Dagur - 20.12.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 20.12.1969, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÓRT í skinnamiðstöð þessari í Osló niá sjá hálfa milljón skinna af ref og mink áður en uppboð hefst. Minkur íslenzkt liúsdýr á ny FYRIR fjórum áratugium fluttu íslendingar inn brúna minka og ætluðu að taka þátt í hinu mikla grávöruframleiðslukapphlaupi. Tilraun þessi misheppnaðist al- gjörlega, hin innfluttu dýr sluppu úr búrunum og lifa síð- an villt í landinu, til mikillar óþurftar. Alþingi samþykkti þá lög um bann við minkaeldi og önnur um eyðingu þessara villtu dýra, sem hafa numið mestan hluta landsins og eyða bæði fugli og fiski. Nú hefur Alþingi skipt um skoðun og leyft minkaeldi í 'landinu og víða um land eru loð dýragarðar undirbúnir og fyrsta ráðherraleyfið er þegar fyrir hendi og hrepptu Húsvíkingar það. Hið algera þekkingarleysi á minkaeldi, hér á landi, kæru- leysi og trúgirni hefndi sín grimmilega þegar brúni minkur inn var fluttur inn. Þetta er allt fyrir hendi enn í dag, en þó er sú breyting á orðin, að erlend is dvelja nú sennilega fast að 30 manns, sem eru að læra minkaeldi, bæði á Norðurlönd- um og Kanada. Lög og reglur um loðdýrabúin krefjast betri umbúnaðar en áður, og verður Sumardagar í Svarfaðardal f SKAMMDEGINU finnum við líklega allra bezt hvað sumar- dagarnir eru heillandi, þegar vel viðrar, hlýja þeirra og mildi umvefur allt. Svo var það síðast liðið sumar hér norðanlands. Minningar þessara daga vitja okkar aftur og aftur og koma til okkar með sinn bjarta unað og fegurð, sem erfitt er að lýsa, þó við lifum þá upp í endur- minningunum. Þeir koma með myndir sínar og gera okkur glatt í geði. Við finnum nálaegð og áhrif þeirra samfreðamanna, er við mættum í fyrsta sinn og hinna er við höfðum haft af góð kynni áður. Frá liðnu sumri eru mér minnisstæðir nokkrir dagar er ég dvaldi að Húsabakka í Svarf aðardal í boði frú Jónu Snævarr með orlofskonum er komu víða að. Á þessu myndarlega skóla- setri sveitarinnar ríkti góður andi, þar var gott að vera, hvíld og frið að finna frá erli hins dag lega lífs, margt var gert til að skemmta og gleðja. Þrátt fyrir miklar annir heima fyrir kotnu húsfreyjur sveitarinnar og frá Dalvík og húsbændurnir létu sitt ekki eftir liggja, sumir þeirra komnir um langan veg, SAMVINNAN UT ER komið nóvember-des- emberhefti Samvinnunnar,, 88 blaðsíður að stærð, prentað á góðan pappír að vanda. í þessu hefti er greinarflokkur, sem heitir þéttbýlisþróun, eftir marga höfunda, smásaga, ýmis- legt um skáldskap Þorsteins frá Hamri, erlend víðsjá, grein um skólaskáldið Jóhann Sigurjóns- son, greinin Þrír dagar í Uzbe- kistan og Menn sem settu svip á öldina, en í þessu hefti er fjallað um Mahatma Gandhi. Auk þess er ritstjórairabb SAM, 'lesendabréf o. fl. □ með söng, hljóð- sögur voru sagðar og skemmt var færaleik, komið í leiki. Allir tóku hönd- um saman til að gera þessa daga sem ánægjulegasta. Frú Sigríð- ur Hafstað á Tjöm fór með okk ur í skemmtiferð um sveitina og gaf svo lifandi lýsingu á um- hverfi og sögu að líkara var að þar talaði fræðimaður. í þessari ferð skoðuðum við kirkjuna á Dalvík, prófasturinn, séra Stef- án Snævarr, rakti sögu kirkj- unnar og lýsti búnaði, hún á möng fögur listaverk. Sunnudaginn 10. ágúst var hlýtt á messu í Tjarnarkirkju, sú stund mun seint úr minni líða svo áhrifarík var öll guðs- þjónustan og samstilling kirkju gesta. Blessuð sólin sendi geisla sína í gegnum myndskreytta kirkjugluggana, þessa stund ríkti friður og algjör kyrrð, þó venjulega séu margbreytilegar raddir sólskinsdaganna. í þessari sveit býr gott og vel gert fólk, það er ekki oflof lield- nr staðreynd byggð á löngum kynnum og margvíslegum sam- skiptum. Síðasta kvöldið er orlofskon- ur dvöldu að Húsabakka var haldin stórveizla. Orlofsnefnd- urn og fleirum var boðið til þess fagnaðar. Ohætt er að segja að þar naut snilli og smekkvísi ráðskonunnar, Óskar Þórðair. dóttur frá Bakka og annarra er með henni unnu, sín að fullu svo að á betra verður vart kos- ið. í hópi orlofskvenna voru marigar þreyttar húsmæður, fatlaðar og lasburða er sannar- lega höfðu þörf fyrir hvíld og tilbreytni. Það vakti aðdáun og eftirtekt hvað ungu stúlkurnar sýndu mikla umhyggjusemi og skilning, einnig frú Dýrleif Friðriksdóttir, er var með okk- ur suma dagana og lagði sig (Framhald á blaðsíðu 4) væntanlega framfylgt. Og nú sem fyrr er gnægð minkafóðurs í landinu. íslenzkir fiiamleið- endur geta því sparað sér um helming fóðurkostnaðar eða meira vegna þessarar aðstöðu, miðað við nágrannaþjóðimar. Hér á landi er loftslag talið mjög heppilegt til að fiiamleiða þessa tegund loðskinna. Nú eru margir áhugasamir og er talið, að hér norðanlands séu þessir staðir líklegir til að koma upp nýtízku minkabúum: Dal- vík, Húsavík, Grenivík, Sauð- árkrókur og fleiri staðir eru til- nefndir. Sverrir Guðmundsson á Lóma tjörn, Sigurður Helgason, Grund, Eggert Bollason, Akur- eyri og Jónas Halldórsson, Sveinbjamargerði, fóru nýlega um Noreg til að kynna sér minkarækt. Blaðið hafði tal af þeim síð- astnefnda og spurði hann um fyrirætlun manna í Grýtubakka hreppi um minkaræktina og för þeirra til Noregs. Hann sagði svo, m. a.: Félag hefur ekki enn verið stofnað um minkarækt í Grýtu- (Framhald á blaðsíðu 4) SVÆFINGARLÆKNAR Á meðan þingmenn ræddu 45% hækkun söluskatts í neðri deild, flutti Ólafnr Jóhannesson, for- maður Framsóknarflokksins, ræðu í efri deild, þar sem hann átaldi harðlega vinnubrögð í þinginu, m. a. það, að ekki væru haldnir fundir í nefndum og| nefndarformenn störfuðu sein svæfingarlæknar í sambandi við stómiál, sem flutt hafa verið í þingbyrjun. Varð fátt urn svör, nema hvað formaður sjávarút- vegsnefndar reis úr sæti og kvaðst enga afsökun hafa. UNDARLEG AFGREIÐSLA Þegar hér var komið sögu, sá stjórnin sér þann kost vænstan að falla frá því að knýja fylgi- frumvörp EFTA-málsins fram fyrir jól. En þá hefði einnig velí ið rökrétt, að fresta líka loka- afgreiðslu fjárlaga fram yfir ára mótin, sem stöku sinnum hefur verið gert þegar undirbúningur af liálíu ríkisstjómar hefur ekki verið nægur, en þetta var ekki gert. Ér afgreiðsla þessara mála öll hin undarlegasta. ÞÖRF ÁBENDING Ámi G. Eylands, sem skrifaði tvær greinar í Dag í þessum mánuði og kemur víða við, vik- ur m. a. að því, hver nauðsyn það sé, að gefa út bækur um landbúnað, ætlaðar ungu fólki, svo sem aðrar þjóöir gern. Um kennslubækur í búfræðum og handbækur ræðir hann að sjálf sögðu mest. En það er eftir- tektarvert nýmæli, að hvetja til unglingabókaútgáfu um bú- fræðileg efni, sem jöfnum hönd um er til fróðleiks og skennnt- unar, og er þar þörfu máli hreyft. RAFVÆÐING O. FL. í atkv'æðagreiðslu imi fjárlögin felldi stjórnarliðið tillögu frá miimihluta fjárveitinganefndar um áð hækka framlag lil raf- væðingar í sveitum úr 35 millj. upp í 50 milljónir króna. Höfðu bændumir og „bændavinimir“ í Sjálfstæðisflokknum þar sömu Hý bók Hannesar J. Magnússonar ÚT ER komin bókin Úr fátækt til frægðar eftir Hannes J. Magnússon rithöfund og fyrrv. skólastjóra. Þetta er ' síðara bi'ndi af Ævintýri Óttars. Skáld saga þessi er ætluð ungu fólki, en án efa munu fleiri aldurs- flokkar lesa hana sér til skemmtunar, lærdóms og þroska. Sagan hefst á því, að sveita- drengurinn Óttar er kominn til Reykjavíkur og er að hefja nám við menntaskóla. Hann hofur fengið inni hjá kaupmanni, sem á börn á svipuðum aldri. Mugg- ur, kaupmannssonur er fremur veikur fyrir áfengi og veí'ður Óttar honum oft stoð og styrkur á því sviði. Ymsir erfiðleikar verða á vegi þessa unga námsmanns, en hann er stefnufastur og notar vel hæfileikana. Þvu leysast vandræðin oftast, en stundum með aðstoð góðra manna. Hannes J. Magnússon er þekktur rithöfundur og útvarps fyrirfesari, hefur prýðilega frá- sögn og góða sögulega gerð. Af ritverkum hans, hvort sem um er að ræða skáldsögu sem þessa, greinar í blöð eða útvarpserindi, þá styður það allt hið bezta í mannlegu eðli. Barnabækur hans og sögur eru víðlesnar og hafa lagt góðan skerf að bættu uppeldi og heilbrigðara viðhorfs Hannes J. Magnússon. til fólks og málefna. Ég hygg að lesendur bóka hans geti tekið undir þau orð mín, að hann læt- ur þeim ætíð í hendur góða sögu. Kannski ekki sögu, sem börn fyllast ofsa og spenningi við að lesa. En eru það beztu bókmenntir fyrir þau? En ég er viss um, að allir foreldrar geta með góðri samvizku gefið börn- um sínum barna_ og unglinga- bók eftir Hannes J. Magnússon. Indriði Úlfsson. aðstöðu og aðrir stjórnarmenn, einnig landbúnaðarráðlierra, Ingólfur Jónsson. Einnig voru felldar tillögur sömú aðila um að séð yrði fyrir fjármagni til að bæta úr atvinnuleysi. í fyrra var einnig samskonar tillaga felld á þingi fyrir áramót. En eftir áramót lét stjórnin stéttar- félög knýja sig að útvega samai fjámiagn til að bæta úr atvinnu skortinum. Á máli B. Ben. í tíð vinstri stjórnarinnar, hefði þetta heitið að láta „menn út í bæ“ ráða gerðum þingsins. 1 minnihluta fjárveitinganefndar eiga sæti: Ágúst Þorvaldsson, Geir Gunnarsson, Ingvar Gísla- son og Halldór E. Sigurðsson, er var framsögumaður minni- hlutans. FÓÐURFLUTNINGAR Kornvörufóðurflutningur til bænda er nú að taka miklum breytingum. í stað þess að flytja þetta fóður sekkjað, eins og ver ið hefir bæði til landsins og alla leið til bændanna, er nú farið að dæla því lausu í lestar skipanna í erlendum höfnum og úr þeint í birgðageymslur hér. Þá er einnig byrjað að flytja kom og mjöl laust í tankbílum út til bænda. Allt þetta er talið spara mikinn kostnað við sekkjun og umbúðir, og nýmalað korn er betra fóður. Sunnlendingar eru þegar farnir að njóta þessarar nýbreytni og víðar er hún undir búin. SAMTÍNINGUR fslenzkir togarar sigla með aflal sinn, en atvinnuleysi ríkir í Iandinu. Erlendar auglýsinga- kvikmyndir eru hér tollfrjálsar, en 77.5% tollur er á efni, sent íslenzkir kvikmyndaframleið- endur þurfa að nota. I viðskipt^ heiminum otar hver sínum tota og almenningur er hvattur til að gera „góð kaup.“ En fslend- ingar ættu að hefja á ný þá fornu dyggð að spara, í stað þess að eyða. Bókaflóð er yfiii dunið og hafa bækur hækkað verulega í verði, en rninna en margt annað. f hinni hörðu sam keppni nálgast sumir íslenzkir rithöfundar stéttabræður sína á Norðurlöndum, í nöktum kyn- lífslýsingum. Útgáfa klámrita og tilsvarandi mynda er orðin mikil tekjulind og útflutnings- vara í Danmörku. Togarinn Kaldbakur var settur í sóttkví á hafi úti vegna inflúensu skip- verja, er voni að koma heim úrt söluferð. Fjárhagsáætlun bæjar sjóðs Akureyrarkaupstaðar er að fæðast. Vegna ógurlegra hækkana margra kostnaðarliða, gekk fæðingin heldur illa. Og það, sem fæddist ber mörg „við- reisnarmerki.“ FR AMLEIÐNIS J ÓÐUR Stefán Valgeirsson og fleiri Framsóknarmenn fluttu við fjár lagaafgreiðsluna tillögu um 20 millj. króna framlag til Fram- lciðnisjóðs landbúnaðarins á næsta ári úr ríkissjóði, m. a. til að stuðla að bættri heyverkun. En framlag til þessa sjóðs, er verið hefur í lögum, er nú niður fallið. Þessi tillaga var felld, svo og önnur frá sarna þingmanni, þar sem miðað var við 10 milij. kr. framlag. JÓLATRÉ Á meðan enn voru góðir dagar og gamlir, og þó ekki mjög gamlir, reistu Akureyringar fög ur tré á Ráðhústorgi, ár eftir ár og voru þáð jólagjafir frá er- lendum vinabæjum. Nú reisir bærinn tré á sama stað, en þarf að kaupa það sjálfur. Vondar tungur segja, að bæjarstjórn hafi gleymt að þakka gjafimar og jólatrésgjafir því fallið niður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.