Dagur - 01.10.1969, Side 1

Dagur - 01.10.1969, Side 1
ÞRÍFUR ALLT T,TT. árg. — Akureyri, miðmikudaginn 1. okt. 1969 — 38. tölublað FIL.MU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Sjóvarnargarðurinn er kominn Vopnafirði 29. sept. Síðustu göngur, sem nú kallast eftirleit, eru eftir. En sauðfjárslátrun hófst 22. sept. og verður lógað 15—16 þús. fjár og er féð sæmi- lega vænt að þessu sinni. Brettingur, sem hér hefur lagt upp afla sínum, seldi síðast í Þýzkalandi, því ekki var unnt að taka á móti aflanum í slátur- tíðinni. En verið er að bæta að- stöðu til fiskmóttöku, enda standa vonir til, að bæði Brett- ingur og Stefán Valgeir landi hér í vetur. Sjóvarnargarðurinn mikli er nú langt kominn og nær hann nú út í Miðhólma. Verður þessu mikla verki senn lokið og með því stórbatnar höfnin. Kostar grjótgarður þessi, sem að mestu er gerður úr stórum björgum, um 30 milljónir króna. Laxárnar hér í Vopnafirði voru gjöfulli í ár en í fyrra þótt laxinn gengi seint. Þ. Þ. Rækja fil Skagaslrandar Skagaströnd 29. sept. Guðjón Árnason hefur farið sinn fyrsta rækjuróður og fékk 450 kg. Rækjan var unnin í Hólanesi h.f., þ. e. gamla frystihúsinu og gekk það vel. Með framhaldi á MISLINGAR MISLINGAR hafa verið í hér- aðinu síðan í júlí í sumar og voru 40 mislingatilfelli í ágúst, sagði héraðslæknir blaðinu í gær. Flestir eru búnir að fá mislinga, sagði hann ennfremur, nema þá helzt börn, yngri en á skólaskyldualdri. Um faraldur er því ekki að ræða. Erfitt er að fá bóluefni, en reynt er að bólusetja þá, sem heilsuveilir eru. □ þessu eykst vinna verulega á staðnum. Helga Björg og Arnar fiska og leggja hér upp, en afl- inn er fremur dræmur. Verið er að setja upp sjálf- virka símastöð og verður því verki væntanlega lokið um mán aðamótin nóv.—des. Til tíðinda má teljast á Skaga strönd, að þar er íbúðarhús í smíðum, en það hefur ekki skeð í mörg ár. Snjór er í fjöllum en auð jörð í byggð. Sauðfjárslátrun stend- ur yfir og verður 10 þús. fjár lógað. Féð sýnist sæmilega vænt, en vigtartölur liggja ekki fyrir. Heyskapartíð var erfið í sum ar, en ekki er talið vandræða- ástand í því efni á Skaga. X. Alþýðuskólabyggingarnar á Eiðum á Héraði. -• i i Alþýðuskóliiin á Eiðum 50 ára ALLT frá því á söguöld hafa Eiðar á Fljótsdalshéraði verið höfðingjasetur og höfuðból. Þar sátu merkir menn og mætar konur og þar var löngum prest- setur. Er fram liðu stundir varð staðurinn auðugur af löndum og lausum aurum og var þá nefndur Eiðastóll. Var það þriðji stóllinn í landinu, en áður voru fyrir Skálholts- og Hóla- stólar. Árið 1883 ákváðu Múlasýslur Sfóraukin framleiðsla SÍS-verksmiðjanna á Ak. Á FYRSTU átta mánuðum árs- ins jókst framleiðsla Gefjunnar á Akureyri um 40%, miðað við sama tíma í fyrra og nær aukn- ingin til allra aðal framleiðslu- greina verksmiðjunnar. Þykja þetta eflaust góðar fréttir, og eins og nú horfir eru líkur á enn meiri aukningu þá mánuði ársins, sem eftr eru. Afkastamiklir vefstólar, sem upp hafa verið settir og nýjar spunavélasamstæður auðvelda verksmiðjunni að fullnægja auk inni eftirspurn innan lands og utan. Og enn eru ráðgerð kaup afkastamikilla véla. Skóframleiðslan tafðist mjög vegna brunans, en hófst á ný í júníbyrjun og fer fram á tveim stöðum. Tefur það, en þó er búið að framleiða 14—15 þús. pör af skóm og framleiðslan til áramóta er upppöntuð. Það má til tíðinda teljast, að verið er að semja um sölu á kuldaskóm til Rússlands, en kuldaskór Iðunnar þykja mjög góðir og henta sérlega vel í frost hörðum löndum. Gert er ráð fyrir, að upp úr miðjum vetri verði unnt að flytja Skóverk- smiðju Iðunnar í nýtt húsnæði og verður það mjög til hag- ræðis. Sútunarverksmiðjan nýja, sem í byggingu er á Akureyri, tekur væntanlega til starfa í mai-z eða apríl á næsta ári. En starfsemi þeirrar verksmiðju lamaðist vegna brunans í byrj- un þessa árs. Framkvæmda- stjóri nýju verksmiðjunnar verður Ragnar Olason. Hekla hefur framleitt meira (Framhald á blaðsíðu 5) að stofna búnaðarskóla fyrir Austurland. Var honum valinn staður á Eiðum, þar sem hann starfaði við ágætan orðstír til ársins 1918. Var þá um skeið sviptingasamt í skóla- og menn ingarmálum fjórðungsins, og var ákveðið að bjóða ríkinu Eiðaeignir að gjöf, með því skil yrði, að þai' yrði rekinn alþýðu skóli fyrir Austurland. Sam- þykkti Alþingi íslendinga þessa málaleitan árið 1917. Þann 20. okt. árið 1919 var Alþýðuskólinn á Eiðum settur í fyrsta sinn. Gerði það nýskip- aður skólastjóri sr. Ásmundur Guðmundsson, síðar biskup. Eru því senn 50 ár liðin frá upp hafi starfs Alþýðuskólans. í fyrstu skólasetningarræðu sr. Ásmundar segir m. a.: „Ný, sjálfstæð skólastefna á að verða til hér á landi. Að vísu munum við taka samskonar skóla með öðrum þjóðum til hliðsjónar, en við munum ekki leitast við að stæla þá. Hér á íslandi á ekki allt hið sama við og þar, vegna ólíkra staðhátta og þjóðarein- kenna. Við verðum að þreifa (Framhald á blaðsíðu 5) Ljósabúnaður bifreiða LÖGREGLAN beinir þeim til- mælum til ökumanna, að þeir láti nú þegar lagfæra ljósabún- að ökutækja sinna, ef þau eru ekki í fullkomnu lagi. Mun lög- reglan nú næstu daga leggja áherzlu á athugun ljósabúnaðar, þar sem sá tími fer í hönd, að þess er sérstök þörf. í snjóföli og mikilli hálku á götum bæjarins í gær, hafði ekkert umferðaróhapp orðið, er blaðið leitaði um það frétta nokkru eftir hádegi, og er það ökumönnum til sóma. Hins veg ar lentu margir í nokkrum vanda þar til keðjur voru komn ar á eða snjódekk. Fyrir of hraðan akstur og ölvun við akstur hafa nokkrir verið teknir. □ Tutfugu íbúðarhús eru í smíðum Sauðárkróki 29. sept. U.m 50 þús. fjár verður lógað hjá Kaup félagi Skagfirðinga, þar af um 6 þús. á Hofsósi, en þar er nú í fyrsta sinn lógað á vegum Kf. Skagfirðinga. Búið er að lóga 16—17 þús. fjár og flokkast kjöt ið mun verr nú en undanfarin ár, enda dilkar ekki eins vænir og undanfai'ið. Er talið, að mun að geti um einu kílói á kropp, Sláturféð er vænt á Kópaskeri 1 innbænum á Akureyri eru gamalfrægir og ágætir kartöflu- garðar, sem enn gefa oft ríkulega uppskeru. Hér er Ágúst Ásgrímsson að taka upp kartöflurnar í garði sínum. (Ljósm.: Á. Á.) Kópaskeri 29. sept. Hér hjá kaupfélaginu er nú búið að lóga 11637 kindum á 10 dögum og er meðalvigt 16.1 kg. og er það all gott og betra en í fyrra og raun ar betra en verið hefur síðustu 10 árin a. m. k. Alls verður 25 þús. lógað og er það heldur færra en í fyrra. Fjárstofninn dróst saman í heyskaparleysis- árunum undanfarið. Nú er liey- forði hins vegar meiri og mun þá reynt að fylla í skörðin með nokkru meiri ásetningi líf- lamba. Stöku menn vantar hey, en sem heild er heyforðinn sæmilegur. Hér ríkja almenn vonbrigði yfir þeirri afgreiðslu á lausa- skuldamálum bænda, sem menn bundu þó vonir við. Eru þær vonir nú að engu orðnar og hafa bændur verið blekktir. Fyrir göngur snjóaði ögn í fjöll og auðveldaði það göngur fremur en hitt og smalaðist vel. R. B. frá' því sem var í fyrra. Slátrun lýkur 23. október og tekur þá nautgripaslátrun við og að síð- ustu hrossaslátrun, sem álitið er að verði lítil í haust. Nýfarin eru 145 lífhross til Svíþjóðar, þar af 39 hryssur með folöldum. En hryssur þess- ar voru keyptar snemma í vor, fylfullar. Verð lífhrossanna er sæmilegt eða 12—15 þús. fyrir ótamin hross. En nú er farið að spyrja mjög um bandvön hross eða jafnvel meira tamin og fyrir þau fæst hærra verð. Drangey var að losa hér 75 tonn og hefur verið nóg að starfa í Fiskiðjunni í sumar og á þessu ári hefur mikill afli ver ið lagður á land. Bærinn hefur nú með hönd- um holræsagerð fyrir nýtt, væntanlegt íbúðahverfi og und- irbýr aukningu varanlegrar gatnagerðar. Nú eru um 20 íbúðarhús í smíðum í bænum. En stærsta byggingin hér, sem nú er eink- um unnið að, er nýtt sútunar- verksmiðjuhús. H. R.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.