Dagur - 29.10.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 29.10.1969, Blaðsíða 2
2 Jóhannes Björnsson og Iiönd réttvísinnar FYRIR NOKKRU hitti ég gaml an kunningja minn er ég þá hafði ekki séð um nokkurn tíma. Hann rétti mér hönd sína, hægri höndina, lamaða og að mestu afhöggna, og er ég hélt henni í minn — heilli — fór um mig ónota hrollur. Að missa hægri höndina., Er það ekki eins og að missa helft- ina af sjálfum sér, fyrir utan þjáninguna, sem því fylgir, lík- amlega og andlega? Ég spurði hann, hvort hann hefði ekki íengið bættan missi sinn. Bæt- ur? Nei Réttvísin dæmdi Jó- hannes úr leik! Það mun hafa verið í júní 1961, að Jóhannes Björnsson, smiður á Hjalteyri, vai’ð fyrir því slysi áð missa hægri hönd sína við bryggjuvi'ðgerð fyrir h.f. Kveldúlf þar á staðnum. Var verið að reka niður staur méð 200 kg fallhamri, og lenti Jóhannes með hægri höndina undir högginu með þeim af- leiðingum, að höndin eyðilagð- ist. Varð hann að liggja á sjúkra húsi um tveggja mánaða skeið sárþjáður, og vera síðan í tvö ár meira og minna kvalinn, þar eð sá bútur, sem eftir var af höndinni, greri bæði seint og illa. Þar á ofan bættist sú and- lega áþján, sem það hlýtur að vera, að sjá von sína bresta um það, að geta séð sér og sínum íarborða. Þegar þetta gerðist, hafði Jó- hannes verið við smíðar og verkstjórn hjá h.f. Kveldúlfi á Hjalteyri um tveggja áratuga skeið. Auðvitað átti hann að vera slysatryggður, enda marg oft búinn að inna atvinnurek- endur eftir, hvort svo væri, þar sem vinna hans var oftast áhættusöm. Var hann jafnan tullvissaður um að trygging ■ Sigurður Egilsson (Framhald af blaðsíðu 5). áfram ráða þar ríkjum, og ekki t'innst mér vonlaust, að ég eigi enn eftir að verða þeirrar ánægju aðnjótandi að vera boð- inn „velkominn í fjallið," eins og svo oft áður. Hjörtur Tryggvason. - Sækja Hólaskóla á ný (Framhald af blaðsíðu 8). ingar töluvert af heyi í haust, einkum suður í Borgarfjörð, sagði Klemenz ennfremur. Það má til tíðinda teljast, að úr Svarfaðardal fóru í haust fimm piltar í Hólaskóla, en ung ir menn hafa sótt menntun sína til annarra staða um árabil. En fyrrum fóru margir til búfræði- náms þangað vestur og segja má, að mikill þorri svarfdælskra bænda séu Hólasveinar. Um búskap í dalnum er fátt fréttnæmt að segja. Hann mun standa í stað að mestu, en undir staða bústækkunar er aultin ræktun. Snorri Árnason múrara meistari, bóndi í Laugahlíð, keypti prestsetrið Velli, og mun hefja þar búskap næsta vor. En prestur okkar, séra Stefán Snævarr, er fluttur til Dalvíkur. í sumar var í fyrsta sinn not- aður nýr skeiðvöllur, sem Hesta mannafélagið Hringur lét gera á Flötutungum í landi Tungu- fells. Voru þar kappreiðar og sýning góðhesta. Formaður Hrings er Friðgeir Jóhannsson bóndi á Hellu. Framkvæmdir við hitaveitu Dalvíkur virðist ganga sam- kvæmt áætlun og eru þær hinar merkilegustu, sem nú eru á döfinni norður þar. □ hans væri í fullkomnu lagi. En þegar svo Jóhannes fór að leita eftir bótum vegna slyssins, kom annað hljóð í strokkinn. Hefja þurfti málavafstur og vitna- leiðslur, sem auðvitað var, og þá leitað allra ráða til að leysa tryggingafélagið og vinnuveit- anda frá þeirri skyldu að bæta að einhverju handarmissi mannsins . En nú vildi svo til, áð þeir, sem unnu með Jóhann- esi mundu ékkert, hvei’nig þetta gerðist, og sá, sem stjórn- aði fallhamrinum, mundi ekki til þess, að Jóhannes hefði beð- ið um að stöðva. Undarlegt er það, að menn skuli ekkert muna, þegar svona atburðir gerast, eðá a. m. k. ekkert, sem getur komið slysáþola að gagni. Undarlegt er það líka, ef vanur verkstjóri ætlar áð rétta við staur, sem farinn er að hallast undan fallhamrinum, og biður ekki um, að hætt skuli áslætti, meðan staurinn er réttur af. En vitni voru tekin fram yfir Jóhannes að minnisfari og dæmt í héraði, að slys þetta hefði orðið fyrir hreinan fávita- hátt verkstjóra og því skyldi hann „bera tjón sitt sjálfur". Síðan lagði Hæstiréttur blessun sína yfir. Þar með var tryggingafélagið laust alli’a mála með milljónir sínar, tryggingagjöld þeirra, sem „bera tjón sitt sjálfir," í bankabókinni. Og vinnuveit- andinn, h.f. Kveldúlfur, var um leið laus við þennan örkumla- mann úr þjónustu sinni, enda ekkert hægt að gera með hann, handarvana. Því miður munu þeir fleiri hér á voru landi en Jóhannes, sem láta limi sína bótalaust, þegar þeir af trúmennsku og samvizkusemi meta hærra hag vinnuveitanda síns en eigið ör- yggi. Þakklætið og viðurkenn- ingin fyrir trúlega unnin störf uppskera þeir svo í því, að vera ýtt út á gadd örbirgðar og ævi- langra kauna. í útvarpsþætti 14. maí s.l., sem kalláður var „Lög og rétt- ur“, eða eitthvað þessháttar, var skýrt frá því, er stýrimað- ur á skipi missti hönd sína við að verja skipið áföllum við landtöku. Slysið hlauzt af því, að á bryggjunni var óþarfur staur sem af trassaskap var lát- inn standa. Mér skildist, að stýrimaður hefði verið dæmdur, — eins og Jóhannes — að „bera tjón sitt sjálfur", þar sem hann hefði átt að hafa Vit á því, að staurinn gat verið hættulegur, enda hefði aldrei orðið slys af þessum staur áður! En hvað var umræddur stýri- maður að gera, þegar slysið vildi til? Jú, hann var að koma fyrir stuðpúða til að forða skip- inu frá höggi og þar með skemmdum. Ekki heyrði ég á það minnzt, að um óþarfa til- tektir hefði verið að ræða. Nei, hér var maður, trúr í starfi, sem var að verja skip sitt áföll- um án þess að hugsa um þá hættu, sem honum gat stafað af því. Því dæmist rétt vera, að maðurinn „beri tjón sitt sjálf- ur“ fyrst hann tók ekki eftir staur, sem vegna trassa- mennsku stóð á bryggjunni. Þess var þó getið, líklega til „málsbóta", að staurinn hefði nú verið fjarlægður, svo að hann ylli ekki fleiri slysum. Virðingarvert framtak, þó að það komi kannski einum of seint. Fróðlegt væri að vita, hve margir þeir eru á landi hér, sem „réttvísin14 hefur þannig dæmt úr leik. Til hvers eru trygginga- félög og slysatryggingar, ef fé- lögin geta skotið sér undan því með alls konar lagakrókum að bæta þeim tryggðu ævilöng ör- kuml? Og hvernig er með þá lögfróðu menn, sem verja kunn áttu sinni og menntun í það að dæma slysamanninn ógildan? Tryggingafélög eru mörg til í landinu. Ekki er að heyra annað en að þau séu allvel efn- um búin og er það vel, sé trygg- ing þeirra eitthvað annað en nafnið tómt. En sé gróði þeirra þess eðlis að ýta örkumlamanni út fyrir dyrnar, þá er kominn tími til að gera „réttvísina" að réttlæti og hinum slasaða kleift að lifa mannsæmandi lífi. Ör- orkan er honum nógu þungbær, þó að örbirgðin bætist ekki ofaná. Maður, sem missir lim í slysi, verður í einu vetfangi óvirkur ævilangt að nokkru eða öllu leyti. Að dæma slíkan mann til að „bera tjón sitt sjálfur" og standa einan og óstuddan í lífs- baráttunni kannski með konu og mörg börn á framfæri, er ógeðslegt athæfi. Enginn kallar slysið yfir sig viljandi. Eitthvað veldur því: illur aðbúnaður á vinnustað, óaðgætni meðstarfs- manna eða þolanda, aðskota- hlutur eða óþarfur vegna sóða- skapar vinnuveitanda eða þeirra, sem láta aðstöðu í té. Allt þetta og fleira veldur slysi. Til þess að standa ekki alveg einir, ef slys ber að höndum, eru menn tryggðir við vinnu sína og til þess varið stórum fjárhæðum. Að tryggingafélög geti skotið sér undan að bæta mönnum ævarandi tjón, er ekki sæmandi siðmenntuðum mönn- um, jafnvel þó að einhverju leyti megi rekja orsakir til óað- gætni þolanda sjálfs. Jóhannes Björnsson var dæmdur til að láta hægri hönd sína bótalaust. Það eru eftir- laun hans eftir langa og dygga þjónustu hjá fyrirtæki, sem áð- ur fyrr var stórt og vel virt í höndum framkvæmdamanns og reyndist þá starfsmönnum sínum vel eins og góðum hús- bónda ber, ef þeir lentu í örð- ugleikum. En hvað er það nú? Gamalt nafn, er gleymir sínum. Tryggingafélagið tekur góð- fúslega að sér slysatryggingu þeirra, sem vinna að hættu- störfum, en lokar peningaskáp sínum með bókstafalás réttvís- innar fyrir örkumlun þeirra tryggðu. Æðsti dómstóll lands- ins blessar svo yfir með laga- krókum sprenglærðra dómara. Þar er hönd réttvísinnar að verki, meðan hönd slasaða mannsins liggur óbætt, sundur- tætt á staur einhvers staðar í skítnum. Hvað um Almannatrygging- ar? Er þar ekki hjálpar að vænta fyrir öryrkjann? Jú, Jóhannes Björnsson segir mér, að þar hafi hann fengið 76 þúsund krónur — í eitt skipti fyrir öll. Einhverjum þætti það engin ofrausn fyrir ófarna ævibraut. Greiða Almannatryggingar ekki örorkubætur, eða er trygg ing þar líka einhvers konar sýndarmennska? Enginn skatt- greiðandi kemst hjá því að greiða sín iðgjöld til Almanna- trygginga, og skilst mér, að það sé enginn smápeningur, sem inn kemur árlega, enda fyrir- tækið ekki talið fjárvana. En e. t. v. opnar það ekki hurð sína nema í hálfa gátt til bóta- greiðslu, eða hvernig má það vera, að hægt sé að sletta smá- fjárhæð „í eitt skipti fyrir öll“ í ævilangan öryrkja? Á ekki slíkur maður heimtingu á ár- legri bótagreiðslu, eða á Jó- hannes alls staðar að gjalda óminnis meðstarfsmanna sinna og ranglætisdóms? Er svona komið réttlætinu á íslandi í dag á öld framfara og kjarabóta, sem svo mjög er rop- að af? Gerum við okkur ánægð með slíkt ofbeldi gegn ósjálf- bjarga mönnum? Er ekki kom- inn tími til að endurskoða til- verurétt þeirra gróðafyrirtækja, sem kalla sig tryggingafélög, ef þau geta í fleiri tilfellum skotið- sér undan slysabótum? Ef hægt er með vafasömum krókaleið- um að koma því þannig fyrir, að slysið hafi orðið fyrir vangá hins tryggða. Þetta er mál okk- ar allra. Hvenær kemur slysið til mín eða þín? Viljum við þá vera dæmd til að standa utan dyra með afhöggna limi, kvöl og kröm og litla möguleika til lífsbjargar? Krefjumst réttlæt- is, sem gerir slösuðum meðbróð ur fært að lifa. Að afskræmd hönd réttvísinnar hætti að skrifa undir ranglætisdóma, en heil hönd réttlætisins fjalli um málin. Ingólfur Benediktsson, Dal. SÉRSÝNINGAR í Náttúrugripasafninu á Akureyri veturinn 1969-1970 Síðastliðinn vetnr fckk Nátttirngripasafnið til umráða talsvert pláss á götuhæð hússins í Hafnarstr. 81, þar sem áðnr var Amtsbókasafnið, eða filmusafn þess. 1 þessum húsakynnnm heftir nú verið útbúinn saltir fyrir sýningar á hvers konar ntyndacfni, svo og aðrar sérsýningar. 1 vetur verður svo í fyrsta skipti gerð tiiraun með nokkrar slíkar sérsýn- ingar. Sýningarnar verða að mestu íeyti byggðar upp af veggmyndum, en reynt verður að auka fjölbreytni þeirra mcð reglulegum skuggamyndasýn- ingum, eða öðru sem tiltækt vcrður hverju sinni. Sérsýningárnar verða að jafnaði opnar síðdegis á laugardögum ogsunnu- dögum, ncma öðruvísi verði auglýst. 1. Náttúruvernd á Norðurlandi. (25. okt. — 30. nóv.) Árið 1969 hefur verið ár náttúruvcrndarinnar á Norðurlandi og hefur Safnið lagt drjúgan skerf til þeirra mála. 1 fyrravetur stóð Safnið fyrir sýningtt um náttúruvernd í Bretlandi, sem sett var upp í Landsbankasaln- um á Akureyri. Á þeirri sýningu komu fram margar óskir um innlenda náttúruverndarsýningu, og nú er hún fædd, þótt hún sé að sjálfsögðu harla óftdlkomin. Fyrstu drög Iiennar voru gerÁ í sambandi við ráðstefnu náttúruverndarmanna á Laugum síðastliðið vor, og þar var hún sett upp í fyrsta skipti. Auk þess var hún sýnd á svipuðum fundi í Húnaveri í Austur-Húnavatnssýslu nú í sumar. Á næsta ári er svo áætiað að hún fari í ferðalag um Norðurland, og kemur þá væntanlcga við í flestum kaup- stöðum og sýslum. Klukkan fimm á sunnudögum verða sýndar iitskugga- myndir frá ýmsum merkum stiiðum á Norðurlandi -ög vcrður efni þeirra nánar auglýst í sýnirigarglugga Safnsins. 2. Tunglið. (Um 20. jan. — 1. marz); Fáir atburðir ársins verða minnisstá’ðari, en fyrsta löndun manna á tunglinu. Af veikum mætti vill safnið minnast þessa atbnrðar með téðri sýningu. Hluti af sýningunni var settur upp í Safninu í fyrravetur, en vegna brezku náttúruvcrndarsýningarinnar, varð ekki af því að hún yrði opnuð almennirigi þá. Nú liefur hún verið endurbætt, enda mikið bætzt við þekkingu okkar á tunglinu á þessu ári. Vonum við að sýningin vcrði til þess, að menn sjái þennan félaga jarðarinnar í eitthvað ttðrti Ijósi en ltingað til. Tungigrjót hefttr Safnið ckki efni á að sýna, né heidur geimfara, en lítill loftsteinn verður þar til sýnis. 1 sambandi við sýningttna verða fræðandi fyrirlestrar um tunglið síð- degis á sunnudögum, og væntanlega einnig litskuggamyndasýningar. Reynt verðttr að sýna gestum tunglið t sjónanka af svölttm Safnsins, þeg- ar vel stendur á, og veður hindrar ekki. Mun Þórir Sigttrðsson stjarnfræð- ingttr annast þessa síðastnefndu þætti sýningarinnar. 3. Steinadjásn. (Um 10. niarz — 31. marz) ísland er mikið steinaland, og ófáir mcnn ertt nú orðnir áhugasamir steinasafnarar. Sttmir flytja heim steina í kílóataii úr hverri ferð og fylla með þeim stofur sínar. Aðrir berast rninna á, en skyggnast því dýpra inn í hinn sérkennilega og stundum óræða heim steinsins. Einn þessara manna er Jóhann Brynjúlfsson starfsmaður í Sjöfn á Akureyri. Hann lagði í það mikla fyrirtæki, að afla sér slfpivélar, og síðan hefur hann sagað, klofið, slípað og fægt margan steininn. sem fljótt á iitið virðist ekkert sérstakur, og fengið út töframyndir, sem hann liefur reynt að fanga á myndapappír. Árangttr þessarar sérstæðu iðjtt, fá ntenn að sjá á sýningttnni. Einnig verða sýndar litskuggamyndir af steinþynnum, scm Jóhann hefur gert. 4. Lífið í moldinni. (Um 10. apríl — 10. maí) Flestir líta á moldina (jarðveginn), sem dattðan hlut og meðhöndla hana eftir þvf. I'egar betur er að gáð, kemttr þó í ljós, áð jarðve,gurinn er morandi af örsmáum lífverum, sem flestar ertt iítt grcinanlegar, nema við nokkra stækkun. I>ó er samanlagt magn þeirra venjulcga meira, en grip- anna, sem ganga á beit á viðkomandi landi. Jarðvegsllffræði hefur lítið verið stunduð á Islandi, þar til Náttúru- gripasafnið í félagi við Rannsóknarstofu Norðttriands, tók sér fyrir hend- ur að gera nokkra athttgun, á því á síðastliðnu sttmri, og fékk til þess dá- lítinn styrk. Athuganimar vortt gcrðar í nýjti rannsóknarstöðinni á Ár- skógsströnd, og eru ttm leið fyrsta skipttlega vcrkefni þeirrar stöðvar. Sýning þessi er jafnframt tilraun til að leiða athygli aimennings að þcirri merku rannsóknarstarfsemi, sem fram fer á vegttm Safnsins, sam- liliða sýningunttm, en að því leyti má segja að Satnið sé ekki allt þar sem það er séð, enda býr það yfir ýmsu fleirtt, sem gaman væri að kynna, en verður að bíða betri títna. I sambandi við sýninguna vcrður fólki gefinn kostur á að skoða þessi Htlu jarðvegsdýr í smásjám. Með þcssari sýningtt endar vetrardagskrá Safnsins. Víst má segja, að hún spanni nokkttð vítt svið, cða allt frá stnáverttheimi jarðvegsins til hins stóra heims liiminhnattanna. Ekki verður það sagt, að dagskráin sé utan við vertilcikann í þeSstim heimi, því bæði tunglferöir og náttúruvernd eru nú raunhæf mál og mikið rædd. Þannig á starfsemi Safnsins að vcra, tengd hinni lfðandi stund, með rætur í fortíðinni. En fyrst og fremst á Safnið þó að sýna umltverfi sitt, og kenna mönnttm að skoða það sjálfir og virða það. Af tveimur síðustu sýningunum, ættu mcnn að geta lært, að margt er enn óskoðað og ókannað í okkar nánasta ttmhverfi, og er það þó ekki síður girnilegt til fróðleiks en annað, scm er lcngra í btirtti, og kannske vekitr meiri athygli almennings. Athugið: Að sérsýningarnar eru í Myndasalnum á ncðstu hæð hússins, Hafnarstræti 81 og verða að jaínaði opnar á laugardögum og sunnudög- um, kl. 2—7 síðdegis, nema öðrtivísi verði auglýst. Aðalsýningarsalttr Safns- ins, á fjórðu ltæð, verður cftir sem áður aðeins opinn á sunnttdögum kl. 2—4 síðdegis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.