Dagur - 19.11.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 19.11.1969, Blaðsíða 2
2 Frá bæjarstjóminni Ætla að lenda á tunglinu í dag (Framhald af blaðsíðu 1) trúa falið að taka að nýju sýnis_ horn af ís til rannsóknar á gerla magni. Heilbrigðisfulltrúi upplýsir að í sumar og í haust hafi verið rifin nokkur peningshús bæði á Oddeyri og upp með Glerá, en eftir sé að hreinsa brak úr þess- um húsum. Oskar nefndin eftir að bærinn láti fjarlægja þetta rusl. Heilbrigðisfulltrúi bendir á að á svæðinu sunnan Þingvalla- strætis (suður og austur af aðal spennistöð rafveitunnar) séu mjög illa byggð peningshús og sé umgengni yfirleitt slæm við þessi hús. Beinir nefndin þeirri áskorun til bæjarstjórnar að hún hlutist til um að öll peningshús á svæð inu milli Þingvallastrætis og og vestur fyrir verði fjarlægð HINN 14. nóvember var Apollo 12 skotið frá Kennedyhöfða, og hófst þá önnur ferð Bandaríkja- manna til tunglsins. í Apollo 12,eru þrír menn og heita þeir, Charles Conrad, til vinstri á rnyndinni, Richard Gordon og Alan Bean. Tveir - Brönugrasið rauða Óryggi hans og einlægni skapa hjó áhorfandanum trúna á tján inguna, trúna, sem er aðall góðr ar listar. Leiklistarunnendur ættu að njóta Arnars á þessari sýningu og leikarar á Akureyri geta margt af honum numið. Arnar hefur tileinkað sér hinn nýja leikstíl, sem tekið hefur ýmis brögð listdansins í þjón- ustu sína. Um það er sjáifsagt ekkert nema gott eitt að segja. Okkur Akureyringum veitir ekki af ferskum blæ á sem flest um sviðum, þótt e. t. v. leiki á tveim tungum hvort sveiflur Arnars, stökk og handasláttur, sé ekki stundum ofgerður og leikurinn verki ýktur á áhorf- endur. En veikleiki þessa góða leikara er svolítil tilhneiging til að ofleika og þá er hætt við, að skotið sé yfir mai'kið. En hætt- an við vanleikinn er deyfðin, áhorfandinn má ekki fara að geispa, en hættan við ofleik er sú, að leikurinn verður ekki sannur og áhorfandinn missir trúna á tjáningu listamannsins. Arnar ber sýninguna uppi frá upphafi til enda, en hann hefur margt góðra manna með sér, svo hér yrði of langt upp að teljia. Þó má geta Þóreyjar Aðal steinsdóttur. Hlutverk hennar er kannski það léttara en Arn- ar, að hún kemur ekki fram nema í draumnum. En hún hef- ur líklega aldrei sýnt betri leik en nú. Guðmundur Gunnareson fer með talsvert hlutverk í sýn- ingunni. Akureyringar vita, að Guðmundur er einhver allra be2ti leikari hæjarins, en fram- lag hans þarna, var naumast eins gott og ætla hefði mátt, hvort sem það var nú honum að kenna eða leikstjóranum, eða jafnvel höfundi. Hið sama má segja um Rósu Júlíusdóttur. Hún náði tæpast þeim tökum, sem þurft hefði. Þráinn Karls- son var prýðilegur, hófsamur, en heill í leik sínum. Hljómlist Magnúsar Bl. Jó- hannssonar var með ágætum og gaf sýningunni nýja vídd. Hún er falleg og skemmtilega nýstár leg, án þess að brjóta nokkur form með tízkuleitandi af- skræmingu. Hún hitti beint í mark. Leikmyndin var góð, en ekkert mjög óvenjuleg. Var lýs ingin alveg í fyllsta lagi á frum- sýningunni? Og má ekki bera eitthvað júgursmyrsl á triss- urnar í hengitjöldunum? Skrall ið í þeim fellur ekki vel inn í tónlistina. Það er mikill hugur og dugur í Leikfélagi Akureyrar um þess ar mundir. Það á skilið skilning og áhuga bæjarbúa, sem styrkja það ekki á annan hátt betur en sækja vel leikhúsið. Betri þökk er ekki unnt að gjalda því. Og þá þökk á félagið skilið fyrir góða og athyglisverða sýningu á Brönugrasinu rauða eftir Jón Dan. E. D. - Tilk. frá EININGU (Framhald af blaðsíðu 5). mann á staðnum. Á sameigin- legum fundi Verkalýðs- og sjó- mannafélags Ólafsfjarðar og Verkakvennafélagsins Sigurvon ar í Ólafsfirði hinn 11. okt. sl. í haust var samþykkt að óska eftir að félögin gengju sem deild inn í Verkalýðsfélagið Einingu. Á fundi Einingar á laugar- daginn var stjórn félagsins falið að ganga endanlega frá samn- ingum og formsatriðum í sam- bandi við þessa stækkun félags- svæðisins. Akureyri, 18. nóv. 1969. tunglfaranna munu dvelja miklu lengur á tunglinu en þeir Armstrong og Aldrin áður gerðu. Apollo 12 fór fyrst umhverfis jörðu en tók síðan stefnu til tunglsins, sveif umhverfis það en tunglfararnir áttu að lenda á mánaferjunni á sjöunda tím- anum í morgun — ef allt færi eftir áætlun. □ AIÍUREYRARMOT HANDKNATTLEIK I N. K. LAUGARDAG og sunnu dag fer fram í íþróttaskemm- unni á Akureyri Akureyrarmót í handknattleik, 6 flokkar frá Þór og KA taka þátt í mótinu. Á laugardag leika eftirtaldir flokkar: 4. fl. karla, mfl. kvenna og 2. fl. karla. Á sunnudag leika: 2. fl. kvenna, 3. fl. karla og mfl. karla. Keppnin hefst kl. 2 e. h. báða dagana. — Knattspyrnufélag Akureyrar sér um mótið. □ Skógarlundar Setbergsveg næsta vor. Jón Þorláksson, Hrafnagils- stræti 21, sækii' um leyfi til að mega selja fisk úr bifreið á nokkrum stöðum (3) í bænum. Skv. 64. gr. heilbrigðissam- þykktar Akureyrar veitir bæjar stjórn leyfi sem þetta. ' Nefndin mælir með því að leyfið verði veitt, enda verði bifreiðin útbúin eftir fyrirmæl- um heilbrigðisfulltrúa og héraðs læknis. Amaro hafnað. Framkvæmdastjóri sagði frá frekari athugunum viðvíkjandi hugsanlegu húsnæði í Amaro. Kom þar fram að bæði stofn- kostnaður og rekstur mundi verða mjög dýr á þessum stað, og húsnæðið tæplega nógu hentugt. Sverrir Pálsson, skólastjóri, skýrði frá hugmyndum sem fram hafa komið um brevtingar á fyrirkomulagi skemmtana- halds á vegum Gagnfræðaskól- ans og stakk upp á mögulegum samskiptum við æskulýðsráð í því sambandi. „Prófkjör“ í Norðurlandskjördæmi vestra í óskilum í Á RS KÓGSH REPPI ER rauðskjótt HRYSSA, ca. 4ra vetra. HREPPSTJÓRI. ÁKVEÐIÐ hefur nú verið, að skoðanakönnun til undirbún- ings vali á mönnum á framboðs lista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra við næstu alþingiskosningar, fari fram dagana 28. nóv. til 18. des. n. k. 17 nöfn verða á kjör- seðli en heimilt að bæta hvaða nafni sem er inn á seðilinn. Skoðanakönnun þessi var ákveðin á Kjördæmaþingi Fram sóknarmanna á Norðurlandi vestra, sem haldið var á Siglu- firði í vor. Framkvæmd skoðana könnunarinnar verður í hönd- um yfirkjörstjórnar en í hverju sveitarfélagi er sérstakur trún- aðarmaður yfirkjörstjórnai', er stjórnar kosningunni. Kosning- in fer fram skriflega og bi'éflega og stendur yfir í 20 daga. Kosn- ing er leynileg og hver kjósandi lætur kjörseðil sinn í umslag og límir aftur. Þetta umslag er sett í annað umslag með nafni við- komandi kjósanda. Er yfirkjör- stjórn hefur fengið öll kjörgögn í hendur og safnað á einn stað eru umslögin með kjörseðlun- um tekin úr ytri umslögum og öllum kjörseðlum ruglað í ein- um kjörkassa og talning getur hafizt. Á kjoi’seðli eru nöfn 17 manna, sem gefið hafa kost á sér til þátttöku í þessari skoð- anakönnun eða „prófkjöri" eins og menn gjarna nefna þetta í daglegu tali, þótt niðurstöður skoðanakönnunarinnar séu ekki bindandi fyrir framboðsnefnd og kj ördæmisþing. Þátttökurétt í „prófkjörinu“ hafa allir flokks bundnir Framsóknarmenn í kjördæminu svo og a'llir þeir, sem lýsa því yfir, að þeir muni styðja Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Heimilt er að bæta nöfnum inn á seðilinn. í framhaldi af þeim upplýs- ingum var samþykkt að taka boði Gagnfræðaskólans um sam vinnu við skemmtanahald fyrir unglinga á aldrinum 13—18 ára. Var framkvæmdastjóra og Ein- ar-i Helgasyni falið að ganga frá ákveðnum tillögum um það efni í samvinnu við skólastjóra Gagnfræðaskólans fyrir næsta fund æskulýðsráðs. í framhaldi af tilboði Gagn- fræðaskólans, sem að framan getur, var samþykkt m'eð sam- hljóða atkvæðum að hafna hug- myndinni um að taka á leigu Amarosalinn. Vegabætur — Akureyri — Húsavík. Með bréfi dags. 26. október sl. fara hreppsnefndir Svalbarðs- strandar-, Grýtubakka- og Háls hrepps þess á leit við bæjar- stjórnir Akureyrar og Húsavík- ui', að kosin verði samstarfs- nefnd þessara aðila og annarra, sem hlut eiga að máli um vega- bætur á leiðinni Akureyri —• Húsavík. Benda þeir á tvö meginatriði sem umræðu- og samstarfsgrundvöll: ‘ 1. Uppbyggingu vegakerfisins 2. Staðsetningu akvega (hrað brautar). Bæjarráð telur að mál þetta heyri undir samgöngumála- nefnd Fjórðungssambands Norð lendinga. Oski bréfritarar við- ræðna um málið tilnefnir bæjar ráð fulltrúa Akureyrarbæjar í samgöngumálanefndinni til þeirra af sinni hálfu. Skautasvell. Lagðar voru fram álitsgerðir íþróttaráðs dags. 4. nóv. sl. og Skautafélags Akureyrar dags. sama dag á tillögum skipulags- nefndar ó staðsetningu vélfrysts skautasvells, en bæjarráð hafði óskað álits þessara aðila á til- lögunum. Bæjarráð leggur til, að til- mæli íþróttaráðs um heildar- skipulag af svæðinu sunnan sundlaugar verði samþykkt af bæjarstjórn. Lundargata 10 til kaups. Með bréfi dags. 1. nóv. sl. fer Skátafélag Akureyrar þess á leit, að Akureyrai'bær kaupi af félaginu húseignina Lundar- götu 10. Jafnframt að félaginu verði veitt aðstaða fyrir starf- semi sína í byggingum, sem bær inn kann að byggja í Glerár- hverfi og ofarlega á brekkunum t. d. í skólabyggingum. Bæjarráð getur ekki lagt til að húseignin Lundargata 10 verði keypt, en leggur til að at- hugað verði nánar um aðstöðu fyrir félagsstarfsemi í bæjar- byggingum á ofangreindum svæðum. Atvinnuleysisskráning 31. októ- ber 1969. f bréfi frá Vinnumiðlunar- skrifstofu bæjarins er greint frá því, að á atvinnuleysisskrá hinn 31. október sl. hafi verið 177 manns, 49 karlar og 68 konur. skemmtilegustu PERSONUIÆG JOLAKORT e jólakortin. Komið með filmu af svipmynd úr fjöl- skyldulífinú eða börnum yðar og við útbúum kortin. Komið strax og tryggið afgreiðslu tímanlega. PEDROMYNDIR - Hafnarstr. 85, Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.