Dagur - 20.12.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 20.12.1969, Blaðsíða 1
i ^ ÞRÍFUR ALLT LII. árg. — Aknreyri, laugardaginn 20. des. 1969 — 52. lölublaö FILMU húsið Hafnarstrætj 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SERVHRZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Freslun EFTA-málsins AFGREIÐSLU EFTA-málsúis lauk í gser á Alþingi og var til- lagan samþykkt. Við aðra um- ræðu málsins báru fulltrúar Framsóknarflokksins í utanrík- ismálanefnd, þeir Þórarinn Þór arinsson og Eysteinn Jónsson, fram svohljóðandi frávísunar- tillögu: „Með sérstöku tilliti til þess, að enn hefur ekki verið gerð ís- lenzk iðnþróunaráætlun, sem feli í sér aðlögun að fríverzlun við önnur lönd, né viðlilýtandi áætlun um aðra þætti þjóðar- búskaparins við slík skilyrði, og með því að fríverzlun sú, sem kostur er á, er ekki aðkallandi nauðsyn vegna útflutnings, eins og liann er nú, telur þingið rétt, að frestað verði að taka ákvörð- un varðandi aðstöðu íslands til Fríverzlunarsamtaka Evrópu, en nú þegar hafist handa um nauðsynlegar áætlunargerðir og málið kynnt þjóðinni sem bezt og tekur fyrir næsta mál á dag- skrá.“ Þessari tillögu munu þing- menn Framsóknarflokksins hafa greitt atkvæði. Þingfundum átti að fresta í gær til 12. janúar. En þegar þing þá kemur saman verður tollskráin nýja og söluskatts- hækkunin tekin á dagskrá. □ Akureyrarmal á Alþingi VIÐ fjánlagaafgreiðsluna núna í vikunni var meðal annars sam- þykkt: Heimild fyrir ríkissjóð til að leggja 10 milljón kr. hlutafé til Slippstöðvarinnar á Akureyri, enda verði hlutafé hennar eigi minna en 30 milljónir. Hækkun á framlagi til Efna- Dagur kemur næst út á mánudags- kvöld, og þurfa auglýsingahand rit og annað efni að berast í tæka tíð, samkvæmt því. í-annsóknarstofu Norðurlands úr 150 þús. kr. í 250 þús. kr. Til geymsludeildar Amtsbóka safnsins 100 þús. kr. Framlag til Fjórðungssjúkra- hússins er nú 4.1 millj. kr. en var 2 milljónir í fyrra. Auk þess hækka fjárveitingar til þvotta- húss og tækjakaupa. Til Glerárhverfisskólans var ekkert fé veitt, en heimilað að leyfa að hefja byggingu skólans og umtalað, að fjárveitingu til íþróttahúss yrði varið til að hefja byggingaframkvæmdir Glerárhverfisskólans á næsta ári. □ Á Ráðhústorgi hefur bærinn sett upp jólatré og aðrar skreytingar. (Ljósm.: E. D.J Atvimiumál eru mál málanna segir Hákon Torfason, bæjarstj. á Sauðárkróki KOMIN er hér vetrar- og skammdegislægð, sagði Hákon Torfason bæjarstjóri á Sauðár- ki'óki í símtali við blaðið í gær. Atvinnuleysi er nokkurt eins og er, eins og oftast á þessum tíma, enda ekki að undra, þar sem Saga Sauðárkróks er komin út SAGA SAUÐÁRKRÓKS er komin út, mikil bók og vönduð, eftir Kristmund Bjarnason fræðimann á Sjávarborg. Bókin er nær 500 bls. auk 64 myndasíðna, sem innihalda 214 rnyndir. Uppdráttur af Skaga- firði frá 1815 prýða bókina. Saga Sauðárkróks er mjög vönduð bók, bæði frá hendi höfundarins og annarri gerð allri. Kristmundur Bjarnason er löngu landskunnur fyrir rit- verk sín sögulegs eðlis og vand- ur að heimildum. Hann nær þeim frásagnarstíl, sem gerir bókina í senn fróðlega og skemmtilega til lestrar. Að þessu verki hefur Kristmundur unnið allt frá 1962 m. a. með heimildasöfnun, sem reyndust mun erfiðara en gert hafði ver- ið ráð fyrir í upphafi. Ekki er að efa að Sauðkrækl- ingar og aðrir Skagfirðingar, í héraði sem að lieiman, fá hér í hendur merkilega bók, merki- lega sögu byggðarinnar á Sauð- árkróki og um leið einnig hér- aðsins alls og nágrennis. Föst byggð á Sauðárkróki á hundrað ára afmæli 1971, en fyrstu íbúarnir settust þar að 1871. Þessara tímamóta verður m. a. minnzt með útgáfu á sögu staðarins í tveim bindum og etr þetta fyrra bindið. Saga þessi nær frá 1871 ti.1 1907 en þá varð Sauðárkrókur sérstakt hreppsfélag. Síðara bindið kemur út á afmælisárinu 1971 og fjallar það um tímabilið 1907 til 1947 er Sauðárkrókur öðiaðist kaupstaðarréttindi. Á kápusíðu þessa mikla verks heimilda, en nýtur þess í r£k- segir svo: um mæli, hversu höfundur er „Þessi bók er fræðilegt verk, efni sínu handgenginn af per- byggt á rannsóknum skjallegra (Framhald á blaðsíðu 4) hráefni berst nú ekki til hrað- frystihúsanna, nema örlítið til annars þeirra. En raunar hefur þetta ár mikill fiskur borizt hingað og atvinna því verið all- góð. Að undanförnu hefur það ver ið fyllt á ný, sem sjórinn hefur rifið úr bæjarlandinu. Þetta árið hefur verið óvenju mikið byggt, bæði íbúðarhús og tvær verk- smiðjur. Hefur önnur þeirra, sokkabuxnaverksmiðja, starfað um skeið og veitir atvinnu. Snjór er enginn að heitið get- ur en allmikil svellalög og hálka. Flugfært er um allar sveitir héraðsins. Jólasvipur er kominn á kaup- staðinn og stórt jólatré lét bær- inn setja á kirkjutorg'ið og einn ig við skólana. Mannlífið er rólegt, fólk er að komast í jólaskap og undirbýr hátíðina. En mál málanna er þó atvinnulífið og nú er það hin brennandi spurning, hvernig frystihúsum staðarins verði tryggt hráefni næsta ár. Undan- farna tvo vetur hefur þetta gengið vel, vogna þess að skip, sem áður voru á síld, vildu gjarnan leggja upp hjá okkur, sagði bæjarstjóri að lokum og sendir blaðið jólakveður vestui'. Akurey rartogararnir Kaldbakur kemur inn í dag, en hann hafur verið í sóttkví vegna inflúensu skipveija. Hann seldi í Grimsby fyrir 13.600 pund. Fer á veiðar fyrir jól, sagði skrifst. Ú. A. í gær. Svalbakur á að landa hér á sunnudag og fer á veiðar næsta dag. Harðbakur landaði 15. des. 124 tonn, fór á veiðar 16. des. Sléttbakur landaði 17. des. 57 tonnum og fór á veiðar 18. des. Allir verða þeir úti um jólin. SJÚKRAHÚSSFÉ TIL GATNAGERÐAR f RVK RÍKISSTJÓRNIN hefur gert lóðaskiptasamning við Reykja- víkurborg, sem hefur það í för með sér, að ríkið verður að færa til kafla af Hringbrautinni í Reykjavík fyrir 30 millj. kr. Er þetta, að sögn, gert til að stækka lóð Landsspítalans og verðui’ því að greiða þetta af sjúkrahúsafé komandi ára. En borgin þarf víst á þessari breyt- ingu að halda vegna vansmíða á skipulagi. Samningurinn var staðfestur á Alþingi. □ Vatnsleit við verksmiðjur SÍS Kristmundur Bjarnason, fræðimaður, Sjávarborg. í SAMBANDI við endurbygg- ingu Skinnaverksmiðjunnar á Akureyri, var borað eftir vatni á Gleráreyrum. Er þeirri borun lokið og talið, að hún hafi borið árangur, en hve mikinn, er ekki unnt að fullyrða strax. Dæling úr borholunni gefur svar við spurningunni um vatnsmagnið, og var í gær verið að undirbúa tilraunadælingu. Vatnið verður notað við sútunina og skinna- iðnaðinn. Þetta mun vera í fyrsta sinn hér, að vatn til iðnaðar er grafið úr jörðu á iðnaðarstað. Væri vel ef þessi tilraun tekst, ekki sízt til að létta á vatnsveitu bæjar- ins, því Skinnaverksmiðjan er talsvert vatnsfrek. Verður vænt anlega sagt frá árangri síðar. □ SEX MILLJÓNIR TIL ALÞÝÐUFLOKKSMAÐUR og þrir ritstjórar fluttu við fjár- lagaafgrciðslu á Alþingi tillögu um, að hið opinbera kaupi dag- blöð fyrir 6 millj. króna. Tillag- an var samþykkt, en allmargir þingmenn greiddu þó atkvæði gegn henni. Hér á landi eru fimm dagblöð og öll gcfin út í Reykjavík. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.