Dagur - 19.11.1969, Blaðsíða 7

Dagur - 19.11.1969, Blaðsíða 7
7 r r Vetrarliátíð ISÍ 4PT (Framhald af blaðsíðu 1) un um staðsetningu vélfrysts skautasvells og því fyrirsjáan- legt að verður ekki byggt fyrir væntanlega vetraríþróttahátíð. Af þessu leiðir að skauta- íþróttinni verður ekki gerð þau skil, sem þyrfti og verður hlut- ur skautaíþrótta minni en áætl- að var. Veður (frost) mun ráða þar um æfingar, einnig um keppni á sjálfri hátíðinni. Þá er einnig útilokað að hægt sé að koma upp sýningum og öðrum atriðum með þátttöku útlendra í skautaíþróttum. Bæjaryfirvöld hafa samþykkt eftir tillögu íþróttaráðs Akur- eyrar að fram færi endurbætur á akveginum upp í Hlíðarfjall og mun það verða mjög til bóta og koma að góðum notum um Vetraríþróttahátíðina. Af ofangreindum ástæðum hefur undii-búningur hátíðar- innar tafizt verulega, en nefnd- in vonar að hér eftir gangi und- irbúningur samkvæmt áætlun miðað við þær aðstæður, sem fyrir hendi eru. Nú eru 30—40 manns í starfi og verður reynt að hafa Vetrar- íþróttahátíð ÍSÍ sem fjölbreytt- asta. Setning hátíðarinnar mun fara fram 28. febrúar á íþrótta- leikvangi bæjarins og er þess vænst að allir keppendur og hátíðargestir vreði þá komnir til Akureyrar. Verður vandað til setningarhátíðarinnar svo sem unnt er m. a. mun íþrótta- fólk, gestir og starfsfólk fara í skrúðgöngu inn á leikvanginn, sem verður í hátíðarbúningi. Skíðaíþróttir, sem fram fara í Hlíðarfjalli, vreða stór hluti á hátíðinni. Keppt verður í alpa- óg norrænum greinum, í karla-, kvenna- og unglingaflokkum, þá munu koma 5—6 keppendux í þessum greinum frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Skíðaráð Akureyrar sér um þessa hlið hátíðarinnar. Á íþróttaleikvanginum mun fara fram skautahlaup og ís- hokkykeppni, en af áðurgreind um ástæðum er óvíst um gesti og nánari tilhögun í þessum greinum vetraríþrótta. Skauta- ráð Akureyrar annast þessar framkvæmdir. Sögusýning, þar sem sýndir verða munir, skíði skautar o. fl. frá gömlum og nýjum tíma, verður opin meðan á hátíðinni stendur, og mun fyrir hátíðina verða gefið út rit, sem greinir frá, í stórum dráttum, sögu vetraríþrótta á íslandi. Utgáfu ritsins og sögusýningu hefur Haraldur Sigurðsson, banka- gjaldkeri, forgöngu um. Yfir hátíðina verður gefið út dagblað sem inniheldur m. a. viðtöl við forystumenn íþrótta- mála o. fl., fréttir af hátíðinni og úrslit frá mótum. Haraldui' M. Sigui'ðsson íþróttakennari og Svavar Ottesen prentari hafa þar útgáfustjórn á hendi. Hátíðai'gestir eiga kost á margvíslegri skemmtan, alla daga Vetrarhátíðarinnar. Skíðaferðii' í Hlíðarfjall, skautaiðkun, efnt verður til keppnis og ferðalaga fyrir gesti. Samkomur og mót vreða í kvöldskrá. Skákmót, bridgemót, leiksýningar, kabarett, dansleik ir fyrir unglinga og fullorðna, kvikmyndasýningar o. fl. Yfir- umsjón með þessum lið hátíðar- haldanna hafa þeir Ólafur Stef- ánsson og Þórarinn B. Jónsson. Geta má þess að í undirbún- ingi og á sjálfri Vetraríþrótta- hátíðinni munu starfa um 150 manns að langmestu leyti í sjálf boðavinnu. Þetta fólk vonar að vel til takist við undirbúning og framkvæmd. Keppendur, gestir, ferðafólk og bæjarbúar þurfa að leggja sitt á móti með því að sækja hátíðina og taka þátt í henni, ef allir leggjast á eitt er enginn vafi á því að þessi fyrsta Vetraríþróttahátíð ÍSÍ, sem haldin er á íslandi, fer vel fram og verður vetraríþróttum lyfti- stöng. Skrifstofa Vetraríþróttahátíð- amefndar er í Hafnarstræti 100, Akureyri. Sími 1-27-22. Póst- hólf 128 og 546. Viðtalstími 5—7 alla virka daga. □ I- % I I I Ég þakka af alhug hverja hlýja hugsun og vinar- ihönd vegna andláts iöður míns, JÓNBJÖRNS GÍSLASONAR. Judit Jónbjörnsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð \ið fráfall og jarðarför JÓNS FRANKLÍNS JÓNSSONAR frá Laugalandi. Þökkum einnig skeyti og minningargjafir. Aðstandendur. ; i v i i'ji i Hjartans þakklæti fœri ég börnum minum, i tengdabörnum, vinurn og vandamönnum fyrir a góðar gjafir, heillaskeyti og alla þá alúð, er það Í sýndi mér á 70 ára afmœli minu, 8 nóvember. <•; Blessun Guðs fylgi ykkur. ^ JÓN A. ÞORVALDSSON. t Hugheilar þakkir fœri ég öllum þeim, er glöddu ® mig á einn eða annan hátt á 60 ára afmœli mínu, f þann 9. nóv. s. I. ^ Lifið heil. EINAR JÓHANNSSON, Ytra-Kálfsskinni. gr 6> I □ RÚN 596911197 — 1 Atkv .:. I.O.O.F. — 15111218y2 — MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar: 43 — 313 — 17 — 314 — 681. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur býðst til að veita aðstoð sína þeim, er erfitt eiga með að komast til kirkjunnar. Þeir sem vildu notfæra sér þá aðstoð hringi í síma kirkjunn ar, 11665, sunnudagsmorgun- in kl. 10.30—12. — B. S. KRISTILEG samkoma í Barna skólanum (í Glerárhverfi) miðvikudaginn 19. nóv. kl. 20.30. Allir velkomnir. Calvin Casselman og Eldon Knudson tala. KRISTILEG samkoma í fundar sal Kaupfélags verkamanna, Strandgötu 9, á sunnudaginn 23. nóv. kl. 20.30 Allir vel- komnir. Calvin Casselman og Eldon Knudson tala. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 23. nóv. Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Öll böm velkomin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Allir hjartanlega vel- komnir. FRA SJÓNARHÆÐ: Drengjafundir á mánudögum kl. 5.30. Saumafundir fyrir telpur á fimmtudögum kl. 5.15. Opinber samkoma kl. 5 hvern sunnudag. Verið velkomin. Sunnudagaskóli n. k. sunnu- dag að Sjónarhæð kl. 1.30. MÖÐRU V ALL AKL AUSTURS - PRESTAKALL. Guðsþjón- usta í Glæsibæ n. k. sunnu- dag 23. nóv. kl. 2 e. h. Aðal- safnaðarfundur Glæsibæjar- sóknar að aflokinni guðsþjón- ustu. — Sóknarprestur. HVERNIG kristnir menn sýna öðrum meðaumkun. Opinber fyrirlestur fluttur af Holger Frederiksen sunnudaginn 23. nóvember kl. 16.00 að Þing- vallastræti 14, II hæð. Allir velkomnir. — Vottar Jehóva. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12, tilkynnir. Almennar samkom ur eru hvern sunnudag kl. 8.30 e. h. AIlii' velkomnir. — Krakkar! Sunnudagaskóli er hvern sunnudag kl. 1.30 e. h. Öll börn velkomin. — Telpna fundir hefjast n. k. föstudag kl. 5.30 e. h. og verða fram- vegis hvern föstudag kl. 5.30 e. h. Allar telpur velkomnar. Fíladelfía. AÐALDEILD: Fund- ur fimmtudagskvöld kl. 8.30. Kristinn Sig- urðsson skiptinemi tal ar og sýnir litskuggamyndir. Skemmtiatriði, veitingar. Fé- lagar fjölmennið. — Stjórain. FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Fjórða spilakvöldið verður að Bjargi laug- ardaginn 22. nóv. kl. 8.30 e. h. Dans á eftir. FRA SJÁLFSBJÖRG. Jólabazar félagsins verður í Bjargi sunnu- daginn 7. des. og hefst kl. 3 síðdegis. Félags- menn sem vildu styrkja félag ið með því að gefa muni, góð- fúslega komið þeim í Bjarg síðdegis laugardaginn 6. des. Með fyrirfram þökk. — Fönd urnefndin. BRUÐHJON. Þann 18. fyrra mánaðar voru gefin saman í hjónaband í Stiklastaðakirkju í Noregi ungfrú Brit Mari Smolan frá Vérdal og Váldi- mar Gunnarsson mjólkur- fræðinemi frá Akureyri. BRÚÐHJÓN. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband brúðhjónin ungfrú Fanney F. Leósdóttir, Oddeyrargötu 5, og Már Karlsson stud. polyt. frá Akranesi. Heimili Austur- brún 4, Reykjavík. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan nr. 1. Fundur fimmtudaginn 20. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Kaup- vangsstræti 4. Fundarefni: Vígsla nýliða, framhaldssag- an, önnur mál. Eftir fund: Kaffi, dans. — Æ.t. SKÁTAFÉLAG AKUREYRAR. Aðalfundur félagsins verður haldinn n. k. sunnu- dag 23. nóv. og hefst kl. 4 e. h. í Hvammi. KRAKKAR! Getum gefið kettlinga. Uppl. í síma 1-15-94. Tek að mév að prjóna BLEYJU- og SOKKA- BUXUR. Einnig að sauma drengjabuxur. Ólöf, Norðurgötu 46. Að gefnu tilefni: Heimilisfang mitt nú er BREKKUGATA 45, Ak. og sími 2-10-76 (Gunnar Benediktss.). Ingólfur Pálsson frá Uppsölum. Til sölu: MASSEY FERGUSON- dráttarvél 130. Sem ný. Seld á 2/3 verðs. Árni E. Jóhannsson, Grund, Glerárhverfi. Til sölu: VETRARFRAKKI á meðalmann, kr. 1500.-, stál-barnaleikhringur, kr. 2.000.-, barnalijóla- giind, kr. 500.-, góðir skíðaskór, nr. 35, ásamt skíðaútbúnaði, kr. 1.000.-, og Passap- prjónavél M201, kr. 2.000.-. TJppl. í síma 1-22-73. Til sölu: SKÍÐASKÓR nr. 40 og Vöstra-skíði, 1.50 á lengd. Uppl. í síma 1-29-88. ELDHÚS- INNRÉTTING til sölu. Uppl. í síma 1-20-45. SEXTUG er í dag, miðvikudag- inn 19. nóv, frú Sigríður Gísla dóttir í Lögmannshlíð. I.O.G.T. -stúkan Akurliljan nr. 275. Fundur n. k. fimmtudag kl. 21.00 í Ráðhúsinu. Félagar fjölmennið. — Æ.t. FRÁ VISTHEIMILINU SÓL- BORG, Akureyri: Sími Vist- heimilisins er 2-14-54. Minningarspjöldin fást í bóka verzlununum Bókval og Fögruhlíð. Jólakort, sem seld eru til ágóða fyrir Sólborg, fást í Verzl. Fögruhlíð. — Stjórn Sólborgar. VISTHEIMILINU SÓLBORG hafa borizt þessar gjafir: Frá Kvf. Hvöt, Þórshöfn 2000 kr. Kvf. Hvöt, Þórshöfn 2000 kr., frá J. + E. 10000 kr„ frá ASKA 1000 kr„ frá ASS 500 kr„ frá saumakonu 500 kr„ frá Kr. P. 200 kr. Minningar- gjafir um Árna Jónasson 5500 kr„ minningargjafir um Jón- björn Gíslason 650 kr„ minn- ingargjafir um Jófriði Hallsd. 100 kr. og minn.gjöf um Sand hólasystur 10000 kr. — Sam- tals kr. 30150.00. — Kærar þakkir. — Jóhannes Óli Sæ- mundsson. MINJASAFNIÐ er opið á sunnudögum kl. 2 til 4 e. h. Tekið á móti skólafólki og ferðafólki á öðrum tímum ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72 GJÖF. Undirritaður hefir tekið á móti 6000 kr. minningargjöf til Sumarbúðanna Vestmanns vatni. Gefendum færi ég beztu þakkir og bið Guð að blessa minningu góðrar syst- ur. — Birgir Snæbjörnsson. SKRIFSTOFA Þýzk-íslenzka félagsins er opin alla föstu- daga frá kl. 8—10 síðd. GJAFIR og áheit: Til Akureyr- arkirkju kr. 1300 frá Öllu, kr. 100 frá G. P„ kr. 600 frá ónefndum, kr. 500 frá Sigur- björgu Gísladóttur, kr. 1000 frá B. A„ kr. 200 frá konu. — Til Strandarkirkju kr. 700 frá Öllu, kr. 1000 frá G. B„ kr. 1000 frá S. E. — Til Biafra- barnanna, ágóði af hlutaveltu Elínar, Sigríðar og Lovísu kr. 212. — Til Sumarbúðanna við Vestmannsvatn kr. 1000 frá ónefndum hjónum. — Til Litlu-Grundar frá hjónum á Akureyri kr. 1000. — Beztu þakkir. — P. S. Nýkomið GLORIA CREPE. TRUNTE- BABYGARN. PATONS BABYGARN. ANGORA-GARN. BÓMULLARGARN, hvítt og míslitt. VERZLUNIN DYNGJA Þriggja Iverbergja ÍBÚÐ á Oddeyri til sölu. Uppl. í síma 2-15-15. EINBÝLISHÚS til sölu. Til sölu er fasteignin Oddeyrargata 19. Upplýsingar gefur Freyr Ófeigsson, hdl., sími 2-13-89.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.