Dagur - 29.10.1969, Blaðsíða 7

Dagur - 29.10.1969, Blaðsíða 7
7 Eiff og annað frá bæjarstjórn (Framhald a£ blaðsíðu 1) nokkrar breytingar, þannig að sjúkrarúmum þar fækki um 27. Nettofjölgun sjúkrarúma verði því 61, og verður heildarrúma- fjöldi þá 179. Stjórn sjúkrahússins gerði ráð fyrir því fyrirkomulagi fram kvæmda að allt húsið yrði gert fokhelt á tveimur árum (1970 og 1971). Þrjár neðri hæðir hússins yrðu fullgerðar á þrem- ur árum (1972, 1973 og 1974) og þrjár efri hæðirnar á þremur árum þar á eftir (1975,. 1976 og 1977). Heildarkostnaður 1970— 1974 var áætlaður 87.5 milljón krónur, þar af byggingakostn- aður 74.3 millj. kr. og innbú 14 millj. kr. Hluti ríkissjóðs er tal- inn 44.6 millj. kr. Sjúkrahús- stjórnin taldi líklegt að Trygg- ingastofnun ríkisins mundi lána verulegar fjárhæðir til bygging arinnar, en framlög bæjarsjóðs fyrstu árin mundu fara eftir því hve mikil lánsfjáröflun yrði möguleg. Bæjarstjóri lagði fram út- reikninga á framkvæmda_ og fjármagnskostnaði og hugsan- legri fjáröflun miðað við átta ára framkvæmdatímabil (1970 —1977) sem miðað var annars vegar við ríkisframlag sam- kvæmt gildandi reglum, en hins vegar við að ríkið tæki nokkurn þátt í kostnaði við innbú. Var gert ráð fyrir að bæjar- framlag fyrsta árið yrði í háð- um tilfellum 3.0 millj. kr. en hækkaði árlega sem næmi vaxtagreiðslum. í fyrra tilfell- inu var hlutdeild ríkisins 60.8 millj. kr. eða 7.6 millj. kr. á ári, . en í því síðara 71.2 millj. kr. eða 8.9 millj. kr. á ári. Samkvæmt gildandi reglum og áðurnefndum forsendum, er bæjarframlag, kostnaður og fjár öflun sem hér segir: Þessu til viðbótar fylgir svo kostnaðaráætlun þessarar stækk unar Fjórðungssjúkrahússins, er hljóðar samtals upp á 144.7 millj. kr. Bæjarframlög á bygg- ingartíma og lántökur vegna bygginga og búnaðar er samtals 83.9 millj. króna. Vatns- og hitalögn í Þingvalla- stræti. Með bréfi dagsettu 15. októ- ber sl. frá vatnsveitustjóra ósk- ar hann samþykkis bæjarráðs til þess að mega hefja þegar framkvæmdir við vatns- og hita lögn í Þingvallastræti. Heildar- kostnaður við verkið er áætlað- ur kr. 3.580.000.00. Allt efni (pípur) til verksins er til á lager Vatnsveitunnar ca. kr. 1.250.000.00 og telur vatnsveitu- stjóri möguleika á gjaldfresti fyrir vélavinnu og bifreiðar til næsta árs, en áætlar vinnulaun, sem greiða þarf á þessu ári ca. kr. 800.000.00. Þar sem upplýst er, að nauð- synlegt er að vinna verk þetta á næsta ári heimilar bæjarráð þessar framkvæmdir nú á grundvelli þeirra upplýsinga um taxta og gjaldfrest, sem fram komu á fundinum. Telur bæjarráð vatnsveitustjóra og bæjarvei'kfræðingi að finna hentugasta fyrirkomulag fram- kvæmdanna. Bótakröfur vegna hrossadauða. Lagðar voru fram bótakröfur frá Einari Trnari Grant, Fjólu- götu 9, og Gunnari Sigursteins- syni, Flúðum vegna hrossa- dauða, og krafa frá Samvinnu- tryggingum vegna tjóns á bif- reiðinni A 2978. Leitað hefir verið álits Frið- riks Magnússonar hrl. á bóta- kröfum þessum og á grundvelli þess leggur bæjarráð til að bóta kröfunum verði hafnað. Bygginganefnd nýs skóla í Glerárhverfi. Lagt var fram bréf dagsett 2. október sl. frá Valgarði Haralds syni, námsstjóra, þar sem hann bendir á nauðsyn þess að þegar verði hafist handa með undir- búning nýrra skólabygginga í bænum og minnir á að bæjarráð hafi ekki enn tilnefnt menn í bygginganefnd fyrirhugaðs skóla í Glerárhverfi. Bæjarráð samþykkir að til- nefna eftirtalda menn í bygg- inganefnd nýs skóla í Glerár- hverfi: Kristján Pálsson, Löngu hlíð 15, Vilberg Alexandersson, Helgamagrastræti 43, Pétur Pálmason, Skarðshlíð 11 G, Guð ný Pálsdóttir, Stíflu, Jóhannes Óli Sæmundsson, Lönguhlíð 2. (Framhald af blaðsíðu 4) Vinnubrögð í barnaskólum eru nú töluvert ólík því, sem miðaldra fólk man frá bernsku sinni, og þau breytast stöðugt. Bekkjarkennsla, flokkavinna og einstaklingskennsla skiptast á, en yfirheyrsla með gamla lag- inu hefir þokað um set. Heima- verkefnin mótast af þeirri kennsluaðferð sem kennarinn notar og ekki er hægt að bera saman bekk eða námsgreinar hvað þetta snertir. Heimavei'kefnum má skipta í tvo megin flokka. Verkefni, sem eru eins fyrir alla í bekknum og verkefni sem eru ólík innan bekkjarins og aðeins miðuð við einstaklingana. Auk þess er æskilegt að nemendur sjálfir velji sér stöku sinnum verkefni - Skólakostnaðarlögin (Framhald af blaðsíðu 4) sumum stöðum miklu meira. Um þetta munu full- trúar liinna nýju skóla liafa verið að ræða við þingmenn- ina um lielgina. Vonandi tekst að bæta úr þeim mis- tökum, sem orðið hafa við setningu hinna nýju skóla- kostnaðarlaga, en þau hafa valdið hinum mestu von- brigðum, þar sem verið er að bæta menntunaraðstöðu í hinum dreifðu byggðum. - NATTURUVERND (Framhald af blaðsíðu 8). því, að auka skilning fólks og áhuga á verndun fagurra og sér kennilegra staða, gróðri og dýra lífi. Gera tillögur um þá vernd náttúrunnar, sem bezt er við hæfi búsetu og til verndunar í senn. Eru í því efni næg verk- efni og nokkur þeirra mjög á dagskrá á þessum tímum. Erlendis eru náttúruverndar- félög víða mjög starfsöm og hafa við mikinn vanda að fást vegna sívaxandi fólksfjölda á takmörkuðu landi. Við getum með réttu fagnað því, hve land okkar er stórt og náttúran lítt snortin víðast. Engu að síður ber að vera vel á verði og koma í veg fyrir þau óhöpp, er verða í samræmi við þau áhugamál, sem eru þeim efst í huga. Þetta frjálsa val viðfangsefnis úr vissri námsgrein gefur barninu möguleika, sem það á sjaldan kost á annars staðar. Kennarinn leggur heimaverk efnin fyrir með hliðsjón af þörf um og námsgetu bekkjarins eða einstaklinganna, og þegar for- eldrum þykja verkefnin ekki sæfileg stafar það stundum af því, að þau þekkja ekki nema sitt eigið barn, en kennarinn verður að taka tillit til allra í bekknum. Þegar skoðanir for- eldra og kennara fara ekki sam an í þessum efnum er nauðsyn- legt að ræða málin til að fyrir- byggja allan misskilning. Eru börnin þreytt, þegar þau vakna á morgnana? Þótt undarlegt megi virðast er nú tímabært að foreldrar og aðrir uppalendur leggi þessa spurningu fyrir sig, og ef svo skyldi fara að einhverjir svör- uðu henni játandi, hver er þá ástæðan? Er það sjónvarpið, of mikil félagsstörf, of mikil heima- vinna, eða eitthvað annað, sem færa má til betri vegar? Því má nefnilega aldi’ei gleyma, að utanaðkomandi áhrif mega ekki verða svo sterk, að barnið hafi ekki frið til að njóta þess í ró og næði að vera eðlilegt barn, segír Tryggvi Þorsteinsson skólastjóri að lok- um. □ I- I- I Hugheilar þakkir fceri ég öllum þeim, er sýndu * mér vinarliug með blómum, heillaskeytum og © gjöfum á 90 ára afmælinu minu, 3. október sið- astliðinn. Guð blessi ykkur öll. ÁRNI JÓNASSON. i I 1 <•> Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig á sjötiu ára afmœlinu með heimsóknum, góðum gjöfum, blómum, heillaskeytum og hlýjum handtökum. Guð blessi ykkur öll. ÞÓR ÞORSTEINSSON, Bakka. <3 Hsic-<-a-fstJ^-a-fsic-<'a-f-:;;’!-s-^-(-a-f-*-f-a-N*-í-'a-f'-.ií'C-a-f'í'í4-®-f-4c-f-'a-f-*-^s-^'<' Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekn- ingu i\ ið andlát og jarðarför BRAGA, sonar okkar. Guðrún Sigurðardóttir, Siglús Axfjörð og aðrir vandamenn. vilja í náttúrunni, þar sem efnis byggjan ein ræður. □ - Samvinna heimila og skóla m HULD 596910297 VI. — 1 I.O.O.F. 15110318V2 AKUREYRARKIRKJA. Mess- að kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. Allra heilaga messa. Minning látinna. Sálmar nr. 304 — 451 — 472 — 454 — 484. — P. S. GLERÁRHVERFI! Sunnudaga- skóli í skólahúsinu kl. 1.15 n. k. sunnudag. Öll börn vel- komin. KRISTILEG samkoma í Barna skólanum í Glerárhverfi mið- vikudaginn 29. okt. kl. 20.30. Allir velkomnir. — Calvin Cesselman og Eldon Knudson tala. KRISTILEG samkoma í Alþýðu húsinu föstudaginn 31. okt. kl. 20.30. Allir velkomnir. — Calvin Casselman og Eldon Knudson tala. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Sunnudagaskóli n. k. sunnu- dag kl. 1.30 e. h. Öll börn vel- komin. — Almenn samkoma kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. — Fíladelfía. ÉFRA SJALFSBJÖRG. Vetrarfagnaður í Bjargi laugardaginn 1. nóv. kl. 8.30 e. h. — Félagar! Mætið vel. — Sjálfsbjörg. TELPUR! Verið velkomnar á saumafundina að Sjónarhæð hvert mánudagskvöld kl. 5.15. DRENGIR Munið fundina að Sjónarhæð hvert mánudags- kvöld kl. 5.30. AKUREYRINGAR! Verið vel- komnir að Sjónarhæð n. k. sunnudag kl. 5 e. h. MINJASAFNIÐ er opiö á sunnudögum kl. 2 til 4 e. h. Tekið á móti skólafólki og ferðafólki á öðrum tímum ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72 FRÁ Slysavarnadeild kvenna: Hverfisstjórar og verðandi hverfisstjórar eru vinsamlega beðnar að mæta allar í Þing- vallastræti 14 kl. 8.30 á fimmtudagskvöld. HJÁLPRÆÐISHERINN. — Sunnudaginn kl. 4.00 e. h. verður sérstök samkoma í salnum. Athugið breyttan tíma. Fjölbreytt efnisskrá. Allir velkomnir. DRENGIR! Munið fundinn í kapellunni kl. 8 á fimmtudags- kvöldið. Hvítsmára- sveitin sér um fundarefni. SKRIFSTOFA Þýzk-íslenzka félagsins er opin alla föstu- daga frá kl. 8—10 síðd. Akureyringar eru komnir í úrslií 1. DEILDARLIÐ ÍBA hefur haft heppnina með sér í Bikar- keppni KSÍ, og hefur tryggt sér rétt til að leika til úrslita í þeirri keppni, og væri mjög ánægjulegt og óvænt ef liðinu tækist að sigra í úrslitaleiknum, eftir allan mótganginn í 1. deild arkeppninni sl. sumar, en þar varð liðið að leika tvo auka- leiki um 8. sætið í 1. deild við Breiðablik frá Kópavogi, og tryggði sér nauman sigur í síð- ari leiknum, sem fram fór hér á íþróttavellinum, þrátt fyrir áköf mótmæli Kópavogsmanna. Það er ekki hægt að segja annað, en ÍBA-liðið hafi verið heppið með mótherja í Bikar- keppninni, hefur aðeins mætt liðum, sem ekki léku í 1. deild sl. sumar, en ekki er ástæða til að gera hlut liðsins minni þrátt fyrir það. Allir hljóta að fagna því hér nyrðra, að ÍBA-liðið skuli í þetta sinn hafa komizt í úrslit Bikarkeppninnar. Ekki er fullvíst hvenær úrslitaleikurinn fer fram, né hvaða liði ÍBA mætir. Vest- mannaeyingar og KR-ingar eiga eftir að leika, og það lið sem sigrar í þeim leik mætir svo Akurnesingum, og fyrst að þeim leik loknum getur úrslita- leikurinn farið fram. — Trúlega fer úrslitaleikurinn fram á Mela vellinum í Reykjavík, og ekki er það ósanngjörn krafa þótt farið sé fram á það við hljóð- varpið, að útvarpað verði lýs- ingu á t. d. síðari hálfleik úrslita leiksins og er þeirri ósk hér með komið á framfæri. — Þá er ekki að efa, að marga knattspyrnu- unnendur hér fyrir norðan fýs- ir að fylgja liði sínu til úrslita- leiksins og ekki er ótrúlegt að F. í. veiti afslátt á flugfargjöld- um í sambandi við leikinn. En nánari fréttir verður væntan- lega hægt að segja í næsta blaði. Vonandi búa knattspyrnu- menn okkar sig vel undir úrslitaleikinn. S v. O. FRÁ UNGUM FRAMSÓKNARMÖNNUM AÐALFUNDUR FUF á Akur- eyri var haldinn sunnudaginn 19. okt. Formaður félagsins, Hákon Eiríksson, skýrði frá starfsemi félagsins á liðnu starfs ári og var hún allmikil. Margir nýir félagar bættust við á árinu. Fundir voru margir og flestir í samvinnu við eldra félagið og þótti það gefast vel Fundurinn samþykkti eftir- farandi ályktun: „Aðalfundur FUF haldinn 19. okt. 1969, ályktar að þar sem Framsóknarflokkurinn hefur gengið á undan með skoðana- kannanir víða um land, verði slík skoðanakönnun viðhöfð fyrir bæjarstjórnarkosningar hér í bæ á sumri komanda.“ □ Stjórn FUF næsta starfsár verður þannig skipuð: Formaður Hákon Eiríksson, ritari Theodór Hallsson, gjald- keri Guðmundur Ólafsson, spjaldskrárritari Guðjón Bald- ursson, meðstjórnendur Ari Friðfinnsson og Jón Hensley. — Varamenn: Svanberg Árnason, Karl Steingrímsson, Páll Garð- arsson. Endurskoðandi: Ævar Ólafs- son. - SMATT OG STORT (Framhald af blaðsíðu 8). öflunar. 1 hópi þeirra, er þurfa að fá nýtt skip, eitt eða fleiri, er Útgerðarfélag Akureyringa h.f. Það væri mjög hagkvæmt að láta smíða á einni og sömu skipasmíðastöð nokkur skip eft ir sömu teikningunni. Væri mikilvægt að kanna það mál, með skipasmíðastöðina á Akur- eyri í liuga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.