Dagur - 19.11.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 19.11.1969, Blaðsíða 1
ÞRIFUR ALLT Dagur LH. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 19. nóv. 1969 — 45. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyrl Simi 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING FRÍVERZLUNARBANDALAGIÐ ÍSLAND hefur sótt um aðald -að EFTA, að undangengnum samn ingum. Alþingi mun í vetur taka ákvörðun um málið. EFTA eða Fríverzlunarsamtök Evrópu, er samband sjö þjóða og eru þær þessar, er fullgildir aðilar teljast: Danir, Austurríkis- menn, Portúgalar, Svíar, Sviss- lendingar, Norðmenn og Bretar. Finnar eru aukaaðilar og eru 8. þjóðin í þessum samtökum. Þessar þjóðir hafa fellt niður Vemdartolla sín á milli, á akveðnum vörutegundum og ’auka þannig viðskipti sín innan þessa sambands. íbúar EFTA-landanna eru 100 milljónir. Er þar því mikill FUNDUR UM EFTA FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á Akureyri halda fund tim EFTA laugardaginn 22. nóv. kl. 3 e. li. í Félagsheimilinu, Hafnarstræti 90. Frummælandi verður alþm. Ingvar Gíslason. Stjórnirnar. markaður m. a. fyrir íslenzkar vörur, svo sem iðnvörur og sjávarvörur. Því miður hefur almenningur ekki getað myndað sér raun- hæfar skoðanir um EFTA-mál- ið, svo margt er enn á huldu um það og skýrist sennilega ekki verulega fyrr en það kem- ur til umræðu á Alþingi. Sann- leikurinn mun sá, að ýmsum athugunum er enn ólokið, eink- um þau atriði, sem krefjast ráð- stafana innanlands, j-afnhliða inngöngu í EFTA. En gert er ráð fyrir 10 ára aðlögunartíma- bili, til að fella að fullu niður verndartolla okkar og innflutn- ingshöft, en þeir eiga þó að lækka um 30% strax við inn- göngu. Með sérstakri löggjöf hér innanlands þarf að sjálfsögðu að takmarka útlendingum at- vinnurekstur hér á landi. Og taka þarf upp ákveðna stefnu í iðnaðai-málum, sem nú er eng- in, ásamt því að reikna til botns þær breytingra á tollakerfinu, sem verða hljóta við inngöngu í Fríverzlunarbandalagið. □ Sólborg, heimili vangefinna. (Ljósm.: E. D.| Sólborg, heimili vangefinna, fók fil sfarfa í gær BYRJAÐ MEÐ DAGVIST FIMMTAN UNGLINGA - ER FLUTTIR VERÐA HEIMAN OG HEIM Nýr stjórnmálaflokkur UM helgina var í Reykjavík stofnaður nýr stjórnmálaflokk- ur, sem heitir „Samtök frjáls- lyndra og vinstri sinnaðra manna.“ Formaður flokksins var kjörinn Hannibal Valdi- marsson og framkvæmdastjóri Björn Jónsson. 'Vlaraformiaður er Bjarni Guðnason prófessor. Á stofnfundinum voru ýmsar ályktanir gerðar í þjóðmálum auk sérstakrar stjórnmálayfir- lýsingar flokksins, sem lesin hefur verið í útvarpi. □ Þessi flokksstofnun hefur lengi verið í deiglunni. Hvað sém.um hann verður sagt, kann hann að hafa ýniiskonar áhrif, kannski fyrst og fremst trufl- andi, en áhrif engu að síður og það fljótlega. Flokkurinn mun strax í vor taka þátt í bæjar- stjórnarkosningunum og við undirbúning þeirra, sem nú er á sumum stöðum að hefjast, verða framboðslistar fleiri en reiknað var með eða e. t. v. sam starf flokka. Q í GÆR hófst fyrsta starfsemin í Sólborg, vistheimili og skóla vangefinna á Akureyri. 15 böm og unglingar úr bæ og nágrenni verða í dagvist og kennslu næstu vikur og mánuði og verða flutt heiman og heim. Til stai'fa á stofnun þessari eru komin, Kolbrún Guðveigs- dóttir forstöðukona, Valgerður Jónsdóttir aðstoðarforstöðu- kona og Bjarni Kristjánsson kennari, eru öll flutt í starfs- mannabústaði Sólborgar, en hafa undirbúið sig sérstaklega undir þessi störf, einkum erlend is. Þá tekur einnig til starfa Þóra Kristjánsdóttir ráðskona. Landlæknir hefur skoðað stað inn og framkvæmdir allar og lýst yfir velþóknun sinni, enn- fremur félagsmálaráðherra. Það starf, sem nú er hafið, er eins- konar tilraunastarf, hvað snert- ir hús og aðbúnað, en væntan- lega telur þetta heimili um áttla tíu manns einhvemtíma á næsta ári, dvalargesti og starfs- fólk, þegar byggingar eru full- gerðar og fullnýttar, því þörf fyrir slíkt heimili er miklu meiri en upphaflega var áætlað. Vinna heldur áfram af fulluiru krafti við smíði og frágang húss ins en aðeins nokkur hluti er nú fullbúinn og var tekinn í notk- un í gær. En að utan eru hús fullfrágengin og hin smekkleg- ustu á að líta og einnig hefur verið unnið allmikið við lagfær- ingu lóða. (Framhald á blaðsíðu 5) Skólðbygging á Hrafnagili Yetrarhátíð ÍSÍ á Akureyri HINN 28. febi'úar n. k. hefst átta daga vetraríþi'óttahátíð á Akureyri á vegum íþróttasam- bands íslands. Undirbúnings- og fi'amkvcémdanefnd hér, er þannig skipuð: Jens Sumarliða- son forin., Hernnann Sigtryggs- son, Ingólfur Ármannsson, Pét- ur Bjarnason og Hreinn Óskars son. Jens skýrði fréttamönnum frá undirbúningi og tilhögun á blaðamannafundi á Hótel KEA fyrir helgina. Þar kom þetta fram: Undirbúningsnefnd vetrar- íþróttia hóf störf þegar á sl. vori með því að kanna mögideika á byggingu nýrrar stökkbrautar og vélfrysts skautasvells á Ak- ureyri. Því miður varð lítill árangur Lionsmenn sendu heybíl suður Laugum 17. nóv. í haust lét yfir stjórn Lionshreyfingarinnar það boð út ganga, að Lionsklúbbar ættu að rétta bændum hjálpar- hönd vegna óþurrkanna. Lions- klúbburinn Náttfari, sem næi' yfir Reykjadal og Aðaldal, svar aði þessu kalli á þann hátt, að kaupa bílfarm af heyi, vélbinda heyið og senda það borgfirzk- um bónda, er var sérlega illa undir veturinn búinn af sér- stökum ástæðum. Komst heyið suður áður en spilltist, en of langt fyrir Lionsklúbbsmenn úr Þingeyjarsýslu, að fara suður í heyskapinn á óþurrkasvæðinu. Snjóað hefur í Reykjadal meira og minrta á hverjum degi í hálfa aðra viku og færð farin að þyngjast. Mjólk hefur verið flutt á jarðýtusleða úr Reykja- dal sunnan Lauga og hingað norður. Til Húsavíkur hefur verið sæmilegt færi fyrir jeppa og stærri bíla. Dauft er enn yfir félagslífinu í Reykjadal, þó er Karlakór Reykdæla byrjaður að æfa. Söngstjóri er tékkneskur mað- ur, tónlistarkennai'i á Húsavík, Jaroslav Lauda. Hann hefur einnig nokkra píanónemendur hér í dalnum og kemur kennar- inn einu sinni í viku hingað frameftir. Verið er að leggja rafmagn í Máskot pg Kvígindisdal. G. G. af þessu starfi nefndarinnar. Samkvæmt mælingum og athug unum reyndist stökkbraut í Hlíðai'fjalli of kostnaðarsamt og erfitt mannvirki nú, var því samþykkt að fresta því máli og ákveðið iað endui'bæta stökk- braut og aðstæðui' í Snæhólum. Sl. sumai' voru einnig gerðar mælingar og tillöguuppdi'ættir af vélfrystu skautasvelli, við Sundlaug Akureyrar og einnig við íþróttaleikvang bæjarins. Skipulagsnefnd Akureyrar og bæjiarráð hafa enn ekki séð sér fært að taka endanlega ákvörð- (Framhald á blaðsíðu 7) í JÚLÍ í sumar hófst bygging unglingaskóla fjögurra hreppa á Hrafnagili í Hrafnagilshreppi. Hrepparnir, sem skólann byggja eru: Hrafnagilshreppur, Onguls staðahreppur, Saurbæjarhrepp- ur og Svalbarðsstrandairhrepp- ur. Yfii'smiður er Sveinn Jóns- son, Kálfsskinni. Skólabygging þessi á að taka fjögur ár, en aðalbyggingar — einingar eru þrjár. Það, sem gert hefur verið í sumar er þetta: Grunnflötur er 930 fer- metrar. Þar af er búið að steypa eina álmu, þriggja hæða, nálega 300 ferm. og verða þar bústaðir 40 nemenda. Verið er að slá upp fyrir efi'i hæð annarrar álmu, þar sem verður mötuneyti o. fl. Og í þriðja lagi er grunnur gerð ur að álrnu, sem verður bústað- ur 40 nemenda, þrjár kennara- íbúðir o. fl. Álma þessi verður þrjár hæðir. Síðar verða byggð- ar 630 ferm. kennslustofur á einni hæð. Um þessar mundir er verið að tengja rafmagn og bæði heitt og katt vatn. Skólinn verður hitaður með 50 stiga heitu laugarvatni, en af því er talið nóg, eða 6—8 sek,- lítrar og telja jai'ðfræðingar von um heitara vatn við meiri bor- un. En tvæi' borholur gefa nú þetta vatnsmagn. Skólinn stendur nærri Eyja- fjarðará, austan vegar, skammt frá félagsheimilinu Laugarborg. NAUTNALYF UM helgina tók lögregla höfuð- borgarinnai' nokkur ungmenni, er voru að „skemmta sér“ við notkun nautnalyfja. Átján .vetna mær í hópnum viðurkenndi, að hún hefði komið með lyf þessi frá Danmörku. Hún dvelur nú á Kleppi. Er þetta eitt af mörg- um svipuðum málum, sem á stuttum tíma hafa verið til rann sóknar syðra. Q Eitt og annað frá bæjarstjórn Lánveitingar úr Byggingalána- sjóði. Gengið var frá lánveitingum úi' A-deild Byggingalánasjóðs bæjarins. Alls bárust 98 umsóknii' um lán. Úthlutað var 73 lánum, sem skiptust þannig: 59 lán á kr. 40 þ. kr. 2.360.000.00 14 lán á kr. 20 þ. kr. 280.000.00 Samtals kr. 2.640.000.00 -Y Sýnishorn tekin. Heilbrigðisfulltrúi > tilkynnir að hann hafi látið rannsaka sýnishorn rjóma- og mjólkur- íss, sem seldur er hér í verzl- unum. Gerlafjöldi reyndist vera frá 27000—61000 í ml. miðað við 32 gráður. Hjá einni verzlun var gerlafjöldi hærri. Eitt sýnishorn ið var coligerlalaust og mjög lítið í hinum. Sala á ís frá einni verzlun- inni hefur verið stöðvuð að sinni. Nefndin samþykkir að fela formannj að skrifa öllum þeim aðilum, er selja rjóma- og mjólkurís og skora á þá að sjá um að ísvélar séu þvegnar reglu lega og fyllsta hreinlætis sé gætt við meðferð á hráefni, sem notað er við framleiðslu á ís. Jafnframt er heilbrigðisfull- (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.