Dagur - 08.10.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 08.10.1969, Blaðsíða 2
2 Æfingar í Iþróttaskemmunni Akureyringar héldu velli í tyrstu deild ANNAR leikur ÍBA og Bi-eiöa- bliks úr Kópavogi um 8; sætið í 1. deild næsta áiy fór fram hér á vellinum sl. sunnudag, í blíð- skapar veðri, en bleytu nokk- urri, svo illt var að fóta sig. Er skemmst af því að segja, að leikurinn var nokkuð jafn, fyrri hálfleikinn. Þá skoruðu sunnan menn tvö mörk, bæði góðj gegn einu norðanmanna. En að leik- hléi loknu tóku norðanmenn góða skorpu og skoruðu tvö mörk á nokkrum mínútum. Lauk leiknum þannig, og leika því Akureyringar í 1. deild næsta ár. Segja má, að loknum eltingar leik við fótbolta í allt sumar að uppskera ÍBA sé fremur rýr. Þó verður að taka það með í reikninginn að sjálfsagt hefir ekkert lið í 1. deild orðið fyrir öðru eins mannfalli og okkar lið. Báðir bakverðirnir, Ævar og Aðalsteinn, hafa ekki leikið með um sinn, vegna meiðsla og veikinda, Jón Stefánsson, burð- arás liðsins um árabil, svo til ekkert í síðari umferð og Stein- grímur Björnsson, marksækn- asti maður liðsins, fótbrotinn. Valsteinn meiddur, ekki leikið með frá í vor og þar til nú síð- asta leikinn, Kári kom inn í iiðið nú síðustu leiki, og var ekki nema svipur hjá sjón, mið að við fyrri ár. Guðni hætti á miðju sumri. Þetta er mikil blóðtaka fyrir eitt knattspyrnu- lið á einu sumri. En segja má að það sé lítil breidd í knatt- spyrnunni í 10 þús. manna bæ að geta ekki bætt í skörðin. Oft hefir maður heyrt í áhorf endum á leikjum í sumar, skammir um einstaka leik- menn. Svo sem: Því er Skúli ekk settur útaf, hann getur ekk ert. Hvað er verið að þvæla með Eyjólf, seinan og slíthræddan. Til hvers er Sævar þarna, að- eins til að sparka til mótherj- anna og svo Magnús, sem aldrei spilar af neinu viti, aðeins hlaup, loftspyrnur og ruddaleg- ur leikur. Já, mönnum eru mislagðar fætur eigi síður en hendur. Skúli hefir verið mistækur, eins og fleiri, en tveir síðustu leikir hans hafa verið ágætir, enginn maður liðsins hefir neitt nálægt því eins góða knattmeð- ferð og hann, en hann er seinn og fylgir ekki nógu vel sókn- inni eftir upp að markinu. Eyjólfur bróðir hans ber nokkurn keim af Skúla, hann vantar hraða, er nokkuð grófur stundum, hann er ungur enn 17 eða 18 ái-a, en hefir leikið sig nokkuð örugglega inn í liðið í sumar. Sævar, sem alloftast hefir leikið tengilið í sumar með Magnúsi bróður sínum, virðist vera undir of miklum áhrifum frá Magnúsi, hann er oft sein- heppinn, gefur knöttinn alltaf fram miðjuna, oft nokkuð seint, en gleymir köntunum, gæti ég trúað að hann komi betur út sem sóknarmaður. Magnúsi hefir verið mjög mis lagðar fætur í sumar, hefir aldrei verið neitt nálægt því, sem hann var, fyrirfarandi ár, hann kom bezt út sem tengi- liður í samspili við Guðna. Hann sparkar fast, veður völl- inn þveran og endilangan, en oft með sorglega litlum árangri. Margt mætti um aðra leik- menn segja, svo sem Pétur og Gunnar Austfjörð. Þar leika saman tveir góðir og farsælir varnarleikmenn. En gaman hefði ég að sjá Gunnar leika í framlínu. Ég trúi ekki öðru en þar mundi verða sprett úr spori til marksóknar, slíkum gæðingi. Samúel er oft á tíðum ágætur markmaður, vantar samt keppn isskap og sjálfstraust. En góðir hálsar. Vertíðinni er lokið. Ég þakka margar stundir, sem áhorfandi að leik ykkar í sumar. Ég segi ekki ánægju- stundir, því sorglega oft hefir maður horfið heim, að loknum leik þar sem þið hafið átt leik- inn, en aðeins vantað endh- hnútinn, sá hnútur verður von- andi rekinn á svo hressilega næsta sumar, að baukurinn hafni norðan fjalla næsta haust. Essbé. SL. MÁNUDAG hófst vterar- 5.00- - 5.45 KA 4. fl. karla, starfið í íþróttaskemmunni. handknattl. Eins og sést á töflunni hér á 5.45- - 6.30 KA 3. fl. karla, eftir þá hafa KA og Þór 2 daga handknattl. hvort félag í húsinu. KA mánu- 6.30- - 7.15 KA, handknattl. daga og miðvikudaga, en Þór kvenna þriðjudaga og fimmtudaga. 7.15- - 8.00 KA, körfuknattl. Æfingar hófust sl. mánudag kvenna hjá KA og mætti mikið fjöl- 8.00- - 9.00 KA 2. fl. og mfl., menni á fyrstu æfingu. Þjálfari körfuknattl. hjá KA fyrst um sinn verður 9.00- -10.00 KA 2. fl. og mfl.,» Gísli Blöndal og þjálfar hann handknattl. alla flokka. 10.00- -11.00 Skúli Ágústss. o.fl. Þá hafa félögin ákveðið að æfingagjald í vetur verður kr. FIMMTUDAGAR. 500 fyrir hvern þátttakanda. 2.45- - 3.30 Lögreglan Æfingatimar í íþróttaskemm- 3.30- - 4.15 Þór 4. fl. karla, unni verða sem hér segir í handknattl. vetur. 4.15- - 5.00 Þór 4. fl. karla, körfuknattl. MÁNUDAGAR. 5.00- - 5.45 Þór 3. fl. karla, 2.45— 3.30 ÍMA, handknattl. körfuknattl. 3.30— 4.15 KA 4. fl. karla, 5.45- - 6.30 Þór 1. og 2. fl. kv., körfuknattl. körfuknattl. 4.15— 5.00 KA 3. fl. karla, 6.30- - 7.15 Þór 3. fl. karla, körfuknattl. handknattl. 5.00— 5.45 KA 4. fl. karla, 7.15- - 8.15 Þór 1. og 2. fl. kv., handknattl. handknattl. 5.45— 6.30 KA 3. fl. karla, 8.15- - 9.15 Þór mfl. og 2. fl., handknattl. handknattl. 6.30— 7.15 KA, handknattl. 9.15- -10.30 Þór mfl. og 2. fl., kvenna körfuknattl. 7.15— 8.00 8.00— 9.00 9.00—10.00 10.00—11.00 KA, körfuknattl. kvenna KA 2. fl. og.mfl., körfuknattl. KA 2. fl. og handknattl. ÍMA, blak FOSTUDAGAR. mfl., ÞRIÐJUDAGAR. 2.45— 3.30 Lögi'eglan 3.30— 4.15 3.30— 4.15 4.15— 5.00 5.00— 5.45 5.45— 6.30 6.30— 715 7.15— 8.15 8.15— 9.30 9.30— 10.30 ÍMA, handknattl. ÍMA, körfuknattl. Bæjarfógeti ÍMA, knattsp. Þórshamar Old boys KRA, knattsp. Badmintonráð r Enn setur Ingunn Islandsme! • 4.15— 5.00 5.00— 5.45 5.45— 6.30 6.30— 7.15 7.15— 8.15 8.15— 9.15 9.15—10.30 DAGANA 27.-28. sept. sl. fór fram á íþróttavellinum á Akur- eyri keppni i tugþraut karla og fimmtarþraut kvenna. Úrslit í tugþrautinni þessi: Vilhjálmur Ingi Árnason Halldór Matthíasson Halldór Jónsson urðu stig 5.292 4.773 4.604 Langstökk 5.02 m. 200 m. hl. 26.3 sek.(ísl.met). Ingunn, sem aðeins er 14 ára, er tvímælalaust ein allra efni- legasta íþróttakona sem fram hefur komið á íslandi, og verð- ur gaman að fylgjast með henni næsta sumar. □ Þór 4. fl. karla, handknattl. Þór 4. fl. karla, körfuknattl. Þór 3. fl. karla, körfuknattl. Þór 1. og 2. fl. kv., körfuknattl. Þór 3. fl. karla, handknattl. Þór 1. og 2. fl. kv., handknattl. Þór mfl. og 2. fl., körfuknattl. Þór mfl. og 2. fl., handknattl. MIÐVIKUDAGAR. 2.45— 3.30 ÍMA, handknattl. 3.30— 4.15 KA 4. fl. karla, körfuknattl. 4.15— 5.00 KA 3. fl. karla, körfuknattl. LAUGARDAGAR. 9.00—10.00 Slippstöðin SUNNUDAGAR. 10.00—11.30 J. Franklín o. fl. - VÍÐA BREYTINGAR (Framhald af blaðsíðu 1) vörur víða um land í vaxandi mæli. Sláturtíð stendur nú sem hæst. í sláturhúsum KEA á Akureyri og við Eyjafjörð verð ur í haust lógað um 53 þús. fjár og lýkur slátrun 23. eða 24. okt. Um 85% dilkakjötsins fer á Bretlandsmarkað. 120 mánns vinna við sláturstörfin. Meðal- fallþungi dilka er 14.2 kg. og er það svipuð þyngd og í fyrra. Fólk kaupir mikið af slátrum, enda munu það hagstæð kaup. - Átta ára „vanþróun” í virkjunarmálum í fimmtarþraut kvenna sigr- aði Ingunn E. Einarsdóttir á nýju íslandsmeti og hlaut alls 3.238 stig, eldra metið átti Sig- rún Sæmundsdóttir, HSÞ, 3.188 stig. í 200 m. hlaupi fimmtar- þrautarinnar hljóp Ingunn á 26.3 sek., sem er nýtt íslands- met, gamla metið átti Kristín Jónsdóttir, UMSK, en hún setti það á Evrópumeistaramótinu í Grikklandi fyrir skömmu, 26.5 sek. Árangur Ingunnar í ein- stökum greinum fimmtarþraut- arinnar var þessi: 100 m. grindahlaup 16.0 sek. Kúluvarp 8.15 m. Hástökk 1.15 m. Firmakeppni í handknattleik FYRIRHUGAÐ er að halda ár- lega firmakeppni í handknatt- leik. Hefst keppnin 18.—19. þ.m. í íþróttaskemmunni. Þátttöku- tilkynningar og þátttökugjald óskast fyrir þriðjudaginn 14. þ. m. og sendist í pósthólf 150, Akureyri. Þátttökugjald er kr. 600. Heimilt er tveimur fyrir- tækjum að senda sameiginlegt lið. Leiktími er 2x15 mín. Fyrir komulag verður ákveðið eftir fjölda fyrirtækja. Ilandknattleiksdeild Þórs. (Framhald af blaðsíðu 8). Ef Dettifoss hefði verið virkj- aður, þyrftu þeir, sem saman þurfa að vinna að þessum mál- um, ekki að deila í dag. Frá 100 þús. kw. Dettifossvirkjun hefði fengizt ódýr raforka fyrir Norð ur- og Austurland allt, eins og þarfir eru nú, og að auki til stór felldrar iðnaðaruppbyggingar og húsahitunar í þessum lands- hlutum. En í stað framþróunar í anda „Dettifoss-hreyfingarinnar11 kom 8 ára vanþróun. Máttar- völd syðra reiknuðu Dettifoss úr leik og þóttust þá þegar geta sagt fyrir um verð orkunnar. En nú er það komið í ljós, sem marga grunaði, að „fullnaðar- rannsóknin“ sem Alþingi hafði mælt fyrir um að hraða skyldi, var aldrei lokið að fullu. Nú, eftir 8 ár, er sagt að þessi lokarannsókn standi yfir og taki sinn tíma. En þegar framvindan tók þessa stefnu, fóru ýmis hér- uð eða landshlutar að svipast um eftir öðrum úrræðum, hver á sínu svæði, sem eðlilegt var. Á vestanverðu Norðurlandi kom fram hugmynd um sér- staka virkjun þar, Austfirðing- ar fóru að vinna að virkjun Lagarfoss, Akureyringar að stækkun Laxárvirkjunar, Norð ur-Þingeyingar, sem búið hafa við disilstöðvar eru nú í ár að reyna að fá virkjun í Sandá í Þistilfirði, eða háspennulínu frá Laxá, en Laxárvirkjun er fyrir löngu of lítil orðin. En allsstað- ar er sagan hin sama! Engin Norðvesturlandsvirkjun, engin Norðausturlandsvirkjun, engin stækkun Laxárstöðvar, engin Lagarfossvirkjun, engin viðun- andi úrræði fyrir N.-Þingey- inga, svo vitað sé. Ástandið óbreytt frá því sem það var fyr- ir 8 árum, að undanteknum disilstöðvum og tilraunafram- leiðslu á orku í smáum stíl frá jaröhita. Þegar lögin um Búrfellsvirkj un — og síðar álbræðslu í Straumsvík — voru sett, var úr lausnin fyrir Norður- og Aust- urland sú, að Laxárvirkjun, sem er sameign ríkisins og Ak- ureyrarbæjar, var heimilað í lögum að framkvæma 12 þús. kw. viðbótarvirkjun í Laxá. Hinn kosturinn var, að auka disilstöðvar. Laxárvirkjunar- stjórn var auðvitað ljóst, að raf magn frá 12 þús. kw. stöð yrði dýrara en frá 100 þús. kw. stöð við Búrfell eða Dettifoss. Þess vegna er hið nýja áform um 55 þús. kw. stöð í áföngum, stífl- una miklu og flutning vatns milli stóránna, til komið. En þessi fyrirætlun sætir mótmæl- um Suður-Þingeyinga, sem ekki eru aðilar að fyrirtækinu Laxárvirkjun, telja ýmis verð- mæti sín í hættu. Sumir álíta, að í Skjálfandafljóti séu góðir virkjunarmöguleikar og vilja ekki láta minnka fallvatnið þar. Þannig standa málin á þessu herrans ári vanþróunarinnar og nú er þörf á, að samstarfshugur og tillitssemi ráði hér norðan fjalla, hvað sem fjarstýringunni að sunnan líður, því mikill vandi er á ferð. Úfar þeir, sem í'isið hafa milli stjórnar Laxár- virkjunar og þingeyskra bænda, gætu til þess leitt, að 8 ára „van þróun“ í norðlenzkum raforku- málum yrði enn lengri. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.