Dagur - 17.12.1969, Blaðsíða 6

Dagur - 17.12.1969, Blaðsíða 6
6 - Samþykktir á fjórðungsþingi Norðlendinga VIÐ AUSTURVÖLL (Framhald af blaðsíðu 8). F j órðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 22. og 23. október 1969, beinir þeim ein- dregnu tilmælum til Alþingis, samgöngumálaráðherra og Efna hagsstofnunarinnar að gerð verði samgönguáætlun fyrir Norðurland, sem miðist við hlið stæð heildarmarkmið um þróun svæðisins og sett hafa verið fram í skýrslum Norðurlands- áætlunar. Óviðunandi menntunaraðstaða. Á Fjórðungsþingi Norðlend- inga á Sauðárkróki var svohljóð andi ályktun samþykkt: Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 22. og 23. október 1969, lýsir áhyggjum sínum vegna mjög mismunandi menntunaraðstöðu æskufólks í landinu og bendir á þjóðfélags- lega hættu er slíkt ástand hlýt- ur að leiða til. Leggur þingið ríka áherzlu á að veita beri öll- um sama rétt og sambæriega aðstöðu til skólanáms, án tillits til búsetu, og skorar á Alþingi og ríkisstjórn að gera þegar ráð stafanir til þess að leysa það mál með þeim hætti, að þjóðin öll megi við hlíta. Tækniskóli á Akureyri. Á Fjórðungsþingi Norðlend- inga á Sauðárkróki var svohljóð andi ályktun samþykkt: Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 22. og 23. október 1969, telur að gildandi iðnfræðslulöggjöf sé ófullnægj- andi og skorar á yfirvöld menntamála að endurskoða hana og færa til samræmis við fræðslukerfið almennt. Þá skorar þingið á sömu yfir- völd og Alþingi að taka til gagn gerðar athugunar 'hvort eigi sé rétt að flytja Tækniskóla ís- lands til Akureyrar og bendir á fordæmi annarra þjóða, sér- staklega Norðmanna, þessu máli til stuðnings. Telur þingið að flutningur þess skóla til Norðurlands mundi hafa ómetanleg áhrif til eflingar byggðar á Norðurlandi. Dreifing ríkisstofnanna. Allshei'jarnefnd Fjórðungs- þings Norðlendinga á Sauðár- króki í október gerði m. a. svo- hljóðandi ályktun: Nefndin telur eðlilegt og hag- kvæmt að ýmsar ríkisstofnanir verði fluttar frá Reykjavík eða sett upp útibú með sem sjálf- stæðustum rekstri í miðstöðv- um einstakra landshluta og áréttar nefndin fyrri samþykkt- ir Fjórðungssambandsins og Fjórðungsráðs þar að lútandi. Togskip til Norðurlands. Á Fjórðungsþingi Norðlend- inga á Sauðárkróki var sam- þykkt svohljóðandi ályktun: Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 22. og 23. október 1969, beinir þeim ein- dregnu tilmælum til hæstvirtr- SÍMI 21400 KULDAHÚFUR — m/eyrnaskjólum SKYRTUR — mjög fjölbr. úrval HAFIÐ ÞÉR ATHUGAÐ HVAÐ ÞAÐ ER UPPLAGT AÐ GEFA HLJÓMPLÖTU í jólagjöf. ALDREI MEIRA ÚRVAL. HAFNAR- STRÆTI 106 SÍMI 2-14-15. AUGLÝSING Akureyringar Útsvarsgjaldendur á Akureyri eru hvattir til að gera full skil á útsvörum og öðrum bæjargjöldum fyrir áramótin. Útsvarsfrádráttur fæst því aðeins, að útsvarið sé greitt að fuHu fyrir áramót. BÆJARRITARINN, Akureyri. ar ríkisstjórnar að tryggt verði fé til smíða á hentugum togskip um til útgerðar frá norðurlenzk um höfnum. Jafnframt verði rekstrargrundvöllur þessara skipa tryggður. Að öðru jöfnu verði unnið að því að smíði slíkra skipa geti farið fram á Akureyri. □ (Framhald af blaðsíðu 8). læknaskipunarlöggjöfina með það fyrir augum að koma á traustari læknaþjónustu í land- inu. 1 nefndinni eiga að vera tveir menn frá Læknafélagi ís- lands, (annar starfandi héraðs- læknir) einn frá læknadeild Há skólans og fjórir frá þingflokk- Happdrætti H. I. Yinningar í 12. flokki 1969 - Akureyrarumboð Aukavinningar 50.000 kr. Tveir á nr. 29291. 10.000 kr. vinningar. 533, 543, 1161, 2652, 2656, 2660, 2940, 3156, 3371, 3837, 3973, 5016, 5396, 5669, 6005, 6559, 6560, 7269, 7505, 8245, 9068, 9237, 9828, 11214, 11897, 12094, 12097, 12176, 12186, 12428, 12434, 12450, 12563, 12679, 13241, 13380,13784, 13955, 13968, 14187, 14447, 14940, 15555, 16065,16075, 16099, 16592, 19363, 19578, 20504, 22086, 22092, 23017, 23231, 23233, 23248, 23561, 23594, 25584, 25942, 26314, 29304, 30528, 30578, 30580, 31101, 31109, 31133, 31558, 31569, 33166, 35069, 36485, 36499, 37002, 40578, 42616, 44586, 44595, 44612, 44747, 45306, 47462, 47472, 48296, 48875, 49089, 49113, 49115, 49274, 50455, 51893, 52976, 53964, 54741, 57878, 57905, 57925. 5.000 kr. vinningar. 2654, 3172, 3354, 3828, 3839, 3958, 4336, 5215, 5225, 5385, 5653, 5665, 5932, 6003, 9764, 10077,10080, 11211, 11880, 11896, 12072, 12255, 12556, 12694, 13246, 13787,14189, 14252, 14376, 14391,14876, 14941, 15007, 16067, 16577, 16949, 17324, 17852,17932, 17948,18456,18471, 19056, 19583, 19904, 21693, 21731, 22090, 22100, 22424, 22427, 23011, 23592, 23871, 24768, 24905, 25951, 25975, 26320, 31127, 31176, 31187, 33417, 33421, 33447, 35072, 35589, 37044, 42020, 44858, 44864, 46999, 48863, 48865, 49125, 49149, 49165, 49173, 49211, 49214, 49220, 49230, 49235, 49246 50466, 51707, 51716, 52460, 52585, 52980, 53808, 53830, 53933, 53957, 53959, 54076, 59589, 59757. 2.000 kr. vinningar. 1540, 1615, 1620, 3365, 3372, 3598, 3843, 4001, 4327, 4337, 6002, 6009, 8041, 9058, 9248, 10222, 10630, 11879, 12189, 12438, 12443,12557, 13231, 13387, 13645, 14268, 14449, 14930, 15995, 16582, 17071, 17460, 17634, 17941, 18204,19597, 20416, 21741, 21744, 21928, 22250, 22419, 23001, 23242, 23558, 23853, 24772, 24908, 25578, 25591, 27208, 28690, 28860, 2886J, 29022, 29313, 30527, 30565, 30586, 31106, 31162, 31567, 33190, 33402, 33405, 35055, 35590, 36474, 37030, 37032, 37050, 40576, 40581, 41151, 42610, 42812, 43082, 43094, 44587, 44892, 45318, 45319, 46989, 49058, 49121, 51731, 53905, 55798, 57918, 58006, 58008, 59573, 59591. Birt án ábyrgðar. Nýkomið! • FERÐAVIÐTÆKI - margar teg. • PLÖTUSPILARAR • SEGULBÖND JÁRN- 0G GLERVÖRUDEILD KONFEKT - í öskjum til jólagjafa KERTI - margir litir og gerðir unum, einum frá Sambandi ísl. sveitarfélaga og landlæknir sem oddamaður. Ingvar Gíslason, Einar Ágústsson og Sigurvin Einarsson flytja einnig tillögu um að nefnd verði fialið að gera tillögur um sumarheimili í sveit um fyrh' börn úr kaupstöðum og kauptúnum, og kannaðir verði möguleikar á að nýta skólahúsnæði í þessu skyni og að því stefnt að fá börnum þroskandi viðfangsefni. Fjórir Framsóknarmenn flytja frumvarp um að halda áfram fjárframlögum til fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins og þau verði eigi lægri en 20 millj. kr. á ári. Tilraunir varðandi fóðuröflun og heyverkun skuli sitja fyrir öðrum verkefnum sjóðsins. í greinargerð segir m. a.: „Áföllin, sem landbúnað- urinn hefur orðið fyrir síðustu árin ættu að hafa aukið skiln- ing almennings á því, að nú þurfi að bregða við og leita eftir úrræðum." Rætt er um súg- þurrkun, votheysgerð, tækni- búnað, grænfóðurrækt vegna kalskemmda o. fl. og vakin at- hygli á því, að gæði afurðanna, sem byggjast á fóðuröfluninni er þjóðfélagsmál, en ekki ein- göngu bændamál. Stefán Val- geirsson er framsögumaður þessa máls. Ingvar Gíslason og fleiri Framsóknarmenn flytja frum- varp um breytingu á tekju- skattalögum og söluskattslög- um. Þar er m. a. lagt til, að felld ur verði niður söluskattur á mjólkurvörum, kjöti og kjöt- vörum og neyzlufiski. Mun þetta m. a. gert til þess að hætta er talin á hækkun söluskatts. Lagt er til að 10% af skattframtölum séu valin með útdrætti til rann- sóknar. Vinni eiginkona að eigin at- vinnurekstri hjóna (t. d. bú- skap) má samkvæmt gildandi lögum draga allt að 15 þús. kr. af vinnuframlagi hennar frá tekjum þeirra áður en skattur er á lagður. Vilhjálmur Hjálm- arsson og Stefán Valgeirsson leggja til að frádrátturinn megi vera meiri. Ingvar Gíslason, ásamt sex öðrum Framsóknarmönnum, flytur tillögu um, að ríkisstjórn in hlutist til um að Seðlabank- inn geri viðskiptabönkum kleift, að veita iðnfyrirtækjum rekstr- arlán a. m. k. sem hér segir: I. Að fyrirtækin fái víxlasölu heimild (víxlakvóta) til sölu á allt að 90 daga löngum víxlum er nemi allt að 3ja mánaða fram leiðslu þeirra. II. Auk þess fái fyrirtækin 'hlaupareikningsyfirdrátt er svari til 3ja mánaða kaup- greiðslu þeirra. Bjarni Guðbjörnsson og Olaf ur Jóhannesson leggja til, að ríkið hafi forgöngu um að láta smíða fiskiskip innanlands, allt að 12 þús. rúmlestir samtals á árunum 1970—1973 og taki lán í því skyni handa fiskveiðasjóði. Er gert ráð fyrir, að skipin verði seld einstaklingum, félögum eða opinberum aðilum og áherzla lögð á, að útbúnaður þeirra sé miðaður við nýjustu tækni. □ Til jólagjafa: Dömu- NÁTTKJÓLAR og SLOPPAR (sett) — rauðir, gulir, bleikir og bláir. VERZLUNiN DRÍFA Sími 1-15-21.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.