Dagur - 29.10.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 29.10.1969, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Svarfdælir sækja Hólaskóla á ný f SVARFAÐARDAL hefur stór jaröýta ræktunarsambandsins unnið í allt sumar og fer bæ frá bæ og er byrjuð aðra hringferð um sveitina, sagði Klemenz Vil hjálmsson í Brekku í Svarfaðar dal, er blaðamaður Dags hitti hann snöggvast að máli á mánu daginn. Þessi undirbúningur rækt- unar er sá mesti sem ég man eftir og ber það ekki merki um neina uppgjöf í búskap eða und anslátt, þótt mér að öðru leyti virðist nokkur deyfð í dalnum. Jónas Ingimarsson frá Dalvík er ýtustjórinn. Ásetningsmenn sveitarinnar, þeir Olafur Tryggvason, Ytra- Hvarfi og Sigurvin Sigurhjartar son, Skeiði, er komu til mín um helgina, sögðu mér, að aðeins á einum bæ í sveitinni vantaði nokkurt heymagn. En víðast varð heyfengur sæmilegur og jafnvel mikill þótt erfitt væri að þurrka, enda seldu Svarfdæl- (Framhald á blaðsíðu 2). RÆTT VIÐ SIGURJON STEINSSON RAÐU- NAUT EYFIRÐINGA í NAUTGRIPARÆKT EYFIRZKIR bændur og sam- vinnumenn, sem stofnuðu fyrsta mjólkursamlag landsins á sín- um tíma, urðu einnig fyrstir til að ná þeim eftirsóknarverða ófanga í nautgripræktinni, að senda á markaðinn mjólk, sem til jafnaðar var með meira en fjögur prósent fitu, en það gerðu þeir í fyrra. En þá var mjólkurmagnið á samlagssvæði KEA um 20 milljónir lítra. Það ár framleiddi eitt bú í héraðinu yfir 200 þús. lítra mjólkur og hefði það einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, en fram- UM síðustu helgi voru staddir hér á Akureyri flestir alþingis- menn úr Norðurlandskjördæmi eystra. Munu þeir hafa komið hingað af fjórðungsþingi Norð- lendinga á Sauðárkróki, sem þá var nýlokið. Á laugardaginn fyrir hádegi komu forsjármenn skólabygginga í kjördæminu til viðræðu við þá. En eftir hádegi ræddu þingmenn við héraðs- nefnd Þingeyinga í Laxármál- inu, en í þeirri nefnd eru: Her- móður Guðmundsson, Árnesi, Vigfús Jónsson, Laxamýri, Sig- urður Þórisson, Grænavatni, Teitur Björnsson, Brún og Sig- urður Jónsson, Yztafelli. En með þeim mætti- á fundinum sýslumaður þingeyinga, Jóhann Skaptason, og Guðmundur Bændaklúbbsfundur verður næsta mánudagskvöld kl. 9 á Hótel KEA. Umræðu- efni eru niðurstöður kúasýning anna i sumar og fóðrun naut- gripa. Frummælandi verÖur Jóhannes Eiríksson ráðunautur B. í. □ Gunnarsson verkfræðingur og ennfremur var með þeim for- maður Búnaðarsambands N,- Þingeyinga, Þórarinn Haralds- son, Laufási. Síðar þennan sama dag ræddu svo þingmennirnir við stjórn Laxárvirkjunar, en hana skipa: Arnþór Þorsteins- son, Steindór Steindórsson, Gísli Jónsson, Björn Jónsson og Jón G. Sólnes. Á fundi þessum voru einnig bæjarstjórinn á Akureyri, Bjarni Einarsson, og að sjálf- sögðu rafveitustjórinn, Knútur Otterstedt. Fulltrúar frá Laxárvirkjunar stjórn og héraðsnefndanna ræddust svo aftur við um deilu- mál sín á sunnudaginn. Var sá fundur ákveðinn á laugardag- inn og hefur blaðið ekki fengið fregnir af honum. Á fimmtudagskvöldið héldu Framsóknarfélögin á Akureyri fund í félagsheimili sínu, Hafn- arstræti 90, og mættu þar og fluttu fróðleg ávörp, þingmenn flokksins í þessu kjördæmi og var fundurinn vel sóttur og tóku margir fundargestir þátt í umræðum. □ Ætla að gefa lækningatæki LIONSKLUBBURINN Huginn er 10 ára um þessar mundir. Á laugardaginn munu klúbbfélag- ar gera vart við sig og kveðja dyra hjá bæjarbúum og bjóða til sölu ljósaperur. Ágóðanum ætla þeir að verja til kaupa á lækningatæki við augnlækning ar, sem hér vantar á Fjórðungs sjúkrahúsinu. En til þessa hefur aðeins eitt slíkt tæki verið til í landinu, í Reykjavík. Er það notað við augnauppskurði, en nafn á því kann blaðið ekki. Minna má á, að sömu aðilar hafa áður gefið sjúkrahúsinu ágæt tæki, sem komið hafa að góðum notum. □ Eyfirzku kynbófanautin verða flutf fil Hvanneyrar Fyrstu verðlaunanaut Búfjárræktarstöðvarinnar á Lundi. (Ljósm.: E. D.) urstöðum af þeim. Dætrahóp- arnir eru látnir skera úr um kynbótahæfni feðranna og hef- ur það borið ótrúlega mikinn árangur. Nú eru að verða þáttaskil í nautgriparæktinni, á þann veg, að hin eyfirzku kynbótanaut munu öll flutt suður til Hvann- eyrar á nýja sæðinga- og rann- sóknarstöð þar. Hér heldur þó sæðingastöðin áfram að sinna sínum verkefnum, en mun í framtíðinni nota djúpfryst sæði frá Hvanneyri. Aftur á móti skapast við það tækifæri til að efla afkvæmarannsóknir hér á Akureyri við þessa breytingu og verður það væntanlega not- (Framhald á blaðsíðu 5). ÆSKULÝÐSSTARF TEMPLARA Sigurjón Steinsson ráðunautur. leiðendur á svæðinu voru 420 og meðalframleiðsla hvers bónda um 47 þús. lítrar. Eyfirzkir bændur stofnsettu fyrstu sæðingastöðina fyrir nautgriparæktina og hafa um mörg undanfarin ár framkvæmt afkvæmarannsóknir og valið kynbótanautin samkvæmt nið- INNAN skamms tíma mun æskulýðsstarfsemi hefjast á veg um Góðtemplarareglunnar hér á Akureyri í Kaupvangsstræti 4, áður skrifstofur Sjúkrasam- lagsins. Þar hefur húsnæði ver- ið breytt og er þar nú dálítili salur, fyrir 40—50 manns. Þarna verða nú sett upp leik- tæki fyrir börn og svo föndur- námskeið fyrir unglinga og jafn vel fullorðna einnig. Þessari starfsemi stjórna Sveinn Krist- jánsson og Ingimar Eydal, með aðstoð fleiri manna. Nánar verður sagt frá þessu hér í blaðinu síðar. □ Eitt og annað frá bæjarstjórn Stækkun Fjórðungssjúkrahúss- ins. Lögð var fram fundargerð framkvæmdaáætlunarnefndar dagsett 21. október sl., þar sem fjallað er um væntanlega við- SAMKVÆMT frásögn Stefáns Jasonarsonar í Vorsabæ, vantar bændur í Rangárvallasýslu 100 þús. hesta heys á meðallieyskap og annað eins í Árnessýslu. Hann sagði ennfremur, að enn væri nokkuð af túnum óslegin syðra, en þegar á leið sumarið var ekki unnt að koma Á LAUGARDAGINN var hluta félagið Loðfeldur h.f. formlega stofnað á Sauðárkróki. Adolf Björnsson er formaður stjórnar og með honum í stjórn eru: Stefán Guðmundsson, Egill Bjarnason, Kristján Hansen og Stefán Ólafur Stefánsson. Hið nýja hlutafélag hyggst stofna loðdýragarð og framleiða minkaskinn. Hlutafjársöfnun er byggingu við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Bæjarráð leggur til við bæjar stjórn, að skipuð verði fimm manna nefnd, fjórir menn lcosn ir af bæjarstjórn en bæjarstjóri nokkrum tækjum við til hey- skapar vegna bleytu. Víða eru hey úti nú um veturnætur, ýmist flöt og orðin ónýt eða í sátum og lönum, sagði hann. Bændum syðra verða veitt lán með viðráðanlegum kjörum til að mæta þessum áföllum, sem þó verða ekki bætt að fullu. □ í gangi og var hlutaféið orðið á aðra milljón á stofnfundinum og hluthafar orðnir um áttatíu talsins, flestir á Sauðárkróki. Á stofnfundinum var Her- mann Bridde bakari, mikill áhugamaður um loðdýrarækt og hefur gefið okkur mörg góð ráð varðandi loðdýrarækt. (Upplýsingar frá Stefáni Guð mundssyni, Sauðárkróki). sjálfkjörinn, til þess, annars veg ar, að kanna hentugasta fyrir- komulag framkvæmda og í öðru lagi að leita eftir samningum við fulltrúa ríkisvaldsins. Bæjarráð leggur til að eftir- taldir menn verði kosnir í nefnd ina: Bragi Sigurjónsson, Ingi- björg Magnúsdóttir, Jakob Frí- mannsson og Jón Helgason. í framkvæmdaáætlunarnefnd, á fundi 21. október, er þetta bókað m. a.: Fyrir var tekið kostnaðar- áætlun um viðbyggingu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, sem bæjarráð vísaði til framkvæmdaáætlunarnefndar á fundi sínum 15. október sl. í áætluninni er gert ráð fyrir 16.313 rúmmetra byggingu á 5 hæðum auk kjallara. Er gert ráð fyrir að í byggingu þessari verði heilsuverndarstöð, rann- sóknardeildir, röntgendeild, end urhæfingardeild, þrjár sjúkra- deildir og kennslustofur. Þá er gert ráð fyrir að í viðbygging- unni verði 88 sjúkrarúm. Þegar viðbyggingin yrði tekin í notk- un er gert ráð fyrir að dregið verði úr þrengslum í eldri hluta sjúkrahússins og gerðar þar (Framhald á blaðsíðu 7) SUM TÚNANNA ENNÞÁ ÓSLEGIN Undirbúa minkarækt á Sauðárkr, Viðræður um Gljúfurversvirkjun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.