Dagur - 29.10.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 29.10.1969, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Skólakostnaðarlögin UM síðustu helgi var Dagur þess var, að hér á Akureyri voru staddir allmargir menn, sem forystu hafa um byggingu skólahúsa hér í kjördæm- inu og þeir sátu fund með alþingis- mönnum kjördæmisins, sem liingað höfðu komið að sunnan. Hefur blað- ið síðan haft tal af ýmsum þeirra, er þennan fund sátu og aflaði sér upp- lýsinga um tilefni fundarins og við- fangsefni. Er þá fyrst frá því að segja, að vor- ið 1967, skömmu áður en Alþingi var slitið, rétt fyxir kosningar það vor, lagði menntamálaráðherrann fram í þinginu frumvarp til nýrra skólakostnaðarlaga. Voru þar nýstái- leg ákvæði um framlög ríkis- og sveit arfélaga til skólabygginga og rekstr- ar skólanna. Þótti mörgum þing- mönnum reglur þær, er þar voru settar, í senn flóknar og torskyldar og þar með viðsjálar, enda þeir sem gerst máttu vita ekki á einu máli um, hversu skýra skildi sumt það, er um var spurt. Með atbeina ríkisstjórnar var þó málinu lxraðað og það afgreitt í skyndi, en ekki orðið við óskum þeirra, sem töldu réttara að veita tóm til frekari athugunar. í hinum eldri skólakostnaðarlög- um var kveðið á um það, að ríkið skyldi greiða 75% af stofnkostnaði heimavistarskóla og sveitarfélögin 25%. í nýju lögunum er þessu breytt. Ríkið á að leggja fram 50% af byggingarkostnaði kennsluhús- næðis (skólastofur) en kostnað við byggingu heimavista og íbúða á ríkis sjóður að greiða að fullu, ef tvö sveitaifélög eða fleiii eru saman um skóla. Formælendur laganna sögðu, að þetta mundi lækka framlag sveit- arfélaganna úr 25% niður í 20% eða minna. En rekstuiskostnaðai'hlutfall ið átti að verða svipað og áðui'. En í lögunum var ákvæði, sem lítið bar á, um að kennslumálastjómin skyldi setja reglurnar um hvað telja skildi hæfilegt húsnæði og hæfilegan bygg- ingarkostnað. Hins vegar hefur það dregizt í meiia en tvö ár að setja þessar reglur og kynna þær og eru þær nýkonxnar. Um það leyti sem nýju lögin vonx sett og áður en reglumar urðu kunn- ar, hófust framkvæmdir við nokkrar skólabyggingar hér í kjördæminu, á Stóru-Tjörnum, Hrafnagili og Hafralæk. Var þar hafist lxanda sam- kvæmt teikningum, sem samþykktar höfðu verið af lilutaðeigandi yfir- völdum. Nú sýnir reynslan, að hinar nýju íeglur hafa þau áhrif, að fram- lag sveitaifélaganna verður ekki minna en það hefði oiðið samkvæmt eldri lögunum, heldur meira og á (Framhald á blaðsíðu 7) Samvinna heimila og Nokkur orð, sem ef til vill geta orðið að gagni við heimanám barnanna á þessu skólaári TIL ERU börn sem aldrei þarf að hjálpa við heimaverkefni. Þau temja sér góðar námsvenj- ur af sjálfsdáðum og meta að- stoð skólans. Stundum þarf hjálp hinna fullorðnu ekki að vera fólgin í öðru en því, að sjá börnunum fyrir næði við námið. Það er mikil uppörvun fyrir börnin er hinir fullorðnu sýna áhuga fyrir námi þeirra. Það er þýðingarlaust að segja aðeins: „Þetta gengur ekki. Þú verður bara að standa þig.“ Sá full- orðni þarf að ræða við barnið og glæða áhuga þess fyrir náms efninu. Bezta aðferðin við nám, eins og aðra vinnu er sú sem skilar mestum árangri á skemmstum tíma. Eitt veigamesta viðfangs- efni skólans, eftir að barnið hef ir náð valdi á undirstöðugrein- unum, lestri, skrift og höfuð- greinum reiknings, er að æfa nemendur í þeim námsvinnu- brögðum, sem bezt hæfa hverj- um einstaklingi. Tryggvi Þorsteinsson skóla- stjóri svarar spurningum. Lestur og hehnanám? Til er það, að foreldrar taki sjálfir þátt í heimanámi barn- anna, ekki aðeins með því að hlýða yfir lexíur, heldur á þann hátt að lesa lexíurnar fyrir barn ið, stundum vegna þess að barn ið sjálft kann ekki að lesa. Þessi aðferð gengur aldrei til lengdar og endar oftast með ósköpum fyrir báða aðila. Það er óhjá- kvæmilegt að barn læri lestur áður en það tekur til við annað nám, segir Tryggvi. Hvenær á að læra? Þegar börnin koma heim úr skólanum er ólíklegt að þeim falli vel að setjast við heima- nám. Flest þarfnast þá hi'eyf- ingar eftir kyrrseturnar í skól- anum. Þó eru til börn, sem kjósa að ljúka heimanámi strax, og þá er ástæðulaust að amast við slíku. Heimanám á ákveðnum stað og tíma? Bezt er að heimanámið fari ætíð fram á ákveðnum stað og tíma og að sjálfsögðu fer þá eft- ir heimilisháttum hvar og hvenær það er unnið. Þegar líður á kvöldið eru börnin oftast þreytt og því óhætt að slá föstu að sá tími er óhæfur. Margir kjósa tímann fyrir eða rétt eftir kvöldmat, og fer það eftir aðstæðum heimilanna og stundaskrá barngnna í skólan- um. Aðalatriðið er að heimaverk- efnin séu unnin á þeim tíma, sem barnið og heimilið ákveður í sameiningu. Það er æskilegt að barninu sé ætlaður viss staður á heimilinu, þar sem það vinnur að heima- verkefnum sínum. Sum börn eru svo vel sett að þau hafa herbergi til umráða, en þótt ekki sé nema skápur og skúffa fyrir skóladótið og ákveð inn staður við borð, þá er það betra en að barnið sé á stöðug- um hrakningi úr einum stað í annan á meðan það vinnur að heimanáminu. Allur umgangur og hávaði dregur hug barnsins frá við- fangsefninu, einnig útvarps- eða plötuspilaramússík, þótt börnin segi að „þetta geri ekk- ert til.“ Að sjálfsögðu er vand- kvæðum bundið að fá góðan vinnufrið á mannmörgu heimili og e. t. v. gæti lestrarstofa á bókasafni eða í skóla bætt eitt- hvað úr því. Skylda skólans er að búa nem endur undir það að leysa heima verkefnin. í 3. og 4. bekk fara nemendur að fást við námsgrein arnar, sem oft eru nefndar les- fög, landafræði, saga, náttúru- fræði, kristinfræði o. s. frv. Meðal annars er þá nauðsyn- legt: Að barnið skilji hugsanagang inn í því, sem lesið er. Tryggvi Þorsteinsson. Að það lesi með gagnrýni og leiti svara við spurningum sem því koma í hug við lestur náms- efnisins. Að barnið læri að nota bók sem heimild, þar sem leita má svara við mörgum spurningum. Að barnið læri að lesa myndir og línurit. Að barnið komi fljótt auga á þýðingarmestu orð og setning- ar í námsefninu, og athugi fyrir sagnir sem oftast gefa góða hug mynd um efni það, sem um er rætt. Þetta er stundum kallað að leita eftir lykilorðum. Það fer eftir þroska nemandans, námsgreininni og verkstjórn kennarans hvernig þessi lykil- orð eru fundin og notuð. Aðferð til að finna lykilorð. 1. Námsefnið allt hraðlesið. Fyrirsagnir, myndir og línurit vandlega athugað, ef þau finn- ast í textanum,— 2. Námsefnið lesið vandlega í stuttum áföngum. Þýðingar- mestu orð og setningar undir- strikaðar. Það eru lykilorðin. Ef ekki þykir viðeigandi að strika undir í námsbókinni má endur- rita lykilorðin í minnisbók eða vinnubók. 3. Nemandinn endursegir sjálfum sér efni kaflans með hjálp lykilorðanna og athugar um leið skýringarmyndir, t. d. landabréf þegar það á við. 4. Næsti kafli lexíunnar les- inn og lærður á sama hátt og að framan er lýst. 5. Að lokum er öll lexían end urlesin og síðan endursögð (öðrum, eða í huganum) með hjálp lykilorðanna. Þessi aðferð gefur oft góðan árangur, og sé hún kennd í barnaskólanum og notuð við heimanámið, með þeim afbrigð- um, sem falla að námsgetu ein- staklingsins, getur hún komið sér vel, hversu löng sem náms- braut nemandans kann að verða. Hvernig hjálpa foreldrar börn um sínum við heimanámið? Eins og skólum er háttað hér l^-«3-<-*-<'ð-í'*-<'Q-ÍSK--t-Ö-<'*-í-®-<"*-e®-NII-*-e-ÍS!<-W-)-<Sfc-wa-<'*-WS-<'-:IK'«!-<-*-t S IEGGERTILAXÁRDAL í f Sokki, eitt ágætasta naut í Eyjafirði. (Ljósm.: E. D.) - Kynbótanaulin til Hvanneyrar skóla — á landi, er óhjákvæmilegt að leggja einhverja heimavinnu fyrir börnin, jafnvel í 1. bekk. Bezt er að þau venjist strax heimavinnunni og skoði hana sem sjálfsagðan hlut í daglegu lífi. Yngri nemendur barnaskól- anna vilja oft að hinir fullorðnu (foreldrarnir) sjá og heyri hvernig „þau læra“. Það er því æskilegt að annað hvort þeirra sé nærstatt þegar barnið fæst við heimanámið, til þess að taka þátt í gleði þess er það getur lesið, eða þegar það hefir lokið við teikningu eða skrift, sem það vill sýna. Hvatningar og viðurkenningarorð við slík tæki færi eru afar mikils virði fyrir barnið. Stundum þarf barnið að spyrja um ýmsa hluti, sem koma í hug þess við heima- vinnuna og þá er gott að eiga hinn fullorðna að. Ekki má heldur gleyma því að foreldr- unum gefst oft tækifæri til að kynnast börnunum á annan hátt en áður þegar þau vinna að heimaverkefnunum. Oft geta hinh- fullorðnu hagað verkum sínum þannig að þessi dýrmæta aðstoð við barnið í fyrstu skólaárum þess, verði auðveld. í 3.—6. bekk heldur heima- nám barnanna áfram en breyt- ist þó nokkuð og þá verður enn- þá vandasamara að leggja það fyrir svo vel fari. Það sem hæf- ir einum nemanda í bekknum er öðrum ofviða og fátt lamar námsvilja barnanna meira en það, þegar lögð eru fyrir heima verkefni sem þau hafa enga möguleika til að leysa. Þótt skólinn reyni að búa nemendur vel undir að leysa heimaverkefnin og kennarinn haldi að heimavinnan verði ekki annað en upprifjun á lærðu efni, getur einhver nem- andinn komist í standandi vand ræði við að leysa verkefnið. Orsakir til þess geta verið margar og ræði ég þær ekki hér, en þegar slíkt kemur fyrir þarf samband heimilis og skóla að vera náið, svo nemandinn lendi ekki í sjálfheldu. Þegar komið er í slíka sjálfheldu er oftast hægt að hjálpa nemand- anum úr henni með sérstakri tímabundinni aðstoð, sem skól- inn eða heimilið veitir, eða báð- ir þessir aðilar í sameiningu, en þess verður ætíð að gæta, að bezta aðstoðin við barnið er sú, að gera það sjálfbjarga, — ekki að vinna fyrir það, heldur með því. (Framhald á bls. 7) AFBAKANIR Eitt er það, sem virðist vera mjög ríkt í fari íslendinga: Að stytta nöfn á hinu og þessu, til hægðarauka, eins og það er orðað. Næm málkennd hefur í þessu efni bjargað mörgum yfir margan boða; og styttingar nafna eru ýmsar hverjar snilld- arvel gerðar og af góðum smekk. Hér væri gaman að vekja at- hygli á einu atriði málstyttinga í íslenzku, eða á nöfnum íslénd ingasagna. Eins og kunnugt er, nefnist Njáls saga oftt- Njála, Grettis saga: Grettla, Land- námsbók: Landnáma o. s. frv. Virðist þetta ekki vera sem verst áferðar, en þó er höfund- ur þessara lína alveg á móti styttingum á nöfnum. íslend- í | sextugur ís SEXTUGSAFMÆLI átti í gær Eggert Olafsson bóndi í Laxár- dal í Þistilfirði, formaður Félaga sambands Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra (Kjördæmissambandsins). Hann er fæddur í Laxárdal 28. októ- ber 1909. Foreldrar, merkishjón in Ólafur Þórarinsson bóndi og smiður í Laxárdal og Guðrún Guðmunda Þorláksdóttir; Tví- burabróðir Eggerts er Ófeigur, húsgagnasmíðameistari í Reykja vík. Eggert ólst upp með foreldr- um sínum í Laxárdal, ásamt systkinum sínum og vann þar að búi með þeim, stundaði bú- fræðinám á Hvanneyri og tók síðar við búi og jörð af föður sínum og hefur búið þár síðan. Gerðist hann snemma athafna- samur í búskapnum og hefur gert miklar umbætur á föður- leifð sinni, að því er varðar húsakost' og ræktun, enda er hann sjálfur atorkumaður, fjár- maður góður, farsæll búmaður og á eitt af stærri fjárbúum norðanlands og afurðasamt fé. Hann er einn þeirra bænda, sem lengi hafa verið í Fjárrækt arfélagi Þistilfirðinga, sem orð hefur farið af vegna fjárstofns, sem þar hefur verið ræktaður. Þrátt fyrir annasama ævi við búskaparstörf, hefur Eggert var ið miklum tíma til þátttöku í félagsmálum af ýmsu tagi og hvergi legið á liði sínu. Hafa honum og verið falin mikilsverð trúnaðarstörf, sem hann hefur rækt af þeirri atorku og sam- vizkusemi, sem honum er lagin. Hann hefur m. a. lengi verið í ingasagna. Fyrst og fremst er eitthvað óeðlilegt við styttingar á fornsagnanöfnunum, jafnvel þó að þær fari ekki svo ósmekk lega í sumum tilfellum, og þó á maður alltaf að vitna rétt í öll bókaheiti. Sjáum nú til! Hvernig færi nú þetta að líta út, ef við fynd- um-upp á því einn góðan eða slæman veðurdag, að fara að tala um íslendingu, Hænsna- Þóru, Eiríku rauðu, Þorfinnu, Gunnlaugu, Víglundu, Hítar- Björnu, Þorskfjörðu, Flóa- mönnu, Gíslu, Hávörðu, Víga- Styru, Finnbogu, eða Kjalnesu? Spekingarnir í norrænu deild- inni mundu fara að klóra sér í höfðinu, trúi ég. Nei, það er bezt að láta eitt yfir allar sögurnar ganga, nefni stjórn Kaupfélags Langnesinga og er enn og formaður félagsins var hann í mörg ár. Hann á sæti í stjórn Búnaðarsámbands N,- Þingeyinga og sat á nokkrum Stéttarsambandsfundum, sem fulltrúi þess, er formaður skóla nefndar í Svalbarðshreppi og sóknarnefndar í Svalbarðssókn. Einnig formaður Fiskiðjusam- lags Þórshafnar um skeið. Á Fj órðungsþinginu á Sauðár króki var Eggert annar af þeim tveim fulltrúum, er N.-Þing- eyjarsýsla átti þar. Eggert hefur öðru hverju mætt á aðalfundum SÍS, sem fulltrúi kaupfélagsins. Eggert gerðist snemma áhuga samur um landsmál og héraðs- mál, eindreginn Framsóknar- maður og síðar einn af forystu- mönnum flokksins í héraði enda glöggur á málefni og vel máli farinn. Hann hefur lengi átt sæti í stjórn Framsóknarfélags N.-Þingeyinga, austan Axar- fjarðarheiðar og á kjördæmis- þingum Framsóknarmanna oft- ast eða alltaf, síðan kjördæmis- sambandið var stofnað. Á kjör- dæmisþingi á Laugum 1966 var hann kosinn í stjórn sambands- ins og jafnframt formaður þess og hefur verið það siðan. Sem forystumaður þessara samtaka, hefur hann nú um rúmlega þriggja ára skeið leyst af hendi mikið starf og á þann hátt, að Framsóknarmenn í kjördæm- inu öllu, hafa ástæðu til að meta það mikils og 'þakka. Þar sem hann á heima næstum í útjaðri þessa stóra kjördæmis, hefur hann tíðum orðið að leggja á sig mikil ferðalög í þágu sam- bandsins og ekki látið sér vega- lengdir í augum vaxa. Eggert er kvæntur Elínu Pétursdóttur bónda á Hallgils- stöðum á Langanesi og síðar í Höfnum á Strönd Metúsalems- sonar, ágætri konu. Heimili þeirra hefur löngum verið mannmargt og þar ber margan gest að garði. Þau hjónin eiga mörg mannvænleg börn, sem nú eru uppkomin. I . _ ’ Dagur sendir afmælisbarninu hinar beztu árnaðaróskir og þakkar framúrskarandi góð kynni um margra ára skeið, og áhuga hans á þjóðmálum og héraðsmálum, og að fyrir það að gefa sér tíma að sinna þeim. lega að nefna þær sínum fullu nöfnum, og fella hvergi úr orðið saga. — Ætli okkur núlifandi íslendingum færi ekki líta að verða órótt í gröfunum, ef 25. aldar íslendingar tækju að tala um Eldeyjar-Hjöltu eftir Haga_ lín, og Söguköflu eða Sjálfköflu Matthíasar. Og að lokum: Bók um Bertel Thorvaldsen á að heita Saga Bertels Thorvaldsens, en ekki bara Bertel Thorvaldsen. Bók um Jón Sigurðsson á að heita Saga Jóns Sigurðssonar, en ekki bara Jón Sigurðsson. Bæk ur eru yfirleitt um menn (og ritaðar af mönnum) en ekki mennirnir sjálfir. Sigurður Draumland. (Framhald af blaðsíðu 1). að eins og hægt er. En um þessi mál ræðum við nú við Sigurjón Steinsson nautgriparæktarráðu naut og svarar hann hér á eftir nokkrum spurningum. Hvað er liæft í því að flytja eigi suður hin ágætu kynbóta- naut úr Eyjafirði? Sæðingastöðin hér verður lögð niður í núverandi formi, þ. e. kynbótanautin okkar verða send til Hvanneyrar, þar sem verið er að setja á stofn djúp- frystingarstöð. Sæðingar halda að sjálfsögðu áfram hér, en not_ að djúpfryst sæði frá Hvann- eyri, en sæðingastöðin þar verð ur væntanlega komin í fullt gagn á næsta sumri. Fyrstu kyn bótanautin, sem héðan verða flutt til Hvanneyrar og væntan lega verður gert bráðlega, er fyrsta sporið í þessari breyt- ingu. Við höfum fimm fyrstu verðlaunanaut á Búfjárræktar- stöðinni og verða þau sennilega - FJÓRÐUNGSÞING (Framhald af blaðsíðu 8). á Sauðárkróki var kjörinn for- maður sambandsins, en með honum í fjórðungsráð, Jóhann Skaptason sýslumaður, Húsa- vík, Björn Friðfinnsson bæjar- stjóri, Húsavík, Bjarni Einars- son bæjarstjóri, Akureyri, Ás- grímur Hartmannsson bæjar- stjóri Ólafsfirði, Stefán Frið- bjarnarson bæjarstjóri, Siglu- firði, Jóhann Salberg Guð- mundsson sýslumaður, Sauðár- króki, Jóhann ísberg sýslumað- ur, Blönduósi og Óskar Levý bóndi á Ósi. Fjórðungsráðið á að kjósa sér þriggja manna stjórn. Fráfar- andi fjórðungsráð hafði ráðið framkvæmdastjóra, Lárus Jóns son starfsmann Efnahagsstofn- unarinnar, og óskaði fráfarandi formaður eftir því að þessi ráð- stöfun yrði staðfest á þinginu með atkvæðagreiðslu í fundar- lok. Útbýtt var á fjórðungsþinginu tveim fjölrituðum skýrslum frá Efnahagsstofnuninni í sambandi við Norðurlandsáætlun. Önnur skýrslan nefndist „Mannfjölda- þróun og almenn byggðastefna á Norðurlandi" og hin „Atvinnu mál á Norðurlandi". Að þessu sinni er ekki rúm til að skýra frá efni því, sem í skýrslum þess um felst, en þær voru allmikið ræddar á fjórðungsþinginu og ályktun gerð, sem meðal annars felur í sér, að þær verða sendar sveitarstjórnum á Norðurlandi til athugunar og umsagnar. Einnig voru gerðar margar ályktanir um „fjórðungsmál“. öll flutt suður. En það eru naut in Sokki og Dreyri, sem fyrst fara. Þetta eru 10 ára gömul naut, Sokki var afkvæmarann- sakaður hér á sínum tíma og fékk þá strax fyrstu verðlaun og hefur sýnt, að hann er af- burða gott kynbótanaut. Hins vegar er Dreyri keyptur í Mý- vatnssveit, upprunninn frá Ein- arsstöðum í Reykjadal og hafði reynslan sýnt kynbótagildi hans þar austurfrá, áður en við keypt um hann. En fyrstu kvígurnar undan honum hér í Eyjafirði eru að bera nú um þetta leyti. Það er talað um liátt verð á fyrrnefndum Sokka N 146, en mér finnst verðið litið? Hann er seldur á 40 þúsund krónur og því hefur verið hald- ið fram, að það væri hæsta verð á kynbótanauti hér á landi og kann það að vera rétt. En þetta eru þó aðeins tvö kýrverð og því ekki hátt, miðað við það, að þetta er úrvalsskepna. Það mætti líka telja það sanngjarnt verð, þótt hann hefði kostað þrjú eða fjögur kýrverð, svo mikla trú höfum við á kynbóta- gildi hans. Sokki er frá Skarði á Akureyri og af úrvalskyni. Hér voru í sumar haldnar kúa sýningar? Já, en með öðrum hætti en venjulega vegna hringskyrfis- ins. Kúm var ekki safnað sam- an á sýningar eins og ætlast er til, heldur voru kýrnar dæmdar á hverjum bæ og gerðu það ráðunautarnir Ólafur Stefáns- son og Jóhannes Eiríksson. Þess ar sýningar leiddu það í ljós, að eyfirzkir bændur eiga mikinn fjölda ágætra gripa og að um mikla framför væri að ræða á síðustu fimm árum. En niður- stöður þessara dóma urn kýrnar verða umræðuefni næsta bænda klúbbsfundar á Hótel KEA næsta mónudagskvöld. Eru færðar afurðaskýrslur flestra kúa hér við fjörðinn? Eftir því sem ég kemst næst munu um eða yfir 80% kúnna vera á skýrslum, en skýrslu- færðar kýr á síðasta ári voru 4820 talsins í sýslunni og eru þá meðtaldar kýr í Grýtubakka- hreppi og á Svalbarðsströnd. En allt eru það tólf nautgriparækt- arfélög, sem er uppistaðan í Sambandi nautgriparæktarfé- laga við Eyjafjörð, sem skamm- stafað er SNE. Ég vil svo að lok um lýsa alveg sérstakri ánægju minni yfir samstarfinu við bændur í þessum efnurn og ég er stoltur af því, sem starfs- maður þeirra, hve langt þeir hafa náð í nautgriparæktinni á undangengnum árum. Blaðið þakkar svörin. E. D. SIGURÐUR EGILSSON MINNING LAUGARDAGINN 11. október sl. var gerð frá Húsavíkurkirkju jarðarför Sigurðar Egilssonar, Sunnuhvoli á Húsavik, en hann andaðist á Sjúkrahúsi Húsavík- ur 30. september, 77 ára gamall. Sigurður var maður vinsæll og búinn miklum mannkostum, léttur á fæti og glaðlyndur. Skoðanir sínar, sem voru sjálf- stæðar og viturlegar, setti hann fram á góðu máli, í ræðu eða riti og var sanngjarn- og hóg- vær, er hann rökræddi við þá, sem voru á öndverðum meiði. Hann unni mjög landinu og náttúru þess og munu fáir nú- lifandi íslendingar hafa séð meira af íslandi en hann. Eink- um hefur hann ferðazt mikið hin síðari ár, er betra tóm gafst til en áður. Við, sem áttum þess kost að ferðast með honum og undir hans leiðsögn, munum lengi minnast hans sem afburða góðs ferðafélaga, sem aldrei lá á liði sínu til að gera hverja ferð sem ánægjulegasta og árangursríkasta. Ferðafélag Húsavíkur hefur nú stofnað sjóð honum til heið- urs, en hugmyndin er að nota sjóðinn til að reisa skála, er bæri nafn Sigui'ðar, við Hvanna lindir, en hann hefur nokkur undanfarin ár unnið að því að gerð verði brú á Jökulsá á Fjöll um, við Upptyppinga, svo að bílfær leið verði að Hvannalind um og til Kverkfjalla. Hafa all- margir einstaklingar þegar gef- ið fé í sjóðinn, auk þess, sem nokkur fjárhæð úr félagssjóði Ferðafélagsins var lögð í hann. Sigurður Egilsson fæddist á stórbýlinu Laxamýri 11. ágúst 1892 og var hann löngum kennd ur við þann stað. Foreldrar hans voru hjónin Arnþrúður Sigurð- ardóttir frá Ærlækjarseli og Egill Sigurjónsson bóndi og hreppstjóri á Laxamýri. Ólst hann upp á Laxamýri og átti þar heima nær óslitið til ársins 1928. Hann tók ungur mikinn þátt í félagslífi og iðkaði söng og íþróttir. Kynni hans af föður bróður sínum, Jóhanni skáldi Sigurjónssyni, hafa vafalaust haft mikil áhrif á hann, enda dáði Sigurður þennan frænda sinn mjög. Nám stundaði Sig- urður við unglingaskóla Bene- dikts Björnssonar á Húsavík og útskrifaðist frá Gagnfræðaskóla Akureyrar vorið 1911. Auk þess var hann hluta úr vetri í eldri- deild Búnaðarskólans að Hól- um. Sigurður kvæntist 1916 Rakel Júdit Pálsdóttur frá Höfn í Siglufirði og eignuðust þau hjón 6 börn, Pál Kröyer, Egil, Arn- þrúði, Rakel Júdit, Jóhann Egil og Gunnar, og eru þau öll á lífi og búsett í Reykjavík. Rakel andaðist 1931. Árið 1939 kvæntist Sigurður eftirlifandi konu sinni, Petreu Sigurðardóttur frá Núpsseli í Miðfirði í Húnavatnssýslu. Eign uðust þau 3 syni, Sigurð Saló- mon, Björn og Þórð og dvelja þeir allir á heimili móður sinn- ar að Sunnuhvoli á Húsavík. Störf Sigurðar urðu óvenju margþætt. Fram til ársins 1921 stundaði hann almenna sveita- vinnu, laxveiði, varphirðingu og dúnhreinsun, en auk þess kennslustörf á Húsavík og Tjör nesi. Næstu árin vann hann við jarðvinnslu með fyrsta stór- virka jarðvinnslutækinu, sem Íslendingar eignuðust, þúfna- bananum. Árið 1924 hóf hann búskap á Laxamýri í félagi við móður sína og bræður, en árið 1928 var ákveðið að selja jörð- ina og þótti þá Sigurði miður að vera þess ekki megnugur að kaupa. Fluttist hann þá til Siglu fjarðar með fjölskyldu sína og stundaði þar smíðar og ávann sér húsasmíðaréttindi árið 1930. Á Siglufirði tók Sigurður mik- inn þátt í félagsstörfum sem fyrr. Hann var hvatamaður að stofnun og í fyrstu stjórn Kaup félags Siglfirðinga, Slysavarna- félags Siglufjarðar og Iðnaðar- mannafélags Siglufjarðar. Árið 1931 fékk Sigurður ábúð á jörð inni Hraunum í Fljótum, en kona hans, Rakel, andaðist nokkrum dögum áður en hann flutti þangað. Þar bjó hann til ársins 1933. Næstu árin var hann m. a. ráðsmaður á Sval- barði við Eyjafjörð, stundaði smíðar í Reykjavík um skeið og var kennari og smiður við Reykjaskóla þar til skólinn var hernuminn á stríðsárunum. Þá hóf hann búskap með seinni konu sinni, Petreu Sigurðar- dóttur, að Tjörn á Vatnsnesi, en þau fluttu til Húsavíkur árið 1943. Á Húsavík stundaði Sig- urður einkum smíðar, en var auk þess byggingafulltrúi Húsa víkur 1945 til 1948, skrifstofu- maður hjá Húsavíkurhreppi í 2 ár og sparisjóðshaldari við Sparisjóð Kaupfélags Þingey- inga 1959 til 1962. I fasteigna- matsnefnd var hann frá 1951 til dauðadags. Hann annaðist við- gerð gamalla húsa fyrir þjóð- minjavörð, m. a. gerði hann við Grenjaðarstaðarbæ, Keldnabæ og Nonnahúsið á Akureyri. f frístundum stundaði Sigurður útskurðarlist, vefnað, smíðar og batt bækur, en hann átti mikið og gott safn bóka. Fyrir útskurð sinn hlaut hann verðlaun í verð launakeppni íslenzks heimilis- iðnaðar fyrir frábærlega gott handbragð og stílhrein og smekkleg munstur. Utskornir munir eftir Sigurð eru mjög eftirsóttir. Auk þess, sem að framan greinir, var Sigurður kjörinn til ýmissa trúnaðar- starfa fyrir sveitarfélag sitt, var m. a. hreppsnefndarmaður og hreppstjóri Tjörneshrepps og varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Siglufjarðar. Formaður Ferða- félags Húsavikur var hann í mörg ár og allt til dauðadags. Á heimili þeirra Sigurðar og Petreu að Sunnuhvoli auðnað- ist mér að njóta margra ánægju stunda. Framkoma þeirra hjóna einkenndist af vingjarnlegri hógværð og gestrisni, en heimil ið vistlegt og hlýlegt, en laust við allt óhóf. Við fráfall Sigurðar hefur Sunnuhvolsheimilið misst traustan og ástríkan heimilis- föður, en gestrisni og hlýja mun (Framhald á blaðsíðu 2)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.