Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.L Þagnarguðsþjónusta ÍSLAND er ennþá land þagnar og kyrrðar, land hins tæra lofts og sindr- andi vatns. Umhverfis er ómengað haf. Þetta er mikill auður, sem erlent fólk sækir í vaxandi mæli til að njóta um stundarsakir. Mengun andrúms- loftsins er orðin svo mikil í þéttbýl- um löndum, að með sama áfram- haldi verður loftið banvænt innan eins til tveggja áratuga og fólk verð- ur að ganga með sérstaka grímur. Búsetan hér á landi hefur hneigzt til þéttbýlis á einum stað og þéttbýlis vandamálin láta aldrei á sér standa. Þau ógna andlegu jafnvægi fólksins, af því þar hefur maðurinn of lítið olnbogarými og verður að beygja sig undir ný lögmál. Útvarp, sjónvarp, síminn, ryksug- an, bíllinn, flugvélin, skólinn, vinn- an og klukkan, allt kallar í fólkið og ærir það. Ofan á bætist svo kvöldlíf og næturgöltur ungs fólks. Að saman lögðu verður þetta ekki heilbrigt líf, því álagið verður of mikið. Ung- mennið fær ekki að lifa í friði og vera eitt með hugsanir sínar nokkra stund, fær heldur ekki næga hvíld. Starf og hvíld verður að skiptast á til þess menn geti notið lífshamingju og þroska. En vandamálið með mengun andrúmsloftsins, sem er sjálfskaparvíti og vandamálið með þögnina er staðreynd. En þögnin virðist að sínu levti álíka mikilvæg fyrir andlega heilsu mannsins og sjálft andrúmsloftið er líkamanum. Enn geta allir íslendingar notið kyrrðar í ósnortinni náttúru í stuttri fjarlægð frá heimilunum og andað að sér heilnæmu lofti kyrrðar getum við einnig notið. Þórarinn Bjömsson skólameistari komst einhvemtíma svo að orði: „Skortur á þögn á sinn þátt í því að skapa eirðarleysi nútímans. Gildi þagnarinnar fyrir mannssálina, er fólgið í því, að í þögninni komast menn bezt í samband við alheiminn og sitt innsta eðli, sem ef til vill er eitt og hið sama. Þegar þetta sam- band rofnar, kemur eirðarleysið, auð kenni nútímans. Kaj>ólska kirkjan og munkamir vissu hvað þeir voru að fara í þögninni. — Okkur skortir hreinlega þagnarguðsþjónustur.“ Mættu hin viturlegu orð skóla- meistara verða umhugsunarefni, er við nú göngum fagnandi móti hinni tvíþættu hátíð, fæðingarhátíð Krists og hátíð ljóssins, er dag tekur að lengja. GLEÐLEG JÓL! Fróðleikur um alþingismenn NU SEM FYRR hefir skrifstofa Alþingis látið prenta skrá um nöfn alþingismanna, stöðu þeirra, aldur, heimili, síma- númer, dvalarstaði um þingtím ann, þátttöku í þingnefndum, á hve mörgum þingum hver þeirra hefir átt sæti o. fl. Hefir Dagur komizt yfir eintak af þess ari skrá. Ef athuguð eru heimili nú- verandi þingmanna er niður- staöan þessi: Af 6 þingmönnum Norður- landskjördæmis eystra eiga 4 heima í kjördæminu en 2 í Reykjavík. Af 5 þingmönnum Austur- landskjördæmis eiga 4 heima í kjördæminu og 1 í Reykjavík. Af 6 þingmönnum Suðurlands kjördæmis eiga 5 heima í kjör- dæminu og 1 í Kópavogi. Af 5 þingmönnuim Reykjanes kjördæmis eiga 4 heima í kjör- dæminu og 1 í Reykjavík. Af 12 þingmönnum Reykja- víkur eiga 11 heima í kjördæm- inu og 1 í Barðastarandai'sýslu. Af 5 þingmönnum Vestur- landskjördæmis eiga 4 heima í kjördæminu og 1 í Reykjavík. Af 5 þingmönnum Vestfjarða- kjördæmis eiga 4 heima í kjör- dæminu og 1 í Reykjavík. Af 5 þingmönnum Norður- landskjördæmis vestra eiga 3 heima í kjördæminu og 2 í Reykjavík. Af 11 uppbótarþingmönnum (,,landskjörnum“) eiga 6 heima í Reykjavík, Kópavogi og Hafn- arfirði og 5 annars staðar á landinu. Af 10 Alþýðubandalagsmönn um eiga 5 heima í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði og 5 Þankar Gengið hef ég villur vega vamarlaus í hita dagsins, litið sindur sólarlagsins sagnafái- með dulinn trega. Bar mér heimur stríðra strauma stundar gróðia — laut ég honum. Hugðist finna í framavonum fylling minna vökudrauma. Mun ei grein, sem föl er fundin, fella lauf í stormi nætur? Feyskja stofninn fúnar rætur, feigðin er við jörðu bundin. Vegfarandans voðinn bíður virði hann ei leiðarmerkin, hafi ’ann fyrir viðsjál verkin vanrækt það sem mest á ríður. J. S. annars staðar á landinu. (Áður en stofnaður var nýr þingflokk- ur Björns og Hannibals). Af 9 Aiþýðuflokksmönnum eiga 6 heima í Reykjavík, Kópa vogi og Hafnarfirði og 3 annars staðar á landinu. Af 18 Framsóknarmönnum eiga 6 heima í Reykjavík og Kópavogi og 12 annars staðar á landinu. Af 23 Sjálfstæðismönnum eiga 13 heima í Reykjavík, Kópa vogi og Hafnarfirði og 10 ann- ars staðar á landinu. Af 60 alþingismönnum eiga 30 heima í Reykjavík, Kópavogi og 30 þingum, Páll Þorsteinsson á á landinu. Á flestum þingum hafa átt sæti: Eysteinn Jónsson á 43 þingum, Emil Jónsson á 42 þing um, Gísli Guðmundsson á 37 þingum, Bjarni Benediktsson á 30 þingum, Ingólfur Jónsson á 30 þingum, Páll Þorsteinsson á 30 þingum og Sigurður Bjama- son á 30 þingum. Eru hér auka- þing meðtalin. Elztir af núverandi þing- mönnum eru: Sigurvin Einarsson f. 1899 Bjartmar Guðmundsson f. 1900 Emil Jónsson f. 1902 Hannibal Valdimarsson f. 1903 Gísli Guðmundsson f. 1903 Björn Pálsson f. 1905 Drjúgur skerfur fil sögu Eyjafjarðar Séra Benjamín Kristjáns- son: EYFIRÐINGABÓK I (Sögur frá umliðnum öld- um). Akureyri, Bókaforlag Odds Bjömssonar, 1968. SÉRA Benjamín Kristjánsson er löngu þjóðkunnur fræðimað- ur og rithöfundur, og mikil- virkur að sama skapi, því að þessi bók er þriðja ritið, sem frá honum kom í fyrra, meðal meðal þeirra stærðarbindi af hinu gagnmerka ritverki Vest- ur-íslenzkar æviskrár. Þessi Eyfirðingabók séra Benjamíns hetfst á prýðilegri ræðu fyrir minni Eyjafjarðar, sem höf. flutti fyrir allmörgum árum; er þar af 'heitri sonarást brugðið upp glöggi'i mynd af mikilli náttúrufegurð Eyjafjarð air og jafnframt rennt sjónum yfir margþætta og mikilúðuga sögu sveitarinnar. Fer ágætlega á því að gera ræðu þessa að inn gangi ritsins og tjalda með þeim hætti sögusvið þess. Meginmál bókarinnar hefst síðan með ítarlegri greinargerð um „Upphaf helgistaðar á Munkaþverá“ (Þættir úr sögu kirkju og klausturs), og er þar - SMATT OG STORT (Framhald af blaðsíðu 8). okkur, sé söluskatturinn rang- látastur og óskynsamlegastur. Hann er ranglátastur af því, að hann lendir lang þyngst á þeinp sem minnsta getu hafa til að greiða til opinberra þarfa. Hann feílur lang þyngst á barnmargar fjölskyldur og stór heimili-----. í öðru lagi liggur í augum u-ppi, að söluskattur hlýtur að hækka verðlag í landinu og þar með dýrtíðina, a. m. k. sem skattin- um nemur og þeirri álagningu, sem óhjákvæmilega hlýtur á liaim að koma í öllum viðskipt- um. Sú aukna dýrtíð, sem af þessu stafar, kemur svo fram í hækkuðum framleiðslukostnaði. -----Tollur þessi er því luort tveggja í senn, ranglátur gagn- vart þehn, sem greiða hann og mjög óskynsamlegur frá sjónar mlði þjóðfélagsheildarinnar.“ EMIL JÓNSSON SAGÐI: „Hann (Alþýðufl.) vill allra sízt, að versti skatturinn úr dýrtíðar lögunum sé framlengdur. En ég fuílyrði, að sá af sköttum dýr- tíðarlaganna, sein almenningi er tilfinnanlegastur, er söluskatt- urinn og hann verst niður.“ kemur allra GYLFI Þ. GÍSLASON SAGÐI: „Söluskatturinn er í eðli sínu ranglátur. Hann er einhver ranglátasti skattur, sem lagður hefur verið á, af íslenzka lög- gjafanum. Það er ekki nóg með, að hann sé ranglátur í eðli sínu, framkvæmdir á söluskattsinn- heiintunni hefur og verið þann- ig, að á því er enginn vafi, aíf enginn skattur hefur verið svik inn eins stórkostlega og sölu- skatturinn. Það er ekki aðeins ríkissjóðurinn, sem tekur inn mikið fé í skjóli þessara laga- ákvæða, heldur taka ýmiskonaí atvinnurekendur einnig inn stórfé í skjóli þessara ákvæða. Það er auðvelt að svíkja tekju- skatt fyrir þá, sem hafa stór- felldan atvinnurekstur, en það er þó margfalt auðveldara og er1 jafnframt opinbert leyndarmál, að skattsvikin í söluskattinum eru enn gífurlegri en í tekju- skattinum.“ Nú er verið að liækka sölu- skattinn upp í 11% og Alþýðu- flokkurinn veitir sinn stuðning. í skammdeginu sakar ekki að láta hugann reyka að myndum sumarsins, gróðrinum, skógræktinni og yndi sumarsins í víðtækri merkingu. í uppeldisreitum skógræktarinnaí á Hallormsstað var þessi mynd tekin. (Ljósm.: E. D.) mikinn fróðleik að finna um það merka menntasetur, en klaustur stóð á Munkiaþvei'á um nærri 400 ára skeið. Næstir eru á blaði tveir þætt- Drjúgur skerfur til sögu Eyjafj. ir um Jón biskup Arason, efnis- miklir og athyglisverðir, og þá ekki sízt fyrri þátturinn „Hvar var Jón biskup Arason fædd- ur?“ Þar færir höf. sterkar stoð ir undir þá niðurstöðu sína, að Jón biskup hatfi verið fæddur að Syðra-Laugalandi, en ekki í Miklagarði, eins og dr. Guð- brandur Jónsson telur í riti sínu Herra Jón Arason (1950), né heldur á Grýtu eins og almenn- ast hefir talið verið. Séra Benja mín víkur einnig að þessu atriði í þættinum „fslands djarfasti sonur“, en það er ræða, sem höf. flutti við afhjúpun minnis- merkis Jóns biskups Arasonar á klausturrústunum á Muhka- þverá 23. ágúst 1959. Er þar með glöggum skilningi og sam- bærilegum hugarhita lýst at- hafna- og örfagaríkum æviferli Jóns biskups og jafnframt Stór- brotnum persónuleika hans og fjölhæfni: foringjanum áhrifa- ríka, ættjarðarvininum eldheita, og skáldinu mikilhæfa. En rétti lega minnir séra Benjamín á það, „að Jón biskup var höfuð- skáld sinnar samtíðar á íslandi.11 Meðal þeirra merkiskvæða hans, sem séra Benjamín vitnar til, er hið andríka og magni þrungna kvæði „Píslargrátur“, sem jafnframt ber rímfimi Skáldsins fagurt vitni. Þessu svipmikla helgiljóði sneri ís- landsvinurinn dr. Charles Venn Pilcher, biskup í Sidney í Ástralíu, með mikilli prýði á enska tungu, og kom þýðingin út fjölrituð 1954. Kemur þá að aðalhluta Ey- firðingabókar, en það eru þætt- irnir um Bi'iemsættina, en þeir eru: „Jóhanna fagra“ (Ævin- týri eyfirzkrar heimasætu suð- ur í löndum), „Olafur timbur- meistari á Grund“, og tveir þættir rnn Eggert Gunnarsson, „Brúðkaupið á Stóruborg“ og „Þáttur af Eggert Gunnarssyni“. Al'lir eru þættir þessir hinir fróðlegustu og vel í letur færð- ir, og víða hefir höfundurinn leitað til fanga um efni þeixTai. Sérstaklega skemmtilegur er þátturinn um Jóhönnu fögru, enda með miklum ævintýra- brag, því að mjög óvenjulegur og atburðaríkui' var ferill þess- arar eyfirzku fríðleikskonu er- lendis; en hún var dóttir Gunn laugs Briem sýslumanns á Grund í Eyjafirði og Valgerðar Árnadóttur konu hans. Koma við sög-u Jóhönnu margir merk- ismenn, íslenzkir og erlendir, og ber þar hæst Bertel Thor- valdsen, myndhöggvarann heimsfræga. Þátturinn um Ólaf Briem timburmeistara, bróður Jó- hönnu fögru, er eðlilega hvergi næn'i eins ævintýralegur og þáttur hinnar víðförlu systur Kans; en þó að þessi atgervis- mikli og glæsEegi héraðshöfð- ingi féHi að velli um aldur fram, var saga hans bæði farsæl og athafnarík, eins og frásögnin um hann ber órækan vott; fóru og saman hjá honum miklar gáf ur og mannkostir. Að þessum ítarlega og skemmtdega þætti um hann er því mikill fengur. Að vonum, fjallar sérstakur kafli um börn þeirra Ólafs Briem og Dómliildar Þorsteins- dóttur konu hans, er mörg urðu þjóðkunn, en þeirra víðkimn- astur dr. Valdimar Briem, vígslubiskup og sálmaskáld. Þrjú af börnum þeirra Ólafs og Dómhildar Briem fluttust vest- ur um haf, Jóhann, er var einn af forystiunönnum íslendinga í Nýja íslandi, Jakob, og Rann- veig, kona Sigtryggs Jónasson- ar, leiðtogi íslendinga í Kanada á hinum fyrstu landnámsárum þeirra, og meðal annas, á sínum tíma ritstjóri Lögbergs. Þátturinn um „Brúðkaupið á Sóruborg“ tekur huga lesand- ans föstum tökum, en þar er rakin, eftir öruggum heimildum og á áhrifamikinn hátt, ástar- ‘saga þeirra Eggei'ts Gunnars- sonar frá Laufási við Eyjafjörð og Elínai' Sigríðár Ólsen frá Þingeyrum, sem jafnframt er harmsaga Eggerts, því að hann missti konu sína innan tveggja ára eftir brúðkaup þeirra og barnunga dóttur þeirra stuttu síðar. „Eftir það undi Eggert ekki á Espihóli,“ segir séra Benjamín, og bætir við: „Hann leysti upp bú sitt um vorið og var síðan eins og friðlaus maður, enda þótt hann ætti margt eftir að starfa, áður en hann lagðist í ókunna gröf fjarri ættjörð sinni, en það er önnur saga.“ En þá sögu segir höf. í loka- þætti bókarinnar. Eggert Gunn arsson var dóttursonur Gunn- laugs Briem sýslumanns, og ail- bróðir Tryggva Gunnarssonar bankastjóra og þeirra systkina. Eins og séra Benjamín sýnir fram á með mörgum dæmum, var Eggert fágætur eldhugi og athafnamaður að sama skapi, kom svo víða við sögu á stutt- um tíma, að furðu sætir; og þótt framkvæmdir hans gengju eigi allar að óskum og hann hyrfi sviplega af sögusviði Eyjafjarð- ar, gætti áhrifa hans þar í hér- aðinu með mörgum hætti. Hann fór til Vesturheims um 1885 „til að leita gæfunnar á ný,“ eins og höf. þáttar hans orðar það, en eftir það fara af honum litlar sögur og óljósar. En þætti sín- um um hann lýkur séra Benja- mín á þessa leið, sem jafnframt eru lokaorð bókarinnar: „Þannig hvarf þessi mikili ofurhugi og brennandi hugsjóna maður úr sögu lands síns og lýðs, sem hann unni svo mjög, aðeins fjörutíu og fimm ára gamall, við minni orðstír en hann átti skilið. Ógæfa hans var sú, að hann var hálfri öld á undan samtíð sinni í stórhug og manndáð.“ Bók þessi er sérstaklgea vönduð að öllum frágangi. Nafnaskráin aftan við hana eyk ur á gildi hennar, og einnig hin ar mörgu manna- og staða- myndir, sem prýða hana. Einkar fögur er heilsíðumynd in af sólsetri við Eyjafjörð, og þá eigi síður kápumyndin í lit- uni „Séð inn Eyjafjörð", en þannig brosti hann okkur hjón- um við sjónum, í heillandi feg- urð sinni, er við fórum þar um nú í sumar. Og sú ferð, einmitt um mai’gar þær slóðii', þar sem frásagnirnar í Eyfirðingabók gerast, hefir gert mér þær enn- þá hugþekkari og áhrifameiri. Bók þessi er, í fáum orðum sagt, fjölþætt fræðirit á sínu sviði, drjúigur slcerfur til sögu Eyja- fjarðar, og' er þess að vona, eins og höf. gefur í skyn í formála sínum, að fiamhalds hennar verði eigi langt að bíða. Dr. Richard Beck. Tekst KA að sigra Víking? EKKERT HLÉ verður á æfingum hjá handknattleiks mönnum KA milli jóla og nýárs, og kemur 1. deildar- lið Víkings norður laugar- daginn 27. des. og leikur við 2. deildarlið KA í íþrótta- skemmunni kl. 4. Á sunnu- dag verður Hraðmót með þátttöku Víkinga, Þór, Dal- vík + Ólafsfjörður og KA, og hefst keppni kl. 2 á sunnu dag. Keppni í Norðurlandsriðli hefst í janúar, og taka 19 flobkai' þátt í mótinu frá Húsavík, Dalvík, Ólafsfirði og KA og Þór. Athygli vek- ur, að Þór tilkynnir ekki þátt töku í 2. og 3. fl. kvenna og 4. fl. karla, og eru aðeins tvö lið í 4. fl. karla og 3. fl. kvenna, og er það lítil þátt- taka af öllu Norðurlandi. — Norðurlandsi'iðill verður all- ur leikinn í íþróttaskemm- unni á Akureyri, enda eini löglegi völlurinn á Norður- landi. Leikin verður tvöföld umferð í 2. deild karla, en einföld umferð í yngri flokk- unum. Sigurvegari í 2. deild Norðurlandsriðils leikur til úrslita við sigurvegara Suð- urlandsriðils, sennilega ÍR, en þeir eru fyrirfram taldir sigurstranglegastir syðra. — Leiknir verða 2 úrslitaleikir, annar í Laugardalshöllinni, en hinn í íþróttaskemmunni, og fara þeir sennilega fram í byrjun apríl 1970. □ vorur i ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI fjölbreyttu úrvali Á HAGSTÆÐU VERÐI SENDUM GEGN PÓSTKRÖEU SENDUM FELAGSMONNUM KAUPFÉLAGSINS, STARFSFÓLKI ÞESS OG VIÐSKIPTAVINUM BEZTU ÓSIÍIR UM gleðileg jól, farsælt nýtt ár, MEÐ ÞÖKK FYRIR ÞAÐ, SEM ER AÐ LÍÐA •<>> KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudield Vefnaðarvörudeild Herradeild Jám- og Glervöradeild Byggingavörudeild Skódeild Véladeild Raflagnadeild Olíusöludeild Kjötbúð Stjömu Apótek Gummíviðgerð Þvottaliúsið Mjöll Vátryggingadeild Hótel KEA Matstofa Útgerðarfélag Brauðgerð Efnagerðin Flóra Mjólkursamlag Kjötiðnaðarstöð Reykliús Skipasmíðastöð Smjörlíkisgerð Sláturliús og frystihús Sameign SÍS og KEA: Kaffibrennsla Akureyrar Efnagerðin Sjöfn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.