Dagur - 20.12.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 20.12.1969, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstrœti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. *. " . 's MEINBUGIR Á FJÁRLÖGUM FJÁRLÖGIN fyrir árið 1970 voru samþykkt á Alþingi miðvikudaginn 17. des. í ríkisfjárhirzlumar eiga að koma á næsta ári 8 milljarðar og 400 milljónum betur. Þetta munu vera fimmtu fjárlög núverandi fjármála- ráðherra og hafa þau hækkað um 3—4 þús. milljónir króna í hans tíð, þegar frá era dregnir ýmsir sérsjóðir á vegum ríkisins, sem nú eru í fjár- lögum en voru þar ekki fyrir 5 árum (vegasjóður o. fl.). Varla verður sagt um Magnús eins og séra Amljót fyrrum: „Þar fær enginn gull úr gjá sem gamli Ljótur á að passa.“ Allir þessir milljarðar fara áreiðan lega út úr fjárhirzlunum aftur og miklu meira, því alltaf fara skattar, tollar og einkasölugróði fram úr áætlun. Á árunum 1966—1968 námu þessar umframtekjur 16—1700 millj- ónir samtals. Magnús geymir ekki ríkiskassann í Hrafnagjá, eins og séra Arnljóti var ætlað að gera, held- ur í miðborg Reykjavíkur og ríkis- stjórn, sem búin er að sitja lengur en sætt er, þarf oft að snúa lykli í skránni. Ráðherrann situr ekki einn við kassann, verðbólgudraugurinn, sem „viðreisnarstjómin“ átti að kveða niður, situr þar hjá honum og þarf ekki að kvarta. Tekjuáætlun fjárlaganna er að verulegu leyti „ólögleg“ að þessu sinni. Þar er gert ráð fyrir, að tollar og söluskattur fari eftir tollskrá og söluskattsfmmvörpum, sem Alþingi er ekki búið að samþykkja og því ekki orðið að lögum. Áformuð sölu- skattshækkun nemur, eftir þessum stjórnartillögum, miklu hærri upp hæð en tollalækkunin. Þessi fmm- vörp komu ekki fram fyrr en um síðustu helgi og fjármálaráðherra fór fram á það við þingið, að þau yrðu afgreidd á örfáum dögum. Og á þess- um dögum vom þingmenn jafn- framt önnxnn kafnir við sjálf fjár- lögin og tillöguna um inngöngu í EFTA. Gerðist þá kurr meðal þing- manna og töldu þeir margir, að ekld mætti minna vera, en að mönnum gæfist tími til að rannsaka tollskrána, sem er 200 blaðsíðna talnaskrá. Er ráðherra hafði lokið ræðu sinni um 45% hækkun söluskattsins, kvöddu 10 alþingismenn sér hljóðs, svo að segja samtímis í neðri deild. O Hugleiðingar um íslenzka MIKIÐ er nú búið að skrafa og skrifa um íslenzka þjóðbúning- imi þessi síðustu ár. — Það er gaman að þetta mál hefur verið rætt svona almennt. — Öll faugs anleg stórveldi hafa lagt málinu lið! — Og flestir hafa þessir góðu menn gert ráð fyrir að búningnum verði lítið breytt — bara sniðnir af nokkrir van- kantar. En það er sérstaklega eitt atriði, sem Heimilisiðnaðarfélag íslands þarf að láta til sín taka í þessu efni: Að fá verksmiðjurnar til að framleiða létt og lipurt efni úr íslenzkri ull i búningana. — Is- lenzka ullin er nú að ná miklu áliti, sem betur fer, og hún á bezt við í búningana. — Það er ekki hætt við, að Heimilisiðn- aðarfélag íslands verði í vand- ræðum með þetta, það hefur nú gert annað eins. Og þá er að minnast á van- kantana, sem þarf að sníða af: Hafa prjónaskotthúfu, ekki flauel. Hafa dökkleita sokka við bún ingana. Hafa slegið sjal, ekki peysu- fatakápu. - SUMARDAGAR í SVARFAÐARDAL (Framhald af blaðsíðu 8). fram að hugsa um þær konur er. erfiðast áttu með að hreyfa sig, engum gat dulizt að hún á hlýjar hendur. Ég sendi kveðju mína að Húsabakka til allra þeirra er ég var með þessa ánægjulegu daga. Starfsliði og öllum vinum er ég hitti þar bið ég blessunar, einnig heimili prófastshjónanna og fjölskyldu þeirra. Guð gefi ykkur öllum gleði- Jeg jól og blessunarríkt nýár. Hafið öll innilegar þakkir fyr ir sólskinsdagana í sumar. Akureyri 16. desember 1969 Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli. Ekki stutt pils (a. m. k. 25 sm, frá gólfi). Ekki silfurbelti við peysu- búning. Halldóra Bjarnadóttir. Eikki í nærpilsi einu undir samfe'llu, fer illa. Eldri konur ættu að klæðast peysufötum, ekki upphlut, með hvíta treyju, brúsandL Varast að hafa fald eða skott- húfu aftaná hnakka, fylgi helzt hárrótinni. Athuganir um þjóðbúningana almennt. Auðsjáanlega er mikið af þjóð •búningum til almennt, t. d. í höfuðstaðnum, þó hann sé nú minna notaður en áður. — Hann var notaður af öllum stéttum almennt fram yfir aldamót: Við jarðarför Sveinbjamar Svein- björnssonar, tónskálds, 1927 (mai'Z) vottuðu konur tónskáld inu virðingu sína. — Komu til kirkju 50 konur í skautbúningi í einni fylkingu. — (Ingibjörg H. Bjarnason, alþingismaður, gekkst fyrir þessum samtökum) Eða þegar heimafólk Helga Magnússonar, stórkaupmanns, hérna í Bankastrætinu, bauð 80 konum til kvöldfagnaðar 1943. — Þær áttu allar að vera klædd Fjórðungsþing fiskideilda 28. fjórðungsþing fiskideilda í Norðlendingafjórðungi var hald ið á Akureyri dagana 3. og 4. desember sl., að Hótel KEA. Á fundinum voru mættir alls 23 fulltrúar frá öllum deildum fjórðungssambandsins frá Skagaströnd til Raufarhafnar. Ennfremur sátu sem gestir fund arins fiskimálastjóri, Már Elís- son, og fulltrúar hans, þeir Jakob Jónsson og Þórarinn Árnason. Varaformaður samtakanna, Magnús Gamalíelsson, útgm., Ólafsfiiði, setti þingið í fjarveru foimanns, Valtýs Þorsteinsson- ar, og bauð fulltrúa og gesti þingsins velkomna. Fyrir þinginu lágu mörg mál og voru gerðar ýmsar samþykkt ir og ályktanir varðandi þau öll og ríkti mikill einhugur á þing- inu varðandi öll hagsmunamál samtakanna. í stjóm voru kosnir: Angan- týr Jóhannsson, Hauganesi, Magnús Gamalíelsson, Ólafs- firði og Bjami Jóhannesson, Akureyri. Endurskoðendur voru kjömir þeir Gunnar Níelsson, Hauga- nesi og Ingvar Jónsson, Skaga- strönd. Fulltrúar á Fiskiþing vom kjömir: Angantýr Jóhannsson, Hauganesi, Magnús Gamalíels- eon, Ólafsfirði, Bjarni Jóhannes son, Akureyri og Hólmsteinn Helgason, Raufarhöfn. Þinginu var slitið að kvöldi 4. desember með borðhaldi að Hótel KEA. (Aðsent) - Saga Sauðárkróks (Framhald af blaðsíðu 1) sónulegum kynnum sem heima- maður. Hér er á ferðinni stór- fróðlcg bók, fjölbreytileg að efni og merkileg menningarheimild, sagan af uppvexti íslenzks kaup staðar frá frumbemsku til manndúmsára, — úr verstöð og verzlunarhöfn lausakaupmanna upp í fullvaxta viðskiptamiðstöð og útgerðarbæ, full af „saltlykt og tjöruangan“ og krambúðar- ilmi liðinnar tíðar, með súg af lífsþrótti athafnastaðar í vexti og lit af fjölbreytilegu mannlífi hans. — En samofin vexti og viðgangi Sauðárkróks er einnig saga alls héraðsins.“ Saga Sauðárkróks er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar h.f. en útgefandi er Sauðár- krókskaupstaður. Meðal um- boðsmanna eru þeir Gunnar Helgason, sími 5233, Sauðár- króki, Sigurjón Bjömsson, sími 81964, Reykjavík og Þórður Friðbjamarson, safnvörður, Ak ureyri. búninginn ar íslenzkum búningi og voru það. Og svo allir peysufatadagarn- ir í skólunum! — Það er stund- um verið að gera gys að þeim, en sannarlega er gaman að sjá ungu stúlkurnar einu sinni svona virðulegar og fallegar. Manni dettur stundum í hug það, sem útlendur merkismað- ur, sem hér var á ferð, sagði um búningana: „Ef ég hefði hér alræðisvald, skyldi ég lögbjóðá að allar konur klæddust þjóð- búningum!" Svo óska ég öllum búninga- samtö'kum hjartanlega til ham- ingju, og þá íslenzku konunni, fyrst og fremst, sem njóta skal allra sigurvinninganna! Halldóra Bjarnadóttir. TREYSTIÐ VARLEGA ÚTVARPIÐ hermdi síðla sum- ars frá andláti umdeilds manns. Það var fyrrverandi biskup, Pike að nafni. Hann ók með konu sinni út í eyðimörkina í nánd við Dauðahafið til að kynna sér það umhverfi, sem ætla má, að Kristur hafi dvalið í, þegar gerðist freistingarsagan, er guðsspjöllin segja frá. En bifreiðin festist í sandauðninni. Kona hans geklc til byggða, 10 stunda göngu, en hann varð eftir og skyldi bíða, unz hjálp bærist. Þegar farið var að leita, fannst hann ekki á þeim stað, þar sem hans var von. Hviar átti þá að leita hans? Kona hans, sem var andatrúar eins og hann, var ekki í neinum vafa um, að andarnir mundu vita það. Var svo leitinni hagað mjög eftir þeim upplýsingum, sem bárust að handan. Var hann sagður inni í helli. Þegar svo lí'k hans fannst eftir fimm daga leit, lá það á kletta- stalli, en var ekki inni í helli. Hvaða gagn er að slikum upp lýsingum? Það, að fólk læri að treysta því varlega, sem það fréttir að handan. HeiJladrýgra verður eftir dauðann að hafa treyst boðskap Krists og breytt eftir honum heldur en öðrum upplýsingum, sem gefnar eru um ástand manna eftir dauðann og framhaldslífið. Sæmundur G. Jóhannesson. - MINKURINN ÍSLENZKT HÚSDÝR Á NÝ (Framhald af blaðsíðu 8). bakkahreppi, en er í undirbún- ingi og Kaldbakur, frystihúsið, verður væntanlega einn aðaJ- hluthafinn. Ætlunin er að byrja með 500 læðu bú, en þó fer það eftir hlutafjármagni þegar þar að 'kemur. En slíkt bú kostar 6—7 milljónir, uppkomið. Hér er reiknað með 10 þús. kr. stofn- kostnaði fyrir hverja læðu, og efast ég um að það hrökkvi, því hér á landi þarf að vanda vel til bygginganna. Sennilega væri hagkvæmt, að byrja að ári liðnu eða svo og fá 6 máiíaða dýr og hafa þá allan búnað fyrir hendi. Sigurður og Eggert, sem áður eru nefndir, eru báðir í Noregi, að læra loðdýrarækt. Við fórum víða og kynntum okkur minka- ræktina, sérstaklega á Jaðrin- um. Þar og víðar er minkarækt ein búgrein bænda, svona 100— 200 læður á býli, en á öðrum stöðum eru stór loðdýrabú. Við komum á eina fóðurblöndunar- stöð, sem framleiðir minkafóður fyrir nokkurt svæði. Þár er á hverjum morgni ekið út 100 tonnum af „minkagraut", og er 'þetta bændum mikið hagræði. En sjálfstæð minkabú, sem byggjast á þeirri búgrein einni, hafa 1000—2000 læður. Reiknað er með, að hver læða gefi af sér 4 hvolpa á ári, sumS- staðar fleiri. Minkaskinn seljast á 1200—1500 krónur, af 6—8 mánaðia dýrum, séu þau góð. Á búinu, þar sem Sigui-ðuir vinnur nú, fékk bóndinn 2400 íslenzkar krónur fyrir hvert karldýrsskinn að meðaltali, en þau skinn eru stærri og dýrari en af kvendýrum. Þessi skinn voru af svartmink og árangur Langt yfir það venjulega. En svartminkurinn er mjög algeng ur. Einnig er til hvítminkur og litaafbrigði em mjög mörg. Minkarnir, 6—8 mánaða, eru aflífaðir með rafmagni, sumir verka skinnin sjálfir, en aðrir senda þau til verkunarstöðva. Síðan er þessi vara seld á upp- boðsmörkuðum. I Osló er ein heljar mikil markaðsmiðstöð fyrir loðskinn refa og minka', þar sem væntanlegir kaupendur hvaðanæva úr heiminum geta skoðað vöruna í sérstökum sýn- ingardeildum. Merki framleið- anda og vottorð matsmanna fylgja hverju skinni. Við höfum reiknað með, að læðan hingað komin, ásamt ein um fimmta hluta karldýrs, kosti um 4000 krónur. Ef vel gengur, breyta minkarnir ýmis- konar verðlitlu ruslfæði í dýr- mætan gjaldeyri, og það er aðal atriði minkaræktarinnar, en að- eins 7—10% fóðursins, kolvetna fóður, þarf að kaupa inn í land- ið til þessarar framleiðslugrein- ar, segir Jónas að 'lokum. Til fróðleiks má geta þess, að síðasta ársframleiðsla minka- skinna í Skandinaviu var nær 10 milljónir skinna. Þess er nú að vænta, að önn- ur tilraun íslendinga í minka- rækt, takist betur en sú fyrri og verði arðbær atvinnugrein. Q JÓLAKERTIN Á JÓLABORÐIÐ - margar gerðir, fallegir litir (Aðsent) 5 © i & t I t I t I t i I t & GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýtt ár! ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU. MÚLALUNDUR - Reykjavík * t I t f * 4- t t <r * 4- t 4- t © 4- t f p/- © 4- © 4- + t GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýtt ár! ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU. AXMINSTER HF. - Reykjavík GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýtt ár! ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU. KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR * 4- © 4- © * 4- © 4- f t t f. * ÓSKUM LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA og farsæls nýárs! ÞÖKKUM ÁRIÐ SEM ER AÐ LÍÐA. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS f t f t ! 0 4- t f t f t t % I t I t f t I I I t I | Ö | t GLEÐILEG JÓL! ÓSKUM ÖLLUM VIÐSKIPTAVINUM VORUM OG STARFSFÓLKl GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI. | : VÉLSMIÐJAN ODDI HF. SAMEINUÐU VERKSTÆÐIN MARZ HF. f t f t * f t f t * 4- t © 4- 0 4- t f t f 4- t f t 0 4- t f 4>k4-©4'^©4'*4-©'i'i\'<4-©4'*4'©'i'*4-©4'*4-©4'*4'©'i'SW'©'i'*4-©4'*4-©4'*4-©4'*4-©4'*4-©'>f i'^t4-©4'*4-©4-*4-©4-*4-©'i'*4-©4'iii4-©4'*4-©4'*-4-©4'i\C-4-©'i'*4'©4'i!C-4-©4'*4-©4'*4-©4'*4-©4 * V f 0 4- * 4- 0 4- t t 4 ÓSKUM SAMBANDSFÉLÖGUM VORUM OG ÍSLENZKRI ALÞÝÐU GLEÐILEGRA JÓLA og gæfuríks komandt árs! MEÐ ÞÖKK FYRIR SAMSTARFIÐ Á LIÐNA ÁRINU. ALÞÝÐUSAMB.AND ÍSLANDS f I t GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU. HAPPDRÆTTI S.Í.B.S. f | f t f * 4- * 4- t t f ? * 4- GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU. HAPPDRÆTTI D.A.S. - Akureyrarumboð f t f t f ? f ? t f t 4- X. 0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.