Dagur


Dagur - 01.10.1969, Qupperneq 5

Dagur - 01.10.1969, Qupperneq 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. NÝ STJÓRN&RSKRÁ K J ÖRDÆMISÞIN G F ramsóknar- manna á Húsavík 5.-6. sept. sl. sam- þykkti m. a. ályktun þess efnis, að leggja beri áherzlu á, að stjómar- skráin verði tekin til ítarlegrar end- urskoðunar og þá við það miðað, að ný stjórnarskrá geti tekið giltli eigi síðar en árið 1974 á aldarafmæli fyrstu stjórnarskrárinnar og 11 alda afmæli íslandsbyggðar. í þessu sam- bandi benti þingið sérstaklega á tvö nýmæli, sem það teldi réttmæt: Að tekin verði upp einmennings- kjördæmi og að landinu verði skipt í umdæmi (,,fylki“) sem öðlist sjálf- stjórn í sérstökum málum sem varða umdæmin hvert fyrir sig og nú em í höndum ríkisvaldsins. Þingið lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að með þess um hætti yrðu bein áhrif fólksins í dreifbýlinu aukin verulega og stuðl- að að auknu jafnræði milli lands- hluta. Engin vafi er á því, að kosningar í einmenningskjördæmum eiga nú vaxandi fylgi að fagna og þó ekki sízt meðal hinnar yngri kynslóðar. Fylgjendur einmenningskjördæma finnast í öllum stjómmálaflokkum og utan þeirra. En engin af lands- samtökum þeim, er flokksnafn bera, hafa þau þó á stefnuskrá sinni, eins og sakir standa. Gallar núverándi fyrirkomulags, sem byggir ríkisvald á flokkum og stuðlar að því að þjóðin skiptist í sem flesta slíka, er í vaxandi mæli umræðuefni manna. Það er margra mál nú, að persónulegar kosningar séu kjósendum almennt bezt að skapi, en jafnframt bezt til þess falln ar, að skapa starfshæft og ábyrgt þing og draga hæfilega úr því, sem nefnt er flokksræði. Bent er á, að skoðanakönnun fyrir framboð sé til- tölulega auðveld í einmenningskjör- dæmum en miklu örðugri eins og nú hagar til. Margir telja einmennings- kjördæmi líkleg til að skapa sam- stæðan þingmeirihluta og samstæða stjórnarandstöðu á Alþingi íslend- inga. Hugmyndin um að skipta landinu í umdæmi með sjálfstjórn í sérmál- um kom fram opinberlega fyrir tveim áratugum frá fjórðungsþing- um Austfirðinga og Norðlendinga. Vildu þau gefa umdæmunum fomt, norrænt nafn og kalla þau „fylki,“ en bæði Norðmenn og Svíar skipta löndum sínum í slík umdæmi og í Noregi er liið forna lieiti „fylki“ enn í gildi. í ályktun kjördæmisþingsins á Húsavík var gert ráð fyrir að „fylk- in“ fái í sínar hendur sum mál, sem nú eru í höndum ríkisins og væri þá (Framhald á blaðsíðu 7) Þingeyingar ræða um Gljúfurversvirkjun Ábendingar fulltrúa sveitarfélaga og búnaðar- samtaka í Suður-Þingeyjarsýslu til landbúnað- arráðuneytisins varðandi fyrirhugaða Gljúfur- versvirkjun í Laxá. Á FUNDI, sem haldinn var á Húsavík 12. ágúst sl. eftir fund- arboði sýslumanns Þingeyinga, þar sem mættir voru fulltrúar þeirra sveitarfélaga, sem málið varðar, voru undirritaðir full- trúar kjörnir, og þeim falið að koma á framfæri sjónarmiðum héraðsbúa, og gæta hagsmuna bænda og þeirra 6 sveitarfélaga, er fyrirhuguð Gljúfurversvirkj- un snertir. Vísað skal til þess að ráðu- neytinu hafa áður verið send mótmæli sýslunefndar Suður- Þingeyjarsýslu, stjórnar Bún- aðarsambands Suður-Þingey- inga, stjórna búnaðarfélaga og sveitarstjórna í 6 hreppum Suð- ur-Þingeyjarsýslu, landeigenda í Laxárdal, veiðiréttareigenda í Laxá í Aðaldal, og meirihluta Alþingiskjósenda í Aðaldæla- hreppi. Á þessu stigi málsins getur nefndin ekki skilað ítarlegri né rökstuddri greinargerð um öll hin fjölþættu áhrif, sem óttast er að fyrirhuguð Gljúfurvers- virkjun geti haft á búskapar- aðstöðu og náttúrufar í Suður- Þingeyjarsýslu. Til slíks þyrfti víðtækar rannsóknir, sem yrðu að ná yfir nokkurn tíma. Þrátt fyrir þetta vill nefndin végna tilmæla landbúnaðar- og raforkumálaráðherra benda á eftirfarandi atriði: 1. í þeim 6 hreppum í Suður- Þingeyjarsýslu, sem fyrirhugað ar breytingar á vatnasvæðum Laxár og Skjálfsndafljóts snerta, búa nú yfir 300 bændur og gætu breytingarnar haft áhrif á hag flestra þeirra beint eða óbeint. ■ 2. Vatnasvæði Skjálfanda- fljóts nær til Aðaldæla, Reyk- dæla, Ljósavatns og Bárðdæla- hrepps. Skjálfandafljót er fisk- gengt frá sjó um 30 km. veg fram að fossum við Þingey, á því svæði hefur silungsveiði og nokkur laxveiði verið stunduð frá ómunatíð fyrir landi fjöl- margra jarða. Með því að gera laxgengt fram fyrir fossa bætist við allt að 60 km. vatnasvæði í Bárðardal. Slík fiskvegargerð er ekki talin kostnaðarsöm og þegar hefur verið kosin nefnd veiðiréttareigenda, sem vinnur að undirbúningi fyrir stofnun veiði- og fiskræktarfélags fyrir allt vatnasvæðið. Skjálfanda- fljót er jökulá mjög blandað bergvatni og verður alltært þegar jökulleysingar éru litlar. Svartá með Suðurá eru megin bergvatnsárnar, sem falla í Skjálfandafljót. Það er kunnugt frá fornu fari að veiðin í Skjálf andafljóti, hvort sem stunduð var með netum eða stangveiði, var við það bundin að fljótið væri hreint, það er að berg- vatn væri þar yfirgnæfandi. (Eftir vatnamælingum í októ- ber 1955 var vatnsmagn Svarár hjá Bjarnastöðum 19.6—20.0 m3/sek. á móti 55—57 m3/sek. heildarvatni í Skjálfandafljóti hjá Fosshóli á sama tíma. Sam- anber „íslenzk vötn.“). Það verður því að líta svo á, að berg vatnið í Skjálfandafljóti sé al- ger grundvöllur fyrir möguleik um til velheppnaðrar fiskrækt- ar í því. Ráðgerðir flutningar vatns úr Svartá og Suðurá mundu eyði- leggja Svartá og Svartárvatn sem veiðivötn og því leggja í eyði Svartárkot, sem er mikil- vægur útvörður byggðar í Bárð ardal. í Svartá eru heimilisraf- stöðvar, sem verðmætar eru fyrir viðkomandi bæi. 3. Við lítum svo á að það sé engan veginn nægilega rann- sakað hvaða áhrif fyrirhugaðir vatnaflutningar af Skjálfanda- fljótssvæðinu um Mývatnssveit í Mývatn og síðan Laxá kunna að hafa á engja- og beitilönd í Mývatnssveit og Mývatn sjálft og náttúruauðlindir þess. Eða á hinn bóginn hvað það mundi kosta að koma vatninu aðrar og hættuminni leið í Laxá. Við telj um, að það sé á allan hátt óverj andi að stofna í voða náttúru- auðlindum þeim, sem bundnar eru Mývatni, þær eru sérstæðar og óbætanlegar. Margir óttast að með auknum sandburði yrði vinnsla kísilleðju af botni Mý- vatns torvelduð og rekstri Kísil iðjunnar stefnt í voða. 4. Fyrirhuguð stífla í Laxár- dal, 57 m. að hæð, leggur undir vatn nær öll ræktunarlönd þeirra 12 lögbýla, sem þar eru nú og færu þau því í eyði og fólkið, sem þar býr, á milli 50 og 60 manns, yrði að hverfa þaðan. Mikil skilyrði eru til fiskrækt ar í Laxárdal, og engar líkur eru til annars, en að með fisk- vegi, sem væri tiltölulega ódýrt að gera upp fyrir Laxárgljúfur, mætti gera þann 30 km. langa kafla af Laxá, sem þá bættist við að allt eins verðmætri lax- veiðiá, og neðri hluti hennar er nú. Með laxgengd fram í Laxár dal opnaðist einnig leið fyrir lax í Mývatn og Kráká. 5. Laxá í Aðaldal er sem kunnugt er ein af allra kunn- ustu og verðmætustu laxám landsins og jafnvel í allri Evrópu. Fegurð hennar og stærð laxastofnsins, er það sem gefur henni mest gildi og að- dráttarafl, og benda allar líkur til, að í framtíðinni verði það jafnvel ennþá meira metið en nú er. Óttast er að svo mjög aukið vatn í Laxá samfara vatnsmiðl- un, sem fyrirhuguð er, kunni að hafa í för með sér grundvallar- breytingar á hrygningar-, eldis- og veiðiskilyrðum í ánni. Viðurkennt er af okkar helztu kunnáttumönnum, að ekki sé unnt að segja fyrir um þessi áhrif nema að undangengnum og víðtækum vatna- og líffræði legum rannsóknum. Þá óttast menn að nefnd vatnsaukning spilli bæði gróður fari og ræktunarlöndum við Laxá og meðfram henni, og dragi úr náttúrufegurð með- fram Laxá. Kunnugir telja að vatnsaukn ingin i Laxá mundi skapa stór- aukna flóðahættur í Aðaldal. En vetrarflóð og vorflóð („Framan vötn“) sem skapast af jakastífl- um í Laxá eru illræmd frá fornu fari, og hafa tíðum valdið búsifjum. í slíkum flóðum er hrygningarstöðvum og laxaseið um mjög hætt. Toppmiðlun með auknu rennsli mundi að okkar dómi stórauka á ísmyndun neðan virkjunarinnar, í miklum frosta vetrum gætu slíkar ísmyndanir stíflað ána og lagt dalinn undir ís og tortímt seiðum ánni til mikils hnekkis. Við teljum þær áætlanir yfir breytingar á vatnsborði í Laxá byggðar á of takmörkuðum for- sendum, enda þær tölur, sem nefndar hafa verið gefnar upp sem meðaltalstölur og gefa því litla mynd af áhrifum vatna- breytinganna í einstökum til- fellum. Nefna má að lengri tíma þyrfti til að kanna það hvaða áhrif hraunið meðfram Laxá hefur á viðvarandi breytingar á vatnsborðinu. Hin mikla og djúpa uppistaða í Laxárdal mun verða þess valdandi, að áin hitn ar seinna á sumrin, og má því búast við að göngu laxins seinki, gróður í ánni minnki og uppeldisskilyrði versni. Ekki verður hjá því komist að benda á þá hættu, sem fyrirhug uð stíflugerð hefur í för með sér fyrir fólk og byggð í Aðaldal. Benda má á, að af hafa hlotizt stórkostlegar slysfarir erlendis, er slíkar stíflur hafa brostið. Hér yrði þetta þó þeim mun ótryggara, þar sem berggrunn- ur er ótraustari á því land- skjálfta- og eldhraunasvæði, sem fyrirhugað er að stífla í Laxárgljúfri. En engin hliðstæð stífla hefur enn verið gerð hér á landi og því engin reynsla af slíkri mannvirkjagerð við hér- lendar aðstæður. 6. Aukið vatnsmagn í Laxá mun valda tjóni í Reykjahreppi einkum á Laxamýri, þar sem áveituengjar, bithagi og varp- lönd hljóta að vera í hættu, auk væntanlegs tjóns á laxveiði vegna flóða, sem áður er lýst fyrir Aðaldal. Ljóst ætti að vera að þau vatnasvæði, sem hér um ræðir geta orðið undirstaða undir margra tuga milljóna króna ár- lega gjaldeyrisöflun, ef árnar fá að halda sínu náttúrulega rennsli og fiskræktarmöguleik- ar þeirra verði nýttir á æski- legasta hátt. Við óttumst hins vegar að framkvæmdir þessar geti orðið til að rýra stórlega þessa og aðra verðmæta aðstöðu byggð- anna. Ekki er unnt að meta hve brýnar eða æskilegar þessar fyrirhuguðu virkjunarfram- kvæmdir eru nema að fyrir liggi til samanburðar upplýs- ingar um það hvaða annarra kosta sé völ um orkuöflun fyrir þetta svæði. Til dæmis það hve hagkvæmt væri að virkja ca. 12.500 kw. virkjun í Laxárgljúfr um með 18—20 m. hárri stíflu, og hve lengi sú virkjun mundi geta fullnægt orkuþörf svæðis- ins, eða hve stóra og hagkvæma virkjun mætti gera efst í Laxár dal með falli úr Mývatni. En hitt er fullljóst að í þær áætlanir, sem kynntar hafa ver ið, vantar alla þá liði, sem óhjá- kvæmilega hljóta að bætast við vegna bóta fyrir náttúruspjöll og skerta landkosti og ráðstaf- anir til að draga úr þeim, og hljóta þær áætlanir, sem ekki taka tillit til þessa, að vera hald lausar. Ljóst er að hér á landi hafa aldrei verið gerðar né fyrir- hugaðar virkjunarframkvæmd- ir, sem hafa í för með sér svo stórfellda röskun á heilu fjöl- byggðu héraði, sem þessar fyrir huguðu virkjunarframkvæmdir við Laxá. Á þetta mál má því líta sem prófmál á það hver sé réttur landeigenda og héraðs- búa, þeirra, sem vilja nýta gæði héraðsins, þjóðinni til heilla, gagnvart óskum annarra byggð arlaga um það að fá að nýta fallvötnin einhæft til orkufram- leiðslu. Kunnugt er að Þingeyjar- sýsla hefur sérstöðu umfram ýms önnur byggðarlög hér á landi, hvað snertir fjölbreyttni í margbreytilegri náttúrufegurð, auðlegð kostarikra veiðivatna, sem auðvelt er að rækta og hverskonar hagnýtingu hinna fjölbreytilegu framtíðarmögu- leika til aukins ferðamanna- straums og gjaldeyrisöflunar fyrir þjóðarbúið. Nýting þessara möguleika gæti þjóðhagslega séð verið hag kvæmrai en raforkuvinnsla, sem leiðir af sér óbætanleg náttúruspjöll í stóru landbún- aðarhéraði, sem á augljósan og skýlausan rétt á því að hagnýta sem bezt auðlindir sínar til batn andi afkomumöguleika í fram- tíðinni. Lítt rannsökuð framkvæmda áform, sem stefnt er gegn eðli- legri þróun þingeyskra byggða, án þess að almennings og þjóð- arhagur krefjist, er að okkar áliti mikill ábyrgðarhluti. Skoðun okkar er líka sú, að fyrirhuguð Gljúfurversvirkjun muni reynast óhagkvæmari, þegar allt er krufið til mergjar, en ýmsir aðrir tiltækir virkj- unarmöguleikar á Laxársvæð- inu og Norðausturlandi. Ljóst er, að mjög erfitt er að segja fyrir um hagkvæmni virkjunarinnar að 10—15 árum liðnum, áður en reynsla er feng in fyrir hugsanlegri hagkvæmni gufu- og kjarnorkuvirkjana. Mætti hins vegar telja líklegt, að aðeins 12.500 kw. virkjun mundi geta gefið ódýrasta raf- orku næstu árin. Það er því að okkar áliti alltof viðurhlutamikið, að ákveða virkjunarframkvæmdir til svo langs tíma, sem hér er ráðgert, ekki sízt með tilliti til þeirra miklu náttúruspjalla og byggða röskunar, er væntanleg Gljúfur versvirkjun mundi hafa í för með sér. Ber eins að hafa í huga, hve sáralítill rluti lands- ins er vaxinn gróðri, sem þjóð- inni ber skylda til að varðveita á sama hátt og sjálfa lands- byggðina. Að síðustu teljum við, að fremur beri að virða rétt og vilja Þingeyinga sjálfra, varð- andi fyrirhugaðar virkjunar- framkvæmdir á þeirra eigin landi, en utanhéraðsmanna er virðast telja sér heimilt að slá einskonar eign sinni á mikils- ORÐSENDING TIL BÆJARRÁÐS AKUREYRAR Nú er búið að malbika Hörgár- braut að gatnamótum Höfðahlíð ar og eru akreinar tvær með malbikuðum gangstéttum beggja megin og þrem grasgeir- um á milli, sem verið er að ganga frá. Ennfremur er búið að malbika Höfðahlíð upp að útibúi KEA og Skarðshlíð norð urúr. Er þetta gott verk, sem lengi hefur verið beðið eftir og mikill þrifnaður að. Annað verkefni þolir nú enga bið og Akureyrarbær á að sjá um framkvæmd á og kosta, samkvæmt skilmálum, er gerðir voru við eigendur Skarðs hlíðar 8—12. Önnur grein samn ingsins er svohljóðandi: íbúðirnar verða seldar að öllu leyti fullfrágengnar samkvæmt verðustu framtíðarverðmæti fjölbýlla byggðarlaga, gegn skýrum ákvæðum gildandi vatnalaga og friðhelgi eignar- réttarins samkvæmt stjórnar- skránni. Að þessu athuguðu berum við fram þá ósk, að tekið verði fullt tillit til þeirra tilmæla okkar, sem okkur hefur verið falið að bera fram fyrir hönd héraðsins, við háttvirtan landbúnaðar- og raforkumálaráðherra, að okkar fögru og kostríku byggðarlög- um verði þyrmt við þeirri óbæt anlegu limlestingu, er af Gljúf- urversvirkjun gæti hlotizt, ef hún yrði framkvæmd eins og ráðgert er. Mundi slíkt verða öllum hlut- aðeigendum til mesta sóma og koma í veg fyrir lítt æskileg og hugsanleg stórátök vegna þess- ara framkvæmda, verði þess freistað að knýja þær fram í andstöðu við hlutaðeigandi byggðarlög í Þingeyjarsýslu, en ljóst er að hér yrði um stórkost legustu og róttækustu fram- kvæmdir að ræða gagnvart einu byggðarlagi er átt hafa sér stað hér á landi. En hvað sem öllum bollalegg- ingum um framkvæmdir við Laxá líður stendur eitt óhaggað og óumdeilanlegt frá okkar sjónarmiði, að Þingeyingar og Þingeyjarsýsla hafa átt frá ómunatíð fram á þennan dag hið dýrmætasta sköpunarverk — Mývatnssveit og Laxá. Þetta mikla meistaraverk guð legrar náttúru er bæði héraðs- búum og þjóðarheildinni jafn skylt að varðveita í sinni upp- haflegu mynd til ókomins tíma, a. m. k. þangað til að augu mannsins vilja ekki lengur sjá annað en ímyndaðan peninga- ágóða í snoturlegum búningi út reiknáðira áætlanagerða á skrif- borði. í þessu efni stendur þó enn óhaggað hinn sígildi gullvægi málsháttur: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Því viljum við á alvöruþrung inn hátt vara við afleiðingum af ráðgerðri Gljúfurversvirkjun. Staddir í Reykjavík, 4. september 1969. Hermóður Guðmundsson, Sigurður Jónsson, Vigfús B. Jónsson, Sigurður Þórisson, Teitur Björnsson. uppdráttum og byggingarsam- þykkt, með skápum og innrétt- ingum, dúklagðar og málaðar. Húsið verður múrhúðað utan og málað, lóð jöfnuð og sáð í hana grasfræi og innaksturs- svæði og bifreiðastæði púkkað o. s. frv. Nú erum við, í austurhelm- ingi hússins, búnir að búa í hús inu í þrjú ár og ekkert verið hreyft við lóðinni, þrátt fyrir margar fyrirspurnir og viðtöl. í júlí í sumar minnir mig, skrifuðum við, allir eigendur, bæjarráði mjög hógvært bréf og fórum fram á, að gengið væri frá lóðinni norðan við hús ið, þar sem innakstur, gang- braut og bílastæði á að vera, en jöfnun og sáning yrði látin bíða til næsta sumars, þar sem við vissum, að bærinn hafði í mörg horn að líta. Vilja kristinfræðikennslu í framhaldsbekkjum TÍUNDI aðalfundur Æskulýðs- sambands kirkjunnar í Hóla- stifti var haldinn í Sumarbúð- unum að Vestmannsvatni dag- ana 13. og 14. sept. sl. Sambandið var stofnað í kapellu Akureyrarkirkju 18. okt. 1959 á aðalfundi í Presta- félagi Hólastiftis, en þó voru starfandi fjögur æskulýðsfélög norðanlands. Fyrsta verk ÆSK var að beita sér fyrir auknu sumarbúðastarfi, en þá voru sumarbúðir að Löngumýri í Skagafirði, og tók sambandið þátt í því starfi. Árið 1961 var hafizt handa um byggingu nýrra sumarbúða við Vest- mannsvatn í Aðaldal, og þær vígðar af biskupi íslands, herra Sigurbirni Einarssyni, 28. júní 1964. Húsameistari var Jón Geir Ágústsson byggingafulltrúi Ak- ureyrar, en formaður sumar- búðanefndar frá upphafi hefir verið Sigurður Guðmundsson prófastur. Árlega hafa farið fram mót fermingarbarna, námskeið fyrir foringja æskulýðsfélaganna og mót fyrir félaga. Fyrir hver jól hefir sambandið gefið út jóla- kort, og tekið þátt í almennum æskulýðsdegi 1. sunnudag í marz. Gefnar haf^verið út tvær hljómplötur í samvinnu við „Fálkann“ í Reykjavík. Þá hefir ÆSK efnt til samkeppni meðal skólanemanda, og í sumar var ljóðasamkeppni í tilefni 10 ára afmælisins. Úrslit í þeirri keppni urðu þau, að þrjú beztu ljóðin voru eftir þessa höfunda: Pétur Sigurðsson erindreka, Reykjavík, Kristján frá Djúpa- læk og Gunnlaug Hjálmarsson, Akranesi. ÆSK hefir í samvinnu við Hólafélagið hafið undirbúning að stofnun heimavistarskóla kirkjunnar að Hólum í Hjalta- dal. Ætlunin er, að skólinn verði fyrst starfræktur í sumar búðunum, þar sem þegar eru þar fyrir hendi húsakynni til að byrja skólahald. í sumar voru fjögur námskeið fyrir börn, en auk þess sumardvöl fyrir aldr- að fólk í samvinnu við EIli- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík, og færði Gísli Sigur björnsson forstjóri sambandinu að gjöf „sólarmerki", sem eiga að seljast til að hjálpa öldruðu fólki að njóta sumarsins með dvöl á Vestmannsvatni og víðar í landinu. Eitt æskulýðsfélag var stofn- að á sl. ári þann 8. des., Æsku- lýðsfélag Þingeyrarklausturs, Eins og gefur að skilja viljum við ekki við una vanræksl- una lengur og búa við þann mikla óþrifnað, sem þessi van- ræksla veldur okkur. Ég leyfi mér að fara fram á það, fyrir hönd okkar húseig- enda, að framanskráðar fram- kvæmdir verði gerðar án tafar. Nægilega lengi höfum við beðið og lengur en sæmilegt er. Ég leyfi mér að átelja, að bæjarráð hefur ekki svarað áðurnefndu bréfi okkar þótt liðið sé á þriðja mánuð síðan það var sent, en mér finnst það sjálfsögð skylda af opinberum aðilum, hvernig sem svarið verður. Virðingarfyllst. 28. sept. 1969. Loftur Meldal, Skarðshlíð 10 C. með 24 félögum. Ráðgjafar eru Kristinn Pálsson kennari og hvatamaður að stofnun félags- ins séra Árni Sigurðsson á Blönduósi. Er þá 9 starfandi fé- lög í sambandinu. Á liðnum 10 árum hefir stjórnin haldið 42 fundi. Gjaldkeri stjórnarinnar, séra Sigurður Guðmundsson, lagði fram reikninga sambandsins, er nema tæpum 5 milljónum Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn. króna. Er þar stærsti þátturinn kostnaður sumarbúðanna. ÆSK skuldar nú % þeirrar upphæð- ar. Skýrslu um rekstur sumars. ins gaf sumarbúðastjórinn, Gunnar Rafn Jónsson stud. med. Um Æskulýðsblaðið töl- uðu ritstjórinn séra Bolli Gúst- avsson og Guðmundur Garðar Arthúrsson, er lagði fram reikn inga blaðsins. Frá útgáfuráði tal aði Gunnlaugur Kristinsson full trúi, og fyrir hönd bréfaskólans (Framhald af blaðsíðu 1). fyrir okkur hægt og hægt, kanna jarðveginn sem bezt, og byggja traust á þjóðlegum grunni, svo að hér rísi íslenzk- ur skóli, hold af okkar holdi og bein af okkar beinum, nátengd- ur lífi og sögu okkar íslend- inga.“ Sr. Ásmundur lagði áherzlu á það, að skólinn skyldi starfa í anda þjóðrækni og kristilegs siðgæðis, og eftir- menn hans leituðust við að fylgja sömu stefnu. Er sr. Ásmundur hvarf frá skólanum árið 1928, tók við af honum sr. Jakob Kristinsson, síðar fræðslumálastjóri, og var hann skólastjóri um 10 ára skeið m. a. á tímum kreppu og margvíslegra erfiðleika. Síðan tekur við Þórarinn Þórarinsson, en hann hefur starfað lengst allra manna við skóla á Eiðum, eða 35 ár samfleytt, þar af 27 ár sem skólastjóri. Þórarinn lét af stjórn árið 1965 og tók þá við Þorkell St. Ellertsson, sem nú stýrir skólanum. Alþýðuskólinn á Eiðum var í upphafi sniðinn nokkuð eftir erlendum lýðháskólum og var VETRARSTARFSEMI Bridgefél. að hef jast AÐALFUNDUR Bridgefélags Akureyrar var haldinn sl. þriðjudag. — Stjórn félagsins skipa: Mikael Jónsson, Angan- týr ■ Jóhannsson, Sveinbjörn Jónsson, Jóhann Helgason og Rósa Sigurðardóttir. Fyrsta keppni félagsins verð- ur tvímenningskeppni, sem hefst þriðjudaginn 7. okt. n. k. kl. 8 síðdegis. Verða spilaðar 4 umferðir og fer keppnin fram að Bjargi. Þorvaldur Kristinsson. Gunn- laugur afhenti sumarbúðunum kr. 38.500.00 frá útgáfunni, sem er ágóði af bók Jennu og Hreið- ars: Bítlar eða Bláklukkur. Aðalmál fundarins var: Ferm ingin og undirbúningur hennar. Frummælendur voru Hrefna Torfadóttir, Akureyri og séra Þórir Stephensen, Sauðárkróki. Samþykkt var svohljóðandi til- laga um þetta mál: „10. aðalfundur ÆSK haldinn á Vestmannsvatni vekur athygli á hinu mikla gildi fermingar- undirbúningsins, og leggur ríka áherzlu á að hann sé vel rækt- ur. Fundurinn telur bókakost þann, er fermingarfræðarar eiga nú kost á ófullnægjandi og leggur til að nýjar bækur verði reyndar, er séu aðgengilegri, þannig að þær t. d. setji trúar- skoðanir fram á ákveðnari hátt og veiti örugga leiðsögn til trú- þá tveggja ára skóli. Síðan hafa þar verið gerðar ýmsar breyt- ingar á til samræmis við hið is- lenzka skólakerfí, og er nú starf ræktur þar fjögurra ára gagn- fræðaskóli með um 120 nem- endum. Á undanförnum árum hafa staðið yfir miklar bygg- ingaframkvæmdir á Eiðum og verða ný og glæsileg húsakynni skólans formlega tekin í notkun á þessu hausti, Við skólasetningu þann 5. okt. n. k., klukkan 15.00, verð- ur 50 ára afmælis Alþýðuskól- ans á Eiðum minnzt með hátíð- legri athöfn í nýjum samkomu- sal skólans. Þangað eru vel- - Stóraukin framl. SÍS (Framhald af blaðsíðu 1) frá áramótum en allt árið í fyrra, en eins og kunnugt er, er framleitt mikið af Heklu- peysum fyrir Rússlandsmarkað og er það þó aðeins einn þáttur framleiðslunnar. Eftir endurbyggingu þeirra SÍS-verksmiðja, er brunnu og öllum er í fersku minni, eflast þær mjög og munu stórauka afköstin í öllum framleiðslu- greinum, auk nýrra, sem ýmist eru á tilraunastigi eða athug- unar. □ - BYGGJUM ENN... (Framhald af blaðsíðu 8). hæli af grunni. En sigrar þeir, sem síðan hafa unnizt ættu að vera þess virði að við, sem ver- ið höfum vitni að þeim, leggj- um með ánægju af mörkum okkar skerf, þegar liðveizlu er leitað. Jórunn Olafsdóttir frá Sörlastöðum. ar og bænalífs einstaklingsins. Þetta ætti að stuðla mjög að því að efla hið trúarlega gildi ferm- ingarinnar. Einnig þurfa nem- endur að eiga kost á öðrum bók um til sjálfsnáms. Síðast en ekki sízt vekur fundurinn athygli á þeim stóra þætti, sem heimilin hljóta að eiga í fermingarundir- búningi með því að fylgjast með heimanámi og að fylgja unga fólkinu til kirkjunnar." Samþykkt var eftirfarandi áskorun: Skorað var á hið háa Alþingi að samþykkja þegar á næsta þingi frumvarp um prestakalla- skipun og kristnisjóð, sem m. a. gerir ráð fyrir öðrum æskulýðs fulltrúa, og verði hann staðsett- ur á Norðurlandi, og þingmenn kjördæmanna þar beðnir um að vinna ötullega að því. Stjórnendur fjölmiðlunar- tækja voru minntir á þau miklu áhrif, sem þau sem slík hafa á mótun hinna ungu og þá ábyrgð er því fylgir, og að efnisval þurfi að vanda sem mest. Fundurinn áleit nauðsynlegt vera, að þjóð, sem kennir sig við kristna menningu og byggir á lífssannindum kristindómsins, hafi kristinfræði í öllum bekkj- um framhaldsskólanna sem skyldunám allt að stúdentsprófi svo sem reglugerð mælir fyrir um. Þessir voru kosnir í stjórn ÆSK til tveggja næstu ára: For maður séra Sigurður Guð- mundsson, séra Þórir Stephen- sen, séra Birgir Snæbjörnsson, Ingibjörg Siglaugsdóttir og Pét ur Þórarinsson. — f varastjórn: Séra Bolli Gústavsson, séra Þór hallur Höskuldsson og Guð- mundur Garðar Arthúrsson. endur, kennarar og annað starfs fólk, svo og vinir og velunnarar skólans. Er þess vænzt, að fjöl- menni verði og gefst þá væntan lega tækifæri til að hitta gömul skólasystkin og starfsfélaga og eiga með þeim góða stund. Q ALLA VIKUNA ódýrt í matinn: -K KJÖTBÚÐINGUR -K KJÖTFARS * FISKFARS -K NAUTAHAKK Seinna í vikunni: -K Nýtt ÆRHAKK -K Léttsaltað DILKA- KJÖT -K GULRÓFUR -K Söltuð RÚLLU- PYLSA -K ÁLEGG -K SALÖT K j ötmarkaðsverð. STJARNAN KJÖTMARKAÐUR Lundargötu( rétt við Strandgötu), sími 2-16-47. (Ljósm.: G. P. K.) (Úr fréttabréfi frá ÆSK) - ALÞÝÐUSKÓLINN Á EIÐUM FIMMTÍU ÁRA komnir allir gamlir og nýir nem

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.