilega ekki hafa verið treyst í þetta vandasama verk. Ég hef reynt eftir föngum að fylgjast með dómum, allt frá 1950, bæði frá landsmótum og fjórðungsmótum. Það verð ég að segja, að furðulegra plagga hef ég aldrei augum litið en gæðingadómana á Einarsstöð- um. Fjölmargir áhorfendur létu Fulltrúar á kjördæmisþingi Framsóknarmanna á Húsavík 5.—6. sept. sl. (Ljósm.: H. S.) einnig í Ijós undrun sína, og segir það miklu meira. í þessu sambandi þykir mér rétt að til- færa hér nokkrar staðreyndir, er sýna glöggt, hvrenig að var unnið. Það skal tekið fram, að grasvöllurinn norðan hlaupa- brautarinnar, þar sem sýning og prófun fór fram, er engan veg- inn góður, nema fast meðfram brekkunni. Hann er frekar lin- ur, og alls ekki vel sléttur. Það kann að hafa haft einhver áhrif. Mér er það hrein ráðgáta, hvers vegna Kristinn Hákonar- son, sem mun hafa verið for- maður dómnefndar, gamal- reyndur hestamaður og stjórn- armeðlimur í L. H., lætur sig hafa það að víkja algjörlega frá hefðbundinni venju um eink- anagjöf. Það svo, að aðeins tveir hestar úr öllum hópnum töldust 1. flokks gæðingar, þ. e. fengu einkunn yfir 8 stig. Hitt allt dæmt annars og þriðja flokks. Slíkt getur ekk talizt annað en móðgun við norðlenzka góð- hesta og eigendur þeirra. Skulu nú tilfærð hér nokkur dæmi, er sýna hin handahófskenndu vinnubrögð. Topphesturinn „Léttir" hlýt- ur 5.0 stig fyrir brokk. Sam- kvæmt gildandi reglum þýðir það, að hann hafi ekkert brokk eða mjög óverulegt. Samt er þetta dæmdur bezti hesturinn. Gæðingurinn „Gáski" frá Álfta gerði, einn af fremstu gæðing- um landsins um árabil, skipaði þriðja sæti að Húnaveri og , þriðja sæti á landsmóti að Hól- um fyrir þremur árum, hlaut þar í einkunn 8.67 stig og um- sagnirnar: „Hágengur glæsileg- ur gæðingur með miklu gang- rými". Á Einarsstöðum fékk hann 7.7 stig, þ. e. heldur léleg- ur annars flokks hestur. Hann mun að vísu hafa veikzt lítils- háttar fyrir brjósti, fyrir um ári síðan, því ekki notaður þá um skeið, en að hans mikli snilligangur sé svo gjörsamlega fyrir borð borinn, að hann verð skuldi slíka niðurlægingu, er fjarri öllum sanni. „Gustur" frá Hömrum og „Stormur" frá Yzta-Gerði, fjölhæfir gæðingar með rúmar hreyfingar hafa báð ir staðið efstir á innanhéraðs- mótum (Gustur hvað eftir ann- að) fengu í einkunn 7 stig (Gust ur) og 7.3 stig (Stormur). Báðir þessir hestar eru mér persónu- lega kunnir, og mundi ég veigra mér mikið við að dæma þá í annan flokk. — „Tvistur" frá Starrastöðum, snjallvakur hest- ur, og „Ýmir" frá Mosfelli, að vísu að byrja að tapa (16 vetra) en ágætir reiðhestar samt, fá sömu útreið. Margt fleira mætti tilfæra, en þetta ætti að nægja til að sýna hversu f ráleit vinnu- brögðin voru. Alveg sama var uppi á ten- ingnum hvað kláshestana snerti. T. d. fær .„Stjarni" frá Karlsstöðum, prýðis reiðhestur með góðan vilja og mikið fjaður magnað tölt aðeins 6.9 stig, en „Brúnn" frá Þverá í sömu sveit (báðir Ólafsfirðingar) og mikl- • um mun lakari hestur, vilja- lítill, einkunn 7 stig. Þannig . mætti halda áfram að telja upp. Þetta eru þó alltaf tölur, sem tala, en hér skal staðar numið, enda þótt ærm ástæða væri til nánari skrifa. Ég tel mig mega segja fyrir munn fjölmargra norðlenzkra hestamanna: Við frábiðjum okkur meira af þessu tagi. Mætti og segja mér, að æðimargir góðhestaeigendur yrðu ekki ginkeyptir fyrir að leggja hesta sína undir slíka dóma, ef svo skal fram fara. G. Snorrason. Li

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.