Dagur - 08.10.1969, Blaðsíða 4

Dagur - 08.10.1969, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. SÍÐASTA dag septembermánaðar var útvarpað og sjónvarpað viðræð- um formanna tveggja stærstu stjóni- málaflokkanna, þeirra Ólafs Jóliann- essonar prófessors og Bjama Bene- diktssonar forsætisráðherra, um at- vinnumál. Ólafur Jóhannesson kvað fjóra þætti hafa verið áhrifamesta í þeirri óheillaþróun, sem verið hefði síðustu árin. Hann nefndi hrun togaraflotans meðan aðrar þjóðir smíðuðu nýja og stórbætta togara. Eiskvinnsla væri aðalstoð atvinnulífsins. Nú væru aðeins til um 20 gamlir og úr- eltir togarar. Árið 1964 hefðu 23 tog- arar verið gerðir út frá Reykjavík, nú væru þeir 13. Þetta segði sína sögu. Endumýjun fiskiskipaflotans með þátttöku og örvun ríkisvaldsins væri brýn, t. d. ætti ríkið að láta smíða nokkra togara, er legðu upp afla á ýmsum stöðum til atvinnu- jöfnunar. Samdráttur iðnaðarins. Fyrir ára- tug var töluvert margþættur iðnaður að rísa á legg, en hann þoldi ekki þá óheftu samkeppni, sem ríkisstjórnin stefndi honum í, og fjöldi iðnfyrir- tækja gafst upp. Ólafur kvaðst álíta, að takmarka ætti innflutning þess iðnaðarvamings, sem þjóðin gæti framleitt jafngóðan, að minnsta kosti meðan eins stæði og nú í at- vinnumálum. — Þessu kvaðst forsæt- isráðherra andvígur, kvaðst ekki vilja loka iðnaðinn innan hafta- múra, heldur opna lionum stærri markað erlendis. Gengislækkanimar hefðu og mjög stutt iðnaðinn. Óskynsamleg fjárfesting. Ólafur kvað atvinnuástandið á síðasta ári stafa mjög af því, að hinu takmark- aða framkvæmdafé þjóðarinnar hefði verið varið óskynsamlega og með lítilli fyrirhyggju. Brýn nauð- syn væri að verja því skipulega til at- vinnuaukandi framkvæmda, ef menn vildu koma í veg fyrir atvinnu leysi. — Forsætisráðherra kvað auð- vitað mega um það deila, hve skyn- samlega framkvæmdafé væri varið, en fé leitaði þangað, sem arður væri mestur. Loks nefndi Ólafur sem fjórða meginþátt þessarar óheillaþróunar, verðbólguna, sem hefði farið sem eyðandi eldur um grundvöll atvinnu lífsins síðustu árin. Ólafur lýsti þeirn glundroða, sem ríkti í stuðningi við atvinnulífið, öllum þeim ráðum, nefndum, sjóðum og bönkum, sem forsjármenn atvinnumála yrðu að hrekjast á milli og minnti á frum- varp Framsóknarmanna um heildar- skipulag þessara mála og eina at- vinnumálastofnun, þar sem ákvarð- (Framhald á blaðsíðu 7) t | | Jakob Frímannsson sjötugur I HANN er fæddur á Akureyri 7. október 1899. Hér hefir hann dvalizt ævilangt. Við Eyiafjörð, fagran og friðsælan, batt hann ungur tryggðir, sem aldrei hafa brostið. Gamalt spakmæli segir, að umhverfið móti manninn. Brautir sálfræðinnar eru hálar. Ég hætti mér ekki út á þær. En mér finnst, að skapgerð og yfir bragð Jakobs Frímannssonar sé einkennilega og skemmtilega eyfirzkt. Foreldrar hans: Sigríður Björnsdóttir og Frímann Jakobs son voru bæði Eyfirðingar. Móður hans, sem látin er fyrir nokkrum árum, þekkti ég meira af orðspori, en kynningu. Hún var yfirlætislaus, en frjálsleg í framkomu, góðleg og greindar- leg. Jakob hefir verið sá ham- ingjumaður að eiga bæði góða móður og góða konu, en það eru líklega dýrustu gjafirnar, sem örlátt lífið getur gefið nokkrum manni. Frímann, faðir Jakobs, var trésmiður að mennt og stundaði iðn sína lengi hér á Akureyri. Um aldamótin var bærinn ört vaxandi, og reis þá hér mikið af stórum og á þeirra tíma vísu veglegum timburhúsum. Standa mörg þeirra, er Frímann byggði, enn í dag og bera færni hans og smekkvísi órækan vott. Jakob á ekki langt að sækja hand- lagni og listaskyn, en það er honum hvort tveggja í blóð bor ið. Mér er næst að ætla, að ef Jakob hefði gengið menntaveg- inn, eins og menntaskóla- og háskólanám var þá kallað, hefði hann orðið læknir — og líklega forláta handlæknir. En hvað sem öðru líður, var það gæfa Kaupféiags Eyfirðinga, að mál- in réðust á annan veg. Jakob hefir vafalaust, ásamt systkinum sínum, Maríu, Svan- birni og Lovísu, alizt upp á góðu og menningarlegu alþýðu- heimili, þar sem hvorki hefir gætt lamandi skorts né hégóm- legs íburðar. Hófsemi og öfga- leysi í lifsvenjum og skoðunum hafa snemma orðið honum fylgi spakir förunautar — og fylgja honum enn. Óvenjulega ungur fer hann í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lýkur gagnfræðaprófi vorið 1915, aðeins fimmtán ára gam- all, en slíkt var mjög fágætt. Úr gagnfræðingahópnum 1915 komu margir þjóðkunnir menn. Þeir komu saman í gamla skól- anum sínum eftir hálfa öld, 1965, og stofnuðu þá myndar- legan minningarsjóð um látinn skólameistara sinn, Stefán Stef- ánsson. Um þessar mundir er Kaup- félag Eyfirðinga í örum vexti. Framkvæmdastjóri þess var hugsjónamaðurinn og braut- ryðjandi samvinnustefnunnar á íslandi, Hallgrímur Kristinsson. Til hans réðist Jakob þegar eft- ir gagnfræðapróf. Hefir búðar- maðurinn ungi vafalaust orðið fyrir djúpstæðum áhrifum frá þessum sívökula og sókndjarfa leiðtoga, og hingað, 64 ár aftur í tímann, er að rékja fyrstu kynni Jakobs af samvinnustefn unni og Kaupfélagi Eyfirðinga. Auðvitað hyggur hann á lang skólanám að hætti margra bekkjarbræðra sinna og jafn- aldra. Næsta vetur er hann heima á Akureyri og býr sig undir menntaskólanám, stundar m. a. byrjunarnám í latínu hjá séra Jónasi frá Hrafnagili, er þá var kennari við Gagnfræða- skólann. En um þessar mundir er hart í ári fyrir námgjarna, íslenzka æsku. Heimsstyrjöldin fyrri geisar. Óldur dýrtíðarflóðsins skella yfir landið. Það er þröngt um atvinnu og lítil kauphækk- un. Óhugsandi er, að vinna fyr- ir sér í löngu námi. Jakob hverf ur frá því, fer í Verzlunarskól- ann og lýkur þaðan prófi vorið 1918. Þá ræðst hann þegar til Kaupfélags Eyfirðinga. Síðan hefir hann starfað þar óslitið í meira en hálfa öld, nema vetur- inn 1921—’22, er hann vann á skrifstofu SÍS í Leith. Fyrstu árin vinnur hann und ir stjórn Sigurðar Kristinssonar, er naut, líkt og Hallgrímur bróð ir hans, almennra vinsælda og trausts í Eyjafirði. í ársbyrjun 1924 tekur Sigurður við for- stjórastarfi Sambandsins, en Vilhjálmur Þór, síðar svili Jakobs, verður framkvæmda- stjóri kaupfélagsins. Varð Jakob þá fyrsti fulltrúi þess og gegndi því starfi til 1938, er Vilhjálmur hverfur til mikils ábyrgðar- starfs vestur um haf. Síðan hef- ir hann verið framkvæmda- stjóri Kaupfélags Eyfirðinga. Vilhjálmur Þór og Jakob Frí- mannsson eru jafnaldrar og voru aðeins 24 ára, er þeim var falin framkvæmdastjórn kaup- félagsins. Ekki veit ég, hvort slíkt er einsdæmi, en áreiðan- lega er það fágætt. Man ég líka, að ýmsum þótti þetta furðu djarft og spáðu misjafnt um. En óræk reynslan hefir sýnt, hve vel þar var ráðið. „Hefir hann stjörnu“, er mælt, að verið hafi orðtak Napoleons mikla, er hann svip- aðist eftir mönnum í trúnaðar- stöður. Kaupfélagi Eyfirðinga hefir fylgt sú heillastjarna, að eiga jafnan úrvalsmenn að fram kvæmdast j órum. Fjölþættu og umsvifamiklu starfi Jakobs Frímannssonar við Kaupfélag Eyfirðinga verður ekki lýst hér, þó að reyndar þykist ég hafa af því glögg kynni. En ég veit, að náinn sam starfsmaður Jakobs mun skrifa sérstaklega um það hér í blaðið. Einn er þó sá þáttur í fari hans, sem ég verð sérstaklega að minnast, því að hann hefir löng um verið mér undrunarefni og ekki sízt áður en ég kynntist honum jafn vel og ég nú þykist hafa gert. En það eru vinsældir hans í starfi, sem ætla mætti, að oft væri miður vinsælt. í stuttri grein er ég skrifaði fyrir tíu árum vék ég nokkuð að þessu. Síðan hefi ég um þetta „ekkert lært og engu gleymt“, eins og einu sinni var sagt. Því hefi ég það sama að segja nú: „Ég hugði, að enginn, sem dæmdur er til mikilla manna- forráða og þeirrar skyldu við stofnunina, sem honum er trúað fyrir, að verða oft að segja nei, gæti orðið vinsæll. Þetta tekst líka fáum, en Jakobi Frímanns- syni hefir áreiðanlega auðnazt það. Auðvitað þykist ég vita, að í hópi þúsundanna, sem við hann hafa skipt, hljóti einhverj um að vera kalt til hans. En ég held, að þeir séu ótrúlega fáir. Að minnsta kosti hefi ég naum- ast orðið þeirra var. Hvað veld- ur? Persónulegar slóðir eru hál ar og vandrataðar. Ég hætti mér ekki langt út á þær brautir. En það veit ég, að ríkur þáttur í vinsældum hans er yfirlætis- leysi og alúðlegt viðmót. Hann hefir efni á að taka hverjum manni sem jafningja án þess að glata virðingu sinni. Þetta er dýrmætur eiginleiki, en „fátt er svo gott, að galli né fylgi“. Ein- mitt af þessum ástæðum leita margir fundar hans og ekki alltaf með brýn nauðsynja- erindi. Mig hefir oft furðað á, hvernig Jakob hefir getað sinnt öllum þeim, er til hans leita, og greitt fyrir þeim. Það eru „ekki auðskeft almanna spjör“, sagði Egill forðum daga, og það er jafnsatt nú og það var fyrir tíu öldum. Annað, sem veldur því, hve margir sækja fund hans, er það, að Jakob er skemmtilegur mað- ur. Einn af frægustu rithöfund- um veraldar sagði: „Menn eru ekki misjafnlega gáfaðir, en þeir eru misjafnlega skemmti- legir“. Ég er brezka stórskáld- inu innilega ósammála, enda ólíklegt, að það hafi sagt þessa eftirminnilegu setningu í alvöru. Menn eru áreiðanlega misjafnlega gáfaðir. Hitt er annað mál, að skynsamur mað- ur er ekki ævinlega skemmti- legur, en enginn er skemmti- legur nema hann sé gáfaður. Það er ótrúlega mikils virði, að sá, sem umgengst marga, sé skemmtilegur“. Yfirlitsgáfa Jakobs Frímanns sonar er óvenjuleg. Ég hefi eng um kynnzt, er átt hefir hana í ríkari mæli. Allt, sem varðar Kaupfélag Eyfirðinga, og það er ærið margt, virðist hann þekkja. Otrúlegur sægur af síbreytileg- um tölum eru honum leikur, og hann virðist kunna þær á fingr- um sér. Um þetta ætti ég að vera dómbær, því að árum sam an hefi ég þráspurt fyrirvara- laust um fjölda atriða og talna úr rekstri þessarar marggreindu og fjölþættu stofnunar og ná- lega ævinlega fengið svar um- svifalaust. Og ég gekk fljótt auð veldlega úr skugga um, að þau voru rétt. Þessi leikni er auð- vitað áunnin að nokkru með þrotlausri vinnu á langri leið, en að einhverju leyti er hún áskapaður hæfileiki. Pólitísk völd og metorð hafa aldrei freistað Jakobs Frimanns sonar, og hefði hann þó áreiðan lega átt þeirra kost, ef hann hefði eftir þeim sótzt. Enda mundi fjölhæfni hans og traust og örugg þekking á fjárhags- og atvinnumálum hafa notið sín þar vel. En holhljómurinn í lófa klappi háttvirtra áheyrenda hef ir aldrei seitt hann út í tog- streitu valdabaráttunnar. Má auðvitað um það deila, hvort sú hlédrægni hans og margra annarra gáfaðra manna er æski leg eða óheppileg. En hún er staðreynd. Þó hafa Jakobi verið falin ýmis trúnaðarstörf, önnur en forstaða Kaupfélags Eyfirðinga. Hann er formaður í stjórn Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga, og fleiri ábyrgðarstörf hafa samvinnumenn falið hon- um. í bæjarstjórn Akureyrar hefir hann setið samfleytt í 27 ár og var um skeið forseti henn ar. Er víst um, að áhrifa hans í bæjarmálum hefir mikið og víða gætt. í sóknarnefnd hefir hann lengi setið og látið sig mál efni kirkjunnar miklu varða. I stjórn Flugfélags íslands hefir hann átt sæti frá stofnun þess. Sænskur vararæðismaður frá 1941 og síðan. Þessi upptalning, sem þó er hvergi nærri tæmandi, sýnir glöggt, að hve mörgum menn- ingarmálum hann hefir unnið og hvers trausts hann hefir notið. Jakob kvæntist árið 1926 Borghildi Jónsdóttur Finnboga- sonar, bankaritara, er var lengi vel þekktur og vel metinn borg ari hér í bænum. Einkadóttir þeirra, Bryndís, greind og list- ræn, er gift Magnúsi Guðmunds syni frá Hvítárbakka og búsett i Reykjavík. Þau eiga tvö mann vænleg og elskuleg börn, Jakob og Borghildi, sem mig grunar, að stundum munu vera aufúsu- gestir í Þingvallastræti 2. Jakob Frímannsson hefir oft verið fengsæll í happdrætti lífs- ins, en heppnastur var hann, er hann hlaut frú Borghildi. Og það veit ég líka, að Jakob sjálf- ur telur. Háttprúð, virðuleg, en hlédræg, að hætti gáfaðra og góðra kvenna, er hún húsmóðir á einu fallegasta og vistlegasta heimilinu, sem ég hefi kynnzt um ævina. Ekki vegna íburðar eða stórra salarkynna, heldur vegna óbrigðular smekkvísi og listræni, sem vakir þar hvar- vetna. Forn, íslenzk og alúðleg gestrisni liggur þar í loftinu. Þangað er alltaf gott að koma. Það geri ég oft, og það gera margir. Þetta glæsilega heimili og veglega risna er að jafn- miklu leyti verk frú Borghildar og Jakobs. Kaupfélag Eyfirð- inga á henni mildar þakkir að gjalda. Gengi þess og metnaður eru henni hugðarmál. Góði vinur, Jakob Frímanns- son. Þessar línur eru ekki skrif aðar fyrst og fremst af því, að atvikin hafa hagað því svo, að ég er um sinn formaður Kaup- félags Eyfirðinga, enda minnist stjórn félagsins starfa þinna við það annars staðar í blaðinu. En þær eiga að sýna daufan lit á því, að ég minnist langrar vináttu og trausts, er þú hefir jafnan sýnt mér og mér þykir mjög vænt um, og ég mun ávallt muna og meta mikils. Þú átt enn mörgu að unna og margt við að una. Njóttu þess alls vel og lengi. Brynjólfur Sveinsson. 5 IAfmæliskveðia | KAUPFÉLAGSSTJÓRINN okk ar, Jakob Frímannsson, er sjö- tugur í dag. Sjö áratugir er ekki langur kafli í lífi þjóðar, en í lífi einstaklingsins hlýtur það að teljast býsna langt tímabil. Ég hygg þó, að nokkuð sé það mis- jafnt, hvað hverjum og einum sjötugum manni finnst um lengd tímabilsins — að lengdin sé sennilega afstæð. Vel gæti ég trúað, að sjö áratugir séu lengi að líða hjá þeim, er litlu áorkar og lítið skapar, en horfir þess í stað hlutlausum augum á sam- tíð sína líða framhjá í litlausri lognmollu — að fyrir „svefnug- an segg er sjötugur hjarir“ sé þetta óratími. Fyrir hugskots- sjónum hins, er miklu áorkar og mikið skapar og er öflugur þátttakandi í lífi og starfi sam- tíðarinnar á hverjum tíma lífs síns, efast ég hins vegar um, að sjötíu ár &é svo ýkja langur tími — að þau líði nærri „sem leiftur á nótt“. Ekki kæmi mér á óvart, þótt Jakobi Frímannssyni þætti ekki svo mjög til um lengd lífs- hlaups síns fram til þessa, enda óvenju lit- og viðburðaríkur æviferill að baki — eitt spenn- andi ævintýri. Fyrir okkur, er nærri stönd- um Jakobi í daglegu lífi og starfi, er það einnig svo, að næsta virðist ótrúlegt, að þess- um tímamótum — þessum háa aldri í mannsins ævi — sé náð, svo árvakur sem hann er og fullur lífsorku í sínum óbilandi áhuga og umhyggjusemi fyrir starfinu, fyrir stofnuninni KEA, fyrir samvinnusamtökunum í heild, og að maður ekki gleymi heimabæ hans, Akureyri, og Eyj afj arðarbyggðum öllum og velferð þeirra. En ekki verður staðreyndum neitað — við erúm öll dæmd undir þá vissu frá fæð ingu að eiga fyrir okkur að eld- ast, ef líf endist — og kaup- félagsstjórinn okkar er ómót- mælanlega sjötugur í dag. Á þessum merkisdegi í lífi hans finnst vafalaust ýmsum, að mér beri allt að því skylda til, sem nánasti aðstoðármaður hans í KEA, að senda honum afmælis- kveðju á opinberum vettvangi — að skrifa um hann a. m. k. smá greinarkorn. Það skal þó skýrt tekið fram, að ekki er það skyldurækni, sem rekur mig til þess að skrifa þessar línur, held ur geri ég það vegna þess, að mér er það einkar ljúft, því fáa núlifandi menn met ég og virði meira en Jakob Frímannsson. Það hefur verið mér ómetanleg reynsla að starfa undir leiðsögn hans undanfarin fjögur ár — ganga í háskóla lífsreynslu og almennrar stjórnvizku — reynsla, sem óefað mun koma mér til góða á ókomnum árum og óförnum leiðum, kunnum eða ókunnum. Þegar ég nú sting niður penna til þess að rita þessa af- mæliskveðju, er mér hins vegar Ijóst, að mér er mikill vandi á höndum. Ekki eingöngu vegna þess að ég er óvanur ritun af- mælisgreina, heldur miklu frem ur vegna hins, að erfitt er að rita afmælisgrein um Jakob Frí mannsson án þess að bera á hann verulega hástemmd lofs- yrði, en fátt er honum meira á móti skapi en að heyra sjálfum sér hælt eða þakkað. Þessum þætti í skaphöfn hans hef ég glögglega veitt athygli við ýmis tækifæri, t. d. á fundum eða mannamótum, þar sem honum hefur verið þakkað og hann lofaður, og mætti margur sá minnast, er finnst Jakob vera spar á lofsyrði fyrir unnin störf. En það er um Jakob sem marga aðra stórbrotna menn, að þeim finnst nóg, að verkin tali — orð séu óþörf, ef þá ekki til hreinna óþurfta. Undir þetta finnst mér ég geta tekið, en einmitt þess vegna virðist mér allt að því óþarft að skrifa afmælisgrein um Jakob sjötugan — mér virð- ist, að verk hans tali svo skýrt, þau blasa allsstaðar við, í heima byggð hans, víðsvegar í Eyja- firði, og reyndar víðar. Satt að segja finnst mér það nærri líkj- ast því að benda Eyfirðingum á tilvist Vaðlaheiðarinnar, eða önnur álíka augljós sannindi, ef fara ætti að telja upp verk Jakobs Frímannssonar — svo kunn eru þau öllum almenningi hér — og mun ég því forðast all ar upptalningar á verkum eða unnum sigrum hans. Ég get hins vegar ekki stillt mig um, í örfáum orðum, að minnast á þá persónudrætti Jakobs, sem mér virðist eftir fjögurra ára sam- starf, að öðru fremur hafi ráðið þeim mikla árangri, sem hann óumdeilanlega hefur náð í lífs- starfi sínu. Palladómui' verður þetta enginn, enda tel ég mig ekki til þess kjörinn að dæma. Lofsyrði skal ég forðast, en eng inn getur álasað mér fyrir að fara með það, sem mér virðast umbúðalausar staðreyndir. Fyrst vil ég þá leiða fram á sjónarsviðið þann skaphafnar- þátt Jakobs, sem ég oft hef dáðst hvað mest að, en það er óbilandi hugrekki. Ég veit, að mörgum mun koma það spánskt fyrir sjónir, að ég skuli fyrst til nefna þennan þátt, og er það skiljanlegt, því almenningur skilur vafalaust ekki nema að takmörkuðu leyti eðli slíks starfssemforstjórastarfs í KEA, eða álíka stórfyrirtæki, en það gerir tvímælalaust miklar kröf- ur til hugrekkis og áræðis. Slíkt starf er án efa oft á tíðum býsna einmanalegt, sérstaklega á tímum stórra og erfiðra ákvarðana, því þótt stjórnand- inn geti leitað ráða hjá aðstoðar mönnum og sérfræðingum um þau mál, sem til meðferðar eru hverju sinni, þá verður hann þó að lokum að taka sínar ákvarð- anir upp á eigin ábyrgð og standa og falla með þeim. Það þarf áreiðanlega mikið hug- rekki til þess að taka ákvarð- anir, sem snert geta hag hundr- aða starfsmanna, þúsunda fé- lagsmanna og e. t. v. fjölda ann- arra, og hugrekki getur þurft til fyrr en ákvörðunin er af þeirri stærðargráðu, er ég nú nefndi, því stundum getur verið óhjákvæmilegt að taka ákvarð- anir, sem fyrir fram er vitað, að verði miður vinsælar. Þá er það líka oft með stórbrotna menn og gáfaða, að þeir hafa gjarnan skoðanir, er ekki fara saman við skoðanir fjöldans, og það getur þurft skapfestu og hugrekki til þess að standa á sérstæðum skoðunum, einkum ef horfast þarf í augu við ólíkar skoðanir fjöldans í heitum umræðum á fundum og mannamótum. Aldrei hef ég séð Jakobi verða hugrekkis vant, hvorki til þess að taka nauðsynlegar ákvarð- anir — jafnvel óvinsælár — né til þess að standa á skoðunum sínum. Þar um gæti ég nefnt fjölda dæma, en læt nægja að minna á þá ákvörðun, sem tek- in var af óhjákvæmilegri nauð- syn vorið 1966, að fresta út- borgun eftirstöðva mjólkur- verðs til framleiðenda. Það þurfti áreiðanlega hugrekki til þess að leggja til við stjórn fé- lagsins að fara þessa leið, en ég efast ekki um, að Jakob sá af skarpskyggni sinni, að þetta var óhjákvæmilegt, ekki eingöngu til þess að vernda hagsmuni samlagsins og félagsins, heldur einnig, og ekki síður, til þess að kný'ja fram lausn frá ríkisvald- inu á þeim hnúti, sem málefni mjólkurframleiðenda þá voru komin í. Lausnin fékkst, a. m. k. að hluta, og dómur sögunnar um afstöðu Jakobs og stjórnar félagsins verður áreiðanlega hagstæður. Mér finnst, að hér sem oftar hafi afstaða Jakobs mótazt all-mjög af sama við- horfi og skáldsins, sem sagði: „Lífið hafi áþekkt er ætíð bak við hafrót sér leynir byr og blíða, og gegnum stríð til sigurs liggur leið. —“ í meðferð og lausn þess máls, er ég nefndi, kemur fram annar þáttur í persónugerð Jakobs, er mér finnst mikið létta honum starf hans — þáttur, sem að sjálfsögðu er nátengdur góðum gáfum, eða ávöxtur þeirra — en það er rökfesta og rökfimi. Hugrekki til þess að standa á skoðunum, sem ekki voru fjöld ans, .samfara rökfestu og rök- fimi til þess að vinna skoðun- unum fylgi, hafa áreiðanlega fært -honum margan sigur. Enn vil ég til nefna mjög áberandi drætti í persónugerð- inni, þótt ég nú fari að stytta mál mitt, sem þegar er orðið margyrt, gagnstætt því, sem ég háfði einsett mér. Samvizku- semi, einstök samvizkusemi samfara heiðarleika. Yfirlits- gáfa, fádæma yfirlitsgáfa sam- fara árvekni og áhuga til þess einnig að gaumgæfa smáatriðin. Skarpskyggni á tölur samfara reynslu til þess að skynja sög- una — það sem gerzt hefur — á bak við tölurnar. Gætni og þolinmæði til þess að láta tím- ann vinna fyrir sig í stað ótíma bærra ákvarðana. Allt eru þetta aðalsmerki góðs stjórnanda. Já- kvæð kímnigáfa, „húmanismi", smekkvísi og listfengi. Allt eru þetta þættir í eða hluti af því rafurmagnaða segulsviði, sem Jakob hefur um sig, segulsviði, sem laðar. Enginn er gallalaus, ekki heldur Jakob Frímanns- son, en dómur sögunnar mun skýra frá góðum manni, góðum stjórnanda. Það er ekki tilvilj- un, hversu áfallalítið Kaupfélag Eyfirðinga hefur sloppið fram hjá boðum og blindskerjum, sem leynast í yfirborði íslenzks efnahags- og viðskiptalífs. Fyrir tæki, stór eða smá, stjórna sér ekki sjálf. Ég talaði í upphafi þessa greinarkorns um kaupfélags- stjórann okkar. Ég leyfði mér þar að tala fyrir mína hönd, alls starfsfólks KEA og félagsmanna allra, og ég veit, að öll samein- umst við í innilegum hamingju- óskum, virðingu og þakklæti til Jakobs Frímannssonar á þess- um merkisdegi í lífi hans. Ham- ingjuóskum okkar, virðingu og þakklæti beinum við einnig, og ekki síður, til elskulegrar eigin- konu hans, frú Borghildar Jóns dóttur, svo og til fjölskyldunnar allrar, dóttur, tengdasonar og dótturbarna. Ollum óskum við þeim langra lífdaga, góðrar heilsu. Þar sem ég veit, að ná- inn vinur þeirra Jakobs og Borg hildar skrifar grein hér í blað- ið í dag, læt ég máli mínu lokið og dvel ekki við að skrifa um þann mikla hamingjubrunn, sem ég veit, að heimilið er Jakobi Frímannssyni, en ég og fjölskylda mín sendum þeim hjónunum okkar beztu kveðjur og' árnaðaróskir með þakklæti fyrir vináttu og alúð, sem þau ávallt hafa sýnt okkur á undan- förnum árum. Akureyri, 7. október, 1969 Valur Arnþórsson. |KVEÐJAFRÁ | IframsóknarmönnumI í ÁGÚST 1962 héldu Akureyr- ingar hátíðlegt 100 ára afmæli bæjarfélagsins. Var þá mikið um dýrðir og margir gestir heimsóttu bæinn, bæði fulltrúar ríkisstj órnar, Reykj avíkurborg - ar, vinabæja á Norðurlöndum og nágrannakaupstaða. Ef ég man rétt, þá mæddi stjórn há- tíðahaldanna meira á öðrum en Jakobi Frímannssyni. En ég varð þess var, að meðal gest- anna var það á orði haft, að ekki settu aðrir meiri svip á bæjarfulltrúahóp Akureyrar en Jakob Frímannsson. Eitt skipti kom Jakob sérstaklega fram fyrir hönd bæjarstjórnarinnar. Ekki virtist hér um að ræða neitt stórvirki. Athöfnin var í því fólgin að ávarpa finnskan karlakór niðri í Nýja bíó. En Jakobi fórst það þannig úr hendi, að viðstaddir gestir dáð- ust að og gátu þess sérstaklega, að þeita litla viðvik hefði borið töluvret af öðru framlagi tals- manna bæjarstjórnarinnar við þessi hátíðahöld, og var þó ekki undan neinu að kvarta í því efni nema síður væri. Þetta atvik og viðbrögð há- tíðagestanna minnti á það, sem flestir heimamenn vissu áður, að Jakob Frímannsson er í fremstu röð þeirra manna, sem Akureyringar hafa kjörið til þess að stýra málefnum bæjar- félagsins og vera fulltrúar þess út á við og inn á við. Okkur Framsóknarmönnum er sæmd að því að hafa þennan virðulega fulltrúa bæjarins innan okkar raða,' og við sendum honum á þessum tímamótum í ævi hans hugheilar þakkir fyrir störf hans í þágu Framsóknarflokks- ins fyrr og síðar. Sem að líkum lætur hefur Jakob Frímannsson notið trausts og álits innan Fram- sóknarflokksins, og þar hefur hann gegnt ýmsum trúnaðar- stöðum um lengri eða skemmri tíma. Hann sat m. a. um árabil í miðstjórn flokksins, en lengst munu menn minnast þess, að hann hefur verið fulltrúi Fram- sóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar flestum eða öllum lengur, eða um nærfellt þriggja áratuga skeið. Jakob hefur ætíð verið atkvæðamaður í bæjar- stjórninni, og fer ekki milli mála, að hann hefur sett mark sitt á gerðir bæjarstjórnar Akur eyrar þau sjö kjörtímabil, sem hann hefur setið í bæjarstjórn- inni. Stundum hafa verk hans verið umdeild, enda umdeilan- leg án efa, en aldrei hefur ágreiningur um einstök mál orð ið til langvarandi sundurþykkju innan okkar hóps. A. m. k. er víst, að Framsóknarmenn kunna vel að meta hæfileika Jakobs Frímannssonai' og virða hann persónulega umfram flesta aðra menn. Jakob er ekki „folketaler" og lítill málskrafsmaður á fundum. Hins vegar kann hann að haga orðum sínum í ræðu svo, að eft- ir er tekið. Ber öll framkoma hans á mannfundum og sam- komum sem i einkaviðræðum vitni um ágæta menntun hans og prýðilegar gáfur. Hann er frjálsmannlegur í allri fram- göngu, heimsborgari í hugsun og háttum, en fyrst og fremst merkur og góður Xslendingur. Ævistarf hans er öllu öðru fremur helgað eyfirzkum byggð um til sjávar og sveita. Á vett- vangi eyfirzkra og akureyrskra framfaramála haslaði hann sér völl með svo eftirminnilegum hætti, að persónusaga hans er jafnframt saga héraðs og bæjar í 30-—-40 ár. — Fyrir þetta á Jakob ekki einasta þökk okkar Framsóknarmanna og sam- vinnumanna, heldur alþjóðar. Ingvar Gíslason. Ljósin kveikl á Ásljörn LAUGARDAGINN 27. septem- ber sl. voru í fyrsta sinni tendr_ uð rafljós á Barnaheimilinu Ás- tjörn í Kelduhverfi. Þessi áfangi markar ný tíma- mót í sögu heimilisins, sem hef- ir verið án slíkra þæginda í 23 ár. Síðastliðin ár hafa dvalið milli 50—60 manns á heimilinu og má af því marka þörfina. En engir skilja þó betur en þeir, sem lengi hafa verið þátttakend ur í þessu starfi, hversu stór kostlegur þessi áfangi er fyrir heimilið. Ég þori líka að segja, að án hjálpar Guðs og góðra manna hefðum við ekki haft kjark til að ráðast í þessa fram- kvæmd. Hin stórmyndarlega peningagjöf Lionsklúbbs Akur eyrar var góð hvatning og hrinti í rauninni málinu á stað og færum við honum innilegar þakkir. Einnig veitti Menningar sjóður KEA og bæjarstjórn Ak ureyrar styrk til framkvæmda á þessu ári. Þá hafa einnig nokkrir einstaklingar sent fé- gjafir. Ólafur Jónsson, rafvirkja meistari, Akureyri, sá um raf- lögn í húsið og færum við hon- um beztu þakkir fyrir mjög vel unnið vei'k. Öllum þeim mörgu, sem lögðu þessu máli lið og gerðu okkur þetta kleift, erum við þakklát og biðjum Guð að launa ykkur öllum. F. h. Ástjarnar. Bogi Pétursson. - Þing Alþýðusamb. Nl. (Framliald af blaðsíðu 8). Akureyri, Jón Ingimarsson, Akureyri, Kolbeinn Friðbjarnar son, Siglufirði og Tryggvi Helga son, Akureyri. —' Ennfremur voru kjörnir 10 menn í sam- bandsstjórn. (Fréttatilkynning) |j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.