Dagur - 26.11.1969, Blaðsíða 8
8
SMÁTT & STÖRT
Formaður Lionsklúbbsins Hugins, Gunnar Árnason, er hér að afhenda Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri sjónlækningartæki á 10 ára afmæli klúbbsins. Gissur Pétursson augnlæknir og Ey-
þór Tómasson þöldkuðu gjöfina. (Ljósm.: G. P. K.)
Margvíslegar lij álparmiðstöðvar
Ófeigsstöðum 24. nóv. Nú er
kalt í ári og gjörsamlega jarð-
laust, enda var vetrartíð byrjuð
áður en sumri lauk á almanaks-
visu. Snjór er orðinn allmikill
og færð á vegum slæm. Mjólk-
urbílar bafa þó gengið en tæp-
lega samkvæmt áætlun nema
með miklum harðheitum.
Fjárheimtur voru allgóðar
hér í haust. Ein ær með dilk
tepptist í klettum í Ógöngufjaili
skömmu fyrir göngur. Þar hefur
hún setið þar til um daginn, að
hún hrapaði, ásamt dilknum og
bæði til bana. En ekki voru tök
á að bjarga henni í haust.
Fóðurbirgðir eru taldar sæmi
ím um virkjun Skjálfandafljófs
„ÁTTA ára vanþróun í virkj-
unarmálum“, er fyrirsögn á
grein í Degi 8. okt. sl. Sönn orð
og í tíma töluð. Virkjunarmál-
in á orkuveitusvæði Laxár í S.-
Þingeyjarsýslu hafa mikið ver-
ið til umræðu á þessu sumri.
Óþarfi er að rekja það nánar,
því fylgzt hefir verið með þeim
umræðum, sem fram hafa farið
í blöðum, fjölmiðlunartækjum
og á mannfundum. Laxárvirkj-
unarstjórn hefir sótt málið af
mikilli hörku á öllum þessum
framannefndu vígstöðum. Það
virðist svo, sem sókninni hafi
verið hrundið og er þá átt við
hina 57 metra háu stíflu í mynni
Laxárdals og allt sem af henni
■gæti leitt. Eitt hefir verið gegn.
um gangandi í öllum málatil-
búnaði sem settur hefir verið í
gang um þessa, svo mjög um-
deildu framkvæmd. Það hefir
verið forðast að leiða fram
nokkuð það sem gæti verið til
samanburðar þegar rætt er um
þessi mál í alvöru, hvað snertir
virkjunaraðstöðu, öryggi og dýr
leika oiku. Öllum er ljóst að
svo búið má ekki stianda, það
þýðir áframhaldandi vanþróun.
1 vetur sem leið skrifaði ég
grein, sem birtist i Degi, „Hug-
leiðingar um virkjun Skjálf-
andafljóts". Ég varð þess var að
grein þessi vakti nokkra eftir-
tekt. Þarna var þó engan veginn
byggt á tæknilegri eða tölulegri
athugun. Þó var nóg sagt til
þess að hefði átt að vekja for-
vitni og áhuga þeirra manna
sem með þessi mál fara, bæði
þehra sem sækja og þeirra sem
verjast. Það ætti að vera ómaks
ins vert að fá úr því skorið með
rannsókn, hvort ekki sé þarna
um aðstöðu að ræða sem gaum-
ur sé gefandi. Hvað veldur?
Þórólfur Jónsson.
legar og eitthvað selt af heyi til
Suðurlands. Síðasta heyferðin
úr Aðaldal gekk illa. Tveir sunn
lenzkir bílar töku heyhlöss. En
hjá Húsabakka kom upp eldur
í heyhlassi annars bílsins og
brann allt heyið, yfir 50 hest-
burðir. Slökkvitæki voru ekki
við hendina og lítið um vatn.
Bíllinn skemmdist ekki, enda
sturtaði hann brennandi farm- ’
inum af sér. Ekki var hægt að
láta hey í staðinn.
Barnaskólinn er í félagsheim
ilinu eins og í fyrra og gengur
vel þótt færð hafi ekki alltaf
verið góð. Skólinn er rekinn
sem heimangönguskóli og mun
það spara foreldrum 20—30 þús.
króna gjald á hvert skólabam
yfir veturinn miðað við heima-
vistir. Er nú svo komið, að
heimavistarskólar fyrir böm
eru órekandi nema með stór-
(Framhald á blaðsíðu 5)
SKOÐANAKÖNNUN Á
TRAUST FYLGI
Þess verður nú mjög vart á
Akureyri, að kjósendur hafa
verulegan og vaxandi áhuga á
þeirri nýbreytni Framsóknar-
manna, að viðhafa skoðana-
könnun vegna bæjarstjórnar-
kosninganna. Margir gerast nú
kaupendur Dags, sem ekki voru
það áður og félagi Framsóknar-
manna bætast nýir menn, sem
áður létu sig kosningarundir-
búning engu varða eða studdu
aðra flokka við kjör bæjarfull-
trúa. Og fulltrúar Framsóknar-
manna í bæjarstjóm greiddu
því atkvæði, að taka upp skoð-
anakönnun, er það var rætt
á fundi fulltrúaráðs, og sýnir
það meira frjálslyndi en ýmsir
aðrir geta fagnað.
BRATT VERÐUR VALIÐ
Þess hefði verið óskandi, að ein
stakir áliugamenn um bæjarmál
efni liefðu til þess víðsýni og
dugnað, að kynna bæði sjálfa
sig sem frambjóðendaefni og þó
einkum áhuga sinn um nýjar
leiðir í málefnum bæjarins,
áður en skoðanakönnun fer
fram. Ef svo verður ekki verður
að líta svo á, að hinir „eldri og
reyndari“, t. d. núverandi bæjar
fulltrúar, þurfi ekki kynningar
við, en hinir nýju vilji starfa
innan hins rúma ramma Fram-
sóknarflokksins eftir beztu
getu. Við skoðanakannanir meta
menn starfsreynslu í bæjar-
stjórn og þess sem er, og hins
vegar nýja starfskrafta og ný
anlit, „sem jafnan lofa meiru
en gömul“.
ÁNÆGJA OG ÓTTI
Jafnframt þeirri almennu
ánægju yfir því að taka þátt i
skoðanakönnun, blandast lijá
sumum ótti yfir því, að eitthvað
kunni að „berast út“, sem leynt
eigi að fara. Það er skoðun
þessa blaðs, að skoðanakönnun-
Markaðshorfur góðar í Bandaríkjum N. Ameríku
FR.Á því hefur verið sagt í frétt
um hve Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna hefur aukið sölu fisks
á Bandaríkjamarkaði og er það
gleðiefni. En SÍS hefur verið
annar aðal útflytjandi á þennan
markað og frá því bárust þær
fréttir um helgina, að fyrirtæki
SÍS vestra, Iceland Products,
hefði stofnað nýtt sölufélag þai'
ásamt fyrirtækinu National
Marketing Inc. og mun þetta
sölufélag beita sér fyrir sölu fisk
afurða í Bandaríkjunum, með
markaðsleit og nauðsynlegri
Flugbjörgunarsveitin vill kaupa
FLU GB J ORGUN ARS VEITIN
á Akureyri er skipuð um hundr
að manns. Helming þeirra er
hægt að kalla til starfa ef slys
ber að höndum eða hjálpa þarf
nauðstöddum. Flugbjörgunar-
sveitin hefur tvo fjallabíla og
er annar þeirra útbúinn sem
sjúkrabíll, snjóbíl hefur sveitin
einnig, ásamt sjúkrasleða, leitar
tæki, tjöld, fjallabúnað o. s. h'v.
Flugbjörgunarsveitin veitir
Tunglfararnir eru komnir heim
SENDIMENN þeir, er til tungls
ins fóru, eru komnir til jarðar á
ný eftir tíu daga ferðalag, m. a.
gönguferðir á tunglinu. Tungl-
farið lenti á hafinu 400 km. frá
eyjunni Pago P>ago og 4 km. frá
skipinu Hornet, sem tók þá um
borð.
Hraði geimfarsins síðasta
stundarfjórðunginn var nær 40
þús. km. á klukkustund. Vís-
indamenn vænta mikils árang-
urs af þessari för, sem er önnur
för manna til tunglsins og
Bandaríkjamenn eru mjög stolt
ir yfir. □
öryggi, er skipuð mörgum vösk
um sjálfboðaliðum, sem bæði
eru duglegir ferðamenn, fúsir
til starfia þegar þörfin kallar og
þjálfaðir í meðferð hinna ýmsu
tækja, sem til þarf að grípa við
björgunarstörf. Sveitin hefur
aðsetur í Kaldbaksgötu 9.
Nú undirbýr Flugbjörgunar-
sveitin kaup á vélsleða, ásamt
sjúkrakörfu, sem kosta mun um
100 þús. kr. en sjálf er hún fjár-
vana. Munu félagarnir ganga í
hús bæjarins og bjóða til kaups
kerti og spil og fleira smávegis
er fólk gjarnan kaupir fyrir jól
og eru þessar vörur í snyrti-
legum pökkum, er hver kostar
125 krónur, sem er búðarverð.
En ágóði af sölunni gengur til
kaupa á vélsleðanum. Er það
von Flugbj örgunarsveitarinnar,
að almenningur bregðist vel við
og styðji málefnið og má ætla
(Framhald á blaðsíðu 2)
in eigi að vera eins „opin“ og
unnt er og sem allra minnst
leyndarmál. Ef Dagur segir
ekki frá þessu máli, þá gera
önnur blöð það eða maður segir
manni og naumast verður það
betri fréttaþjónusta.
' I
FÓLKIÐ Á AÐ TALA
Um það eru að sjálfsögðu skipt-
ar skoðanir, hvaða áhrifavald
hver kjósandi á að hljóta, er
hann fær í hendur seðil til að
kjósa á í skoðanakönnun. Að
sjálfsögðu verður leitast við að
hafa þá kosningu sem einfald-
asta. En jafnframt þarf að gefa
kjósendum kost á að segja sem
mcst, er það kýs. Þessi kosning
á að vera alvörukosning, eins
og skoðanakönnun framast má
verða. Niðurstaða hennar á ekki
aðeins að vera tii þess, að gefa!
henni auga, heldur á hún að
verða mest ráðandi, frá upphafi
til þess ætlast og framkvæmd
hennar á þann veg. Þeim til-
gangi nær hún, ef að henni er
unnið af heilindum, nánast sem
um bindandi prófkjör væri að
ræða. í þessari skoðanakönnun
á fólkið að tala og segja álit
sitt, að vel athuguðu máli. Fyrid
fram eiga allir aðilar að gera sési
ljóst, að það er óskynsamlegt að
virða vilja þess að vettugi.
STJÓRNLEYSI
Ólafur Thors sagði nokkru áðu*(
en hann lét af stjórnarforystu,
að ef ekki tækist að hafa hemil
á verðbólgunni væri allt annað
í sambandi við viðreisnina unn-
ið fyrir gýg. Þessara ummæla
hans er ekki getið á 10 ára af-
mæli viðrcisnarinnar í Mbl.,
þótt afmælisins sé þar minnzt.
Ekki er heldur getið nema
þriggja gengisfellinga og það
gleymir að segja frá þeirri, er
gerð var 1961. En margir líta
svo á, að með þeirri gengisfell-
ingu hafi stjórnin misst tök á
stefnu sinni í efnahagsmáluirt
og að síðan hafi þjóðin búið við
stjórnleysi.
EFTA-AÐILD RÆDD
Á fundi Framsóknarfélaganna á
Akureyri voru EFTA-málin
rædd, en framsögu hafði Ingvar
Gíslason alþingismaður en á
eftir urðu góðar umræður.
Fundur þessi var vel sóttur.
Mjög eru skiptar skoðanir um
það, hvort ísland eigi að ganga
í EFTA, enda veltur hvað mesf
á því, að hér innanlands verði
samhliða gerðar þær ráðstafan-
ir, sem aðildin krefst. En hæpið
er, að núverandi ríkisstjórn haö
almennt traust til forystu þeirra
ráðstafana.
NÝR YFIRLÆKNIR
Marteinn Friðriksson.
sölustarfsemi. En Iceland Pro-
ducts er dótturfyrirtæki SÍS og
frystihúsa á vegum þess og er í
Harrisburg, og er það bæði inn-
flytjandi frysta fisksins héðan
og fiskréttaframleiðandi.
Nýlega fóru fjórir íslendingar
vestur til að kynnast þessum
fisksölumálum. Þeir voru: Þór-
arinn Sigurðsson, Grundarfirði,
Björgvin Jónsson í Hrísey,
Bjarni Jóhannesson, Akureyri
(Framhald á blaðsíðu 2)
A HUSAVIK
SJÚKRAHÚSIÐ á Húsavík hef
ur nú ráðið yfirlækni frá 1.
febrúar, Örn Arnar, sem nú
dvelur í Bandaríkjunum og er
sérfræðingur í skurðlækning-
um. Fram .að þeim tima starfa
læknarnir Ólafur Ingibjörnsson
og Tryggvi Þorsteinsson, sér-
fræðingar í skurðlækningum og
kvensjúkdómum. í stað Guð-
brandar læknis, sem nýlega fór
til Raufarhafnar og starfar þar,
kemur Oddur Bjamasoa.
Undirbúningur læknamið-
stöðvar á Húsavík er í fullum
gangi. □
;$*5i^5S5S^Í$Jí55S5^5í»$$i^íi?Si=íí55ÍS5íí5««5iíR5^^ ;5«KÍJÍ«ÍS5«5ÍJJÍJJÍS5SSJJJÍS5ÍJJJJJJ55JJJ555J^
FRA HAPPDRÆTTl FRAMSÓKNARFLOKKSINS:
Ennfremur má gera skil á afgreiðslu Dags.
Vinsamlegast gerið grein fyrir heimsendum miðum hið allra fyrsta, til næsta um-
boðsinanns eða á skrifstofuna á Akureyri sem er opin kl. 2—7 e. h. alla daga. —