Dagur - 08.10.1969, Blaðsíða 7

Dagur - 08.10.1969, Blaðsíða 7
7 DÁNARDÆGUR INGIBJÖRG Steingrímsdóttir söngkona frá Akureyri andaðist í Reykjavík 29. september. Jarð arför hennar fór fram á Akur- eyri sl. mánudag að viðstöddu fjölmenni. Páll Jónsson frá Grænavatni andaðist á Húsavík 26. septem- ber, 79 ára. Hann var jarðsung- - 4meginatriði (Framhald af blaðsíðu 4). anir væru teknar á einum stað. Hann sagði, að ísland væri stórt og lítt nýtt. í eðli- legu þjóðfélagsástandi ætti að vanta hér fólk til starfa fremur en hitt, og við mætt- um ekki og ættum ekki að sætta okkur við það ástand, sem skapaði og héldi við at- vinnuleysi missirum eða ár- um saman. □ inn á Skútustöðum, en kveðju- athöfn hafði áður farið fram á Húsavík. Páll bjó lengst á Grænavatni, en var þrjú ár bú- stjóri á Hesti í Borgarfirði, en dvaldi nær tvo síðustu áratug- ina á Húsavík. Sigurður Egilsson frá Laxa- mýri andaðist á Húsavík 30. september sl., 77 ára. Utför hans verður á laugardaginn. Sama dag andaðist á Húsa- vík Þórhalla Bjarnadóttir, ekkja Sigurjóns Ármannssonar frá Hraunkoti, 64 ára, og er hún jarðsungin í dag. □ Notað SKRIFIiORÐ óskast til kaups. Uppl. í síma 1-17-75. & © I 1 | | I I- 1 ± Minar innilegnstu þakkir fœri ég ölhnn, sem * heimsóttu mig og glöddu á 50 ára afmceli minu ^ 3. október, með blómum, skeytum og góðum f gjöfum. | Með beztu kveðju. ? GUÐRÚN IkRTSTJÁNSDÓTTIR, § M.unkaþverárstræti 8. f H jartikær faðir minn, KARL HALLGRÍMSSON, andaðist laugandaginn 4. október. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkjii mánu- daginn 13. okt. kl. 13.30. Blóm vinsamlega afbeðin, ein þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Elliheimili Akureyrar. Marý Karlsdóttir. HALLDÓR GUÐLAUGSSON frá Hvammi andaðist að heimili sínu, Aðalstræti 28, Akureyri, laugardaginn 4. október. Jarðarförin er ákveðin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. þ. m. kl. 13.30. Blóm vinsamlega aiiþökkuð. Börn, tengdabörn, barnabörn og systkini. Móðir okkar, LAUFEY HRÓLFSDÓTTIR, andaðist á Fjórðnngssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 3. október. Jarðarförin ler fram frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 11. október kl. 1.30 e. h. Herbert Tryggvason, Sóley Tryggvadóttir, Jóhanna Ti'yggvadóttir. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu rninnar og móður okkar, HELGU LEÓSDÓTTUR. Snorri Kristjánsson og synir. Hj: ntans þakkir til allra, seni sýndu okkur samúð og veittu okkur ómetanlega aðstoð við andlát og útför STEINDÓRS RÓSINANTSSONAR. Einnig þökkum við læknum og hjúkrunarkonum fyrir góða hjúkrun í veikindum hans, svo og söng- fólki, sem söng við útförina. Lára Ólafsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. ST. ST. 59691087 — VII I.O.O.F. — 15110108H — MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar: 136 — 371 — 320 — 326 — 682. — B. S. SJÓNARHÆÐ. Vetrarstarfið hefst n. k. sunnudag 12. okt. Sunnudagaskóli kl. 13.30. Öll börn velkomin. Almenn sam- koma kl. 5 e. h. Allir hjartan- lega velkomnir. AÐALDEILD. Fyrsti fundur vetrarins verð- ur n. k. fimmtudags- kvöld kl. 8.30. Fundar- Helgistund, kosningar, skipað í sveitir og kvikmynd. Veitingar. Mætum vel og stundvíslega. — Stjórnin. efni: ismui ir/va F y rsti unglingadeildar- jfundur vetrarins verður í kvöld (miðvikudags- kvöld) kl. 8. Láttu þig ekki vanta!' KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 12. okt. Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Guðmundur Guðmunds- son talar. Allir hjartanlega velkomnir. KRISTILEG SAMKOMA verð- ur haldin í Alþýðuhúsinu á föstudagskvöld 10. okt. kl. 20.30. Allir velkomnir. Calvin Casselman og Eldow Knud- son tala. DREN G J AFUNDIRNIR að Sjónarhæð hefjast n. k. mánu dag kl. 5.30 e. h. Allir drengir velkomnir. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan nr. 1. Fundur fimmtudag 9. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Kaup- vangsstræti 4. Fundarefni: Vígsla nýliða, önnur mál. Ný framhaldssaga. Eftir fund: Félagsvist, kaffi. — Æ.t. I.O.G.T. Barnastúkan Samúð nr. 102 heldur fund í Oddeyr- arskólanum á sunnudaginn. Nánar auglýst í skólanum. — Gæzlumenn. I.O.G.T.-SYSTUR. Mætið allar inn í Friðbjarnarhúsi sunnu- daginn 12. október kl. 4 e. h. — Friðbjarnarhúsnefnd. I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99. Fundur mánudaginn 13. okt. n. k. kl. 21 í Kaupvangsstræti 4. Fundarefni: Vígsla nýliða, skýrsla framkvæmdastjóra, kosning í fulltrúaráð, inn- setning embættismanna, önn- ur mál. Fundardegi breytt af óviðráðanlegum orsökutn. — Æ.t. TAPAÐ Gyllt kven-ARM- BANDSÚR tapaðist s.l. þriðjudagskvöld í Borg- arbíó eða á leiðinni í Fjólugötu. — Skilist gegn fundarlaunum í Fjólugötu 11, sími 1-20-67. RAFHLÖÐUR - NATIONAL *■ HELLESENS * BEREC JÁRN OG GLERVÖRU- DEILD GJÖF til Lögniannshlíðarkirkju Á níræðisafmæli Árna Jónas- sonar frá Steinkoti hinn 3. október gáfu hann og Palína Jónasdóttir systir hans Lög- mannshlíðarkirkju kr. 20.000, til minningar um foreldra sína, Jónas Ólafsson og Guð- rúnu Árnadóttur. — Fyrir hönd safnaðar, sóknarnefndar og okkar sóknarprestanna flyt ég þessum góðu gefend- um hjartans þakkir fyrir þeirra fögru og höfðinglegu gjöf. Árna, sem ber árin svo vel, flyt ég innilegustu heilla- óskir á merkum tímamótum og bið Guð að blessa ævi- kvöld hans. Guð bið ég einnig að blessa minningu sæmdar- hjónanna Jónasar og Guð- rúnar. — Birgir Snæbjörns- son. GJAFIR til Strandarkirkju kr. 1000 frá G. G. og kr. 100 frá N. N. — Beztu þakkir. — Birgir Snæbjörnsson. ALMENNAN dansleik heldur félagið Berklavörn í Sjálf- stæðishúsinu laugardaginn 11. okt. Hljómsveit Ingimars Eydal skemmtir. Komið og styðjið gott málefni. — Nefnd in. ÉFRA SJÁLFSBJÖRG. Spilakvöldin hefjast fimmtudaginn 9. okt. kl. 8.30 e. h. að Bjargi. Myndasýning. Félagar, fjölmennið og takið með ykk- ur gesti. LIONSKLUBBUR AKUREYRAR Fundur í Sjálfstæðishús inu fimmtudaginn 9. okt. kl. 12. MINJASAFNIÐ er. opið á sunnudögum kl. 2 til 4 e. h. Tekið á móti skólafólki og ferðafólki á öði’um tímum ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72 VISTHEIMILINU SÓLBORG hafa boi-izt eftii-taldar fjár- upphæðir. GJAFIR: Frá S. G. 125 kr., frá xx í Glei’ái’hverfi 200 kr. og frá G. H. 500 kr. — MINNIN G ARG J AFIR: Frá X 250 kr. og fi’á Árna Jónas- syni, Lyngholti 3 (til minn- ingar um foreldi’a hans á 90 ára afmæli gefandans) 10.000 kr. — ÁHEIT: Frá konu í Hi-ísey 1.000 kr., fx-á Elsu Vest mann 500 kr., frá konu í Lækj ai’götu 500 kr., frá Ragnhildi 300 kr., frá ónefndri konu 500 ki’. og frá Stefáni Ásg. (tvö áheit) 2.000 kr. — Alls kr. 15.875. — Kærar þakkii’. — J. Ó. Sæm. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við bama- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í Bókabúðinni Huld og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. BRÚÐHJÓN. 1. október voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju bi’úðhjónin Hjördís Gunnþórsdóttir og Sveinn Björnsson. Heimili þeirra verður að Brekkugötu 41, Akureyri. FILMAN, ljósmyndastofa. BRÚÐHJÓN. 26. september sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjón- in Anna Jóna Lárusdóttir og Jón Georgsson. Heimili þeirra verður á Sauðái'króki. FILMAN, ljósmyndastofa. FRÁ íþróttafélaginu Þór. Nú ber að skila getraunaseðlum fyrir kl. 6 á fimmtudögum. Sölustaðir eru: Verzl. Bi’ekka, Jón Bjarnason úi’smiður, Tóbaksbúðin, Rakai-astofan Brekkugötu, Raforka, Glerár götu 32, Verzl. Esja og KVA, Glerái'hverfi. HJÚKRUNARKONUR, Akur- eyrardeild. Aðalfundur verð- ur haldinn í Systraseli mánu- daginn 13. okt. kl. 21.00. — Stjórnin. GEYSISFÉLAGAR! Fundur í Lóni mánudaginn 13. okt. kl. 8.30 e. h. Ái-íðandi að félagar mæti vel og stundvíslega. — Stjói’xún. NYLON-ÚLPUR (HOLLENZKAR). NYLON-STAKKAR, MARGIR LITIR - VERÐ KR. 1.250.00. MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.